Af áföllum og fleiru

Jæja gott fólk þá er ég loksins sest við bloggið mitt en ég er búin að vera á leiðinni í nokkra daga að segja ykkur frá því að hann pabbi minn slasaði sig um daginn, þe. hann lærbrotnaði við rétt við mjaðmakúluna og var fluttur á spítalann í Eyjum en eftir myndatöku þar var ákveðið að senda hann með sjúkraflugi til RVK.  Hann var látinn fasta þarna strax svo hann yrði nú tilbúinn í aðgerðina um leið og hann kæmi suður en eftir að hafa beðið eftir sjúkrafluginu í 10 tíma var loksins fært og hann fluttur á Borgarspítalann þar sem hann var látinn bíða í aðra 3 daga eftir aðgerð því það var alltaf einhver tekinn framyfir hann meira akút.  Nú veit ég ekki hvað þarf til að vera akút ef rúmlega áttræður maður með stóma er ekki svo akút að hann er látinn fasta í 4 sólarhringa og bíða í 3 eftir aðgerð sem er einföld og hefði haft tiltölulega lítil áhrif á hann.  Enda gekk aðgerðin vel sem slík en öll meltingarfærin lömuðust og greinilega þoldu ekki þessa föstu og þessa bið. Mér er alveg sama hvaða afsakanir læknarnir hafa fyrir þessu, ég er alveg sannfærð um að hann hefði verið tiltölulega fljótur að ná sér ef hann hefði komist í aðgerð samdægurs.

En alla vega smáþarmarnir lömuðust og nýrun voru að gefa sig en þó virtist allt aðeins á betri veg þegar hann var fluttur aftur til Eyja með sjúkraflugi nr. 2.  Hann varð þó svo mikið veikur í fluginu og eftir að hafa verið í 3 tíma á sjúkrahúsinu í Eyjum var hann fluttur með sjúkraflugi nr. 3 nær dauða en lífi og lífsmörk nánast engin.

Þá keypti ég mér flugmiða til Íslands og undirbjó mig fyrir það að kveðja pabba minn hinstu kveðju.  En hann er bæði ótrúlega duglegur og kannski varð hann líka svona ánægður að sjá okkur dætur sínar hlið við hlið við rúmið sitt að hann barðist eins og hetja á móti þessu og sigraði.

En 9 daga fasta og með næringu í æð tók sinn toll og hann er enn að jafna sig eftir þetta.  Ekki eftir lærbrotið og aðgerðina því það gengur eins og í sögu með það.

Þegar hann var aftur farinn að gera borðað og skilað frá sér eins og normalt er var hann enn á ný sendur með sjúkraflugi aftur til Eyja sem sagt sjúkraflug nr. 4.  Þetta sem var einfalt lærbrot endaði í 4 sjúkraflugum, 8 sjúkrabílum, flugi dóttur frá noregi og annarrar dóttur frá Eyjum, báðar frá vinnu í viku til 10 daga og byrjaðar að undirbúa kveðjustund en ekkert af þessu hefði þurft að eiga sér stað ef það væri skurðstofa í Eyjum.

Eitt sjúkraflug kostar hálfa milljón og hver sjúkrabíll sitt líka svo maður spyr sig getur þetta borgað sig þe. að hafa ekki skurðstofu í Eyjum.  Ég er bara að tala um einn sjúkling, hvað með alla hina, hvað með allar fæðingar sem ekki geta átt sér stað í Eyjum, hvað kostar það þjóðfélagið fyrir allt þetta fólk að þurfa að kaupa sér gistingu og fjarveru frá vinnu?

En alla vega pabbi er duglegur og byrjaður í leikfimi og alsæll á sjúkrahúsinu í Eyjum þar sem allir eru svo yndislegir og hafa tíma til að sinna honum sem ekki er hægt að segja um sjúkrahúsin í RVK.  Þó var stórmunur á milli deilda á landsspítalanum því á nýrna- og meltingardeildinni fékk hann góða ummönnum og þar er yndislegt starfsfólk sem vildi allt fyrir hann gera.

Ég segi bara húrra húrra fyrir pabba mínum sem er algjör hetja og alltaf svo jákvæður og duglegur, hlakka til að fá hann aftur í heimsókn á Nesan og alls ekki í síðasta sinn.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.