Sumarfrí 2021 – Osló

Featured Post Image - Sumarfrí 2021 – Osló

Þriðji dagurinn okkar í fríi og þá er ferðinni heitið til Osló. Ákváðum samt að fara fyrst til Jessheim heim til Maríu og Stefáns og skilja bílana eftir þar og taka lestina til Osló, svo við þyrftum ekki að vera að þvælast á bílum í þessari stóru borg. Og þar sem við rétt skreppum inn til að geyma dótið okkar þá stoppa þau María og Stefán okkur aðeins af og fara að stússa eitthvað og María heldur smá ræðu um það að í rauninni átti þessi ferð að vera farin í mars til að halda uppá afmæli Rúnu sem varð 50 ára þá en vegna covid var það ekki hægt, svo nú var tekið upp kampavín og vídeói skellt á sjónvarpið þar sem rifjuð var upp ævi Rúnu og börnin hennar sungu afmælissönginn fyrir hana, algjörlega frábært hliðarspor hjá þeim hjónum og ég trúi ekki öðru en að Rúna hafa fengið einhver korn í augun því ég fékk það.

Þessir tveir voru eitthvað svo uppteknir í eigin heimi og alltaf nokkrum skrefum á undan okkur hinum.

Síðan skelltum við okkur til Osló með lestinni og þar er grímuskylda svo við urðum að taka upp glæpamannabúninginn okkar.

Alltaf gaman að labba um Osló og skoða sig um, mannlífið er dásamlegt og borgin falleg.

Við urðum auðvitað að prófa einn eða tvo kokteila áður en við gengum okkur uppað hnjám.

Við fengum okkur svo að borða á einum mjög fínum veitingarstað við Akers bryggju og sátum þar fram undir miðnótt en um klukkan 11 breytast staðirnir úr veitingarstað í hálfgerða pöbba en við vorum bara í eigin heimi að kósa okkur að það var ekki fyrr en við stóðum upp að við áttuðum okkur á því að þegar við löbbum út lækkar meðal aldurinn um alla vega 20 ár. Ha ha ha!

Daginn eftir kvöddum við Rúnu og Tóta og við Þráinn fórum með Maríu og Stefáni heim til Jessheim til að gista hjá þeim eina nótt.

Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.