Skonsurnar hennar Drafnar í eldhússögum…

20.08.2016

eru mínar uppáhaldsskonsur eins og reyndar svo margt sem hún eldar, ég og hún erum greinilega með mjög líkan smekk.

Uppskrift:

  • 7 dl hveiti
  • 1 dl sykur
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 3 egg
  • 3 msk olía
  • ca. 5 dl mjólk

Þurrefnum blandað saman í skál og og eggjum svo hrært saman smátt og smátt ásamt olíunni og mjólkinni. Ég hræri deigið í höndunum með písk. Pönnukökupanna hituð og borin á hana olía eða smjör ef þarf. Degið sett á pönnuna með stórri skeið eða ausu og skonsurnar steiktar á meðalháum hita (ég notaði ca. 7 af 9). Þegar það fara myndast holur í degið er skonsunum snúið við með pönnukökuspaða eða steikarspaða. Skonsurnar bornar fram heitar með smjör og því áleggi sem hugurinn girnist, til dæmis osti og/eða smjöri.

Er á fullu í bakstri núna, bara sódakökur og skonsur handa Pabba og Maddý en pizzur handa okkur í kvöld.

ykkar Kristin á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.