Sjúk­legt sveppap­asta

Þessi pasta­rétt­ur er klár­lega ekki fyr­ir fólk sem er illa við sveppi eða rjóma. Hann er hins veg­ar full­kom­in fyr­ir þá sem vita fátt betra en löðrandi dá­sam­legt pasta sem bráðnar í munn­in­um. Nán­ast eins og að vera kom­in til Ítal­íu í hug­an­um.

Sjúklegt sveppapasta

Sjúk­legt sveppap­asta

 • 120 g smjör
 • 2 hvít­lauks­geir­ar eða hvít­laukssalt
 • 400 gr fersk­ir svepp­ir (meira ef þú vilt)
 • 250 ml rjómi
 • 450 g fettucc­ine pasta
 • ½ bolli par­mesanost­ur – niðurrif­inn
 • 250 ml pasta­soð
 • 1 tsk sjáv­ar­salt – meira ef þarf
 • Fersk niður­skor­in stein­selja

Aðferð:

 1. Þrífðu svepp­ina og saxaðu þá niður. Því næst steik­irðu svepp­ina og hvít­lauk­inn upp úr 2 msk af smjöri. Steikið þar til svepp­irn­ir eruð orðnir mjúk­ir og fal­lega brún­ir eða í 10-15 mín­út­ur. Bætið þá rjóm­an­um við og af­gang­in­um af smjör­inu. Leyfið þessu að malla á lág­um hita.
 2. Sjóðið pastað í stóru potti sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Hellið soðinu af past­anu þegar það er til­búið en passið upp á að taka 250 ml til hliðar. Setjið pastað aft­ur í pott­inn.
 3. Hellið sveppasós­unni yfir pastað og blandið. Bætið par­mes­an ost­in­um og pasta­soðinu eins og þurfa þykir til að ná fram réttri áferð. Kryddið með salti og pip­ar og skreytið með stein­selju.

kjona

Related Posts

Heimagerður rjómaís

Heimagerður rjómaís

Chili lax með pasta carbonara

Chili lax með pasta carbonara

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Kjúklinga- og grænmetisborgari

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.