- 1 kg hveiti
- 250 gr. sykur
- 100 gr. Ljóma smjörlíki mjúkt
- 2 egg
- 10 tsk. lyftiduft
- 1,5 tsk. hjartarsalt
- 2 tsk. kardimommur í duftformi eða 2 tsk. kardimommudropar (ekki sleppa)
- 2 tsk. vanilludropar (alls ekki sleppa)
- 2,5 dl mjólk
- 2,5 dl súrmjólk
- 2 kubbar palminfeiti (ekki nota olíu, notið bara palminfeiti því þær eru laaaaaangbestar þannig. Ekki auglýsing)
Aðferð
- Byrjið á að setja öll þurrefnin saman í hrærivélarskál og hrærið þeim létt saman
- Setjið svo egg, mjólk, súrmjólk, mjúkt smjörlíkið og vanilludropa út í. Ef þið hafið ekki verið búin að mýkja smjörið er í lagi að setja það eins og í 20 sek. í örbylgju. Ekki bræða það, bara mýkja.
- Hnoðið allt vel saman og setjið svo hveiti á borð og hnoðið áfram þar til hættir að klístrast. Bætið við hveiti eftir þörf og skerið svo út í kleinur
- Bræðið einn kubb til að byrja með af palmínfeiti, getið svo sett hinn út í þegar farið er að minnka í pottinum.
- Gott er að prófa hvort feitin er orðin heit með því að setja smá deig út í. Ef það fellur á botninn og liggur þar er hún ekki nógu heit en ef það flýtur upp hratt með fullt af loftbólum í kring þá er hún tilbúin.
- Steikið eins og 4 kleinur í einu og passið að þær verði ekki of brúnar, myndi taka þær úr feitinni þegar þær eru aðeins ljósari en hefðbundinn kleinulitur því þær halda áfram að dekkjast eftir að þær eru komnar upp úr olíunni.
- Leggið þær á bökunarplötu sem er þakin í eldhúspappa svo umframfitan leki í pappann.
Punktar
Þessi uppskrift er stór en hægt er að gera hálfa uppskrift eða jafnvel frysta hinn helmingin af deiginu til að gera kleinur síðar. Hér þarf ekki að hafa nein sérstök tól nema bara djúpa pönnu eða pott með þykkum botni og töng. Ég get líka lofað ykkur því að húsið verður ekki allt í steikingarbrælu heldur ilmar það af góðum kleinubakstri, hafið bara vel opinn glugga í eldhúsinu.