I am becoming my mother….

Ég hef svo oft sagt þessa setningu í huganum og stundum upphátt við Þráin en fékk hana fast á heilann í morgun þegar ég ætlaði að leyfa Þráni að hlusta á lag á mínu spotify úr mínum síma en hans sími var tengdur bílnum og ég hef ekki hugmynd um hvernig á að skipta um síma nema drepa á bluetooth í þeim síma sem er tengdur og ég hugsaði, Guð, hvar er Ástrós Mirra þegar ég þarf á henni að halda til að gera svona græjudæmi í bílnum. Því það var hún sem tengdi okkur bæði hjónin þegar við keyptum bílinn og hún gaf símunum okkar nafn svo við vissum nú alveg hver var tengdur osfrv.

Og það minnti mig á að einu sinni vorum við Þráinn að fara eitthvað í frí og það höfðu verið þættir í sjónvarpinu sem við vorum að fylgjast með (og nota bene þetta var á tímum þegar við þurftum að taka þætti upp á vídeó til að geta séð þá seinna) og ég spurði mömmu sem ég vissi að yrði heima þessa helgi og fylgdist líka með þessum þáttum, hvort hún gæti ekki tekið þá upp fyrir okkur en þá svarar hún “Nei, ég get það ekki!” Ha, af hverju geturðu ekki tekið þættina upp fyrir okkur? Þá svarar hún: “Nú hann Aron bróðir þinn er fluttur að heiman”. Ha ha ha, það sem við hlógum að henni sem kunni ekki á vídeótækið og gat ekki notað það þegar Aron flutti að heiman.

Önnur tækni, sama vandamál. Ég veit ég get alveg lært, en ætli það sé bara málið að maður verði latari að læra þegar maður eldist, ég þurfti einu sinni að kunna allt, las alltaf “focking manualinn” en því nenni ég ekki lengur. Finnst bara fínt ef ég þekki einhvern sem kann þetta, finnst ég ekki lengur þurfa að kunna allt. En samt….. þetta truflar mig ennþá aðeins, finnst ég pínu vitlaus að geta ekki fundið þetta út, en sko svo afsaka ég mig með að maður stoppar aldrei nógu lengi í bílnum til að stúdera eitthvað, það er bara keyrt í og úr vinnu og þegar ég er bílstjórinn þá get ég ekki fiktað og þegar ég er ekki bílstjórinn þá man ég ekkert eftir þessu ha ha ha.

Alla vega var bara ljúft að segja þessa setningu í morgun og eftir að mamma kvaddi okkur þykir mér enn vænna ef ég finn að ég er eitthvað lík henni.

Sakna hennar ennþá allt of mikið og sakna þess svoooooo mikið að hún sé ekki tuða í mér og skamma af og til. En auðvitað sakna ég mest samtalanna okkar og hláturs og stundum söngs.

En það er nefnilega þetta leikrit sem við erum í, það gerir það að verkum að maður saknar líka kaflanna sem maður kvartaði yfir þegar þeir voru enn partur að verkinu.

Þangað til næst, Ykkar Stína á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.