„Að eignast barn er nefnilega að taka á okkur aukna ábyrgð, ákveðna lífsskerðingu sem fellst í að þurfa að haga lífi okkar öðruvísi.” Segir leikskólastjóri í Reykjavík út af fréttum um styttingu opnunartíma leiksskóla borgarinnnar.
Einnig segir í greininni: “Skóli er ekki geymslusvæði fyrir börn”.
Við Þráinn ákváðum að eftir að Ástrós Mirra fæddist þá myndi ég ekki vera í meira en 70% vinnu sem reyndar fór í 80% seinna og það var dásamlegt, að sjálfsögðu tekjuskerðing en maður finnur sér leið. Og svo þegar hann fann sér vinnu frá 7.30 – 16 þá áttum við svo mikið meira líf með stelpunni okkar og gerðum svo margt skemmtilegt saman og ekki bara um helgar.
Ég veit alveg að því miður eru ekki allir vinnuveitendur tilbúnir að vera með fólk í hlutastarfi en það þarf að breytast. Ég skil ekki þessa ákvörðun þeirra því ef starfsmaður sem á kannski 2-3 börn á leikskóla og skólaaldri og væri í 70% vinnu, þá kæmi sá starfsmaður inn að morgni og inni sína vinnu og færi svo heim að sinna fjölskyldunni. En þegar fólk með mörg börn kannski vinnur 100% þá fer að minnsta kosti 10% starfstímans í að skipuleggja og organisera börnunum heima og í dagvist. Öll símtölin sem maður hlustaði á í kringum sig á skrifstofunni, þar sem verið var að hringja og spyrja má ég þetta og má ég hitt frá börnum sem komu snemma heim þau taka tíma og hugann frá vinnunni. Ef foreldri er með samviskubit yfir því að vera svona lengi í vinnu og frá börnum þá tekur það hugann frá vinnunni.
En starfsmaður í hlutastarfi sinnir vinnunni sinni meðan hann er í vinnu og gerir persónulega hluti utan vinnutíma. Eins og að fara í klippingu og strípur í vinnutímanum, það verður ekki lengur gert. Skreppa til læknis minnkar því mögulega reynir starfsmaðurinn að fá tíma eftir vinnu eða fyrr ef vinnutími er þannig.
Svo mín persónulega skoðun er að fyrir alla væri best ef atvinnurekendur myndu opna sig meira fyrir því að leyfa fólki sem vill, vera í hlutastarfi og fá þá starfsmanninn 100% í vinnu. Eins styð ég þetta með styttri opnunartíma leikskólanna sem ég vona að verði til að fleiri foreldrar eigi kost á hlutastarfi.
Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan