Ég er í kasti…..

Var að lesa þessa bráðskemmtilegu grein í NRK um hið illræmda meinta app sem við Íslenska þjóðin notum þegar við förum á deit. Appið hefur verið kallað «Bump your phone before you bump in bed» og kallað appið sem á að hindra «incest ved et uhell». Svo bæta þeir við að í kringum 2000 var eitthvað flugfélag sem seldi ferðir til Íslands á þeim forsendum að íslendingar væru svo lauslátir, mig rámar nú í þá vitleysu. En hámark vitleysunnar var þegar einhver netsíða sagði frá því að íslenska ríkið myndi borga erlendum karlmönnum 5000 dollara ef þeir kæmu til Íslands og myndu giftast íslenskum konum þar sem svo mikil vöntun væri á karlmönnum á Íslandi.

LOL

Hér er linkur á þessa skemmtilegu grein.

Einnig kemur fram í þessari grein næstum bara paranoja Norðmanna yfir því að til sé gagnagrunnum með öllum nöfnum og upplýsingum um alla íslendinga að ég tali ekki um að DeCode hafi dna frá yfir 100.000 íslendingum. Þetta get ég aldrei skilið, við hvað er fólk hrætt? Af hverju mega ekki allir vita hverjum ég er skyld og af hverju má ekki nota blóðsýni frá mér til að finna út kannski einhverja sjúkdóma eða svara spurningum um alls konar. Ég til dæmis er drulluspæld að búa í útlöndum og hafa ekki getað tekið þátt í því að fá að vita hvort líkur séu á brjóstakrabba hjá mér þe. hvort ég sé með þetta brca gen. Hver vill ekki vita það, af hverju ætti ég að láta krabbann koma mér á óvart ef ég gæti mögulega komið í veg fyrir það að fá krabba með því td. að láta fjarlægja brjóstin á mér. Mér hefur líka fundist þessi persónuvernd ganga í svo miklar öfgar stundum, en jú jú stundum á hún rétt á sér en alls ekki alltaf að mínu mati.

Mér finnst geggjað gaman að glugga í íslendingabók sérstaklega þegar ég kynnist nýjum íslendingum, þá kíki ég oft og tékka hvort við séum skyld.

Til dæmis er ég ekki skyld Þráni því það sem er í 6 lið telst ekki skyldleiki lengur.

Og að gamni ákvað ég að tékka á mér og forseta Íslands og þar er örugglega enginn skyldleiki þar sem við erum skyld í 9 lið. En merkilegt er það að geta rakið ættir sínar með einu klikki til ársins 1679.

Eins finnst mér svo gaman að sjá aðrar upplýsingar þarna eins og hver er elsti lifandi ættinginn, eða hver hefur náð hæstum aldri, hver er meðalaldur ættingjanna.

Ég hef til dæmis náð meðalaldri karlmanna í ættunum mínum nú þegar og á ekki langt í meðalaldur kvenna. Ég tel nú útskýringuna á meðalaldri karlmanna í mínum ættum vera líklega sjómennskuna. Þeir fórust ansi margir allt of snemma. Og elsku Laufey amma er elsta kona ever í mínum ættum og ég á ekki von á að það met verði slegið á næstunni en hver veit!

Eini gallinn er að geta ekki séð framætt Konna afa þar sem hann og Laufey amma ættleiddu mömmu, en ég sé framættir Laufey ömmu þar sem hún var systir blóðföður mömmu hans Sigmundar afa. Já þau voru öll afi og amma þar sem þetta var ættleiðing innan fjölskyldunnar og allir góðir vinir.

Þetta er ég og leikritið sem ég fæddist inní. Hvaða saga er á bakvið öll þessu nöfn, mikið væri nú gaman að vita hana líka.

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan sem alltaf hefur verið eins og opin bók.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.