Du er litt rar!

Eins og mörg ykkar vita er ég að skúra útí bæ jafnhliða ljósmynduninni minni og núna í nokkra mánuði hef ég verið á leikskóla sem er nú ekki í frásögur færandi því leikvöllurinn er einn risa risa sandkassi og djísus kræst hvað það er mikill sandur út um allt og upp um allt en það er nú önnur saga.
Þið sem þekkið mig vitið líka að ég fékk krystall sýki fyrir nokkrum árum og heyrnin í mér brenglaðist við það, þe. ég heyri illa en líka svo vitlaust þannig að það gagnast ekki mikið að fá heyrnartæki því þá heyri ég bara vitlaust en hátt. En þessi saga snýst eiginlega ekkert um það nema að því leiti að ég er voða lítið að spjalla við krakkana því ég segi bara endalaust ha ha ha ha ekki hlátur heldur ég heyri ekkert hvað þú ert að segja.

En stundum vilja þau nú spjalla og þeim finnst gaman að heilsa mér þegar ég mæti og segja þá þetta krúttlega: Hallo vaskedame! Og þá brosi ég að sjálfsögðu til þeirra því að vera vaskedame er nú bara mjög krúttlegt og miklu krúttlegra en að vera skúringarkona.

En svo var það einn daginn að krakkarnir koma inn fyrr en vanalega og ég er enn að skúra deildina og er inni á klósetti að skúra, þegar einn lítinn drengur kemur og spyr hvort hann megi fara á klósettið, ég sagði hann verða að bíða aðeins því ég væri alveg að verða búin, ætti bara eftir að gera smá svona og svona og púmm bara búmm nú er ég búin og þú mátt koma inn.
Þá stendur hann enn í dyrunum og horfir upp til mín og segir þessi fallegu orð: Du er litt rar! Eða þú ert dáldið skrítin!

Jeiiiiiiiii, mér finnst æði að vera skrítin og miklu skemmtilegra en að vera bara……

Svo í gær þegar ég er að klára að skúra og labba á milli húsa (það eru sko 2 hús með sitthvorum 2 deildunum á þessum leikskóla og þvottavélin er í hinu húsinu sem sagt. Þannig að ég þarf að labba með óhreinar moppur og klúta þangað til að stinga í vél. Og þar sem labba þarna eftir lóðinni með poka með óhreinu taui í annarri hendinni og ruslapoka í hinni heyri ég að krakkarnir kalla eitthvað á eftir mér en því miður heyri ég ekkert hvað. Svo kem ég nær hinu húsinu en þar situr ein fóstra með 2 börn og annað barnið kallar þetta líka til mín og ég heyri að fóstran segir nei hún heitir ekki Soffía, svo ég spyr fóstruna hvað eru þau að segja, og hún svarar þá: Þau kalla þig Tante Sofia eða Soffía frænka og ég hef nú sjaldan verið glaðari með uppnefni. Og ef þau bara vissu að ég hefði nú leikið í Kardemommubænum, ekki reyndar Soffíu frænku (það er draumahlutverkið) en …..

TANTE SOFIA, DU ER LITT RAR!

Það þarf ekki mikið til að gleðja mann á þessum síðustu og verstu….

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan eða tante Sofia.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.