Sumarfrí 2021 – Skien

Sumarfrí 2021 – Skien

Að sjálfsögðu hófst sumarfríið okkar á selfie, en ekki hvað!

Við byrjuðum fríið á að sækja Rúnu og Tóta í Søgne og keyrðum svo saman til Skien. Málið er að þegar við ákváðum fríið þá langaði okkur að byrja í Kragerøy en þar var ekki hægt að fá gistingu svo við skutum bara út í loftið þegar við völdum Skien enda enginn okkar komið þangað áður og svona eftirá að segja þá á ábyggilega enginn okkar eftir að koma þangað aftur því þar er ekki neitt. Enginn miðbær, ekkert af fólki og bara örfáir veitingarstaðir.

Og við byrjuðum nú á því að fá ekki herbergin okkar þegar við komum kl. 14 en okkur fannst það nú í lagi, við færum bara að skoða miðbæinn og kósa okkur enda í góðum félagsskap. Komum aftur uppá hótel kl. 16.30 og enn ekki herbergin tilbúin og reynt að afsaka með að önnur af tveimur hreingerningarstúlkunum væri veik. Já nei okkur er bara alveg sama og óskuðum eftir því að það yrði nú drifið í því að græja herbergin og við skyldum fá okkur bjór á meðan og við héldum nú að þau myndu nú bara splæsa honum á okkur en nei nei, við fengum rukkun.

Já við byrjuðum á að skála í freyðivíni fyrir sumrinu 2021

Jæja loksins fengum við herbergin og við upp að laga okkur aðeins til og svo bara út aftur að skoða þennan bæ, komumst svo að því þegar við töluðum við einn þjóninn að þetta væri bara allt. Svo við hættum að reyna að finna miðbæinn og fengum okkur bara gott að borða og jú jú maturinn var fínn á veitingarstöðunum þarna svo við kvörtum ekki yfir því.

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.

kjona

Related Posts

Blómin í hjólbörunum

Blómin í hjólbörunum

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.