Rúgbrauð

frá ömmu hennar Evu Laufeyjar

** 1 bolli = 2 dl

 • 15 bollar rúgmjöl
 • 3 bollar hveiti
 • 2 bollar sykur
 • 1 bolli síróp
 • 20 teskeiðar lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 2 L nýmjólk

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 100°C (ég notaði blástur)
 2. Blandið öllum hráefnum vel saman, þið þurfið stórt fat. Það getur verið svolítið stíft að hræra hráefnum saman en takið ykkur bara góðan tíma, þetta kemur allt með kalda vatninu.
 3. Smyrjið stórt eldfast mót með loki (ég notaði það svarta hér að neðan sem er til á flestum heimilum). Það er líka hægt að baka brauðið í mjólkurfernum.
 4. Hellið deiginu í formið og setjið lokið á. Bakið við 100°C í 12 klukkustundir.

Berið fram með smjöri og einhverju góðu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.