Skilnaður….

Já það er að verða skilnaður hjá okkur í Marnafoto, Gro er búin að segja upp samstarfinu og húsaleigunni og HP sagði upp með þeim fyrirvara að ef við fyndum 3ja aðila þá myndi hann halda áfram.  Svo núna og síðustu 13 daga er hausinn á Kristínu Jónu búinn að vera á talsverðum yfirsnúningi.  En ég ætla að gera allt til þess að draumurinn minn verði ekki eyðilagður.

Ég er búin að fá alls konar hugmyndir hvað ég gæti gert til að afla meiri tekna til að geta borgað húsaleiguna á Marnaveien alein en er ekki komin svo langt að framkvæma neitt.  Við HP erum reyndar að fara að hitta konuna sem rak stúdeo þarna á undan Gro og vonandi kemur hún bara inn í þetta með okkur og eina sem ég þarf þá að gera er að halda áfram að auka mín viðskipti.

En Marnafoto er dáið eða við munum ekki vera í þannig samstarfi aftur.  Ég er búin að leggja 3 sinnum meiri vinnu á mig en þau hin 2 til að gera heimasíðu, reikna út verð á öllum mögulegum prentmótívum, römmum og ég veit ekki hvað og hvað.  Fá hugmyndir og vera kæfð með þær stundum of fljótt svo að því leyti hlakka ég til að vera ein með mitt fyrirtæki og gera það sem ég vil og held að virki.  Þannig að það samstarf sem verður, verður eingöngu um húsnæðið, ljósabúnað og props.  Ekki sama verðskrá, ekki sömu tegundir myndataka HP ætlar til dæmis að hella sér út í fine art og budour sem er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á.  Gro ætlar að halda áfram að mynda og vera eins konar lífsstíls ljósmyndari held ég hún hafi kallað þetta.  En það hreinlega þýðir að hún ætlar að mynda þegar hún er í stuði og ekki vera með kúnna sem kemur á eftir kl. 2.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég breytti nafninu mínu úr Mirra Photography í Mirra því þar með er ég búin að opna fyrir einhverju öðru en ljósmyndum og svo er Mirra náttúrulega bara geggjað flott.  Ég reyni kannski að fara meira út í að selja myndirnar, púða oþh. en sjáum bara til.

Svo næstu vikur fara í að finna leiðina til að halda áfram og gera það sem er skemmtilegast að gera.  Tekjurnar hafa aukist ár frá ári þó enn vanti talsvert uppá að ég fái einhver laun út úr þessu.  En nú er ég búin að kaupa nánast allt sem ég þarf að eiga til rekstursins svo tekjur næsta árs verða kannski bara að mestu leiti tekjur 🙂

En þetta er það sem er að gerast núna og ég á mjög erfitt með að gefast upp og spíti bara í lófana og núna er það nýjasta hjá mér að bjóða uppá gæludýramyndatökur og vonast ég til að fá eitthvað að gera í því í janúar og febrúar.  Hver vill ekki eiga fallega mynd af gæludýrinu sínu uppá vegg?

En þangað til næst,
ykkar Kristin Jóna

One comment Skilnaður….

Fjóla says:

Erfitt að lesa þetta. Veit að þú átt eftir að standa þig , þú ert hörku dugleg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.