Stelpupizza…

03.08.2016

Fyrsta pizzan sem ég geri því Þráinn hefur haft þetta sem sérgrein en mig langaði að prófa pizzabotn með lyftidufti því mér líkar ekki bakstur með þurrgeri og hann vinnur svo mikið meira en ég og ég svo dugleg að baka undanfarið að það varð bara að prófa og jeminn þetta var svo fljótlegt og auðvelt.

4 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 dl. olía
1 1/2 dl. súrmjólk
pizza krydd

Allt sett í skál og hrært saman með skeið þar til allt er komið saman,
þá hnoðað saman á borði með smá hveiti, og flatt út á ofnplötu. Betra að hafa bökunarpappír undir.
Síðan er sett annað hvort Pizza-Pronto eða bara tómatsósa og síðan áleggið sem getur verið það sem er til í það og það skiptið, skinka,ananas,pepperoni,sveppir,
laukur. Síðan pizzaostur niðurrifinn í poka.

Bakað við 200 gráður í 15-20 mín.

Og svona líka góð, nammi namm, þessi verður bökuð svo mikið oftar á þessu heimili.

ykkar, Kristin á Nesan

P.s. ný útfærsla gerð 3 dögum seinna og þá svona:

4 dl. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 dl. olía
1 1/2 dl. mjólk

1 msk. rjómaostur
pizza krydd

Síðan setti ég tacosósu ofaná í staðinn fyrir pizzasósu og skinku, papriku, púrrulauk, gular baunir, ost og sveppaost.

Grilluð á steinplötu á útigrilli.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.