RIP Nói 01.04.08 – 15.08.23

Kóngurinn á Nesan er fallinn frá 15 ára að aldri. Meiri karakter í ketti hef ég aldrei kynnst. Við vitum ekki í hverju hann hefur lent áður en hann kom til okkar, en við fengum hann frá Kattholti og hann var búinn að vera mikið veikur og lífið hjá okkur byrjaði ekki vel, hann datt niður af 3 hæð en stóð að sjálfsögðu bara upp aftur og hélt áfram með lífið.

Það var mikill leikur í honum fyrstu árin og við kannski duglegri að leika við hann þegar hann var eina dýrið á heimilinu og honum afskaplega gaman að fara í boltaleik og færði okkur alltaf boltann til baka, því hann sá fljótt að leikurinn hætti annars.

Hann flutti með okkur til Noregs og tók Norrænu með Þráni, fékk að verða útiköttur sem honum fannst geggjað, hann var sko mikill varðköttur um leið og fluttum hingað á Nesan varð ljóst að hann var kóngurinn og passaði uppá allt hverfið. Kom oft heim slasaður eftir áflog við aðra ketti og alltaf voru sárin þannig að dýralæknirinn sagði hann greinilega vera Alfa og aldrei flýja af hólmi.

Hann spjallaði við okkur og svaraði alltaf ef talað var við hann. Stundum heyrði ég Þráin eiga í hörku samræðum við hann, ótrúlega skondið. Hann og Mirra voru órjúfanlegir vinir alla tíð og augljóst hvers sonur hann var. Hann var Nói Ástrósarson. Hann týndist nokkrum sinnum en kom alltaf aftur heim, sjálfsagt lokast inni einhvers staðar í öll eða flest skiptin.

Elsku Nói minn þín verður sárt saknað og skrítið verður að vera án þín hérna eftir öll þessi ár. 15 ár er langur tími og sérstaklega í lífi Mirru, sem man varla eftir sér án þín, en þú ert á betri stað núna í sumarlandinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.