Ripsberjahlaup

Uppruni

Rifsberjahlaup er gott með ostum, kjötbollum, ofan á brauð, með pönnukökum, vöfflum og svona mætti lengi telja. Það er mikilvægt að láta bæði stilka og óþroskuð ber fylgja með rauðu berjunum – það hjálpar við að hlaupið hlaupi.

HRÁEFNI

  • 1 kg rifsber (stilkar og óþroskuð ber fylgja með)
  • 1 kg sykur (ágætt að nota sultusykur/syltesukker)
  • 1 msk vatn

VERKLÝSING

  1. Krukkur og lok hreinsuð –  soðið í potti (suða látin koma upp – láta sjóða í 1 – 2 mínútur). Krukkurnar settar á hvolf ofan á grind
  2. Berin skoluð og sett í pott. Vatni bætt við. Sykur settur út í – blandað saman
  3. Rifsber og sykur hitað að suðu – hrært í öðru hvoru. Þegar suðan er komin upp er soðið áfram í 3 mínútur
  4. Maukinu er hellt í sigti eða sigti með grisju á milli og vökvinn látinn renna af í skál. Sigtið þarf að vera fíngert. Ef grisja er notuð verður hlaupið tærara og fer það eftir þéttleika hennar hvað mikið situr eftir
  5. Vökvanum hellt reglulega í krukkurnar – mikilvægt að gera það áður en hann kólnar og hleypur. Ágætt að nota tvær skálar og færa sigtið á milli svo að hægt sé að hella reglulega í krukkurnar. Það kemur stundum froða á yfirborðið sem gott er að taka með skeið áður en hellt er í krukkurnar – sjá mynd (froðan getur verið góð á ísinn)
  6. Þegar þessu er lokið er eldhúsrúllubréf lagt yfir krukkurnar og þær látnar kólna
  7. Lokin sett á þegar hlaupið er orðið kalt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.