Grasekkjan á Völlunum

Fann vel fyrir grasekkjunni í mér í dag. Er að fara að sækja Mirruna niður í Ljósheima og smá snjóbylur kominn í Hafnarfirði þegar ég uppgötva að rúðuþurrkurnar virka ekki. Ég ákveð að það borgi sig ekki að keyra í bil og engar þurrkur. Sný við heim en uppgötva þá að veðrið virðist vera að […]

Blogg árið 2015

fögnum árinu 2016?  Ég veit að ég fagna nýju ári meira en ég kveð það gamla, það er bara einhvern veginn þannig.  Ég vil ekki dvelja við það sem er liðið heldur hlakka til þess sem kemur og tilhlökkun er einhver frábærasta tilfinning sem til er.  En áður en ég segi ykkur hvers ég hlakka […]

Blogg frá 1.1.2014-06.04.2015

Blogg frá 1.1.2014-06.04.2015 06.04.2015 Páskafjör Einhvern veginn finnst mér páskarnir svo æðislegir, sérstaklega þar sem nú er til dæmis komið vor og það var alltaf komið vor þá í æskuminningunni en ég held reyndar að ég rugli í minningunni góðum sumardegi og afmælisdeginum mínum sem mig minnir alltaf að hafi verið baðaður sól og góðu […]

Mirrublogg árið 2013

Mirrublogg árið 2013 01.01.2013 10:03Árið 2013 er hafiðJæja þá er árið 2013 hafið og mér sýnist það bara byrja vel.  Við áttum æðislegan dag / kvöld í gær. Það miðast nú alltaf einhvern veginn allt að kvöldinu bæði á gamlársdag og aðfangadag. Allir að bíða eftir að eitthvað sérstakt gerist og mér finnast þessir dagar […]

Sumarfrí 2013

Dagur 1 Vöknuðum eldsnemma eins og vant er og gerðum okkur klár í ferðalagið.  Erro er búinn að vera mjög skrítinn þessa helgi og hefur líklega fundið eitthvað á sér, þó ég vit að það væsi nú ekki um hann hjá Edda og Begga.  En hann er búinn að væla óvenjulega mikið um helgina og […]

Mirrublogg árið 2012

Mirrublogg árið 2012 21.01.2012 08:21 Nýtt ár – nýjir tímar Jæja þá er nýtt ár komið, árið 2012.  Það þýðir 12 ár síðan Ástrós Mirra fæddist og það vantar bara eitt ár uppá að ég fylli næsta áratug hvernig svo sem getur staðið á því. Þráinn er farinn aftur út til Noregs og þetta gengur […]

Að vera háður …..

Þráinn fluttur til Noregs og við mæðgur bara tvær að bjarga okkur heima. Ég er búin að sjá það út núna síðustu vikur hvað maður er ofboðslega háður honum Þráni.  Hvað maður er líka orðinn háður því að hann geri þetta og ég geri hitt, svo þegar hann er ekki þá ÚPS allt í einu […]

Mirrublogg árið 2011

Mirrublogg árið 2011  Kristínu Jónu 2.1.2011 16:44:18 2011 Jæja, þá er árið 2011 gengið í garð og byrjaði bara vel fyrir utan smá veikindi sem eru að hrjá ömmur í þessari fjölskyldu. Við erum hress og tókum áramótin með stæl hér á Melrosesplace og er þetta talsvert skemmtilegra að kaupa saman almennilegar tertur heldur en […]

Mirrublogg árið 2010

Mirrublogg árið 2010 kjg 4.1.2010 19:44:47 Nýtt ár, nýjir tímar Jæja gott fólk, þá er árið 2010 í garð gengið og vil ég trúa því að það verði gott ár.  Ef ekki stjórnmálalega séð þá bara einhvern veginn öðru vísi.  Td. þannig að fjölskyldurnar verði meira saman oþh. Úps, ég sagði þetta líklega fyrir ári […]

Mirrublogg árið 2009

Mirrublogg árið 2009 6.1.2009 20:52:01 I love you… I love you, originally uploaded by kristin jona. Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið. Þá er nýtt ár hafið og skólinn byrjaður ásamt vinnu hjá okkur foreldrunum. Við mæðgur ásamt Söru vinkonu skruppum til Eyja um síðustu helgi og áttum fína helgi þar hjá Konný, Söru […]