frá frú Valgerði
** 1 bolli = 2 dl
- 4 bollar rúgmjöl
- 4 bollar hveiti
- 4 bollar heilhveiti
- 2 dósir síróp
- 1 dós lyftiduft
- 2 L súrmjólk
Aðferð:
- Hitið ofninn í 100°C (ég notaði blástur)
- Blandið öllum hráefnum vel saman, þið þurfið stórt fat. Það getur verið svolítið stíft að hræra hráefnum saman en takið ykkur bara góðan tíma, þetta kemur allt með kalda vatninu.
- Smyrjið stórt eldfast mót með loki (ég notaði það svarta pottinn sem er til á flestum heimilum).
- Hellið deiginu í formið og setjið lokið á. Bakið við 100°C í 12 klukkustundir.
Berið fram með smjöri og einhverju góðu.