Kleinurnar sem Garðbæingar elska

 • 1 kg hveiti
 • 250 gr. syk­ur
 • 100 gr. Ljóma smjör­líki mjúkt
 • 2 egg
 • 10 tsk. lyfti­duft
 • 1,5 tsk. hjart­ar­salt
 • 2 tsk. kar­dimomm­ur í duft­formi eða 2 tsk. kar­dimommu­drop­ar (ekki sleppa)
 • 2 tsk. vanillu­drop­ar (alls ekki sleppa)
 • 2,5 dl mjólk
 • 2,5 dl súr­mjólk
 • 2 kubb­ar pal­min­feiti (ekki nota olíu, notið bara pal­min­feiti því þær eru laaaaaang­best­ar þannig. Ekki aug­lýs­ing)

Aðferð

 1. Byrjið á að setja öll þur­refn­in sam­an í hræri­vél­ar­skál og hrærið þeim létt sam­an
 2. Setjið svo egg, mjólk, súr­mjólk, mjúkt smjör­líkið og vanillu­dropa út í. Ef þið hafið ekki verið búin að mýkja smjörið er í lagi að setja það eins og í 20 sek. í ör­bylgju. Ekki bræða það, bara mýkja.
 3. Hnoðið allt vel sam­an og setjið svo hveiti á borð og hnoðið áfram þar til hætt­ir að klístr­ast. Bætið við hveiti eft­ir þörf og skerið svo út í klein­ur
 4. Bræðið einn kubb til að byrja með af palmín­feiti, getið svo sett hinn út í þegar farið er að minnka í pott­in­um.
 5. Gott er að prófa hvort feit­in er orðin heit með því að setja smá deig út í. Ef það fell­ur á botn­inn og ligg­ur þar er hún ekki nógu heit en ef það flýt­ur upp hratt með fullt af loft­ból­um í kring þá er hún til­bú­in.
 6. Steikið eins og 4 klein­ur í einu og passið að þær verði ekki of brún­ar, myndi taka þær úr feit­inni þegar þær eru aðeins ljós­ari en hefðbund­inn klein­u­lit­ur því þær halda áfram að dekkj­ast eft­ir að þær eru komn­ar upp úr ol­í­unni.
 7. Leggið þær á bök­un­ar­plötu sem er þakin í eld­húspappa svo um­fram­fit­an leki í papp­ann.

Punkt­ar

Þessi upp­skrift er stór en hægt er að gera hálfa upp­skrift eða jafn­vel frysta hinn helm­ing­in af deig­inu til að gera klein­ur síðar. Hér þarf ekki að hafa nein sér­stök tól nema bara djúpa pönnu eða pott með þykk­um botni og töng. Ég get líka lofað ykk­ur því að húsið verður ekki allt í steik­ing­ar­brælu held­ur ilm­ar það af góðum kleinu­bakstri, hafið bara vel op­inn glugga í eld­hús­inu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.