Nú læðist….

haustið að mér með sínum fallegu litum en einnig þessu líka myrkrinu, nú er komið myrkur uppúr kl. 7 á kvöldin og þegar ég vakna kl. 6.30 er svarta myrkur og byrjar ekki að birta fyrr en eftir kl. 7. Mikið er ég nú fegin að þurfa ekki út úr húsi svona snemma því þetta drepur mig alveg þetta myrkur.

Það er samt eitt gott við þetta haust, ég er farin úr stuttbuxunum og er ekki kófsveitt allan daginn, en ég var reyndar farin að venjast því en samt óþægilegt í vinnunni. Gott að eiga heitan pott á svona sumri og fara í pottinn 41 gráðu (þetta skilja Norðmenn ekki) og svo fer maður uppúr og er kalt í svona 15 til 20 mín meðan maður er að þorna.

En það er líka gott að fara í heitan pott á haustin og vera með kroppinn ofaní góðum hita en finna smá kaldari andblæ leika um höfuðið. En hitinn hérna fór úr 25 í 15 á einum sólarhring. Og er farinn að fara niður í 5 gráður á nóttunni sem er skelfilega kalt. Og núna er rafmagnið það dýrasta ever í Noregi vegna vatnsskorts. Já ok, ég fæ ekki hærri laun þó það sé vatnsskortur og ég veit að næst verður það snjórinn sem orsakar hærra rafmagnsverð. Ég á aldrei eftir að skilja af hverju ríkasta land í heimi kemur ekki og niðurgreiðir rafmagnið bara smá þegar svona árar og leyfir okkur bara að borga áfram venjulegt rafmagnsverð.

En það er margt líka æðislegt við haustið, sérstaklega litirnir og kósíkvöldin með kertaljós og kveikt á arninum. Ég hef ekki séð neinar lang langtímaspár um veturinn en vona svo sannarlega að hann verði ekki kaldur og ekki mikill snjór. Alla vega ekki fyrr en um jólin.

Njótið dagsins og lífsins og gerið í dag það sem ykkur dreymir um ekki bara einhverntíma því það er ekki víst að sá tími komi.

Today, not someday.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.