Vetrarfrí

Hérna á Suðurlandinu í Noregi er vetrarfrí í skólunum og síðustu ár þá hef ég alltaf boðið henni Natalie vinkonu minni að gista hjá mér og gera eitthvað skemmtilegt ef hún og fjölskylda hennar hafa ekki komist í frí vegna vinnu og hún kom til mín í gær. Ég sótti hana uppúr klukkan 10 um morguninn og hún var strax mjög spennt að hitta Erro hafði ekki hitt hann svo lengi þar sem hann var hjá Ástrós Mirru í nokkra mánuði.

En þar sem Natalie er ekki bara ein af mínum uppáhalds fyrirsætum og hefur verið frá því hún var 3ja ára og við kynntumst heldur hefur hún mikinn áhuga á ljósmyndun og segist vilja verða ljósmyndari þegar hún verður stór, þá tökum við eftir því að það er alveg hreint dásamleg birtan í Øyslebø og því ákveðum við að drífa okkur að græja myndavélar og skella okkur bara í göngutúr hvor með sína vélina og Erro okkur við hlið.

Natalie finnst mjög gaman að fá að hafa alvöru myndavél, hún á samt góðan síma með góðri myndavél en ég held að barnið finni alveg muninn á því að halda á síma eða halda á myndavél og það sérstaklega ef þú færð að hafa súmlinsu á henni.

Ég upplifi sama þegar ég geng með henni úti og öðrum ljósmyndurum að við erum ekkert endilega að taka myndir af því sama og það átti alveg við í gær, þó við hefðum báðar tekið myndir af kirkjunni og alpökkunum.

Þegar við komum heim þá setti ég myndirnar hennar í tölvuna og sagði henni að setjast við og velja þær bestu til að vinna meira og hún fékk að læra og vinna þær myndir sem hún valdi og þetta er afraksturinn hennar.

Hún valdi sjálf hvernig hún vann myndirnar og fékk að prófa að laga mynd og eins að kroppa þeir eins og henni fannst passa best. Hún var einmitt búin að spyrja mig að því þegar við vorum að mynda hvort það væri hægt að kroppa myndirnar í tölvunni því það var eitt sjónarhorn sem hún var með en fannst eitthvað koma inná sem hún réði ekki við að breyta í myndavélinni þar sem við stóðum uppá miðri brú sem er vegur og stanslaus bílaumferð og ekki vildi ég stofna barninu í hættu.
Síðan þegar hún skoðaði þá mynd þá áttaði hún sig á því að myndin var geggjuð eins og hún er og ég segi bara VÁ. 10 ára stúlka sem heldur á “alvöru myndavél” í annað eða þriðja sinn á ævinni er aldeilis að gera góða hluti.

Þessar 3 myndir eru mínar uppáhalds frá henni í gær, og það er þessi neðsta sem hún hélt hún þyrfti að breyta en svo er hún bara svona geggjuð.

Ég auðvitað smelli nokkrum myndum af henni í aksjón og uppstilltri líka.

En þessari stúlku er fleira til lagt en að standa báðum megin myndavélarinnar því hún hefur svo góða frásagnargáfu og man allt. Hún segir mér sögur frá því hún var 6 ára (er ný orðin 10) og þegar hún segir sögur þá eru allir detailar með og ég sem hef alltaf haft gaman að segja frá og skrifa (blogga) er búin að segja í mörg ár að mér finnist hún eiga að stefna á rithöfundinn þegar hún verður stór og hún getur sko alveg sameinað rithöfundinn og ljósmyndarann ef hún vill. En sem sagt vegna þessa hæfileika þá var ég búin að plana það að biðja hana að skrifa sögu fyrir mig um kettling og taka svo myndir hérna sjálf til að myndskreyta söguna og þetta fannst henni spennandi og hér er sagan hennar Natalie. Athugið að Natalie er hálf íslensk og hálf skosk en býr í Noregi og því þrítyngd, hún velur að skrifa á norsku þar sem það er tungumálið sem hún lærir málfræði og stafsetningu í skóla.

Ég er þvílíkt stolt af þessari stelpu og hlakka til að fá að vera þátttakandi í hennar lífi áfram og geta fylgst með því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.