Alveg að detta í …..

sumarfrí. Síðasti dagurinn í dag fyrir frí og það er langt síðan ég hef hlakkað svona mikið til að fara í frí, enda líka langt síðan ég hef verið útivinnandi í næstum heilt ár þó ekki hafi það verið allan tímann 100% þá hefur það verið jafnt og þétt eitthvað alla virka daga.

En ég hef verið svokallaður vikar hérna úti sem er bara sama og lausráðinn starfsmaður og hérna í Noregi getur þú verið lausráðinn í allt að 10 ár þó lögin segi annað. Lögin segja að ef þú hafir verið lausráðinn í 3 ár þá verði annað hvort að ráða þig eða reka. Og þegar ég segi reka þá er bara nóg að segja þér að þú fáir ekkert meira frá og með morgundeginum því lausráðinn þýðir engin réttindi, aldrei greiddir frídagar en jú þú getur fengið veikindadaga ef búið er að ákveða hvað þú átt að vera að vinna við þegar þú verður veikur. Þetta finnst mér eiginlega stæðsti gallinn á norsku samfélagi. Það gerðist nefnilega hjá mér hérna fyrir 2 – 3 árum, ég var búin að vera að leysa af í 8 mánuði á sama stað þegar mér var sagt að það kæmi önnur kona sem var reyndar fastráðin og tæki mitt starf eftir 3 daga og það yrði bara hringt í mig ef það vantaði afsleysingar eitthvað seinna. Þarna koma þeir í veg fyrir að ég sé lausráðin á sama stað of lengi. Og því er hægt að halda þessu áfram svona endalaust að því er virðist. En ég fékk 40% fastráðninu núna frá og með ágúst svo ég get ekki verið ánægðari. Og það í íþróttahúsinu og skóladagheimilinu sem ég hef verið að þrífa síðan um áramót.

Svo þetta frí sem er að byrja núna byrjar með gleði þar sem ég í fyrsta sinn veit að ég hef vinnu eftir sumarfrí.

Og talandi um sumarfrí þá ætlum við í gott ferðalag þetta sumarið og ferðast hérna um Noreg. Við ætlum að ferðast heila 1700 km. Og staðirnir sem eru feitletraðir eru þeir staðir sem við ætlum að stoppa á. Segi ykkur nánar frá þessu í næsta pistli.

Þetta verður eitthvað ævintýri, því við erum mjög dugleg að villast en vonandi gengur þetta bara vel hjá okkur.

Þangað til næst,
ykkar Stína á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.