Næstum jólafrí!

Jæja það hefur nú ýmislegt gerst síðan ég bloggaði síðast og sérstaklega hef ég verið að skrifa á hverjum morgni eitthvað en ég tók þátt í sjálfshjálparvinnu sem byggir á því að svara ákveðnum spurningum og skrifa um þær, segi kannski nánar frá því seinna. En alla vega ég gat skrifað og skrifað og stundum ekki skrifað neitt því maður veit stundum svo lítið um sjálfan sig og tilfinningarnar sínar en 30 daga skuldbinding var minna mál en ég hélt og nú er hún búin að þá spyr maður sig hvað tekur við. Jú hjá mér þá ætla ég að verða duglegri að blogga og duglegri að setja sjálfa mig í fyrsta sætið og ekki allaf velta fyrir mér hvort það sem mig langi til að segja þóknist öðrum.

En hvað er annars að frétta? Jú jólin eru að koma og við erum búin að setja upp jólatréð og skreyta því á laugardaginn verða litlu jólin hjá okkur og fáum við hingað góða vini héðan og þaðan af landinu (Noregi sko). Svo kemur amma Steina í næstu viku og þá erum við nú að gíra okkur í jól heldur betur, okkur hlakkar þvílíkt til að fá hana, það verður ljúft.

Annars verða jólin hér með hefðbundnu sniði og það verða Mirra og Helge ásamt ömmu Steinu og okkur Þráni sem verða saman á aðfangadag, veit ekki alveg með jóladag hvort einhver bætist við þá og svo verður aftur gestkvæmt um áramótin. En í milli verður slappað af og kósað sig út í eitt, og kannski dansað og sungið, ég reikna fastlega með því.

Ég uppgötvaði það óvart að þegar maður verður 60 ára þá fær maður auka viku í sumarfrí hérna í Noregi og ég varð 60 ára á árinu en heyrði ekkert um þetta frá yfirmanni mínum (sem reyndar er í fæðingarorlofi, smá vinnu, og háskólanámi) en ég var búin að senda henni 2svar tölvupóst og spyrja hvað ég ætti marga daga eftir svo ég gæti skipulagt hvernær ég tæki þá fyrir áramót, en hér þarftu að klára fríið á því ári sem það tilheyrir.

Ég fékk engin svör, svo fékk beiðni frá henni að vinna aukavinnu allan desember en það er kellingin ekki til í, orðin of gömul fyrir að vera dauðþreytt á jólunum og fá enga aðventu. En ég notaði tækifærið og athugaði með frídagana og fékk að vita að ég ætti bara 4 frídaga eftir, svo ég sagðist taka þá milli jóla- og nýárs og svo síðasta 2 dag janúar og hún samþykkti það. En tveimur dögum seinna hringir annar yfirmaður sem tekur hennar vinnu í fæðingarorlofi, smá vinnu, og háskólanámi og segir að ég geti ekki tekið þennan frídag 2 janúar nema taka af næsta árs fríi og ég bið hana vinsamlegast að breyta þessu fyrir mig og svo fer hún að garva í frídögunum mínum og segir að ég eigi reyndar bara 3 daga eftir. Og ég ákveð að spyrja hvernig þetta sé með 60 ára, já þá færð þú auka viku, segir hún og ég bara já ok og en gerist það þá á árinu eftir að maður verður 60 ára, nei sama ár og ég bara …. en ég er orðin 60 ára, átti afmæli í apríl svo…. og þá bregður henni, því ég verð að fara í frí 15 desember til að klára fríið mitt fyrir áramót og hún þarf að redda afleysingu fyrir mig, en ég hafði einmitt ætlað að taka eitthvað af fríinu í haustfríi skólanna og svo núna í jólafríinu svo ekki þyrfti að fá inn afleysingarmanneskju en það er sem sagt ekki minn feill heldur þeirra. Og pælið í því, þær næstum tóku af mér heila viku í frí af því að þar sem ein er í fæðingarorlofi, háskólanámi og bara smá vinnu og hin er með sína fullu vinnu og tekur rest frá þessari, þá er enginn með yfirsýn yfir eitt eða neitt. Stundum segi ég nú bara að það væri betra ef sú sem er í fæðingarorlofi og háskólanámi myndi ekki vinna neitt og hin tæki frekar allt og hefði þá yfirsýn yfir það, en hvað veit hún einmitt hvað hin gerir í þessi 30%. Úff, gott að vera bara að skúra úti í Bjelland, alein alla daga og bara hugsa um að halda því hreinu og hugsa um sjálfa mig. Næsta ár ætla ég að halda dagbók um fríið mitt svo ég þurfi ekki að eiga orð við yfirmann minn sem ég veit ekki alltaf hver er.

Þannig að eftir eina viku er ég komin í jólafrí og búin að skreyta og búin að kaupa allar gjafir nema handa Mirru og Helge svoooooooo hvað á ég að gera? Uppástungur?

Kannski ég taki ömmu Steinu á skauta!

Eða skelli henni á snjóþotu (ef það snjóar nóg) og dragi hana hérna um nesið sem við búum á, og svo förum við inn og búum til heitt kakó. Já við látum okkur detta eitthvað í hug og ef það er bara myrkur og rigning þá finnum við bara spil og kannski förum að baka smákökur.

Já svo er einmitt laufabrauðsgerð hjá okkur um aðra helgi svo þetta verður bara dásamlegt.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.