Mirrublogg árið 2012

Mirrublogg árið 2012

21.01.2012 08:21
Nýtt ár – nýjir tímar
Jæja þá er nýtt ár komið, árið 2012.  Það þýðir 12 ár síðan Ástrós Mirra fæddist og það vantar bara eitt ár uppá að ég fylli næsta áratug hvernig svo sem getur staðið á því.
Þráinn er farinn aftur út til Noregs og þetta gengur allt mun betur núna en fyrsta þegar hann fór fyrst út.  Hann er líka kominn með betri nettengingu og það þýðir að auðveldara er að tala við hann og sjá hann, það skiptir nefnilega svo miklu máli að geta séð hann, ekki bara tala.  Svo er það bara þannig að þó það sé vont þá venst það.
Við Ástrós Mirra erum að plana ferðina okkar til Noregs en við ætlum að fara út 28. feb. nk. og vera í tæpa viku.  Hlakka mikið til að sjá þetta allt hjá honum og sjá þennan fallega bæ.
Svo er ég að fara til Budapest í lok apríl með vinnufélögunum og er ég búin að gera ráðstafanir til að ég verði ekki ein.  Búin að fá frábærar konur til að ættleiða mig í ferðinni.  Við ætluðum nú að fá okkur 3 manna herbergi saman en þegar við komumst að því að 3 manna herbergi er bara 2 manna herbergi með aukabedda í þá hættum við, við það þar sem við erum allar komnar yfir fertugt og viljum góð rúm að sofa í.  Svo við tökum bara 2 + 1 og sjáum svo til hvernig við skiptum okkur, en það þýðir að sú sem er ein í herbergi verður alltaf tekin með þegar hinar fara í morgunmat og út að leika.  Ég er meira að segja farin að hlakka til þessarar ferðar sem ég hélt ég myndi ekki gera í ljósi þess að Þráinn minn kemur ekki með.
Ég er búin að sjá það út núna síðustu vikur hvað maður er ofboðslega háður honum.  Hvað maður er líka orðinn háður því að hann geri þetta og ég geri hitt, svo þegar hann er ekki þá ÚPS allt í einu verð ég að gera allt sjálf.  Dæmi um það eru þessar sögur sem ég var reyndar búin að setja á fésið:

#1  –  Fann vel fyrir grasekkjunni í mér í dag. Er að fara að sækja Mirruna niður í Ljósheima og smá snjóbylur kominn í Hafnarfirði þegar ég uppgötva að rúðuþurrkurnar virka ekki. Ég ákveð að það borgi sig ekki að keyra í bil og engar þurrkur. Sný við heim en uppgötva þá að veðrið virðist vera að ganga niður svo ég ákveð aftur að fara niður í Ljósheima og þegar ég er komin til móts við N1 í Hafnarfirði þá er aftur kominn éljagangur og engar rúðuþurrkur svo ég ákveð að á N1 hljóti að vera karlmenn sem geti aðstoðað mig við að athuga hvort það sé farið öryggi hjá mér en Nei, starfsmaðurinn þar benti mér að fara á smurstöð en þær eru ekki opnar á laugardögum svo ég aftur út í bíl og andskotinn ég get ekki verið rúðuþurrkulaus í einhvern tíma og hringi bara til Norge í Eiginmanninn sem hafði bara ekki hugmynd um hvað öryggin væru í bílnum. Já nú voru góð ráð dýr …. eða ekki. Grasekkjan fór í hanskahólfið og sótt helv. manualinn og fór að lesa sér til. Fann hvar öryggin eru og fann út hvaða öryggi var farið, ákvað að gera þetta einfalt og rífa út öryggið fyrir útvarpið því það er alveg hægt að keyra í kafaldsbyl með ekkert útvarp og skipti um öryggi og viti menn (og konur) þurrkurnar í gang. Svo ég keyri niður í Ljósheima, sæki Mirruna og við í Elko að sendast fyrir Konný systur. Þá allt í einu eru þurrkurnar aftur dottnar úr sambandi og kominn kafaldsbylur aftur. Nú hvað átti ég þá að rífa úr sambandi? Humm – airbags þarf ekki að hafa farþegamegin ef enginn er farþeginn nema dóttirin í aftursætinu svo enn var rifið úr öryggi og skipt um. Við komumst heim og á morgun verð ég að finna út hvar getur maður keypt öryggi svo ég geti sett ný í staðinn fyrir þessu ónýtu og síðan er það seinni tíma vandamál (Þráinn kemur nú heim á föstudaginn) að finna út af hverju rúðupissið drepur öll öryggi hjá okkur.

#2  –  Jæja enn og aftur reyndi á grasekkjuna áðan. Við mæðgur í letistuði og leigðum okkur mynd, hún er öll hoppandi og skoppandi og hleypur yfir 6 kafla. Ég hringi að athuga hvort annað eintak sé inni en svo er ekki svo við megum koma aftur á morgun og fá aðra mynd.  Flott tek diskinn úr spilaranum en enginn diskur á sleðanum!!!!!!! Hvar er diskurinn? Hristi spilarann og enn enginn diskur.  Ok, áður en ég veit af er Mirran mín búin að sækja skrúfjárn og við byrjum að skrúfa sundur spilarann. Reynum að hringja í Þráin á Skype en hann ekki online svo við klárum verkið. Spilarinn í sundur og með afli náðist að taka hann í sundur og diskurinn datt út. Við skrúfuðum saman aftur og allt í lagi á þessu heimili. Held ég sé að virkilega farin að finna fyrir gamla jaxlinum sem gat allt sjálf áður en ég eignaðist mann sem gat flest betur.  Ok, aftur í leti og nú er það idolið………………..

Svo eins og þið sjáið þá rifjast upp gamlir taktar með því að hafa bara sjálfan sig til að stóla á en auðvitað er það samt ekki þannig að ég hefi engan til að stóla á, en málið er bara svolítið þannig að Þráinn minn á ekki auðvelt með að biðja annað fólk um greiða en mikið er hann alltaf duglegur að hlaupa til ef einhver biður hann um greiða og það er kannski þess vegna sem ég kann ekki lengur að biðja annað fólk að hjálpa mér en ég fékk nú að heyra það í vikunni frá honum bróður mínum Aron að framvegis ætti ég ekki að stóla á einhverja sölumenn í tölvubúðum með ráðleggingar og þess háttar enda búin að láta þá rýja mig innað skinni á meðan hann hefði verið 20 mín með að benda mér á rétta hlutinn sem hefði kostað 3sinnum minna.  Og já hann bætti því meira að segja við, að framvegis myndi hann móðgast ef ég leitaði ekki ráða hjá honum, því hann væri bara eins og ég með myndatökurnar, honum finnst gaman að því og vill fá að hjálpa.
Aron er svona eins og Þráinn segir alltaf já þegar hann er beðinn um aðstoð og það er bara yndilsegt að eiga svoleiðis bróður.  Hann er þvílíkt búinn að hjálpa okkur Ástrós Mirru að koma netinu almennilega í tölvuna hennar en það gekk erfiðlega án hans.
Takk fyrir okkur Aron.
Konný systir er í tækniskólanum í ljósmyndanámi og ég ætla að taka sömu verkefni og hún fær í ljósmyndaáfanganum og er núna svo uppfull af hugmyndum um myndir sem eiga að sýna hvaðan ég kem að ég get bara ekki beðið eftir að það birti.  Ansk. Djöf. myrkur allaf hérna gjörsamlega óþolandi.  Ég veit líka svo sem að þessi mánuður og sá næsti eru mér erfiðastir enda jólin búin og allt bara venjulegt aftur með meira myrkri og leiðindaveðrum alla daga.  En í mars fer að birta og þá fæ ég vor í hjartað.  Hlakka til vorsins enda er ég vorbarn.

Jæja þangað til næst;
Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu
28.01.2012 09:20
Ég hugsa, þess vegna er ég!
er máltæki sem ég hef alltaf heillast af.  Mér datt það í hug í morgun þegar ég var að hugsa um hvernig síðasta vika hefur verið.  Og ég held að umferðin og fastir bílar hefðu verið færri ef fleiri hefðu munað eftir þessu máltæki og farið eftir því.
Ég er búin að fara með strætó því ég er grasekkja og ekki til í að að sitja föst einhvers staðar í snjónum og hafa engan mann til að redda mér, þurfa að hringja í vini og vandamenn sem hafa nóg með sjálfa sig eða fá hjálparsveitarmenn sem eiga að vera að hugsa um sínar fjölskyldur eða vinnu á þessum tíma  en ekki fólk sem æddi út á bjartsýninni einni saman.
Ég ákvað þarna á þriðjudaginn að hreyfa ekki bílinn þar sem ég sá að það var brjáluð snjókoma og snjófjúk og óvissa með færðina.  Ég tók ákvörðun að taka strætó í vinnuna.  Fór klukkan 8 út á stoppustöð og stætó kom einhverjum mínútum síðar, en umferðin var svo hæg til Reykjavíkur að ég var komin niður í Borgartún kl. 9.30.  90 mínútur í strætó að fara leið sem ég er í 15 mín að keyra ef engin umferð er.  Þetta er náttúrulega rugl.
Daginn eftir var búið að ryðja allar götur og ég fór á bílnum í vinnuna en svo á fimmtudeginum var aftur farið að snjóa og fjúk og bara leiðindaveður.  Ég horfi út um gluggann til að skoða aðstæður.  Sé þar sem verið er að ýta bíl út af bílaplaninu hjá grænu blokkinni, og þegar búið er að ýta honum út af planinu, þá sat hann fastur á götunni, þeir ýta honum áfram og veiiiiii hann keyrir 2 metra en situr þá fastur í beyjunni.  Nei andsk.  hugsaði ég ætlar maðurinn að láta ýta sér alla leið í vinnu eða hvað.  Hvurs lags andsk. frekja er þetta.  Skyldu bílinn eftir og farðu með strætó.  Og já þessir 5 menn sem voru að ýta þarna á planinum ýttu 3 bílum svona út af planinu, út á götu, út úr beygjunni.  Eins og þetta sé eitthvað áhugamál hjá þessum 5 mönnum.
Ok, ég ákveð að fara með strætó, ætla ekki að vera eins og þessi fífl, sorrý að ég tek svona sterkt til orða.  En ég fer út á stoppustöð og bíð og bíð og bíð og bíð og aldrei kemur vagninn.  Ég er búin að bíða í 35 mín þegar ég ákveð að fara bara heim og vinna heima en viti menn, þá sé ég vagninn.  Það voru þá tveir vagnar fastir innar á völlunum og líklega vegna þess að ekki var hægt að ryðja nógu vel vegna fastra bíla á götunum oþh.
Ferðin með stætó tók ekki svo langan tíma en með biðinni þá tók þessi ferð aftur 90 mín.  Þannig að í raunninni voru tveir dagar í þessari viku sem ég var 10 tíma frá vinnunni en skilaði bara 7 tímum í vinnu, hefði aldrei náð að skila 8 tímum þó ég hefði viljað. Eins gott að þetta verði ekki vaninn, ég hef ekki tíma til þess.
En svo kom hér hetja á gröfu og skóf allt bílaplanið hjá okkur á fimmtudagskvöldið og menn færðu bílana til nema ég sem var alveg úti í enda og hélt að það yrði í lagi með mig en svo fór ég að hugsa að kannski ætti ég nú að drífa mig út og færa bílinn, en samt það var eiginlega ekkert pláss lengur úti á götu, svo ég hætti við. En eftir nokkrar mínútur þá ákvað ég að fara alla vega út og tala við strákana sem voru að stjórna þessu og þeir sögðu mér að færa bílinn minn og ég skyldi bara bakka yfir hinum megin þar sem búið var að ryðja.  Ég moka af bílnum og sé að það eru ágætir skaflar í kringum hann en hugsa með mér að Doddi er aldeilis duglegur í snjó svo ég ætti nú bara að geta bakkað út úr þessu og yfir í næsta stæði.  Ég sest inn og set í bakk, byrja aðeins að bakka en hann er bara svolítið fastur en ég gef aðeins meira í og svo koma tveir nágrannar mínir og eru tilbúnir að ýta mér yfir, þegar ég allt í einu fatta að ég er í handbremsu ennþá.  Úps, ég opna dyrnar og segi strákunum það skellihlæjandi.  Tek úr handbremsu og bakka yfir.  Auðvitað gat Doddi þetta eins og ekkert væri.  Samt skil ég hann stundum eftir heima til öryggis því hann er ekki jeppi með fjórhjóladrif og eitthvað svona háa og lága drifið.
En nú er snjórinn næstum farinn og ég sakna hans eiginlega, hefði alveg verið til í að hafa hann lengur, fannst þetta pínu skemmtilegt þó það tæki tíma.  Við íslendingar höfðum sko nóg um að tala þegar veðrið er svona umhleypingasamt.

Skrifað af Kristínu Jónu

28.01.2012 15:05
Kristín skiptir á vatni á fiskabúrum.

Sem grasekkja þarf ég að gera allt.  Og þá meina ég gera allt sem eiginmaðurinn hefði gert væri hann heima.  Til að mynda að skipta um vatn á fiskabúrunum 3 sem eru hér á heimilinu.  Ekki bað ég um þessi fiskabúr, ekki bað ég um að fá þetta hlutverk en mér er ætlað að sjá um alla hluti núna svo það er best að vinda sér í verkið.
Ok, það er einhver 300 metra slanga inní geymslu sem þarf að nota það er nefnilega hægt að fara með hana tvo hringi í kringum íbúðina svo hún nái á milli allra fiskabúranna.  Það þarf að finna einhvers konar hálfmána sem henni er stungið í gegnum svo hún geti hangið á fiskabúrinu.  Tékk
Set hinn endann ofan í baðkarið og svo ….. úps ég þarf víst að sjúga svo vatnið fari að streyma í gegnum slönguna.  Ok, einn, tveir og þrír….. soooooooooooooooggg og shit, shit shit, helvítis fiskabúrsvatn fyllti munninn á mér.   Hendi slöngunni ofan í baðkarið aftur og fylgist með meðan það lekur úr búrinu.  Þið vitið að það er sko ákveðið magn sem á að taka úr búrinu í hvert sinn, má ekki vera of mikið og alls ekki of lítið því þá ruglast systemið í búrinu og eymingjast fiskarnar deyja bara.  Ég held ég sé alveg með þetta með magnið á hreinu.  Jæja, búin að sjúga uppúr einu búri en þá eru tvö eftir.  Verð að viðurkenna að æfingin skapar meistarann, það er staðreynd, því það gekk betur að sjúga uppúr næstu tveimur.
Jæja, hálfnað verk þá hafið er….. nei, nú er verkið hálfnað því næst á að finna einhverja rosalega græju með hitamæli sem festa skal á kranann á baðinu og svo slönguna á hinn endann en róleg, alveg róleg, því það má ekki gerast fyrr en vatnið er akkúrat 24 gráður.  Þannig að það þarf að bíða aðeins, minnka smá hitann… nei auka aðeins og jú núna er ég með þetta.  24 gráður og þá skal slöngunni stungið á hinn endann, en það er ekkert venjulegt verk, þarf helst verkfræðing í það en af því ég hafði góðan leiðbeinanda þá tókst mér þetta skammlaust.  Bað Mirruna að standa við búrið svo ekki færi allt á fleygiferð þar þegar ég setti kraftinn á vatnið.  Og svo er bara að bíða…. en helv. drulla rótast uppúr búrinu þegar vatnið kemur með svona miklum krafti en ég vona bara að hún setjist svo aftur á botninn og búrið verði sama skrautprýði og það hefur verið í stofunni hér eftir sem áður og mest um vert að fiskunum líði vel.
Allt í allt tók þetta ekki nema 35 mín.  Iss og ég sem hélt þetta væri eitthvað mál.

Þangað til næst.
Ykkar Kristín Jóna, grasekkja

ps. Ok, þetta er ekki búrið okkar en það er alveg eins flott.
Skrifað af Kristínu Jónu

29.01.2012 07:53
Kjúkprikusúpan.

Gerði þessa líka frábæru súpu í gær og fékk góða gesti sem fengu ekki nóg af súpunni minni, svo af því að þetta var bullað uppúr mér þá ákvað ég að skrifa niður uppskriftina sem ég geri allt of sjaldan
Nafngiftina á ung stúlka Bjartey, sem var stödd í matarboðinu og kunnum við henni þakkir fyrir.

6 Kjúklingabringur, skornar í þægilega munnbita
5 Kartöflur, einnig skornar í þægilega munnbita
Hálf – 1 Sæt kartafla
Hálfur poki frosnar gulrætur
Tveir laukar
Einn púrrulaukur
Rúmlega hálfur poki frosin paprika
Ein dós brushetta mauk
Ein dós kókósmjólk
Heinz chilisósa 4 msk
Smá sletta af sinnepi
Kryddað með
Karrý, chili, heilmikið af paprikukryddi, salt, hvítlaukspipar og aðeins af kjöti og grillkryddi
Þrír kjúklingasúputeningar

Allt sett í pott með gleði og ánægju og soðið þar til tilbúið.
Ps. held ég hafi ekki gleymt neinu.
Skrifað af Kristínu Jónu

29.01.2012 13:36
Nammikaka Fiðra frænda

Hráefni:
Botn –                                                                    Karamellusósa –
40gr. Smjör                                                           40 gr. Smjör
100gr súkkulaði                                                    100 gr púðusykur
3 egg                                                                      2 msk rjómi
250 gr sykur                                                          100 gr pekanhnetur
150 gr hveiti
1 tsk salt                                                                Ofan á
1 tsk vanilludropar                                                150 gr súkkulaði, grófsaxað

Aðferð:
Hitið ofninn í 175 °
Bræðið saman súkkulaði og smjör í potti við vægan hita. Kælið aðeins.
Þeytið egg og sykur í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós
Hellið súkkulaðinu í mjórri bunu saman við og blandið vel
Bætið þurrefnum og dropum varlega saman við
Smyrjið formið með smjöri eða olíu og hellið deiginu í
Bakið kökuna í 17 mínútur
Hitið smjör og sykur að suðu í potti og látið malla í 1-2 mínútur.  Hrærið stöðugt í á meðan.
Takið af hellunni og kælið aðeins
Bætið rjómanum út í og hrærið vel saman
Grófsaxið hneturnar og stráið þeim yfir kökuna
Hellið karamellusósunni yfir
Bakið kökuna í 17 mínútur
Stráið súkkulaðinu yfir um leið og kakan er tekin úr ofninum svo það bráðni yfir
Berið fram með ís eða rjóma

Skrifað af Kristínu Jónu

03.02.2012 12:49
Kjúklingur ala Maggi The

Með þessu var brauð (snittubrauð), hrísgrjón, melóna skorin niður bita ekki of litla  kókos mjöli stráð yfir ,  akúrka og tómatur í grísku jógurti

Uppskrift fyrir 4.

4 kjúklingabringur skornar niður í bita.
1 laukur.
Hálfur hvítlaukur. Pressaður
Indverskt curry.
1 chilli ferskur.
1 dós sýrður rjómi.
Red curry paste.
Jalepeno eftir smekk.
Hálf dós chutney mango.
Ólífur eftir smekk.
1 pela rjóma.
1 matskeið oscar kjötkraft.

Steikja lauk og hvítlauk á pönnu og brúna,  setja kjúklingabitanna út í og krydda vel með indv.curry og velta vel upp úr lauknum. Bætið síðan vatni á pönnuna með kjötkraftinum í  þegar kjúllinn hefur brúnast aðeins og látið malla.  Síðan er restin sett út í eitt af öðru og látið malla aðeins.
Síðan sett í ofn, 200 gráður í ca 15-20 mín. Hella rjóma yfir þegar sett er inn í ofn.
Meðlæti: Hrísgrjón og snittubrauð með hvítlaukssalsa. Má hafa restina af mango með sem sultu. J
Skrifað af Kristínu Jónu

03.02.2012 19:30
Ekki uppskrift
Ég held að bloggið mitt sé að breytast í uppskriftavef, 3 uppskriftir í röð hjá mér en nú er líka komið af þeim.  Ég er alveg fínn kokkur en oftast nenni ég ekki að elda, nema það sé súpa.  Ótrúlegt hvað mér finnst það skemmtilegt, en reyndar eru fleiri skrítnir hlutir sem mér finnast skemmtilegir eins og að fúaverja, fólk heldur alltaf að ég sé að djóka þegar ég segi frá því.
Geri guðdómlega súpu og fúaver pall og þá væri sumarhelgi fullkomin hjá mér, tala nú ekki um ef ég hefði kallinn minn hjá mér og smá hvítvín í glasi.
En alla vega lífið er alveg ágætt núna, þrátt fyrir fjarveru Þráins en það er nú kannski bara vegna þess að það er búið að vera nóg að gera í vinnunni, eiginlega svo mikið að ég er ekkert annað búin að gera þessa vikuna, nema jú passa RD, funda með slysó, vinna fyrir slysó, versla, prjóna og já sem sagt alveg haft helling að gera fyrir utan vinnu líka.  Já og ég fékk að vita að ég væri mjög lág í D vítamíni og þarf að taka tvöfaldan skammt í hálft ár til að ná upp réttum skammti.  Kannski það útskýri af hverju ég er alltaf svo þreytt og syfjuð.
Jeiiiiiiiiiiii  það er verið að sýna Bugsy Malone hjá Versló, er að spá í að kaupa miða fyrir okkur Ástrós Mirru.  Ég elskaði þessa mynd og held að það hljóti að vera gaman fyrir hana að sjá leikritið.
Jæja ætla að grípa í prjónana en vildi bara sýna ykkur sætasta gaurinn fyrst.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

05.02.2012 12:15
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum

Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum
Fyrir 4
Innihald
1 msk kókosolía
1 laukur, saxaður gróft
2 hvítlauksgeirar, saxaðir gróft
2 g ferskt engifer, saxað smátt
0,5 msk cumin (ekki kúmen)
1 msk coriander
1 tsk kanill
1 tsk negull
250 g tómatar, saxaðir gróft
450 g sætar kartöflur, saxaðar gróft
1 stór gulrót, söxuð gróft
750 ml vatn
1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
1 gerlaus grænmetisteningur
20 g cashew hnetur, þurrristaðar á pönnu
1 tsk cayenne pipar (má sleppa)
1 msk hnetusmjör (hreint og án viðbætts sykurs)
Nokkur corianderlauf (má sleppa)
Aðferð
Afhýðið laukinn, hvítlaukinn, engiferið, gulræturnar og sætu kartöflurnar og saxið allt gróft.
Saxið tómatana einnig gróft.
Hitið kókosolíuna í stórum potti. Hitið laukinn í um 7 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur. Ef vantar meiri vökva á pönnuna, notið þá vatn.
Bætið hvítlauk, engiferi, cumin, coriander, kanil og negul saman við.
Bætið tómötunum, sætu kartöflunum og gulrótinni saman við. Hitið í um 5 mínútur.
Hellið 750 ml af vatni út í pottinn ásamt grænmetisteningnum.
Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í um 30 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
Takið súpuna af hellunni og látið kólna í nokkrar mínútur.
Á meðan skuluð þið hita pönnu (án olíu) og þurrrista hneturnar í um 2 mínútur.
Hellið súpunni í matvinnsluvél ásamt þurrristuðu hnetunum og hnetusmjörinu og blandið þangað til allt er orðið vel maukað. Áferðin fer eftir smekk ykkar þ.e. ef þið viljið hafa grænmetisbita í súpunni getið þið blandað hana skemur en maukið lengur fyrir mýkri áferð. Einnig má nota töfrasprota eða blandara.
Hellið súpunni nú í pottinn og hitið vel.
Saltið og piprið eftir smekk.

Skrifað af Kristínu Jónu

25.02.2012 08:14
Heyja Norge
Þá er að styttast í ferðina okkar Ástrósar til Noregs að heimsækja Þráin.  Ég er farin að hlakka frekar mikið til, loksins komin í frí en það er einmitt búið að vera svo mikið að gera undanfarið að ég gat unnið mér í haginn fyrir þessu fríi.  Næs
Við ætlum nú ekki að gera neitt svakalegt annað en að vera þarna, skoða staðinn, rölta um og taka myndir.  Skreppa til Kristianssand og fara í HM.  Svo ætlar reyndar fjölskyldan að knúsast voða mikið og hafa það huggulegt.
Við reyndar vitum ekki hvort Þráinn sé enn með vinnu eða hvað, því fyrirtækið sem er búið að vera með hann á leigu sagði þeirri leigu upp því verkefnið sem hann var fenginn í er að klárast en þá er starfsmannaleigan ekki með neitt uppí erminni og spurði bara hvort það væri ekki fínt fyrir hann að fá frí því við værum að koma og svo vonandi fyndi hann eitthvað annað handa honum.  Ekki nógu gott fyrir okkur.  Hann þarf að fara að fá fastráðningu einhvers staðar og fór bara sjálfur til BRG og talaði við ráðningarstjórann sem sagðist myndi skoða málið.  Fannst skrítið að starfsmannaleigan hefði ekki eitthvað annað og hefði svarað svona.  Daginn eftir hringir Norðmaðurinn sem Þráinn er búinn að vinna mikið með og sagði að hann ætti að koma með sér í eitthvað verkefni og mér skilst að það sé alla vega út næstu viku þannig að uppsögnin hlýtur að frestast og samt veit Þráinn í rauninni ekkert hvort hann sé að vinna hjá Starfsmannaleigunni eða BRG.  Skrítið.  En alla vega hann er enn með vinnu og það að Arnfinn sækist eftir honum hlýtur að styrkja stöðu hans í því að fá fasta vinnu hjá þessu fyrirtæki.
Vonandi.
Það er nú margt fleira að gerast þessa dagana, Maritech er að fara að gera einhverja söluherferð og er að taka upp auglýsingar og loksins já ég segi sko loksins komst ég í hóp fallega fólksins og fæ að leika í auglýsingu hjá Maritech, meira að segja sjónvarpsauglýsingu.  Jeiiiiiiiiiiiiii.
Það er einmitt núna á eftir og ég vona að það gangi vel, hef alla vega trú á því að það verði skemmtilegt.
Fleira er svo í pípunum og aðallega fermingarmyndir á næstunni – er komin með 8 bókaðar myndatökur í mars-apríl en þó enga um páskana því þá verður Þráinn hjá okkur og ég á afmæli.  Já sæll hver hefði trúað því að litla stelpan úr Holtagerðinu væri að nálgast fimmtugsaldurinn.  Spurning hvort maður eigi ekki bara að halda vel uppá þetta afmæli og vera svo að heiman á næsta ári  –  er það ekki pínu snjallt?  Sjáum til, enn tími til að plana páskana.
Ástrós Mirru gengur vel í skólanum og er með þennan kreisí húmor sem ég er að byrja að skilja núna, er mikið í tölvuleikjum og innipúki en það er mamma hennar líka svo …… alla vega er hún góður krakki og það er fyrir mestu.
Það verður gaman að fara með henni til Noregs og upplifa Pabba líf saman.
Að lokum verð ég að tala um þemað sem er í þemaklúbbnum mínum núna og það er skór  –  já ég sagði skór og ég átti meira að segja hugmyndina að því og er alveg búin að missa mig í skómyndum.  Fékk mínar góðu nágrannakonur til að koma hér með skóúrvalið sitt og pósa með sína fallegu leggi fyrir mig og afraksturinn mjög skemmtilegur að mínu mati.  En það er enginn annar í þemaklúbbnum að missa sig svona yfir þessu þema og ég undrast það því ég hef engan áhuga á að eiga skó en finnst greinilega gaman að taka myndir af þeim en ég veit um stelpur sem eru skósjúklingar og ljósmyndarar en hafa ekki verið að gera neitt í þessu þema.  Fyndið.

Jæja gott fólk,  þangað til næst Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

05.03.2012 09:02
Vetrarfrí í Mandal
Jæja, þá erum við mæðgur komnar heim frá Mandal en við vorum þar í tæplega viku í vetrarfríinu okkar.  Við vorum að heimsækja Þráin sem býr þar núna og vinnur.  Það var svo skrítið að hugsa til þess að maðurinn manns búi annars staðar og eigi eitthvað líf sem við erum ekki þátttakendur í svo nú er það allt öðruvísu því nú erum við búnar að sjá bæinn sem hann býr í, hitta vinnufélaga og eignast vini þarna úti.
Ferðasagan hefst að sjálfsögðu heima, við að pakka og undirbúa sig.  Eins og þeir vita sem þekkja mig þá fyllist ég ótrúlegum ferðakvíða áður en ég fer í ferðalög og það hefur stundum skemmt byrjun á fríum þar sem ég á oft erfitt með að koma mér út úr kvíðanum aftur.  En ég reyndi eins og ég gat að hleypa honum ekki að núna, þar sem ég var að fara ein í flug með Ástrós Mirru og það í tengiflug með millilendingum oþh.  En samt gerðist það nú morguninn áður en við áttum að fara út að ég vakna upp eins og gorkúla kl. 6.30 og hugsa……. shit hvað ætli vegabréfið hennar Ástrósar gildi lengi, því vegabréf barna gilda styttra en fullorðinna og ég get að sjálfsögðu ekki legið lengur í rúminu heldur verð að rjúka fram og skoða vegabréfin, sem að sjálfsögðu giltu bæði til 2016 svo það var ekkert að óttast.  Þetta var á sunnudagsmorgni og við að fara út um hádegi á mánudegi, veit svo sem ekki hvernig ég hefði reddað því nema komst svo að því seinna að líklega þurfum við ekki vegabréf til Noregs.   OK, fyrsta kvíðakastið liðið hjá og ég fer að sækja töskurnar og byrja að pakka niður og dunda við það á sunnudeginum.   Svo á mánudagsmorguninn vöknum við snemma og leggjum af stað til Silju og Hansa fyrir kl. 9 því Silja ætlar að keyra okkur á völlinn og passa bílinn á meðan við værum úti og svo áður en við vitum af erum við komnar í flugstöðina – kíktum aðeins í búðir og fengum okkur svo að borða.  Settumst svo niður að lesa meðan við biðum eftir fluginu sem reyndar seinkaði aðeins og þá vorum við (já ég veit að við erum sko alltaf of tímanlega) búnar að bíða í 3 tíma.
Jæja flugið til Osló gekk vel, það hafði verið vont á leiðinni til Íslands, þess vegna var þessi seinkun en þeir náðu að vinna það uppá leiðinni út og við fundum töskurnar okkar og byrjuðum að reyna að fylgja leiðbeiningum Þráins um hvernig við ættum að bera okkur að á flugvellinum þarna úti og viti menn, þetta gekk voða vel og við búnar að finna rétta útgönguleið eftir 20 mín eða svo.  Og þá var bara að bíða aftur eftir næsta flugi sem var ekki fyrr en um kl. 19 – en svo var kallað út í þá vél og það flug gekk vel eins og þetta gerist oftast.  Þarna var nú spennan farin að magnast, við alveg að fara að hitta sæta strákinn í Noregi sem við höfðum ekki séð í 8 vikur.  Við komum út úr flugvélinni og sjáum hvar töskurnar munu koma en enginn Þráinn, ég fékk nett panikkast og augnablik hugsaði ég að við værum á röngum flugvelli og ýmislegt fleira skrítið flaug í gegnum hugann.  En ég ákvað svo að hringja í kappann og athuga með hann og þá var hann að renna í hlað.  Þá lenti hann í því að taka rútu frá Mandal í Kristiansand og á rútubílastöðinni er hann vanur að fara í flugrútu sem fer bara á flugvöllinn og hann bíður og bíður og aldrei kemur flugrútan, svo hann endar á að þurfa að splæsa í leigubíl til að sækja okkur og kom þarna akkúrat þegar við vorum að sækja töskurnar okkar.  Við rukum beint út í flugrútu sem stóð þarna fyrir utan (við komumst aldrei að því af hverju hún kom ekki á rútubílastöðina í Kristianssand) og keyrum í hálftíma með henni til Kristianssand og þar biðum við í hálftíma eftir næstu rútu sem átti að fara með okkur til Mandal.  Meðan við bíðum þarna erum við eitthvað að skoða ferðaáætlun rútunnar og sjáum að hún fer ekki á sunnudagsmorgnum og við sem áttum flug frá Kristianssand um hádegið.  Vá þarna kom eitt stórt sjokk á Kristínu Jónu, og ég ekki komin til Mandal ennþá.  Jæja rútan birtist og við erum tæpan klukkutíma að keyra í henni til Mandal og þá segir Þráinn að það sé örstutt ganga heim.  Örstutt?  Örstutt?
Við orðnar dauðþreyttar eftir allt þetta ferðalag og þá er hálftíma ganga með bakpoka og ferðatöskur á eftir sér ekki örstutt.  Og aumingja Þráinn fékk í heimsókn tvær þreyttar, pirraðar og stressaðar stelpur frá Íslandi.  Og hann búinn að hlakka svo til að fá okkur.  En það rann fljótt af okkur þegar við vorum búnar að fá að borða pizzu og skoða bústaðinn sem hann leigði fyrir okkur.  En hann var voða kósí inní skógi en samt 2 mín. gang frá ströndinni.
Jæja þreyttar stelpur fóru svo í rúmið og Þráinn í vinnu daginn eftir kl. 7 en hann vaknar alla morgna kl. 6 til að finna til nesti og verða mættur í vinnu fyrir kl. 7.  Það er mjög algengt í Noregi að fólk byrji að vinna kl. 7 og þar fer fólk að sofa kl. 22 á kvöldin ef ekki fyrr.  Greinilega fólk að mínum hætti, ég yrði alla vega ekkert undarleg þarna og fengi kannski frið fyrir stríðni vegna þess hvað ég fer snemma að sofa á kvöldin.
Ok, erfitt ferðalag að baki og við vöknum í þessum líka kósí bústað sem er svo heitur að ég geng berfætt um gólfin í litlu timburhúsi inní skógi í Noregi en heima uppá 3ju hæð þarf ég alltaf að vera í ullarsokkum, held að það sé kjaftæði að við íslendingar kunnum að einangra hús, við kyndum þau bara meira af því að við eigum næga orku.
Alla vega við fáum okkur morgunmat og ákveðum að labba niður í bæ og koma við hjá Þráni til að heilsa upp á hann og vinnufélaga hans hann Arnfinn sem hefur reynst honum svo vel.  Sólin skín í Mandal og ……………………… ég varð ástfangin af þessum bæ á fyrsta korterinu

Þarna er Þráinn að vinna þessa dagana við að innrétta hárgreiðslustofu.  Geggjaður staður og þarna verður hægt að labba allan hringinn í kringum ána eftir smá tíma, það er verið að vinna í bryggjunni hinum megin.
En semsagt við Ástrós Mirra fengum okkur göngutúr þarna um bæinn í þessu líka blíðskapar veðri sem var og haft var á orði að Noregur tæki vel á móti okkur.

Gamli miðbærinn þarna er æðislegur og ég myndi gjarnan vilja búa þar en trúlega er það of dýrt en ég veit það samt ekki.
Þetta er aðaltorgið, geggjað torg og ég get ímyndað mér hvernig er að vera þarna á sumrin þegar allt fyllist af fólki. Fólkið þarna er ofsalega vinalegt, allir í búðinni brosa til þín og það er voða auðvelt að babla norskuna nú og svo tala allir ensku líka.

Svo eru veitingarstaðir við bryggjuna og pöpparnir, og já hér eiga allir báta skilst okkur eða alla vega flestir.  Mikið af eyjum sem gaman er að skjótast út í í picknic oþh.

Jæja við fjölskyldan áttum góða daga saman, Þráinn var reyndar í vinnu til kl. 15 en þá fórum við ÁM í göngutúra um skóginn og ströndina.

svo sáum við dádýr í skóginum og íkorna fyrir utan bústaðinn okkar.

já og það varð nú að festa gamla settið á mynd líka til að hafa sönnun fyrir því að við gerðum nú eitthvað saman þarna úti líka.

svona er útsýnið yfir hluta af bænum og ströndina, við vorum í bústað þarna inní skóginum fyrir neðan.  Og svæðið sem sést fyrir aftan skóginn er gamli bærinn og það er bara 15 mín. gangur þarna á milli.

svo er þetta útsýnið yfir bæinn hinum megin frá.  Þarna er ég uppi á hæð beint fyrir ofan miðbæinn.
Nokkrar staðreyndir um svæðið þarna, í Mandal búa um 15.000 manns en þeim fjölgar um helming á sumrin.  Í Kristianssand sem er næsti stórbær við búa um 85.000 manns og þar er æðisleg verslunargata svona gamaldags hellulögð með gömlum húsum og litlum verslunarmiðstöðvum og auðvitað stökum búðum líka.  Þar er HM.  Þarf að segja eitthvað meira og það tekur bara 40 mín að fara á milli með rútu.
Við skruppum þetta á föstudaginn sl. þá átti Þráinn frí og við skelltum okkur í verslurnarferð og myndavélalausan dag.  Skrítið því ég sá svo geggjað myndefni út um allt.  Svo buðu Arnfinn og kona hans Julia okkur í mat um kvöldið og þar fengum við rækjum í skel og allt borðað og gert með höndunum.  Mjög kósý, yndislegt fólk og þau eiga tvo stráka 6 og 10 ára sem sátu tilbúnir með Google translate til að geta talað við okkur.  Algjör krútt og svo fóru krakkarnir niður að horfa á bíómynd og mér skilst að translatinn hafi verið notaður meira og ÁM komst að því að hann er ekki alltaf réttur.
Arnfinn og Julia eru með litla íbúð í kjallaranum hjá sér sem þau eru að endurgera og eru búin að bjóða okkur til leigu.  Hún er mjööög lítil en það væri frábært fyrir Þráin að geta byrjað þarna og við kæmum svo og yrðum kannski í 1 – 2 mánuði þar meðan við værum að finna okkur aðra aðeins stærri og nær miðbænum.  En mig langar að búa nær honum.  Mig langar að geta hjólað eða labbað það sem ég þarf að fara þarna innanbæjar.  En þar sem Arnfinn býr hátt uppi í hlíð sem getur verið illfær á veturna og er líklega 40 mín. labb í bæinn.  Mér finnst það aðeins of mikið.
En við áttum þarna frábært kvöld og svo rann upp laugardagurinn og við Þráinn fórum í göngutúr saman uppá útsýnishæð (myndin hér fyrir ofan tekin þá) en að öðru leiti rólegheitadagur og svo eldaður góður matur um kvöldið áður en við fórum heim.  Það var skrítið að kveðja Þráin í gær og skilja hann eftir.
Hlakka til að sjá hann aftur um páskana og vonandi fær hann fastráðningu fljótlega svo við getum farið að ákveða hvað við gerum í sumar.
Ferðin heim gekk rosalega vel – það var hægt að tékka töskunar alla leið til Íslands frá Kristiansand svo við þurfum ekki að sækja þær og fara aftur í gegnum hliðið heldur gengum beint inní fríhöfnina og fundum fljótlega hliðið okkar.  Sátum þar í rólegheitum þegar mér finnst klukkan orðin ansi margt og ekkert að gerast við hliðið og ég sendi Ástrós að kíkja hvort það sé seinkun og þá sér hún að það er búið að skipta um hlið hjá okkur og við urðum nánast að hlaupa til að ná hinu hliðinu.  Skrítið að þetta sé gert bara svona og engin kallar eða neitt.  Við sitjum nú ekki límd við þessa tölvuskjái þegar við erum búin að finna okkar hlið og tíma.
En nú erum við komnar heim úr frábæru fríi á frábærum stað og bíðum bara og sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér.  Veit að við erum ekki að fara að búa í þessu húsi en við getum alltaf látið okkur dreyma.

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

11.03.2012 12:40
Það er allt að ganga upp
Jæja þá er það á hreinu að Maritech ætlar að leyfa mér að vinna í fjarvinnu þegar (já ég segi bara núna þegar en ekki ef) við flytjum til Mandal Norge.  Það er ekkert smá æðislegt og skiptir mig mjög miklu máli að þurfa ekki að fara að leita að nýrri vinnu úti, sérstaklega ef þetta verður kannski bara í eitt ár hjá okkur eins og við komum til að gera í fyrstu atrennu.
Sem sagt það lítur út fyrir að við séum að fara að flytja til Noregs í júní nk.  Reyndar á Þráinn eftir að fá fastráðningu en ég held að það muni gerast núna í mars – apríl.  Þannig að nú er bara að fara að minnka hjá sér búslóðina þe. fækka í fataskápunum, eldhússkápunum oþh.  Gefa það í Rauða krossinn og góða hirðinn. Svo þarf að fara yfir geymsluna og henda eða selja það sem hægt er þar, þannig að þegar kemur að því að setja búslóðina í geymslu þá þurfum við ekki eins mikið pláss og ella.  Við ætlum nefnilega ekki að taka neitt með okkur nema það komst í bílinn sem Þráinn mun keyra á Seyðisfjörð og taka Norrænu yfir til Danmerkur og þaðan aðra ferju til Kristiansand.
Við mæðgur munum hinsvegar fljúga en það er bara svo hægt verði að setja meira dót í bílinn.  Þá er bara spurning hvernig best sé að flytja Nóa greyið, á hann að fljúga eða sigla.
Vá þetta er að verða svo raunverulegt og ég sem er ekki mikið fyrir breytingar er að verða afskaplega spennt.  Þó eru alls konar blendnar tilfinningar í mér líka, mér finnst td. mjög erfitt að skilja ömmu og mömmu eftir.  Ég á líka eftir að sakna systra minna óendanlega en ég ætla samt að prófa þetta, við getum notað skype eins og við Þráinn gerum núna, svo kem ég bara til Íslands og stel strákunum í Garðabæ og tek með yfir í sumarfrí og aðrir ættingjar koma vonandi bara í heimsókn til okkar (og ég hef nú grun um að suma eigum við eftir að sjá meira en við gerum í dag) því við komum til með að búa á aðalströnd Norðmanna svo næstu sumarfrí hljóta að verða plönuð til Noregs en ekki Spánar. Já og svo munum við stundum koma heim líka.
Svo elsku vinir sem eigið börn og hafið ekki komið lengi með þau í myndatöku endilega talið við mig með fyrirvara núna í vor ef þið viljið drífa í einni áður en við flytjum, þið vitið að ég elska það að mynda börnin ykkar svo endilega talið við mig.  Já annars verðið þið að skreppa til noregs og ég veit að Melrosesplace verður ekki samt án okkar og börnin þar munu ekki festast á filmu án mín.
Ég er held ég bara spennt en auðvitað kraumar einhver kvíði þarna undir en ég ætla ekkert að hleypa honum að.  Ástrós Mirra er bara spennt, enda er þetta mikið ævintýri fyrir stelpu á hennar aldri.  Hún lærir tungumálið auðveldlega veit ég og eignast fullt af vinum þarna.  En ég veit að þetta er stór átak og því verður svo gott að ég geti unnið heima til að byrja með hennar vegna.  Vá hvað ég er ánægð með fyrirtækið sem ég vinn hjá núna.  Vá hvað ég finn fyrir stolti og ánægju og því að ég sé metin það mikið að mér er gert þetta kleift.
Og nú skín sólin sem aldrei fyrr held hún sé að sýna mér samhug núna.
Jæja þangað til næst,  Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

05.04.2012 09:19
Hef enduheimt eiginmanninn í bili
Jæja þá hef ég endurheimt eiginmanninn aftur eftir 3ja mánaða fjarveru.  Ég er reyndar búin að sjá hann þarna inná milli en hann ekki komið heim í 3 mánuði. Mikið ljúft að fá hann og geta knúsað eins og mér sýnist. Aftur og aftur.
Við ætlum nú að reyna að nýta páskana vel, fara í bíó, fara í bústað, hitta fólk, halda veislu og bara vera saman.  Því það bendir allt til þess að þetta sé næstsíðasta fríið hans Þráins hér heima.  Næsta frí verður bara að koma hingað og sækja dótið okkar, pakka niður, ganga frá fyrir flutninga til Mandal.  Hann er samt ekki búinn að fá fastráðningu og við bíðum eftir því, svo við séum nú örugg á því að hann hafi vinnu þarna úti. En hann er nú að standa sig vel og er að fara í annað stórt verkefni með Arnfinn svo það hýtur nú að fara að koma að því að fyrirtækið treystir sér að hafa hann í vinnu hjá sér en ekki í gegnum starfsmannaleigu.  En við erum ekki alveg farin að skilja norska kerfið nógu vel ennþá.
Annars er ég orðin mjög svo spennt fyrir því að flytja og finnst æðislegt að þurfa ekki að skipta um vinnu, þó íslensku launin skagi ekki langt í þau norsku, þá er það samt ákveðið öryggi að hafa vinnuna og þá get ég einbeitt mér meira að því að koma stelpunni inní skólann og bæjarlífið. Svo endurskoðum við þetta allt að ári.
Við erum að vona að Þráinn fái svar núna um miðjan apríl svo við getum farið að auglýsa eftir íbúð í Mandal og auglýsa íbúðina okkar til leigu en við ætlum að leigja hana 3ja herberga og setja það sem eftir verður af búslóðinni inn í stúdeó og geyma þar.  Annað verður lánað, selt eða geymt.  Svo ef einhvern vantar eitthvað sem við eigum og vill fá að geyma það í ár, þá er það bara velkomið.
Já svo verður fjölskyldan að sjálfsögðu drifin í myndatöku því Norðmenn vilja sjá mynd af fjölskyldunni í umsóknum um íbúðir.  Og við ætlum nú að looka fínt.
Og svo er að finna góða leigjendur í íbúðina okkar, þannig að ef þið vitið um eitthvern sem vantar íbúð frá 1. júlí þá endilega látið okkur vita, því íbúðin verður að öllum líkindum leigð frá þeim tíma.
Alla vega er lífið gott núna – yndislegt að hafa Þráin heima og ég óska ykkur öllum Gleðilegra páska.
Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

07.04.2012 10:28
Ég er allt of ung til að vera svona gömul
Ja hérna, hér.  Hvernig getur dagatalið verið svona rangt, ég er ekki deginum eldri en 37 ára hvorki í útliti né anda eins og sjá má á afmælismyndinni sem tekin var af mér í gær.
Fékk þessa fallegu vísu senda frá Sigga Eiríks vinnufélaga mínum og snillingi.
Í dag á hann Þráinn að þjóna það er jú svo meðal hjóna. Á þinn afmælisdag er allt þér í hag og knús færðu Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

26.04.2012 14:15
Árshátíðarferð Maritekkara til Budapest

Ferðin til Budapest.
Hún byrjaði með skelli það má með sanni segja, Karen og Guðrún komu að sækja mig en þær voru búnar að segja að þær myndu senda sms úr Kópavoginum svo ég gæti rölt niður í rólegheitum en nei, nei auðvitað gleymdu þær því og hringdu svo bara þegar þær voru komnar á planið fyrir utan, bakdyramegin, og mér varð talsvert um enda stundvís kona og vill hafa tímann fyrir mér.  Ég gjörsamlega hljóp niður stigann með bakboka, ferðatösku og veski og hentist út á stétt og viti menn, ég tek tærnar í stéttina og endasteypist beint fyrir framan bílinn þar sem þær stöllur standa, og ég missteig mig og ætlaði varla að geta hoppað inní bíl.
Þar með var ákveðið að ég yrði í hjólastól alla ferðina svo ég væri þeim ekki til trafala.
Jæja við út á völl og ákváðum að Guðrún tæki töskurnar 3 meðan ég fylgdi Karen (nýju stelpunni) með bílinn.  Það voru nú misstök því við hefðum auðvitað átt að láta Karen sjá um þetta allt þar sem hún er jú nýja stelpan.
Á flugvellinum hittum við fullt af Maritekkurum (ekki startekkarar) og áttum bara góðar stundir þar, keyptum okkur að borða og syrpu handa Mirrunni, en það var það eina sem henni datt í hug að hana langaði í frá Budapest.
Jæja flugferðin var bara æðisleg, nóg pláss og ókeypis matur um borð. Já og ókeypis vín líka eða jæja ég veit að það er ekki ókeypis ég er svo sem búin að borga fyrir það en alla vega þurfti ég ekki að taka upp veskið í þessari flugferð.
Við lentum í blíðskaparveðri og vorum drifin á hótelið sem var bara fallegt hús á góðum stað.
Strax og við vorum búin að taka upp úr töskunum drifum við okkur í hópum út að borða.  Minn hópur ákvað að labba niður á torg og finna bara góðan stað handa okkur.  Á fyrsta veitingarstaðnum á torginu tók á móti okkur svona líka myndarleg stelpa og Valur vildi endilega borða þarna, mér leist ágætlega á þetta þegar þessi líka fallegi þjónn kemur labbandi og þar með ég unnin líka og hinir ákváðu að fylgja á eftir.  Maturinn var góður, stórar steikur og hægt að fá kartöflur með  en maður á ekki að panta sér salat þarna eða vatn.  Þeir nenna því ekki og þú þarft að spyrja 8 sinnum um það áður en það kemur.
Góð máltíð, gott kvöld í góðum félagsskap.  Svo hittist fullt af liði á hótelinu þegar þeir voru búnir að borða og sátu, spjölluðu, hlógu og drukku.
Við Karen vorum saman í herbergi og það byrjaði bara nokkuð vel, þó fannst mér heldur uppá henni tippið þegar hún einhliða ákvað í hvaða rúmi hún ætlaði að sofa í en ég ákvað að ég ætti nú eftir að misnota hana svo mikið í ferðinni að það væri fínt að hún svæfi vel og væri vel undirbúin að bera poka fyrir okkur Guðrúnu í verslurnarferðunum.  Svo ég fékk rúmið við hliðina á klósettinu, sem getur alveg verið skemmtun út af fyrir sig.
Jæja, dagur 2 eða dagur 1 því við komum um kvöld, við vöknum snemma, förum í morgunmat og erum að sjálfsögðu mættar tímanlega áður en rútan kom til að fara með okkur í kynnisferð um Budapest.
Frábær ferð með æðislegum fararstjóra henni Maríönnu sem er af ungverskum ættum.  Hún er uppfull af fróðleik og sögu borgarinnar.  Við stoppuðum við Hetjutorgið sem er fallegasta torg sem ég hef séð og tók ég fullt af myndum af styttum, fólki og já Guðrún tók 3 myndir af mér líka.
Svo var haldið áfram að keyra um borgina og ég passaði uppá að Guðrún skrifaði niður á kortið hvaða staði ég vildi skoða betur daginn eftir, því hún var minn navigator í ferðinni og sá um kortið.
Við stoppuðum líka á Kastalahæðinni og þar var æðislegt að labba um og skoða.  Við áváðum að vera ekkert að strjúka punginn á hestinum á styttunni en sú hjátrú er að þeir sem eru að fara í próf og nudda punginn gengur betur.  En við keyptum okkur ís.  Löbbuðum um skoðuðum útsýnið og skemmtilegar byggingar sem minna á einhver ævintýri.
Þetta var mjög skemmtileg ferð og fróðleg og ég mæli með því að allir sem fara til Budapest taki þessa skoðunarferð.
Nú svo endaði skoðunarferðin við göngugötuna og nú máttu íslendingarnir fara að versla.  Við byrjuðum nú á því að fara á markaðinn og fá okkur gúllassúpu og eru ekki allir sammála hvort hún hafi verið góð eða ekki.  Ég segi að hún hafi verið góð, Maggi The segir ekki því það hafi nánast ekkert kjöt verið í henni en bara kartöflur og þeir sem þekkja mig vita að ég elska kartöflur og vill þær með öllum mat.
Það var voða gaman að skoða þennan markað þarna, mikið af ferskum mat og kryddum og alls konar pylsum.  En þarna voru nú líka töskur og dúkar sem okkur þótti nú ekki vera nógu ódýrt.
Jæja svo var arkað út á göngugötuna og stefnan tekin á HM – það voru pínu þreyttar lappir þarna á ferð eftir morguninn enda engir sérstakir göngugarpar í mínum hópi.  Við fundum pínulitla HM með engum barnafötum en eitthvað á konur og vorum svolítið svekktar en viti menn auðvitað var þetta bara forsmekkurinn og risastór HM var við endann á göngugötunni og þar var verslað, svo sest niður og fengið sé góður capputino, næs.
Síðan var arkað heim (farið með Metro) og sturtað sig og gert klárar fyrir kvöldið en þá átti að fara saman 2 – 3 hópar að borða á Nupo sem er flottur japanskur veitingastaður, dýr en mjög góður.  Þetta átti að vera okkar spariútaðborðadagur fyrir utan árshátíðina.  Það var smá vesen að finna staðinn fyrir okkur sem tókum Metróinn en hann fannst að lokum falinn inní einhverju hóteli, en sko ég vissi aldrei neitt hvert við vorum að fara eða hvaða leið átti að fara því ég var með tvo navigatora Sigrúnu og Guðrúnu og lét það bara duga, svo elti ég bara.
Þegar komið var inná veitingarstaðinn var okkur vísað til sér herbergis á bakvið stóra salinn en þar sátu nokkrir Maritekkarar og undruðust það að við fengum svona sér treatment.  Þarna var hringborð og næs og þjónarnir mjög góðir og duglegir að afhenda okkur það sem okkur vantaði, útskýra matseðilinn og allt það sem góðir þjónar eiga að gera.  Nokkrir úr hópnum pöntuðu sér 8 rétta matseðil sem er hálfgerð óvissuferð en ég gerði það að sjálfsögðu ekki, enda vil ég bara vita hvað ég er að borða og hvort ég fái ekki örugglega kartöflur með því.  Það var reyndar ekki hægt þarna, en ég gat fengið hrísgrjón með sem ég duga þetta kvöldið.  Ég pantaði mér önd og hún var geðveikislega góð.  Þjónarnir mæltu hiklaust með dýrustu vínunum þarna og sumir báðu um ódýrara á meðan aðrir létu bragðlaukana ráða.  Þeir sem létu bragðlaukana ráða fengu smá sjokk þegar reikningurinn kom en það er hæsti reikningur á veitingarhúsi sem ég hef séð en ég var auðvitað bara ódýr og praktísk enda mikill gikkur svo lítil hætta var á að ég missti mig í flóknum matseðlinum.
En þetta var skemmtilegt kvöld og góður matur en dýr.  Athugið það sem eigið eftir að fara á þennan stað að þjónarnir bjóða þér vatn og svo fylla þeir endalaust á öll glös sem öll stóðu stútfull þegar við fórum út, við auðvitað borguðum það dýrum dómi, eins voru þeir að bjóða okkur snapsa (kvöldinu áður voru þeir í boði hússins) og við þurftum auðvitað að borga þá dýrum dómi líka.  Athugið að það er ekkert ókeypis eða innifalið á þessum stað og maturinn er mjög góður en þú borgar líka vel fyrir hann.
Svo fengum við einn léttan fyrir svefninn og góðum degi lokið með bros á vör.
Jæja þá er runninn upp dagur 3 og nú skal Guðrún Valtýsdóttir versla því HM er bara ekki með nógu falleg og vönduð föt fyrir hana.  Við tökum Metroinn í Moll sem var talsvert langt frá og eins og alltaf þá elti ég bara Guðrúnu og  Sigrúnu og kemst alltaf á leiðarenda.  Þetta var fínasta moll og auðratað.  Við Karen röltum saman og eitt aðalatriðið hjá mér þarna var að skoða ipod, ipad, iphone oþh.  því ég fékk þá hugdettu að gefa Mirrunni eina góða gjöf frá Budapest (ég var svo sem alveg búin að kaupa 3 boli, 2 buxur og sokka í HM).
Ég sá í einni símabúð að iphone var á 29000 huf sem er bara 15.000 isk en þá þurfti ég að skuldbinda mig í 3 ár hjá þessu símafyrirtæki sem er kannski ekki alveg að gera sig fyrir íslendinga sem eru að flytja til noregs.
En ég keypti þarna í Applebúðinni okkar fyrsta ip-tæki og er dóttirin alsæl með ipodinn sinn.  Ég keypti mér líka tölvutösku og litla myndavélatösku til að setja myndavélina í þegar ég ætlaði eitthvað og kannski bara taka með eina linsu en sú taska sannar það bara að ég hef mjöööög skerta rýmisgreind því myndavélin kemst ekki einu sinni ein og sér þarna hvað þá með aukalinsu.  Svo ef einhvern vantar litla myndavélatösku þá á ég hana og hef ekki not fyrir.
Jæja eftir smá rölt hjá okkur Karen þá mætum við Guðrúnu og viti menn hún er með þann stærsta innkaupapoka sem ég hef séð og nær varla að halda á honum enda bað hún fljótlega um hjálp og þá var komið að nýju stelpunni að sanna sig fyrir Guðrúnu og var Karen sem sagt látin bera pokana um allt hér eftir. (Reyndar ekki alveg satt því ég hjálpaði til, en Guðrún bara verslaði og verslaði og henti pokum í okkur)
22 bómullarbolir, 16 nærbuxur og ég veit ekki hvað.  Reyndar er allt svo ódýrt þarna að Guðrúnu fannst hún ekki endilega þurfa að máta svo hún hafði nú óvart keypt tvo boli sem pössuðu betur á mig en hana svo ég græddi eitthvað fyrir burðinn.
Þegar búið var að versla var drifið sig uppá hótel til að henda pokunum inn, fara í gönguskóna og nú skyldi gengið á alla þá staði sem ekki var stoppað á deginum áður.  Tókum Metróinn niður í bæ og röltum um allt meðfram Dóná og sáum gulan strætó sem keyrir uppá götu og svo bara útí ána og heldur ferðinni áfram þar.  Krúttlegur var hann.  Við sáum líka Þinghúsið með 990 herbergjum og hafði unnið hönnunarsamkeppni sem haldin var þarna á sýnum tíma.  En þegar sú keppni var haldin þá fannst mönnum húsin í öðru og þriðja sæti líka svo flott að þau voru bara líka byggð við hliðina.  Eins var mjög átakanlegt að sjá skóna sem eru við Dónó til minningar um gyðingana sem voru skotnir þarna á bökkum Dónár og bara hent svo útí.  Bæði fullorðnir og börn.
Jæja við áttum góðan göngutúr þarna og vorum reyndar gengin uppað herðablöðum þegar við drifum okkur uppá hótel og enn og aftur að sturta sig en núna fyrir árshátíðina sem haldin var á Sir Lanselot sem er pínu að minna á fjörukrána, nema þarna voru riddarar að skylmast og magadansmær að dansa ofl.
Þetta er mjög skemmtilegur staður og mikil aksjón í gangi eldgleypar, magadansmeyjar, skylmingar, leiksýningar og ég veit ekki hvað.  Síðan kemur maturinn á risabökkum, engir gafflar og bara etið með höndunum eins og gert var á þessum tíma sem þeir eru að apa eftir.  Góður matur fyrir mig, purusteik og alls konar kartöflur en eitthvað átti hún Sigrún mín bágt þarna á móti mér að naga einn maisstöngul og hugsa um Wasapi sushi staðinn sem hana langaði svo að borða á.  En alla vega við sátum þarna í gleði og glaum og vorum svo drifin uppá hótel þar sem heill salur beið okkar með 80’s bandi sem átti að sjá okkur fyrir fjöri fram eftir nóttu.
Humm, já 80’s band, það hefur eitthvað ruglast á milli ungverjanna og okkar þegar hljómsveitin var pöntuð, þeir gæti kannski hafa verið að reyna að meika það in the 80’s miðað við aldurinn á þeim og ég er að segja ykkur það að þeir þekktu akkúrat enga tónlist frá 80’s ekki einu sinni Madonnu.  Við Sigrún gerðum samt góða tilraun til að dansa og reyndum bara að hlusta ekki  á þá en við gáfumst upp eins og allir aðrir og var þá sest fram á bar og að sjálfsögðu ákvað ég að reyna að leiða fólk í fjöldasöng eins og gert er í góðum partýum en eitthvað voru þjónarnir ekki að fýla Mugison og hentu okkur út, en reyndar segir sagan að mér hafi verið hent út fyrir drykkjulæti og er það góð saga sem sannaði það að ég er og verð Eyjakona.
Þá dreif liðið sig á einhvern furðulegan stað sem við Sigrún löbbuðum og gegn og þorðum nú ekki að sleppa hendinni af hvor annarri og okkur leist ekki betur en svo á staðinn að við fórum beint út aftur og uppá hótel í háttinn.
Fínasta árshátíð.  En ég fór að sofa um kl. 3 og átti að mæta í morgunmat kl. 9 hefði getað sofið í tæpa 6 tíma en nei nei, ég var vöknuð fyrir kl. 7 og alls ekki tilbúin í daginn.  En ég lá uppí og lét mig dreyma um að sofna sem ekki gerðist en hristi þetta svo af mér og fór í morgunmat með mínum félögum og svo drifum við okkur í skoðunarferð til listamannaþorpsins Szenje eða hvað það nú heitir.  Jón Heiðar dældi í mig ofnæmislyfjum því ég var svo bólgin undir augunum að hann taldi ótrúlegt annað en ég væri með heiftarlegt ofnæmi.  Reyndar var ég komin með einhverja nefstíflu líka svo ég keypti þetta alveg hjá honum.  Guðrúnu minnti líka að ég hnerraði alltaf 10 sinnum þegar við löbbuðum framhjá blómastandi sem var á leiðinni uppá hótel svo það var ýmislegt sem studdi þessa ofnæmiskenningu.  Jæja þetta var yndisleg ferð í dásamlegt þorp.  Allt svo rólegt og fallegt, listamenn á hverju horni og húsin falleg með sýna turna og allt saman.  Þarna var tekin alvarlega reglan þþ sem þýðir “þreyttir hvíla á þriggja kortera fresti”  (eða cirka það, ég man allt í einu ekkert af hverju við skýrðum þetta þþ)  Guðrún, komment óskast með réttri reglu.  Fengum okkur að borða, löbbuðum um, fengum okkur kaffi, löbbuðum um, fengum okkur ís, löbbuðum um og komum á réttum tíma og fundum rútuna þvert ofaní það sem talið var að myndi gerast.  Góður dagur á fallegum stað.  En í rútunni á leiðinni heim var ég alveg búin og alveg að sofna svo ég ákvað að fara uppá hótel og leggja mig en Guðrún og Karen drifu sig niðurá Dóna og skelltu sér í siglingu.

Svo hittumst við aftur um kvöldmatarleitið og fórum saman út að borða síðasta kvöldið.  Þá keypti ég mér snitsel sem var á stærð við höfuðið á mér og með fullt af kartöflum.  Namm.  Svo kíktum við á einn pöbb á leiðinni uppá hótel og fórum svo að pakka niður því við áttum að skila herbergjunum kl. 10 morguninn eftir en rútan átti ekki að koma fyrr en kl. 13.
Jæja síðasti dagurinn, vaknað snemma, farið í morgunmat, pakkað niður og herberginu skilað.  Kíkt í mollið við hliðina á okkur og eitthvað meira verslað.  Svo var verið að vigta og færa á milli taskna þegar við komum uppá hótel aftur og ég ákvað að láta nú vigta mína því ekki vill maður vera með yfirvigt og viti menn, ég var með 14.6 kíló – geri aðrir betur.
Jæja svo var rútuferð, flugferð og allt einhvern veginn rólegra á leiðinni heim en út og við komin heim fyrir klukkan 20 um kvöldin, en ég fékk þennan líka rosalega þrýsting í flugvélinni og losnaði ekki við hann og var svo orðin lasin í gær og ligg enn í rúminu en þó orðin betri.  I’m becoming my mother sannast enn og aftur því mamma verður svo oft veik í flugi.
Alla vega frábær árshátíðarferð og hún var það af því að ég var með svo frábæru fólki, takk fyrir ferðina Maritekkarar og þó sérstaklega Sigrún, Karen og Guðrún.

Fleiri myndir eru svo í þessu myndaalbúmi http://www.mirra.net/album/default.aspx?aid=226096

Að lokum læt ég fylgja með uppskrift að ekta Gúllashsúpu og hún er með kartöflum.

————————————————————————————
Ungversk Gúllassúpa
Fyrir 6 persónur 500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga 400 gr bökunarkartöflur 200 gr gulrætur 100 gr laukur 200 gr rauð paprika 4 hvítlauksgeirar 1 tsk kúmen 2 tsk ungversk paprikuduft 800 gr niðursoðnir tómatar Olía til steikingar 400 ml vatn Salt og pipar 1 búnt söxuð steinselja Kjötkraftur Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu. Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þartil kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram. Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Skrifað af Kristínu Jónu

20.05.2012 07:49
Flutningar
Held að enginn hefði trúað því fyrir ári síðan að ég væri að flytja til Noregs.  Held að síst ég hefði trúað því, en það er raunveruleikinn sem ég lifi í núna og það er ekki af ævintýraþrá sem það er að gerast því hún er takmörkuð hjá mér.
Ég hef sagt það við vini og ættingja að mætti gjarnan láta Jóhönnu og Steingrím vita af þessu því það er eitthvað mikið að á Íslandi ef hún Kristín Jóna íhugar það að flytja hvað þá að hún sé að því.
En svona fjarvera eins og er á milli okkar núna er mannskemmandi.  Heyrið það!
En alla vega þá tókum við þessa ákvörðun eftir að Þráinn var búinn að vera að vinna þarna í Mandal í Noregi í nokkra mánuði og við mæðgur búnar að fara út og skoða staðinn og falla fyrir honum svo núna er auðvitað bara spenningur að flytja og ekkert annað.  (Ég auðvitað lýg því).
Það er búið að ganga á ýmsu við að pakka niður og selja búslóðina mína (já Þráinn nú segi ég mína því ég er ein að standa í þessu) og mikil vinna að vera vakinn og sofinn yfir því sem verið er að selja.  Okkur hefur ekki tekist að selja fiskabúrið stóra enda er það dýrt.  Ég á nú samt eftir að auglýsa það kannski einu sinni enn.
En í dag sitjum við gólfinu og borðum við litlu útskotsborðin hennar ömmu eða með bakka í fanginu.  Bara næs en þó er ég pínu farin að vilja setjast í stól ekki alltaf með lappirnar flatar.
Ég er búin að vera svo undirlögð af þessum flutningum að ég hef ekki náð að vera með hugann nógu mikið í vinnunni síðustu daga og hlakka bara mikið til að fara í sumarfrí og byrja svo á nýjum stað, sömu vinnu eftir fríið.
Við erum búin að fá þetta æðislega hús á leigu og hlakka ég mikið til að vera þar sérstaklega í sumar í góða veðrinu og geta farið út í garð og horft yfir allt því útsýnið þar er stórkostlegt.
En aftur að flutningunum það sýnir sig alltaf þegar eitthvað svona er að gerast hverjir eru manni bestir.  Konný systir búin að vera að taka fullt af dóti í geymslu, hendist hér með kassa á milli húsa (og já hún er með brjósklos) fyrir mig því ég fékk geymsluna hjá ömmu til að setja dótið í sem við ætlum að geyma og er ekki í geymslu/notkun hjá þeim sem það hafa viljað.  Klara systir kemur í dag og hjálpar mér að pakka niður einhverjum slatta og verður það bara gaman því það er ótrúlega erfitt að vera alltaf að ræða aleinn við sjálfan sig hvort það eigi að geyma þetta eða henda eða gefa.  Svörin eru fá og það að taka allar ákvarðanir einn er bara ekki minn stíll, við höfum alltaf rætt svona hluti en það gengur ekkert að ég sé að safna saman dóti, bíða eftir að Þráinn komi inn í Skype til að spyrja svona einfaldrar spurningar en það er gott að geta spurt einhvern og fá einhver svör.  Svo í dag verður skemmtipökkun.  Annars er Klara líka búin að taka til í bílskúrnum sínum til að geta geymt öll verkfærin hans Þráins og að sjálfsögðu mega þau nota þau líka.  Silja og Hansi eru dugleg að hjálpa mér að losa mig við hluti því þau eru bæði að kaupa af mér og svo dugleg að þiggja það sem að þeim er rétt.   Það er gott að einhver njóti góðs að því að ég þarf að losna við dót.  Ég er ekki með neinn söknuð á þetta drasl eins og ég vil kalla það núna, en hlutirnir sem eru mér (og Þráni) einhvers virði verða varðveittir inná heimilinum systkina minna.  Og þau nota þá.  Klukkan sem afi og amma Þráins fengu í brúðargjöf fer uppá vegg hjá Klöru systir.  Aron og Sigrún ætla að hafa gömlu saumavélina, þvottabrettin, útvarpið og stólinn.  Myndavélin fer á safn á Akureyri en verður í okkur eigu eftir sem áður.  Konný systir er með allt sem heitir stúdeódót og mun hún fara 3 ferðir milli lands og Eyja til að sækja dót og geyma.
Þannig vitum við hvar hlutirnir okkar eru og að vel verður hugsað um þá.
Rúmin okkar ætlum við að flytja til Noregs en þau komast líklega ekki fyrr en í ágúst, en það er allt í lagi því við erum komin með geymslu fyrir þau fram að þeim tíma og Aron bróðir ætlar að vera okkur svo góður að sjá um að koma þeim í geymsluna og á bílinn svo þegar að því kemur.
Sjónvarp, steríógræjur, tölvur, hátalara, myndavélar, stúdeóljós, gítar, vídeóvél, prentara oþh. dót verður sett í bílinn og Þráinn flytur til Mandal.
Ég er búin að vera að tala um það að ég ætli að breytast í sígauna þegar ég flyt en ég er samt byrjuð á breytingarferlinu og er í síðu pilsi hér heima alla daga.  Hef farið í því út í búð en ekki lagt í að mæta svona í vinnuna en mun að sjálfsögðu gera það eftir sumarfrí enda enginn þá sem sér mig nema ég og kötturinn.  En það er auðvitað skrítinn sígauni sem tekur bara græjur og tæki og tól með sér en skilur allt annað eftir. En það er nú bara einu sinni þannig að við erum sjónvarpssjúklingar og tölvusjúklingar og notum þessi tæki svo mikið.
En þetta með sígaunann eða rósótta pilsið er kannski meira myndlíking þó ég ætli líka að nota rósótta pilsið úti enda segir Inga niðri að það sé að koma í tísku.
En mikið óskaplega getur verið hollt og gott að flytja svona stundum, því flutningar innanlands eru bara þannig að þú hendir drasli og tekur hitt (sem þér finnst sko ekki drasl) með þér.  Til dæmis, við vorum einu sinni að brugga rauðvín, keyptum til þess alls konar græjur og þar á meðal tappavél. Síðan eru liðin 13 ár og við flutt 3svar en auðvitað eigum við tappavélina enn þá ef ske kynni…………..
Já og það eru sko fleiri svona hlutir sem koma uppúr geymslukössum og skúffum og eru bara út um allt.  En núna þegar geymsluplássið er dýrmætt og aðeins það fær að fara með sem við getum ekki lifað af án, þá sér maður hvað maður hefur safnað miklu dóti að sér.  Ég er ekki að segja að ég verði gjaldgeng í “Undir 100 hluta klúbbinn”  en kannski undir 500 í staðinn fyrir yfir 10.000 hlutir sem er nær lagi.
Dæmi:  Það er enginn sjónvarpsskápur í húsinu sem við flytjum í.  Hvað geri ég?  Jú fer á Ikea.no og byrja að skoða þegar það dettur upp í hugann að kannski er bara eitthvað í geymslunni sem hægt er að nota undir sjónvarpið eða kannski er bara hægt að færa skenkinn til og nota hann.  Annars má þá kíkja í næsta Góða hirðinn á staðnum og athuga hvort það sé ekki eitthvað sem einhver annar er hættur að nota sem væri hægt að fá fyrir obbólítinn pening.  Því einu ætla ég að hætta og það er að hafa áhyggjur af dauðum hlutum.  Ef kötturinn hoppar uppí sófa þá er bara eins gott að hafa sófa sem má anda á og velkjast í, muna að kaupa húsgögn sem þola að við þau sé komið líka með nöglunum.
Ég held maður verði bara léttari á sálinni eftir svona hreinsun og ég hlakka mikið til að losna við allt það sem ég endalaust hef áhyggjur af.  Og vitiði ég get sko haft áhyggjur af ómerkilegustu hlutum og orðið svefnvana yfir því hvernig ég eigi að sækja köttinn í millilendingu ef hann er settur í farangursrýmið osfrv.  Ég þarf að losna undan þessu. Vakna bara á morgnanna og byrja nýjan dag, sem nýjan dag en ekki sem framhald á öllum þeim dögum sem liðnir eru.
Jæja ég veit ekkert lengur hvað ég er að bulla hérna en þetta blogg er nú mest fyrir sjálfa mig til að ég muni eitthvað í ellinni hvað ég var að gera en ég man ekki hluti sem ég gerði í hitteðfyrra svo þetta verða góðar heimildir þegar ég verð eldri.
Þangað til næst,  Ykkar Kristín Jóna
ps. Þetta útsýni mun ég hafa með kaffibollanum á morgnanna, það er ekki annað hægt en hlakka til þess.

Skrifað af Kristínu Jónu

26.05.2012 07:54
Nói og flutningarnir
Jæja það á ekki af okkur að ganga við þessa flutninga.  Ég hélt ég væri nú með allt á hreinu varðandi það að flytja út með Nóa kallinn en það er greinilega ekki.  Ekki alla vega að áliti dýralæknisins í Garðabæ sem ég fékk tíma hjá.
En áður en ég segi frá því ævintýri ætla ég að segja að ég ákvað bara að kaupa dýrara flug með Sas fyrir okkur út svo við gætum tekið hann með í handfarangur í staðinn fyrir að fljúga ódýrara með Icelandair þar sem honum er nánast hent í farangursgeymsluna með töskunum.
Ég græja það og úps…………… þegar ég klára að borga flugmiðann og fæ hann sendan í pósti sé ég að við fljúgum með Icelandair en ekki SAS.  Bíddu nú við, ég bóka flugið sérstaklega í gegnum SAS til að vera örugg um þetta en nei nei, það er ekki svo.  Það var búið að segja mér að hringja í SAS þegar ég væri búin að bóka og láta vita að ég myndi ferðast með gæludýr sem ég og gerði og konan þar sagðist þurfa að hafa samband við Icelandair til að kanna málið og auðvitað kom NEI frá þeim því á Íslandi eru gæludýr leyfð ef enginn sér þau eða að þau komi örugglega ekki nálægt nokkrum manni.
Og nú eru góð ráð dýr, ég þarf að kaupa sérstakt búr fyrir hann til að setja hann í farangursrýmið á fluginu frá Íslandi til Kaupmannahafnar og þar tekur við flug með Wideroe til Kristianssand og þar má Nói koma með okkur í vélina en ÚPS…………….. það er líklega ekki nægur tími til að sækja hann og farangurinn okkar, tékka okkur út og aftur inn, skipta um búr eða setja hann í tösku sem ég þarf líka að kaupa,  til að þetta gangi upp.
Ok, segi ég þá fer hann bara áfram í farangursrýmið þar líka en ÚPS, nei það gengur sko líkega ekki því þetta er lítil flugvél og farangursrýmið ekki kynnt þannig að hann myndi bara deyja þar.

Bíddu nú við, ég er búin að bóka flugið hjá SAS og ætlaði að fljúga á allt öðrum forsendum en málið er orðið þannig að ég er ekki að geta tekið köttinn okkar með.

PLAN B

Hjúkk að ég eigi plan B

http://smyril-line.is/index.php?option=com_content&view=article&id=105&Itemid=170

Þráinn tekur hann bara með sér í Norrænu og þar fær hann svítu og næs.  Vildi ég hefði fattað þetta áður en ég bókaði 30.000 dýrara flug fyrir okkur sem átti að gefa okkur tækifæri til að taka hann auðveldlega með en gerði svo akkúrat öfugt, gerði okkur nánast ókleyft að taka hann með.

Ekki ánægð með flugfélögin núna. Ekkert þeirra.

En OK, gott að vera komin með þetta á hreint og þá er að panta tíma hjá dýralækni því skv. reglum milli Íslands og Noregs þá þarf Nói að fara í bólusetningu 3 vikum áður en hann flytur út.  Svo ég hringi þegar 4 vikur eru í flutning.  Segi að ég sé að panta tíma fyrir hann Nóa sem er að flytja til Noregs 17. júní og þurfi víst að fara í einhverjar bólusetningar.
Ekkert mál elskan, hvenær viltu tíma?  Í dag, eða á morgun eða kannski á mánudaginn þá geturðu svolítið valið um tímasetninguna.  Já ég tek mánudaginn eftir vinnu.

Ok, svo kemur mánudagurinn og við Ástrós Mirra sækjum Nóa og förum með hann til dýralæknisins.
Á móti okkur tekur kona sem við höfum ekki hitt áður þarna og hún spyr hvað hún geti gert fyrir okkur. Bíddu ég pantaði tíma í bólusetningu vegna flutninga svo við ætlum líklega bara að láta klippa á honum klærnar.  Nei nei ég útskýri það auðvitað mjög kurteis fyrir henni og hún spyr hvenær við séum að fara út og ég segi henni það.
Þá eruð þið nú ansi tæp á tíma segir hún með smá þjósti.  Hvað meinar þú segi ég það eru rúmlega 3 vikur þangað til við förum og við erum hér.
Já en þú þarf að fara með hann í svona sprautu og svo í hina hinsegin sprautuna og þar þarf að panta bóluefnið sérstaklega fyrir hvert tilfelli fyrir sig og það getur tekið nokkra daga.

Já er ég hringdi í síðustu viku og pantaði tíma og sagði til hvers af hverju var mér ekki sagt þetta þá?

ÞÚ GETUR SKO EKKI VARPAÐ ÁBYRGÐINNI Á OKKUR, ÞÚ ÁTT AÐ KYNNA ÞÉR REGLURNAR UM ÞETTA SJÁLF.

Nei ég get ekki varpað ábyrgðinni á ykkur sagði ég, EN ég hringi í ykkur fagmennina því ég er EKKI læknisfræðimenntuð og þekki ekki reglur um bóluefni hér og ég ætlast til að þið leiðbeinið mér.  Ég kynnti mér hlutina og það var sagt að hann þyrfti bólusetningu 3 vikum fyrir flutning.
Þess vegna hringdi ég hingað 4 vikum fyrir flutning.

Jæja ég veit ekki hvort við náum þessu sagði þessi almennilegi dýralæknir (NOT) en ég panta þetta fyrir ykkur á eftir og þú verður sko að borga bóluefnið fyrirfram, og við sjáum svo til hvort það náist tímanlega, ég hringi í þig um leið og það kemur.

En hann þarf að fá svona sprautu í dag, sem ég get gefið honum og svo kemurðu með hann í hina sprautuna og svo verður þú að koma aftur með hann í ormahreinsun.  Það er EKKI hægt að gera þetta allt í einu.

OK, ég tek því bara og reyni að vera voða kurteis til að dýralæknirinn svíki mig nú ekki þar sem ég á allt mitt undir því að hún panti þetta bóluefni með flýtimeðferð.

Svo kemur þriðjudagur, svo miðvikudagur og þá er ég orðin ansi stressuð því ef hann fær ekki bóluefnið á fimmtudaginn (föstudagurinn gæti mögulega gengið en þá ætluðum við bara að vera í Eyjum) þá kemst hann ekki með út.  Og ætlar þessi dýralæknir að útskýra það fyrir barninu sem verður að skilja vin sinn eftir af því að þau voru ekki að sinna vinnunni sinni og útskýra fyrir fólki hvernig reglurnar eru og það allt.  NEI örugglega ekki en ég hefði ábyggilega fengið að koma með hann í 4 heimsóknina til að svæfa hann og borga enn þá meira fyrir þetta allt.  Já það er sem sagt kominn fimmtudagur og ég svaf eitthvað illa um nóttina, var svo mikið að hugsa hvort við gætum smyglað honum eða hver gæti tekið hann í fóstur og hvort það væri þá einhver möguleiki að senda hann seinna en þá með hverjum og það allt.  Alla vega svaf illa.
Mæti í vinnu á fimmtudeginum og klukkan orðin 10.  Ákveð að hringja bara og athuga það sakar ekki – hafði nú ekki farið að pissa án þess að taka símann með svo dýralæknirinn myndi ná í mig þegar hún myndi hringja og já ég hringi og það er voða almennilega stelpa sem ansar og segist ætla að athuga og kemur svo að vörmu spori tl baka og segir já það er komið.
Bíddu nú við ansk. helv. af hverju var ekki hringt í mig?  Nei ég sagði það ekki neitt nema í huganum því ég sagði bara en æðislegt, þá verðum við að fá tíma í dag því það er síðasti séns að sprauta hann í dag með þessu.

Eruði að grínast – hún hringdi ekki eins og hún var búin að segja.  Ég vil taka það fram að ég hef tvisvar áður farið á þennan dýraspítala og lent á dásamlegum dýralæknum en þessi er trunta ætti bara að vera í hrossunum.  Ekki gæludýrum þar sem fólk blandast inní. Kann ekki mannleg samskipti og er hrokafull og dónaleg.  Ég hafði ætlað að ræða tvö atriði við dýralækninn áður en við flyttum út en þori það ekki fyrir mitt líf að ræða eitthvað extra við þessa konu.  Ekki samt segja frá þessu strax því ég á eftir að koma einu sinni enn og ég vil ekki styggja hana þarf að fá þessa ormahreinsun fyrir greyið Nóa.

Jæja við mættum með kallinn í sprautuna og ég er ekki frá því að hún hafi nú verið heldur almennilegri í þetta sinn eða kannski smjaðraði ég svona extra mikið að hún gat ekki annað, alla vega hann fékk sína sprautu og já mér var leiðbeint hvernig og hvenær ormahreinsunin ætti að eiga sér stað.  Skrítið ég hélt að ég ætti að kynna mér reglurnar þegar ég kæmi heim, gæti kannski gúgglað þetta.

En Nói sem sagt fær sínar sprautur og ormahreinsun og vottorð frá dýralækni að hann sé flottur köttur og ferðast á kattasvítunni með Norrænu með Þráni og tekur á móti á okkur Ástrós Mirru 17. júní nk í Mandal.
Eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er fallegur köttur?

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
04.06.2012 19:57
minna en vika
Nú er minna en vika í að við hittum Þráin, hann kemur til landsins næsta sunnudag.  Vá hvað það verður æðislegt.
Hlakka til að sjá kallinn minn og hlakka til að hitta besta vin minn.  Hlakka til að Ástrós Mirra fái pabba sinn heim.

Þráinn kemur heim á sunnudagskvöldið og við förum svo í að pakka niður á mánudag og þriðjudag og svo fer hann eldsnemma á miðvikudaginn í Norrænu og tekur Nóa með sér en á meðan klárum við Ástrós Mirra hér – pakka og þrífa og svo erum við farnar á sunnudaginn 17. júní nk.

Jeiiiiiiiiiii hvað ég hlakka til að fara í sumarfrí og koma mér fyrir úti.

Sorrý þið sem ég á eftir að sakna helling en ég má líka hlakka til.  Þið vitið hver þið eruð og ég mun sko sakna ykkar en það hjálpar sko að vita að systurnar ætla báðar að koma í haust.

Það er sko búið að vera mikið að gera undanfarið í social lífinu.  Frábært grillpartý á Melrose Place á föstudaginn þar sem mér voru færð að gjöf stígvél til að vera í við rósótta pilsið í Noregi.  Yndislegir nágrannar sem ég á eftir að sakna mikið.
Svo fórum við Ástrós Mirra og Sara í Viðey á laugardaginn með Konum og ljósmyndum og það var æðisleg ferð líka enda veðrið dásamlegt.  Svo í gær kíktum við Ástrós Mirra á Hátíð hafsins og fórum svo með Maritekkurum á sjóstöng.
Það var mjög gaman líka en það skemmdi fyrir okkur að Ástrós Mirra tók nærri sér að fiskarnir sem veiddust voru ekki rotaðir heldur látnir kafna og það tók langan tíma fyrir suma, henni fannst fólkið þarna leika sér að því að murka lífið smám saman úr fiskunum.  Svo ef þetta hefði bara verið sjóferð þá hefðum við skemmt okkur mjög vel en þetta sem sagt skemmdi. En svona er þetta gert á sjónum.  En mér finnst bara notalegt að vita að dóttir mín hefur áhyggjur af þessu og að henni er ekki sama um neitt líf ekki einu sinni fiska.  Þetta virtist nú ekki snerta aðra krakka enda ég ekki viss um að margir þeirra geri sér grein fyrir að þetta séu lifandi dýr.

Alla vega frábær helgi að baka, síðasta vinnuvikan fyrir sumarfrí framundan og lífið er bara gott við okkur núna, sólin skín og ég get meira að segja verið berfætt heima hjá mér það er orðið það hlýtt.

NÆS

 

Svo kom þessi frábæra kona og sýndi listir sínar og eigin bát.  Snillingur sem hún er hún Guðrún Valtýsdóttir.  Hlakka til þegar hún kemur siglandi til Noregs 🙂

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

15.06.2012 23:11
ekki á morgun heldur hinn
þá verðum við öllum komin saman á Langäsen 33, 4513 Norge.

Þetta er búið að vera heilmikið ferli, miklu meiri vinna en mig óraði fyrir.  Það er ótrúlega mikil vinna að selja dótið sitt og koma í geymslu, ákveða hvað á að eiga og hvað ekki.  Ákveða hvað skuli fara til vina og vandamann og hvað í Góða hirðinn, reyndar hafa Góði hirðirinn og Rauði Krossinn grætt á okkur undanfarnar vikur, ég held ég hafi farið með eina 5 kassa af búsáhöldum og puntdóti í Góða hirðinn og eina 6 svarta ruslapoka af fötum í Rauða krossinn, verði þeim að góðu, það er gott að vita að það kemur þá þeim til góða sem þarfnast þess.

Við erum formlega búin að kveðja alla eða réttara sagt, segja SJÁUMST en það er orðið sem við notum núna.  Ekki BLESS heldur SJÁUMST, því við komum auðvitað í heimsókn og þið komið til okkar líka.

Það er auðvitað miserfitt að kveðja fólk og einhvern veginn eru það þeir yngstu og þeir elstu sem koma tárunum fram í augnkrókana á mér.

Þráinn og Nói eru í Norrænu núna og verða komnir til Hirshals á morgun og fara með ferju þaðan til Kristianssand og svo fljúgum við á sunnudagsmorguninn og verðum komnar á leiðarenda um miðjan 17. júní og gætum þá fagnað honum úr fjarska.

Hlakka svo til að sjá húsið mitt og fara að gera það að mínu en samt án þess að kaupa nýtt, kannski kaupa gamalt og notað en reyna að komast hjá því að kaupa nýtt.  Nokkrir lampar og kertastjakar eiga eftir að gera þetta kósí og æði.  Svo hlakka ég til að vakna á morgnanna og kíkja út í sólina og vera bara í fríi í heilan mánuð áður en ég fer að vinna í fjarvinnu, hlakka samt líka til þess.  Hlakka svo til að þurfa ekki að keyra í og úr vinnu í meira en klukkutíma á dag eins og ég hef verið að gera undanfarið.  Hlakka til að vera bara í pilsi og kjól og inniskóm.  Hlakka til að sjá kallinn minn (vá hvað hann var sætastur þegar hann kom úr úr flugvélinni á sunnudaginn) á hverjum degi.  Hlakka til að vera til og verði betri, rólegri og skemmtilegri.  Ekki lítil takmörk hjá mér en ég á mér þetta markmið að verða rólegri og betri og hætta að hafa áhyggjur af öllum og öllu.

Hlakka til að vera til.

Þangað til næst og þá frá Norge, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

19.06.2012 05:42
PAD 01
Ég ætla að taka áskorun sem ég fékk og taka eina mynd á dag frá 18. júní og í 3 mánuði.  Leyfa ykkur að fylgjast vel með því sem við erum að gera hérna úti fyrstu mánuðina.

Fyrsta myndin er úr borðstofunni hjá okkur eftir að ég tók uppúr öllum kössum, breytti í skápum, þreif og gerði húsið að mínu.

Borðstofan hjá okkur er með eldgömlu borðstofusetti hvítu með skenk og gamalli klukku sem reyndar þarf að færa því við sjáum ekki á hana eins og hún snýr núna.

Lítið gagn af klukku sem enginn sér á.  Dagurinn í gær fór svolítið í að bíða eftir Telenor mönnum sem aldrei komu, svo ég bíð eftir þeim í dag líka og töskunum okkar sem komu ekki með frá Köben, ég var byrjuð að hafa áhyggjur eftir kvöldmat í gær en þá var hringt frá SAS og sagt að þær væru á leiðinni og svo birtist hér lafmóð stúlka með báðar töskurnar okkar svo nú þarf ég ekki að ganga um allt í nærbuxum og ullarsokkum en það er það eina sem ég var með fatarkyns handa mér. Einar aukanáttbuxur hafði ég á Ástrós Mirru svo við hefðum orðið skrautlegar ef þetta hefði dregist eitthvað.

Mér líst svo á húsið og er eiginlega bara alsæl.  Það er allt flott við það.  Þráni finnst það of hljóðbært og heyrast of mikið þegar gengið er um uppi og við erum niðri en mér finnst það svo notarlegt.  Hér er blátt betrekk, panell og kósíheit par exelans út um allt.

Við fórum í smá bíltúr í gærkvöldi, ég bað Þráin að fara aðeins niður í bæ til að ég gæti áttað mig á hvar við byggjum miðað við svæðið þar sem við vorum siðast.  Hann tók nú langan aukabíltúr hérna aðeins útfyrir bæinn og ég sé að ég mun hafa nóg að gera að taka myndir af stórkostlegum stað.  Ég hlaka svo til að fá Konný í haust að æða hér út um allt að sýna henni og mynda.  Ég hlakka líka til að Klara komi en það tengist ekki myndavélinni nema ég dobbli hana í myndatöku sjálfa.
Jæja svo keyrðum við heim og ég ætlaði að vísa veginn en villtist tvisvar.  úps, Þráinn sagði sénslaust að villast hérna og ég væri nú með betri áttavita en hann.  Held hann hafi ekki alveg fattað að ég er búin að vera hér í samtals 10 daga með 3 mánaða millibili en hann í 7 mánuði.

Í dag skín sólin og þá er spurning hvernig mynd ég tek, reikna nú frekar með að hún verði tekin úti.

 

Þangað til á morgun,
Ykkar Kristín Jóna
Mandal
Skrifað af Kristínu Jónu
20.06.2012 04:52
PAD 02
Jæja dagur 2 í Mandal var góður eins og dagur 1.  Ég vaknaði með eiginmanninum og fékk mér kaffi með honum en ákvað að skríða aftur uppí og las smá og lagði mig svo aftur.

Svo skriðum við mæðgur á fætur á okkar tíma kl. 9 og leyfðum Nóa að fara út en hann er með útisýkina hérna og vælir bara þegar hann má ekki vera úti.

Verkefni dagsins var að taka uppúr töskunum og ganga frá fötunum mínum, það tókst en enn á eftir að flytja fötin hans Þráins úr gula herberginu yfir í holið þar sem eini fataskápurinn í húsinu er (fyrir utan hillur inní veggnum í gula herberginu eins og var hjá okkur á Illugagötunni).

Einnig var sólin aðeins sleikt og setið úti í garði með Nóa, svo kom netmaðurinn frá Telenor eftir hádegi og kláraði að setja upp netið og símann okkar sem er of langt númer til að læra einn, tveir og þrír.  En hér er adressan okkar og símanúmer.

Langåsen 33
4513 Mandal
Norge

47-38265840        Heimasími (IP)
47-95300593        GSM Þráinn
8213239              GSM Kristín
5453239             Kristín vinna

Jæja svo var skrifaður niður matseðill og innkaupalisti og það var pínu langur innkaupalisti í fyrsta sinn en við náðum bara rétt að kíkja í Europrice til að kaupa, kerti, bala, band fyrir Nóa, filt undir stóla og fleira í þeim dúrnum, því okkur var boðið í grill til Arnfinns og Juliu.
Mættum þangað kl. 18 og þá var búið að dekka upp borð úti á palli og þar snæddum við góðan mat með skemmtilegu fólki.  Notuðum tækifærið og reyndum okkur aðeins í Norskunni en ég skil smá en á erfiðara með að tala og Ástrós Mirra fann mun eftir að hafa setið í klukkutíma að það var að byrja að síast inn, svo ég held hún verði nú alveg fljót að ná þessu.

Komum svo heim og áttum næs kvöld saman eða í sundur því auðvitað þarf hver og einn og setjast við sína tölvu í sitthvoru horninu til að taka stöðuna á heiminum fyrir utan.

Alla vega góður dagur númer 2 og á degi 3 ætlar Kristín að fara alein á bílnum í búð.  Finnst bærinn mjög ruglingslegur og held ég eigi eftir að villast oft hér, samt segja allir að það sé ekki hægt, en við sjáum til ég get nú ýmislegt.

 

En nú er ég búin að sitja hér og hlusta á norskukennsluna mína og get því alveg spurt fólk “Hva hedder du”  og “Er du på ferie her”  Ekki viss hvort þetta sé rétt skrifað en ég get sagt það.  Nú er mér ekki til setunnar boðið og læri að hringja símtal í næstu kennslustund.

Þangað til á morgun;
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu
21.06.2012 02:54
PAD 03
Mikið er nú gott að koma heim og það er fullur ísskápur af mat og heitur matur tilbúinn í kvöldmatinn og svo eruð þið líka hér, sagði minn ástkæri í gær þegar hann kom heim.  Hann var orðinn ansi leiður á að hjóla í búðina eftir að hann kom heim úr vinnu, þurfa sjálfur að hugsa hvað hann ætti eiginlega að hafa í matinn og svo átti hann eftir að elda hann.  En samt hafði hann bara um sjálfan sig að hugsa.  En mikið er gott að maðurinn minn elskar MIG svona heitt.
Djók, ég veit hann gerir það, maturinn minn og fullur ísskápur er bara bónusinn sem fylgjir mér.

Annars áttum við notanlegan dag í gær eins og undanfarna daga, ég vakna alltaf klukkan 6 með Þráni en skríð uppí þegar ég er búin að blogga og næ mér kannski í klukkutímalúr í viðbót.  Í gær þá dóluðum við okkur til hádegis en þá átti að leggja í hann á bílnum niður í bæ.  Þetta er ekkert einfalt mál, þó það hljómi svoleiðis því göturnar hér eru mjög hlykkjóttar og miklar beigjur á þeim og hér eru hús og götur byggð á klvettum, þannig að það eru engar svona beinar götur, heldur byggt þar sem best var að byggja og göturnar eru bara einbreiðar, því það er svo dýrt að sprengja klettana.  En á móti er engin umferð nema þeir sem eiga erindi og hér vöknum við, við fuglasöng.  Núna þegar ég skrifa þetta er klukkan 7 hjá mér og veðrið er stórkostlegt, og útsýnið, ég hef engin orð yfir það.  Ég ætla sko að vona að við fáum langtímasamning á þetta hús, því ég hreinlega elska það.
En áfram að gærdeginum, við mæðgur skelltum okkur í bílinn og keyrðum hægt niður allar brekkurnar að heiman og niður í bæ, nú skal finna Rema 1000 búðina sem á að vera hérna megin í bænum og viti menn, við römbum á hana nánast óvart og við inn að versla en vöruúrvalið er talsvert öðruvísi en heima og ég er ekki farin að gera mér grein fyrir hvort þetta eða hitt sé ódýrt þar eða hér, en ég ætla að vera pínu öguð fyrstu dagana alla vega og taka alla strimla með heim og skoða þá og bera saman.
Jæja þegar við vorum búnar að versla þarna fórum við að leita að Europris sem við fórum í, í fyrradag með Þráni því þar rétt hjá á að vera búð sem selur dýravörur, ég fann Europris en ekki dýrabúðina en ég var talsvert stolt af mér að ramba í búðina því hún er sko hínum megin við brúna.

Jæja við fundum COOP búð í leiðinni og ég fór inn að kaupa Senseo kaffi sem var ekki til í Rema og viti menn, þetta er búðin mín, þarna þekki ég vörutegundirnar – Findus grænmeti ofl. Veit ekki alveg af hverju ég tók svona sérstaklega eftir því en þeir sem mig þekkja munu líklega hlægja núna.  Ég fann líka tekex sem Þráinn var búinn að segja að fengist ekki í Noregi en ég hafði sagt að hann kynni bara ekki að leita, ég fann líka kotasælu.  Auðvitað er allt til hér sem við þurfum við þurfum kannski bara að finna réttu hlutina og venjast því að þeir eru ekki ALVEG eins.

Jæja eftir þessa búð var ákveðið að fara í Euronics búðina því konunni vantaði flakkara fyrir myndirnar sínar og þar fékk ég svo fína þjónustu og þegar gaurinn skrifaði ábygrðarskýrteinið og spurði að nafni og ég sagði Gudjonsdottir, þá sagði hann, aha Iceland.

Svo eftir þetta allt saman fórum við mæðgur heim og það var bara á einum stað sem ég tók krappa beigju því ég ætlaði að fara að villast en við höfðum þetta af  og bökkuðum í bílastæðið, já ég er að segja ykkur það að ég bakkaði í stæðið svo ég ætti auðveldara með að fara af stað næst.

Áttum kósí dag í sól og blíðu en við stoppum ekki lengi úti í einu enda íslendingar með húð sem þolir ekki sólina vel, ætla að venjast henni hægt og rólega.  En við dönsuðum úti í garði og MIrran mín var tilbúin í smá myndatöku með mömmu sinni svo mynd gærdagsins er mynd af Ástrós Mirru að dansa í garðinum okkar.

En talandi um garðinn………….. úff það er svo mikil órækt hérna að ég veit ekkert hvar ég ætti eiginlega að byrja, þarf kannski að taka myndir af garðinum betur og biðja Konný systur að spyrja Tótu hvað sé blóm og hvað sé arfi, held nefnilega að þetta sem er út um allt beð sé arfi en ekki blóm.

í dag er stefnan tekin á að labba niður í bæ.  (Klara ég lét Þráin fara á bílnum svo ég kæmist aftur heim) og ég ætla með myndavélina með mér og reyna að taka myndir á leiðinni niðureftir til að sýna ykkur hvað þetta er fallegt hérna allt um kring.
Þangað til á morgun,
Ykkar Kristín Jóna
22.06.2012 03:26
PAD 04
Dagur 4 og við enn alsæl, fórum á miðvikudaginn á markað sem líkst kolaportinu og ætluðum að kaupa skrifborð og fleira en þá er hann hættur, það á að fara að rífa húsið og strákurinn sem var þarna inni að vakta fyrir pabba sinn vissi ekkert um framtíð markaðarins svo nú voru góð ráð dýr.  Okkur bráðvantar 2 stóla við skrifborð og eitt skrifborð.
Svo ég kíkti á Finn.no og það er hægt að fá fullt af dóti en þá vitum við ekkert hvar þetta er og hvert á sækja og höfum ekki sendibíl svo við ákváðum að fara einföldu leiðina.

Við fórum í gær sem sagt í Ikea í Kristianssand.  Og lærðum í leiðinni hvar Dyreparken er svo við rötum þetta allt núna, það verður ekki skotist í Ikea hér eftir perum eða kertum, því við erum í klukkutíma að keyra þangað.
En þetta var góð ferð, keyptum tvo skrifborðsstóla og enduðum við mæðgur á að kaupa okkur eins stóla sem kostuðu bara 295 nkr.  eða 6.200 isk. stykkið.  Þetta eru fínir stólar með örmum og talsvert stórri setu en ekki hægt að færa til bakið, þá hefðum við þurft að eyða aðeins meiri pening.  Einnig keyptum við skrifborð handa Ástrós Mirru en hún hætti við skrifborðið sem ég var búin að velja og keypti sér skáp, borðlappir og borðplötu til að setja saman í skrifborð því það voru til svo geggjaðar borðplötur sem við vorum nú öll sammála um að væri töff.

Þá voru aðalatriðin keypt en þá átti nú eftir að kaupa  4 kerti- 4 púða- 4 sessur- 3 lampa- 1 mottu- 1 batterísskrúfvél-1 eldhúsklukku- 1 kattaklóru- 6 glös- 6 hvítvínsglös- 10 batterí, en þá held ég þetta sé upptalið og var bara mesta furða hvað við sluppum vel með þetta allt en alls kostaði þetta 2.400 nkr. sem er um 50.000 isk.

Þetta var skemmtileg ferð en enn skemmtilegra var að labba niður í bæ í gærmorgun.  Það tók okkur 50 mín með mínum myndavélastoppum og við ekki í formi svo ég held að þetta gæti orðið 35-40 mín gangur annars.  Bara hressandi að labba þetta enda það sem fyrir augun ber svo fallegt, eins og sjá má á myndunum sem ég tók á leiðinni.

http://www.mirra.net/album/default.aspx?aid=229493

Nú þegar við komum niður í bæ, hittum við Þráin því við ætluðum saman á skattstofuna og flytja lögheimilið og fá kennitölur en þá er ekki lengur hægt að gera þetta á skattstofunni hér í Mandal og við verðum að fara annað hvort til Lyngdal (lítill bær rétt hjá) eða Kristianssand.  Svo við verðum að reyna að fara til Lyngdal í næstu viku og prófa aftur.

Þegar það er búið þurfum við að fara á svokallaða NAV skrifstofu og þar sækjum við um barnabætur og eitthvað fleira sem ég er nú ekki alveg viss um en til þess að það sé hægt þurfum við víst kennitölur.

Svo var splæst í ís og hann er dýr hér en allt í lagi að prófa hann og svo fórum við sem sagt í Ikea og vorum komin heim um kl. 19.  Lasanja skellt í ofninn og svo drifum við Ástrós Mirra okkur í að setja saman húsgögnin okkar og hún stóð sig þvílíkt vel í því, hún var skrefi á undan með stólinn sinn og ég (já ég gerði það) þurfti tvisvar að spyrja hana ráða, eða hvernig hún hefði gert þetta og hitt, minn stóll hefði orðið svolítið skrítinn ef hún hefði ekki sagt mér til.  En það ræðst líklega af þessari skertu rýmisgreind sem ég hef.  Held reyndar að hana vanti alveg hjá mér, ég get ekki séð fyrir mér hvernig partar geta orðið að einum hlut.  Á erfitt með að áætla stærðir, taldi td. að tvisvar vísifingur væri 18 cm en Þráinn sagði strax að það væri nú nær því að vera 13 cm. svo þegar puttinn var mældur reyndist hann 6,5 cm.  já já alveg uppá cm hafði hann þetta rétt en ég gat óhikað bætt við 5 og fannst það alveg passa.

Jæja þegar hér var farið í háttinn var búið að breyta í herberginu hennar Ástrósar Mirru og setja inn nýtt skrifborð og stól.  Nýr stóll hjá mér og stofan ótrúlega kósí, með lömpum og púðum.

En mynd dagsins var tekin í göngunni okkar góðu af bát í ánni, varð hugsað til Guðrúnar Valtýs þegar ég labbaði þarna meðfram því nú er allt að fyllast af bátum alls staðar.  Þetta væri sko staður fyrir hana.

Ég reyndar held að þetta sé fallegasti bær sem ég hef séð og það er rosalega gaman að ætla að eiga heima hér.

 

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu
23.06.2012 02:27
PAD 05
Dagur 5 í Mandal, eiginlega skrítið hvað mér finnst þetta ekki skrítið og gott að eyða dögunum hér í nánast ekki neitt.  En þeir sem þekkja mig vita að það gerist samt slatti á þeim dögum líka, bara kannski aðeins minna en hina dagana.

Ég hef vaknað með Þráni alla dagana þar til í gær (sem var dagur 5) þá hafði ég vaknað um miðja nótt og þurfti að fara á klósett (já þetta er aldurinn, alveg hætt að geta haldið í mér alla nóttina og langt fram á næsta dag eins og ég gat áður fyrr) og þegar ég fer aftur uppí er Þráinn greinilega að dreyma þegar hann var í sveitinni í gamla daga á Ferguson Traktornum svo ég ákvað bara að setja í mig eyrnatappa og viti menn, ég varð barasta ekki vör við að hann færi í vinnuna.
En ég vaknaði samt klukkutíma seinna enda morgunmanneskja mikil og kann ekki lengur að sofa út.  Galli?  Já stundum en alls ekki alltaf, því mér verður svo mikið úr verki á morgnanna.  Veit samt ekki alveg með nýja tímann á móti vinnuklukkunni, því þá þarf ég að gera eitthvað merkilegt í 3 klukkutíma áður en ég fer að vinna en það er spurning að temja sér að setja í þvottavél, skúra eldhúsið og þess háttar áður en maður skellir sér í vinnuna.  Nú græði ég rúmlega klukkutíma á dag þar sem ég þarf ekki að keyra niður í Borgartún frá Völlunum.  Inga mín, þetta verður ekkert mál fyrir þig ef þú færð vinnuna, það er bara ég sem nenni ekki svona hlutum 🙂  .

Já sem sagt vaknaði í gær seinna en venjulega, skrifaði bloggið mitt og kíkti á netheima og skreið svo bara aftur uppí, las smá og lagði mig svo í klukkutíma.

Það var rok og rigning.  Þegar ég vaknaði í seinna skiptið þá tókum við Ástrós Mirra okkur til og gengum frá fötunum hennar og röðuðum inní skáp, löguðum aðeins til í herberginu hennar og nú er það voða fínt, ég reyndar myndi vilja fá myndir á veggina en ég veit ekki með hana.  Þetta er hennar herbergi og já alveg rétt hana dreymdi að við hefðum verið saman í búð að fara að kaupa skrifborð (svipað og við vorum að gera deginum áður) nema þarna var skrifborð sem var eldgamalt, svo var þarna eitthvað annað borð sem henni leist vel á og svo enn annað sem var æðislegt að hennar mati.  En ég var víst alltaf að spyrja, viltu ekki örugglega ÞETTA borð, með ákveðnu brosi á svipinn og hún alltaf nei, mamma mig langar í hitt, og ég aftur nei í alvöru viltu ekki þetta gamla?  Og hún, mamma það er að detta í sundur, það þolir ekki tölvuskjá á sér eða neitt og ég vil hitt skrifborðið, og ég víst aftur en sko……………….

Ok, þetta var draumur en ætli ég hafi ekki verið að reyna að stjórna henni eitthvað í Ikea daginn áður því þar var eitt skrifborð sem var pínulítið meira gamaldags í útliti en þetta flotta skrifborð sem hún valdi sér.  Ok, ég á þetta til.  Mig langaði að allt væri gamalt og úr sér gengið hérna en svo stend ég ekki einu sinni sjálf við það.  Langaði að kaupa alls konar púða í sófann í stofunni, láta þetta vera pínu sígaunalegt en hvað geri ég?  Ég kaupi 4 svart/hvít munstraða púða en það var bara af því að þeir voru þeir ódýrustu sem pössuðu (takið eftir þessu, sem pössuðu við) við teppin sem ég set yfir sófann.

Viljið sjá mynd hvað þetta er kósí?  Og endilega látið mig vita ef ég er að detta í tísku frekar en sígaunann, ég verð nefnilega að finna sígaunann inní mér, það er bara aðeins dýpra á honum en ég hélt.

En þá að öðru sem við gerðum í gær, Þráinn var beðinn að vinna frameftir og alla helgina sem hann og sagði já við þar sem hann er að vinna sig í áliti svo hann fái nú bráðum fastráðningu og því gátum við mægður ekki beðið með allt sem hann átti að gera eftir honum og við bárum því gamla sófaborðið sem við fundum úti í litla húsi (þar er alls konar dót sem fólkið sem á húsið, er að geyma og við höfum ekki til umráða) og fengum lánað fyrir skrifborð fyrir Ástrós Mirru fyrstu dagana og það er sko þungt skal ég segja ykkur, en þetta tókst okkur mæðgum og svo var fullt af öðru drasli sem átti að bera út í bílskúr og auðvitað valdi ég góðan rigningardag í þetta.  En það var skrítið að fara út í rigninguna á hlírabol og verða ekki kalt, bara blautur.

Alla vega allt drasl komið út (svo tekur Þráinn einhvern daginn við því að ganga endanlega frá því en það truflar mig ekki á meðan það er úti í bílskúr) og húsið orðið mjög fínt og tilbúið fyrir næstu ryksugun og skúrun sem skal líklega gerast í dag þar sem enn þá rignir eins og hellt sé úr fötu og lítið verður úr útiveru í dag.

Ég er næstum búin að gleyma því að segja ykkur að ég ákvað þegar stytti upp í gær að labba niður í búð og gerði það og var í 50 mín en leiðin heim með tvo poka og allt uppí móti, og þegar ég segi uppí móti þá man ég ekki eftir götu, hvorki í Eyjum né í Hafnarfirði sem er svona brött, heyrðu jú leiðin uppá Ásland frá Völlunum gæti verið jafn brött.

Kvöldmaturinn var svo hamborgarar homeMade og ég þarf greinilega eitthvað að æfa mig í þeim, því þetta var meira svona hamborgarabrauð með buffi, en það var alveg gott og svolítið gaman að þurfa að aðlaga sig að einhverju nýju, ég er til dæmis búin að uppgötva hér hamborgarasósu sem er næstum eins og kokteilsósa svo feðginin þurfa ekki alltaf að vera að búa hana til.
Að lokum frétti ég að rúmin okkar og reiðhjólið hennar Ástrósar væru komin í sendibílinn þannig að nú ætti fólkið okkar heima á Íslandi að vera búið með alla greiða sem það þarf að gera fyrir okkur.  Og ég hætt að hafa móral og áhyggjur yfir því að eitthvað fólk þurfi að bera ábyrgð á einhverju fyrir mig.  OK, ég veit en svona er ég bara samt og þetta er eitt af því sem á lækna sig af hérna úti.  Sígauninn muniði?  Hann kemur út einn daginn fullskapaður en þó ekki þjófóttur.
Mynd dagsins er af skrifborðsplötunni hennar Ástrósar sem er gg flott.

 

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín
Skrifað af Kristínu Jónu

23.06.2012 08:50
Blóm handa mömmu
Mig langaði bara að senda henni mömmu minni blóm því ég elska hana.
Skrifað af Kristínu Jónu

24.06.2012 01:22
PAD 06
PAD 06
Ég hef ekkert verið í vandræðum með að taka myndir þessa fyrstu daga þó svo það sé búið að rigna og vera þoka í 3 en spurningin er frekar hvaða mynd á ég að velja sem mynd dagsins.
Í dag valdi ég þessa mynd

Þar sem ég var vöknuð kl. 8 og lagði mig ekkert aftur allan daginn (það er afrek út af fyrir sig þegar maður er í sumarfríi) en var bara að dúlla mér hér heima, í tölvunni, taka myndir, skúra og smotterísheimilisstörf.  Svo um klukkan hálf tvö þá var mig farið að langa í félagsskap og einhvern til að drekka kaffi með og spjalla.  Ég spjalla reyndar við Konný nánast daglega á skypinu og Klöru hef ég spjallað við nánast daglega á tjattinu osfrv. Þannig að ég er ekkert einmanna ef þið haldið það en það kom þarna smá stund í gærdag sem ég hefði alveg viljað að kallinn minn væri kominn heim.  Það er auðvitað pínu verra að hann skuli vera að vinna myrkranna á milli núna þessa fyrstu dagana okkar hér en samt erum við orðnar svo vanar að vera bara tvær heima að það reddast alveg.
Samt væri ég til í að fara í bíltúr og þess háttar en hef leyft Þráni að vera á bílnum því hann er svo kvefaður þessi elska, hóstar og hóstar og ég gat honum smá coniac svo hann gæti sofið.
Ég eldaði fyrstu stórsteikina í gær í ofni sem ég þekki ekki neitt inná, orðin vön að vera blástursofn og geta haft eldföst mót á hverri hæð en nú er ekki blástur og því varð ég að elda kartöflurnar sér og geyma og elda svo kjötið og skella kartöflunum inn í restina aftur.  Humm þarf eitthvað að læra betur að elda margt í einu með engan blástur, en maturinn bragðaðist mjög vel og allir alsælir, tímasetningin var eitthvað skrítin samt, allt tilbúið hálf sex.  Ég hélt ég yrði í 2 tíma að elda fyrst þetta var svona en auðvitað ekki.  Svo var glápt á nokkra þætti af “Practical jocers” í gærkvöldi með snakk og alles.  Næs kvöld hjá okkur í Mandal.
En í dag er ætlunin að reyna að finna sér eitthvað sniðugt að gera meðan kallinn er í vinnunni.  Tillögur??? Hvað gera mæðgur 49 og 12 ára saman í rigningu?  (Og það má ekki stinga uppá tölvunni).  Jæja það kemur í ljós á morgun.
Þangað til, Ykkar Kristín Jóna
Ps. ákvað að leyfa ykkur samt að bera augum eina blómamyndina sem ég tók í rigningunni í gær.
Skrifað af Kristínu Jónu

25.06.2012 06:41
PAD 07

Vá það gerðust nú tíðindi í gær.  Dagurinn byrjaði ósköp venjulega, rigning og við mæðgur bara að dóla okkur.
Svo undir hádegi ákvað ég að fara að brytja niður í súpuna það sem ætti að vera í henni en við ætluðum að vera með matarboð um kvöldið.  Fyrsta matarboðið í Mandal og ég vildi undirbúa það vel.

Þráinn kom reyndar svo heim um hádegið úr vinnunni og ætlaði að fara að þvo bílinn þegar við fréttum að það væru að fæðast hvolpar hjá henni Tönju tíkinni hennar Margrétar sem við ætluðum að hitta á þriðjudaginn.  Þau buðu okkur að koma strax og sjá nýfæddu hvolpana sem við og gerðum.
Stoppuðum þar í 2 tíma og við mæðgur urðum vitni að hvolpafæðingu, sáum sem sagt þegar sá síðasti fæddist sem kom talsvert langt á eftir hinum og var greinilega eitthvað að honum, en hann var öðruvísi útlits líka en því miður lifði hann ekki af.  Fréttum seinna um daginn að hann hefði dáið, virtist vera eitthvað að tungunni í honum líka svo kannski var það bara eins gott.

Ástrós Mirra fékk að halda á öllum hvolpunum og þeir voru ekkert smá sætir, nú er spurningin hvað við gerum, hvort við kannski reynum að fá einn hvolp hjá þeim eða hvað.
Jæja svo komum við heim og ég hélt áfram að undirbúa matarboðið sem var mjög einfalt, kjúklingasúpa ala Kristin með osti og natchos ásamt hvítlauksbrauði og í eftirrétt delicius kaffi ala Þráinn með súkkulaðikossi og allt.
Góðir gestir í mat, gaman að spjalla um allt og ekkert, tölum mest á ensku en ég þarf að vera duglegri við norskuna, sérstaklega við Arnfinn og Juliu því þau eru dugleg að hjálpa manni með réttu orðin.
Ég spurði Margréti hvernig henni hefði gengið að læra norskuna fyrst hún var heima fyrsta árið og það gekk bara vel, sagði hún, hún reyndi að nota hana alls staðar og bjarga sér frekar svoleiðis en að grípa til enskunnar, sem margir norðmenn tala ekki vel.  En hún er samt búin að vera að vinna á elliheimili í mánuð og finnur mikinn mun hvað hún skilur allt betur en hún gerði.  Svo ég verð að vera dugleg.
En sólin skín í dag og falleg veður og eitthvað verður gert úr þessum degi.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)

26.06.2012 05:38
PAD 08
Já, sæll búnar að vera á þessum fallega stað í 8 daga og kannski ekki margt merkilegt gerst annað en að vera við á nýjum stað.  Kannski á maður heldur ekkert að vera alltaf að gera eitthvað merkilegt.  Kannski er bara nógu merkilegt að vera við á fallegum stað.

Samt gerðum við ýmislegt í gær, ég til dæmis tók tvö beð hérna og hreinsaði arfa, en málið er að ég veit bara ekki nóg um garðrækt til að vita hvað er arfi og hvað ekki, hélt að ákveðin planta sem er útum allt beð væri arfi hefur svona fundið að það væri málið með allt sem dreifir sér mikið og var búin að kvíða því að rífa þetta allt upp.  Úps, sem betur fer spurði ég Júlíu og í ljós kom að þetta er víst afskaplega falleg vorblóm sem blómstra fjólubláu.
Svo ég tek bara gras og fífla úr beðinu.  Ég fór svo að slá blettinn, við erum með sláttuvél í láni hjá Arnfinn og Júlíu og það gekk bara fínt, allt annað að sjá garðinn á eftir, nema ég týmdi ekki að slá einn part, því þar vaxa svo falleg fjólublá blóm, ekki séns að ég fari að tæta þau í sláttuvélina, enda þessu partur í svona neðribrekku til hliðar við húsið og allt í lagi að hafa hana aðeins öðru vísi.

Jæja eftir garðyrkjustörfin skellti frúin sér í sturtu og svo ákvað ég að draga heimasætuna með í skógarferð.  Það er nefnilega skógur hér rétt fyrir ofan og Arnfinn sagði að ef maður kæmi hægra megin út úr honum þá myndum við lenda á golfvelli en ef við færum vinstra megin út þá lenda þar sem fólkið fer stundum að synda.  Já, sæll þetta var sko spennandi.  Við inní skóginn og ég að reyna að láta þetta líta út fyrir að vera mjög skemmtilega ævintýraferð fyrir Mirruna sem hafði engan áhuga á þessari gönguferð með mér og svo þegar við löbbuðum inní skóginum var eins og það væri allt fullt af holum þarna, með smá mosa yfir, það dúaða öll jörðin og svo var ekki neinn göngustígur (sem sagt auðvelt að villast í skóginum og komast aldrei út aftur) og þegar við gengum á milli stórra trjáa fengum við bara kóngulóavef í andlitið sem segir manni að mannaferðir eru ekki tíðar í þessum skógi.  Humm.  Gönguferð í skóginum með nesti og nammi, er ekki að gera sig í þessum skógi, þurfum greinilega að hafa leiðsögumann með okkur þarna.

Svo við fórum bara aftur heim og það var ákveðið að sleikja aðeins sólina sem var að byrja að skína og baka köku.  Þe. Mirran bakar og ég sleiki sólina.  Æi, þá vantaði auðvitað ýmislegt í baksturinn svo ég skrapp niðrí búð, en það er ekki til síríus suðusúkkulaði í þessum búðum hér svo hvað notar maður þá?  Ég ætlaði aldrei að finna vanilludropa, en fann þó í búð númer 2 og lyftiduft – vona að þetta hafi verið það sem ég keypti því hér er ekki til Royal lyftiduft.  Af hverju ætli íslendingar hafi bara notað eina tegund af lyftidufti í áratugi?  Ég hefði kannski áttað mig á því hvað væri lyftiduft hefði ég einhvern tíma séð eitthvað annað en gömlu góðu Royal dósirnar.
Alla vega bakaði Mirran þessa líka æðislegu köku sem var í eftirrétt hjá okkur en í matinn var súpa á 2 degi.  Nammi namm.
Þráinn er að vinna þessa dagana 7 – 7 og er bara svo þreyttur þegar hann kemur heim að það er lítið hægt að fá út úr honum annað en afslappelsi en ég finn það að dóttir hans er sko farin að þurfa á honum að halda, hans húmor og hans skemmtilegheitum því ég er bara ekki eins skemmtileg að hennar mati, ég get kannski alveg verið sammála en ég lifi oftast daginn af með mínum húmor og mínum skemmtilegheitum en það hafa kannski ekki allir legið í gólfinu af hlátri allan daginn annar en ég.  Nei djók, við erum bara búnar að vera 2 einar of lengi og nú er hans tími kominn en þá er bara brjáluð vinna.  En það lagast og hann á von á að eiga frí um helgina svo þá verður skemmtilegt hjá okkur.
Í dag skín sólin og ég keypti badmintonspaða í gær, ætla að skora á dótturina í badminton og sólbað.  Spurning hvort við eigum að vera bara heima eða kannski finna okkur eina strönd til að fara á, þær eru nú nokkrar hér, bara spurning hvort ÉG finni þær.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

27.06.2012 01:37
PAD 09
Heilmargt að gerast í gær, fór í sólbað hérna heima enda veðrið æðislegt.  Fengum svo óvænta heimsókn eftir hádegið þegar Margrét kom og tók okkur mæðgur með sér á flandur.
Hún fór með okkur í búð og kenndi á ýmsa hluti, s.s. hvaða smjör er skást ofl.
Fengum einnig að sjá hvar pósthúsið er, búð sem selur dýravörur og ýmislegt annað.  Ekki amarlegt að fá svona góðan leiðsögumann (konu).
Svo fórum við heim til hennar að skoða nýju hvolpana aftur, og þeir höfðu nú bara stækkað talsvert síðan síðast en þó voru það bara tveir dagar.

Svo skelltum við okkur á ströndina og lágum þar í ca. Klukkutíma en það var ansi mikið rok þar, og við orðnar svolítið sandblásnar þegar við fórum en vel heitt og hefði verið æði, ef ekki hefði komið þetta rok.

Fórum aftur heim til Margrétar, held að Ástrós Mirra væri til í að vera hjá henni alla daga núna og hnoðast með hvolpana, tókum nokkrar myndir af þeim og sátum úti á palli í spjalli og huggulegheitum.
Þráinn var að vinna 7-22 svo við sáum lítið af honum í gær, í dag er planið að sjá hann aðeins meira.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

28.06.2012 04:44
PAD 10

Ja hérna, 10 dagar liðnir og mér finnst ég alveg nýkomin en samt svo eiga heima hérna.  Gærdagurinn var alveg frábær, bara lítið dól fram eftir hádegi – dobblaði samt Mirruna í smá myndatöku, langar að leika mér með multiplicity (geri það í dag líklega).
Svo uppúr klukkan 2 kom hún Margrét okkar beint úr vinnu að sækja okkur og við fórum aðeins með henni heim og kíktum á hvolpana og svo bauð hún okkur í bíltúr uppí Marnadal.

Þetta er afskaplega fallegur dalur og gaman að keyra um með Margréti og spjalla við hana, við náum afskaplega vel saman, hún er svo opin og skemmtileg.
Við fundum (já hún var týnd í einhvern tíma, alla vega fyrir mér) kirkju sem er gömul og illa farin en það voru nú komnir stillansar við hana þannig að líklega á að gera hana upp, annars hefði hún orðið minn uppáhaldsstaður til útimyndatöku hér í bili.  Og já talandi um það, ég er komin með fyrsta verkefnið.  Margrét er að fá dótturdætur sínar í heimsókn, 7 ára og 11 ára og búin að panta myndatöku fyrir þær.  Vitum ekki alveg hvort við höfum það útimyndatöku eða inni en alla vega fæ ég tvær skvísur í myndatöku.  Hún er líka búin að bjóða Ástrós Mirru að koma og gista þegar stelpurnar eru hjá henni svo það er allt í gangi og þessi kona er að reynast okkur rosalega vel.  Ætlar líka að sýna okkur “the shopping mall” svo ég viti hvert ég á að fara með systurnar þegar þær koma.  Hún ætlar líka að sýna okkur hvernig og hvert við förum yfir til Danmerkur að versla ódýrt.  Hún fékk leiðsögu við þetta allt og nú sýnir hún okkur og svo gerum við það sama við næstu íslendingafjölskyldu sem flytur hingað.  Næs.
Já en aftur að Marnadalnum, ég sá á leiðinni til baka, því þá var ég þeim megin vegarinst þar sem útsýnið var betra að þessi dalur er sko stórfenglegur og ég þarf að fara aðra ferð þarna með Þráni og láta hann stoppa út um allt.  Ferðin þarf að vera ljósmyndaferð svo það verði tilgangurinn og stoppað nógu víða. Það er oft erfitt að vera að stoppa og stoppa til að taka myndir þegar margir eru í bílnum og tilgangurinn er ekki bara að taka myndir.  Ekki það, Margrét vildi að ég léti hana vita af öllum stoppum í gær, en ég sá þetta bara ekki fyrr en á leiðinni heim og þá var Mirruskottið komin með höfuðverk og ég vildi leyfa henni að fara heim og hvíla sig.

Jæja eftir þessu fínu bílferð fórum við og skoðuðum hjá dýralækninum, við erum að leita að merkispjaldi á hálsólina hans Nóa ef hann skyldi sleppa út að hann sé þá merktur en við finnum það ekki hérna.  Spurning hvort Konný systir nenni að kaupa og setja í umslag og senda okkur eins og tvö merkispjöld sem hægt er að skrifa í, því ég er búin að fara í allar búðir hér sem selja dýravörur og finn hálsólar en ekki spjöldin.
Jæja svo var farið heim og beðið eftir bóndanum sem að mínu mati vann of lengi miðað við að það átti að fara út að borða og á tónleika en hann kom heim klukkan 19 og við vorum svo öll tilbúin út kl. 19.45.
Hittum þá Arnfinn og Juliu á veitingarstað sem heitir Jonas B. Gundersen og þar eru tónleikar á hverjum miðvikudegi í allt sumar.
Þarna sátu allir úti á torginu og komið fullt af fólki þegar við komum en Arnfinn sagði að þetta væri lítið, því í júlí yrði sko enn meira af fólki þarna.
Pöntuðum okkur pizzu og Arnfinn sagði mér að þessi veitingarstaður hefði tekið þátt í pizzugerðarkeppni úti í USA og unnið hana enda váááááá hvað pizzan var góð.  Ég hef aldrei fengið svona góða pizzu og við pöntuðum bara með skinku og sveppum og blönduðum osti en hún var sko með svellandi osti ofaná og sveppirnir voru greinilega smjörsteiktir áður en þeir fóru á pizzuna, þetta er engin fjöldaframleiðsla þarna enda kostar hver pizza 245 nkr. En hún dugði handa okkur þremur.
Jæja svo kemur hljómsveitin um kl. 8 á sviðið og byrjar bara að spila alla vinsælustu smellina hvort heldur sem það voru mínir smellir eða Ástrósar Mirru.
Frábært band sem á uppruna sinn hér í Mandal og ég hef ekki heyrt neitt annað nafn á þeim en miðvikudagsbandið.  Flottur söngvari, 3 æðislegar söngkonur og klassaspilarar á bakvið.  Þráinn var að segja að þegar bandið var stofnað þá settust þau niður og völdu 190 lög sem þeim fannst flott og byrjuðu svo bara að æfa og æfa og eru svo með þetta frábæra lagaúrval.  Það var til dæmis spilað Britney Spears, Coldplay, Janis Joplin og Whitesnakes sem sýnir fjölbreytileikann.

Frábært kvöld hjá okkur.  Svo um klukkan 10 vildi Ástrós Mirra fara heim og við löbbuðum í bílinn lengri leiðina meðfram ánni og ég smellti myndum af feðginunum og þessum dásamlegu skútum í kvöldsólinni.

Frábær dagur að kveldi kominn og við heim að hvíla okkur (eða aðallega kallinn sem fékk sér bjór og átti samt að vakna klukkan sex)

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

29.06.2012 03:17
PAD 11

Fórum fýluferð í gær.  Ég er samt ekkert í fýlu út af því, fékk þá bara að hafa kallinn hjá mér eftir hádegið, en auðvitað er svekkelsi að hann tók sér frí hálfan dag og út úr því kom þessi fýluferð.
Við sem sagt ætluðum til Lyngdal að flytja lögheimilið okkar og fá kennitölur, en það er ekki lengur hægt að gera þetta hér í Mandal og verðum við að fara í næsta bæ sem heitir Lyngdal eða til Kristianssand.  Það er fljótara til Lyngdal að öllu jöfnu og minni bær og auðveldara að finna hlutina þar svo við skelltum okkur í skemmtiferð þangað.  Það tók okkur alveg 3 korter að keyra þetta sem einhver hafði nú sagt mér að maður væri korter og ég skil bara ekki að hún Julia hjólar í vinnuna alla vega einu sinni í viku, en hún vinnur þarna í þessum bæ.  Alla vega voru vegaframkvæmdir á leiðinni þannig að það var verið að hleypa umferðinni bara á einbreiðan veg á tímabili og þá biðu hinir á meðan.  Tafði auðvitað slatta.  En við fundum skattstofuna tímanlega en úps, Ástrós Mirra þurfti að vera með okkur, ég hélt það skipti ekki máli þar sem hún er ekki sjálfráða en konan á skattinum þarf að sjá alla þá sem flytja lögheimilið milli landa hingað.  Ok, klukkan orðin 2 og við ætluðum að bruna til baka, sækja Ástrós og reyna að ná þessu en eins og ég sagði vegna vegaframkvæmda ofl. Þá gekk það ekki upp.  Svo við verðum bara að bíða eftir að Þráinn fari í sumarfrí og gera okkur þá skemmtiferð þangað.  Þarna var voða kósí miðbær líka og fullt af búðum.

En við Þráinn ákváðum að fara og arrisera nokkrum hlutum hérna niðrí bæ fyrst hann var ekki að vinna og gerðum það og þegar við komum svo heim sagði Ástrós Mirra að það hefði komið maður með pakka til mín.  Ha, pakka?  Heyrðu þá var komin pöntunin frá BH Photo til mín og bara borin út, ekkert vesen, enginn tollur, enginn vaskur.  Næs.

En ég hafði pantað mér modelljósaperur í ljósin mín en þær voru þá ekki af réttum stærðum þe. ekki 240 heldur 110 og ég sprengdi þær báðar á 5 mín.
En fjarstýringin á ljósin virkar fínt svo ekki get ég kvartað yfir þessari sendingu.  Pínu þægileg tilfinning að vera komin með ljósin sín upp, þó ekkert sé stúdeóið.  Prófaði bara hérna uppí vinnuherbergi að taka nokkrar myndir af feðginunum og þær heppnuðust fínt, en það er sama hér og var heima of lítið pláss til að geta lýst á bakgrunninn svo ég þarf endilega að panta mér bakgrunnsstanda og bakgrunn sem ég get farið með hvert sem er, og þá jafnvel verið með niðrí í stofu og nýtt mér stærðina á henni.  Það verður spennandi.  Er samt ekki búin að panta þetta en það kemur fljótlega.

En svo að því sem við græddum mest á í gær, Þráinn var heima – fengum okkur kaffi í sólinni, feðginin spiluðu póker og elduðu saman matinn.  Borðuðum öll saman fjölskyldan og hringdum afmælissímtal til Íslands ofl.
Sem sagt áttum alveg dásamlegan dag þrátt fyrir fýluferðina.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

30.06.2012 04:20
PAD 12
Nú leikur heppnin við mig, vaknaði í gærmorgun og leit út og sá að ég þyrfti nú ekki að fara að vökva eins og ég var búin að ákveða.  Það svoleiðis hellirigndi og á tímabili var rigningin svo mikil að ég hefði orðin gegnblaut bara að standa í dyrunum.  Þráinn einmitt sagði mér að þegar rigningin byrjaði þá var einn dani staddur í lyftunni(opin lyfta úti á stillans) og hann byrjaði að koma lyftunni niður um leið og þegar hann komst loksins niður var ekki þurr þráður á honum.

Svo við Ástrós Mirra vorum bara að dóla okkur innanhúss, í tölvunni báðar að sjálfsögðu mest.  Við erum víst tölvufíklar það er ekki hægt að neita því. En ég geri nú ýmsa aðra hluti líka, þvæ þvottinn, hengi upp og brýt saman, laga til í eldhúsinu osfrv. En elsku dóttir mín, þarf að finna sér eitthvað annað að gera en bara tölvuleiki, það er á hreinu.  Nú förum við á fullt í það, nú erum við búnar að koma okkur fyrir og nú má alveg finna sér einhver áhugamál, prjóna, mála, lesa, skoða pöddur, tína blóm, fara í göngutúra, eða bara hvað sem er.  Einhverjar tillögur?

Jæja Þráinn kom snemma heim í gær og því fannst mér dagurinn frekar langur, óvenjulegt að hafa hann heima tvo seinniparta í röð og svo er nú öll helgin framundan, næs.  Hann tók bílinn í gegn og ég reikna nú bara með að við séum á best þrifna og bónaðasta bílnum í bænum eftir það.
Þegar rigningunni slotaði þá var svo yndislegt að fara aðeins út með myndavélina og taka myndir af plöntunum og regndropunum.  Eins er þokan alveg sjarmerandi líka.

Pizza og bjór í kvöldmatinn, smá tv og smá tjatt og bara næs kvöld hjá okkur.
Í dag á hinsvegar að fara í Marnardal og fylgjast með þríþraut, það er hjóla, synda, hlaupa. Hún Júlía vinkona okkar er að fara að keppa og þetta verður ábyggilega voða gaman að fylgjast með, fullt af fólki og fullt af aksjón.  Vonandi verður ekki mikil þá, væri skemmtilegra að hafa smá sól og fallegan himin.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Ps. held við fáum kannski rúmin okkar á morgun og hjólið hennar Ástrósar Mirru, þá getum við kannski farið út að hjóla, ég fæ bara hjólið hans Þráins lánað eða hann fer með henni eftir vinnu.

01.07.2012 04:27
PAD 13

Það er eitthvað þungt yfir og rignir þessa dagana hér í Mandal, hvar er sumarið og sólin sem átti að vera hér meðan ég var í fríi.  Mér sýnist að það spái henni einmitt daginn sem ég ætla að byrja að vinna aftur, týpisk.  En þá fá feðginin alla vega gott veður, maður verður þá bara ánægður með það.
En í gær fórum við að sjá hana Juliu vinkonu okkar keppa í þríþraut hérna inni í Marnardal. Flottur staður og fallegt en úps það fór að rigna og vitiði hvað?  Ég er íslendingur á sandölum.  Það er ekki allt í lagi með mig, eins og ég á falleg stígvél, af hverju tók ég þau ekki með?  Af hverju fattaði ég ekki heldur að við þyrftum kannski nesti?  Humm.  Alla vega við skelltum okkur þangað, eltum Arnfinn og son því annars hefðum við líklega aldrei fundið staðinn en eins og ég sagði væri fallegur staður í betra veðri.
Julía var að keppa í fyrsta skiptið en bróðir hennar hefur keppt áður og eins bróðir hans Arnfinns en þeir voru líka að keppa í gær.

Fyrst var byrjað að synda 200 metra í ánni (eða sjónum, ég veit aldrei hvort er hvað hérna) og þegar það var búið beint í önnur föt, mismikið þó, þarna sáust menn bara með berann botninn þegar þeir voru að skipta um föt og dóttir eins ætlaði ekki að geta hætt að hlægja þegar hún sá pabba sinn berrassaðann í miðri þríþrautinni.  Svo var farið á hjólin og þetta var hörku vegalengd sem ég get ekki haft eftir, það var nefnilega eitthvað verið að rugla með mílur og km á norsku og ensku svo ég þori ekkert að hafa þetta eftir, en þetta var í kringum vatnið, svo líklega var þetta hvorki á, né sjór heldur vatn sem hægt var að hjóla í kringum.  J

Þegar því var lokið var hlaupin ákveðin vegalengd og voru sumir keppendur alveg búnir á því þegar þetta var búið.  Okkar kona kláraði og það er persónulegur sigur, vel gert hjá Juliu en þreytt var hún en sæl.  Ég var mest hissa að sjá þarna konur sem virkuðu bara svipaðar í holdafari og ég vera að taka þátt í þessu, sumir hafa ótrúlega mikinn kraft þó þeir séu of þungir það er nokkuð ljóst, ég held alla vega að allir hafi klárað þetta, frétti ekki af neinum sem varð eftir inní skógi.

Meðan við vorum að bíða eftir að Julía kæmi til baka kom þessi gaur labbandi, Þráinn sagði að það hefði nú ekki farið á milli mála að ég hefði verið að taka mynd af honum, en auðvitað var ég að taka mynd af þeim sem komu hjólandi fyrir aftan hann.  🙂

Jæja, svo skelltum við fjölskyldan okkur heim og þá var ekki laust við að ég væri eitthvað slöpp enda hafði ég blotnað í fæturna og var lengi að ná í mig hita.  Þráinn endaði á að kveikja í arninum til að hlýja mér, við tókum aðeins í spil og svo var eldaðar svínakótilettur með ofnbökuðum kartöflum og grænmeti.  Namm.
Kósíkvöld svo hjá okkur ég horfði á legally blond og hafði bara gaman af og svo skelltum við flakkaranum á og sáum Thor, ég náði nú ekki alveg að klára hana enda orðin þreytt eftir daginn.  Ég vakna alltaf fyrir klukkan 7, það er bara þannig.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

02.07.2012 04:08
PAD 14
Það var letidagur í gær hjá okkur, ekki það að ég hafi ekki átt marga letidaga hér, en þetta var fyrsti letidagurinn hans Þráins með okkur hjá sér.  Veit ekki alveg hvort það skipti máli, er letin betri í félagsskap eða er félagsskapurinn truflandi.  Held reyndar í okkar tilfelli sé hann ekki truflandi því við kunnum ekkert að vera án hvers annars, erum ótrúlega háð hvort öðru og ég finn það núna hvað þessi fjarvist okkar hafi verið slæm.
En á letidögum þá er auðvitað ekki bara legið, þó við höfum tekið smá skammt í tölvunotkun (en það er nú bara orðið eins og að pissa, algjörlega nauðsynlegt) smá bíómyndastemning, sáum Tinna, snilldarmynd.
En mynd gærdagsins tengist deginum ekki neitt, heldur var ég að horfa á kennslumyndband og datt þá í hug að taka þessa mynd.

Svo datt mér í hug að hann Þráinn minn átti alltaf eftir að klára að ganga frá dótinu sínu sem enn var í Ástrósar herbergi og dreif hann í það, sagði honum að þetta flokkaðist ekki undir vinnu.
Þegar því var lokið datt mér nú í hug að það væri sniðugt að nýta tímann og hann myndi lita á mér augnhárin sem hann og gerði og gerir bara vel.  Kallinn minn er sko alt muligt man, það er að hreinu.

Nú þegar það var búið birtist hér allt í einu sendibíll með rúmin okkar og hjólið hennar Ástrósar Mirru frá Íslandi svo það var ekki meiri leti þann daginn, því það er sko heilmikið mál að bera þessi rúm, en við bárum þau hjónakornin innaf bílastæðinu og alla leið uppá loft.  Aron bróðir hefði átt að tala meira um þyngdina á þessum rúmum og að hann ætlaði ekki að halda á þeim oftar osfrv.  Svo tekur kellingin þetta bara með kallinum sínum eins og ekkert sé (jæja kannski ekki alveg eins og ekkert sé, en ég massaði þetta samt).
Svo var minglað til Íslands, heyri í mömmu og Sigga á skype, það er ótrúlega gott að geta séð fólkið sitt en ekki bara talað í símann.  Svo sá ég og spjallaði við uppáhaldið mitt hann Ríkharð Davíð sem veit allt um bíla og ég svo miklu fróðari um hvaða bílategundir eru á heimilinu hjá honum núna.  Hann fræddi mig líka um það að hún amma hans ætti polo en ekki golf eins og ég hélt.  Geri aðrir tveggja ára betur.  Þetta er algjör snillingur og krúttsprengja.  En hann var pínu feiminn fyrst við Hænkusín en svo lagaðist það.  Talaði ósköp lítil við Klöru þarf að bæta úr því fljótlega, en þetta símtal var meira Ríkharður og hún að túlka þegar ég skyldi ekki alveg.
Nú svo var bara búið um rúmin og allt gert klárt fyrri svefninn og OH MY GOD þetta var eitthvað annað en boxerdýnurnar sem við vorum með.  Svaf samt ekkert lengi, frekar en fyrri daginn, en það er allt í lagi, ég virðist úthvíld.
Sýnist að það verði bjartara yfir í dag en um helgina, ætla að taka göngutúrinn minn á eftir og fara að vera duglegri við það.  Tók ekki nema 30 mín, báðar leiðir í gær, alveg passlegt fyrir mig.
Svo þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Ps. læt fylgja hér eins mynd af mér í treatmentinu hjá Þráni.
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
03.07.2012 04:33
PAD 15

Fimmtándi dagurinn minn hér liðinn og nú er eitthvað lítið um að vera.  Var samt ótrúlega dugleg og tók göngutúrinn minn í gærmorgun fyrir kl. 9 en úps, ég var að drepast í löppunum og mjöðminni allan daginn, svaf reynda lítið þessa nótt og var eitthvað hálf tuskuleg seinni partinn og lá bara í sófanum og horfði á TV.
En ég er í sumarfríi og þá má þetta.

Við Ástrós Mirra fórum í fyrsta sinn í stóru Rema 1000 búðina hér og hún er í rauninni bara eins og venjuleg Bónus búð, þannig að hér eru búðir almennt minni en heima, en þetta er fín búð og ég að læra þetta allt.  Keypti samt vitlaust smjör því það eru tvær smjörtegundir sem heita Breixxxx og við erum búin að vera með aðra þeirra og mér finnst það smjör vont, þess vegna var ég að leita eftir tillögum frá fésbókarvinum mínum að smjöri.  En svo keypti ég hina tegundina í gær og fór svo á fésið til að kíkja hvaða smjör það var sem allir mæltu með og úps, það var þá tegundin sem hafði verið í ísskápnum hér allan tímann.  Þannig að við prófum bara þetta nýja gula og sjáum til.  Ég er reyndar búin að finna venjulegt smjör og það dugir mér, og ætli hitt sé þá ekki líkt og létt og laggott og henti Mirrunni minni betur því hún er vanari þessum gervismjörum og finnst smjörbragð ekki gott.
En alla vega ég er með smá böddjet í huga þessa dagana og vil helst geta keypt inn vikulega innan þeirra marka og það tókst í gær, en mér sýnist að það verði tæpt, held ég verði að hækka það aðeins til að geta staðið við það.   Við erum nefnilega að gera matseðill og innkaupalista og ef ég fer bara eftir honum og rétt meika það innan budjetsins þá er það held ég mjög tæpt.  En bödjettið er 1000 nkr. sem er um 22.000 Isk.  En sjáum til hvort og hvernig þetta gengur.  Ég verð alla vega að horfa framhjá því ef ég ætla að fá gesti í mat eða eitthvað smá utan þess venjulega.

Við hummuðum af okkur Sirkus og Monster trukkakeppni sem hvort tveggja var hér í gær.  Skilst að þetta sé frekar ómerkilegur sirkus og kosti bara morðfjár, líklega bara vona dæmi eins og þegar Tívolíið kemur til Íslands.  Ekkert sem það er, en maður fer sko fátækari þaðan út.  En við erum að geyma okkur að fara í Dyreparken þangað til Klara og Kristófer koma, enda miklu skemmtilegra fyrir Ástrós Mirru að hafa vin sinn með sér í svona garði.
Já, pantaði mér dót á netinu í gær, lét loksins eftir mér að kaupa bakgrunnsstanda og bakgrunna, alvöru, ekki sem sagt Íkea rúllugardínur sem reyndar hafa reynst mér mjög vel, en í þessu húsi festi ég ekki svona uppá vegg, enda hlakka ég til að geta notað bara stofuna þar sem er nóg pláss til að mynda í, þau fáu börn sem ég mun mynda hér, alla vega til að byrja með.  Ég er reyndar alveg sátt við að þetta verði ekkert eins og það var í vor hjá mér en það væri voða gott að hafa svona eina myndatöku á viku.  Hlakka til að fá þetta og prófa, keypti mér skærgrænan bakgrunn sem virkar þá þannig að auðvelt verður að fjarlægja hann og setja öðruvísi bakgrunna á þær myndir J.
Pylsur í matinn kl. 17.30 hjá okkur því við vorum svo svöng og ákváðum að missa okkur ekki í kexpakkann þá og hafa svo ekki lyst á mat.  En ég missti mig samt í át, seinna um kvöldið yfir sjónvarpinu, ritzkex með beikonosti í túpu, er sko alveg að kunna að meta þá tækni, þægilegt að hafa þetta í túpu í staðinn fyrir hníf og smyrja eins og heima.  Já og talandi um eitthvað eins og heima og heima er allt best oþh. þá er það ekki svo.  Mér finnst Jógúrtin hér svo miklu betri en heima, kaupi eiginlega aldrei Jógurt heima því bragðtegundir eru ekki góðar og hún alltaf svo þunn og leiðinleg, en hér er ég búin að smakka 3 tegundir og allar æðislegar, svo nú borða ég jógurt á hverjum morgni.  Eins er vatnið hér, já sorrý íslendingar, vatnið hér er … úff ég þori ekki að segja það, vatnið hér er betra… nei alveg eins gott og vatnið heima.

Svaf vel í nótt og í dag er síðasti dagurinn minn í sumarfríi, svo þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

04.07.2012 00:47
PAD 16
Síðasti sumarfrídagurinn og hvað gerir maður?  Jú, maður ryksugar húsið og tekur til, en reyndar bara í smá tíma því eftir hádegi ákváðum við mæðgur að skella okkur og skoða bæinn aðeins.
Ég er nú ekki sú besta að keyra út í óvissuna og vita ekkert hvar ég kem niður eða hvert leiðin liggur en við tókum tvær óvæntar beygjur í gær og önnur þeirra leiddi okkur fyrir framan ráðstefnu- og bíóhöllina hérna.  Þar fengum við náttúrulega allt annað sjónarhorn á miðbæinn.
Þarna á bakvið fundum við Ástrós Mirra geggjaðan bíl, eldrauðan Hillman sem einhver hefur komið keyrandi á þangað og þá séð málað á vegginn fyrir aftan STAY og bíllinn ekki verið hreyfður eftir það.  Hann er samt á númerum svo kannski er hann bara í góðu lagi og við eigum eftir að sjá hann á götunum, hver veit.

Þarna var líka geggjuð járnbrautarlest fyrir litla stráka (og stelpur) að leika sér í og við Ástrós Mirra ÆTLUM með Ríkharð Davíð þangað þegar hann kemur að heimsækja okkur, við vitum alveg að það er ekki á þessu ári en þá bara á því næsta J.

Og svo var þarna leikvöllur sem virðist mjög skemmtilegur, svona mjúkar mottur undir öllu og þarna var trampolin, hægt að ganga á línu eða dansa línudans eins og ég kalla það.  Öðruvísi rólur og einhverjir stútar sem líklega sprauta vatni þegar sólin skín.  Geggjaður staður.

Nú svo fórum við niður í miðbæ, því það var eitthvað mikið um að vera þar, fullt af tjöldum á torginu og mikið líf.  Við nánari skoðun var verið að kynna björgunarvesti og björgunarbúnað í báta og mér skilst að það veiti ekki af því hér í Noregi því það hefði í fyrrasumar einhver drukknað um hverja helgi, og flestar hefði mátt koma í veg fyrir hefði fólk verið í björgunarvestum, skelfilegt alveg að hugsa til þess.  Fríður Birna, ég held við þurfum útibú frá Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík hingað til Noregs, því það vantar mikið á að fólk hér nýti sér björgunarbúnað og þess háttar.  Hér td. eru mjög fáir með hjálm á hjólum.  Eins og brekkurnar eru rosalegar og hraðinn því mikill þegar hjólað er niður en nei nei það er ekkert verið að spá í því og það er bara skrítið í svona varasömu landi annars.  Þarna er munur á okkur, Norðmenn eru passasamir í peningamálum en virðast hirða minna um slysavarnir á meðan við erum mjög framarlega í slysavörnum en vitum ekkert hvernig á að fara með peninga.  Þarna þarf eitthvað að samræma á báðum stöðum.

Nú svo fórum við Ástrós Mirra að kíkja á Margréti og hvolpana og auðvitað Tönju líka, þvílíkt sem þeir hafa stækkað á einni viku, þeir eru alveg að fara að fá sjónina og þá verður ábyggilega talsverð breyting á þeim.  Okkar kall átti að fá nafnið Krummi en þegar við skoðuðum hann í gær, þá sáum við að hann er sko enginn Krummi en gæti verið Depill, ætlum að skoða það betur þegar við sjáum hann næst, við komum með D nafnatillögur á alla hvolpana og Margrét er að spá í að nota þau nöfn þangað til þeir fara, því það sé miklu betra að hafa eitthvað nafn á hvolpi en ekki neitt.  Nöfnin voru Depill, Dindill, Doppa, Dropi og Dúskur, nei nú er ég eitthvað farin að misminna, en alla vega einhver álíka nöfn voru skrifuð niður í gær.
Svo var bara farið heim og eldað hakk með hrísgrjónum eins og amma gerði oft, í brúnni sósu en ekki í spagettisósu, ég er orðin svolítið leið á tómassósueitthvað í öllum mat í dag, skil ekki alveg þetta trend, en sem sagt ég fór í gömlu uppskriftarbókina þarna aftarlega í hausnum og framkvæmdi þetta með glæsibrag.
Svo enduðum við á að horfa saman á Fear Factor og ég rifjaði upp hvað mér finnst gaman að horfa á eitthvað annað fólk en mig að fara með sjálft sig svona út fyrir þægindahringinn.  Liggja í kóngulóarbaði, éta eistu, vera skotið út um glugga á háhýsi og hitta einhverju drasli í hring osfrv.
Snemma að sofa því fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí er í dag hjá mér.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
05.07.2012 01:43
PAD 17
Fyrsti dagurinn í vinnunni hjá mér, var í gær.  Það var eiginlega bara spennandi að prófa að vinna og sjá hvernig þetta kæmi allt saman út, það að ég er ein hér.  Það að vera heima að vinna og halda fullri einbeitingu oþh.
Það gekk sko fínt.  Byrjaði að vinna í verkefni sem ég hef svona til hliðar og var búin að vinna í 2.5 tíma þegar íslendingarnir fóru að týnast í vinnu en það er allt í lagi, ég hætti líka fyrr en þeir.  Veit ekki alveg hvernig það kemur út gagnvart kúnnunum en það í rauninni virkar bara þannig að ég vinni bara til hádegis að íslenskum tíma alla vega á sumrin, en á veturna munar bara klukkutíma svo það er mun eðlilegra.
Alla vega fínn dagur í vinnunni, nóg að gera.  Ástrós Mirra stjanaði við mig og bjó til túnfisksalat og færði mér, næs.

Nú svo eftir vinnu skellti ég mér í göngutúr með myndavélina um hálsinn í þetta sinn þar sem þemað er blóm ákvað ég að ráðast á blómin í görðunum hér í kring.  Lenti nú í því að vera að taka mynd af blómi í beði út við öskutunnu og vegkant að maðurinn í húsinu kom út og ég spurði á bjagaðri norsku hvort ég mætti mynda blómið hans og hann sagði já en stóð yfir mér allan tímann, tók því bara tvær myndir og á endanum ekkert varið í þær þar sem þetta var pínu óþægilegt.  Veit ekki alveg hvað hann hélt ég myndi gera við blómið hans, kannski rífa það upp og stela eða ??  Ég setti status á fésið í gær um þetta og það hafa komið tvær athugasemdir frá konum sem búa í Noregi önnur bendir mér á að biðja bara alltaf um leyfi, því Norðmenn séu hræddir við stórar myndavélar og fara varlega ef ég taki myndir af börnum, því hún viti um nokkur dómsmál í gangi hér vegna birtingar á netinu á myndum af börnum.  Þá kemur önnur góð kona og segir að ekki vildi hún að það væru teknar myndir af hennar börnum og birtar á fésinu og þá fór ég að hugsa út í hvað er fólk að meina.  Er það að meina að ef barnið þitt labbar niðrí bæ og ég tek mynd af því að þá megi ég ekki birta hana, ég er nefnilega algjörlega ósammála því en auðvitað er það kurteisi að ef ég “tek mynd af barni” og þá engu öðru en þessu barni að ég biðji um leyfi til þess.  Ég vildi bara að ég væri frakkari og gæti gert meira að þessu.  En það er nú listgrein innan ljósmyndunar sem heitir “Street photography” og ég held ekki að þar séu menn að biðja um leyfi fyrir öllum myndatökum, þá endaði það nú þannig að allir væru uppstilltir á myndunum.  Alla vega er þetta góð pæling og aldrei of varlega farið.  En ég sé ekki mikið af fólki með myndavélar hér í bænum alla vega ekki ennþá en eftir því sem ferðamönnunum fjölgar þá hlýtur myndavélunum að fjölga líka, eða ég myndi ætla það. Alltaf gott að hafa í huga máltækið:  Aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Í öllu sem við gerum.

Jæja ég sá það eftir þennan göngutúr að það hentar mér betur að labba eftir vinnu því ég var ekki svona slæm í skokkrum eins og í fyrradag.

Svo var bara dólað sér og ….. já sæll ég er næstum búin að gleyma dramatíkinni sem gerðist hérna í gær.  Nói kóngur losnaði úr bandinu sínu og slapp frá okkur.  Já, sæll ég reyndi eins og ég gat að brynja mig og fara ekki að panikka.  Ástrós Mirra hljóp hér um allt og fann hann svo í garðinum fyrir ofan, og það reddaði okkur að ólin var á honum og hún festist í einhverju, annars veit ég ekki hvert hann hefði getað farið.  Ég verð að muna að biðja Konný að kaupa kattamerkispjöld og senda mér, því ég finn þau ekki hérna í Mandal og það væri nú betra að hann sé merktur með heimilisfangi og síma ef þetta gerist aftur.  Ég er ekkert viss um að ég þoli það að eiga útikött svo líklega verður hann bara áfram inniköttur í bandi.  Ég er vön að taka Nóa og setja hann inn á bað að sofa, þegar við förum að sofa og ég veit ekki hvort ég myndi sofna ef hann væri að þvælast úti og ég vissi ekki hvar hann væri.  Þarf alla vega að hugsa þetta miklu betur.  Ég er líka að spá í að þegar hingað kemur hundur sem mun vera í bandi og settur inná bað á kvöldin að fara að sofa, hvort það sé bara ekki heppilegt að hafa bæði dýrin með sömu venjur.  Pæling alla vega.

Heyrið mig, ég sagði það í gær að sólin færi að skína um leið og ég væri komin aftur í vinnu og það er svoleiðis, spáir víst einhverju frábæru veðri hér í dag, og sólin er byrjuð að glenna sig svo ég ætla að byrja snemma að vinna aftur og fara í sólbað eftir vinnu, það er nú bara næs tilhugsun.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
06.07.2012 05:32
PAD 18
Dagur 2 í vinnu og sólin skein eins og henni væri borgað fyrir það.  27 stiga hiti og ég sat hér við tölvuna að vinna og fannst það bara allt í lagi, því ég hafði svo yfirdrifið nóg að gera.  Fullt af leyfismálum í gangi, kúnnar að hringja og síðast en ekki síst, eitthvað dularfullt í gangi sem ég leysti vel með dyggri aðstoð hennar Helgu en ég leita oft til hennar ef það er eitthvað mjög svo djúpt og dularfullt í gangi, held að við yrðum hrikalega góðir “Skapti og Skafti” gengi saman.  Álíka þrjóskar og gefumst ekki upp ef við erum að leita að villum.
Það átti nú að vera fundur kl. 15 á mínum tíma en Sigrún var svo almennileg að fresta honum því veðrið var svo gott hjá mér.  Hummm, ég held að klukkan hafi verið langt gengin í 5 þegar ég stóð upp, því það kom alltaf eitthvað upp sem lá á osfrv.  En ég verð að viðurkenna að mér fannst það allt í lagi, alla vega í gær, veit ekki hvort ég verði endilega sátt alla daga að ég nái ekki að hætta þegar gott er veður en það kemur í ljós. Enda dagarnir núna svolítið litaðir af því að það er fólk í sumarfríi alls staðar.  Og já sólin skein í gær, ég sagði ykkur það.  Ef ég fer að vinna þá kemur sólin, svo ég held að Norðmenn ættu að borga mér fyrir að vera að vinna ef þeir vilja sól og gott veður.  Það er reyndar skýjað hér núna en 18 stiga hiti og klukkan bara 7, dásamlegt, þetta er reyndar veður sem ég elska en það er ekki endilega sólbaðs- eða strandveður, en dásamlegt til að labba um og þess háttar.
Jæja eftir vinnu skellti ég mér út og úr bolnum og gleypti smá sól en sko….. það vantaði eitthvað að gera svo við Ástrós Mirru tókum okkur til og löbbuðum niður í Joker og versluðum ís og fleira fyrir helgina.  Löbbuðum aftur heim, upp allar brekkurnar með pokann og ég finn það er ekkert mál núna, alla vega ekki seinni partinn.  En það er ekki mikið að fólki sem labbar heim, sem á heima þarna uppi hjá okkur, en talsverð bílaumferð, hún kemur mér svo á óvart, því húsin eru ekki svo mörg.
Það er yndislegt hvað íslendingarnir hér í Mandal eru manni hjálplegir (og auðvitað þeir Norðmenn sem við þekkjum líka) hún Hulda sem býr hér átti leið til Kristiansand í gær og bauðst til að kaupa merki á ólina hans Nóa svo nú þurfum við ekki að panika þó hann sleppi út, hann ætti þá alla vega að komast til skila þar sem hann verður merktur.  Við erum heilmikið að diskútera það hvort við eigum að leyfa honum að verða lausum úti þegar merkið er komið eða hvort hann eigi að vera áfram í bandi.  Ég er ekki viss hvort við eigum eitthvað að vera að sleppa honum lausum.  Hann hefur aldrei verið laus, ég er hrædd um að hann fari í einhverja vitleysu, því hann er pínulítið meira verndaður en aðrir kettir.  Þráinn er aftur á móti alveg á því að hann eigi að fá að vera laus og skoða heiminn og hann hefur engar áhyggjur af þessu.  Ég er sko líka með áhyggjur af því að hann komi heim með þessa stórhættulegu skógarmýtlu sem allir eru að tala um núna, skilst að það séu miklar lýkur á að hún sjúgi sig við hann og þá þurfi ég að vera að plokka þær úr honum með flísatöng, ég er ekki viss um að ég nenni svoleiðis veseni.  Skellum honum bara út í band og losum flækjurnar 3svar á dag og ég veit þó hvar hann er og hvað hann er að þvælast.
Þráinn er búinn að vinna frameftir (til kl. 20) núna tvö kvöld í röð og ruglar auðvitað öllu sýsteminu en í dag er líklega stuttur dagur hjá honum og svo sumarfrí.  Við skiptum þessu með okkur sem er bara allt í lagi núna, við erum svo glöð að vera alla vega saman á kvöldin og helgarnar eru slatta langar og margt hægt að gera þá.
Ég stóð nú uppi í gærkvöldi og fattaði að sökum vinnu og fleira hefði ég ekki tekið neina mynd dagsins og bað fólkið mitt um hugmyndir en áður en þau náðu að opna munninn rak ég augun í Yatsyspil á borðinu og ákvað að það yrði þema dagsins.  Þráinn að spila yatsy. Verði ykkur að góðu.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
07.07.2012 07:29
PAD 19
Jæja þá er kominn föstudagur og 3 vinnudagurinn minn í fjarvinnu frá Noregi og þetta gengur óskaplega vel, nóg að gera og ég finn engan mun.  Mér leiðist ekki neitt og ég er svo alsæl með að sleppa við að keyra í vinnu.  Ég er að segja ykkur það, það er dásamleg tilfinning og í gær þegar ég var búin að vinna þá kallaði ég í Þráin sem sat niðrí í stofu að ég væri á leiðinni heim úr vinnu og var svo komin eftir 10 sec.  Bara næs.
Núna blæs þokulúðurinn á fullu og það er svo mikil stilla hérna, þoka en 19 stiga hiti, spurning að taka göngutúr í dag í svona mystík veðri.

En aftur að gærdeginum, ég fékk nú heimsókn í miðjum vinnutíma og það var bjargvætturinn Hulda sem hafði farið til Kristianssand deginum áður og keypti fyrir mig merkispjöld á Nóa svo ég hætti að panika ef hann sleppur laus.  Við eigum eftir að leyfa honum að hætta að vera í bandi, en mér var ráðlagt af góðri konu að gera það þegar það væri þurrt veður svo hann rati í sporin aftur.  Kannski þá á morgun ef það verður gott veður.

Eftir vinnu í gær, sem “By the way” var síðasti vinnudagurinn hans Þráins fyrir sumarfrí, fórum við á bílnum þangað sem hann bjó síðast og lögðum bílnum þar.  Við viljum ekki leggja alveg ofaní miðbæ, því það þarf að borga í öll stæði þar og við vissum ekkert hvað við ætluðum að vera lengi að labba um.  Vá vorum búin að labba í 5 mín. Þegar það fór að rigna og það var búið að spá grenjandi rigningu svo við drifum okkur í bílinn og ákváðum bara að fara í bíltúr í staðinn.  Grenjandi rigningin var alveg 12 dropar held ég (en hún kom um kl. 22) en við fengum þennan fína bíltúr, tókum beygju hérna undir brú sem ég hef ekki farið áður og þar er byggð alls staðar meðfram ánni og svo kemur smá íbúðarhverfi sem heitir Holum (held þetta sé rétt hjá mér) en tilheyrir samt Mandal.  Það er einn galli hérna og það er hversu fáar útafkeyrslur eru að vegunum.  Alla vega fyrir fólk sem vill alltaf vera að stoppa til að taka myndir en við lærum á þetta eins og annað og við stoppuðum þarna á einum stað þar sem kyrrðin var svo geggjuð og náði nokkrum myndum af.  Reyndar oft erfitt að taka myndir því það er alls staðar gróður fyrir en það er líka æði.

Eftir þennan frábæra bíltúr fórum við heim og undirbjuggum saman við hjónin Tortillur í kvöldmatinn, þær heppnuðust geggjað vel, aldrei fengið þær svona góðar þannig að við eigum örugglega eftir að gera þetta oftar.  Held að þessir staðir heima á Íslandi ættu aðeins að endurskoða hvað þeir eru að setja í þetta því mér finnst tortillur ekki góðar eins og ég hef fengið þær þar.  Finnst þær allt í lagi ef ekkert annað er að borða en það er ekki það sama og þykja eitthvað gott.  Sama bragð nánast af öllum tegundum hvað sem þær eiga svo að heita og sama jukkið í þeim öllum og allt of mikið af hrísgrjónum.  Alla vega ánægð með það sem við gerðum, kannski eiga tortillur að vera eins og ég hef fengið á íslandi og við erum bara að gera þetta vitlaust en þá er þetta “Vitlaust” miklu betra fyrir minn krítíska munn.

Horfðum svo á eina ræmu saman fjölskyldan og áttum góða kvöldstund.
Snemma í háttinn eins og okkar er vani og vísa og snemma á fætur í dag, þó ekki fyrr en kl. 8.30 á okkar tíma.
Já okkar tíma, þessir tveir tímar eru aðeins að rugla í mér og ég á leiðinni í háttinn nánast á kvöldin þegar íslendingarnir eru rétt að klára kvöldmatinn sinn eða nánast þannig.  En það lærist.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

08.07.2012 07:46
PAD 20

Tuttugu dagar og allt ennþá í goodie.  Gærdagurinn var mjög notarlegur, allir bara að gera það sem þeir þykir skemmtilegt hérna heima, aðeins tekið til, sett ný rúmföt á rúmin sem ég var að kaupa og pínu huggulegast í svefnherbergjunum eins og maður á að gera á laugardögum.
Svo var ég eitthvað að tala um það við hann Þráin minn að mig langaði svo mikið að taka fleiri svona multiplicity myndir eins og ég tók af Ástrós Mirru um daginn og haldiði að minn maður hafi ekki bara verið í stuði og tók þetta alla leið, bjó til karactera og skipti um föt á milli mynda og allt.  Frábærlega gaman að gera þetta með honum og hér er afraksturinn.

Svo seinnipartinn fór ég að fylgjast með live námskeiði frá Bandaríkjunum sem byrjaði að þeirra tíma kl 9 um morguninn en klukkan 18 hjá okkur og stóð til kl. 1 í nótt og þetta er svona í 3 daga, ég fylgdist nú ekki með öllum fyrsta deginum því þar var hann Sal Cincotta að kenna að markaðssetja, verðleggja sig og ýmislegt þannig.  En í gær fór hann í stúdeó og útiportraitmyndatökur.  Geggjað námskeið, skemmtilegur leiðbeinandi og ég lærði sko helling.  Og málið er að þetta námskeið er ókeypis ef maður fer á það live en annars kostar það 199 dollara.  Svo ég sat til klukkan 1 í nótt og var orðin ansi þreytt í botninum og hausnum en mikið gaman.  Svo átti náttúrulega að sofa út en ég vaknaði kl. 6 eins og venjulega og er búin að dorma síðan, eða til klukkan 9, þá gafst ég upp.
En aftur að gærkvöldinu því ég hef sjaldan fengið svona dásamlegt dekur, Þráinn grillaði dýrindis nautasteikur með mais og hafði svo ofnbakaðar kartöflur með ásamt smjörsteiktum sveppum.  Virkilega góður matur hjá honum.

Og svo fór ég beint aftur upp að fylgjast með námskeiðinu (skemmtileg kona í þetta sinn) og haldiði ekki að minn hafi þá komið með og fært mér upp dýrindiskaffibolla með kossi.

Vá þetta var nú bara dásemd, sitja og læra eitthvað meira í áhugamálinu sínu og fá svo svona dekur.
Nei bíðið nú, þetta er sko ekki búið, því seinna um kvöldið kemur Ástrós Mirra með skál með súkkulaðiís með rjóma.  Nammmmmmmm.  Ég var hreinlega í himnaríki.
Svona á lífið að vera.
Nú það var lítið meira gert en þetta í gær, en dásemdardagur sem hann var og nú er nýr dagur kominn og sólin skín og blanka logn.  Þessi dagur getur ekki klikkað.  Hummmm mig reyndar langar svo að prófa ýmislegt sem ég lærði í gær og er að spá í athuga hvort hann Þráinn minn leysi hana Hrefnu niðri ekki af og verði fyrirsætan mín og komi að leika eins og við Hrefna kölluðum það.  Sakna þess nú pínu að geta ekki kallað í stelpurnar og þá aðallega hana Hrefnu mína að koma út að leika þegar ég vil.  En ég á vonandi eftir að eignast svona vinkonu hér líka.
Heyriði, já ég lét Þráin að sjálfsögðu smella af mér líka svona multiplicity svo nú er það til af okkur öllum.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
09.07.2012 05:36
PAD 21

Sunnudagur og ýmislegt á döfinni, dagurinn byrjar á þvílíkri sól og blíðu að við hentum út teppum, og skelltum okkur í bikiní og sundföt og ákváðum að gleypa sólina í smá tíma.  2 tímar er vel gott fyrir mig.
Rétt fyrir hádegið var tekin ákvörðun að taka bandið af Nóa og leyfa honum að fara lausum um nágrennið, það var búið að kaupa fyrir okkur merkispjöld og eftir því sem ég veit um aðra ketti, þá rata þeir heim.
Hann fór beint aðeins lengra en bandið hefði náði, og hélt svo áfram pínu hissa á þessu, ha kemst ég alveg hingað og hingað og……..
Svo hvarf hann.
Jæja þetta er allt í lagi, hann er bara að skanna hverfið og kemur þegar hann er svangur eða þyrstur.
Klukkutími, enginn Nói.  Ástrós Mirra fékk sér smá göngutúr niður eftir götunni en sá ekkert til hans, fannst samt að hún hefði heyrt í bjöllunni hans en það þarf ekki að vera.
Jæja einn og hálfur og við erum bráðum að fara í heimsókn út í bæ og þá fer ég í gönguferð að kíkja eftir honum.  Ekkert.  Bara ekkert.  Vá, þetta var kannski bara ekkert gáfulegt af okkur.  Kannski er hann búinn að vera inniköttur allt of lengi og kann bara ekkert á lífið.  Uss uss, ekki láta svona segi ég við sjálfa mig en líður samt sem áður pínu illa en læt ekkert á því bera.

Svona Ástrós Mirra, nú skulum við fara í heimsókn til Margrétar og kíkja á hann Erro okkar og hina hvolpana.  Og auðvitað á Tönju líka og gestina sem eru hjá Margréti en nú eru komnar tvær íslenskar stelpur í heimsókn til hennar (barnabörn) sem verða hér í mánuð, þær Elísabet og Victoria.  Svo við skelltum okkur þangað og vá, þvílík breyting á hvolpunum, þeir eru núna farnir að sjá og byrjaði að reyna að standa upp og labba.

Notarleg heimsókn til Margrétar hittum fullt af fólki, fleiri íslendinga sem búa hér í Mandal og svo um kl. Hálf 3 drifum við okkur heim og hugurinn var þá strax kominn til Nóa því Þráinn hafði ekki sent sms til að láta vita að hann væri kominn heim.
Þarna var hann búinn að vera í 3,5 tíma. og við bara farnar að hafa áhyggjur, höfðum augum opin á leiðinni ef við skyldum sjá hann.
Svo komum við heim og sjáum að svalahurðin er lokuð, það þýðir ábyggilega að hann sé kominn og viti menn, hann var alveg nýkominn og svo ánægður með lífið.
Þannig að við héldum honum inni smá stund en svo vildi hann fara út aftur.  Og við leyfðum það, þá fljótlega heyrði Þráinn að það væri kattapissukeppni í næsta húsi og fór að athuga og þá búa Þjóðverjar þar (reyndar búinn að vera hér í 20 ár) og eiga fress og þeir voru eitthvað að passa svæðin sín þessir tveir.  Ég kom þarna að líka og kallaði í Nóa og hann kom heim á eftir mér.  Svo fékk hann að fara einu sinn enn út eftir þetta en Ástrós sótti hann þá í næsta hús líka, því hann var að þvælast uppi á þaki.  Svo þetta gekk voða vel og svo eigum við bara eftir að sjóast í þessu líka og hætta að hafa áhyggjur af honum.
Jæja, við fengum svo heimsókn um miðjan dag frá Alfreð (sem bjó áður með Þráni í þessu húsi) og Úlfari en þeir eru sem sagt að vinna hér í Mandal en eiga báðir fjölskyldur heima.
Ég verð nú að segja það að þetta er nú pínulítið þægilegt líf fyrir þessa kalla, eru  bara hér að vinna og svo ekkert að gera þar fyrir utan á meðan konurnar þeirra vinna heima og sjá um 2 – 3 börn þar fyrir utan.  Önnur er búin að gera þetta í 3 ár og yngsta barnið er 4 ára.  En hann er reyndar á leiðinni heim því hún er orðin svo þreytt á þessu.  Erfitt að vera alltaf einn að hugsa um alla hluti.
Jæja, enn er dagurinn fallegur og hvað…… nenni ekki í sólbað en aha, ég get slegið blettinn núna, það er búið að vaxa slatta grasið síðast síðast, og nú verð ég aðeins gáfaðri en síðast því sláttuvélin blæs öllu grasinu á mig og ég var síðast í sandölum og varð öll í grasi og skórnir líka svo nú skellti ég mér í stígvélin mín, enda þau svooooooooooo flott og það skal ekki vera sagt um Kristínu Jónu að hún læri ekki af reynslunni.  Ó, nei.
Sló allan blettinn, helv. tekur þetta á, þó sláttuvélin sé létt, Þráinn setti saman hjólið hennar Ástrósar þannig að þetta var svona kósí allir að gera eitthvað stemning.
Og já, ég í stígvélum.  Shit það var svo heitt.  Orðin rennandi sveitt á fótunum og svo þegar þetta var búið þá ætlaði ég bara alls ekki að komast úr stígvélunum vegna svita og og og ….
Já vegna grass en stígvélin voru full af grasi.  Svo ekki veit ég hvort sé auðveldara að tína gras uppúr stígvélum og hreinsa þau að innan eða sandölum.  Held ég verði bara á sandölum næst, alla vega ef veðrið er svona gott.
Samlokur í matinn og tv fram eftir kvöldi.

Góður dagur og ný vinnuvika á morgun hjá mér en hinir eru í sumarfríi.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

10.07.2012 05:29
PAD 22

Nú er tíminn farinn að líða hraðar, ég farin að vinna og allt í einu næ ég ekki að gera alls sem mig langar, en það er betra en að bíða eftir að dagurinn klárist.
Í gærmorgun var heimasætan ræst kl. 8 því við ætluðum að leggja land undir fót og fara í næsta bæjarfélag Lyngdal til að sækja um kennitölur og flytja lögheimilið.  Það er ekki lengur hægt að gera það á öllum skattstofum landsins, það var hægt hér í Mandal þegar Þráinn flutti en ekki lengur.  Þráinn fær líka nýja kennitölu því sú sem hann er með núna er bráðarbirgðakennitala.  Þetta var yndislegur bíltúr í góðu veðri og þarna sást greinilega hvað það getur verið fallegt að fara snemma dags að mynda, þarna var svo mikil stilla og speglun í vatninu en engar útafkeyrslur til að keyra útaf og leyfa konum að taka myndir, ekki nema á svo löngu bili að það hefði þurft að labba í korter kannski til að ná staðnum sem var fallegastur en ég fer aftur þarna og snemma morguns, ekki spurning.  Því þegar við keyrðum til baka var öll þessi fegurð horfin.
Jæja þetta gekk vel og við fáum kt. sendar í pósti og það hlýtur að verða sent heim til Íslands lögheimilisbreytingin.  Alla vega erum við að verða lögleg hér með heimilisfang og getum því sótt læknishjálp ef á þarf að halda oþh.  Þá er bara eftir að fara á eina enn skrifstofu og sækja um barnabætur.  Ekki hélt ég að ég myndi fara einhvern tíma og sækja um barnabætur en hér ætlum við að gera það því við fáum hvort okkar um 20.000 á mánuði, ég er að segja ykkur það 40.000 isk. á mánuði af því að við eigum barn.  Þetta er hátt í helmingurinn af matarreikningi mánaðarins.  Ég held að ég hafi einu sinni fengið (og þá kannski í nokkur skipti, ekki alveg viss) 2.300 isk. á þriggja mánaða fresti barnabætur heima.  En við vorum nú svo sem ekkert að flytja hingað út af þeim og ég eignast ekki barnið mitt svo ég fái barnabætur og það allt, en fyrst við eigum rétt á þessu, þá þiggjum við þær og erum frekast sátt við upphæðina.  Þetta dugir kannski fyrir tómstundastarfi barnsins og rúmlega það jafnvel.  Gott mál.
Jæja svo var unnið og fyrsti fjarfundurinn haldinn í sveitarfélagahópi og hann gekk vel eftir að þau skiptu um fundarherbergi.

Þráinn er kominn í sumarfrí núna og þá sér hann um heimilið, verslar inn, eldar og allt.  Svo það var bara næs að fá soðinn fisk með kartöflum og smjöri (og franskar í dós, sem eru nútíma hamsar) æðislegt en samt finnur maður allt of fljótt til svengdar eftir svona fiskmáltíð og við lágum í ávöxtum og ís um kvöldið.

Ég var að læra svo margt nýtt á námskeiðinu um helgina og varð að fara að prófa það í gær, uppáhaldsfyrirsætan mín núna er Þráinn.  Og hann er bara alveg til í að leika við mig þessa dagana, held að hann hljóti að hafa verið farinn að sakna mín talsvert.  Alla vega ég ætlaði að byrja að mynda kallinn en það bara virkaði ekki flassið við ljósin og allt það, við enduðum á að skipta um batterí og hreinsa takkann á myndavélinni sem fjarstýringin sest í og á að gefa sambandið á milli og þá gekk þetta.  Líklega bara batteríin sem hafa verið ónýt þó þau séu ný.  Alla vega tók slatta af myndum af kallinum mínum og hann er bara alltaf flottastur, ekki spurning.

Ætla að breyta um tækni við stúdeómyndir og gera það sem ég hefði gert áfram ef ég hefði ekki farið á námskeið og verið heilaþvegin eða þannig.  Það þurfa ekki allir að gera hlutina alveg eins.  Vertu þú sjálfur og það allt.

Alla vega hvernig líst ykkur á kallinn?
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

(7)

11.07.2012 03:39
PAD 23

Vaknaði, bloggaði, vann.  Humm hvað gerði ég meira í gær?  Jú, við hjónin skruppum að kaupa garn handa mér svo ég gæti byrjað á sokkunum sem ég ætla að vera í hér á köldum vetrardögum, svo ég ákvað að mynd dagsins væri af garni og litum.  Væri hægt að kalla hana litagleði.

Svo ætluðum við að kíkja á markað sem Hjálpræðisherinn er með en úps, það hafði verið lokað 1 mín. áður en við mættum á staðinn.  Hér loka sérverslanir kl. 16.  Takk það er ekkert verið að bíða eftir vinnandi fólki eða jú kannski því það vinna svo margir bara til kl. 15 þannig að þá sleppur þetta.  Svo við gerum bara aðra tilraun seinna.  En við tókum okkur bara smá göngutúr um miðbæinn aðeins í hina áttina, ég hafði aldrei labbað í hina áttina.  Það er svo skrítið hvernig maður fer alltaf í sömu átt og á sömu staðina þegar maður labbar miðbæinn.  Þarna var mjög skemmtileg búð, ég sá í glugganum að þarna var alls konar dótarí, kertastjakar, bollar og hankar, fyndin spjöld uppá vegg, litlar kistur og alls konar svoleiðis dót, en ég ætlaði aldrei að finna innganginn í búðina, en það var önnur búð við hliðina sem ég ákvað að kíkja inní og viti menn, þá var þetta sama búðin.  Þú labbar inní búð sem selur sængurver, mottur, diskamottur, handklæði og þess háttar.  Ferð svo aðeins lengra inní hana þá ertu komin í barnavörubúð, leikföng, vagnar og kerrur, bílstólar og þess háttar, svo heldur þú áfram og þá ertu komin í draslbúðina sem ég sá innum gluggann.  Fyndin samsetning eins og 3 búðir hafi verið skellt í eina en samt fer ekkert á milli mála þegar þú labbar inní gegnum hverja fyrir sig.  Þarna gæti maður nú kíkt á gjafavöru einhvern daginn og þarna var líka krúttlegur bekkur til að sitja á.  Já já, ég veit að nú er ég komin í stúdeópælingar.

Jæja svo var tekinn bíltúr og Þráinn keyrði niður brekku sem ég þorði ekki að fara um daginn og viti menn.  Við fundum kirkjuna í Mandal og kirkjugarðinn og þangað er ég að fara í dag ef himininn verður fallegur, annars þá bara á morgun.  Æðislegur staður og ég veit að þarna get ég staldrað við í einhvern tíma.

Það er búið að koma fullt af athugasemdum til mín vegna barnabótanna sem ég var að tala um í gær, þær eru víst tæpar 1000 nkr. á hjón en ekki á sitthvort okkar eins og búið var að segja okkur en það er sama það er 20.000 isk. og ætti að duga fyrir tómstundum barnsins og rúmlega það svo við þiggjum það frá norska ríkinu, ekki spurning.  En það er oft svona þegar allir eru að segja manni hitt og þetta, sumir segja meira en þeir vita og svo meðtökum við ekki alltaf rétt þannig að hvort sem okkur var sagt rangt frá eða misskildum þá er alla vega búið að leiðrétta það.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

12.07.2012 03:31
PAD 24

Það var nú bara viðburðarríkur dagur í gær.  Byrjaði á bloggi, vinnu og svo fengum við gesti fyrir hádegi, þegar Margrét kom með dótturdætur sínar sem eru 8 og 12 ára.  Þráinn fór nú strax að spila með þeim til að hjálpa þeim að kynnast og það var bara allt í lagi en þó talsverð feimni í gangi.
Svo fór Margrét í vinnu og skyldi stelpurnar eftir hjá okkur, því við ætluðum í rannsóknarbíltúr og buðum þeim að koma með.  Svo eftir vinnu hjá mér skelltum við okkur í bílinn og fórum sem leið lá að skoða veg hérna fyrir ofan sem átti að leiða okkur að einhverjum pollum sem fólk getur baðað sig í.  En þegar við komum aðeins upp þennan veg, þá var skilti sem sýndi bara reiðhjól og við höldum að það þýði að þetta sé ekki gata heldur breiður hjólastígur og svo sáum við að þarna var líka golfvöllur og Þráinn vildi nú vera að fá kúlur í bílinn svo við snérum við.  Skoðuðum okkur aðeins um í hina áttina og uppgötvuðum þessa stóru smábátabryggju rétt handan við hornið.

Jæja fyrst þetta gekk ekki upp, var ákveðið að keyra niður í bæ og gera aðra tilraun að kíkja í búðina hjá Hjálpræðishernum og þar kennir ýmissa grasa og ég á eftir að kíkja við þar oft, gæti kannski rambað á sætan notaðan kjól eða fallegan vasa uppá punt.

Svo kíktum við í ísbúðina og létum eftir okkur almennilegan ís, við hjónin keyptum okkur tvær kúlur og softís, nammi namm.  En þegar við erum að bíða eftir ísnum þá segir Þráinn við Viktoríu (eldri stelpuna) að hún skuli vera tilbúin því við ætlum ekki að borga fyrir ísinn, heldur hlaupa út um leið og allir eru komnir með sinn.   Ha ha ha, stelpugreyið vissi ekkert hverju hún ætti að trúa en sá fljótt að hann var að skrökva þessu.
Jæja við sátum úti og borðuðum ísinn okkar og vorum svona aðeins að reyna að kynnast og það gekk svona ágætlega en enn var smá feimni í gangi.
Eftir ísinn var ákveðið að labba bara áfram og fara að kirkjunni, og þá gerðist eitthvað. Um leið og við vorum komin í kirkjugarðinn þá smullu stelpurnar saman, þær reyndar byrjuðu á að ramba á leiði hjá einni stúlku sem hafði dáið 12 ára eins og þær eru í dag og svo héldu þær áfram að skoða leiði og spá og spekúlera í lífinu og dauðanum.

Kirkjan hér í Mandal er elsta og jafnframt stærsta timburkirkja í Noregi og hún er svo falleg og kirkjugarðurinn er sá al fallegasti.  Ekki eitt leiði illa hugsað um og algjör snilld sem hér er gerð.  Fyrst deyr kannski maður og hann er jarðaður og settur legsteinn hjá honum, svo deyr kannski konan hans og þá fer hún í sömu gröf og nafni hennar bætt á steininn.  Svo heldur þetta áfram og við sáum legsteina sem var skrifað á báðum megin og samtals 6 nöfn en ætli það sé þá ekki orðið alveg fullt, veit ekki alveg hver mörkin eru, eða hvort allir séu brenndir eða bara liggja kósí saman þarna niðri.  Alla vega bráðsniðugt, eftirlifandi aðstandendur hugsa um eina gröf en ekki 6 og þurfa ekki að leita út um allan garð.  Fyrir utan hvað þetta sparar pláss.

Frábær kirkja og garður sem ég mun draga ykkur kæru vinir að skoða þegar þið komið í heimsókn til mín.
Eftir garðinn voru stelpurnar bara farnar að tjatta og spyrja hver aðra spurninga um “finnst þér þetta og hitt skemmtilegt” osfrv.
Komum við í búð á leiðinni heim og keyptum pizzur og bjór og héldum svo partý þegar heim var komið.  Nei stelpurnar fengu appelsín.
Svo var glápt á mynd, tekið í spil og borðað saman.  Amman kom að sækja stelpurnar kl. 21 þegar hún var búin að vinna og þá fóru Þráinn og Ástrós Mirra heim með henni að hjálpa henni að koma rúmum uppá loft sem hún var að kaupa í gestaherbergið sitt.
Góður dagur að kveldi kominn og ég alsæl, því ég fékk að taka fullt af myndum, bæði landslagt, götu og portrait.  Flottar stelpur sem við kynntumst og ég á eftir að fara í sérstakan ljósmyndatúr með þær.  Og já miðbærinn í Mandal er allur einn stórkostlegasti bakgrunnur, þarf ekki að leita að gömlum húsum í bakgrunn eða neitt þvíumlíkt.

Allir alsælir með daginn og í dag er spurning að labba og kanna þessa leið sem við þorðum ekki að keyra í gær.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
13.07.2012 01:34
PAD 25

Jæja, dásamlegur dagur í gær, sól og skýjað til skiptis.  Ég hætti að vinna kl. 14.30 til að njóta dagsins með mínu fólki og við skelltum okkur í göngutúr hérna aðeins niðurfyrir húsið en þar er leikvöllur og við sáum að það var göngustígur þar meðfram skóginum.  Já, sæll.  Löbbuðum í 3 mín og hvað sáum við þá?  Þennan líka fallega golfvöll, með mikið af trjám og fallegum flötum, Þráinn hafði að orði að nú væri kannski tilefni að fara aftur í golfið.  Já, það er spurning.  Búinn að vinna kl. 15 flesta daga, drífa sig heim og rölta út með golfsettið.  Koma nógu tímanlega til baka til að sjá um matinn oþh.  Það myndi ekki trufla mig.  Og ég fékk nú ábendingu á fésinu í gær að þetta væri nú tilefni fyrir alla fjölskylduna að skella sér í golf, en ég verð bara að segja að ég hef aldrei skilið hvað það er sem heillar fólk við að labba með kylfu og skjóta kúlu út í loftið eftir kúnstarinnar reglum.  Og já reglum, því þú mátt ekki fara út á golfvöll og leika þér.  Ég held að þetta reglukjaftæði sé það sem fæli mig frá þessu.  Ég þoli ekki reglur í leikjum.  Ef ég vil halda á kylfunni með puttann vafinn um stöngina og standa innskeif þá á ég bara að fá að gera það í friði, ef ég hitti ekki, þá má hlægja að mér en ef ég kynni nú að gera meistaralegt högg í þessum aðstæðum, hvað þá?  Málið er nefnilega að þegar Þráinn var að byrja í golfinu þá fór ég einu sinni með honum út fyrir bæinn að skjóta kúlum og mér gekk bara vel, þangað til hann fór að sýna mér hvernig ég ÆTTI að gera þetta.  Þá missti ég alla einbeitingu af því að skjóta á kúlu því það var svo erfitt bara að reyna að standa eins og ég átti að standa.

En þetta er allt í lagi, það þurfa ekki öllum (sem betur fer) að þykja skemmtilegt að rölta um kylfur.  Ég rölti bara um með myndavélina frekar og tek myndir af hinum með kylfurnar.

Jæja, eftir þessa fínu uppgötvun okkar var ákveðið að skella sér í Intersport og kaupa bolta svo það væri hægt að leika sér úti við í góðu veðri og ….. það var nú keypt aðeins meira en bolti þar, en það var líka þörf á því.  Mirruskottið fékk íþróttaskó, buxur, bol og svo voru bæði keyptur körfubolti og fótbolti svo nú ætti að vera hægt að leika sér úti.  Feðginin verða flott að drippa bolta hérna út og ég tek myndir af þeim, því ég hef aldrei verið góð í boltaleikjum heldur.  Ég er bara ekki þessi íþróttatýpan, ég var sú sem hélt fyrir andlitið í brennó því ég var svo hrædd við boltann frá stelpunum (sem margar voru í handbolta og mjög skotfastar).  En ég gat hlaupið og já mér fannst mjög gaman í blaki, það átti vel við mig.

En nú að allt öðru.  Ég er búin að sitja með hökuna vel signa niður á bringu hér yfir auglýsingunum í sjónvarpinu á kvöldin kl. 21 (það er ekki seint að mínu mati og börn niðurí 7 ára eru vakandi þá) en það eru hérna auglýsingar þar sem flottur karl er að slípa pallinn hjá sér.  Konan hans situr í stól og nýtur lífsins og um leið og hún heyrir í slípirokknum þá verður hún dreymin til augnanna og fjarræn.  Hann tekur eftir þessu eftir smá tíma og þá hrekkur hún í kút.  Önnur er þannig að karlinn (ennþá flottur kall) er að bursta í sér í tennurnar með rafmagnstannbursta og konan situr á baðinu og ber krem á fæturna á sér og um leið og hún heyrir í tannburstanum þá verður hún dreymin til augnanna og fjarræn.  Hann tekur eftir þessu og hættir að bursta og hún hrekkur í kút.
Hvað haldiði að sé verið að auglýsa?
Nei, þið eruð sko ekkert með dónalegan hugsunargang.  Það er verið að auglýsa víbratora í öllum regnbogans litum og lögunum og gerðum.
Já, sæll heimur versnandi fer.  Í fyrsta lagi að það sé verið að auglýsa svona á almennum sjónvarpsstöðvum þar sem börn eru að horfa og svo það að vera að sýna fram á það að konu dreymi rafmagnstæki þegar hún heyrir í tannburstanum í stað fyrir að dreyma þennan fallega mann sem hún á.
Já það verður eitthvað mikið að, þegar tannburstinn fer að kveikja í mér, það er alveg öruggt, en að sjá kallinn minn með slípirokk það gæti virkað en það er ekki hljóðið í slípirokknum sem gerir það heldur þessi flotti kall sem ég á.

Já og til að kóróna þetta, þá var mér tjáð af konu sem sá þessi tilteknu tæki í búð til sölu að þau eru víst pínulítil, og við sem erum komnar á fimmtugsaldurinn erum bara ekki að skilja hvernig það getur orðið meira sjarmerandi en alvöru kall.
Æi, mátti bara til að deila þessu með ykkur.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

14.07.2012 03:32
PAD 26
Fórum í matarboð í gær til Juliu og Arnfinns.  Þetta var árlegt boð sem þau halda einungis fyrir fullorðið fólk og það stóð frá kl. 18 til 05 í nótt, ég fór reyndar heim kl. 01.

Þarna var á boðstólnum rækjur, krabbar, skelfiskur og hin margrómaða fiskisúpa sem Julia gerir.  Súpan var mjög góð.  Hitt…………. ah við skulum bara láta Þráin svara því, þetta var alla vega mjög framandi og virkilega gaman að fylgjast með fólkinu borða, því það er heilmikið vesen í kringum þetta en mikil stemning.  Það var dúkað langborð úti fyrir 18 manns og svo var búið að gera svona stofuhorn með útiarni og kósíheitum.

Það var aðeins of mikill vindur og fór því mikill reykur í augun á okkur frá arninum og ég var alveg búin í augunum þegar ég fór heim kl. 1, Þráinn aftur á móti kom ekki heim fyrr en kl. 5 svo ég reikna með að það hafi verið stemning.
Annað sem þreytir svona nýflutta konu er að tala ekkert sitt eigið tungumál, bæði að reyna að skilja eitthvað í norskunni þegar þau voru að tala og svo hitt að tala þá ensku við þá sem voru að ræða við mig.

Ég skil ekki þegar sagt er að norðmenn bjóði fólk ekki velkomið því þarna voru 3 konur sem ég stefnumót við fljótlega því þær eiga stelpur á aldrinum 10 – 13 ára og vilja endilega gera eitthvað með okkur Ástrós Mirru.  Held við séum að fara í göngutúr í næstu viku með Juliu og einni vinkonu hennar ásamt dóttur hennar og Ástrós Mirru.
Svo lét ein mig hafa símanúmerið sitt því hún vill endilega hitta okkur seinna en dóttir hennar 11 ára gengur í sama skóla og Ástrós Mirra mun fara í.  3 konan er mamma Juliu en maðurinn hennar á 13 ára stelpu sem kemur eftir viku og verður í viku með þeim hér í Mandal en þau búa nálægt Oslo og við ætlum saman í sund ofl.

Við erum líka búin að fá heimboð frá mömmu Juliu.  Og í næstu viku förum við í bátsferð með Arnfinn og Juliu útí sumarhúsið sem pabbi Juliu á og verðum þar einn dag, þau skutla okkur svo bara í land ef við ætlum ekki að gista.  Sýnist að það verði nóg að gera næstu daga og einmitt núna er Ástrós Mirra að gista hjá Margréti og hafa skemmtilega stund með barnabörnunum hennar Viktoríu og Elísabetu.
Allt þetta flokkast undir mikla gestrisni og þarna er fólk sem er að bjóða okkur velkomin til landsins og bæjarins þeirra.
Þráni er alls staðar hrósað fyrir hvað hann tali góða norsku og svo horfði einn í mig í gær og var svona hálft í hvoru að spyrja af hverju ég talaði ekki meira norskuna. Svo ég sagði að það væri nú ekki alveg að marka hann væri búinn að vera í 7 mánuði en ég bara í 20 daga.  Já ok, þá skyldi fólkið þetta alveg.  En ég er oft að hugsa á norsku en það er spurning hvort það sé einhver feimni því það kemur svo allt út á ensku en ekki norsku hjá mér.  Ég þarf að vera duglegri því maður sér hvað fólkið metur þetta mikils.  Alveg eins og ég sjálf heima á Íslandi með útlendinga, ég met mikils þegar þeir hafa áhuga á að læra tungumálið í því landi sem þeir þiggja vinnu og þiggja að búa.

Mér skilst að krakkar hér tali ensku svo Ástrós ætti ekki að verða í vandræðum með að tjá sig en hún þarf líka að byrja að reyna að tala norskuna.  Við erum flutt hingað – þurfum að hætta að hugsa að við séum í sumarfríi þó það sé kannski erfitt meðan við erum bara heima og svo út að leika okkur.  En þetta ætti nú að koma allt saman þegar skólinn byrjar.
Glampandi sól í dag og eitthvað skemmtilegt verður gert, ekki spurning.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

15.07.2012 05:35
PAD 27

Margrét og stelpurnar komu að sækja mig kl. 11 og var ferðinni heitið í lítinn dýragarð sem er sambærilegur við Dýragarðinn í Slakka.  Lítil dýr sem má halda á og kósí stemning.  Hægt að smella pylsum á grillið og hafa huggulega stund þarna.  Þessi garður er hér í bæ sem heitir Vigeland eða við keyrum í gegnum þann bæ og höldum aðeins áfram og þá er komið að garðinum.  Dýrin þarna voru bara krúttleg og sæt, og hérna mega börnin fara inní öll búrin og knúsa öll dýrin, líka geitur og svín.
Við áttum bara kósítíma þarna, stelpurnar undu sér við dýrin og við Margrét sátum og kjöftuðum eins og konur gera.
Þegar við vorum búin að eyða 2 tímum þarna ákváðum við að keyra aðeins lengra og fara á Lindesnes og um leið og ég heyrði Margréti nefna það, mundi ég að það átti að vera einhver merkilegur viti þar.  Svo stefnan var tekin á að finna vitann.

Fallegur bíltúr eins og þeir eru alltaf hér, en alltof fáar útafkeyrslur svo ljósmyndarar sitja bara og hiksta í bílnum og taka andvörp og eru ábyggilega eins og eitthvað fatlaðir því það er svo margt fallegt að sjá en ekki hægt að stoppa til að taka af því mynd.
En eftir góðan bíltúr, með söng og skemmtilegheitum fundum við vitann.  Lindesnes fyr er upphaflega síðan 1656 en hefur verið í þeirri mynd sem hann er núna síðan 1915.

Æðislegur staður og ég segi bara eins og afi minn sagði um árið (og slæ á lærið um leið) “Ég sé nú ekki eftir að hafa komið hingað”.  En þarna var rok og næst þegar ég fer verð ég ekki í síðu víðu pilsi.  Veit ekki alveg hvaða útsýni strákarnir höfðu sem löbbuðu fyrir aftan mig þegar ég fór upp tröppur þarna uppá smá hæð, en ef það hafa verið læri og nærbuxur þá verðu bara svo að vera, ég náði engan veginn að stjórna þessu pilsi sem fauk og niður og út um allt.  Var samt að reyna.

Þarna eru fullt af göngum sem stelpunum fannst mjög gaman að labba í gegnum og vita ekkert hvar þú kemur út.  Spennandi staður, fallegur staður með mikla sögu.
Leyfi slóðinni á síðuna þeirra að fylgja með.  http://www.lindesnesfyr.no/
Ég komst að því í þessum bíltúr að Mandal er syðsti bærinn í Noregi, ekki bara mjög sunnarlega eins og ég hef alltaf sagt, heldur er hann syðsti bærinn í Noregi, og þá höfum við það á hreinu.  Og þetta er bara paradís á jörð.  Minnir á Ísland, þar sem þú þarft yfirleitt ekki að keyra meira en 15 mín. til að sjá eitthvað fallegt.  Eitthvað annað en Spánn þar sem við keyrðum í tæpa 3 tíma og sáum ekkert spennandi á leiðinni, skil ekki hvað fólk sækir mikið í Spán.
En við áttum skemmtilegan bíltúr í góðum félagsskap og það er eitthvað sem klikkar ekki.  Við sungum líka á leiðinni heim og svo var mér skilað en Ástrós Mirra fór aftur með Margréti og stelpunum og gisti þar aftur í nótt, en kemur til okkar í dag, þar sem þær eru með önnur plön og við líka.

Planið var ströndin í dag, en það er vindur uppá 10 metra svo ég held við verðum að finna plan B.  Sjáum til hvað það verður.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
16.07.2012 03:53
PAD 28

Sunnudagur og þá er auðvitað aðeins kúrt lengur en hjá okkur þýðir það til kl. 8 og í mesta lagi 9.  Svo var bara dólað sér þar til heimasætan kom heim um kl. 11 en hún var búin að vera í gistingu hjá Margréti og stelpunum alla helgina.  Það var voða gaman hjá þeim og ábyggilega pínu gott að vera laus við okkur í smá tíma.  Planið í gær var að fara á ströndina.  Ég er hætt að plana að fara á ströndina því það virkar ekki.  Í gær var hávaðarok en sól og hiti en það er ekki hægt að vera á ströndinni í roki því þá fer sandurinn allur í augun á manni.
Jæja svo við ákváðum að skella okkur í bíltúr, ég bað Þráin að fara sama bíltúrinn og við fórum daginn eftir að við komum hingað, því þá var ég ekki með myndavél á mér en núna væri góður dagur til að fara í bíltúr og taka myndir.  Birtan var samt ekkert sérstaklega góð, of mikil sumstaðar en minni annars staðar og rokið var á köflum þannig að maður stóð ekki öruggur á klettabrún.

Við keyrðum sem leið lá í SkjernØye, lítill fallegur sumarleyfisstaður eða ég held að þarna sé aðallega fólk sem býr hér á sumrin, þó getur verið inná milli heilsárshús.  Það hlýtur að vera að skrítið að búa einhvers staðar þar sem eru nánast engir nágrannar á veturna en allt fullt af fólki á sumrin.
Alla vega til að komast á SkjernØye þarf að fara yfir brú, þessa brú og þar er ekki hægt að mæta bíl og ég er skíthrædd þarna yfir, loka bara augunum og bið til Guðs.  Ætla með Konný á þennan stað en læt hana loka augunum áður en hún sér brúna það er á hreinu því hún er lofthræddari en ég.

Eitt sem er svo skrítið hér á þessu svæði er að hérna eru fullt af skerjum og pínulitlum eyjum þar sem fólk hefur samt bara skellt einu húsi eða svo og eyjan er ekki stærri en svo að hún myndar lítinn garð í kringum húsið.

Til dæmis á föðurfjölskylda Júlíu svona eyju með húsi sem mér skilst að sé um 28 fm bústaður sem er auðvitað bara heppileg stærð eða eins og okkar sælukot á Þingvöllum er.  Lengi vel var ekkert klósett þarna og reglurnar eru eitthvað ákveðnar, um hvað má byggja og hversu langt það þarf að vera frá klettunum eða ströndinni.  Held það séu 100 metrar.  Pabbi Júlíu skellti upp svona litlu útiklósetti fyrir einhverjum mörgum árum en svo kom byggingaeftirlitið og þá mátti ekki byggja meira á þessari eyju og spíturnar voru rifnar utan af klósettinu og það stendur bara úti í guðsgrænni náttúrunni og þar er það notað eins og vera ber, enda enginn á Eyjunni nema þau.  En fyndið, klósettið má vera en bara ekki byggt utan um það.
Við förum kannski þangað í vikunni og þá tek ég mynd af þessu.

Þegar við vorum komin alveg inná SkjernØye þá var nú talsvert meira logn en í Mandal og á leiðinni og fólk að leika á ströndinni þar og mikil sumarleyfisstemning.

Þegar við komum til baka inní Mandal var ákveðið að keyra yfir brú sem við höfum aldrei gert og tókum við skemmtilegan hring í hina áttina inní Mandal.  Lítill bær en svo ótrúlega margar leiðir aðeins útfyrir.
Enduðum á að koma við á ströndinni til að taka stöðuna á henni, þar voru kannski 10 manneskjur að reyna en ekki gott að vera þar vegna vindsins.

Síðan var bara farið heim, frúin skellti í súpu og svo kom Alfreð í mat til okkar en hann er á leiðinni heim eftir nokkra daga, alfarinn til konu og 3 barna.  Held að sú kona verði ánægð að fá einhverja aðstoð inná stórt heimili.
Horft á Mission impossible 4 og farið seint að sofa á þessum sunnudegi.
Viðburðaríkri viku lokið og væntanlega verður sú næsta ekki minna viðburðarrík.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Ps. ég gleymi að segja ykkur frá því að hér er að verða siður að Þráinn bjóði uppá kaffi í eftirrétt og það fer að verða frægt því svo gott er það.  Það er alla vega besta kaffið á Langåsen, ekki spurning.
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
17.07.2012 03:29
PAD 29

Jæja í dag er mánuður síðan við fluttum hingað til Mandal en ég byrjaði ekki að skrifa fyrr en 19. júní til heiðurs honum afa mínum sem lést þann dag.
Gærdagurinn var bæði venjulegur og óvenjulegur.  Það var sól og fínasta veður en fólkið hér var samt að innipúkast.  Ég að vinna og Þráni mínum datt í hug að baka flatkökur sem hann og gerði og gerði svo vel.  Æðislegar flatkökur hjá mínum ektamanni.  Næs, nú þarf maður ekki að sakna þeirra von úr viti, svona á að gera þetta, bjarga sér með það sem hægt er.  Ég hef alltaf haldið að það sé svo mikið mál að baka flatkökur en það er það ekki, nema að hnoða og fletja út en það er allt í lagi núna, því þetta verður ein af sérgreinum Þráins.  Hann er snillingur að hnoða en ég ekki.
Svo kom Ástrós hérna til mín eftir hádegi og tjáði mér að Nói væri komin með sína fyrstu Skógarmítlu og hún saug sig fasta við eyrað á honum.  Flått heitir þetta á norsku og ég náði henni með flísatöng en ég get alveg sagt ykkur það að ég myndi ekki vilja gera þetta á hverjum degi því aumingjast kötturinn grét í fanginu á mér þetta var búið að sjúga sig svo fast við hann.
En síðan var okkur tjáð að hægt væri að fá eitthvað til að bera á köttinn svo við Þráinn skelltum okkur til dýralæknisins eftir vinnu hjá mér til að athuga með það.  Þar fengum við 4 skammta og dugir hver þeirra í viku og þetta er bara eitthvað efni sem á að bera einhvers staðar á köttinn niður í feldinn og passa bara að hann nái ekki að sleikja þetta.  Börn mega ekki koma nálægt kisunni þegar búið er að bera þetta á, svo þetta er nú eitthvað eitur sem vonandi kemur í veg fyrir að Flåttin vilji Nóa kallinn aftur.
Heyrðu, já það átti reyndar líka að kaupa hylki í sódastreamtækið í leiðinni svo við fórum niður í bæ.  Lögðum bílnum við verslunarmiðstöðina og ég segi við Þráin að þar sem ég sé nú búin að búa hér í mánuð þá sé kannski kominn tími til að sjá hana að innan þessa verslunarmiðstöð.  Svo við byrjuðum að fara í matarbúð og kaupa smotterí þar.  Fórum svo að leita að gashylkinu en það er ekki til þessi tegund hér, hérna eru hylkin talsvert mikið stærri en þau sem við notum heima á Íslandi.  Þurfum líklega að kaupa okkur nýtt tæki en það kostar bara svo mikið 1300 nkr. sem er 28.000 isk. en á móti þá kostar einn og hálfur líter af kók hér 23 nkr. sem er um 500 isk. svo ég fór að reikna út að ef við værum að kaupa gos annan hvern dag, þá verðum við bara í 3 mánuði að borga upp sodastreamtækið svo við munum líklega splæsa í það fljótlega, bara aðeins að kíkja á tilboðin fyrst og bera saman verð á milli verslana.
Jæja svo var kíkt í þessa verslunarmiðstöð og þarna er bara fullt af búðum, sem ég hafði ekki hugmynd um.  Endaði á að kaupa mér eitt pils, 2 boli og topp.  Sagði Þráni að kaupa sér 2 boli líka því þeir kostuðu ekki nema 49 nkr stykkið, einn bolur sama og 2 kók.  Humm eitthvað skrítið þarna og maður ætti nú að hætta að kaupa kók, það er nokkuð ljóst.
Já og svo má ekki gleyma að Þráinn keypti nýtt vöfflujárn, því okkar gamla gerir bara svona djúpar belgískar vöfflur en við viljum bara þessar venjulegu eins og amma gerði.  Heyrðiði þarna var hægt að fá vöfflujárn sem gerði stórar vöfflur og svo annað sem gerði venjulegar vöfflur en þá er það tvöfalt svo við skelltum okkur bara á það og nú verður sko fljótlegt að skella í vöfflur því það verða bakaðar tvær í einu.  Algjör snilld og þið vitið að þetta er líka sérgrein Þráins.  Mikið er ég alltaf heppin.
Jæja svo var bara ákveðið að drífa sig heim áður en við myndum eyða meiri pening og fá sér súpu frá kvöldinu áður (þar er ég snillingurinn) og hafa huggulegt sjónvarpskvöld.  Two and a half man, Charlies angels og Covert affairs.  Þetta klikkar ekki.  Mánudagrnir eru með bestu sjónvarpskvöldunum hérna í Noregi.
Jæja mynd dagsins er að sjálfsögðu mynd af mér í nýja pilsinu eða reyndar eru þetta myndir af mér svo bara njótið og sjáið hvað ég er farin að dansa.
Þangað til á morgun,
Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
18.07.2012 03:34
PAD 30

Dobblaði Þráin út í göngu í skóginum í gær, hafði ekki þorað um daginn með Ástrós Mirru ef við skyldum villast en vissi að það yrði nú allt annað með Þráni.
Við skelltum okkur hérna uppfyrir hverfið og í rauninni er ég alltaf að leita að þessum heitum tjörnum eða vötnum sem hann Arnfinn sagði að væru þarna hinum megin.

Síðast þegar við vorum að leita að þeim fundum við golfvöllinn svo núna var leiðinni haldið í hina áttina.  Ég tek það fram að þetta átti að vera klukkutímagöngutúr og ég var á sandölum því gönguskórnir mínir eru ennþá á Íslandi því það var ekki pláss fyrir þá þegar ég kom.  Vonandi að Klara systir geti tekið töskuna með sér þegar hún kemur í ágúst, bæði úlpur og skór í henni.  En aftur að göngutúrnum.  Við röltum þarna inn í skóginn og vorum svo sem ekki að sjá hvert við ættum eiginlega að fara til að finna þessar tjarnir, en ég var voða viljug og sagði Þráni að við skyldum halda áfram þarna og svo til hingað osfrv.  Svo fundum við slóða sem hafði verið gerður af bóndanum líklega til að sækja timbrið og ákváðum að ganga eftir honum smá stund.  Það var bara gaman í svona æfintýragöngu og við lentum alveg í að sjá nánast ekki neitt, til þess að sjá ána og nýslegnar grasflatir.

Svo erum við búin að labba í ca. Hálfhring skv. mínum áttavita og ég vildi þá taka einn stíg inní skóginn og þá kæmum við ábyggilega út úr skóginum hinum megin við húsið okkar.  Við löbbum þarna inn og sjáum fljótlega að þetta er ekki sniðug leið og ætlum að labba til baka en ….. ó mæ god við fundum ekki slóðann sem við komum inní skóginn. Við löbbum uppá klett en nei við getum ekki hafa komið hérna inn mundi ekki eftir því, förum aðeins niðurfyrir og neiiiiiiiiiiiii hér er ekkert kunnuglegt og förum þá aðeins í ………… shit nú er ég að verða smeik, þetta er ekki sniðugt, ég veit ekkert úr hvaða átt við komum inn í þennan skóg.  Þráinn tekur upp símann og finnur hvar við erum og finnur hvar Langåsen er en síminn tekur bara stefnuna í gegnum fjallið og það er ekki leiðin sem við ætlum eða getum labbað.  Svo við höldum áfram að prófa okkur áfram og áður en ég panika finnum við stíginn en djö… var ég að byrja að verða hrædd.  Orðin kófsveitt líka og þá var ég farin að hafa áhyggjur af skógarmítlunni og byrjaði auðvitað að klæja alls staðar og og og

Ég er hætt að leita að þessum tjörnum og ætla ekki að æða inní skóga bara eins og þetta sé göngugatan í miðbænum.  Þarna geta víst verið úlfar og elgir og ég veit ekki hvað.  Held ég hafi orðið vör við íkorna skjótast á milli tjánna en sá nú ekki nein önnur dýr en Þráinn sagði mér sögur svo ég er hætt í bili alla vega að taka áhættur að villast í skóginum.

Jæja við löbbuðum til baka og fundum golfvöllinn aftur og vissum þá að nú værum við alveg að koma heim.

Síðustu metrarnir voru frekar þreytulega labbaðir hjá mér enda komst ég að því þegar ég var búin að vera heima í 10 mín. að við vorum búin að vera í rúmlega 3 klukkutíma að labba.  Fínn göngutúr það sem átti bara að vera í 1 klukkutíma hámark.  Mikið var gott að stelpan var ekki farin að sakna okkar, þá hefði ég nú farið að panika alvarlega.
Fengum okkur bara flatkökur og vöfflur í kvöldmatinn en Þráinn hafði baka vöfflur í gærdag og bauð mér uppá vöfflur með ís, rjóma og súkkulaðisósu.  Nammi namm.  Og já ekkert meira tal um ströndina, ég er þrisvar búin að plana strandferð en þá er aldrei veður til þess, svo ég plana ekki oftar ströndina en kannski kíki á hana ef það viðrar óvart.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

19.07.2012 03:00
PAD 31
Jæja kominn mánuður sem við erum búin að búa hér saman öll fjölskyldan.  Þetta er búinn að vera frábær tími, við erum búin að kynnast fullt af fólki.  Kynnast bænum og nær umhverfinu og njóta þess að vera saman og gera ekki neitt sérstakt.
Pabbi spurði mig um daginn hvort við ætluðum ekki að fara neitt í fríinu og ég spurði hann á móti hvort honum fyndist við ekki hafa farið nógu langt.  Það er voða ríkt í fólki að gera svo mikið í fríinu sínu, ég pakkaði niður og flutti okkur Ástrós Mirru til Noregs.  Þráinn er búinn að vinna mjög mikið og vera í burtu frá okkur svo hann ætlar að njóta þess að vera bara heima með okkur.  Fara í göngutúr, fara í bíltúr, skreppa á stöndina eða setjast bara út í garð og gera ekki neitt.  Þetta er að vera í fríi.  Við megum ekki koma þreyttari til baka af því að við ætluðum að ná svo frábæru fríi og gera svo margt og hafa nógu mikið að segja frá svo við lítum nú ekki illa út.  Ég hef reyndar aldrei verið svoleiðis, ef ég fer á flandur í fríinu mínu þá er það af því að mig langar til þess.  Sama er að gerast hér, ef mér dettur í hug að fara í göngutúr í skóginum þá bara geri ég það og tel mig heppna ef Þráinn nennir með mér, sem hann gerir reyndar oftast.

En í gær skelltum við okkur á ströndina eftir vinnu hjá mér.  Þetta er eiginlega bara fyndið og er eitt af því sem okkur finnst erfiðast að venjast að við getum gert svona sumarfrís hluti án þess að vera í sumarfríi.  Það var auðvitað allt fullt af bílum bara frá stöndinni og niður í bæ en við fundum nú stæði beint fyrir framan, auðvitað!  Tókum með okkur nesti og ætluðum sko að hafa frábæra stund.  Fengum lánaðar systurnar Victoriu og Elísabetu Emmu.  Þegar við komum á ströndina sjálfa var svolítill vindur fyrst en þegar innar kom dró úr honum en að sama skapi minnkaði plássið sem eftir var.  Svo ég stakk uppá að við færum aðeins lengra en þar er önnur strönd sem við fórum á um daginn og þar var nánast enginn enda aðeins vindur þar, stelpurnar vildu samt frekar vera þar svo við dreifðum úr okkur og þær fóru að fíflast í sjónum þó hann væri ískaldur ennþá.  Ég vona að hann fari að hlýna fljótlega því krakkar elska þetta busl.  Og okkur fullorðnu finnst það alveg ágætt líka.  Við áttum svo góða 2 tíma þarna við leik, nestisát og svo grófum við stelpurnar allar niður svo þær yrðu til friðs.  Gott ráð fyrir fólk með óþekk börn.  Ekki að þessar skvísur eru reyndar ekki neitt óþekkar og ná alveg rosalega vel saman, ég vildi bara óska að þær yrðu hér í allt sumar hjá ömmu sinni, en það er bara ekki svoleiðis, því miður.  En þá kynnumst við vonandi einhverjum frábærum norskum stelpum, það er á planinu.

Svo þegar við komum heim, þá fór Þráinn að huga að matargerð og fékk stelpurnar til að hjálpa sér enda matur sem krakkar hafa gaman að hjálpa með, ritzkexbollur og þær voru svo vel gerðar af litlum stúlkum, held að Emma hafi nú átt heiðurinn að því.

Svo fóru stelpurnar að búa til nýja veröld í Sims og við hjónin að horfa á Lærlinginn hjá Mr. Donald Trump og bara þægilegt kvöld.  Svo þegar Margrét kemur að sækja stelpurnar eftir vinnu hjá henni þá kom stóra spurningin, megum við gista og auðvitað var það leyft.  Þráinn fór að sækja á þær föt og sængur og við græjuðum gestaherbergið svo þær gætu sofið allar saman í tvíbreiðu rúmi.  Og já gestaherbergið átti að heita Guðrúnarherbergi en Guðrún mín, ég man það bara aldrei og segi alltaf gestaherbergi og þá hlær Ástrós Mirra að mér.
Þannig að Þráinn er hér í kvennafans og líður vel.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

20.07.2012 05:17
PAD 32
Það ringdi í gær, mikið var það gott fyrir gróðurinn og þá fékk maður (sem sagt maðurinn minn) tækifæri til að þrífa innandyra, en maður nennir því ekki í sólinni.  Svo í gær með ég var að vinna, tók Þráinn húsið í gegn.  Skrítið hvað hann er miklu lengur að þessu en ég.  En þið ættuð líka að sjá hvað hann gerir þetta vel.  Og ekki var ég búin að fatta að gólfin hefðu verið svona skítug, ég skúriði bara en hann skúraði og skrúbbaði og skipti þrisvar um vatn á eldhúsinu.  Ohhhhh ég er búin að vera á annarra manna skít (og annarra manna skítur er verri en manns sjálfs) í heilan mánuð.

Svo hélt hann áfram og þegar hann var að þrífa ganginn þá var eitthvað að bögga hann skór út um allt, þvottagrindin og fleira.  En ég konan í rósótta pilsinu hef alveg látið það vera að leyfa þessu að bögga mig.  Enda var ég ákveðin í því að breytast að þessu leiti hér úti í Noregi og hætta að vera að stressa mig á því að allt þurfi að vera á sínum stað og fullkomið.  Sem sagt hér eru skór um allan gang.  Nei, ekki lengur því Þráinn vildi breytingu og það er þá bara allt í lagi, hann er svolítið að breytast í mig, því ég er að breytast í einhvern annan.  En hann vildi skógrind, kíktu á Ikea.no.  Æi, en við ætluðum að vera bara með notað og úr öllum áttum en ekki svona stílhreint Ikea dót sagði ég og hann sagði að hann hefði bara engin verkfæri til að uppfylla þessar óskir mínar, svo ég sagði bara ok, við finnum út úr þessu og fór aftur að vinna.
Svo kem ég niður eftir klukkutíma og þá er hann ekki ennþá búinn að skúra neðri hæðina, hvaða óskapa tíma getur þetta tekið hjá manninum?  En hann var nú heldur hvergi sjáanlegur svo ég kíki út og heyri þá eitthvað bardús úr bílskúrnum og viti menn.  Þar er minn maður búinn að finna eldgamlan trékassa og er að setja í hann hillur, svo nú erum við með geggjaða skógrind með sessu ofan á svo maður getur setið og klætt sig í skóna.  Hann er bara djö… snillingur þessi kall minn.  Og ég elska þessa skógrind, eða þennan skókassa.

Fékk einn part af stóru pöntuninni minni í gær, en það er einn bakgrunnur sem sagt, skærgrænn svo auðvelt verði að skipta um bakgrunn á þeim myndum sem teknar verða með honum.  Hitt hlýtur þá að fara að koma, kannski í tveimur bútum en þá fæ ég það tollfrjálst, þetta lá bara í póstkassanum mínum.  🙂
Svo voru hér stelpur í gistingu í gær, voða notarlegt að hafa fleiri en eitt barn í húsinu og þær eru svo miklar vinkonur orðnar strax og semur svo vel.  Svo eftir vinnu fórum við að hitta Margréti því á planinu var að taka stelpurnar í formlega útimyndatöku og hafa Margréti líka með.  Það e sko kaos heima hjá henni þegar hún er búin að vera í vinnu.  Hvolpar og hundaskítur út um allt hús en jesús hvað þeir eru mikil krútt, það er ekki einu sinni hægt að verða fúll yfir sóðaskapnum í þeim.  En sem sagt Erro og syskini hans eru farin að fara um allt, en Margrét er með búr utan um þá en hún getur ekki lokað Tönju inni allan daginn svo hún hefur opið.  Þeir eru farnir að borða matinn frá mömmu sinni, drekka vatn, detta ofan í vatnsskálina og bara krúttlingast út um allt.  Held ég fari í næstu viku og gagngert taki myndir af hvolpunum.  Vildi að ég gæti stillt þeim upp öllum í einu en það er vonlaust, nema ég hafi átta hendur til að halda utan um þá.  Jæja sjáum til hvað við getum.

Alla vega fór í útimyndatöku með stelpurnar uppí kirkju og þetta er bara geggjaður staður með alls konar veggjum og bakgrunnum og flottar stelpur sem ég hafði.  Hlakka til að deila myndunum af þeim en ég ætla aðeins að lúra á þeim því ég hef svo fáar myndatökur með krökkum í.

Svo skruppum við Þráinn að versla fyrir vikuna og byrjuðum á að fara í Meny sem á að vera svona sambærileg við Hagkaup og ætluðum að kaupa humar og eitthvað á grillið.  En það stuðaði mig svo mikið að það var grátt kjöt í kælinum, við nánari skoðum útrunnið svínakjöt að ég hafði bara ekki lyst á að kaupa kjöt þarna og við fórum nánast tómhent út.  Ákváðum þá að versla í ICA sem er þar við hliðina og þar er bara betra kjöt að finna og líklega ódýrara annars er ég ekki nógu vel komin inná verðin hér, nema ég komst að þvi að Ica er dýrari en ég hélt og það sést að mjólkin kostar þar 26 kr en í Rema 1000 kostar hún 21 kr.  Segir það ekki allt um restina enda fannst mér heldur dýr vikuinnkaupin núna.  Svo það er bara að aga sig og versla í Rema 1000 nema bæta við kjöti annars staðar frá.  Og já við fengum engan humar, þarna var til humar með haus og öllu, úps nenni því ekki því ég ætlaði að taka hann úr skelinni svo stúlkan benti okkur á eitthvað í dós sem líkist míní humri og ég ætla að prófa það.  Það á nefnilega að stæla Humarlokuna á 900 Grillhús um helgina en auðvitað verður það eki eins, sérstaklega þegar maður fær ekki aðalatriðið en svo getur bara vel verið að þessi míníhumar sé rosalega góður, það kemur í ljós á morgun.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(4)

PAD 33
Dagur 33 og nú skein sólin eins og henni væri borgað fyrir það.  Ég hafði enga eirð í mér að vinna og hætti kl. 13 eða 11 að íslenskum tíma.  Meira að einn kúnninn sagði þegar hún hringdi í annað sinn af hverju ertu ekki farin út í sólina og hætt að ansa þessum síma (reyndar þekkjum við mjög vel ég og þessi kúnni en krúttlegt samt).

Þannig að við skelltum nesti í tösku, ásamt handklæðum og sólarvörn og drifum okkur á ströndina. Það var rosalega mikið af bílum en ekki svo mikið af fólki þegar við komum.  Fundum okkur fínan stað á minni ströndinni sem er með fullt af leiktækjum fyrir börn svo þar er líf og fjör þeim megin.  Gaman að fylgjast með krökkunum að leika sér.  En eins og ég hef oft sagt þá er svo margt í boði í hér í Mandal og margt af því kostar ekki neitt, eins og að fara á ströndina og leika í leiktækjunum, það er allt ókeypis og svo er komin viðbót.  Nú getur þú farið að synda með svönunum eins og oft er boðið uppá á spáni að synda með sæljónum og höfrunum oþh.  Hér syndum við með svönunum og það kostar ekki neitt.
En það gæti nú verið smá vandamál suma daga hvað þeir eru aðgangsharðir svanirnir hérna en það er auðvitað af því að fólkið hefur verið að gefa þeim, það gerði það líka í gær.  En við hliðina á okkur var fjölskylda sem var hálfhrædd við þá svo Þráinn tók að sér smalamennskuna og rak þá langt út í sjó.  Hann var flottur kallinn þegar öslaði sjóinn og með látum og óhljóðum.  En svanirnir fóru í burtu.
… en bara í smá tíma, komu svo aftur og þá sáum við að þeir voru með hernaðarstragetíu í gangi, því tveir fóru uppá stönd og virtust ætla að koma aftan að okkur á meðan hinir dreifðu sér fyrir framan.  En jæja svo ruglaðist þessi hernaður eitthvað því að komu krakkar sem fóru að gefa þeim afgangsnestið sitt og hver nennir í stríð ef hann fær að borða.
Jæja eftir 2 tíma á ströndinni fór að blása svo við ákváðum að taka saman og kíkja í vínbúðina og kaupa hvítvín handa mér og tékka á bikiní handa Ástrós Mirru í Amfi verslunarmiðstöðinni.  Þar er íþróttabúð og flesti bikiní komin á útsölu en þau sem voru í barnastærðunum voru frekar barnaleg fannst dóttur minni svo ég sagði henni að við gætum kíkt á fullorðins hún myndi kannski passa í small og viti menn fundum tvenn en völdum svo önnur sem pössuðu og voru ekki lengur á tilboði heldur ÚTSÖLU því það kostaði bara 100 kr. en hafði kostað 599 áður.  Það munar um minna.  Flott bikiní á flotta stelpu og við aftur heim í sólbað og nú með hvítvín og kósí.  Pizza í matinn og næs hjá okkur.
En heyriði ég  var búin að segja ykkur frá skókassanum sem Þráinn smíðaði hér eru myndi af honum. Ég er svo ánægð með hann.  Og svo ætla ég að sýna ykkur kamínuna sem er á ganginum hjá okkur, oftast falin bakvið hurð en hún er geggjuð.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

22.07.2012 04:56
PAD 34
Vá, nú var sko sólbaðsveður þegar við vöknuðum í gær.  Dásamlegt, sól og logn. Svo við hentum út sólbaðsdóti og komum okkur fyrir í garðinum.

Svo var bara legið, lesið, snúið sér reglulega og hlustað á Simma og Jóa – bara næs líf en við höfum nú ekki úthald í svona lengi, svo stundum var farið inn og eitthvað gert og stundum aftur út en það er bara það sem er svo næs.

 

Ég tók mig til og prentaði út nokkrar myndir og setti í ramma sem óvart komust með okkur hingað út og það er ótrúlegt hvað 4 litlar myndir setja svip á heimilið og svo þurfum við að fara að breyta í stofunni alla vega á veggjunum þannig að okkar myndir njóti sín betur en þær sem fylgdu húsinu.

Sem sagt lítið gert annað en að njóta þess að vera til og vera saman.  Ég tók eiginlega engar myndir í gær, nema þessa sem sýnir nauðsynlega hluti í sólbaðinu og tvær, þrjár blómamyndir. En aftur á móti var Þráinn að læra á myndavélina sína og fá upplýsingar frá mér um filtera, macro og Wide Angle linsur ofl. sem fylgir henni.  Og svo vorum við að reyna að ná myndum af bangsaflugunum sem er svo mikið af hérna en þær stoppa svo stutt og eru svo viljugar í vinnu að það er bara ekki hægt.  Sá svo á 500px alveg geggjaða macro mynd, svo tæra og skýra og sýndi Þráni og sagði að ég skyldi bara ekki hvernig menn næðu svona mydnum og þá sagði Þráinn að það væri sko bara ÞOLINMÆÐI sem þyrfti.  Já ok, sitja úti með vélina á nefinu og bíða eftir flugu, jú jú kannski geri ég það einhvern daginn, en ekki núna.  Læt mér þá bara nægja blómin sem eru kjurr.

 

Jæja þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

23.07.2012 03:19
PAD 35
Í dag er gíður dagur að vera inni, því hér er grenjandi rigning og þoka.  Í gær var góður dagur að taka á móti gestum, enda fengum tvö sett í heimsókn.   Mikið gaman að fá fólk til sín og sérstaklega þar sem Þráinn var búinn að búa til salat og baka vöfflur þannig að ég held að mótttökurnar hafi verið ágætar.  Ég er bara eins og prinsessan á bauninni og mæti bara í veislurnar og brosi og reyni að vera skemmtileg.  Nei djók, ég er ekki einu sinni skemmtileg.  Jú jú en ég er bara svo ánægð með kallinn minn þegar hann er svona myndarlegur, ég get auðvitað alveg verið það líka en hef einhvern veginn meira fyrir því alla vega í svona bakstri og þannig veseni.

Fyrra settið af gestunum voru hjónin Svenni og Anna sem búa í Stavanger og voru á leið til Danmerkur og kíktu þá við.  Þau gátu nú ekki stoppað nema rúman klukkutíma sem var allt of lítið við hefðum sko getað kjaftað lengi við þau.  Uppfull af fróðleik og skemmlegheitum.  Og nú eigum við heimboð í Stavanger svo þá er um að gera að skella sér í bíltúr þangað einhvern daginn.  NÆS.

Seinna hollið sem kom í heimsókn var heimafólk, Hulda, Viðar og Ástrós Erla.  Já það eru tvær Ástrósir hér í Mandal og það er sko ekki algengt nafn, fyndið.  Þau sátu aðeins lengur en fyrri gestirnar og var mikið spjallað, fólkið hér er svo duglegt að miðla okkur að sinni reynslu svo lífið verði auðveldara fyrir okkur.  Svo var plönuð myndataka með mér og Ástrós Erlu á föstudaginn.  Gaman gaman.

Það var mikið rætt um skólamálin hennar Ástrósa Mirru hér í dag og við vonum nú bara að hún fái að fara beint í venjulegan skóla en ekki svokallaðan Motakskóla sem er fyrir útlendinga, það getur bara ekki verið að Norðmenn setji íslendinga við sama borð og pakistana og afríkubúa og jafnvel þjóðir sem hafa ekki sömu leturgerðir og við.  Vonum það besta og Þráinn er ákveðinn í að nota tæknina hans Svenna og senda skólastjóranum bréf þar sem hann hrósar skólanum og segist hlakka til samstarfs.  Svo er reyndar Julia búin að bjóðast til að fara með okkur í viðtal í skólann og hjálpa okkur að sannfæra skólastjórann að Ástrós Mirra þurfi ekki að fara í sér skóla heldur munum við hjálpa henni með lærdóminn ef þetta verður erfitt en mér skilst að fyrstu tveir mánuðurnir geti verið erfiðir en þá séu krakkarnir bara farin að tala norsku.  Alla vega var það svo með dóttur Svenna en hún var jafngömul Ástrós Mirru þegar hún flutti til Noregs og hún er að plumma sig vel.

 

Eftir kvöldmat fattaði ég að ég hafði ekki tekið eina mynd um daginn og vissi bara ekkert hvað ég ætti að mynda en Konný systir reddaði því og spurði hvort ég ætti ekki epli í ísskápnum sem ég átti svo ég fór að leika mér epli og peru og smá myndvinnslu eftirá.

 

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
24.07.2012 03:21
PAD 36
Þoka í dag, en engin rigngin.  Rigningin í gær var æðisleg, þetta var svona rigning sem mann langar að fara út og dansa í, sem ég og gerði og lét eiginmanninn festa á mynd.  Svo fór ég aftur út að taka myndir af blómum í rigningunni og svo í þriðja sinn til að sækja póstinn.  Varð rennandi blaut en ekki kalt.  Elska svoleiðis.
Það leiðinlega við rigninguna heima á Íslandi er að hún er köld.

Það var nú heilmikið leikið sér saman í gær og ég elska það þegar Þráinn er til  í leikinn líka.  Málið var að við römbuðum á myndir af Bruce Willis og það er nú öllum ljóst að þeir séu líkir Þráinn og hann en þegar við vorum að renna í gegnum myndirnar þarna þá horfi ég á eina þeirra og segi:  Fyndið það kemur ein mynd af þér upp í þessari leit.  Og horfi svo betur og sé að þetta er bara ekkert Þráinn heldur Bruce Willis sjálfur.  Þá fengum við þá hugmynd að taka mynd af Þráni og vinna hana eins og myndina af Bruce og skella þeim saman og afraksturinn er svona helv. skemmtilegur.
Jæja svo var pínulítið haldið áfram að leika sér því Þráinn tók myndir af mér að dansa í rigningunni og ég hafði gaman af að setja þær á netið og sjá viðbrögðin við þeim.  Held nefnilega að fólk sé ekki alveg að fatta hvað þetta er eitthvað rólegra og auðveldrara (ennþá) líf hér.  Ég er svo tímalaus og skil ekki af hverju ég gat ekki verið það heima á Íslandi.  Ég hef setið og hugsað út í það, hvað það hafi verið sem ýtti undir stressið og það að þurfa alltaf að vera að gera eitthvað til að vera ánægður, hér getum við dólað okkur heilan dag og tíminn líður svo hratt og allir einhvern veginn glaðir.  Ég er einu sinni búin að pirrast hérna, já bara einu sinni í 36 daga og það var alveg eðlilegt að ég hefði gert það, við Þráinn vorum að rökræða og OH MY GOD hvað það getur farið í taugarnar á mér þegar hann er ekki sammála mér, ég á það til að fara miklu lengra í hina áttina en ég í rauninni er bara til að verða meira á móti honum.  En við hættum svo bara þessum “Rökræðum” og brostum bara aftur.
En í alvöru þá er það eina skiptið sem ég hef pirrast og það er sko gott.

 

En í dag verð ég skilin ein eftir hér á Langåsen því okkur var boðið í fjallakofa með Arnfinn og Juliu fram á fimmtudag en ég er að vinna og þó það sé rólegt þá eru aðrir starfsmenn í fríi og ég get ekki beðið um 3 daga frí vegna þessa enda ætla ég að eiga það inni þegar systur mínar koma í heimsókn.  Svo ég sagði Þráni að þau skyldu bara fara og njóta.  Ég hef alveg líka gaman að vera alein í tvo daga en þá verð ég farin að sakna þeirra, sérstaklega þar sem ég verð ekki með bíl og svo hefur Ástrós Mirra rosalega gott að vera með norðmönnum í nokkra daga því hún hefur lítið sem ekkert umgengist þá það sem af er.  Og hún gefur strákunum kannski séns fyrst það eru bara þau 3 og foreldrarnir í bústaðnum.  The Cabin in the mountains.  Þetta hljómar alveg vel.  Vildi alveg vera að fara þangað líka en það gerist bara seinna.  Þráinn mun þá rata eftir þessa ferð og við getum þá kíkt í dagsferð til þeirra einhvern tíma.
Ég vildi að það væri meira af fallegum blomum í garðinum mínum því það er svo dásamlegt að taka blómamyndir í rigningu og reyndar líka í sól en þessar nokkrar Baldursbrár (sem eru held ég illgresi) verða ekki endalaust skemmtilegar. Og þó…..

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

25.07.2012 03:59
PAD 37
Ég hafði nú ekki tíma til að láta mér leiðast fyrsta daginn minn ALEIN heima.  Var að vinna til 14 og pínu fjarstýrði feðgininum frá vinnunni með hvar þetta og hitt væri sem þau þyrftu að setja í töskurnar en svo lögðu þau af stað kl. 12 og síðan hef ég ekkert frétt af þeim.  Vona að það sé vegna þess að þau séu ekki í símasambandi og vona að Þráinn skreppi í símasamband í dag til að geta látið mig vita af þeim.
En fyrir ykkur sem ekki vitið þá var þeim (og reyndar okkur öllum, en ég er að vinna) boðið í sumarbúastað uppí fjöllum sem Arnfinn og Julia eiga.

Ég sagðist nú bara mundi njóta þess að vera ein í 2 – 3 daga bíllaus og allslaus og bara með sjálfri mér og kettinum.  En í gær lét ég mér sko ekki leiðast því hún Margrét bauð mér til Kristianssand í verslunar- og / eða skoðunarferð.  Og auðvitað varð það verslurnarferð hjá minni, enda ekkert farið í svoleiðis síðan ég flutti.
Keypti handa okkur nýtt sodastreamtæki því það var til lítils gagns að taka okkar tæki með hingað því þeir stara bara á gashylkin. Hér eru hylkin miklu stærri og okkar fást ekki svo það varð bara að leggja gamla tækinu.  Vildi að ég hefði þá frekar skilið það eftir heima einhverjum til gagns.   En alla vega ég keypti nýtt tæki í gær og hugsaði með mér að það væri nú æðislegt að eiga tvær flöskur svo heima til að geta verið með til skiptanna en ………… auðvitað passar stúturinn á þeim ekki heldur á nýja tækið.  En nýja tækið er flott, það er á hreinu.

 

Við fórum líka í HM ég þurfti að skanna Sørlandssenterið fyrir Klöru systur áður en hún kemur í næsta mánuði og þetta er svona verslunarmiðstöð eins og Kringlan, ég veit ekkert hvar ég kom inn og veit ekkert í hvaða átt ég á að fara næst og ef ég þekkti ekki nokkur búðarnöfn þarna þá færi ég ábyggilega aftur og aftur í sömu búðirnar og gengi bara í hringi.  Þarf greinilega að fara aftur og aftur áður en ég næ að rata þarna.
En alla vega kíktum í HM fékk það sem vantaði á heimilið, nærföt, sokka og hlýraboli, já þeir voru meira að segja handa mér.  Mér sem hef aldrei getað gengið í hlírabol því ef það er ekkert efni yfir öxlunum á mér þá er mér kalt.  Alla vega heima á íslandi en sko ekki hér, hér sit ég í hlírabol allan daginn, held það hafi tvisvar verið það kalt að ég þufti peysu yfir enda hásumar þó það sé ekki sól alla daga þá er hitinn um 20 gráður.  Og já elsku þið sem búið á Íslandi, ég veit að það er búið að vera svona veður hjá ykkur síðan ég flutti og mér finnst að þið ættuð bara að þakka mér, því það hefur aldrei verið sól og blíða í 3 vikur þegar ég hef búið á Íslandi.

 

Já svo kíktum við í Ikea og byrjuðum að fá okkur að borða því við vorum svo svangar og þá sá ég að Ikea er ekki ALVEG eins um allan heim, ég ætlaði varla að geta fundið neitt sem mig langaði til að borða þarna en sá svo mann vera að kaupa handa barninu sínu öðruvísi disk en sýndur er á matseðlinum og ég sagði bara að ég vildi eins og hann.  Kjötbollur og franskar.  🙂

Og ég fann í Ikea alveg brilliant hliðarborð til að setja í stofuna hjá okkur, það er ljóst úr járni en svona gamaldags lögun á því og það kostaði ekki nema 139 nkr. sem er ekki mikið.  Ég get víst ekki beðið eftir þessum loppumörkuðum sem hvergi finnast hér.

 

Svo komum við heim eftir kl. 19, hringdi í mömmu á spítalann og hún var bara sæmileg eftir aðgerð númer 2 en miklu meira eftir sig núna en síðast og er það ekkert skrítið að fara í tvær stórar aðgerðir á tveimur vikum er bara talsvert mikið og sérstaklega fyrir lungnasjúklinga.
Bið Guð að vera með henni og styrkja hana í þessari baráttu og krosslegg fingur og hugsa til hennar oft á dag.
Mamma er nú svoddan jaxl að hún massar þetta, eins og krakkarnir myndu segja.
Svolítið erfitt að vera svona langt í burtu núna og geta ekki knúsað hana en ég veit að Klara systir knúsar fyrir okkur báðar.

Jæja setti saman Ikea borðið í gærkvöldi – fór á fullt að reyna að finna myndefni hérna heima svona seint um kvöld en það tókst, raðaði saman skartgripum á gamlan kassa og myndaði.  Vann svo í myndatökunni af Victoríu og Emmu og skellti mér svo snemma í bólið með tölvuna í fanginu og horfði á Criminal Minds áður en ég fór að sofa.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

26.07.2012 03:16
PAD 38
Ég er rúmlega hálfnuð með þetta PAD (picture a day) verkefni mitt og það gengur bara ágætlega.  Mitt PAD er þó meira en bara mynd því ég ákvað að blogga alltaf með þeim og hef alveg staðið við það, held að það eigi eftir að vera svo frábært í framtíðinni að eiga þetta þegar fram líða stundir.
Ég mun ekkert hætta að blogga þegar þessu verkefni er lokið en það verður kannski ekki alveg á hverjum degi þá eins og núna, en hver veit, kannski verður það samt bara svoleiðis.

Í gær var ég ein heima vegna fjallakofaferðar feðginanna og ég var bara alveg að njóta þess.  Hafði ekkert heyrt í Þráni fyrr en hann hringdi hingað um hádegið og þá voru þau ekkert símasambandslaus, síminn hans var bara ofaní skúffu svo hann sá ekki að ég hafði sent honum sms.  Hann hefði nú samt átt að hringja um leið og þau voru komin svo ég hefði vitað að ferðin gekk vel osfrv.  Ég er ekki alin upp í því að tjá mikið tilfinningar en er sjálf alltaf að reyna að breyta því en ég er þó alin upp við það að við látum alltaf vita af okkur, stundum gengur það út í öfgar eins og að tilkynna þegar maður fer á klósettið en það er samt skárra en að manneskjan sem sat við hliðina á þér í stofunni er kannski allt í einu horfin og þú veist ekkert hvað varð af henni.  Sem betur fer er Þráinn svona eins og ég allavega oftast.

 

Já hann hringdi svo í hádeginu og sagði að þau myndu koma seinnipartinn, það væri alveg nóg að vera eina nótt svona í fyrstu atrennu hjá þessum góðu vinum sem við þekkjum samt ekki svo mikið ennþá, sérstaklega fyrir Ástrós Mirru.  Hún virðist ekki eiga neitt sameiginlegt með strákunum þeirra Juliu og Arnfinns enda annar bara 7-8 ára en hinn þó bara ári yngri en hún, en er miklu barnalegri segir Þráinn.  En þau fóru í göngutúr í gær og sáu snáka og froska svo þetta var nú svolítið upplifelsi fyrir mína.  Annar snákurinn var þessi hættulausi en hinn er eitraður og með þessu flotta lopapeysumynstri.

Meðan þau voru í göngu í fjöllunum ákvað ég eftir vinnu að kósíast smá og fara svo í göngutúr niður í bær, sem ég og gerði.  Ákvað að labba með myndavélin og lensbaby linsuna og taka svona lensbaby myndir þann daginn.  Hitti þannig á að eftir gönguna var ég samferða feðginunum heim, enda alveg búin á því að labba niður í bæ í 2 tíma.  En þetta er nú meira sældarlífið hjá þessu fólki sem er hérna núna á snekkjunum og skútunum.  Það er bara legið í sólbaði, sötrað hvítvín og bjór eins og enginn sé morgundagurinn.  Næs líf.

 

Ég verð nú samt að segja það að þessi bátur hér að ofan heillaði mig meira en snekkjurnar alla vega í útliti og nota bene ég hef ekki farið í siglingu á hinum, ég reikna nú með að það sé skemmtilegra en á svona gömlum jálki eða hvað?  Ég veit ekki alveg.

Hitti svo þennan nágranna á leiðinni niður í bær, horfi á þennan bíl út um svefnherbergisgluggann minn.  Mér finnst hann ekki flottur en samt svolítið cool og að sjá kallinn með hundinn í framsætinu var nú svolítið töff.  Hann tók eftir að ég myndaði hann svo ég brosti bara til hans og hann brosti á móti.

 

Kvöldið leið við TV og PC og í rúmið á normalt tíma hér.  Svo var ég alveg að sofna þegar Þráinn fékk sms og fór og kíkti á símann sinn og þá var bróðir hans að spyrja hvort hann væri vakandi og hann sagði já, svo Addi hringdi.  Og ég glaðvaknaði og klukkan orðin 12.  Sofnaði ekki fyrr en kl. 2 og varð frekar pirruð.  Kæru ættingjar og vinir klukkan hjá okkur er tveimur tímum á undan ykkar svo þið getið ekki beðið eftir að börnin séu komin í háttinn og hringt í okkur þá því við förum að sofa á undan þeim.  Enda vöknuð hér milli 6 og 7 á morgnanna á okkar tíma sem milli 4 og 5 á ykkar tíma.  Svo vinsamlegst takið tillit til þess.
Það er nefnilega einhvern veginn þannig að ef maður er alveg að sofna og eitthvað rífur mann upp, þá er bara BINGO ekki hægt að sofna aftur hversu þreyttur sem maður var.    Svo ég er pínu sybbinn þennan morguninn en þurfti að vakna snemma og byrja að vinna kl. 8 (að mínum tíma) því ég ætla að fá að hætta fyrr í dag þar sem við ætlum í Sørlandsbaded með Margréti og stelpunum.  Það verður ábyggilega æðislegt því sólin skín eins og henni sé borgað fyrir það.

Svo fréttir af því á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Gleymi alveg að nefna það að ég er svooooooooooooooo slæm af flóabiti að ég er nánast friðlaus á löppunum.  Dauðlangar að klóra og klóra en veit ég má það ekki, reyni að bera krem til að draga úr kláðanum en veit ekki svo sem ekki um neitt þannig krem, þarf kannski að skreppa í Apotek og athuga það.  En allavega sá á google í gær að það gæti dregið úr honum með því að taka ofnæmistöflur svo ég prófaði það í gær og er ekki frá því að það hafi virkað fram eftir degi en friðlaus var ég í gærkvöldi og svo aftur núna svo það er best að krema sig eitthvað og taka ofnæmistöflur.  En ef þið þekkið einhver betri ráð til að að ég verði ekki bitin (ég geng bara um með loðnar lappir því það er ekki hægt að raka sig þegar maður er allur í sárum).
Skrifað af Kristínu Jónu

(4)
27.07.2012 03:23
PAD 39
Hætti snemma í vinnu í gær, glampandi sól og brakandi blíða og við ákváðum að fara saman í Sørlandsbadet með Margreti, Victoriu og Emmu.  Og við erum við öll að sjálfsögðu, Þráinn, Kristín og Ástrós Mirra.

Brunuðum af stað eftir hádegið og fundum það eftir að villast bara einu sinni, það er nú gott því hér er lítið merkt.  Sáum hvergi á leiðinni skilti sem vísaði að þessu en sem sagt fundum það og rötum núna.

 

Þetta er svona lítill sundlaugargarður eða stór sundlaug að íslenskum mælikvarða.  Það er bæði innisvæði og útisvæði.  Sú alstærsta rennibraut sem ég hef séð er þarna inni, hún hlykkjast eins og loftræstistokkur út um allt hús, fram og til baka.  Enginn okkar prófaði hana í gær.  En svo eru þarna venjulegar sundlaugarennibrautir og svo er þarna öldulaug með diskóljósum og tónlist.  Síðan er þar straumur í hring svo þú ræður ekkert hvert þú ferð og það er svo gaman að leika í þessu.
Eins er þarna flott útisvæði og þar eru rennibrautir, bekkir og næs aðstaða.  Útsýnið af bekkjunum er geggjað alveg sama í hvaða átt þú horfir.

Einnig er þarna matsölustaður svo þú þarft ekki að rjúka heim þó allir verði svangir.

Frábær staður og við eigum sko eftir að koma þangað aftur og Þráinn var búinn að heyra að starfsmenn BRG fengu frímiða í þessa laug og það er nú enn ein ástæðan fyrir hann að reyna að fá fastráðningu hjá þeim.  Þá munum við sko nýta okkur þetta.

 

Fórurm svo í búð og svo heim að kósíast, TV og PC eins og venjulega á kvöldin hjá okkur, allir þreyttir eftir sólina allan daginn og gott að komast inn í skuggann.

Heyrði í mömmu sem er alls ekki nógu góð og er hún miklu verri eftir þessa aðgerð en þá síðustu, enda engin furða að fara í tvær aðgerðir á tveimur vikum er of mikið fyrir venjulegt fólk og hvað þá lungnasjúlkinga eins og hana.  En ég vona að hún nái sér fljótlega og ég bið fyrir henni og sendi henni styrka strauma.

Sumarbústaðurinn okkar er loksins komin í notkun, Konný systir var með hann í 2 daga í vikunni, Addi mágur fer þangað í dag og Klara systir kemur á mánudaginn.  Gott að einhver getur verið í honum þar sem það er leiðinlegt að láta hann bara standa auðann allt sumarið.
Konný og Markús lentu í því að slá blettinn því það var ekki búið að gera það í allt sumar, Siggi hefur ekkert komist út af veikindunum hennar mömmu og mér skilst að það hafi varla sést í hundinn þegar hann fór út á blett.  Já sæll hlakka til að sjá þær myndir Konný.

Spáir skýjuðu í dag og ég ætla að mynda eina prinsessu hérna en nú skín sólin eins og henni sé borgað fyrir svo ég vonast eftir skýjuðu veðri.

 

Fáum svo loksins eigendur hússins í heimsókn til að ganga frá leigusamningi og fara yfir það sem þarf að laga og hvernig við getum hirt garðinn betur, því við kunnum ekkert á það.  Það verður gott að koma því frá.

 

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

28.07.2012 07:15
PAD 40
Það var margt og mikið sem gerðist í gær.  Við fengum löggildingu á að því að við værum boðin velkomin til þessa lands.  Við erum sem sagt komin með lögheimili á Langåsen 33, 4513 Mandal og nýjar norskar kennitölur.
Svo nú getum við farið og fengið okkur heimilislækni, sótt um barnabætur, stofnað bankareikninga og margt fleira.  Það var allt á hold þar sem við áttum engar kennitölur.
Já fleira gerðist nú í gær, ég fékk 2 hluta af 3 sem ég pantaði mér í síðasta mánuði en það eru bakgrunnstandar.  Jeiiiiiiiiiiiiii og flott þeir eru í tösku og allt en nú vantar mig aðalbakgrunninn því sá sem er kominn er skærgrænn og ætlaður til að taka myndir og skipta svo um bakgrunn á þeim myndum seinna meir.
Gleymdi að taka mynd af stöndunum en hér eru myndir teknar með grænum bakgrunni og svo þar sem búið er að skipta honum út fyrir annann.

Eins og þið sjáið þá þarf ég að strauja bakgrunninn áður en ég nota hann meira, en hún Ástrós Erla var svo sæt að nenna að prófa með mér.  Hún er reyndar mjög ákveðin ung stúlka með ákveðnar skoðanir og vildi ákveðna mynd af sér í staðinn fyrir bakgrunninn svo við sjáum hvað við getum gert og segjum ekkert frá því fyrr en niðurstaðan er ljós.

Hér er svo sama mynd með texture áferð og nýjum bakgrunni bara til gamans.  Ég var ekki með nógu góða lýsingu á þessu í gær, kannski vegna þess að hér uppi eru veggirnir bláir og brúnir og loftið brúnt en ekki hvítt eins og ég er vön.  Þarf að prófa niðri í stofu einhvern daginn þar sem loftið er hvítt og meira pláss.
En sem sagt við Ástrós Erla fórum í myndatöku í gær í matartímanum mínum getum við sagt.  Skruppum upp að kirkju en það var aðeins of mikil sól svo við gátum bara notað bakhlið kirkjunnar og tré í garðinum en það var alveg að koma vel út.  Stelpan er falleg og alveg tilbúin að pósa fyrir mig.  Veit samt ekki alveg hvort ég sé of mikið að láta börn líta út fyrir að vera eldri en þau eru alla vega fannst mömmunni hún svo fullorðinsleg á myndunum og hún er það en ég held það sé ekkert sem ég geri.  Svona flottar stelpur koma alveg með pósur sjálfar sem maður er stundum alveg…… úps ertu ekki of ung fyrir þetta en það er bara þannig litlar stelpur hafa gaman að þykjast.  Og við Ástrós Erla eigum eftir að leika okkur saman aftur það er á hreinu.

Fleira spennandi gerðist í gær því áður en Hulda sótti Ástrós Erlu (fyrirgefðu Hulda mín að ég gat ekkert hitt þig og kjaftað) komu eigendur hússins en við erum eiginilega búin að vera að bíða eftir þeim í allan júli.  Við skrifuðum undir húsaleigusamning til eins árs og þau skoðuðu eldavélina og úrskurðuðu hana ónýta og ætla að koma með nýja í dag, þannig að við vorum eldavélalaus í gær en það kom nú ekki að sök.  Svo ætla þau líka að kaupa nýjan sturtuklefa en sá gamli er orðinn lúinn og ég held þau vilji fá klefa með 4 hliðum til að hlífa veggjunum.  Svo fórum við í garðinn……… og aumingjans konan fékk næstum áfall af óræktinni sem er komin á einu ári.  Hún er búin að leigja húsið í akkúrat ár núna og garðurinn er allur ofvaxinn.  En við fórum yfir allt hvernig við getum hreinsað til og haldið garðinum við og ég sagði henni að við hefðum ekki verið með garð á Íslandi og þekktum þetta bara ekki og hefðum verið að bíða eftir henni til að vita hvað má og hvað ekki.  Hvað er arfi og hvað er blóm.  Nú er þetta á hreinu og við ætlum sko í garðvinnu um helgina og njóta þess.
Að öðru leiti var bara gott að hitta þau og fara yfir allt hér, geta líka sagt frá hvað húsið hafi verið skítugt og þess háttar þegar við fengum það, þannig að hún bara viti það.  Ég lofaði henni að við skyldum hugsa vel um húsið hennar.  Og já þau eru ekki að koma aftur í það.  Þau eru bara flutt til Osló eru með 3 – 4 börn og hér er ekkert pláss lengur fyrir þau.  Svo húsið verður í leigu eitthvað og svo kannski selt, en þau eru ekki búin að taka neinar ákvarðanir um það neitt núna og við ræddum alveg að fá framlengingu ef við vildum og þeim líkaði við okkur.  Svo það er gott að vita.
Svo það voru kennitölur í pósti, bakgrunnstandar í pósti, ný eldavél væntanleg, nýr sturtuklefi væntanlegur, hittum eigendurna og lærðum á garðinn og já fáum fjarstýringu á bílskúrshurðina sem hafði gleymst að láta fylgja með svo það er víst hægt að segja að síðasti sumarfrísdagurinn hans Þráins hafi verið viðburðarríkur.
Í dag er skýjað sem er dásamlegt í garðvinnu.   Ætla að berjast við arfa og vinna baráttuna ekki spurning.  Tek myndir núna fyrir og eftir af garðinum ekki spurning.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

29.07.2012 03:27
PAD 41
41 dagur liðinn í Mandal og mér liður enn eins og í sumarfríi.  Líka þann tíma sem ég er að vinna, fyndið.  En núna er sunnudagur og ég í fríi frá vinnu og nýt bara lífsins sem aldrei fyrr.  Hér er sko vaknað í sól dag eftir dag núna og þó það dragi fyrir nokkra tíma á dag, þá þakkar maður bara fyrir það.  Eins og í gær, það var dásamlegt að fara að klippa trén í garðinum og slá blettinn í skýjuðu og síðan aðeins úða.  Ekki svo mikið af flugum þá en reyndar varð ég að hætta að slá blettinn þegar úðinn varð of mikill en Þráinn lét það ekki stoppa sig í tráklippingunni.
Hann var sko að fýla þetta í botn, gat ekki hætt, reyndi tvisvar en fór alltaf út aftur.  Nú fékk listamaðurinn í honum að njóta sín við að móta runna og kúlur og súlur.
Og bílastæðið er fullt hjá okkur af afklippum og sem betur fer eiga eigendur hússins bíl með krók og geta reddað kerru á mánudaginn til að losa okkur við þetta.  Reyndar er maðurinn farinn en konan sagði að Þráinn mætti bara koma og fá bílinn og kerruna lánaða til að losa okkur við þetta í Sorpu og það er bara frábært, við héldum nefnilega að þau væru bæði farin og við vissum ekkert hvernig við ættum að redda þessu í burtu.

En alla vega gærdagurinn var mest svona klippa trén, slá blettinn, kíkja á vídeó, fara í tölvuna, grilla, borða góðan mat og hvítvín með.  Smá meira hvítvín og músík eftir matinn og endaði svo á hörkuspennumynd The save house og hún var á flakkaranum en ekki í sjónvarpinu nýjasta myndin sem ég fann í sjónvarpinu í gær var Picture Perfect með Jennifer Aniston.  Já það var nýjasta myndin.  Ekki mikið laugardagssjónvarp hér í Noregi og við erum samt með einar 20 stöðvar. En greinilega kostar meira að vera lika með þessa einu sem sýnir góðar bíómyndir en það reddast svona með flakkaramálum.

 

Góður dagur, margt gert en samt eiginlega ekki neitt.  Fengum ekki eldavélina í gær en hún kemur vonandi á mánudaginn, alla vega í vikunni og við lifum það af.  Pylsur á grillinu og bollasúpu og brauð.  Held að það sé nú fínt í nokkra daga.  Njótum þess svo að steikja fisk á nýju eldavélinni sem by the way er ekker ódýrt drasl heldur flott keramikhelluborð frá Miele og blástursofn.  Jeiiiiiiiiiii ég kann nefnilega ekki að elda í engum blæstri, er orðin svo vön því og það er allt hálf hrátt sem kemur út hjá mér þessa dagana því ég fatta ekki að það þarf að vera miklu lengur inni.

Og já svo gerðust undur og stórmerki í gær…. nágrannarnir sem búa í ruslakistunni við hliðina á okkur fóru að taka til á lóðinni sinni, ég skil ekki hvernig fólk getur verið með 4 – 5 börn á öllum aldri og þeim er ekki óhætt úti á lóð því það er svo mikið drasl á henni og börnunum bara hætta búin.  Vonandi að þau haldi þessu bara áfram og endi á að taka bergfléttuna sem er að vefja sig utan um girðinguna hjá okkur og ég þarf að fjarlægja áður en hún drepur trén hjá mér.  Við ætlum nú bara að beygja okkur yfir girðinguna með trjásög og láta vaða þeirra megin og láta það liggja þar.  Enda er þetta þeirra gróður en ekki okkar.  Ömurlegt að þurfa að standa í að fjarlægja órækt frá næsta garði líka.  Eins og hitt sé ekki nóg.

Jæja gott fólk, í dag verður gaman, því þá kemur Erro í heimsókn til okkar í tvo tíma, hann er sem sagt að byrja í aðlögun og við erum svo spennt að sjá hvernig Nói tekur honum.  Meira um það á morgun.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

30.07.2012 01:50
PAD 42
Mikið var nú gaman að fá að fá að taka Erro með heim í smá tíma í gær.  Nói var nú ekki alveg að taka fagnandi á móti honum en samt ekki vondur við hann.  Heldur meira svona eins og hann væri að hugsa, hvað ert þú að gera hér og af hverju hafa allir svona mikinn áhuga á þér góði minn.
Erro var hræddur í bílinum og grét talsvert og barðist um svo Ástrós Mirra er svolítið klóruð eftir hann, þannig að um næstu helgi verður Þráinn að koma með að sækja hann svo ég eða hann getum haldið á Erro í bílnum.

Hann var alveg sprækur hjá okkur, borðaði matinn hans Nóa og nagaði skóna hans Þráins og lagðist svo við arininn og fékk sér lúr.  Nói lá þá hinum megin og fylgdist vel með þessum nýja gesti.  Ég held að þetta verði allt í lagi eftir nokkur skipti en það verður að passa Nóa eins og eldri börn þegar yngri fæðast, hann má ekki gleymast.

 

Garðvinna tók svo við eftir að við skiluðum Erro aftur heim, því við vildum ekki að hann væri meira en 2 tíma frá mömmu sinni og hann var greinilega voða glaður að hitta hana aftur.  Já, garðvinna tók við hjá mér eftir það, slá blettinn, byrja aðeins að hreinsa í beðunum en vá mig vantar svo vettlinga, var að klippa dauðar greinar af rós og …. jæja ég bara hætti þetta er ekki hægt án verndar.

 

Pylsur á mínútugrillinu því ennþá engin eldavél og svo bara TV og næs.  Horfðum á ítölsku myndina Intouchable (eða ég held hún heiti það) sem allir eru búnir að vera að tala um og já þetta er mjög góð mynd, vel leikin og segir mikið.  Segir það sem ég hef verið að tala um að við verðum að dansa meira í rigningunni og hætta að stressa okkur svona á dauðum hlutum og lífsgæðakapphlaupinu, það er ekki þess virði þegar allt annað þrýtur.

 

Það er gott sem Dalai Lama segir:  “Það sem kemur mér mest á óvart í mannlegri tilveru er að maðurinn fórnar heilsu sinni til að eignast peninga.  Svo fórnar hann peningunum til að ná aftur heilsu sinni.
Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíðinni að hann nýtur ekki augnabliksins.  Afleiðingin er sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð.
Og hann lifir eins og hann muni aldrei deyja  –  og svo deyr hann án þess að hafa lifað.”  Dalai Lama

 

Við megum ekki gleyma augnablikinu, ég veit að ég var farin að gera það að vissu leiti og orðin allt of föst í viðjum þess hvernig ég héldi að aðrir vildu að ég lifði í staðinn fyrir að lifa mínu lífi eins og ég vil gera það.  Stundum er einmitt svo gott að skipta um umhverfi til að átta sig á þessu og þora að breyta aftur.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
31.07.2012 01:36
PAD 43
Er alveg að sjá núna rólegheitin hérna í Noregi núna, pantaði 3 hluti frá Ameríku í sömu pöntuninni en þeir senda það í þrennu lagi, tveir eru komnir og sá síðasti er ekki kominn.  Ég sendi fyrirspurn í gær og fékk að vita að þetta er komið til Noregs, hafði verið reynt að afhenda okkur það fyrir viku síðan en við ekki heima og síðan ekkert.  Svo nú spyr maður sig hvar er pakkinn minn og hvert á ég að sækja hann.  Gæti náttúrulega verið að tilkynningin um að ég eigi böggul sé viku á leiðinni til okkar.  Nei í alvöru?  Eða kannski, alla vega veit ég núna að ameríska fyrirtækið er búið að senda þetta og hann dólar sér hér í Noregi einhvers staðar og bíður eftir mér.  Besta mál.  Það er bara erfitt þegar mann langar að fara að prófa dótið sitt að vita af því einhvers staðar en geta ekki sótt það því ég veit ekki hvar það er.  Þetta var sent með UPS en er það sama og pósturinn eða hvað?  Hulda kannski veit það, ég spyr hana.

Gærdagurinn var voða rólegur, ofboðslega rólegt í vinnunni, hlakka til eftir verslunarmannahelgi þegar lífið fer aftur í gang á Íslandi, er farið að langa í smá vinnuhasar án stressins.

 

Þráinn fékk svo bílinn og kerru hjá eiganda hússins lánaðann til að losa okkur við garðúrgang.  Þannig að núna er stóra fjallið farið og við getum haldið áfram í garðinum, klippa rósir og alls konar.  Spáir reyndar rigningu í viku hjá okkur svo það verður meira svona innieitthvað gert.  Ætla reyndar að fylgjast með online námskeiði alla helgina, ljósmyndanámskeið sem er verið að fara yfir barnamyndatökur.  Ótrúlega flott og skemmtileg þessi námskeið og ég þakka þeim sem hafði vit á því að búa þetta til.  Þó svo að ég mæti kl. 18 – 01 í staðinn fyrir 9 – 16 eins og þeir í Ameríku þá er ég að fá tækifæri til að fylgjast með námskeiði sem ég gæti ekki þar sem ég bý annars staðar.  Frábært framtak hjá Creative Online.

Já svo komu hingað í gærkvöldi skotturnar Victoria og Emma og eru að gista hjá okkur þar sem amma þeirra átti að fara að vinna kl. 7 og nú styttist í að þær fari til Íslands svo við erum að nýta tímann.  Flottar stelpur sem við erum búin að kynnast hérna og vonandi koma þær sem oftast til ömmu sinnar og afa í heimsókn.

Annars lítið meira gert í gær og ég næstum gleymdi að taka myndir stóð og starði út í loftið kl. 22 og vissi ekkert af hverju ég ætti að taka, Þráinn stakk upp á kertastjökunum á stofuborðinu og ég tók hann á orðinu og þar voru líka spil svo ég myndaði kerti og spil í gær.

 

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(3)
01.08.2012 03:35
PAD 44
Jæja dagur 44 og byrjaði rólegt í vinnunni en endaði bara á yfirvinnu, frábært, það var orðið svo leiðinlegt að hafa lítið að gera, elska það að hafa eitthvað tjallens í vinnunni frekar er mikil róleg heit, reyndar gott að fá rólegheitin inná milli svo hægt sé að klára alls konar útistandandi.

Vá get varla skrifað neitt núna því það er í gangi endursýning á ljósmyndanámskeiði um hvernig á að mynda ungabörn og eins og þið vitið þá elska ég það.  Ég gæti verið alla vikuna sem sagt að fylgjast með online námskeið á Creative Live með Sandy Puc, fyrst er þessi endursýing á ungbarnamyndatökum og svo kemur tots to teen sem er líka spennandi og já og ég var að reka augun í að enn annað námskeið hjá henni sem heitir Now I lay me down to sleep og er mynd af móður með nýfædd barn, líka spennandi en ég held ég geti ekki verið að horfa í hálfan mánuð þó ég vildi.

En já gærdagurinn var bara góður, Victoria og Emma gistu hjá okkur og tóku svo Ástros Mirru með sér heim til sín og hún er núna í gistingu þar.  Þá fá hvolparnir alla vega athygli í dag.

 

Ég fékk upplýsingar í gær um pakkann sem vantaði frá USA og fann Hulda út að hann væri bara niðrí í Joker sem er mitt pósthús og gaf mér upp númerið – ég arkaði þangað eftir vinnu og úps, nei strákurinn segir að þetta sé í Kristianssand og komi i morgen.  Bíddu nú við kom Ups með pakkann heim og við ekki heima og sendu hann þá til Kristiansand, nei það getur ekki verið svo ég talaði við Huldu í gær (sko hún vinnur á póstinum) og hún sýndi mér vefsíðu sem hægt er að rekja vörusendingu á og þar stendur að varan sé í Joker svo ég tók skjámynd af henni og ætla aftur í dag.  Hlakka til að fá þennan bakgrunn og svo á ég nefnilega líka von á bókum frá Íslandi og kannski eru þær í Kristiansand, þetta er kannski bara óþægilegt fyrir póstinn hér að ég sé að fá svona mikið af pökkum ég veit það ekki.  Alla vega þá finnst þetta vonandi.  Ég er nú bjartsýn á það.

 

Ástrós fór í gistingu svo við hjónakornin poppuðum (ekki að það megi ekki poppa þegar hún er heima) og horfðum á dramamynd (því nennir hún nefnilega ekki) sem sagt myndina um Margaret Thatcer, góð mynd og hrikalega vel leikin.

 

Rólegt kvöld eins og við viljum hafa þau og nýr dagur kominn og enn er bara sól þó spáð hafi verið rigningu í viku, held þeir séu hættir við það og við séum bara að fá fínasta veður næstu vikuna.  Þurfum að finna uppá einhverju skemmtilegu að gera um helgina, ekki bara garðvinna eins og síðast.
Skrifað af Kristínu Jónu

01.08.2012 23:37
PAD 45
Við fengum eldavélina í gær, næs. Flottar keramikhellur og blástursofn.  Ég gat varla beðið eftir að Þráinn kláraði að tengja og setja hana upp.  Erum búin að vera í 45 daga með eina heila hellu og ömurlegan ofn en nú er sko allt önnur ella í gangi hér.
Og að sjálfsögðu var hent bæði pizzu í ofninn og bökuð skúffukaka á sama tíma, svona á þetta að vera.

PAD- 45/90

Hrökk í kút hérna núna þar sem dyrabjallan hringdi og klukkan er 7.30 að norskum tíma.  Er ekki mættur maður sem vill fjarlægja gamla sturtuklefann okkar, hann er vonandi með nýjan í bílnum líka.  Ég alla vega hleypti honum inn og nú labbar hann niður með fyrstu hurðina.  Nú reynir á kellu að tala norsku, ég er nefnilega svo ánægð með mig að ég er hætt að grípa til enskunnar í búðum til dæmis og snakke bara liten norsk vid alle.

jæja hann er kominn með græjur að bora og allt, þetta er flott og ég held að Þráinn verði mega ánægður að þurfa ekki að gera þetta sjálfur.  Hann græjaði sjálfur allt með eldavélina og ofninn og þurfti að fara niður í vinnu að fá lánuð verkfæri þar sem hans verkfæri eru heima hjá Klöru systir og því er öll svona vinna honum frekar erfið.  Og iðnaðarmaður gerir ekki margt með hníf og naglaþjöl.  En kona getur nú bjargað sér langt með því.  Segi ekki meir.

En sko ég var ekki búin með morgunsturtuna og enn á náttfötunum.  Heppinn hann!

Grenjandi rigning í dag en ágætisveður í gær, spurning að kíkja á veðurspána fyrir helgina því ég er að hugsa um að fara til Skernøye á markað sem verður þar hjá kirkjunni á laugardaginn.  Held það verði svona skemmtileg bæjarstemning og gaman.  En það á að vera glampandi sól á morgun, fínt á laugardaginn og rigning á sunnudaginn, þetta er orðið svolítið svona einn rosalega góður, næsti ágætur og þriðji rigning.  Svo aftur upp á nýtt, það er bara frábært, þá verður maður ekki leiður á veðrinu.

Jæja það er eitthvað bilað í vefnum í dag svo ég get ekki sett myndir en ég setti link á aðalmynd dagsins og heyri bara í ykkur á morgun.

Ykkar Kristín Jóna

03.08.2012 05:17
PAD 46
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að tækla þessar beiðnir að taka mynd af mér í nýja sturtuklefanum okkar, á ég að taka áskoruninni eða???  Nei djók, það yrði ekkert skemmtilegt mynd kannski ég geri það þegar ég verð ég ekki lengur svona frjálslega vaxin og það verður líklega aldrei því ég er allt mikið fyrir að fá mér eitthvað gott að narta á kvöldin.  Svo þið sem eruð að bíða eftir mynd af mér í sturtu bíðið aðeins lengur.

En sem sagt hér mætti maður galvaskur kl. 7.30 í gærmorgun og reif í burtu gamla sturtuklefann og setti nýjan í staðinn og það var mjög skrítið held ég fyrir Þráin að koma heim og þetta var bara tilbúið.  Hann er svo vanur því að gera alla svona hluti sjálfur.  En líklega var það líka mjög næs tilfinning.  Hann aftur á móti reddaði konunni sinni BIG TIME í staðinn.  Því ég var að fá síðasta bútinn í heimastúdeóið mitt í fyrradag og það var hvítur vínilbakgrunnur en hann var bara ófaldaður svo það hefði þurft að sauma fald á hann svo hægt væri að setja hann uppá stöngina en auðvitað kom reddarinn mikli bara með eitthvað límband sem er notað á gifsveggi í dag og límdi upp fald fyrir mig og þá var ekki aftur snúið, hann þurfti að sjálfsögðu þá líka að sitja fyrir hjá mér og prófa nýja stúdeóið mitt.  Og málið er að ég elska þessar svörtu – appelsínugulu buxur sem flestir vinnandi menn og konur hér í Mandal nota. Finnst þær ótrúlega flottar vinnumannabuxur og tók því mynd af iðnaðarmanninum mínum í fullum skrúða.  Og málið er að hann er bara svo helv. flottur kallinn og á svo auðvelt með sitja fyrir, þetta er í genunum því svona er mamma hans hún Maddý líka.  Hlakka til að taka myndir af henni um jólin þegar hún kemur.

Já sem sagt nýr sturtuklefi og  nýtt stúdeó risu hér sama daginn og hvort tveggja virkar vel.

Og síðast en ekki síst þá kom út ný útgáfa í gær, One point three af Minecraft og hvað haldiði, stelpan gat þá sett upp svona innanhússserver og spilað leikinn við pabba sinn, hún er búin að vera að bíða eftir þessu í marga mánuði og þau voru sem sagt að leika sér saman í gærkvöldi og ég þurfti því bæði að elda og ganga frá 🙁  Nei mín var bara ánægjan, ég hafði bara gaman að sjá þau leika þennan leik saman, þó ég skilji ekkert hvað þau eru að gera og til hvers og mun líklega aldrei verða tölvuleikjamanneskja.  Ástrós Mirra á frekar erfitt með að skilja það en pabbi hennar var að reyna að segja henni að ég hafi alltaf verið svona, aldrei getað leikið við hann heldur ekki heldur í Sinclear Spectrum tölvunni okkar.  Jæja okkar hét það ekki neitt en var uppi á sama tíma og ég man bara ekkert hvað hún hét.  Ég reyndi við Simpson leikinn en úff ég drepst alltaf strax því ég er að dóla mér við að sjá allt í kringum við og skoða aðstæður og spekúlera hvað ég geri næst.  Já já það er víst ekki hægt í tölvuleik, nema kannski Sims og samt ekki, maður stjórnar aldrei alveg sjálfur, held ég.  Alla vega ég tjáði dóttur minni að ég hefði nóg með mitt áhugamál sem er að miklum hluta í tölvu og þyrfti ekkert meira.  Mjög gott ef þau geta leikið eitthvað smá.

Sólin skín í dag og vonandi verður bara sólbaðsveður hérna eftir vinnu og svo ætlum við til Skernøye á morgun á markað.  Já loksins fannst einhver markaður fyrir mig og þessi er bara í einn dag svo ég verð að fara.  Búin að þrá að komast á norskan markað síðan áður en ég flutti hingað.  Vonandi að þetta sé eitthvað eins og það sem ég er að leita að.  En alla vega ætti að vera svona skemmtileg sveitamarkaðsstemning þannig að þetta getur ekki klikkað.

Svo er bara verslunarmannahelgi heima og þjóðhátíðin hafin og ætli maður nái nokkuð stemningunni þetta árið, því brekkusöngurinn hefst ekki fyrr en kl. 23 sem er klukkan 1 um nóttina hér og vinna daginn eftir. Nei, auðvitað verð ég í fríi svo ….   En við verðum nú líklega ekkert með þetta árið, skellum kannski þjóðhátíðarlaginu samt í græjurnar og fáum okkur hvítvínsglas með bara til að fagna smá með ykkur.

Gangið hægt um gleðinnar dyr og munið að þögn er ekki sama og samþykki og farið öll í bleiku bolina.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

04.08.2012 10:35
PAD 47
Þar sem hjartað slær, þar sem Eyjahjartað slær.  Byrjaði þennan dag á því að horfa á myndband frá Sighvati af frumflutningi Fjallbræðra á Þjóðhátíðarlaginu okkar 2012, frábært lag og flott klippt hjá Sighvati lagið og brennan.

http://www.ruv.is/frett/flugeldur-tendradi-balid-myndskeid?fb_action_ids=4423937077299&fb_action_types=og.likes&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582

En í gær fengum við Erro í heimsókn númer 2 og nú var Nói bara næstum næs við hann, sat bara og horfði á hann, en honum leist ekkert á leikinn í hvolpinum og forðaði sér þá, við fórum með þá báða út og það að Nói fór ekkert langt frá segir mér að þetta verði allt í lagi.  Ætlum að fá Erro aftur á sunnudaginn, svo miðvikudag og alkominn á laugardaginn eftir viku.  Úff þá verða kannski andvökunætur og fjör.  Vonandi samt ekki.  En við erum mjög spennt og ég held að þetta verði bara gaman.  Ég á svo auðvelt með að skipta um skoðun að það er ekki einu sinni fyndið og það er nefnilega svo frábært í lífinu að það má.  Það má einu sinni ekki vera hundamannenskja og svo bara skipta um skoðun og verða hundamanneskja.  Það má skipta um skoðun á öllu og ég geri það alveg fullt.  Á td. til að dæma hluti og fólk alveg um leið og ég sé það…. en svo skipti ég bara um skoðun þegar ég kynnist ef það er ástæða til.
Jæja hvað var nú meira gert í gær, vinna og já horfa aðeins á live námskeið sem ég ætla að horfa á af og til alla helgina, það var bara svo mikið um markaðssetninguna í gær og ég hef minni áhuga á því en ljósmynduninni sjálfri.  En ég var ábyggilega ekki búin að segja frá því að læknunum tókst að fjarlægja meinið hjá mömmu með skurðaðgerð númer 2, hún fékk að vita það á fimmtudaginn svo hún er laus við þennan krabbafjanda og þarf svo bara að fara í smá geisla til að koma í veg fyrir að þetta komi aftur.  Jeiiiiiiiiiiiiiiiii við erum ekkert smá glöð og ég veit að amma er alsæl því þær eru svo nánar og mamma er svo góð og dugleg að vera með ömmu og hugsa um hana.  En nú á að fara að sækja um á elliheimili fyrir ömmu og hún vill bara helst fara á Ás í Hveragerði, og þá verða báðar langömmur Ástrósar Mirru á sama elliheimilinu, það er þægilegt.  En Heimir frændi er að vinna þarna sem svona Alt Muligt man og getur örugglega haft einhver áhrif á gang mála, við vonum það alla vega því amma er að vera 93 í þessum mánuði og það er auðvitað farið að vera erfitt fyrir hana að stíga ofaní baðkar og yfir háa þröskulda, hún þarf betri íbúð en að vera með annarri manneskju í herbergi vill hún ekki og ég skil hana vel.  Það er bara fáráðanlegt að bjóða gömlu fólku uppá það að eiga ekkert einkalíf.

Í dag skal farið á markað í Skjornøye og það verður ábyggilega stemning því við erum að fara 3 – 4 íslenskar fjölskyldur saman.  Og vonandi finn ég eitthvað gamalt og fallegt á vægu verði.  Veit ekkert hvað það ætti að vera en mig er bara búið að langa svo lengi að fara á markað að ég bara verð………  Þráinn passar uppá að ég tapi mér ekki.  Eða verður það kannski öfugt!  Sjáum til hvað gerist.
Látum hjörtun slá og hlustum á Fjallabræður, því hvað er flottara en risastór karlakór, fiðla og lúðrasveit og brekkan svo með…………………   Ekkert!
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

05.08.2012 06:07
PAD 48
Jæja vaknað fyrir kl. 6 þennan morguninn, enda lítill hvolpur hér á heimilinu núna.  Og hann vill bara leika og fara út, ég meina hann vill bara fara út að leika en æi, ég get alveg farið á fætur 5.30 en ekki út að leika það er á hreinu.  Alla vega er hann búinn að pissa og kúka og búinn að fá smá að borða og drekka svo það getur ekki verið neitt annað að honum nema út að leika.  Maður þarf að sækja sterku taugarnar núna til að þola grenjið í honum.  Nú er ég búin að skamma hann svo mikið fyrir lætin, hann er að flækjast í snúrunum hérna undir borði og reyna að klifra uppá kassa til að kíkja út um gluggann en það er bara ekki í boði svo nú lagðist hann bara í fýlu undir stólinn hjá mér.  Krúttið.

En að gærdeginum sem ég á að vera að segja ykkur frá.  Við vorum búin að ákveða að fara út í Skernøya til að fara á markað og gerðum það í samfloti með Margréti og fjölskyldu og svo hittum við Huldu og fjölskyldu og Kristínu líka svo það var bara skemmtilegt.  Þarna var mikil og skemmtileg stemning og fyndið að við komum fyrir kl. 12 en þá átti að opna og þá var fólk greinilega búið að sjá einhverja hluti sem því langið í og það var beðið við bandið sem var losað frá til að opna og þá hljóp mannskapurinn inn.

Þarna var fullt af allskonar dóti og skemmtileg markaðsstemning og hægt að kaupa pylsur og kók, vöfflur og kaffi og leiktæki fyrir börnin.  Og svo var hægt að kaupa alls konar drasl.  Ég sá geggjaðan standlampa en fjölskyldan var ekki alveg sammála svo ég lét hann í friði en við keyptum okkur mottu á stofuna til að hafa fyrir framan svalahurðina og svo keyptum við æðislegan gamlan vasa fyrir blóm, koparkertastjaka og sitthvort bjórglasið. Ég er nefnilega búin að sjá út hvað er sniðugt til að losa um Monk áhrifin á mér og það er að ekkert sé eins í skápnum því þá er hvort eð er ekki hægt að raða því í jafnbeina röð, þannig að sitthvort bjórglasið og alls ekki eins er snilld.  Og mitt er með grænum fæti algjört æði.

Ástrós Mirra keypti sér rosalega fallegan vasa úr marmara og kertastjaka og svo reyndar keypti hún sér glas sem brotnaði á leiðinni og já auðvitað við keyptum rosalega flottan bláan bangsa, ég hélt að Ástrós Mirra væri að kaupa hann í herbergið sitt af því að hann er blár en hún sagði að við yrðum nú að eiga bangsa þegar Ríkharður Davíð kæmi í heimsókn.  Krúttlegt og bangsinn er flottur og kostaði nánast ekki neitt.

Góður dagur á frábærum stað og skrítið að við vorum einu íslendingarnir þarna sem höfðum komið þangað áður og þetta var sem sagt í þriðja sinn sem ég fer í Skernøya en td. bæði Hulda og fjölskylda og Margrét og fjölskylda höfðu ekki komið þarna.  Ég ætla einmitt fljótlega aftur því það er víst æðislegt að taka göngu þarna yfir brúna sem ég sýndi og tók myndir af um daginn.

Jæja svo þegar þessi stemning var orðin fín (það er búið að kaupa nóg og drífum okkur heim áður en við kaupum meira) þá fórum við heim, skyldum Ástrós Mirru eftir hjá Margréti og þeim og ég dreif mig í garðvinnu og Þráinn í tiltekt í bílskúrnum.  Ég fyllti heilar hjólbörur af afklippum og arfa og blómum sem voru búin að dreifa sér allt of mikið til að flokkast ekki undir arfa.  Ég hefði vilja taka þau öll í burtu en konan vildi það ekki þegar við ræddum garðinn.  Alla vega hreinsaði ég vel og Þráinn sá mikinn mun en Ástrós Mirra tók ekkert eftir hvað ég hafði gert.  En ég er öll sködduð eftir rósirnar og eins og ég sé með eitthvað ofnæmi fyrir þeim því mig sveið svo í handleggina eftirá.  En það er að jafna sig.

Jæja svo var ákveðið að skella rjómagúllash ala Kristín og Þráinn (réttum sem við fengum uppskrift af á fyrsta búskaparárinu okkar og hefur verið uppáhalds allar götur síðan) og ég hafði ekki fengið gúllash í búðinni þegar við versluðum inn en hafði keypt einhverja flintsteik sem ég skar niður í bita og svei mér þá hvað það var gott kjöt og rjómagúllashið vel heppnað.  En áður en við borðuðum þá hringdi ég að athuga með stúlkuna hvort hún vildi ekki fara að koma heim og við að borða saman og þá kemur stóra spurningin frá henni.  Má ég ekki bara taka Erro með heim núna, af hverju að bíða í viku þegar mamman hrindir þeim hvort eð er frá sér og er hætt að nenna að gefa þeim að drekka.  Hvað getur hún kennt honum á viku sem við getum ekki.  Ég sagði við Ástrós Mirru að mér væri bara alveg sama ef Margrét teldi það í lagi og hún gerði það svo Erro kom með heim í gær og það var nú aldeilis fjör hjá Ástrós Mirru sem nú er formlega orðinn hundaeigandi.

Nóttin var allt í lagi fyrir utan að ég vaknaði svona ofboðslega snemma, en núna er hann mjög rólegur búinn að liggja hérna á gólfinu meðað ég blogga og leggja sig.  Ég er einmitt að vona að hann verði svona kúrukall við lappirnar á mér þegar ég verð að vinna svo ég geti bara haft hann hérna hjá mér á meðan.  En það gengur auðvitað ekki ef hann verður að trufla mig, en það kemur í ljós.

Hér liggur dalalæðan yfir öllu, mér sýnist að ég þurfi að fara að fá mér 70-200 linsu með allt þetta útsýni og geta aldrei tekið almennilegar myndir út um gluggann af því að ég á enga súmmlinsu.  Alltaf gott að vita að maður getur bætt í dótakassann sinn er það ekki?
Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

06.08.2012 06:53
PAD 49
Jæja nótt númer 2 hjá Erro og hann grét örlítið þegar við settum hann inn að sofa og svo ekki söguna meir.  Var samt voða ánægður þegar Þráinn opnaði fyrir honum kl. 6 í morgun.  Hann var reyndar búinn að pissa og kúka á gólfið en hann hlýtur að læra að halda í sér eftir einhver tíma.  Þolum þetta í nokkra daga eða vikur.
En hann var líka æðislegur í allan gærdag, það sem er aðalmálið með hann er að fatta þegar hann þarf að pissa og fara með hann út.  Skilja hans skilaboð, en annars var hann bara að leika sér, kúra og vildi auðvitað fara slatta út, þetta er sko útihundur og honum finnst æðislegt að elta mig í kringum húsið, held það verði núna okkar leikur, hlaupa í kringum húsið og hann fær útrás og ég hreyfi mig.  Annars á Ástrós Mirra að sjá um að leika við hann og að hann fái næga hreyfingu.

Svo fengum við í heimsókn í gær systurnar Victoriu og Emmu sem eru einmitt að fara til Íslands í dag, oh, við eigum eftir að sakna þeirra, og Margrét kom með þeim og ég setti upp stúdeóið og smellti af þeim myndum áður en þær færu heim.  Það var auðvitað mjög gaman, enda flottar stelpur og ófeimnar við myndavélina.  Svo var bara hangið og lítið gert nema ég er búin að vera að fylgjast með Sandy Puc ljósmyndara með námskeið á Creative Live og það er mjög gaman að sjá hvað hún er að segja.  Hún segir td. að fyrir barnaljósmyndara þá er ljósmyndunin ekki nema 20% en sálfræðin 80% og þegar hún er í stúdeóinu þá er hún á fullu og hún er búin að þróa með sér ákveðna leiki og tækni og er mjög næm á börnin. Foreldrarnir eru bara hafðir til hliðar.  Mér hefur nú oft fundist betra að hafa foreldrana með til að fíflast því mér finnst erfitt að hamast og fíflast og eiga að smella af líka en ljósmyndari eins og Sandy er með fullt af aðstoðarfólki og hún er kannski búin að stilla myndavélina en það er svo aðstoðarkonan sem smellir af.  En ef Sandy fer uppí stiga og þarf að halda á myndavélinni þá tekur aðstoðarkonan við og sér um leikinn við krakkana.  Svona miðað við þetta þá þurfa forelrarnir sem koma með börnin til mín að halda áfram að leika sér, því ég verð aldrei með aðstoðarmanneskju, nema bara það væri Þráinn sem væri þá að sjá um leikinn.  Svo sagði hún líka að maður ætti að passa að hafa leikinn ekki of skemmtilegann svo þú missir ekki tök á barninu og svo er hún með ákveðna tækni í tóninum sem börnin til að verða alvarleg og glaðleg til skiptis.  Sömu setningarnar aftur og aftur því þær virka.  Ekki vera að breyta einhverju sem virkar.  Setning sem fær börn til að hætta að brosa og verða alvarleg er td. “Is it broken” og svo lætur hún þau spyrja sig “Hey lady, do you were diapers” og það finnst þeim ótrúlega fyndið sérstaklega því þá þykist hún hneyksluð og segir nei.

Bara flott kona og ljósmyndari, en eitt finnst mér þau þarna í ameríkunni nota of mikið að propsi og það að börnin eru klædd í föt sem stúdeóið á, í staðinn fyrir að vera í sínum fötum og kannski stundum með sinn bangsa.  Og of mikið sviðsett.   Vantar alveg þetta sponteiníus sem okkur finnst oft vera svo flott.  En hún vill meina að þú verðir að byrja á þessu hefðbundna því annars nærðu því ekki og hitt getur heppnast en getur líka mislukkast svo ég er að kaupa þessa sálfræði hjá henni.

Í dag verður svo sérstakur þáttur sem fjallar um verkefni sem hún tekur þátt í, ég veit ekki hvort hún sé stofnandinn en held það samt.  Þetta kallast Lay me down to sleep og er um það að þau bjóða uppá ókeypis myndatökur á sjúkrahúsum þar sem börn fæðast svo veik að þau munu aldrei fara heim af spítalanum. Þannig að þetta er eina myndatakan sem foreldrarnir fá af sér með barnið sitt áður en það deyr.  Hlakka til að fylgjast með því, hef séð kynningu og hún segir mér að þetta sé fallegt verkefni sem vert er að gefa gaum.
Nú er ég í fríi í dag eins og aðrir íslendinga en hér mætti fólk í vinnu kl. 7 eins og venjulega.  Ætli ég skríði ekki uppí rúm aftur núna á eftir og njóti þess að vera í fríi og gera kannski ekki neitt.

Þangað til á morgun
Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

07.08.2012 04:46
PAD 50
Jæja 50 dagar komnir hér í Mandal og við erum strax orðin hundaeigendur.  Hvern hefði grunað það fyrir hálfu ári eða svo?  Sjálfsagt engan og Klara systir á leiðinni að verða hundaeigandi líka og þá erum við allar þrjár systurnar komnar með hunda, hvern hefði grunað það fyrir hálfu ári?  Engan.
En það gengur vel með Erro, nótt númer 3 var bara æðisleg, hann vældi í svona 2 mín þegar hann var settur inn að sofa og hann var ekkert búinn að pissa og kúka þegar ég hleypti honum framúr í morgun en ég var bara ekki nógu fljót sjálf að setja hann út, því hann settist bara mér til samlætis og pissaði á gólfið fyrir framan þar sem ég sat á klósettinu og við pissuðum bara bæði í einu.  En sko ég í klósettið en hann á gólfið.  Núna er rosalegt fjör í honum og vill helst leika en hann þarf auðvitað að venjast því að ég þurfi að sitja hér og vinna.  Það kemur, þetta er nú bara byrjunin.  En hann er brjálaður að naga rafmagnssnúrur og það hef ég smá áhygggjur af, vegna þess að hann getur slasað sig og auðvitað skemmt rafmagstækin sem nóg er af hér.

Nú er hann aðeins líka byrjaður að hlaupa frá okkur og gegnir ekki ennþá, en hann skal en við þyrftum núna að setja hann í band þegar hann á að fara út að pissa og kúka á morgnanna því við erum kannski enn á náttfötunum og ekki í aðstöðu til að elta hann og svo gæti hann líka týnst.  Svo það er næsta skref, hleypa honum út í bandi.
Gærdagurinn var mest svona leti hjá okkur mæðgum, horfa á vídeó, sinna Erro oþh. og svo fórum við í Europris eftir vinnu hjá Þráni að kaupa hundaól, matardalla og nammistangir handa honum og já meira að leikföngum því hann þarf auðvitað að leika svo mikið og við erum á tveimur hæðum svo það er gott að eiga dót uppi og niðri.
Það ringdi svo sannarlega eins og hellt væri úr fötu hér í Mandal í gær og það var nánast yndislegt, ég elska að fara út í rigninguna hérna, á hlýrabol og verða ekki kalt þó það rigni.  Tók nokkrar klemmumyndir og kom inn eins og ég hefði hefði verið að keppa í blautbolakeppni.  Tók ekki mynd af því.

Elduðum hrísgrjónagraut sem ekki brann yfir (æðislegt að vera með eldavél sem er í lagi) og poppuðum í potti í gærkvöldi.  Það er sko alveg verið að nýta sér nýjungarnar á þessu heimili í botn núna, mætti halda að við hefðum verið í mánuð eldavélarlaus sem við kannski reyndar vorum því það var bara ein heil hella og ofninn ömurlegur.
Eftir viku ætlum við Ástrós Mirra að fara með Margréti til Danmerkur, hún ætlar að sýna okkur hvert á að fara til versla oþh.  Þetta verður spennandi að læra og næst þegar við förum þá gætum við kannski kíkt á Eddu því hún á heima þarna rétt hjá held ég örugglega.  Næsta bæ við Hirtshals.  En ég get það ekki í þessari ferð þar sem ég verð ekki á mínum bíl heldur með Margréti og hún verður stjórnandinn, kennir mér að fara til slátrarans og í einhverja risastóra búð til að kaupa í búrið (er ekki með búr en þarf að útbúa það þá einhvern veginn).  Kaupi svo líklega bjór og hvítvín því það er víst ódýrara þarna.

En núna erum við á leiðinni í viðtal við skólastjórann í skólanum sem við viljum að Ástrós Mirra fari í og er það bara spennandi.  Vonandi gengur allt upp og að hún fái að fara í þennan skóla.  Þið fáið fréttir af því á morgun.
Þangað til,
ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(3)
08.08.2012 09:34
PAD 51
Stundum veit ég ekkert á hverju ég á að byrja að segja frá, svona eldsnemma á morgnanna, en núna ætla ég sko að státa mig af því að hafa farið framúr kl. 6.30 og tekið af rúminu svo ég geti hengt út á snúru og þá meina ég út á snúru í fyrsta skipti síðan ég bjó á Hásteinsveginum í Eyjum.  Hef ekki haft útisnúrur síðan enda það eina húsið sem ég hef búið í fyrir utan þetta sem ég bý í núna.  Svo þvottur kominn í þvottavélina, Erro búinn að hlaupa í kringum húsið og pissa tvisvar svo við erum góð í bili.  Og já ég kemst í sturtu á eftir því vatnið sem vantaði í allt gærkvöldið kom kl. 22.  Greinilega einhver bilun einhvers staðar og eini skaðinn sem hlaust af því er að ég þurfti að þvo potta og pönnur í morgun á undan rúmfötunum í staðinn fyrir í gærkvöldi.
Hefðbundinn vinnudagur hjá mér í gær eða nei…. þurfti auðvitað pínulítið að sinna Erro og skipa Mirrunni að hlaupa út að pissa með hann og út að leika við hann og þess háttar.  Hún er samt voða dugleg með hann en gerir sér ekki grein fyrir hvað þetta er mikil vinna fyrstu vikurnar.  Heyrði samt í gær að hundahvíslarinn sem er í sjónvarpinu á hverjum morgni hérna hefði sagt að hundur þurfi 70/30  þe. 70% hvíld og 30% leik og hreyfingu.  Það voru jákvæðar fréttir því þá er allt í lagi að Erro fari aðeins út kl. 6 og leggi sig svo þar til Mirran vaknar og fer þá aftur út og þá að leika smá og svo bara leggja sig aftur og svo þegar ég er búin að vinna þá förum við í göngutúr (og ég var búin að segja að ég væri sko ekki að fara með þennan hund í göngutúra en það er svo gott í lífinu að það má skipta um skoðun), svo heim aftur og svo leikur Mirran við hann aftur og ef hún gerir eins og í gærkvöldi að fara í hálftíma göngutúr fyrir svefninn þá erum við bara í góðum málum.
Já og hefðbundinn varð auðvitað vinnudagurinn ekki heldur, vorum á fundi fyrir hádegi (að isl. tíma) og ætluðum jafnvel að halda honum áfram kl. 17.30 að mínum tíma svo ég vann þangað til en það er bara fínt ég á það þá bara inni.

Fórum í gærmorgun í viðtal í Furulunden skole og hittum skólastjórann hana Marianne sem er æðisleg, tók vel á móti okkur og útskýrði skólann og alla hluti vel fyrir okkur.  Ástrós Mirra fer í bekk með 24 börnum, 10 stelpur og 14 strákar og þar af einn íslenskur.  Við þekkjum hann og hans fjölskyldu ekki neitt og þau virðast ekki umgangast íslendingana hérna í Mandal því fáir virðast þekkja þau en ég addaði nú mömmunni á fésinu í gær, gæti nú alveg þurft að leita til hennar ef það er eitthvað sem við skiljum ekki í skólanum.  Annars tala allir ensku þar svo það ætti að vera hægt að fá útskýringar á því tungumáli ef norskan þvælist eitthvað fyrir okkur.  Svo skólinn byrjar eftir rúma viku og hér byrjar hann 8.30 til 14.  Drekkutími eða matartími um kl. 10.30 en enginn hádegismatur og ekki boðið uppá heitan mat í skólanum, bara nesti en það ætti að henta dóttur minni sem vildi hvort eð er ekki vera í hádegismat á íslandi.  Held að Ástrós Mirru hafi litist ágætlega á skólann finnst hann kannski pínu gamaldags en hún kemur úr nýbyggðum skóla og því mikill munur.  Mér fannst þetta allt bara kósí og notarlegt og hlakka til að hitta kennarann hennar sem heitir Elin.  Hún var ekki komin í vinnu í gær en mun svipast um eftir okkur 16. ágúst þegar skólinn byrjar.  Ég veit ekkert hvort við þurfum að kaupa skólabækur eða hvort þær séu skaffaðar, gleymdi alveg að spyrja að því en það kemur nú bara í ljós.  Ætla að fara í dag og taka myndir af skólanum, því þegar ég labbaði bakvið þá kom svæðið þar svo á óvart.
Hér var síðan skiptabókamarkaður í gangi í gærkvöldi þegar Ella og Kristín mæðgur sem búa hér í Mandal komu í heimsókn og Kristín var að skila einni bók sem ég á og fékk lánaðar fleiri en lánaði mér líka allar islensku bækurnar sem hún á líka.  Skemmtilegt, höldum þessu bara svo áfram.  Allir sem kaupa sér íslenskar bækur á íslandi og koma með hingað setjið í skiptabókamarkaðinn.  Það var voða gaman að fá þær mæðgur í heimsókn og þær sátu frameftir kvöldi og fengu langbesta kaffið í Langåsen eins og Julia sagði um daginn og við kjöftuðum um lífið og tilveruna og þá aðallega hér í Mandal.

Hér eru svo að hefjast einhverjir skelfiskadagar þar sem miðbænum verður lokað og maður þarf að borga sig inn en þá verður allt fullt af sölubásum, leiktækjum, uppákomum og meira að segja er verið að koma fyrir parísarhjóli í miðbænum. Mjög spennandi og við ætlum að njóta þessa í botn um helgina, vonandi verður ekki allt of dýrt inn.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

09.08.2012 06:53
PAD 52
Jæja hvað var nú aftur að gerast í gær, já vinna og vera á pissuvaktinni.  Þetta er mjög ábyrgðarfullt vakt sem ég stend þessa dagana og ég er kannski ekki endilega að standa mig svo vel, ég veit ekki en það er ótrúlegt hvað svona litlir hvolpar þurfa mikið að pissa.  Það er bara alveg á klukkutíma fresti ef ekki meira.  En svo þarf maður nú ekki endilega að pissa þegar maður er úti, nei nei.  En það er að ganga ótrúlega vel með Erro, nú er hann alveg hættur að gráta þegar hann er settur inn í skotið sitt þegar við förum að sofa og hann sefur alla nóttina (eða heyrist ekki í honum) en hann heyrir sko þegar klukkan hans Þráins hringir kl. 6 og byrjar þá að láta vita af sér.  Ok, ég heyri að þið eruð vöknuð ekki láta mig bíða svona lengi er greinilegt það sem hann hugsar.  Hann og Nói voru í smá slag í gær eða þannig.  Nói lá uppí stofusófa hjá mér en Erro var að reyna að ná til hans og vildi leika við hann en þá sló Nói til hans og Erro hélt bara áfram og þá varð Nói greinilega pirraður á þessum krakka og sló rosalega hratt svona 4 sinnum til Erro og Erro stökk aðeins frá og lagðist alveg flatur á gólfið og starði á Nóa.  Hann  var sko ekki að skilja af hverju þessi köttur nennir aldrei að leika.  En Nói er samt forvitinn um Erro og er ekki að flýja þó hann sé hérna og ég er ánægð með það.  Vonandi verða þeir bara mjög góðir vinir einn daginn.
Svo fórum við Ástrós Mirra eftir vinnu í gær með Erro í bílnum niður í bæ og röltum þar aðeins um.  Það er allt orðið lokað í miðbænum og erfitt að koma keyrandi en við fundum stæði í göngunum og löbbuðum svo þaðan aðeins um miðbæinn.  Það voru auðvitað margir að kjá í Erro og ein stúlka bað um að fá að klappa og var að spjalla við okkur, hvaðan við værum og hvort við værum í fríi oþh.

Erro er hræddur við bíla.  Hann ætlar alveg að reyna að hverfa ofaní jörðina þegar bíll keyrir framhjá og grætur stanslaust þegar hann er í bíl.  Ég sem var að vona að hann yrði skemmtilegur ferðafélagi fyrir mig ef ég vildi skjótast aðeins út fyrir bæinn að taka myndir, þá gæti verið gaman að hafa hann með eins og næsta sumar, en hann á kannski bara eftir að venjast þessu, það kemur í ljós.
Ég var sjálf auðvitað rólegri í gær en í fyrradag eftir að hafa komst að því að svona litlir hvolpar mega ekki labba úti nema ca. 10 mín. í einu 2 – 3 á dag.  Alls ekki meira.  Ég var í fyrradag endalaust að segja Ástrós Mirra að leika við hann og fara út með hann og gera og gera og gera…..  En það að hundur sofi 70% sólarhringsins það hjálpaði mér að slaka aðeins á.  Og auðvitað þarf hann að hvíla sig meðan hann er stækka.
En kannski nóg af hundum…….   humm hvað annað er um að vera…………  ekki neitt svi mér þá.  Þessi vika verður hundavika, það er nokkuð ljóst.  En framundan er fallegur dagur og spennandi helgi með miklu bæjarfjöri.  Hlakka til að rölta í bænum í góðu veðri og kíkja í parísarhjólið.
Og já ekki má gleyma að mágur hennar Juliu hans Arnfinns vann gull á OL í gær, frábært hjá honum.  Hann keppir í róðri og reyndar gerir konan hans það líka en ég hef ekki frétt hvernig henni gekk, reikna bara með að hún hafi ekki náð sæti fyrst engar fréttir voru um það.  En strákarnir okkar unnu ekki í gær og það var eini leikurinn sem ég fylgdist með.  En ég heyrði í gegnum skype hjá Ástrós Mirru (sem var samt með headsett) Ríkharð Davíð hvetja strákana okkar “Áfram Ísland” heyrðist hingað yfir hafið og ég er sko viss um það hafi heyrst til London líka en bara ekki mjög hátt.

Þangað til á morgun,
ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

10.08.2012 06:59
PAD 53
Timbrið kom í gær.  Já sæll, ég hélt þetta kæmi raðað á bretti er búin að sjá svoleiðis fyrir utan húsin hjá fólkinu en það er greinilegt að fólkið þarf að raða því sjálft.  Vá, svolítið mikil vinna framundan, en við kláruðum eitt bretti í gær og það er núna inní bílskúr tilbúið fyrir veturinn, en svo þurfum við að finna stað úti til að raða restinni, svo færir maður það timbur inn þegar þetta sem er inni núna er búið.  Þetta er ákveðin stemning og ég veit að Þráinn hlakkar til að fara að kynda upp í arninum því ég kvartaði eitthvað um kulda í gær (var 22 stiga hiti yfir daginn) og hann spurði hvort hann ætti að kveikja upp, ég sagði nei, þetta er bara hrollur í mér eftir matinn.  Svo það verður timburstemning á okkur núna um helgina milli þess sem við ætlum að þvælast um í bænum og njóta þess sem um er að vera.

Það er nefnilega skelfiskhátíð hérna.  Líklega hægt að líkja henni við fiskidaga á Dalvík nema hér er miklu meira með.  Tívolí og hljómsveitir út um allt, barnaskemmtun og sölubásar alls konar.  Allar búðir opnar framefir og já ábyggilega bara mikið mannlíf og skemmtilegt.  Hlakka til að kíkja í dag og upplifa þetta.  En sko ég ætla að vera búin að borða pizzu áður en ég fer, ég mig langar ekkert í skelfisk.  Sorrý þetta er það eina sem ég hef ekki áhuga á að kynnast hér, ég er bara matvönd og langar ekki að borða ljótan mat, það er bara svo einfalt.  Og hráan mat borða ég helst ekki heldur.  Svo ég passa mig bara á að vera södd þegar ég fer í bæinn.  Hlakka svolítið til að fara í Parísarhjólið, vonandi næ ég góðum myndum af bænum þaðan.  Eins ætla ég að mynda parísarhjólið því það er svo flott.

Það gengur bara ágætlega á pissuvaktinni nema sko ég skil ekki hundurinn drekkur vatn tvisvar til þrisvar á dag en pissar 10 sinnum, hvað er það?  Hann sefur alla nóttina og reyndar hefur pissað á blöðin sem eru á svefnstaðnum hans í nótt.  Annars pissar hann þegar Þráinn vaknar, svo leggur hann sig ábyggilega bráðlega og pissar svo þegar hann vaknar, leikur sér smá og pissar smá, leggur sig aftur.  Svona er lífið hjá 7 vikna hvolpi.  En hann er ágætlega klár því hann fer núna alltaf á sama staðinn til að gera númer 2 úti í garði svo það er ágætt, þá þarf ekki að labba um allan garð að leita heldur allt á sama stað.  Sko, nú er hann búinn að vera vakandi í klukkutíma og þá er tími til að leggja sig.  Krúttið!

Mikið rosalega er mikið til að fólki sem getur ekki tekið gagnrýni og / eða sér ekki hvað það gerir vitlaust í lífinu.  Höfum verið að fylgjast með þætti með Gordon Ramsy þar sem hann fer og bjargar veitingarstöðum sem eru að fara á hausinn og oftast er það vegna þess að sá sem stjórnar getur ekki leyft öðrum að vinna hluta af vinnunni og getur ekki tekið gagnrýni og í gær til dæmis þá sagði eigandinn og kokkurinn að það væri ekkert að matnum, ekkert að útliti staðarins, ekkert að þjónustunni en samt skyldi hann ekki af hverju það gekk illa.  Svo kemur Ramsy og í fyrsta lagi þá var svo vond lykt sem lagði af teppinu sem var á gólfinu að hann hélt að það væri lík undir því.  Þetta var steikhús og honum fannst hann bryðja grillkol þegar hann beit í kjötið, laukurinn var svartur og hægt að mylja hann og svo framvegis.  En nei, það er ekkert að matnum, stjórnandanum eða neitt að þessum stað.  Shit hvað það hlýtur að vera erfitt fyrir aumingjans fólkið að vinna á svona stað, með svona þröngsýnu og lokuðum stjórnendum.  En alltaf gaman að sjá hvernig Ramsy tekst með lítilli vinnu og frekjunni sinni að snúa þessu fólki.  Og einmitt þegar búið er að taka staðinn í gegn, breyta matseðlinum og taka stjórnandann í gegn þá verður þetta vinsæll staður og …. en það var samt ekkert að þegar hann kom.

En svona getur fólk verið skrítið og kannski er ég það fyrir einhverjum það getur meira en vel verið.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

11.08.2012 04:01
PAD 54
Þá erum við búin að kíkja á skelfiskhátíðina hérna niðrí bæ og þvílík stemning.  Ég er alltaf mjög hissa á því hvað mikið er gert hérna miðað við stærð bæjarins, þó svo að hann fyllist af túristum yfir sumarið.  Það er eitthvað sem ég veit að hefur verið vilji til hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði en þeir ekki fengið hljómgrunn fyrir, þe. að virkja hafnarsvæðið meira fyrir ferðamenn og búa til meira líf í bænum.
Við þurfum að sýna þeim hvernig þetta er gert hér.

 

En alla vega kíktum niður í bæ um kl. 18 í gær og Þráinn og Ástrós Mirra vildu prófa að taka Erro með.  Sko ef Þráinn hefði verið ungur strákur til í að ná sér í stelpu þá hefði það tekist aftur og aftur.  Þvílíkt aðdráttarafl sem svona lítill hvolpur hefur.  Það var alltaf verið að stoppa og biðja um að fá klappa honum og spjalla við okkur um hunda og ég veit ekki hvað.  En Erro var ekki tilbúinn fyrir svona mikið af fólki og umferð og læti og svo sá ég að hann er sko ekki kjölturakki, hann vill ekki láta halda á sér.  Við héldum að við gætum bara leyft honum að labba smá og haldið svo á honum en það hreinlega þolir hann ekki svo það endaði á að ég fór með hann uppí bíl og keyði hann heim.  Það var heldur ekki gáfulegt því ég veit ekki hvernig mér tókst að komast með bílinn og hundinn heim.  Hann var sko trítilóður í bílnum og ég að reyna að keyra osfrv.
Þið áttið ykkur á þessu.   En um leið og ég kom með hann heim, lagðist hann niður og var sofnaður um leið.  Gjörsamlega úrvinda.

 

En nú í morgun er búið að vera þvílíkt fjör í honum að ég ræð ekki við hann og varð að setja hann aftur inn að sofa í smá stund.  Veit ekki alveg hvað var í matnum hans í morgun.  En ég nenni nú ekki þessu fjöri kl. 7 á morgnanna þó ég sé morgunhani.

 

En aftur að skelfiskhátíðinni, þarna kostar inn fyrir manninn í tvo daga 400 nkr. sem eru þá 8.000 isk. rúmlega og það gildir um allan bæinn en ekki í tívolítækin að sjálfsögðu, það er bara eins alls staðar.  Það kostar nú slatta í þau eins og við höfum upplifað þegar Tivolí kemur til Íslands.  En hérna er einhver rosaleg sleggja og parísarhjól sem er það eina sem okkur þykir spennandi, þe. Ástrós Mirra vill sleggjuna og ég Parísarhjólið en Þráinn verður að fara með okkur báðum, enda held ég hann sé svona mitt á milli okkar.  Hann alla vega ræður alveg við svona sleggjutæki en ég myndi ekki þora í þetta.  Ég er orðin svo mikil gunga og lofthrædd með aldrinum að það er nánast bara fyndið.

 

Við röltum mikið, hittum eitthvað að fólki sem við þekktum, fengum okkur ís, unnum Angry Bird bangsa, reyndum að vinna 2 kg súkkulaðistykki en tókst ekki, horfðum á tvær hljómsveitir spila og áttum yndislega kvöldstund.  Seinni hljómsveitin er svona kall sem er sambland af Bjögga Halldórs og KK eða Magga Eiríks.  Greinilega mjög vinsæll og flottur en við þekktum svo sem ekki lögin og þar með ekki eins gaman að hlusta en við tókum nokkur lög og drifum okkur svo heim, kveiktum upp í arninum og fengum okkur bjór sem var bara fullkominn endir á frábæru kvöldi.  Allir þreyttir en sælir.  Svo er ég á fyrri vaktinni núna með Erro og eins og ég sagði þá er hann alveg handfull í dag svo ég vona að hann leggi sig aðeins meðan ég dútla mér þar til hinir vakna því þá skríð ég aftur uppí og fæ mér leggjasig.

 

Ætlum aftur í dag á hátíðina og kannski við vinnum súkkulaði núna og ég þarf að prófa parísarhjólið og fá að mynda það betur en ég var akkúrat að missa birtuna í gær þegar ég var að mynda það.  Ég tók auðvitað fullt af myndum, læt 6 duga hér með, hinar koma seinna í myndaalbúm hér á síðunni okkar.

Eitt er fyndið hérna í Mandal, þú mátt ekki labba með bjór niður í bæ, þá færðu sekt en ef þú átt bát, þá máttu leggja honum við bryggju og vera með brjálað partý, drekka eins og þú vilt og allt í goodie.  En það er víst af þvi að þá ertu í þínum bát, en ekki á almannafæri.  Þó er bara eitt skref á milli okkar.  🙂  Fyndið.

En mér fannst líka gott hvað ég sá lítið vín á fólki en það hefur líklega komið seinna, þegar við löbbuðum heim urðum við vör við smá þjóðhátíðarstemningu, bílskúrinn opinn, borð og stólar þar og svona tjaldstemning, gítar og söngur.  Bara frábært, allur bærinn er einhvern veginn með.

Já svo gleymi ég alveg að tala um að það eru matartjöld eftir allri aðalgötunni hérna, held að fólk í Mandal sé mikið matarfólk,  Hittum pabba hans Arnfinn og hann byrjaði á að spyrja hvort við værum búin að borða, ég sagði að við hefðum nú borðað heima og þá átti hann ekki til orð, hérna er greinilega stór hluti af hátíðinni er að fá sér að borða og skelfisk og krabba ábyggilega mest.  Já og það eru markaðsborð um allt og bara gaman að skoða þau, nema þegar kemur að ostaborðunum þá getum við Ástrós Mirra bara hreinlega dáið úr vondri lykt, Jesú góður að fólk skuli borða eitthvað sem lyktar svona illa, ég er hrædd um að ég yrði sett á hæli ef ég lyktaði svona illa og það væri þá eftir mánuð í skóginum án vatns til að baða mig.  Nei djók.  En ég dreif mig bara frá ostabásunum yfir í sápubásinn til að hreinsa lyktarskynið.

 

Eitt enn gerðist pínu táknrænt í gær.  Ástrós Mirra fékk að kaupa sér nammi á nammibásnum.  Þá föttuðum við að þetta er fyrsta nammið sem hún kaupir sér hér –  og þá er ég að meina sem hún kaupir sér.  Við höfum alveg keypt snakk og ís handa fjölskyldunni en hún hefur aldrei fengið að kaupa SÉR nammi í poka eða fara á nammibar, fyrr en í gær.  Enda er sykurskatturinn hérna svo hár að ég fæ hjartaáfall við að kaupa einn kexpakka.  Hann kostar sama og stór Maaruud kartöfluflögupoki sem samsvarar því að heima á Íslandi kostar flögupokinn 500 kr. en kexpakkinn ekki nema 120 kr.   Svo þið sjáið af hverju við kaupum snakk en ekki súkkulaði.  Og þess vegna væri nú sniðugt að reyna að vinna þetta súkkulaðistykki í dag.  2 kg. það er sæmilegasta stykki.

Þangað til á morgun,  Ykkar Kristín Jóna í skelfiskstemningu eða þannig
Skrifað af Kristínu Jónu

12.08.2012 02:42
PAD 55
Eftir að hafa tekið pissuvaktina í gærmorgun kl. 6 þá ætlaði ég að leggja mig kl. 10 en úps þá kemur Þráinn bara að segir að það hafi verið að bjóða okkur í bátsferð um eyjarnar hér og við eigum að hitta Arnfinn og Juliu kl. 11.30.  Úff þá fer allt mitt úr skorðun, ég ætlaði að leggja mig, ég ætlaði að fara svo niður í miðbæ og alls konar en mig langar auðvitað í bátsferð í þessu dásemdarveðri. Svo Þráinn sagði við mig, farðu nú og finndu sígaunann í þér og svo drífum við okkur.  Svo ég lét Þráin algjörlega um að pakka öllu niður sem þurfti og skellti mér bara í sturtu og fann til myndavélina og var þá tilbúin.

Geggjuð sigling og eyjarnar hérna eru bara yndislegar og dásamlegt að sjá fólk út um allt, við stoppuðum við Vita sem er á lítilli eyju hérna og þar býr ein kona sem sér um svæðið, vitann og svo er hún með gistingu ofl. í boði þarna.  Þarna hafa oft verið haldnar veislur og alls konar.

Við stoppuðum lika í lítilli eyju til að grilla og þessi mynd er þaðan.
Arnfinn var með kolagrill og við komum öll með okkar á grillið og svo var etið nánast með guðsgöfflunum, því auðvtað föttuðum við ekki að taka með pappadiska og hnífapör, en svo lengi lærir sem lifir, þannig að í næstu ferð (ég vona að það verði næsta ferð) þá munum við eftir svona dóti.

Síðan var siglingunni haldið áfram en það kólnaði dálítið þennan síðasta spöl og krakkanir voru orðin vafin í teppi um borð í bátnum, en mjög gaman að sjá þetta allt og við sáum bústaðinn sem pabbi Júliu á og hann á eyjuna sem hann er á.  Hér er það víst þannig að svona litlir bústaðir á Eyju seljast á 6-7 milljónir nkr. og þvi er það ekki á færi venjulegs fólks að kaupa svoleiðis og því er alltaf að fjölga aðkomufólkinu sem á orðið bústaði í eyjunum og það þykir heimafólki miður og vonar að þeir sem erfa svona haldi arfinum og geri þetta að fjölskyldueign í staðinn fyrir að sjá gróðaleið og selja.

 

Eftir dásamlega siglingu var farið heim og ég náði mér í örlitla kríu kannski hálftíma og þá ákváðu við hjónin að fara niðurí bæ, Ástrós Mirra vildi bara vera heima og ég var eftirá mjög ánægð með það.  Miklu meira fyllerí í gær en á föstudaginn og það er víst alltaf svoleiði.  Föstudagskvöldin meira fjölskyldukvöld en laugardagskvöldin djamm.
Við fengum okkur að borða pizzu því ég er ekkert fyrir þetta skelfiskdæmi en Þráinn skellti sér nú á sjávarréttasúpu líka svo það var einhver í fjölskyldunni sem hélt okkur í gangi við þema hátíðarinnar

 

Hlustuðum aðeins á miðvikudagsbandið og svo voru tónleikar með frægri hljómsveit sem heitir CC Cowboys og er hörku hljómsveit en ég verð að segja að sjálfsánægðari söngvara hef ég ekki séð, það lak af honum ÉG UM MIG FRÁ MÉR TIL MÍN.  En hann hefur víst alveg efni á því segir Þráinn og ég verð að trúa honum.  Hann hrífur reyndar fólkið algjörlega með sér en ég fékk samt kjánahroll yfir sjálfsánægjunni, get ekki neitað því.

Fórum heim um miðnætti og fljótlega í háttinn eftir svona stóran og skemmtilegan dag.

 

Verðum heima í dag og fáum Margréti í heimsókn með marergsköku.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Ég er greinilega ekki með réttu ráði núna, talaði um pizzuvaktina hans Erros í staðinn fyrir pissuvaktina og svo ætlaði ég að leggja mig kl. 22 í staðinn fyrir kl. 10.  Spurning hvort ég ætti ekki bara að leggja mig aftur núna.  Það er eitthvað að í hausnum á mér.
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
13.08.2012 03:13
PAD 56
Þá er frábærri annaríkri helgi lokið, eins konar þjóhátíð hér í bænum sem eru skelfiskdagarnir.  Mér skilst að bærinn leggist í dvala alltaf eftir þá og því verði bara rólegheit í Mandal hér eftir enda skólinn að byrja í vikunni.  Þó er víst ein hátíð eftir og það eru þýskir bjórdagar, með týrólatónlist og risabjórkönnum, við kannski kíkjum á það líka, getur verið gaman að sjá fólk í fallegum búningum og mannlíf er alltaf skemmtilegt.

En nú hefst alvaran því skólinn byrjar á fimmtudaginn, Klara systir og Kristófer koma á fimmtudaginn í næstu viku og það er eins gott að fara að undirbúa komu þeirra, það verður gert með IKEA ferð í dag, okkur vantar gestasængur og kodda og svo þarf að kaupa skólatösku og pennaveski handa ungfrúnni sem flutti óvart banana með sér í sinni skólatösku og ……………. þegar við fundum hann í töskunni þá losuðum við úr pennaveskinu það sem hægt var en bæði skólataska og pennaveski fóru beint út í rusl með banananum.  OJJJJJJJ þetta var ógeðslegt.

En í gær var mikill og dásamlegur gestagangur hjá okkur eftir einmitt svona temmileg þrif á sunnudegi.  Ég ryksugaði og skúraði allt húsið og Þráinn var að umstafla timbri, það er hans áhugamál þessa dagana.  Svo mætti Margrét hérna um miðjan daginn með marengstertu sem hún einhvern veginn hafði álpast til að bjóða Þráni og við auðvitað öll alsæl með.  Með henni kom Jón maðurinn hennar og svo birtust hérna 3 mæðgur líka sem frétt höfðu að tertunni og ákváðu að nota tækifærið að fá álit mitt á mynd sem á að vera á forsíðu á bók sem 3 systirin er að gefa út.  Skemmtilegt að fá að taka þátt í að velja forsíðumyndina en það á auðvitað eftir að koma í ljós hvað verður á endanum valið en alla vega vorum við 5 konur hér samankomnar og enginn sammála grafísku hönnuðunum á bókarforlaginu svo það er spurning hvort þeir séu komnir of langt inní hvernig allt á að vera og hvað reglan segir osfrv. að þær sjá ekki lengur hvað er flottast og passar best við.  Hlakka til að sjá bókina þegar hún kemur út.
En já þessar mæðgur eru auðvitað ekkert nafnlausar því þær eru Ella Jack, Kristín dóttir hennar en þær búa hér í Mandal báðar og svo var Gyða dóttir Ellu og býr í Danmörku.  En sú sem er að gefa út bókina heitir Theódóra.

Þannig að þegar mest var vorum við 8 hér í kaffi og það var setið úti í garði og drukkið djús og borðuð marengsterta.

Þegar svo allir gestirnir voru farnir og ég fór að ganga frá sá ég tvo banana sem voru að verða eins og sá sem fluttur hafði verið með frá Íslandi svo ég ákvað að bjarga þessum og skella í bananabrauð.

 

Ætla að smakka það á eftir, namm verður góður morgunmatur hjá mér.  En sem sagt engar aðrar myndir voru teknar í gær, en ég tók og setti á hér á myndasíðuna um 200 myndir síðan um helgina sem er bara nóg núna.  Suma daga er svo mikið að gera og af nógu að taka fyrir mynd dagsins en aðra daga, úps þá er það bara ekkert og niðurstaðan er oftast að ég tek þá mynd af því sem við erum að borða eða gera en það er líka alveg tjallens að gera það.  Ég fer nú bráðum að verða búin með 2 / 3 af verkefninu mínu og það er ennþá bara auðvelt, og ég á ekki von á að það verði eitthvað erfitt en í heilt ár væri ég ekki til í að gera þetta, það er of mikið.  Held einmitt að 3 mánuðir séu passlegur tími og sumarið er auðvitað tíminn.

Það gengur ennþá voða vel með Erro nema við fengum að vita það í gær að við vorum með allt of miklar kröfur á að dóttir okkar 11 ára gömul sæi um hann, hún var að brotna niður og það var vegna þessa og hún hafði ekki þorað að segja okkur það af því að hún hafði beðið um hundinn og þráð svona lengi.  Svo það verður einhver breyting þar á.  Hún er bara barn þó hún eigi hvolpinn og sé dugleg að hugsa um hann.  Það má ekki eyðileggja elskuna hennar til hans bara með því að hún þurfi endalaust að hlaupa út að pissa og svo út að kúka og svo út að leika og svo út að …… og mér skilst að ég hafi verið allan daginn svona “Ástrós hann þarf að ….”, “Ástrós hann þarf núna að ….” osfrv.

Stundum þarf bara að minna mann á og það er bara gott að þetta kom fram nógu snemma.  Núna get ég bara sett hann í band og haft úti í klukkutíma og þá bara pissar hann úti og engar áhyggjur, svo leggur hann sig reglulega.  En það var svo mikið fjörið í honum þegar gestirnir voru í gær og hann ætlaði aldrei að ná sér niður.  En það verða þá rólegheit í dag hjá honum sem er gott, því hann er svo ungur.

Jæja, þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

14.08.2012 03:29
PAD 57
Skólinn er að byrja eftir 2 daga svo við skelltum okkur í Ikea í gær í tvennum tilgangi, hélt ég hefði séð skólatöskur þar og kaupa sængur.  Ég hafði ekki séð vitlaust og þar voru til skólatöskur, svona ansi fínar og góðar.  Góðar tölvutöskur sá ég líka, sem ég myndi vilja þ.e. þær er á hjólum, frábær fyrir ferðalögin en ég veit ekkert hvort ég sé að fara að ferðast svo mikið með tölvuna svo ég lét það eiga sig.

 

En oft er sko hægt að gera góð kaup í Ikea og oft kaupir maður auðvitað miklu meira en vantar en það gerðist nefnilega ekki í gær, við keyptum bara það sem stóð á miðanum.  3 sumarsængur á tilboði og kodda, hver sæng kostaði 19 nkr. og koddinn 15 nkr.  Þetta eru mjög þunnar sængur en ég prófaði eina í nótt þvi sú sem ég er með er að kæfa mig á heitum sumarnóttum og þessi er bara fín, en hún virkar ekki í vetur það er alveg ljóst enda eigum við von á því að flestir sem sækja okkur heim munu koma að sumri, það er nú bara þannig, nú en ef ekki þá reddum við því.  Reyndar kemur Maddý í vetur og þá verður bara keypt ný sæng, hver veit nema vetrarsængur fari á tilboð einn daginn.

Keyptum líka lök og teppi til að kúra með í sófanum því Erro er búinn að fá teppið sem var þar.  Svo keyptum við sem sagt skóladót, tösku, pennaveski, blýanta, penna og tvær stílabækur. Við vitum ekkert hvað á að kaupa fyrir skólann, skólastjórinn minntist ekkert á það svo það hlýtur bara að koma í ljós á fimmtudaginn þegar skólinn byrjar, við hljótum að fá að vita þetta þá.  Kannski er bara allt skaffað, hver veit.

 

Mig grunar nú að Ástrós Mirru kvíði pínu lítið fyrir því að byrja í nýjum skóla og kynnast öllu nýju, kennurum, krökkum, siðum og venjum og öllu því.  En hún er dugleg stelpa og ég hef fulla trú á henni.  Trúi því að hún komi okkur líka bara á óvart.

 

Erro er afskaplega mikill fjörkálfur á morgnanna og það er orðið þannig að ég verð að loka hann inni hluta úr degi svo ég fái frið.  En mér skilst að það sé bara allt í lagi, þeir hafi ekkert tímaskyn og sofi 70% svo ég er orðin róleg yfir því.  Ég er reyndar farin að sakna Nóa svolítið það er aldrei tími fyrir hann núna, þarf að bæta úr því og skríða uppí snemma og leyfa honum að kúra hjá mér.  Hann er aðeins útundan og það þarf að bæta það.   En það er nú sjálfsagt bara líka núna fyrstu vikurnar, litli fjörkálfurinn hlýtur að róast.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
14.08.2012 17:39
PAD 58
Já, nú er ég að blogga að kvöldi til og þá er sko viðbúið að það verði eitthvað lítið að segja því ég er sko morgunmanneskja og á kvöldin verð ég andlaus.  En ég er að fara til Danmerkur á morgun og verð sótt kl. 6.30 svo það er eins gott að klára þetta núna svo ég eyðileggi ekki morgunkaffið hjá þeim sem lesa þetta þá.

Dagurinn í dag var bara frekar tíðindalaus, vinna, hugsa um Erro og mest bara svoleiðis.

 

Þurfti reyndar að skreppa í 3 og 4 heimsóknina að sækja pakka fyrir Klöru systir en hún er svo sniðug að panta úr HM og Lindex með fyrirvara og tekur það svo með sér þegar hún fer heim.  Annars er nefnilega ekki alltaf til í búðunum það sem er á netinu og í listunum, þannig að maður mætti ætla að við færum ekkert í búðir þegar hún kemur en jú, auðvitað gerum við það, hún þarf þá bara að kaupa minna á strákana og við bara dólað okkur.

Ástrós Mirra var reyndar voða myndarleg í dag og bakaði skinkuhorn og vá hvað hún verður ánægð núna að ég hafi sagt rétt, því ég er búin að segja 100 sinnum í dag, pizzusnúðar, en nei þetta er skinkuhorn og var hún að gera þetta til að geta tekið með sér í nesti í skólann næstu daga.  Sniðug stelpa.

 

Á morgun á ein fallegasta og besta kona í heimi afmæli og ég hrindi í hana í dag til að óska henni fyrirfram því ég verð ekkert heima á morgun og mikið er alltaf gott og gaman að heyra í henni.  Sakna hennar.

Elsku besta amma mín, ég elska þig og til hamingju með 93 árin á morgun.

 

Þangað til á morgun,
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

16.08.2012 02:53
PAD 59
Komst að því í gær að málið er gjörsamlega að vera með bleikan varalit.  Það er ótrúlegt hvað hann getur komið manni áfram.  Ég þarf greinilega eitthvað að endurskoða þetta með að mála mig hérna úti eða ekki.  Eða alla vega skella á mig makeupi og bleikum varalit þegar ég fer til Danmerkur.

Við Margrét sáum það glöggt hvað bleiki varaliturinn hennar kom henni vel áfram í gær og þegar við vorum á leið í gegnum tollinn með einni hvítvínsflösku of mikið (því ég komst að því í gær að það má koma með miklu minna áfengi frá Danmörku til Noregs en heim til Íslands), þá skelltum við bara báðar á okkur bleikum varalit og flugum í gegn eins og ekkert væri.  Stórsmiglararnir sjálfir.  Ég er nú ekki alveg að skilja þegar talað er um að Norðmenn fari til Danmerkur að kaupa bjór ef þú mátt bara koma með 15 litla bjóra yfir, þá getur það varla verið að borgað sig, því ferðin kostar nú eitthvað líka.  En það er sjálfsagt að taka hann með ef þú ert að versla eitthvað annað.  Of course!

Við fórum af stað til Kristiansands kl. 6.30 í gærmorgun, galvaskar og kátar stelpur, meira að segja Ástrós Mirra var alveg þokkalega kát enda fyrsta Danmerkurferðin okkar.

Þetta er mjög auðvelt að fara og keyra og sérstaklega hér eftir þar sem ég keypti nú bara eitt stykki Garmin GPS tæki handa Þráni svo hann verði nú viljugari að fara með mig í ljósmyndaferðir, nú getur hann sko stillt áfangastaðinn í tækið, látið það vísa sér veginn og allt og ferðin verður án efa skemmtilegri.  En nei, það er víst nauðsynlegt að eiga svona hérna út, sérstaklega ef við ætlum að keyra eitthvað um og það er planið að gera það þó við séum kannski ekki að skjótast til Þýskalands alveg strax.  Þá förum við bara í styttri ferðir og svo er stefnan að fara aftur til Álaborgar í október og versla fyrir jólin og jólagjafirnar líka.  Það er sko slatta ódýrara ansi margt þarna og verður fljótt að borga sig ef ódýrar ferjuferðir bjóðast.

Við fórum með Fjordline og er það miklu minna skip en Colorline en eftir því sem Margrét segir miklu flottari sæti og þægilegri og svo er þetta spíttskip og klukkutíma á undan hinu skipinu sömu leið, ekki leiðinlegt þegar víð fórum framúr flotta skipinu sem lagði af stað hálftíma á undan okkur.  En verst að Fjordline siglir ekki á veturna og þá erum við í 3 tíma og korter á leiðinni.  Það munar sko um klukkutíma hvora leið.

Danmörk flaug eiginlega framhjá, því við vorum auðvitað ekki í skoðunarferð heldur bara að fara frá A til B.  Og ég verð að segja að mín fyrstu kynni af Danmörk eru bara svolítið eins og ég hélt að hún væri.  Ekkert landslag.

 

Það flottasta sem ég sá voru vindmillurnar.  En auðvitað get ég ekki dæmt heilt land eftir einni leið en ég hef ekkert annað.  Ég á kannski eftir að skoða þetta betur seinna og stoppa yfir nótt og keyra þá aðeins meira um en þetta var alla vega ekki neitt að sækjast í frá minni hálfu.  Ekki margt sem truflaði okkur við verslunarferðina.  Húsin öll svona múrsteinahús og alls ekki svona fallegir bæjir eins og hér í Noregi ég held ég hafi óvart ratað á rétta landið fyrir mig.

 

Við versluðum slatta, ég á ekki frystikistu og það er stefnan að kaupa hana fyrir októberferðina svo hægt sé að kaupa meira af kjöti.  Bara smá dæmi, senseo kaffipakkinn hér í Mandal kostar 34 nkr. en hann kostar 20 dkr. úti í Álaborg og við förum með 2 svona pakka á viku þannig að það er fljótt að borga sig.  Og svo er allt kjöt miklu ódýrara líka og samt svo vel raðað og fallegt í pökkunum þarna úti.  Svo skellti Margrét sér til Slátrarans og það er sko flott kjötbúð en Bilka er jafnvel ódýrari stundum og ég keypti ekkert núna hjá slátraranum því eins og ég sagði þá vantar frystikistuna.

Ástrós Mirra keypti sér utanyfirvesti og svo einar stuttbuxur og svona innisamfesting til að vera í vetur hérna heima við arininn, svona kósí dæmi.  Já og eins og ég sagði áðan gaf ég Þráni GPS og ég sjálf………….   jæja keypti mat.  Er bara að fatta það núna að ég keypti sko ekkert handa sjálfri mér.  En þannig er ég bara – stundum bara að hugsa um aðra og hef gaman af því að gleðja þá sem eru í kringum mig en eins og ég segi með GPS tækið, það er dulbúin gjöf, því ég á eftir að græða á henni.

 

Nú er skólinn að byrja hjá Ástrós Mirru eftir rúmlega klukkutíma og það er ekki laust við að ég sé að verða spennt (eða stressuð) en hún var ágætlega jákvæð í gær og ég vona að þetta verði bara mjög skemmtilegt.  Veit að það verður skrítið en vonandi líka skemmtilegt.

Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

17.08.2012 02:56
PAD 60
Mikið hvað sumir dagar geta komið manni á óvart og lífið líka.

Það var lítið sofið á þessu heimili í gærnótt og var það vegna kvíða hjá kvenfólkinu en slæm öxl eftir fall hjá karlmanninum. Sko Nói og Erro sváfu eins og lömb.

Við vorum búin að kvíða því talsvert að Ástrós Mirra byrjaði í skólanum því auðvitað er þetta sko ansi mikil breyting, það er sko ekkert mál að vera fluttur til Noregs og vera bara heima að leika sér í tölvunni eða gera eitthvað skemmtilegt með mömmu og pabba, en að byrja í nýjum skóla í nýju landi þar sem allir tala tungumál sem maður skilur ekki vel, það er sko bara hellingur og já ég var pínulítið búin að kvíða því og elsku dóttir mín titraði og skalf í gærmorgun.

 

En við drifum okkur niður í skóla á réttum tíma og það sem mætti mér var einkennilegt, skólalóðin full af krökkum og kennurum í gulum vestum ég held að það hljóti að hafa verið allir kennarar úti þegar við komum, mig grunar að þeir mæti í vinnuna kl. 8 til að geta tekið á móti börnunum sem koma kl. 8.30.  Og þegar við komum að innganginum sem búið var að segja að hún ætti líklega að nota, þá kemur kona á móti okkur og mér fannst hún kunnugleg enda búin að skoða mynd af Elínu Dyrstad á heimasíðu skólans og jú jú þetta var kennarinn hennar að svipast um eftir okkur. Og hún bauð Ástrós Mirru velkomna í skólann og svo birtust 3 stelpur sem greinilega var búið að biðja um að taka nýju stelpuna að sér og þær gerðu það svo sannarlega.  Því þær buðu Ástrós Mirru með sér heim eftir skóla og þar lærðu þær saman og horfðu svo á dvd.
Skóladagurinn var góður og Ástrós Mirra var glöð þegar hún kom heim.

Ji minn hvað við vorum ánægð, hún ákvað svo að skella sér í innigallann sem við keyptum í Danmörku í fyrradag og hafa það kósí en nei, það var ekki tími til þess því hér dingluðu tvær stelpur með hund og spurðu hvort Astros ætti heima hérna.  Önnur er með henni i bekk og býr hér rétt fyrir ofan okkur.  Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.
Þær fóru sem sagt saman út að labba með hundana og þó það væri bara hálftími þá var það yndilegt.

Held að allt sé að ganga upp hérna.  Og byrjunin á skólaárinu er að lofa góðu.  Ástrós Mirra segir reyndar að Norðmenn séu á eftir í náminu, alla vega í stærðfræði og ég sagði að það væri bara ágætt að hún þyrfti ekki að hafa fyrir henni meðan hún væri að komast inní tungumálið.

Ég get ekki einu sinni líst fyrir ykkur hvernig mér líður en ég er alveg dansandi, syngjandi innan í mér og það slapp meira að segja pínulítið út þegar enginn sá til.

 

Nú sit ég hér alsæl og glöð og horfi á yndilslega dalalæðu liðast hér um gamla bæinn og svo dásamlegt morgunveður.  Það er ekki slæmt að vera vaknaður þegar veðrið er svona, ég elska morgunbirtuna og kyrrðina sem svo oft er þá.  Er aftur á móti ekki mikið fyrir sólarlagsmyndir, nema það sé eitthvað sérstakt á myndinni annað.  En það er líklega bara af því að ég er morgunmanneskja.  Eeeeen, nei.  Konný er líka meira fyrir morgunbirtuna en kvöld, svo þetta hefur ekkert með það að gera því Konný er svo sannarlega kvöldmanneskja.

Vá, ég næstum gleymi að segja ykkur að við prófuðum sko GPSinn í gær, því við vissum auðvitað ekkert hvar þessi skólasystir ætti heima og vissum sko ekkert hvar 4 nafna gatan væri, vá hún heitir eitthvað í líkingu við þetta, Hans Cristians kastala gata 9 (þetta er reyndar bull því ég get ekki munað hvað gatan heitir) En sko hún Geirþrúður Pálína Sigurðardóttir þekkti þetta sko vel og vísaði okkur veginn eins og ekkert væri.  Verður ekki lífið einfalt hér eftir.

Þangað til á morgun,
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
18.08.2012 06:21
PAD 61
Það var svo stillt og fallegt veðrið í gærmorgun að ég dreif mig út með myndavélina kl. 6.30 og tók myndir hérna yfir bæinn sem var hulinn að hálfu dalalæðu.  En þar sem við búum uppá fjalli þá horfum við yfir hana og það var alveg magnað.

Svo tók ég lika myndir af morgundögginni á trjánum og það kom svo falleg birta þar í gegn.  Elska svona morgna og vildi að ég færi oftar út því ég er oft vöknuð en kannski frekar löt að fara út svona snemma, en ánægð að hafa gert það í gær.

Annars var dagurinn bara fínn, nóg að gera í vinnuni sem er ekki alltaf þessa dagana, það fer nú líklega að lagast þar sem allir eru að koma inn úr sumarfríi og þá fer allt í gang en ég keyrði Ástrós Mirru í skólann og sá á leiðinni að það var þessi brjálæðislega speglun í vatninu og kletturinn sem er minn uppáhalds því það eru svo fallegir litir í honum, en ég hef ekki náð honum á mynd svoleiðis, var að skarta sínu fegursta svo ég tók eina gáfulega ákvörðun, brunaði heim, sótti myndavélina og dreif mig út að taka myndir á þessum fallega morgni.  Það keyrðu ansi margir bílar framhjá og ég er búin að segja við fólkið mitt að ef það heyri sögur af skrítinni konu með myndavél eldsnemma morguns þá vita þau að það gæti verið ég.

Það er stundum pínu óþægilegt að vera hérna ein heima með Erro sérstaklega þegar ég er í símanum að tala við kúnna og þá þarf hann að pissa eða kúka. Ég heyri að hann vælir og sé hann hlaupa hér fram og til baka og jafnvel klórar í hurðina en ég get ekkert gert.  Svo sé ég kannski að það er kominn pissupollur á gólfið og mig klæjar i fingurna að þurrka hann upp strax (já ég veit, þetta hljómar eins og mamma) en kemst ekki og verð bara að sitja og hlusta á vandamál í Navison á meðan.  En það hefur nú samt aldrei komið fyrir að ég þurfi að bíða mjög lengi eftir að geta þrifið eftir hann.

Annars er þetta ljúflingshvolpur að flestu leiti, núna til dæmis situr hann bara á gólfinu hjá mér með beinið sitt og boltann og er bara að dunda sér.  En í gærkvöldi veit ég ekki hvað var að honum, hann vildi stanslaust fara út að pissa þegar við vorum að horfa á Footloose og hann reyndar pissaði í hvert sinn en ekkert meira.  Eftir 5 svoleiðis skipti ákváðum við að ansa þessu ekki og létum hann vera og svo stuttu seinna sáum við einn kúk á stofugólfinu en sko hann gerði ekkert þegar við fórum með hann út.  Nema eitt skipti sem ég fór með hann þá þefaði hann svo rosalega allt í kringum tröppurnar hjá okkur og ég var farin að halda að það væri etthvað dýr þarna sem hann fyndi lykt af.  En ég veit ekki. Þetta er greinilega mikill þefhundur.

Skóladagurinn hjá Ástrós Mirru var góður, hún reyndar lenti í því að mamma hennar klúðraði símanum hennar, fór og keypti símanúmer og hélt að sjálfsögðu að ég hefði keypt símkort líka en það var víst ekki, svo þegar skólinn var búinn þá reyndi hún að hringja heim en gat ekki því engin innistæða.  Svoooooooooooooooooooooooooo hún þurfti að labba heim með þunga skólatösku og var í klukkutíma og nánast allt uppí móti.  Hún var auðvitað pínu fúl út í mig en það stóð ekkert lengi og ég var svo stolt af henni að hafa getað þetta.  En Þráinn keypti varahluti í hjólið hennar og var að laga það í gær, því þau feðginin ætla að hjóla saman niður í skóla og aftur heim í dag og á morgun, því á mánudaginn þarf hún að gera það því það er hjólatúr í skólanum.  Þau eru að fara að skoða ullarverksmiðjuna sem mig reyndar langar að skoða en það verður gaman að heyra hvað hún segir um hana.  Svo á hún að fara í stöðupróf í norsku á þriðjudaginn, en þær eru tvær nýjar í bekknum og hin reyndar búin að vera hér í hálft ár og talar einhverja norsku og góða ensku en Ástrós Mirra talar enga norsku og skilur lítið.  En ég reyndar veit að það verður fljótt að breytast.

Um kl. 18 komu tvær bekkjarsystur hennar og spurðu eftir henni og Ástrós vissi eiginlega ekkert hvað þær vildu eða neitt og ég sagði henni að spyrja bara “va vil de gjöra” og alla vega voru þær hér í rúman klukkutíma, spiluðu veiðimann og léku við Erro, skoðuðu myndir af hinum hvolpunum og þetta var bara gaman en pínu kannski vandræðalegt.  Þær tala enga ensku og ég skil ekki hvernig það er hægt þar sem enskukennsla byrjar hér í fyrsta bekk.  Haaaaaaa.Þær eru þá búnar að læra ensku í 5 – 6 ár en tala ekki neitt og skildu ekki einföldustu spurningar á ensku, skrítið.  En samt gaman að þær skuli koma og heimsækja Ástrós Mirru, svo er spurning að athuga hvernig þær fara í skólann og aftur heim og hvort þær vilji þá vera samferða.  Það kemur í ljós.

Helgin verður bara róleg og í dúlli heima, næsta helgi verður nefnilega með gestum og þá er ágætt að hafa tekið eina svona rólega áður.  Maður þarf að byggja upp orku og þrek áður Klara sys og Kristófer Darri koma eða þannig en ég verð nú í fríi í 2 daga meðan þau eru.  Ástrós Mirru langar lika svo að fá alla vega einn frídag og ég ætla að prófa að senda kennaranum hennar póst og biðja um einn frídag.  Það er ekki á hverjum degi sem uppáhalds frændinn kemur í heimsókn svo það er allt í lagi að leyfa það.

En nóg í bili, sjáumst á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af kjg

19.08.2012 09:52
PAD 62
Sunnudagsmorgun og sólin hún situr við borðið…. nei það er engin sól í dag og það rigndi svo í gær að ég tók næstum því engar myndir, fattaði eftir kvöldmat að ég ætti það eftir og ákvað að láta gamla arininn duga í þetta sinn því það er líka þema núna eitthvað gamalt svo ég slæ tvær flugur í einu höggi þarna.

En annars hefði ég átt að mynda bara rúmið mitt og bók sem væri það táknrænasta fyrir gærdaginn, ég fór 3svar í gær uppí að lesa og leggja mig.  Held ég hljóti að hafa verið með leggjasig sýkina á háu stigi, fór lika snemma að sofa miðað við laugardag, eða kl. 23 og vaknaði aðeins kl. 7 og sofnaði aftur í morgun svo nú hlýtur þetta að vera búið.  Langar að fara eitthvað út í dag og gera eitthvað.
En það er alveg nauðsynlegt að eiga svona letidaga og ég segi oft að það er gott að vera passlega latur því þá slakar þú stundum af.  Ég er ekki frá því að Erro sé sökudólgur þessarar þreytu því fyrstu dagana vorum við svo stressuð yfir því hvort hann þyrfti að pissa eða ekki en erum farin að slaka aðeins á með það núna, svo það að vera vakinn og sofinn yfir einhverju er líklega mjög þreytandi.

Var að senda henni mágkonur minni, henni Sigrúnu póst og biðja um að pakka niður öllu sauma / prjónadóti og láta Klöru systir hafa því ég á ekki einu sinni nál hér og tvinna og hvað þá meira, svo mér datt í hug að best væri að biðja Klöru að ferja mitt eigið bara hingað yfir hafið því ég ætla að rússahekla teppi úr afgöngum.  Það er nú eitthvað svona sígauna-, norskt er það ekki?  Vantar að hafa eitthvað í höndunum en það bara má ekki vera eitthvað sem ég þarf að hugsa yfir því þá gefst ég upp, ég hef bara ekki úthald í prjóna og hekt ef það er mikið en þetta teppi á að vera búið til úr ferningum sem verða heklaðir og prjónaðir úr alls konar.  Elska svona alls konar.
Ég er líka búin að sjá það út að til að losna aðeins undan Monkinum í mér þá er sniðugt að eiga ekki sett af neinu.  Ekki 6 glös eins, því þá verð ég að raða þeim hornrétt í skápinn og þess vegna verða framtíðarglösin keypt á mörkuðum það er nokkuð ljóst því þá er hvort eð er ekki hægt að raða.  Helst þyrfti ég að breyta fleiru í skápunum hjá mér en ég ætla svo sem ekki að henda því sem ég á en það að vera búin að sjá þetta út og vera byrjuð að gera þetta er alla vega skref í rétta átt.  Líka það að vera búin að fatta að það er ekki endilega best að vera með heilmikið af MONK í sér, held að þeir sem hafa hann ekki séu oftar en ég afslappaðir og líður vel.  Sko ég er þannig að ef ég á tvo kertastjaka eins þá verður að raða þeim saman.  Og ég á til dæmis 4 kubbakerti á arninum og tvö eru gul og tvö eru græn, ég hefði átt að kaupa 4 liti til að geta raðað þessu bara út um allt, en nú verða kertin að vera á sama stað og annað hvort grænu utan um eða þá litir til skiptis.  Helv. MONKINNN hann kemur allt of víða fram.  En ég er að reyna að senda hann til annars lands, það tekst bara ekki alveg nógu hratt.  Ég er mjög ánægð þegar Þráin segir “Hvar er sígauninn í þér núna”  þá veit ég að ég er að ganga of langt í einhverju ferköntuðu og þarf að hugsa upp á nýtt.  Það er ekki alltaf nóg að vera í pilsinu en það hjálpar sko.  Finn fyrir sígaunanum þegar ég geng upp stigann og pilsið sveiflast í kringum mig en eins og ég segi ég er á góðri leið en leiðin er lengri en ég hélt.  Hvernær varð ég svona?  Hvað gerðist?  Af hverju urðu veraldlegir hlutir allt í einu svona mikilvægir og af hverju er ekki allt í lagi að við séum ekki öll eins.  Mér finnst þetta vera svo ríkjandi á Íslandi, hef alltaf dáðst af fólki sem þorir að brjótast út úr þessu munstri en mér tókst það ekki heima á Íslandi, en finn að ég mun geta það hér.  Hér kynntist fólkið mér svona en ekki hinsveginn.  Hér hefur enginn séð mig með makeup á virkum degi en hér hefur fólkið séð mig á bol og brjóstahaldaralausa úps, þegar ég fattaði að ég var að labba niður í bæ og gleymdi að fara í brjóstahaldarann áður þá brá mér svolítið, en ég hef ekki fengið neina kæru á mig, ég hef ekki hitt fólk sem híar á mig og ég held bara að enginn hafi tekið eftir því vegna þess að hér er fólk ekki að velta öðru fólki svona mikið fyrir sér, alla vega er það mín upplifun.  En þið hefðuð nú átt að sjá hvernig ég labbaði um bæinn þegar ég var búin að uppgötva að ég var haldaralaus.  Var næstum farin í peysuna sem ég var með (því þá var ennþá að taka með peysu ef ég fór niður í bæ, en er hætt því núna því veðrið hér breytist ekki svona ört eins og heima) bara til að það sæist ekki að ég væri haldaralaus en það var 25 stiga hiti og sól svo það var bara ekki fræðilegur möguleiki að gera það.  En já, þetta er bara pínulítið fyndið hvað maður dettur í það að halda að allir séu að skoða mann og stúdera og svo er öllum bara sama.  Nema mér og mínum MONK.
Þangað til á morgun,
Ykkar Kristín Jóna MONK
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
20.08.2012 06:32
PAD 63
Einhvern veginn kom oft í huga mér í gær, hvað ég væri þakklát fyrir líf mitt.  Og hvað ég væri hamingjusöm þessa dagana.  Þetta var dásamlegur sunnudagur sem reyndar hafði á sér tvo neikvæða þætti en það er nú bara gott til að minna mann á hvað annað maður hefur gott.
Best að byrja á byrjuninni.  Við náðum að kúra til 9.30.  Þráinn skrapp með Erro að pissa kl. 7 og setti hann bara svo aftur inn og hann greinilega sofnaði og við líka.  Notarlegt það.  Ekki oft sem ég næ að sofna aftur en það tókst núna.  Svo var skriðið á fætur um kl. 10 og viti menn, fólk var farið að bíða með kalt kaffi í bolla eftir blogginu mínu.  Haldiði að þetta sé nú orðin pressa.
Um hádegið kallar Þráinn á okkur mæðgur og þá er tilbúinn bruns eins og honum er einum lagið og við nutum þess að sitja saman fjölskyldan og borða hádegis- morgunmat.  Síðan var nefnilega búið að ákveða að fara í fyrsta ljósmyndatúrinn með Erro. Þráinn og Ástrós Mirra ætluðu lika með.  En þegar við erum búin að finna allt dótið okkur, troða Erro í kattakörfuna og komin út í sjóðandi heitan bilinn þá fer hann ekki í gang.  Bara ekkert!  Ég spurði Þráin hvort hann væri rafmagnslaus og hann taldi það líklegt.  Hann á geymi í bílskúrnum sem hann prófar en ekkert.
Þá fer ég að fá gamalkunnugan kvíðahnút í magann.  Áttum nefnilega einu sinni Chrystler sem var alltaf að bila og fór mjög oft ekki í gang.  Oft var það startarinn og það kostaði formúgur að gera við það, þar sem startarinn á honum var undir vélinni á bílnum og þurft nánast að lyfta vélinni uppúr honum til að skipta um startara.  Svo þessi gamalkunnugi hnútur kom núna…… og draugarnir sem fylgja honum líka.  Hvað ef þetta er eitthvað alvarlegt?  Klara systir er að koma á fimmtudaginn og við ætlum sko að nota bílinn, svo það er eiginlega nauðsynlegt fyrir okkur að hafa bíl.  Hvað ef.?  Fram og til baka.  Svo ákveðum við að hringja í Margréti sem ég vissi að átti að fara í vinnu kl. 15 og dobbla hana að koma við og gefa okkur start en tíminn á meðan flaug hægt.  Hvað ef……………
Svo sitjum við saman hjónin og reynum (ég alla vega, það er ekkert svona sem hróflar við Þráni) og allt í einu rýkur Þráinn upp og hálf öskar uppyfir sig, andsk……..  þá fékk hann stungu í handlegginn og hún var bara talsvert sár og mikill sviði á eftir.  Shit!  Hann er með ofnæmi fyrir geitungastungum og það getur svo verið stórhættulegt, hugsa ég.  Já, já ég er byrjuð!  Svo sé ég handlegginn á honum og það er sko kominn 2 centimetra roði í kringum stunguna.  Já ég veit að þetta er hættulegt.  Nú erum við bíllaus því bílinn er bilaður og svo þarf ég að fara með hann til læknis því hann er ábyggilega kominn með eitthvað í blóðið af þessari stungu.  En Þráinn bað mig að sækja þarna eftir bit stiftið sem ég keypti um daginn og hann bar það á sig og sveið aðeins og svo fór að draga úr öllum einkennum hjá honum og svo mætti Margrét og Þráinn startaði bílnum og allt var gott.
Úff þessir draugar sem koma stundum upp og eru svoooooooooooooo óþarfir.

Svo við skelltum okkur í ljósmyndatúrinn með Erro í kattakassanum og vitiði, sólin var byrjuð að skína og sást í blátt á himninum og Geirþrúður Pálína Sigurðardóttir var kominn uppí glugga og byrjuð að sýna okkur hvert við ætluðum, en sko við vissum nefnilega hvert við ætluðum en langaði að prófa að vista leiðina og skíra eitthvað í uppáhalds á GPSinu.  Ferðinni var heitið að brú sem við höfðum séð glitta í frá E39 sem er þjóðvegurinn okkar, á leiðinni til Kristianssand.  En alltaf þegar keyrt er þarna, þá erum við að fara eitthvað annað og aksturinn miðast við að fara frá A til B en í dag var þetta ekki svoleiðis.  Við fylgdumst vel með leiðinni og til að sjá hvort það væri útafkeyrsla þarna rétt áður en komið er að henni, því það er svo lítið um útafkeyrslur hér í Noregi og ég er svo oft að sjá fallega staði en get hvergi keyrt út af til að leggja bílnum og fara og taka myndir af þeim.  En þarna sáum við almennilega útafkeyrslu, vel merkt og allt, og eins að þarna sé útsýnistaður og borð og bekkir til að borða nestið sitt.  Úff ég gleymi að segja ykkur að Erro grét eins og api allan tímann í bílnum svo þarna ákvað Þráinn að hann yrði ekki í búri í bílnum því hann væri skelfingu lostinn svoleiðis.  En mikið varð hann feginn að fá að út að labba.  Og við öll.

Þetta er dásamlegur staður, svo falleg þessi brú sem byggð er 1922 og þarna er hægt að labba undir brúna og uppá hana, reyndar hægt að keyra líka en miklu fallegra og betra að labba þetta.  Veðrið var fallegt og þá kom í hausinn á mér.  Mikið lifi ég dásamlegu lífi, á þessa yndislegu fjölskyldu og bý á þessum líka fallega stað.  Ég sem hef alltaf haldið því fram að það sé fallegast á íslandi og það er það í rauninni en bærinn sem ég bý er samt sá fallegasti sem ég hef séð (og þá tel ég ekki gamla bæinn á Rhodos með) og lífið hér einhvern veginn svo þægilegt og fallegt.

Eftir þessa göngu sem var reyndar styttri en við héldum, við héldum að gönguleiðin lægi eitthvað lengra inní óvissuna, þá fórum við aftur í bílinn og nú fékk Erro að sitja nánast laus í bílnum nema Ástrós Mirra hélt í ólina hans. Og já ég veit alveg að hundurinn á að vera í bílbelti eins og við en það eru ekki tll handa svona litlum hundi og við vorum bara að prófa því hann virðist svo hræddur í bíl og svo hræddur í búri líka.  En sem sagt við héldum aðeins áfram eftir E39 og bráðlega sáum við að það var annar útsýnisstaður sem við ákváðum að stoppa við og ef ég man rétt heitir sá staður Søgne og er draumastaðurinn minn, en frá útsýnistaðnum sést ekki draumahúsið mitt (sem ég veit að ég mun aldrei eignast því það er á eyju og þá kostar það tugi milljóna i norskum krónum) en þarna er lítil eyja rétt fyrir utan land, svona fimm mínútur að sigla þangað og þar er rautt hús á eyjunni og eikarbátur fyrir utan.  Ég verð að fara aftur þarna og keyra að þessum stað, Þráinn heldur að hann hafi fattað hvernig maður kemst þangað.  En það var nú samt fallegt þetta sem við sáum frá útsýnispallinum og við stoppuðum þarna smá stund en svo fór Erro aftur í bílinn og nú lagðist hann á gólfið og við héldum að þá væri hann kannski búinn að finna stað sem honum liði vel á, en það stóð stutt svo við ákváðum að bíltúrinn þyrfti að fara að enda hans vegna.  Keyrðum samt leiðina til Holum heim í staðinn fyrir E39 og þar sá ég annan stað sem ég þarf að koma á einhvern tíma snemma að morgni og þá leið get ég keyrt ein ef ég fer Holum leiðina því það er ekki mikil umferð þar.  Hvar sem ég leit var svo mikil fegurð að ég var orðlaus, húsin svo falleg, stæðin sem valin hafa verið fyrir húsin svo falleg og einhvern veginn var þetta bara dagur til að þakka fyrir hvað maður hefur það gott í lífinu.

Drifum okkur heim og Erro var gjörsamlega búinn á því og ég ákvað að kíkja í bók uppí rúmi honum til samlætis meðan Þráinn skellti í pizzu, sú fyrsta heimabakaða sem við Ástrós Mirra fáum í ca. 8 mánuði. Namm hvað hún var góð og hvað það var notarlegt að þurfa ekkert að gera nema leika sér og njóta sem lífið bíður uppá í einn dag.
Ætlaði nú aldrei að sofna í gærkvöldi eða nótt, klukkan orðin 1 og svo vaknaði ég klukkan 5, náði aðeins að kúra eftir það en ekki mikið.  Ætli ég hafi ekki hvílt mig aðeins of mikið um helgina, mætti segja mér það, því öllu má nú ofgera.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

21.08.2012 06:47
PAD 64
Jæja, mánudagur og lífið gengur sinn gang.  Ástrós Mirra átti að hjóla í skólann og fara í hjólaferðalag en Þráni tókst ekki að gera nógu vel við hennar hjól (eftir að það var tekið í sundur og sett í kassa) svo hún gæti farið á því í skólann svo við hringdum í skólann og það var sagt allt í lagi, hún skyldi bara koma og fá að vera með kennaranum í bíl.  Gott að það leystist en við sáum líka að þetta hjól er svo langt frí því að vera eins og hjólin eru hér, hér eru hjólin meira útlítandi eins og í gamla daga, svona stelpuhjól og strákahjól og við tókum bara ákvörðun að kaupa nýtt hjól handa Ástrós Mirru DBS hjól svart með körfu og takið eftir, ljósi því hér færðu 40.000 isk. sekt ef þú hjólar í myrkri með ekkert ljós.  Svo við kaupum ljós á öll hjól og hjólum í myrkri með ljósin á.
Ég get svo bara notað gamla hjólið hennar Ástrósar sem mér finnst flott á litinn en það eru öll hjól heima meira svona eins og strákahjól og þetta er svoleiðis.  24 gíra þótti nú bara nauðsynlegt heima á Íslandi, en hér er verið að selja 3 gíra hjól með fótbremsum. En þær varla finnast heima og það veit ég því Kolla frænka hefur ekki getað keypt sér nýtt hjól því hún hefur ekki fundið hjól með fótbremsum í mörg ár.
En sem sagt Ástrós Mirra fór í ullarverksmiðjuna að kynnast því hvað verður um ullina þegar búið er að taka hana af kindunum.  Hún fattar það seinna hvað það er gott að vita þetta allt, en skilur ekki alveg núna, til hvers hún þurfi að vita þetta.

Þráinn var að vinna frá 7 – 22 í gær og mikið þreyttur þegar hann kom heim, hann er búinn að vera að drepast í öxlinni síðan hann datt í síðustu viku og ég hef nú verið að reyna að nudda hann en það ekki borið nægan árangur og svo ætlar hann líklega að vinna svona lengi í kvöld líka en eftir það verður hann líka að hvíla sig.

Ég var bara að vinna í gær og skreppa með Ástrós í skólann, vinna og skreppa að sækja hana og vinna og skreppa að skoða reiðhjól og vinna og svo hætti ég klukkan 17 og fór út að slá blettinn og sagaði nokkrar greinar af dýra trénu hérna úti í garði og ég bara henti afskurðinum, er ekki að nenna að reyna að fá rætur á þetta til að selja.  🙂  Glætan.  En þetta er eitthvað kínverskt tré og sagt mjög dýrt.
Svo gerði ég klárt í gestaherberginu og nú á bara eftir að skúra það og setja á rúmin, svo allt að verða klárt fyrir komu Klöru og Kristófers, held ég sé að vera búin að troða svo miklu dóti á Klöru að það er ekki pláss fyrir hennar eigin föt.  En þá hefur hún bara meira pláss á bakaleiðinni fyrir allt það sem hún ætlar að kaupa.  Alltaf að líta á björtu hliðarnar.
Sem sagt lítið þannig séð að gerast þennan daginn en alveg góður dagur samt.  Í dag skín aftur sólin en það spáir að hún fari í hvíld þegar gestirnir eru hér og mér líkar það ekkert sérstaklega, finnst að hún megi alveg hjálpa mér að taka vel á móti þeim.
Þangað til á morgun,
ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

22.08.2012 06:42
PAD 65
Það voru víst þrumur og eldingar í nótt en ég heyrði ekki neitt þar sem ég set svo oft eyrnatappa í eyrun þegar ég fer að sofa ef ég er þreytt.  Ætla ekki að láta Erro eða nokkurn annan raska ró minni.
Dagurinn í gær var mest svona að vinna og reyna að siða þennan hund til sem við erum komin með.  Hann nagar allt, hann vill líka naga mig, lappirnar á mér, fötin mín, innstungur, þröskulda, skápa, borðfætur og þó eru 3 nagbein hér á gólfinu, tveir svona snærispottanagleikhringir, ásamt öðru dóti sem hann á, en nei það er bara látið liggja og allt annað nagað.  Hvenær hættir þetta?  Svo er hann ekki nógu duglegur að gegna það þarf nánast að öskra á hann svo hann fatti að þetta sé meint til hans.  En trúið mér þegar hann svo sest á móti mér með annað eyrað skakkt og hitt upp, og horfir þessum hundsaugum á mig og heldur að hann fái nammi af því að hann settist þá er hann algjört krútt. Hitt er bara erfitt þegar ég er að reyna að vinna svo ég verð bara að loka hann aftur inni tvisvar á dag, eins og ég gerði fyrstu dagana.  Þá verð ég rólegri og betra samband á milli okkar.

Annars var hringt frá skólanum hennar Ástrósar í gær og kennarinn hennar vill að hún fari í þennan svokallaða Motakskøle og læri norskuna og komi svo í bekkinn aftur.  Hún segir að það séu svo mörg erfið norskuverkefni núna í gangi sem innfæddir krakkar eiga í erfiðleikum með og hún sé ekki að geta tekið þátt í því en hún sé vel klár og muni rúlla þessu öllu upp um leið og hún verði búin að læra norskuna.  Ég er sæmilega sátt við það núna, ég er búin að sjá að hún er langt á undan í stærðfræði og ensku og önnur fög eru kannski meira tengd einmitt málinu og þjóðinni svo það er kannski bara gott að hún fari í nám sem einbeitir sér að því að kenna henni að tala og svo skellir hún sér aftur í bekkinn.  Það er stelpa í bekknum hennar sem hún hefur mest verið að tala við sem flutti hingað í janúar og byrjaði í Motakskøle og kom svo í bekkinn í mai, og hún er alveg að bjarga sér á norskunni núna.  Svo þetta hlýtur bara að verða allt í lagi.  Ástrós Mirra er ekkert ósátt við þetta, henni finnst skóli leiðinlegur hver sem hann er.  En eins og ég segi af því að hún er á undan þá hef ég engar áhyggjur að hún dragist aftur úr öðru námi, það var það sem ég hafði áhyggjur af fyrst þegar var verið að tala um þetta.
Svo við bíðum eftir símtali frá skólastjóranum í Motakskøle til að segja okkur hvenær hún eigi þá að byrja þar.
Við Erro skelltum okkur í göngutúr uppað skógi í gær og hann var bara fyndinn á leiðinni, hann er sko byrjaður að draga mig svo þið getið ímyndað ykkar hvernig þetta verður þegar hann er orðinn stór.  Ha ha ha.

Svo var bara dólað sér, kíkt á heimanám með Ástrós Mirru (frekar einföld enska, lesa bók og svara spurningum úr henni, en alltaf gott að hafa það stundum einfalt), kíkti svo á TV sem var ekkert spennanid á öllum þessum stöðvum, svo ég lagðist bara uppí með tölvuna og horfði á tvo Criminal Mind þætti, elska þessa þætti alveg.  Hef svo gaman af því þegar verið er að stúdera mannssálina, hversu brengluð sem hún er.  En mikið eru þeir duglegir að búa til viðbjóðslega morðinga, úff, vona að þetta eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.
Á morgun koma fyrstu gestirnir frá Íslandi, Klara Hrönn og Kristófer Darri, ég hlakka svo til og ég veit að frændsystkinin eru mjög spennt að fá að hittast.  Held að Ástrós Mirra sé að plana að KD komi með okkur eftir sumarfrí á Íslandi næsta sumar og verði bara hjá okkur í mánuð eða svo.
Þangað til á morgun,
ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

23.08.2012 06:45
PAD 66
Loksins náðist mynd af honum Erro sem getur ekki verið kjurr nema þegar hann sefur.  Þetta er búið að reyna aftur og aftur og ef Ástrós Mirra er úti með honum þá er hún í hans huga að leika við hann, hún reyndi og reyndi að láta hann sitja kyrran og það tókst á einni mynd.  Held ég hafi hent 20 myndum sem voru hreyfðar en “Oh my god, litla krúttið okkar er nú ansi sætur”.

Gærdagurinn var nú frekar tíðindarlaus, vinna, hugsa um Erro, versla inn, þrífa og kæla hvítvínið fyrir komu Klöru systur og Kristófers sem koma í dag.  Við erum mjög spennt að fá þau í heimsókn og hlakkar til að geta sýnt þeim bæinn okkar og allt hérna.
Þau eru fyrstu gestirnir sem koma frá Íslandi svo við fögnum þeim.  Það rignir núna en svo á bara að vera fínasta veður meðan þau eru.  Alla vega eru þeir á Yr.no búnir að breyta rigningunni sem átti fyrst að vera um helgina í hálfa sól svo það er ekki slæmt, sérstaklega ekki á sunnudaginn því þá ætlum við í Dyreparken, sem er víst mjög flottur dýragarður hérna með fullt af tívólítækjum líka sem er ókeypis inní þegar þú ert búin að borga þig inní garðinn.

Klara kemur með ferðatösku sem ég gat ekki tekið með mér og vitiði að ég gat ómögulega munað hvað væri í henni þegar hún fór að spyrja, nema jú, ég mundi að þar væru strigaskór til að labba í og gönguskórnir mínir þegar ég fer að fara í skógarferðirnar.  Annað var alveg tómt fyrir mér. En alla vega kemur hún með þetta, jú ég held að úlpan mín sé þarna líka, nema hún sé hluti af dótinu sem Konný á að taka með.  Jæja alla vega fæ ég þetta dót sem mér á sínum tíma fannst ég verða að hafa, ég sé það að eftir að vera búin að pakka öllu dótinu sínu niður nema því allra nauðsynlegasta og þegar ég horfi á tímann sem við erum búin að vera hér án þess, þá sé ég hvað við erum dugleg að sanka að okkur óþarfa.  Ég sat einmitt í gær og hugsaði, ef við setjum nú að hér, þá þarf að sækja alla kassana til Íslands og Oh my God, hvað á að ég að gera við allt þetta dót?  Það er svo þægilegt að hafa aukapláss í skápunum og þrifin eru æði hérna því það er ekki allt þetta puntdót að þvælast fyrir en samt ekkert allt tómt og kuldalegt, það má ekki misskilja mig svoleiðis.  En ég held að það þurfi að taka átak að kenna fólki að lifa án alls þessa dóts.  Alla vega þarf ég að læra það.  Og þarf að passa mig að detta ekki aftur í sömu gryfjuna og byrja að kaupa og kaupa dót.  Hérna erum við með einn einfaldann fataskáp, öðrum megin eru hillur og hinum megin hengi. Svo hengdum við stöng á milli skápsins og veggsins og þar hanga líka fötin okkur og fá ekki í sig skápalykt og vitiði okkur vantar ekkert af fötum (nema úlpuna og gönguskóna) við eigum alveg til skiptanna en ég held ég hafi farið með 4 ruslapoka í rauða krossinn áður en ég flutti.  Og ég sakna þess ekkert.  Pakkaði reyndar niður gömlu kjólunum hennar mömmu því þeir eru meira en fatalafrar.  Og já ég má ekki skrökva svona að ykkur því Ástrós Mirra er sko með fataskáp inni hjá sér þannig að þessi einfaldi er bara fyrir mig og Þráin.

Meira að segja þá setti ég einhver föt af mér inní fataskápinn þeim megin sem þau eiga að hanga og ég hef aldrei opnað hann til að skoða hvaða föt það eru og ég er búin að vera hér í 66 daga.  Það sýnir sig að við erum líklega alltaf að skipta á milli 3ja outfitta á svona venjulegum dögum.  Ég er ekki að reyna að segja að það sé nóg en þetta sýnir bara hvað við erum með mikinn óþarfa í kringum okkur.  Reyndar fer að kólna og þá þarf ég sko lopapeysuna mína og ullarsokkana svo mér líði vel í vinnunni.  En annars bara eitthvað lítið.
Jæja er er að hugsa um að segja þetta gott í dag, því ég ætla að byrja að vinna strax svo ég geti örugglega hætt snemma í dag og farið að sækja sys og þau, og ef það er ekki komið blogg þegar þið vaknið næstu 4 daga þá bara að sýna mér smá þolinmæði því ég er með gesti og í fríi og nenni kannski ekki að vakna kl. 6.30.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Ps. takk öll sömul fyrir hundaráðleggingarnar í gær, þær hjálpa sko það er á hreinu enda var gærdagurinn bara æði.  Ég setti Erro inn kl. 10 og hann var rólegur þar til kl. 13 svo ég fékk góðan vinnufrið þarna.
Skrifað af Kristínu Jónu

24.08.2012 08:44
PAD 67
Fyrstu gestirnir komnir frá Íslandi, ekkert smá gaman að fá Klöru og Kristófer í heimsókn.  Og ég fór í æfingarakstur með Geirþrúði Pálínu Sigurðardóttur og að sjálfsögðu Þráni og Ástrós Mirru líka til flugvallarins í Kjevik, svo nú rata ég þangað og þá ætti ég líka að geta keyrt í Sørlandssenteret og Dyreparken.
En gærdagurinn var ósköp venjulegur að öðru leiti, vinna, hugsa um hundinn, sækja Ástrós Mirru í skólann og svo sækja Þráin í vinnu og síðan var bara farið að sækja gestina.  Við lentum nú í þvílíkri traffík báðar leiðir og ekki gæti ég hugsað mér að þurfa að keyra í henni klukkutíma á dag hvora leið.
Klara kom með fulla ferðatösku af dóti sem ég hafði gleymt hvað var og vitiði hvað, þetta var nú mest einhver föt af Þráni, ég held að hann noti stærri pláss en ég í skápnum, hann er td. með frakka, jakka, sparijakka, ullarjakka, úlpu, anorakk, vindjakka, vinnuúlpu, aðra vinnuúlpu, vinnuanorakk, regnstakk og ábyggilega eitthvað sem ég man ekki eftir á meðan ég er með kápu, sparijakka, frakka og úlpu.  Og það kom allt í gær með Klöru nema kápan.  Eigum við eitthvað að ræða þetta.  Tökum næst skóna………….. nei djók.
Klara kom líka með Harðfist og lakkrísdraum nammi namm uppáhaldssúkkulaðið mitt, svo er bara spurning hvort ég spari það svo mikið að það gleymist, nei ég held ekki.

En plan dagsins er að fara í verslunarferð og njóta þess að vera saman.

Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Ps. það má búast við látlausu bloggi þessa dagana sem ég er með gestina því það er eiginlega voða erfitt að sitja og skrifa eitthvað svona með fullt af fólki í kringum sig.
Skrifað af Kristínu Jónu

25.08.2012 06:30
PAD 68
Það var góður dagur í gær.  Ég vaknaði með Þráni klukkan 6.30 til að keyra hann í vinnu, því hjólið hans var þar síðan daginn áður þegar ég stal honum til að sitja með mér í bílnum í æfingarakstrinum til Kjevik, flugvallarins í Kristianssand.  Skreið nú samt uppí aftur og viti menn, ég sofnaði.  Svo vöknuðum við systur fyrir kl. 9 og fórum að huga að verslunarferðinni.  Ástrós Mirra var vöknuð en Kristófer Darri var greinilega alveg búinn á því eftir ferðalagið daginn áður og ætlaði bara ekki að geta vaknað.  En það tókst og við skelltum okkur undir leiðsögn Geirþrúðar Pálínu til Sørlandssenterið sem er verslunarmiðstöð hér í Kristianssand.  Við fórum í þá eldri og minni sem er bara voða passleg, sérstaklega því hún er með Lindex og HM og það er oftast bara nóg.
Fengum okkur MC Donalds þegar við vorum búin að versla og er það í fyrsta skipti sem við kaupum okkur skyndibita (ég og Ástrós Mirra alla vega) síðan við fluttum hingað.  Og vá eins og við vorum oft að fá okkur svoleiðis heima á Íslandi, helv. er gott að þetta sé svona dýrt að maður tími því bara alls ekki.  Þetta kostaði fyrir okkur 4 um 7000 kr. íslenskar ef við eigum að miða við það og ég geri það oft.  Svo getum við líka miðað við að ég keypti mér kjól á 250 og að borga 350 fyrir Mc Donald skyndibita er þá líka dýrt miðað við það.

Jæja þegar þetta var búið drifum við okkur heim, því auðvitað voru krakkarnir orðin þreytt og pirruð á þessu kaupæði, en sko samt fengu þau alveg líka að kaupa sér föt.  En skiljanlegt samt.  Þegar heim var komið drifum við systur okkur niður í miðbæ Mandal og Klara keypti tvo boli í viðbót og ég reyndar líka.
Komum svo heim, skelltum hvítvíni í glös og súkkulaði í skál og settumst út í góða veðrið þó það væri sólarlaust þá var svo hlýtt og gott og þægilegt að sitja smá stund úti, þar til einn æðislega skemmtilegur geitungur sem á ekki einu sinni heima hér tók uppá því að ráðast á Klöru, og sko við erum að tala um skipulagða árás.  Því honum var alveg sama um okkur Þráin, en hafði greinilega eitthvað á móti útlendingum.  (sko við erum nefnilega með norska kt. og því telur hann okkur líklega heimamenn).  Svo við flýðum inn en vorum þá alveg búin með hvítvínið og þá setti nú að manni smá þreyta og ég skreið alla vega uppí og lagði mig smá og kom svo endurnærð eftir klukkutíma.
Heimalöguð Pizza ala Þráinn Óskarsson og hvítvín og bjór með ásamt heimalöguðu appelsíni handa krökkunum.
Svo var skellt á mynd um kvöldið, Honey I shrunk the kids sem allir höfðu gaman af og snemma í háttinn því við erum á leiðinni í Dyreparken http://www.dyreparken.no/ sem er víst frábær garður og hlakkar okkur svo til, ætlum að eyða deginum þar í góðu yfirlæti.  Segi ykkur frá því á morgun.

Við keyrðum fram hjá í gær þar sem verið er að rífa skipasmíðastöð hérna rétt fyrir neðan okkur og ég verð að segja að þetta er ótrúlega sjarmerandi svæði núna, hálfuppistandandi veggir og vírarnir út í loftið.  Hálfsmíðaður bátur á bakvið og þess háttar.  Varð að taka myndir af þessu og hér er afraksturinn af því.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna

Ps. verð að bæta aðeins við hérna.  Núna klukkutíma eftir að ég fór á fætur (og þá hélt ég að klukkan væri 7) er klukkan í símanum að hringja, ha, þetta er eitthvað skrítið enda skyldi ég ekki hundurinn var ekkert farinn að kvarta, en vá viti menn, það var dagbókaráminning sem vakti mig kl. 6 og ég hélt að klukkan væri 7, svo hvað á ég að gera núna í klukkutíma áður en næsti fer á fætur, ég er búin að blogga og búin að fara út með hundinn og allt.  Jæja gæti notið útsýnisins því það er geggjað núna, dalalæða yfir hluta af bænum og sólin að reyna að skína í gegnum þetta allt.  Samt svona morgunmistur líka.  Mjög fallegt en veit ekki hvernig það kemur út á mynd.
En alla vega það greinilega hefur enginn verið farinn að bíða eftir bloggi núna fyrst það kom svona snemma.
Skrifað af Kristínu Jónu

26.08.2012 12:08
PAD 69
Dyreparken er bara þrælskemmtilegur dýragarður sem við fórum í í gær.  Það var ekki mikið af fólki sem er bara ágætt og við gátum rölt um, farið í tæki og allt án þess að standa í löngum biðröðum.  Já við tókum að sjálfsögðu með nesti því það er dýrt að kaupa sér mat í öllum dýragörðum, það er líka dýrt inn í alla dýragarða.  Mér finnst fólk hér tala um að þetta sé svo dýr dýragarður en ég veit ekki betur en við höfum borgað 18.000,-  isk. inn í dýragarðinn á Alicante sem er miklu minni, og miklu lélegri aðbúnaður fyrir dýrin, en við (ef við hefðum verið 3) hefðum við borgað inni garðinn bara rétt rúmlega 16.000,- isk. og eins og ég sagði miklu stærri garður, fullt af tívolítækjum þarna líka og það er ekki rukkað í þau, það er sko nefnilega innifalið í aðgangseyrinum svo ég er alls ekki ósátt við þetta og á eftir að fara aftur og þá kannski á ódýrara tímabili, því það kostar ekki alltaf það sama.
Alla vega flottur dýragarður og kannski það eina sem við höfðum út á hann að setja var að það eru engin skilti á ensku og þegar verið er að segja frá dýrunum þá er það bara á norsku, eins og það komi aldrei neinir ferðamenn inní garðinn.  Skrítið.  En svona er þetta víða í evrópu, Þráinn fór í Þýskalandi að skoða einhvern kafbát sem var til sýnis og þar var allt bara á þýsku þannig að þeim er alveg sama greinilega hvort þeir fái ferðamenn eða ekki.

Við hittum fullt af dýrum en við náðum ekki að skoða allan garðinn, við slepptum Norsku villtu dýrunum og það var bara af því að þau voru svo langt frá þar sem við vorum í restina og það hefði tekið tíma að labba þangað og allir orðnir þreyttir og svo byrjaði að rigna.  Þarna sáum við samt ljón, gíraffa (oh ég elska gíraffa), sebrahesta, cameldýr, tígrisdýr, slöngur og krókódíla, apa, virkilega skemmilega apa. Þarna er einn sem heitir Julius og var víst alinn upp meðan manna þar til hann var of stór og varð að fara í dýragarðinn, en þá vildi hann vera foringinn en sá sem var foringi í apahópnum vildi það ekki svo Julius þurfti að vera annars staðar þar gamli foringinn dó, þá fékk Julius djobbið og stendur sig vel.  Þegar við vorum að fylgjast með þeim þá bjó hann til rosaleg læti sem ærði alla hina apana svo þeir hoppuðu og sveifluðu sér út um allt, brjálaður hávaði og allt, og ég er sannfærð um að Julíus hafi verið að setja upp show fyrir okkur, því þetta var svo eitthvað svoleiðis, enda skilst mér að hann sé svo gáfaður.  Það skemmtilegasta sem hann gerir er að keyra bíl.
Þarna eru líka smá tívolítæki og fóru krakkarnir í nokkur og ég fór með þeim í bátinn og þið ættuð að sjá myndina þegar við förum framaf (auðvitað er smellt af mynd þar) ég er bara skelfingu lostin á meðan hinir eru öskrandi glaðir.
Svo er þarna sjóræningahverfi eitthvað og börn sem eru í garðinum eru mikið í sjóræningjabúningum og máluð og greinilega mikið gaman.  Þarna er líka Kardemommubærinn og hann er svo krúttlegur, þarna eru sem sagt húsin þeirra allra og inní einu þeirra eru reglur bæjarins á mörgum tungumálum og þar á meðal á Íslensku og það er ábygglega af því að við höfum sett upp svo mikið af leikritunum hans Thorbjörns Egners. Ég lét Klöru systur taka mynd af mér á svölunum hennar Soffíu frænku og setti mig í stellingar og söng aðeins fussum svei, en það var bara til að fá fólkið til að taka eftir mér og Klara á nú eftir að sýna mér myndina en segir að ég sé nánast eins og Soffía á henni og ef það er rétt þá er það bara af því að ég hef lært réttu taktana af minni uppáhaldsleikkonu Fríðu Sigurðardóttur sem tók Soffíu svo yndislega í uppfærslunni sem við Þráinn tókum þátt í í Eyjum á sínum tíma.

Meðan ég gekk í gegnum Kardemommubæinn þá ósjálfrátt hugsaði ég til fólksins sem lék með okkur í leikritinu í Eyjum, td. þegar ég sá heimili sirkusstjórans þá hugsaði ég til Hönnu og þegar ég sá sporvagninn þá hugsaði ég til Ársæls sem svo eftirminnilega féll fyrir fætur áhorfanda þegar hann hljóp inní leikhúsið og auðvitað Fríðu sem Soffíu og svo Jesper minn þegar Kristófer (sem lék Jesper í leikritinu sem leikskólinn hans setti upp einu sinni) stillti sér upp fyrir framan slökkvistöðina.  Sem sagt yndislegt að labba þarna um og rifja upp gamla tíma.
Svo var þarna mjög skemmtilegt svæði með húsum sem í voru verslanir og þar voru rafknúnir bílar sem keyrðu ákveðna braut og tóku svo ColorLine ferjuna til Danmerkur og keyrðu yfir til Svíþjóðar.  Kristófer skellti sér í svona ferð því hann var sá eini sem var nógu lítill til þess, það mátti sem sagt ekki vera eldri en 10 ára.

Virkilega skemmtilegur garður, með passlega mikið af öllu nema ensku og við áttum æðislegan dag, þegar við vorum að klára og huga að heimferð þá fór að rigna og það ringdi til kvölds. Þá sátum við hér heima nýbúin að fá okkur kjúklingasúpu ala Kristín og hvítvín með.  Sátum svo og sötruðum smá meira hvítvín, hlustuðum á tónlist og höfðum kósí þar til við fórum að sofa, ég auðvitað fyrst en ég er líka ein komin á fætur svo þetta er bara svona, ég fer fyrst að sofa og fyrst á fætur.  Krakkarnir máttu nefnilega vera í sínum tölvuleik til kl. 1 í nótt en það var búið að semja um það löngu fyrirfram.  Það er eitthvað spennandi við að fá að vaka frameftir, skil það ekki, því það er nefnilega ekkert spennandi að vera vakinn snemma en ég vildi nefnilega að það væri öfugt.  Vá hvað ég vildi fara að sofa núna snemma svo ég geti vaknað fyrst í fyrramáli er setning sem ég á aldrei eftir að heyra held ég.
Frábær dagur og nú er nýr runninn upp, enn bjartari og fallegri en í gær og í dag skal kíkja í Sörlandsbadet og hafa það huggulegt.  Held að Þráinn ætli meira að segja með og hafa kósí með okkur.  Þannig að nú fæ ég pásu að keyra.  Næs.  Annars er ég búin að standa mig rosalega vel, ekkert villst, ekkert tekið panikköst og bara átt góða bíltúra með henni Geirþrúði Pálínu en ég reyndar held að hún hafi móðgast við mig í fyrradag þegar ég slökkti á henni því hún byrjaði ekki að vara okkur við myndavélunum strax í gær, held hún hafi verið í einhverri fýlu og verið smá stund að jafna sig.  En hún er að standa sig vel og ég held ég hafi gert rétt í því að kaupa hana núna svo við getum notið þetta að keyra um hérna og skoða okkur um.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

27.08.2012 07:10
PAD 70
Jæja það var að sjálfsögðu góður dagur í gær líka, við fórum í Sörlandsbadet í glampandi sól og 19 stiga hita en það var samt ekki hægt að vera að sólbaði því það var svo mikill vindur þarna.  Það er alltaf voðalega lítið af fólki í þessari laug, held að það hljóti að vera af því að það er svo dýrt í hana, því þetta er fín sundlaug að fara með krakka í.
Við fórum í öldulaugina, létum okkur fljóta með straumnum í hringi og ég er að tala um að fara hring eftir hring og það er svo notarlegt.  Svo skelltum við okkur líka í rennibrautina og ég líka bara svo það sé á hreinu.  Svo ákváðum við að fara inní rólegheitalaugina en leyfa krökkunum að fara nokkrar rennibrautarferðir í viðbót og þetta var mjög huggulegt og kósí þar til við tókum eftir 3 konum sem voru að sápa sig í sturtunni sem er ætluð til að skola af sér eftir gufubaðið og svo fóru þær að klippa táneglurnar og skrapa af dauða húð af fótunum á sér allt þarna á fallega sundlaugarbakkanum og þá fórum við uppúr.  Það er ekki allt í lagi með sumt fólk.  Jakk.  Þráinn spurði svo sundlaugarvörðinn hvort þetta væri sjálfsagt þarna og hann rauk upp og sagði NEI og svo vitum við svo sem ekkert meira annað en ein þeirra kom svo í sturtuna og ég hef aldrei séð manneskju þvo sér svona vel, hún var með stórt þvottastykki til að skrúbba á sér bakið, fór með þvottapoka inní eyrun og ég veit ekki hvað.  Mér dettur helst í hug að hún sé að vinna í kolanámu og því hljóti að vera svona mikil þörf á svona miklum þvottum.  Já við gláptum bara á hana í sturtunni, því annað var ekki hægt.  Þvílíkar aðferðir við sturtuþvott.

Svo ætluðum við að gera eitthvað meira skemmtilegt en krakkarnir vildu bara fara heim og kannski setjast út í garð með bakkelsi og spila svo við ákváðum að koma við í búð á leiðinni heim.  Fórum í búð í Lyngdal sem heitir Rima og þar gátum við keypt rúnstykki, sérbökuð vínarbrauð ofl.  Gerðum það og á leiðinni út úr búðinn fer að Klara að lesa sms sem eiginmaðurinn sendi henni og henni verður svona líka brugðið við skilaboðin að hún dettur kylliflöt niður.  Steig þá á misfellu á hellunum og missteig sig svona hrikalega að hún ætlaði ekki geta staðið upp.  Úff ég fann svo til með henni, lenti sjálf í þessu þegar ég var að fara til Budapest og það er svo vont.  Svo hélt hún að hún hefði sloppið vel en þegar líða fór á kvöldið var beinið á fætinum orðið 3svar sinnum stærra öðrum megin, og skrítin bólga bara á beininu. Vona að ibufenið sem ég gat henni áður en hún fór að sofa hafi þau áhrif að hún komist aðeins í bæinn með mér í dag.  Og geti labbað á flugstöðvunum á morgun.
Ástrós Mirra fer í Furulunden skole í dag en við eigum von á að skólastjórinn í Motakskolen hafi samband við Furulundenskole í dag og þá komi í ljós hvernig þau vilja gera þetta með stelpuna mína, pínulítið mikil óvissa og ég heyri á henni að þetta er óþægilegt svo vonandi kemst niðurstaða á það í dag, svo hún viti hvenær hún eigi að fara í Motaksskolen oþh.
Ætlaði að reyna að sýna Klöru göngugötuna okkar í dag en það er óvíst vegna bólgunnar á fætinum hjá henni, næst hefði ég þá viljað sýna henni …. alltaf eitthvað sem þarf að labba svo við verðum bara að sjá til.

Þráinn er líklega á leiðinni til Íslands í 3 daga til að vera viðstaddur þegar ljósmyndasafni Vestmannaeyja verður formlega afhent ljósmyndasafnið hans pabba hans og á sama tíma verður opnuð sýning honum til heiðurs (Óskari sem sagt, ekki Þráni).  Þannig að hann fer til Íslands á föstudegi og beint til Eyja þá, verður þar eina nótt og kemur svo í bæinn á laugardagskvöldi og kemur svo aftur heim á mánudegi.  Stutt stopp hjá honum en eitthvað sem honum finnst hann þurfa að gera. Hrikalega dýrt flug sem hann þarf að taka 90.000 og þá er eftir rútur frá flugvelli, herjólfur og allt það en svona er þetta bara þegar pantað er með svona stuttum fyrirvara, þá líta flugfélögin svo á að þú sért að fara í hálfgerða neyðarferð og borgir því auðvitað hvað sem er fyrir flugið.  Þetta er helmingi dýrara en ef hann hefði getað pantað með 2ja mánaða fyrirvara.  En því miður vissum við ekki þá að það yrði eitthvað úr þessari sýningu eða hvenær hún yrði.
Jæja dól og næs hjá okkur Klöru og Kristófer í dag, kannski ströndin þegar Ástrós Mirra er búin í skólanum svo er bara að skutla þeim á flug í fyrramálið.
Þangað til á morgun,
ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

28.08.2012 06:53
PAD 71
Jæja, þá fara mín kæru Klara systir og Kristófer Darri á eftir, Mandal kveður þau með roki og rigningu en hefur aldeilis boðið þeim fínt veður þar fyrir utan.  Við áttum fínan dag í gær, fórum á smá miðbæjarrölt við Klara í gærmorgun, skoðuðum í nánast allar búðir á torginu okkar fallega og vorum svo komnar í mission að finna hvítan lyklaskáp, fundum reyndar einn en hann var heldur dýr.  Svo leitin mun halda áfram.
Svo þegar Ástrós Mirra var búin í skólanum þá fórum við og sýndum Klöru og Kristófer strandirnar okkar og krakkarnir fóru aðeins að leika sér og vaða, en það var ekki nógu hlýtt til að vera í sólbaði, hvað þá að synda í sjónum en það voru samt krakkar að gera það, mér skylst að krakkarnir hér láti sig hafa það að synda í köldum sjónum og séu einmitt meira og minna kvefuð og lasin.

Svo var bara komið aftur heim og hellt óvenjusnemma í hvítvínsglösin og ég get svarið það að ég fann á mér kl. fimm sem er náttúrulega alveg út í hött eða ekki.  Kannski bara gaman líka, fimmaurabrandarar flugu hér fram og til baka og við hlógum af þeim öllum.
Svo voru bara pylsur í matinn og ísbíllinn heimsóttur eftir mat og við fengum okkur ís í eftirrétt.  Glápt á sjónvarp og tölvuskjái eftir kvöldmat en reyndar líka skypast við mömmu og Sigga, það er svo gaman að spjalla við þau á Skype, allt annað en að tala í síma, gaman að sjá fólkið og það allt.

Svo er ég á leiðinni að fylgja þeim skötuhjúum á flugvöllinn í Kristianssand á eftir og í dag eftir vinnu hjá Þráni þá eigum við fund með skólastjóranum í Motaksskólanum og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.  Hún bullar bara í símann þegar Þráinn talar við hana.  Við höldum að hún sé mjög klár í þýsku, norsku, spænsku, frönsku og góð í Hindu en hún talar enga ensku og ruglar svo að Þráinn myndi skilja hana miklu betur ef hún talaði norsku við hann.  Við trúum því að hún tali öll þessu tungumál því manneskja sem er skólastjóri í skóla sem kennir útlendingum norsku hlýtur að þurfa að tala önnur tungumál svo hún geti talað við nemendur skólans ef ekki………………. þá very strange.
Fengum heimsókn seinnipartinn af hjónum sem voru svo falleg.  En Þráinn fangaði annað þeirra í glas og ég ætlaði að reyna að mynda það en það hélt sko vængjunum saman alveg þar til ég tók af því glasið, en í millitíðinni kom makinn til að sýna sig fyrir mér svo ég myndi nú sleppa hinu lausu.  Falleg hjón og mér skylst ég eigi eftir að sjá fleiri svona núna.

En rok og rigning í dag, sem er kannski bara ágætt því maður fær alltaf móral ef maður vinnur mikið í sól og ég ætla að vinna upp hluta af fríinu mínu í þessari viku, því ég er svo að fá Konný systir og Eddu stjúpu í næstu viku og þá er aftur frí þannig að það er gott að sinna vinnunni þar á milli.  Vona að við fáum fínt veður þá svo við systur getum farið í ljósmyndatúra.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

29.08.2012 07:00
PAD 72
Þá eru Klara og Kristófer farin.  Ég fann fyrir mikilli þreytu í gær og held að það hafi verið vegna þess að ég var farin að þurrkast upp af hvítvíninu en ekki af því að ég hafi sofið lítið eða illa. Nú er hvítvínspása fram að helgi.
Ég keyrði K&K í gærmorgun á flugvöllinn og það ringdi eldi og brennisteini, mættum endalaust stórum sendibílum og trukkum, en ég er orðin ansi sjóuð í því að keyra þessa leið.  Heimleiðin var svo betri, trukkarnir komnir á leiðarenda þá.

Við fjölskyldan fórum svo í viðtal í Motakskølen í gær og hún Anne Tove er miklu vinalegri í eigin persónu en í síma, hún talar dálítið norsku og ensku til skiptis en það kemur líklega af því að hún kennir útlendingum norsku og notar enskuna til að þýða það sem hún segir.  Við ræddum það af hverju við hefðum ekki komið með Ástrós Mirru strax til hennar og hún skyldi það alveg, en mér sýnist að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af þessu, hún verður þarna líklega fram að jólum og þarna lærir hún norsku og hún lærir stærðfræði en það er meira að læra norsku heitin á hlutunum í stærðfræði en beint strærðfræðikennsla.  Það er óvenjulega mikið af nemendum í skólanum núna og því er aukabekkur sem Anne Tove kennir sjálf og Ástrós Mirra verður í þeim bekk.  Þar eru 6 nemendur á aldrinum 12 – 14 ára.  Held að Ástrós Mirra verði yngst en ábyggilega klárust líka eða ég vona það.  Reyndar var Anne að segja okkur það að það væri svo gaman að kenna td. flóttamönnum því þau þrá svo að læra, hafa jafnvel litið fengið að stunda skóla áður og það er svo mikil ánægja og gleði fólgin í því að læra.  Eins er þetta þannig að þó það sé arabi með Ástrós Mirru í bekk sem kann ekki stafrófið okkar, þá situr hún ekkert og lærir ekkert meðan hann lærir abcd, heldur er hún þá færð í annan bekk og svo áfram þar til hún útskrifast og fer aftur í Furulundenskøle.  Svo eins og ég segi, þá ætlum við að blása á neikvæðu raddirnar og horfa á þetta jákvæðum augum og líklega verður stelpan okkar altalandi í norsku fyrir áramót og það er bara frábært.
Reyndar finnst mér dálítið spennandi að þarna sé hún að geta kynnst krökkum frá öllum heimshornum og það er eitthvað sem hún mun búa að alla ævi.  Verður liklega víðsínni og lærir einmitt eitthvað um þau og þeirra heim, ég held að við öll hefðum svolítið gott af því.
Skólinn hjá Ástrós Mirru er aðeins frá 9.15 – 13.00 á daginn og bara 4 daga vikunnar enginn skóli á föstudögum en þá er ætlast til að þau læri vel heima.  Svo erum við líka búin að gera smá plan um göngutúra með Erro og heimanám og tölvutíma þannig að það verði ekki bara tölva allan daginn fyrst skólinn er svona stutt.  Svo ætla ég líka að fá stúlkuna til að kenna mér norskuna og það gæti bara orðið gaman.
Það er eini gallinn á þessu öllu hvað þessi skóli er langt í burtu og að ég þarf að fara á vinnutíma að skutla og sækja en við finnum eitthvað út úr því.  Hef ekki séð neitt um strætóferðir hérna en Þráinn ætlar nú samt að prófa að hjóla þetta með Ástrós Mirru það gerði henni bara gott þar sem það er engin leikfimi í Motakskølen.

Erro stækkar og stækkar og fitnar pínu of mikið hjá okkur, við eigum það til að gefa dýrunum okkar of mikið að borða, mér finnst td. þeir sem gefa hundunum sínum bara einu sinni á dag, pínu vondir við þá, finnst allt í lagi að þeir fái alla vega tvisvar á dag að borða, skipta þá bara dagsskammtinum í tvennt.  Það er ekki svo margt sem þessi dýr geta hlakkað til og þar sem þau eru algjörlega uppá okkur komin þá er allt í lagi að tríta þau vel.  Án þess að vera að gefa þeim of mikið eða endalaust nammi.  Það er ekki það sem ég er að meina.  Mér skildist á Klöru sys að ég eigi að gefa hvolpinum 4 sinnum á dag og minnka það svo niður í tvisvar þegar hann eldist, þetta lærði hún þegar hún var í hvolpahugleiðingunum.  Mér finnst líka gott að vita af því en ég veit alveg að hundar éta endalaust ef það er eitthvað sem þeir ná í.
Erró minkar ekkert nagið það eru reyndar fleiri og fleiri hlutir að verða fyrir barðinu á honum, þröskuldar, rúm, borð, stólar, veggir….. já veggir, hann hamaðist á veggnum inní herbergi um daginn og var greinilega á einhverju geðveiku kláðakasti, en við erum með nagbein, við erum með svínseyru og alls konar kaðla og dót hér út um allt en það dugir greinilega ekki.  Nú heyri ég að hann er kominn í skóna okkar…. já hann var það, svo nú var honum skellt út í band og þá verður smá friður.  Hann er samt voða rólegur að öllu öðru leiti og mjög klár hvolpur.  Eitt sem er mjög skrítið og það er hvernig hann lætur við krakkana Ástrós Mirru og Kristófer, hamast á löppunum á þeim, vill helst naga á þeim tærnar en þetta gerir hann ekki við okkur fullorðna fólkið.  Hoppar svo uppeftir þeim í greinilega einhverjum leik sem hann gerir ekki við okkur. Þeir virðast finna það að þetta er ungviði en ekki fullorðið fólk en verst er að Ástrós Mirra verður pirruð á þessu og þá nennir hún að sjálfsögðu ekki að leika við hann, því hann virkar bara leiðinlegur, hann vill líka mikið bíta hana, sem hann gerir td. aldrei við mig.
Skrítið.
Jæja, þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
30.08.2012 06:56
PAD 73
Hvad skal vi snakke om i dag?  Þetta var dálítill skutldagur í gær, þurfti að skutla Ástrós Mirru í Motakskølen kl. 9.  Þurfti að fara í Furulundenskøle kl. 10.30 og skila bókunum hennar sem verða reyndar bara geymdar þar, þar til hún kemur.  Þurfti svo að sækja skvísuna kl. 13.  Þau feðginin þurfa að skoða þetta um helgina með að hjóla þessa leið þetta er of mikið skutl á vinnutíma og svo held ég að stúlkan okkar hafi gott af því, þar sem engin leikfimi er í þessum skóla.  En það kemur í ljós um helgina.  Alla vega fannst henni bara ágætt í skólanum og bara fínir krakkar.  Mikið af mjög dökku fólki sagði hún, reyndar sagði hún svertingar en ég sá nú eitthvað af krökkum sem löbbuðu þarna framhjá mér þegar ég keyrði henni og það voru ekki allir svartir en reyndar mikið af þeim, hrikalega mikið af krúttlegum krökkum, mig klæjaði í barnamyndatökuputtana.  En þarna voru líka krakkar sem eru líkari spánverjum að útliti og svo litla íslenska stelpan, hún Ástrós Mirra.
Alla vega held ég að þetta sé rétt hjá kennararnum hennar henni Elinu að hún þurfi að fara í þennan Motakskøle fyrst, hún er alla vega núna byrjuð að læra norsku og gerði heimanámið án þess að það væri rekið á eftir því og það er jákvætt.  Ég held að ef maður horfir á hvað þessi skóli er þá sé hann ekkert neikvæður, ég eiginilega skil ekki hvað olli því að okkur voru gefnar svona neikvæðar myndir af honum.  Jú, það eru auðvitað börn þarna frá öllum heimshornum en námið er miðað að hverju og einu barni, svo það að kynnast fólki frá ólíkum uppruna á í raun að vera jákvætt en ekki neikvætt.  Það er ekki fullorðið fólk og börn saman eins og búið var að segja okkur, það eru börn á svipuðum aldri.  Það er EKKI nein sérkennsla fyrir útlendinga í almennu skólunum eins og heima á Íslandi og það er kannski aðalatriðið, ef það væri þá gengi þetta upp en að eiga að sitja í bekk þar sem verið er að kenna sagnir á norsku og þú kannt ekki einu sinni að segja, “má ég fara á klósettið” þá hlýtur það að vera erfitt og við verðum að gera okkur grein fyrir því að á Íslandi er hætt að kenna dönsku frá 9 ára aldri þannig að Ástrós Mirra hafði aldrei lært eitt orð í henni, það hefði einmitt hjálpað henni og það er að hjálpa mér að geta reynt að babbla en hún hefur bara ekki þann grunn.  Hennar grunnur er bara enska.

Jæja, eitthvað fleira var nú gert í gær. Já, alveg rétt Þráinn og Arnfinn komu hingað færandi hendi með skápa og hillur sem átti að henda og ég ætla að mála hvítt og nota.  Það eru td. tveir glerskápar sem gætu verið flottir niðrí stofu og svo eru svona skápar með tveimur hurðum sem gætu nýst hérna uppi á skrifstofu, ég gæti þá sett prentara, pappír, flakkara og fleira þar inn en ég verð að mála þá hvíta því þeir eru úr dökkum mahoganívið og það passar alls ekki hérna.  Svo það verður verkefni á laugardaginn þegar hann spáir hvort eð er rigningu.
Gamla settið skellti sér svo í gönguferð eftir kvöldmatinn og skönnuðum við (og Erro að sjálfsögðu) hérna nærumhverfið okkar.  Mjög skemmtilegt og pínu flókið hverfi með alls konar útúrdúrum og krókaleiðum.
Tók myndir af einum einum æðislegum vegg þarna sem hægt er að nota sem texture í myndvinnslu.

Þó að það sé voða gaman og mikið tjallens að taka mynd á dag eins og verkefnið mitt er kallað þá er pínu galli á því og hann er sá að ég á kannski fullt af flottum myndum frá degi eins og dýragarðinum í Kristianssand en hef ekki tíma til að birta þær því það eru nú pínu takmörk fyrir því hvað ég get birt margar myndir á dag, svo fyrir ykkur sem hafið gaman af að skoða svoleiðis myndir þá eru nokkrar hérna: http://www.mirra.net/photoalbums/233436/
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

31.08.2012 07:46
PAD 74
74 dagar og lífið er bara dásamlegt.  Vinnan gengur vel, bæði hjá mér og Þráni.  Hann er reyndar að fara í aukavinnu í næstu viku áður en hann fer til Íslands, svo við verðum nánast bara tvær heima á meðan mæðgurnar, vona að hann verði búinn að jafna sig í öxlinni en ég dekraði hann nú aðeins í gær, skellti heitu vatni í bala og setti hann í fótabað á meðan ég nuddaði á honum axlirnar. Vona bara að það hafi haft eitthvað að segja.  Hann sefur svo illa út af öxlinni og er alltaf að bylta sér og velta.
Annars var hann að láta Thor Kristian vita að hann færi í frí í næstu viku til að fara til Íslands og Thor sagði að hann vildi að það væru allir eins og hann, svo samviskusamur, ynni vel, aldrei með neitt röfl og hann ætlaði að athuga með að láta hann fá kauphækkun.  NÆS.
Ég man þegar ég fór að vinna hjá AKS og var búin að vera þar í 3 mánuði þá var ég kölluð inn til framkvæmdastjórans og ég fór sko alveg í panik og hugsaði og hugsaði hvað ég gæti hafa gert af mér sem orsakaði það að hann þyrfti að eiga við mig orð en það var auðvitað ekkert svoleiðis heldur langaði hann svo að hækka við mig launin.  Já sæll, held þetta sé ein dásamlegasta tilfinning sem ég hef fengið gagnvart vinnu.  Ég þurfti ekki að biðja um kauphækkun, ég fékk hana ekki af því að það var búið að semja um það í kjarasamningum.  Ég fékk þessa kauphækkun af því að ég stóð mig vel í vinnunni og atvinnurekandinn tók eftir því.  Ég veit það nefnilega að ég stend mig oftast vel í vinnunni en það er bara ekki tekið eftir eða það þykir bara sjálfsagt.  Svo gerðist þetta aftur seinna og þá var ég alveg jafn stressuð en þá var það þetta sama. Þeir voru bara svo ánægðir með mig.  Ég á nú bara yndislegar minningar frá AKS og þeim tíma.  Gott fólk sem ég var að vinna með þá, gott fólk sem ég er að vinna með núna en fyrirtækið er orðið dálítið stórt og þá missir það þessa nánd við hvern starfsmann.
Ekki misskilja mig Maritech er frábært fyrirtæki og gaman að vinna hjá þeim, en AKS var samt best.  Svona 20 manna fyrirtæki þar sem allir voru að gera sitt besta.

Skóladagurinn hjá Ástrós Mirru var fínn, þetta er greinilega miklu betra og ég finn að hún er ánægðari, sérstaklega yfir því að það er enginn skóli á föstudögum sem þýðir líka að ég þarf ekki skutla og sækja.  En ef hún heldur að hún þurfi ekki að sitja við heimanám í dag, þá er hún að misskilja.  En þetta er ábyggilega samt næs.
Eftir vinnu í gær, skellti ég í tvöfalda uppskrift af bananabrauði því Klara og Kristófer borðuðu ekki bananana sem ég keypti handa þeim (djók) alla vega þá er ég í 10 mín. að hræra í brauð og það er svo gott, þannig að við förum ábyggilega að stunda það að kaupa of marga banana svo einhverjir verði eftir til að fara í brauðið.
Og eftir það skruppum við hjónakornin í smá bíltúr að leita að myndefni fyrir mig og við fundum þetta líka flotta íþróttasvæði, frjálsíþrótta- og fótboltasvæði.  Mjög flott en ég tók enga mynd af því þar sem sólin var vitlausu megin eða var það kannski ég?  Spurning!  En við fórum framhjá uppáhaldstrénu mínu hérna í Mandal og ég ákvað bara að það yrði mynd dagsins.  Enda ótrúlega fallegt tré, sem fékk að standa þó lagðar væru götur allt í kringum það. Það stendur á miðjum krossgötum og þú keyrir bara utan um tréð ef þú ætlar lengra.  Ég er svolítið hrædd um að heima á Íslandi hefði það þurft að víkja fyrir gatnaframkvæmdum eins og margir álfasteinar, sem eru fluttir, af hverju má ekki koma beygja á götuna fram hjá steininum?
Ég þarf að sýna ykkur seinna grindverk sem er einmitt reist utan um klett hérna, svo flott og gaman að sjá að það er ekki allt rifið í burtu af því að einhver ætlar að byggja sér hús eða leggja veg.  Svo dregur þetta úr hraða líka …. ekki hægt að keyra hratt því þá kannski keyrir þú bara á tréð.  Byggjum í kringum og utanum náttúruna í staðinn fyrir að rífa hana í burtu og byggja svo hús og vegi og svo fara allir að reyna að búa til náttúru til að fá eitthvað grænt í garðana sína.  Leyfum þessu villta líka að vera með.

Ákvað að breyta í svefnherberginu í gær, frábært að vera með svona lítið af húsgögnum að það tók alveg 4,5 mín að breyta öllu þarna og nú ligg ég sko ekki lengur með hausinn í gluggakistunni þannig að það ætti að fara betur um minn viðkvæmasta part hálsinn og vöðvabólgan kannski að minnka held nefnilega að ég sé stíf í hálsinum þegar ég vakna út af gluggakistunni, finnst ég betri í dag en það kemur í ljós, svo kannski sofum við betur.  Endalaust að reyna að finna einhverjar aðrar afsakanir fyrir léttum svefni aðrar en aldurinn (uss ekki segja frá).  Mér finnst ekki sniðugt að hafa farið til læknis (heimilislæknirinn minn heitir Guðrún og er mjög klár en samt..) og ræða svefnleysi eða réttara sagt léttan svefn (ég svaf alltaf svo fast og djúpt) og að ég vakni alltaf orðið svo snemma og finnist ég ekki útsofin.  Og hvert er svarið?  Jú, hún sagði þetta er alveg eðlilegt fyrir konu á þínum aldri.  Fyrir konu á mínum aldri, hvað er hún að meina, ég er bara stelpa, ekki einu sinni orðin kona, ekki þannig alla vega.  Ég er ekkert komin í hagkaupssloppinn og með rúllur í hárinu.  Annað sinn sem ég fór til hennar og var að ræða að ég væri svo oft með verki í hælnum og þá sagði hún að þetta væri alveg eðlilegt og kæmi oft með aldrinum, hvað meinar hún?  Hvaða aldri?  Ég er farin að efast um að hún sé góður læknir, hún lætur bara sem aldurinn sé orsök allra veikinda hjá mér alla vega.

Og að sama skapi sá ég komment hjá einni ungri stelpu sem ég var að vinna með.  Hún sagðist hafa verið að kenna miðaldra konu á facebook.  Hvað er miðaldra kona?  Jú eðlilega ætti það að var kona sem hefur náð þeim aldri sem líklegur er að sé miðjan í hennar lífi en ætli ég verði þá 120 ára, því ég er sko ekki orðin miðaldra kona, ég sagði það áðan ég er bara stelpa sem stekkur út og dansar í rigningunni, sem segir oft bjánalega hluti, því ég hugsa ekki alltaf áður en ég tala.  Ég er bara stelpa sem þarf oft að leita ráða hjá mömmu minni eða ömmu, það gera miðaldra konur ekki, það er ég alveg viss um því þær eru uppfullar af visku eftir að ala upp fullt af börnum og hafa staðið í basli fullorðinsáranna.
Og ég verð að segja ykkur að ég er að byrja að elska hann Meat Loaf aftur, hann er í Apprentis þáttunum hans Donalds Trump og hann er svo fallegur karakter og góður maður og ég er bara farin að setja á fóninn lögin hans og syng hér hástöfum með, mundi alla textana án þess að ég gerði mér grein fyrir því og nýja uppáhalds er For crying out loud…..  9 mín. lag og algjörlega frábært eins og Meat Loaf sjálfur.  Hélt upp á hann í gamla daga og ætla að byrja aftur, hörkugóður lagahöfundur, með dásamlega rödd og svona flott sál líka.
http://www.youtube.com/watch?v=TVXrLxOTJk4

Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

01.09.2012 08:15
PAD 75
Nú styttist í að Konný systir og Edda stjúpa koma í heimsókn til mín, en á sama tíma ætlar Þráinn til Íslands.  Hann er ekki að flýja þær en það lítur kannski svoleiðis út.  Nei ég var búin að segja ykkur að hann væri að fara að vera viðstaddur ljósmyndasýningu til minningar um paba hans sem var einn besti ljósmyndari landsins.  Líklega var hann besti barnamyndaljósmyndari landsins þegar hann var uppá sitt besta, ekki spurning.  Og bara mjög góður ljósmyndari.  Á laugardaginn 8. september verður ljósmyndasafni Vestmannaeyja einnig formlega afhent filmusafnið hans Óskars og það mun Þráinn líklega afhenda.  Já þarf líklega að minna hann á að fara að skrifa ræðu.
En spennandi tímar framundan hjá okkur báðum og gaman að lifa.

Í gær var enginn skóli hjá Ástrós Mirru en hún var með heimanám sem hún kláraði með stæl og svo tók hún sig til að steikti beikon og sauð egg og bauð mömmu sinni í dýrindishádegisverð með beikonsamloku ala. Fjordline.  Einnig var hún mjög dugleg með Erro sem var samt óvenju erfiður í gær, ég veit ekki hvað komst í rassgatið á honum en hann var bara snælduvitlaus og út um allt og bara svo óþekkur að honum var 3svar hent inn á bað að skammast sín.
Ástrós Mirra fór með hann út að hlaupa í kringum húsið og lætin voru svo mikil í Erro að hann flæktist fyrir fótunum á henni svo hún datt kylliflöt á stéttina og brákaði á sér úlnliðinn og er öll skrambúleruð á báðum hnjám, öxl og olnboga.  Sem sagt stórsér á henni en hendin er að lagast en hún var það kvalin fyrst að hún þurfti verkjatöflu.  Bölv. læti í þessum hvolpi, sem svo ekkert skilur.

Eftir að Þráinn kom heim með grunn og lakk var tekið til við að lakka einn skáp af 4 sem hann kom með heim um daginn, til prufu.  Hann verður settur uppá skrifstofuna mína í dag og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út.  Svo erum við með tvo glerskápa sem við erum ekki viss hvort við eigum að mála hvíta eða hafa svona dökkbrúna.  Held að þeir verði málaðir því svona dökkbrúnt er bara ekki fallegt á daginn alla vega, en mér fannst hann skárri í gærkvöldi í myrkrinu.  En látum hinn vera uppi nokkra daga til að sjá hvort það sé málið áður en við rjúkum í að mála hina líka.  Nægur er tíminn.
Nú er ég alveg sjúk að Þráinn fari að vakna fljótlega því mig langar svo að dobbla hann með mér til Kristianssand í smá tíma þar er ljósmyndavöruverslun sem selur linsur meðal annars og þeir eru með Sigma linsu 70 – 300 sem passar á vélina mína sem kostar bara 1000 nkr. og þá getum við í leiðinni skoðað hvar á að fara til að sækja farþega sem koma með Colorline.

Heyri brölt uppi, ætla að sjá hvort hann sé vaknaður, því ég er sko hrútur og ef mér dettur í hug að gaman sé að skjótast til Kristianssand, þá verð ég að fara núna, en ekki í næstu viku, svoleiðis er ég.
Svo þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

02.09.2012 07:58
PAD 76
Jæja þarf að byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki lesið betur yfir bloggið mitt í gær og leiðrétt rangfærslur.  Auðvitað brákaði Ástrós Mirra sig ekki heldur tognaði.  Hitt hefði nú kallað á læknaferð en ekki panodil og koss frá mömmu svo ég notaði óvart rangt orð og fékk athugasemd frá tveimur af mínum nánustu að þetta stæðist nú ekki.
Svo það leiðréttist hér með.  Ástrós Mirra tognaði en brákaði sig ekki.

Jæja þá að gærdeginum sem var svo æðislegur, vöknuðum í sól og blíðu og ég spurði eiginmanninn hvort hann langaði ekki að koma í bíltúr niður í miðbæ Kristianssands og fara með mér að skoða linsur í verslun sem heitir Japan Photo.  Jú hann var alveg til í það, ég ætlaði bara að skoða linsu sem var á tilboði á 980 nkr. sem er mjög ódýrt og láta hana bara duga, mig vantar zoom linsu hef aldrei átt svoleiðis og hérna í Noregi er bara ekki alltaf hægt að labba að öllum fallegu stöðunum svo ég ákvað að kíkja á þetta.
Finn bíltúr og miklu styttra að fara í miðbæ Kristianssand en verslunarmiðstöðvarnar og Oh my God það var dásamlegt mannlíf þarna, kl. 10 á laugardagsmorgni var fólk út um allt.  Túristar að versla, betlarar að betla (ekki að það sé jákvætt) og ungir strákar að spila músík því þeir voru að safna sér fyrir ferðalagi til Úkrainu.  Sungu og vel og spiluðu á hjóðfæri.  En ferðinni hjá okkur var heitið í ákveðna verslun og við fórum bara í næstu búð til að spyrjast fyrir hvar þessi tiltekna búð væri.  Og hún var þá auðvitað í þarnæstu götu.  Fín ljósmyndabúð og ég sé strax þarna Sigma linsu 70-300 á 980 nkr. og svo sé ég Tamron linsu 70-300 á 3000 nkr. sé að hún er með hristivörn sem hin er ekki með en þá er þetta spurning um hvað er ég að fá annað en dýrari linsu fyrir 2000 nkr.

Fékk þennan ágæta sölumann sem er á leiðinni til íslands að taka myndir af Norðurljósunum í vor og ég ætla að koma honum saman við Robert vinnufélaga minn sem myndi ábyggilega lóðsa hann og fara með honum því þeir eru báðir frá svipuðum slóðum Slóveníu og Rúmeníu held ég.
Jæja ég ætla að prófa þessar linsur í raun 4 linsur sem ég vil prófa Tamron 70-300 á 999 nkr. og önnur á 3000 nkr.  Sigma 70-300 á 980 nkr. og önnur á 3000 nkr.  En viti menn það er bara ein þeirra til í búðinni sem passar á mína Pentax vél og það er Sigma 70-300 með macro og hristivörn og kostar 3000 nkr.
Ég ætlaði nú ekki að eyða neinum peningum í þetta svo ég verð pínu svekkt en þá segir maðurinn minn að hann ætli að gefa mér þessa linsu ef mér lítist vel á hana.  Hann var í aukavinnu um daginn og fékk akkúrat 3000 nkr. fyrir það.  Ó mæ hvað ég var glöð.  Hann er svo æðislegur þessi kall sem ég á og ég prófaði linsuna og reyndar við því ég vildi að Þráinn prófaði hana líka og leist bara vel á svo við skelltum okkur á hana.  Ég er nú samt ekki mikið búin að prófa hana því það var bara svo margt annað að gera í gær.
En takk elsku besti Þráinn minn, nú held ég að ég eigi fullkomið linsusett.  Ég á Pentax 18-55 kitlinsu sem er reyndar mjög góð.  Ég á Pentax 50mm 1,4 geggjaða linsu, ég á  Tamron 90mm macro geggjaða linsu og svo núna Sigma 70-300mm og já ekki má gleyma leikfanginu mínu henni Lensbaby sem er líka 50mm og skemmtilegt leikfang, hef samt alltof lítið verið að nota hana undanfarið en það kemur aftur og aftur.  Þannig að núna er vel pakkað í töskuna mína og ég yfir mig ánægð.

Þegar heim var komið frá Kristianssand, skellti ég í vöfflur því við áttum von á Margréti og Jóni í kaffi en þeim seinkaði síðan því þau voru að afhenda Leo og þá er bara Panda skvísa eftir hjá þeim, vonandi að einhver vilji hana fljótlega svo það róist í hvolpamálunum hjá þeim og Tanja fær bara að njóta sín aftur.  En sem sagt þau kíktu svo í kaffi og við áttum góða stund saman.  En áður en þau komu skelltum við tveimur glerskápum úr þessu skápasafni sem við vorum að fá upp hér í stofunni ómáluðum og við ætum að prófa að hafa þá svona hérna og sjá hvort það þurfi nokkuð að mála þá hvíta.  Prufum þetta fyrst.  En ég málaði svo eina umferð yfir hinn skápinn sem var búið að mála og dömpa til að hann liti gamall út en það var sko ekki að gera sig, hann leit bara út fyrir að vera illa málaður en ég á eftir að kíkja núna til að sjá hvernig þetta kemur út, held þetta verði bara fínt og með svona mörgum umferðum þá lítur hann líklega bara út eins og gamall skápur margmálaður.  Þá eru tveir eftir sem á eftir að ákveða hvað verður gert við.
TV og næs í gærkvöldi eftir góðan dag og svo auðvitað vöknuð snemma í dag eins og alltaf.  Ég ætlaði mér að hafa sól og búin að plana ferðalag en alla vega enn sem komið er þoka og rigning en það getur nú breyst.
Gærdagurinn var sem sagt æðislegur og enn og aftur fær maðu að sjá teikn þess hvað ég er vel gift.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

03.09.2012 07:10
PAD 77
Þetta var dásamlegur dagur í gær, svona ekta sunnudagur, hangið á náttfötunum til hádegis, þá var sturtað sig og skellt í þvottavél og svo gerði fjölskyldan sig klára út á örkina, en ferðinni var heitið í átt að ullarþvottastöðinni en Þráinn heldur að þar einhvers staðar eigi að vera stríðsminjar en við fundum þær ekki, ætlaði svo að taka myndir af ullarþvottastöðinni á bakaleiðinni en það var aldrei keyrt til baka heldur lá þessi vegur beint að E39, svo við eigum það bara inni að kíkja á ullarþvottastöðina.

Svo við ákváðum að skella okkur út í Skjernøye og löbbuðum yfir göngubrúna þar.  Það var búið að segja okkur að það væri svo æðislegt en ég reyndar sá það ekki, reyndar bara voða lítið að sjá nema skógur og smá klettar en kannski áttum við að labba í hina áttina ég veit ekki.  Prófum það næst.  En Erro fannst þetta æði, var alveg rólegur í bílnum (ef hægt er að kalla hund á iði rólegan) og vældi alla vega ekki neitt, og fannst geggjað í göngunni.  Hann var svo þreyttur eftir hana að hann lagðist bara niður og sofnaði á leiðinni heim.
Svo þegar heim var komið, skellti Þráinn í skúffutertu og síðan hjóluðu þau feðginin niður í Motakskole og það er 20 mín. hjólatúr niðureftir, aðeins lengur heim.  En Ástrós Mirra ætlar að reyna þetta svo ég þurfi ekki að vera á endalausum skreppum til að skutla og sækja hana.

Meðan þau hjóluðu þetta bjó ég til krem á kökuna og viti menn það var víst besta kremið sem ég hef búið til að lykillinn var að ég set alltaf of lítið kakó, man það framvegis að mín fjölskylda vill kakóbragð af súkkulaðikremi, svo setti ég reyndar bæði egg og smjör og suðusúkkulaði líka, svo það var ávísun á gott krem.
Síðan setti ég tvenns konar kartöflur í pott, bæði sætar og venjulegar og sauð til að nota í mús og skellti kalkúnabringu í ofninn og grænmeti með ásamt sveppasósu.
Þau feðgin komu svo heim, þreytt en alveg tilbúin í sunnudagsmatinn og við áttum æðislegt kvöld með góðum mat, geggjuðum eftirrétti og horfðum á góða mynd saman.
Svona eiga sunnudagar að vera og vitiði, ég labbaði inn í eldhús eitthvað að sýsla og stoppaði og hugsaði…. Ég er hamingjusöm.
Venjuleg vinnuvika framundan þar til á fimmtudaginn en þá koma Konný og Edda og ég fer í smá frí.  Næs.  Hlakka svo til, en er líklegast búin að segja það ábyggilega hundrað sinnum og mun ábyggilega segja það aftur.

Heyrið, ég gleymi næstum að segja ykkur að við skelltum hvítmálaða skápnum uppá loft og hann er nú í þjónustu skrifstofuskáps hjá mér, geymi prentara og pappír og alls konar fylgihluti þar inni og setti nú bara puntdót uppá hann og þetta er bara voða kósí hérna og ég sé að ég hefði aldrei getað haft hann dökkbrúnan hér uppi, ekki séns, svo er bara spurning hvort það eigi að mála fleiri og gera hvað við þá?
Ég heyrði svo í litla hjartaknúsaranum mínum í gærkvöldi en pabbi hans var með skypið á Ipadinum og það voru voða skruðningar og læti svo ég heyrði ekki alltaf hvað hann sagði en það var eiginlega bara nóg að fá að sjá hann, þessi fallegu augu og hans skemmtilega rödd.  Ég elska röddina hans, elska að hlusta á hann tala á bak við mömmu sína þegar við tölum saman í síma.  Næst vil ég skype á venjulegri tölvu svo ég heyri betur, hann er nefnilega farinn að tala svo mikið og ég veit alveg núna hvernig StarWarskallarnir hans eru……………….   na na na bubu.

Spáir geggjuð veðri á morgun svo það er best að gera öll inniverkin í dag og njóta þess að vera úti á morgun.  Held ég verði að fylla í holuna sem hundurinn er búinn að grafa hérna beint fyrir utan dyrnar hjá okkur og hvað á ég setja í hana svo hann hætti að grafa?
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

04.09.2012 07:03
PAD 78
Mánudagur og fyrsti dagurinn sem Ástrós Mirra hjólaði í skólann.  Hún var talsvert þreytt og ekkert allt of ánægð með okkur foreldrana að geta ekki keyrt henni og sótt hana eins og henni hentaði en þetta tókst hjá henni og það verður bara auðveldara og auðveldara. Nema kannski í dag, því það rignir. Og hugsa sér ég er bara pínu kvíðin að þurfa að koma henni af stað af því að hún er vön að vera dekruð og fá þá þjónustu sem hún vill.  En þetta er bara ekki að gera sig því ég kemst ekki frá á símatíma og það er bara svoleiðis.  Sérstaklega í þessari viku, margir í fríi og líka fræðsluvika í Maritech sem þýðir að staffið er á námskeiðum alla vikuna.  Svo vonandi styttir bara upp áður en stúlkan mín vaknar.

En það var eitthvað lítið gert í gær, vinna, versla inn fyrir vikuna, sinna hundinum, kallinum og krakkanum. Eða réttara sagt minnst að sinna kallinum, næst minnst að sinna krakkanum sem þurfti að hjóla í skólann en þá mest að sinna hundinum sem þarf sína athygli no matter what.
Frétti reyndar í gær að elsku amma mín hefði verið flutt á spítala en ég vona að hún nái sér fljótlega, hún er svo mikill jaxl og þó hún sé orðin 93 ára þá held ég að hún eigi slatta eftir.  Og mamma sagði við mig í gær að amma gæti ekki dáið því hún hefur svo miklar áhyggjur af dótinu sínu.  Hver muni fá hvað og svo framvegis.  En ég sendi henni góða strauma og vona bara að þeir á spítalanum haldi henni inni nógu lengi til að lækna þvagfærasýkinguna sem er búin að hrjá hana í meira en ár og hún losnar ekki við með töflum.

Ég er oft að hugsa um hvernig ætli það sé að vera orðinn svona fullorðinn og hafa lifað svona tvenna ef ekki þrenna tíma eins og amma.  Spáið í breytingarnar sem hafa orðið á lífinu og þjóðfélaginu síðan hún fæddist.  Fólk bjó í moldarkofum og hellum þegar hún var lítil.  Það voru engir eða mjög fáir bílar.  Fólk ferðaðist á hestum, fótgangandi eða með bát.  Utanlandsferðir voru fátíðar.  Stórbæjir og borgir voru lítil þorp og allt snerist um það að afla matar handa fjölskyldunni sinni.  Konur horfðu á eftir eiginmönnum fara út á sjó í vondum veðrum og þeir voru kannski burtu mánuðum saman án þess að þær vissu hvort þeir væri lífs eða liðnir.  Engar flugvélar.  Ekki sjónvarp, ekki tölva ekki………………………….  öll þessi tækni sem okkur þykir svo sjálfsögð.  Ætli hún amma hefði ekki glöð labbað þessa leið sem Ástrós Mirra þarf að hjóla í skólann til þess að geta fengið að njóta kennslu, jú líklega því stelpur fengu ekki eins mikið og strákar að fara í skóla.  Ég held að amma hafi verið 4 vetur í barnaskóla.  Og hugsið ykkur, konur fengu ekki fullan kosningarétt fyrr en ári eftir að hún amma mín fæddist, fram að því máttu ekkjur og einhleypar konur eldri en 40 ára kjósa.  Það er ekki lengra síðan en ævi einnar manneskju að við konur fengum kosningarétt og við þurfum að vera duglegar og karlar líka að nýta sér kosningaréttinn sinn því það er ekki sjálfsagt og í mörgum löndum hafa konur til dæmis ekki kosningarétt, og hafa því ekkert um það að segja í hvernig þjóðfélagi þær búa.  Skammarlegt og ekkert sem getur rökstutt það.

Mér er mjög minnistæður þáttur með Oprah Winfrey þar sem hún var að ræða við konu frá að mig minnir Jórdaníu (er samt alls ekki viss um landið) og þessi kona var að segja að það væri sko alls ekki farið illa með konur í landinu hennar og þær væru sko farnar að fá að gera ýmsa hluti núna sem þær máttu ekki áður.  Til dæmis að læra og þær væru farnar að gegna stöðum úti í þjóðfélaginu jafnt við karla og þær mættu þetta og gætu hitt, en þá grípur Oprah fram í fyrir henni og segir:  “En þið megið ekki kjósa”.  nei nei segir konan en við megum þetta og við getum gert hitt og og og.  Þá grípur Oprah aftur fram í fyrir henni og segir:  “En þið megið ekki kjósa”.  Og svona gekk þátturinn svolítið áfram. Konan var svo sátt við allt sem konur máttu í hennar landi en Oprah sá að það eru engin réttindi ef þú mátt ekki kjósa, ef ÞÚ mátt ekki hafa áhrif á það í hvernig þjóðfélagi þú vilt búa, hvernir geta menn rökstutt það árið 2012 að konur megi ekki kjósa, ég bara skil það ekki og bið ykkur að muna það næst þegar gengið er til kosninga að þetta eru bara ekki endilega sjálfsögð réttindi, þetta eru réttindi sem forfeður og mæður okkar börðust fyrir að við fengjum og við megum ekki kasta þeim út um gluggann.
Þemað í þemaklúbbnum núna er hlið og ég skellti mér út í gær og tók myndir af hliðum og á hlið, njótið.
Þangað til á morgun,
ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

05.09.2012 07:15
PAD 79
Jæja ætli kallinn minn sé ekki dauðþreyttur núna, fór í vinnu í gærmorgun kl. 7 og kom heim kl. 3.30 í nótt, vann sem sagt í tæpan sólarhring stanslaust og á að mæta aftur kl. 9 í vinnu.  Þeir eru í einhverju verkefni sem ekki getur beðið, taka þak af og þá þarf að loka því aftur eða eitthvað álíka, þannig að það verður sko dauðþreyttur kall sem fer til Íslands á föstudaginn, því ég held að dagurinn í dag eigi að vera svipaður.  Þetta gæti ég bara ekki, ég hef aldrei getað vakað heila nótt nema ég sé undir áhrifum áfengis og að djamma.  En þá gengur maður lika á einhverju öðru en sjálfum sér.
Fínn dagur í gær, brjálað að gera í vinnunni hjá mér og ég var að vinna alveg til 16.30 (hálf kjánalegt að segja það eins og það sé eitthvað mikið) stóð varla upp frá símanum og held ég hafi sjaldan eða aldrei drukkið svona lítið kaffi, því það hreinlega vannst ekki tími til þess.  Dagurinn í dag verður líklega svipaður en svo verður bara stuttur dagur á morgun því þá þarf ég að fara að sækja Konný systur og svo er ég komin í 3 daga frí, næs.

Ástrós Mirra var svo dugleg að hjóla í skólann í gær í grenjandi rigningu og hún er eins og aðrir íslendingar og fór ekki einu sinni í anorakk, heldur var bara á peysunni og strigaskóm, hún segist ekki geta hjólað í stígvélunum sínum því þau eru svo há uppá hnéið og það er ábygglega satt hjá henni.  Svo þegar hún var að koma heim, þá bað hún mig að labba á móti sér í efstu brekkuna og labba með sér heim og ég og Erro gerðum það og þetta eru sko engin smá átök að labba hérna uppá fjall með þetta nýja hjól sem hún fékk um daginn, því það er þungt.  Ég tók bara efstu brekkuna með hjólið og skólatöskuna og ég var að springa þegar ég kom uppeftir.  En Ástrós og Erro röltu þetta á góðum hraða saman og stúlkunni minni leið miklu betur þegar heim var komið.  Ég þarf bara að reyna að geta gert þetta, tekið mér hádegismat og rölt út með Erro á móti henni.  Það væri svona “win win situation” fyrir alla.
Svo var bara smá leti hjá okkur mæðgum í gærdag, ég tók smá syrpu af Criminal minds, er byrjuð á síðustu seríunni sem ég á og er strax farin að fá fráhvarfseinkenni og kvíða því að ég klári þættina, því þetta eru sko algjörir uppáhaldsþættir hjá mér.  Hef svo gaman af því þegar verið er að kryfja mannshugann.

Ákváðum svo að fá okkur smá göngu rétt fyrir kvöldmat og fórum út með Erro en þá fór Nói að væla við gluggann svo við hleyptum honum út og viti menn, hann elti okkur allan göngutúrinn og hann var svona eins og Jón Spæjó, labbaði á eftir okkur, faldi sig í runnunum og stökk svo smá spotta.  Ótrúlega fyndinn og flottur köttur sem við eigum, vildi bara að þeir Erro gætu orðið vinir en þeir eru það svo sannarlega ekki núna en trúlega eru það hvolpalætin í Erro sem trufla Nóa, þegar hann róast þá kannski ná þeir saman.
Ástrós Mirra sagði að ég gæti tekið myndir af blómum í þessum göngutúr okkar og ég sagði að það væri nú ekki mikið eftir af blómum núna en viti menn, þarna voru sko dásamlegar biðukollur eða Fífur og alls konar blóm sem virkilega gaman var að mynda og ég fór nú bara svo að leika mér með smá texture á þær líka, svo þarna vissi unginn betur en hænan.
Áttum rólegt og gott kvöld við mæðgur tvær, ég hringdi í mömmu til að fá fréttir af ömmu og hún var send heim strax þarna í fyrradag því það kom ekkert út úr blóðinu en hann skoðaði hana ekki einu sinni læknirinn.  Finnst þetta mjög einkennilegt, 93 ára kona sem býr ein, er flutt með sjúkrabíl á spítalann og það er tekin ein blóðprufa og hún send heim.  Engin aðstoð boðin með henni eða neitt.  Hvar er þetta velferðarkerfi sem á að vera til á Íslandi það er alla vega ekki vafið utan um sjúklinga, það er á hreinu.
Hún Drífa mágkona fór í aðgerð á tábeinum í fyrradag líka og var send heim 2 tímum eftir aðgerð.  Það voru tekin beinin af báðum fótum á henni og þegar hún átti að fara heim, fékk hún hækjur til að fara á og það ætlaði auðvitað bara að líða yfir hana og þá var henni skellt í hjólastól og svo reyndar aftur uppí rúm í smá tíma en svo send heim.
Ég fór í samskonar aðgerð 1982 og lá í 10 daga á sjúkrahúsi, var þó bara ung stúlka með ekkert heimili og hefði getað fengið dekur frá mömmu og systkinum en Drífa þarf að hugsa um börn (en auðvitað gerir Konni það) og heimili og við vitum alveg hvernig konur eru… þær liggja ekki rúminu í 10 daga og gera ekki neitt.

Nei, þetta hefur sko farið afturábak þetta þjóðfélag okkar og ég er ekki alveg nógu ánægð með það.  En amma er betri og líklega hefur hún fengið flensu en þegar fólk er orðið svona fullorðið þá er það bara oft nóg og hjúkrunarkonan sem kemur til hennar stundum vildi endilega hringja á sjúkrabíl svo þetta var ekki bara panik í ættingjum.  En amma var ekkert smá ánægð þegar læknirinn sagði að það hefði ekkert fundist í blóðinu og ekki heldur þvagfærasýking svo hún reisti sig við og ætlaði bara að rjúka úr rúminu án þess að leyfa þeim að taka úr sér slöngur og nálar.  Oh, hún amma mín hefur aldrei viljað liggja á sjúkrahúsi það er á hreinu.  Algjör jaxl og besta kona í heimi.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

06.09.2012 06:53
PAD 80
Jæja í 80 daga er ég stanslaust búin að vakna 40 mín. fyrr en ég þarf til að geta bloggað mitt daglega blogg í 90 daga.  Hlakka pínu til þegar það er búið en ég ætla ekkert að hætta að blogga en ég kannski geri það ekki svona reglulega, mun leyfa mér að sleppa einum og einum degi og verð ekki með þá kvöð að taka mynd á dag, mun þá fara að njóta þess að finna eitthvað af flottum myndum sem ég tók í sumar en hef ekki getað birt fyrr.

Í dag koma Konný systir og Edda stjúpa og ég hlakka svo til.  Hlakka til að sýna þeim allt hérna og bara vera með þeim.  En gærdagurinn var skrítinn að einu leiti því bæði dýrin á heimilinu lentu fyrir árás skorkvikinda.  Aumingja Erro greyið, ég sá geitung í stofunni, ábygglega sá 43 sem ég sé núna á síðustu 3 vikum (virðist vera eitthvað tímabil) og þeir eru sko stórir, feitir og árásargjarnir en ég er orðin svoddan jaxl að ég tek bara næsta stykki, peysu, tusku, viskastykki eða það sem næst er og hreinlega stúta þeim.  Nema í gær gerist það að hún er eitthvað lífsseig þessi fluga og ég er reyndar með peysuna mína og skíthrædd við að brjóta rúðu í svalahurðinni með tölunum á peysunni, þannig að einbeitingin var kannski ekki alveg á réttum stað, þe. á geitungnum.  Nema alla vega ég næ ekki alveg að drepa hann og þar sem hann liggur á teppinu í dauðteyjunum þá sér Erro hann og verður alveg tjúllaður og geltir og geltir og reynir að ja ég held drepa hann, veit svo sem ekki alveg hvað hann þóttist gera en alla vega er hann þarna eitthvað að berjast við geitunginn sem greinilega stingur Erro litla í þófinn og “Oh my God” hvað litla greyið mitt veinaði, þetta var greinilega mjög sárt og þegar hann aðeins róaðist og við Ástrós Mirra gátum skoðað hann sáum við að broddurinn varð eftir í fætinum á honum og hann átti svo bágt.  Ástrós Mirra hetjan mín tók flísatöng og náði helv. broddinum úr og ég náði í after bite og setti á þófinn hans Erro sem enn var ansi aumur og lítill í sér.  Spurning hvort hann láti þá þessa geitunga í friði hér eftir.  Það kemur í ljós, alla vega er hann mikið betri og hættur að haltra.

En það er ekki allt búið því þegar við erum að fara að sofa þá tekur Ástrós Mirra Nóa í fangið og er eitthvað að knúsa hann þegar hún tekur eftir því að hann er kominn með skógarmítlu við eyrað á sér, alveg sami staður og síðast nema þessi er ekki búin að sjúga mikið og er ekki stór.  Við náum aftur í flísatöng og það er byrjað að reyna að toga helv. kvikindið úr Nóa greyinu sem lét ekki frá sér stunu né væl.  Held að við höfum tætt helv. kvitindið í frumeindir en náðum ekki broddinum úr Nóa og nú vona ég að það sé ekkert hættulegt sem geti gerst út frá því, en Nói er kominn skallablett við eyrað því við hárreittum greyið í þessum aðgerðum.  Það er ekkert smá sem þessi kvikindi sjúga sig föst, ekki séns að við næðum helv. og vorum við 3 að reyna þetta.
Furðulegt að lenda í þessu sama kvöldið með bæði dýrin okkar og auðvitað ekki það sama en bæði löskuð eftir skordýr.

Annars var dagurinn bara svipaður og þar á undan, brjálað að gera í vinnunni hjá mér, leit ekki upp, en tók mér matarpásu og labbaði með Erro á móti Ástrós Mirru sem labbaði heim úr skólanum og tók það hana klukkutíma og korter.  Henni fannst gott að fá okkur á móti sér síðustu metrana svo ég gæti tekið töskuna af henni og hún tekið Erro og rölt með honum rest.  Hún sagði að það hefði í rauninni verið betra að labba en hjóla því brekkan er svo erfið með hjólið en hún er auðvitað fljótari að hjóla þetta.  Eins getur hún horft á ipodinn þegar hún labbar en það er ekki hægt á hjóli og mér fannst hún ansi lík mér þegar hún sagði að ef hún hefði ekki eitthvað að horfa á eða dreifa huganum við þá er hún bara að hugsa um hvað þetta sé langt eftir og hvað þetta sé erfitt.  Alveg eins og ég á göngubrettinu mínu, var alltaf að finna leið til að hafa eitthvað að gera fyrir hugann, horfa á videó, hlusta á músík svo ég væri ekki bara að ganga og hugsa um að tíminn silaðist áfram og hvað þetta væri leiðinlegt.  Og fyrir ykkur sem hafið gaman af líkamsrækt þá heyrði ég einu sinni viðtal við lækni sem sagði að ef manni þætti líkamsrækt svo leiðinleg að þér kviði fyrir að fara í tíma og það allt, þá myndi hún ekki gera það gagn sem skyldi og betra að sleppa henni.  Ég held að hann hafi rétt fyrir sér en þá er ég ekki að segja að ég eigi ekki hreyfa mig því það á ég að gera svo sannarlega en það verður að vera eitthvað sem ég hef gaman af, annars virkar það ekki.  Best auðvitað ef hægt er að finna upp eitthverja hreyfingu sem er skemmtileg, hún hefur reyndar ekki fundist ennþá en koma tímar koma ráð.  Ég reyndar hreyfi mig alveg núna þegar ég fer út með myndavélina eða hundinn en það er ekki nóg, ég veit það.  Sjáum tl hvernig þetta verður með Ástrós Mirru, ef hún heldur áfram að labba heim, eða hjóla báðar leiðir þá tek ég á móti henni og fæ þar með alla vega einhverja hreyfingu.
Var ég búin að segja að sólin skín í dag, vonandi gerir hún það næstu 5 dagana.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

07.09.2012 07:36
PAD 81
Jæja, þá er stóra systir mætt á svæðið ásamt Eddu stjúpu og ég rataði nú rétta leið að sækja þær í ColorLine í gær.  Noregur tók á móti þeim með smá haustkulda og grenjandi rigningu, en það lítur út fyrir sól í dag, jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.
Getiði hvað við systur ætlum að gera þá?

Dagurinn í gær fór mest í það að vinna og hlakka til að sækja ferðalangana og síðan að keyra heim í grenjandi rigningu og elda svo góðan mat og hafa kósí stund.  Erro er yfir sig ánægður að vera með gesti, reynir að plata þær til að halda á sér og hleypa sér uppí sófa en það dugir ekki, því þær eru sko búnar að fá reglurnar, þe. hvað hann má og hvað hann má ekki.
Það er nefnilega skelfilegt ef einn aðili er að reyna að ala upp hund og svo koma aðrir í fjölskyldunni eða jafnvel gestir og gera bara það sem þeim sýnist og uppeldið kannski fyrir bí.

Þráinn er á leið til Íslands því það á að heiðra minningu pabba hans á laugardaginn úti í Eyjum og þegar ég sá myndina af Óskari heitnum og greinina sem fylgir þá vildi ég gjarnan geta verið þarna með þeim, þetta verður æðislegur viðburður og ég er fegin að Þráinn er að fara því það á eftir að skipta hann máli um ókomna tíð.  Úff, ég verð alltaf ennþá klökk þegar ég minnist hans Óskars heitins og sakna hans ótrúlega mikið, sakna þess þó mest að Ástrós Mirra hafi ekki náð að kynnast honum. Ég held að Óskar hafi verið einn besti maður sem ég hef kynnst og svo var hann líka skemmtilegur.  Blessuð sé minning hans.
http://eyjafrettir.is/frettir/2012/09/06/oskar_bjorgvinsson_i_einarsstofu__a_laugardaginn_14-16?fb_comment_id=fbc_412629058800697_3900195_412812672115669#f235710644

En nú má ég bara ekkert vera að því að blogga því fólkið mitt er vaknað og á leið með kallinn í flug og taka myndir í leiðinni við systur.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

08.09.2012 07:35
PAD 82
Fyrsti dagurinn liðinn með Konný sys og Eddu og Þráinn farinn til Íslands.  Við vöknuðum snemma og við Konný keyrðum hann á flugvöllinn, nýttum tækifærið á leiðinni til baka til að kjafta frá okkur allt vit og tókum nokkrar myndir niðri við Buen í Mandal.
Fórum svo heim enda komið hádegi og við orðnar svangar. Ætluðum okkur svo margt um daginn að það var betra að byggja sig upp.  Skelltum upp pylsum og borðuðum saman drifum síðan Eddu og Ástrós (og Erro fékk að koma með) í bíltúr og ljósmyndatúr.

Fórum fyrst að leita að þessum stríðsinjum sem við fundum ekki en keyrðum voða fallega leið og skoðuðum okkur um þar.  Við höldum að hann Arnfinn viti ekkert þegar hann er að segja okkur til um einhverja staði hérna í Mandal, höfum ekki fundið neinn af þeim skv. hans leiðbeiningum.
Hittum samt beljur á leiðinni sem urðu smá vinkonur okkar, aðallega samt ein sem var mjög falleg og til í fyrirsætustörf. En Erro var pínu smeikur við kýrnar og var ekkert að skilja hvað þetta væri og af hverju við værum að stoppa þarna.
Svo tókum við Miðbæjarrölt, með ís og kíktum í búðir.  Fórum líka að kirkjunni og mynduðum Ástrós Mirru og tréin þar.

Svo var farið heim, fengið sé kaffi, slakað smá á en þá gerði sól og blíðu og við Konný skelltum okkur tvær saman að ullarverksmiðjunni og tókum nokkrar myndir þar og hittum konu sem var með 5 hunda á leíinni út að labba.  Við fengum að mynda þá og þeir voru voða krútt og skemmtilegir.  En við leituðum að myllunni á bak við ullarverksmiðjuna af því að ég hélt það ætti að vera mylla þarna en svo föttuðum við að The mill er auðvitað bara verksmiðjan en ekki milla á bak við hús. En flott hús og fallegur múrsteinaveggur og ég fékk bara míní myndatöku hjá Konný.

Pizza og næs í matinn – kósí kvöld og við Konný enduðum á að horfa á The Help.
Vaknað snemma, allir komnir á fætur nema Ástrós Mirra en hún má sofa enda laugardagur í dag.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

09.09.2012 06:29
PAD 83
Jæja, ekki sól og blíða í gær svo það var bara gerð ferð í Europris og Amfi.  Keyptum okkur aðallega sokka, röndótta ullarsokka fyrir veturinn.
Svo fórum við heim og héngum og kjöftuðum og drukkum kaffi og fengum okkur köku með.  Skelltum svo upp stúdeóinu og dobbluðum Eddu í myndatöku, ég var nú ekki viss hvort hún væri til því hún er ekki týpan að troða sér fyrir framan myndavélarnar en hún var sko til og tók bara skemmtilega syrpu með okkur systum.  En ljósin voru að stríða okkur eins og þau hafa verið að gera við mig síðan ég flutti þau hingað en við fundum út úr því án þess að finna út úr því, en alla vega virkuðu þau og við gátum báðar tekið myndir bæði af Ástrós Mirru og Eddu ömmu.  Bara gaman að fíflast svona saman,

Elduðum góðan mat, þessi réttur fer að verða sérstakur gestaréttur hérna úti, því hann var lika eldaður handa Klöru og Kristófer en það er hið margrómaða rjómagúllash.
Horfðum svo saman á mynd í gærkvöldi og ætluðum að skríða snemma uppí en þá uppgötvaðist smá problem.  Konný var búin að panta fyrir þær með ferjunni yfir kl. 16.30 á þriðjudaginn, en þá eru engar rútuferðir nema með því að skipta 3svar um rútu og vera komin um miðnætti í næsta bæ við þar sem Edda á heima og Anna Fanney er að passa eitthvað barn og kemst ekki frá til að sækja þær.  Úff við vorum nú ekki að skilja þetta, reyndum að finna rútuferðir en fundum bara ferð til Íslands með Norrænu og ýmislegt annað fyndið en alla vega þá virðist ekki vera þægilegar rútuferðir þarna á milli enda er þetta bara lítið þorp sem Edda býr í, aðeins 3000 manns og það er ekki svo nálægt Hirsthals eins og ég hélt, en það er 2ja tíma keyrsla sem er kannski ekki svo mikið þegar þú keyrir aðra leiðina en það er slatti þegar þú ert að keyra fram og til baka.  En við ætlum að athuga hvort þær fái miðanum skipt í morgunferðina því þá getur Anna sótt þær og það er auðvitað langt best þeirra vegna þó ég sé ekkert til í að missa þær degi fyrr, en það er bara svona lífið, maður fær ekki allt sem maður vill.  En það er bara fyndið þetta með rútuferðirnar því við lentum líka í því hérna í feb. að eiga flug kl. 7.30 að sunnudagsmorgni en það eru engar rútuferðir frá Mandal til Kristianssand fyrir hádegi um helgar.  Eins hefur mér gengið illa að finna út strætó hér í Mandal, get ekki einu sinni fundið út hvað strætó heitir svo ég geti prófað að finna þá síðu á google.  Hvað þá að ég geti fundið út leiðarkort eða annað.  Maður er líklega góðu vanur í ýmsu að heiman og sérstaklega frábærum strætóvef.  En sko ég veit alveg að það er strætó hérna því ég hef séð hann og vagnarnir eru merftir Sørlands….. eitthvað og fann vefinn hjá þeim en ég finn aldrei strætó í Mandal á þeirri síðu svo ég óska eftir upplýsingum um strætó ef þið þekkið það.

Við systur ætluðum snemma af stað núna og vorum að vonast til að fá morgunsól og stillu en þá fáum við þoku og stillu en það er þá bara spurning hvort það sé bara ekki allt í lagi og geti orðið sjarmerandi myndataka, ætla að leyfa að birta aðeins meira áður en ég tek ákvörðun enda klukkan bara 6.30.
Ætlum að fara að vitanum í dag og fleira skemmtilegt, svo kemur Þráinn á morgun og þær fara á þriðjudaginn og þá er þetta frí búið.  Ohhhhhhhhhhhhhhhhh.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

10.09.2012 07:12
PAD 84
Vaknaði í gærmorgun kl. 6 til að taka stöðuna á veðrinu en það var svartamyrkur og þoka.  Við systur höfðum ætlað að fara í morgunferð til að mynda morgunstillu og fegurð eins og hún gerst mest hér en það leit nú ekki vel út.
Ýtti við Konný til að athuga hvað hún vildi gera en hún sagði í svefnrofanum að það væri of mikið myrkur, svo ég fór bara að blogga eins og ég er vön á morgnanna.  Svo fór aðeins að birta og en ennþá þoka en ég var nú samt að spá í hvort það gæti ekki orðið ágætis þokumyndir þá svo ég ýti aftur við Konný og spyr hvort við eigum ekki bara að drífa okkur á fætur og fara þennan morgunrúnt sem ég var búin að plnana uppá von og óvon.  Jú, jú hún er alveg til, það verður þá bara bíltúr með kjaftagangi eins og okkur er einum lagið ef veðrið bíður ekki uppá neitt meira.
Svo við leggjum í hann og keyrum Holum leiðina í kringum ána og við erum ekki búnar að keyra lengi þegar við sjáum yndisfallegan stað og algjör rjómastilla þar og viti menn það er útafkeyrsla þar við. Jeiiiiiiiiii við stoppum og tökum sko fullt af mynum og höldum svo áfram og þegar við færum okkur þá er eins og galdrarnir hverfi á staðnum sem við vorum á en eru svo komnir á þann næsta.
Þetta var geggjaður bíltúr og ég get sagt ykkur það að sumar myndirnar eru hreinlega einsog málverk því stillan er svo falleg og speglunin geggjuð.

Eftir þennan flotta morgunbíltúr fengum við okkur morgunmat og skriðum svo aftur uppí og lögðum okkur í smá stund.  Ætluðum nefnilega eftir hádegi að fara í lengri bíltúr og skoða vitann okkar fræga og fína sem heitir Lindesnes Fyr.
Uppúr hádegi förum við að taka okkur saman og erum að leggja af stað um hálf tvö en ég ætlaði að taka bensín og það fór í klúður allt Erro að kenna því ég uppgötvaði að þegar ég var að fara að taka bensín að ég gleymdi veskinu mínu en það endaði bara á að við snerum við og náðum í veskið sem var By the way inni á klósetti af því að ég hafði verið að bjarga kattamatnum frá Erro og tókum bensín og drifum okkur af það og ákváðum þar sem ég hafði nú bara farið þetta einu sinni og þá sem farþegi að leyfa henni Geirþrúði Pálínu Sigurðardóttur að vísa veginn.  En hún ratar ekki allt, og alls ekki ef búið er að breyta leiðinni svo við keyrðum of langt og þurftum að snúa við og töfðumst um rúman hálftíma út af þessu en þá ákváðum við að keyra eftir eigin hyggjuviti og sáum að fljótlega lærði Geirþrúður Pálína leiðina eins og við vildum hafa hana.  Svo við enduðum á réttum stað og svæðið í kringum vitann var alveg að skarta sínu fegursta þó svo að veðrið hafi verið rysjótt og við áttum geggjaða stund þarna og skoðuðum einning frábæra portraitljósmyndasýningu sem var þarna í einu húsanna.

Komum heim um klukkan sex og fórum í það að elda kjúkling og áttum svo kósí kvöld allar saman.
En ég má til að segja ykkur að þessi helgi var ekki bara tóm gleði og ánægja því eigandi hússins okkar hringdi og tilkynnti að hún væri að setja það á sölu og ætlaði sér að vera búin að selja fyrir jól.  Já, sæll.  Ekki tveir mánuðir síðan við skrifuðum undir leigusamning, samþykktum að borga tvöfalda leigu í júli og allt timbrið sem Þráinn er búinn að stafla hérna inní bílskúr og var í 4 daga að því.  Úff, það er ekki spennandi tilhugsun að taka það allt niður og þurfa að leigja bíl með kerru til að flytja það að öðru húsi.  Þetta er einhvern veginn ekki það sem við áttum von á, við töluðum um það fyrir 2 mánuðum hvort við mættum ekki eiga von á framlengingu á leigusamningi ef þeim líkaði við okkur og þau sögðu jú.  Já skjótt skiptast á skin og skúrir og sumt fólk snýr sér bara í einn hring og er þá búið að skipta um skoðun.
Þegar Ástrós Mirra heyrði þetta sagði hún:  En mamma við getum ekki flutt því við erum með hund og kött og pabba.  Góð.

Svo bætti hún við…… getum við þá fundið okkur íbúð ekki uppá fjalli svo ég geti hjólað í skólann og aftur heim.  Já er það ekki bara málið, vera bara jákvæður og finna sér aðra íbúð á jafnsléttu og kannski bara öðruvísi útsýni.  Alla vega er ljóst að við þurfum að fara að leita að öðru húsnæði og það sem fyrst, alla vega áður en Ástrós Mirra þarf að skipta um skóla ef við lendum þá í hverfi með öðrum skóla en Furulundenskole.

Svo þangað til morgun elskurnar mínar ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

11.09.2012 12:10
PAD 85
Já ég veit að bloggið mitt er seinna á ferðinni í dag en venjulega en hér var sko vaknað kl. 5 (úps, þurfti ekki að vakna fyrr en rúmlega hálf sex) og farið í sturtu og svo keyrði ég Konný og Eddu til Kristianssand um borð í ColorLine og var komin aftur heim rúmlega átta, mátulega til að vekja Ástrós Mirru en hún var þá vöknuð við símann sinn og komin á fætur þegar ég kom, svo við áttum kósí morgun, ég keyrði hana svo í skólann og skellti mér og Erro til Margrétar því við ætluðum með hvolpana til dýralæknis að fá sprautur.  En nánar um það á morgun, því nú skal sagt frá gærdeginum.

En við sem sagt vöknuðum kl. 7, eða sko ég og Erro en hinir sváfu aðeins lengur, þó ekki Ástrós Mirra sem þurfti að fara í skólann.  Svo fórum við Konný aðeins að rölta í miðbænum hérna og sóttum svo Ástrós Mirru kl. 13 í skólann og keyrðum til Kristianssand og ætluðum að rölta um þar þangað til við ættum að sækja Þráin á flugvöllinn en hann lenti kl. 15.30.
Það sem við helst tókum eftir í miðbænum í KRS er að það er betlari við annan hvern ljósastaur og alls ekki með eitthvað betlaraútlit (er það kannski ekki til) nema einn einfættur gamall kall, ég hefði alveg getað hugsað mér að gefa honum aur en hinum sem virka sem gengi (því þessar stelpur gætu allar verið systur) sem gera út á þetta mun ég aldrei gefa pening.  Ástrós Mirra sagði líka að það væri einkennilegt að betlari væri að borða McDonald sem við leyfum okkur ekki daglega.  Og svo er nú frægt þegar einn fésbókarvinur minn sá betlara í Svíþjóð vera að tala í Iphone.  Já sæll, ég á ekki Iphone og borða ekki McDonands nema eitthvað sérstakt sé um að vera, svo eitthvað segir þetta okkur er það ekki?  Annars er ég ekki góð í streetphotography því ég er svo feimin en sá svo að það væri sniðugt að sitja bara einhvers staðar með myndavélina og beina henni í allar áttir, frekar en að vera að labba.

En sem sagt við röltum þarna um, skoðuðum búðirnar að utan og fólkið og tókum myndir af kirkjunni og fólkinu.  Fengum okkur svo McDonalds en það var sérstakt tilefni, Konný var í heimsókn.  Fórum svo að sækja Þráin á flugvöllinn og keyrðum svo Holum leiðina heim til að sýna Þráni og Ástrós Mirru íbúð sem ég var búin að sjá auglýsta á netinu og er á flottum stað.  Hún er hinum megin við brúna og það er jafnslétt niður í bæ, ca. 10 mín. gangur, en samt með útsýni yfir ána og aðeins lengra.  Spennandi en svo hringdi Þráinn og þá var einhver kona á undan okkur sem svarar í dag svo þá kemur í ljós hvort við fáum að skoða hana og getum tekið á leigu í staðinn fyrir þetta hús.  Ég ætla ekki að sitja hér þangað til húsið selst og þurfa svo að fara bara einhvert, heldur ætla ég að byrja á fullu að leita að íbúð eða húsi og flytja þá sem fyrst, þá er það bara búið.  Nú er sko gott að eiga litla sem enga búslóð og svona flutningar kalla bara á nokkrar ferðir á bílnum og svo bara ein kerra undir rúmin okkar.  NÆS.
Svo var bara farið heim og haft það kósí með mynd og góðum félagsskap og farið snemma að sofa því snemma skyldi vaknað.  Konný er búin að senda mér sms að hún og Edda eru komnar í Hirshals og búnar að hitta Önnu Fanney sem var svo væn að sækja þær alla þessa leið en það var nefnilega búið að segja mér að Hirsthals og Hanstholm væru hlið við hlið eða orðað þannig að Hanstholm væri næsti bær við Hirsthals og stutt á milli en það er 2ja tíma keyrsla og að fara báðar leiðir tvisvar til að skutla og sækja er bara merki um ljúfa og góða konu.  Gæti nú alveg hugsað mér að vera með þeim í bílnum, allt of langt síðan ég hef hitt Önnu Fanney og það hefur nú aldrei verið leiðinlegt nálægt henni.  Kannski ég sjái hana fljótlega eða í næstu Danmerkurferð hjá mér, hver veit?

Jæja, þetta verður stutt í dag eins og undanfarna daga þó ég hafi sko gert margt mikið og skemmtilegt en ég er eitthvað svo þreytt eftir gestaganginn, sef alltaf svo lítið og lítill tími til að leggja sig þegar maður er með gesti.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)

12.09.2012 07:08
PAD 86
Ég læt bloggið í dag líka heita PAD (Picture a day) en ég klúðraði því í gær að taka mynd, eða bara gleymdi því fattaði það þegar ég vaknaði í morgun, en ég er nú alveg að vera búin með þetta á bara 4 daga eftir svo ég varð ekkert mjög reið út í sjálfa mig en ég á sko nóg af myndum eftir helgina og ætla bara að njóta þess að skella þeim hér með.

Í gær var vaknað eldsnemma því það þurfti að keyra skvísunum til Kristianssand svo þær gætu tekið ferjuna yfir til Danmerkur heim til Eddu.  Anna Fanney ætlaði að sækja þær til Hirsthals sem var æði svo þær þyrftu ekki að þvælast með 3 rútum og verða samt strandaglópar einhvers staðar.  Edda á greininga ekki heima á miðpunkti jarðarinnar því það er mjög erfitt að komast til hennar nema á einkabíl, lélegar samgöngur þarna á milli enda lítill bær sem hún býr í svo kannski skiljanlegt.  Þær komust heilar á húfi frétti ég og voru bara nokkuð ánægðar með heimsóknina til Mandal.
En þegar ég var búin að taka morgunrúntinn til Kristianssand þá var ég komin passlega heim til að fá mér morgunmat með ungfrúnni á heimilinu og skutla henni í skólann.  Við tókum Erro með okkur í bílnum því ég ætlaði svo til Margrétar og við að fara saman til Dýralæknisins og láta sprauta þá og fá ormalyf.  Það urðu þvílíkir fagnaðarfundir þegar hundarnir hittust.  Líklega 4 vikur síðan Erro sá systur sína og mömmu og þetta varð síðasti séns fyrir hann að hitta systur sína því hún fór líklega í gær, alla vega var hringt og beðið um hana, vona að það hafi gengið upp.  Svo var svo fyndið að sjá hvað hann varð hálf skelkaður á þessum látum í Pöndu og var meira og minna á flótta undan henni og sóttist í að sitja hjá Margréti en Tanja mamma hans var alltaf að reyna að troða sér í fangið á mér og þið vitið hvað ég er hrifin af því að hundar séu uppí sófa og í fanginu á manni sérstaklega stórir fullorðnir hundar.  En ég var voða góð við hana enda má hún fara uppí sófa heima hjá sér.

Jæja svo fórum við til dýralæknisins og hún er þá amerísk og afskaplega yndisleg kona.  Þetta verður sko okkar dýralæknir.  Ekkert má að fá tíma hjá henni bara klukkutíma eftir að við töluðum við hana og hún er svo góð við dýrin sér maður.
Svo drifum við Erro okkur bara heim um hádegið því þetta tók nú alveg á að vera að reyna að stjórna tveimur ærslafullum hvolpum niðri í bæ.  🙂

Allt í einu varð ég svo þreytt að ég gat ekki beðið eftir að sækja Ástrós Mirru til að geta síðan skriðið uppí rúm og leggja mig sem ég og gerði.  Svo kom Þráinn heim snemma en hann hafði haldið að það yrði yfirvinna í gær en það verður líklega í dag frekar og við vorum bara að dúlla okkur frameftir degi og fengum okkur svo bara egg og beikon í matinn og svo bauð Mirran uppá Men in black III um kvöldið.  Enn og aftur góður dagur liðinn þó svo að maðurinn sem á íbúðina sem ég var komin með augastað á hringdi og sagði að konan sem hafði samband á undan okkur hefði ákveðið að taka íbúðina svo við verðum að halda áfram að leita.  En það hlýtur eitthvað að detta upp í hendurnar á okkur ekki spurning.

Aðalatriðið er að það megi vera með hund og kött og kall og krakka, og reyndar að það sé gott internetsamband í húsinu, það er skilyrði.  Já og engin brekka, það er skilyrðið hennar Ástrósar Mirru.  Og já enn betra væri svo ef hægt væri að labba niður í miðbæ.
Svo þið sem búið í Mandal og lesið bloggið mitt endilega hafið augu og eyru opin fyrir einhverju húsnæði handa okkur.

Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

13.09.2012 06:58
PAD 87
Dagur 87 er liðinn og ég verð að viðurkenna að það verður ljúft að gera þetta án  pressunnar að þurfa heldur meira að taka myndir af því að mig langar til þess og bloggið verður nú áfram bara mér til gleði og ánægju.
Yndisfagur dagur í dag hjá okkur, sólin skín og fallegt úti en pínu kalt liklega ekki nema 9 gráður en guð minn góður veðrið sem er búið að vera heima á Íslandi, það er bara skelfilegt, ég sæti líklega grátandi ef ég byggi þar núna í þessu veðri.  Held að veðurguðirnir ætli að sleppa íslendingum við haustið og æða beint í veturinn, eins og hann sé ekki nógu langur fyrir.  Mér finnst einmitt svo æðislegt hér að árstíðirnar eru 4 (finnst þær bara vera 3 heima á íslandi) hér er vetur í desember, janúar og febrúar en þá kemur vor í mars, apríl og mai.  Svo kemur sumarið í júní, júlí og ágúst og loks haustið í september, okt. og nóv.  Svona á þetta að vera.  Ég sakna alltaf vorsins á Íslandi, því þar er ekkert vor, blessaðir vorlaukarnir reyna að komast uppúr snjónum um miðjan apríl og svo jafnvel komast þeir ekki neitt uppúr stundum.  Alla vega ég elska Ísland, en hef aldrei elskað veðrið þar.  Það vantar allt jafnvægi á milli árstíðanna.

En í gær var fyrsti vinnudagurinn eftir smá frí og það er alltaf bara gaman að fara að vinna aftur og komast í kontakt við fólkið sem maður vinnur með og vinnur fyrir.
Erro var alveg ósköp góður framan af degi, Svaf bara mestan morguinn inni hjá sér en vá, hann bætti það sko upp seinni partinn og ég var orðin svo þreytt að geta ekki litið af honum og vera sífellt að öskra á hann því hann hlustaði ekki nema ég öskraði en hann var nagandi allt, sófaborð, stóla, skó, þröskulda, hurðar, rúm og bara það fékk ekkert að vera í friði.  Og svo vældi hann að hann vildi fara út, en gerði ekki neitt og vældi bara aftur að koma inn og svona var dagurinn, það endaði á því að við urðum að loka hann inni á baði held ég 4 sinnum (það var sem sagt verið að setja hann í skammarkrók en ég veit ekki hvort skammarkrókurinn megi vera sami staður og hann sefur á) en baðið er flísalagt í hólf og gólf og ekkert sem hann getur skemmt þar inni, eina herbergið í húsinu sem ég get verið alveg róleg, þegar hann er einn þar inni.  Þráinn var að spá í hvort við þyrftum ekki bara að fara með hann í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð eins og við gerðum með Ástrós Mirru þegar hún var lítil í því hún var svo aktív en sko ég hefði getað haft 3 Ástrósir á meðan ég hef einn Erro.  Alla vega þessa dagana.  Er að vona að hann hafi bara truflast svona við að hitta systur sína og mömmu og jafni sig á 2 dögum eða svo. Því ég hreinlega nenni þessu ekki og lífið verður ekki skemmtilegt hjá greyinu lokaður inni 2 / 3 úr sólarhring svo við getum andað.  Hann er sko með nagbein í hverju herbergi og út um allt en nei þau eru bara ekki eins spennandi eins og borðfætur oþh.  Þetta er frekar leiðinileg, sérstaklega þar sem við eigum ekki húsgögnin og ætlum nú ekki að skila þeim ónýtum.
Ástrós Mirra labbaði heim úr skólanum í gær, henni finnst betra að ég skutli sér á morgnanna og hún labbi heim eftir hádegi heldur en að hjóla báðar leiðir.  En það er allt í lagi hún fær hellings hreyfingu út úr þessu labbi og ég er ekki frá því að það sjáist á henni.  Samt var hún nú alveg til í að koma út að labba með mér og Erro seinnipartinn sem er bara æði.

Já ég er næstum búin að gleyma að segja frá því að hér hringdi dyrabjallan á venjulegum vinnutíma og það gerist nánast aldrei svo ég stökk til dyra og þar er ung stúlka sem spyr hvort ég eigi kisu sem ég játti og þá sagði hún að hún væri föst uppí tré í næsta garði.  Þetta er nokkurra metra hátt tré með engum greinum á fyrstu 2.5 metrana svo mér dauðbregður og fer út með henni að kíkja og viti menn, þarna situr köttur uppi í tré en sem betur fer ekki minn köttur sem reyndar lá bara sofandi inní Ástrósar herbergi en stúlkan hafði miklar áhyggjur af kettinum sem “By the way” er villikötturinn sem við erum alltaf að reyna að reka í burtu en ég vil honum ekki dauða eða neitt þess háttar þó hann angri mig stundum en aðallega Nóa kóng sem á bara að fá að vera í friði í sínum garði, svo ég segi stelpunni að ég muni fylgjast með honum og biðja manninn minn að reyna að ná honum þegar hann komi heim úr vinnu.  Hún sættist á það og svo var ég aðeins að fylgjast með greyinu, sem sat þarna hátt uppi og ég veit ekki hvort hann var hræddur eða stoltur.
Alla vega svo sæki ég Ástrós Mirru hérna neðst í brekkurnar og er að segja henni frá kettinum þegar við komum fyrir beygjuna hérna fyrir neðan og ég bendi henni á þetta tré sem glæfir hér yfir allt fjallið og þá sjáum við hvar hann klifrar niður eins og hann hafði klifrað upp.  Snillingur sem hann er þó villiköttur sé.  Svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur þó hann geri þetta aftur, en ég vona bara að hann kenni ekki Nóa að klifra svona hátt því þá fengið ég nú nett taugaáfall.
Svo er meira af þessum dýrum, mér er ekki ætlað að þrífa hjá mér því kötturinn verður svo hræddur þegar ég sæki ryksuguna og í gær var ég að reyna að skúra og þá réðist Erro á moppuna með þvílíku urri og hamagangi að ég gat engan veginn skúrað.  Þurfti að koma honum út úr herberginu sem var skúrað til að geta gert það í friði.  Ekki alveg það skemmtilegasta.    Heyrðu jú svo eitt annað.  Erro er búinn að grafa holu beint fyrir framan svaladyrnar og ég ákvað að sækja mold í gær og fylla í holuna og setja smá gras yfir en auðvitað réðist hann beint aftur á holuna (sem ekki lengur var hola) og rótaði öllu uppúr, svo ég sótti 3 fallega steina og setti yfir en nei, nei, þá bara hélt hann að það væri nýjasta leikfangið og fór að leika með steinana, svo ég endaði á að hella tabaskó sósu þarna yfir og vonast til að hann láti þetta í friði hér eftir.  Hann var sko snælduóður að ná þessari mold þarna uppúr og fá sína holu í garðinn aftur.  Hvað er það?  Ég er sko ekki hundahvíslari því ég skil ekki svo ótal margt í atferli hunda það er nokkuð ljóst.  En sko oftast er hann bara krútt, sérstaklega þegar hann sefur.  Og gáfaður er hann, búinn að læra að setjast og sitja kjurr.

Jæja ætla á notað og nýtt markað í dag með Margréti en kaupi nú kannski ekki neitt, þar sem það verður gott að hafa litla búslóð þegar við flytjum en samt gaman að kíkja á þetta því kannski þurfum við að kaupa eitthvað eftir næstu flutninga því ég veit svo sem ekkert hvernig mublað eða bara hvort mublað verði í þeirri íbúð.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
14.09.2012 09:18
PAD 88
Jæja þá er kominn föstudagur og helgin framundan með kósítíma, arineldi og næs.
Þetta er búið að vera fín vika og allt þannig séð í rólegheitum.  Við eigum von á eigendum hússins í dag og hlakkar mikið til að heyra hvað þau hafa að segja.  Það er nefnilega búið að lesa yfir leigusamninginn okkar og okkur tjáð að venjulega sé gerður 3ja ára leigusamningur þegar leigja skal hús.  Ef hann er minna þá telst hann ótímabundinn sem gefur víst enn meiri rétt okkar megin.  Og það er víst alveg á hreinu að þau er bara að brjóta samning.  Það er sagt að samningur sé uppsegjanlegur ef næg ástæða þykir og þessi ágæti maður sem er okkur sérlegi ráðgjafi í þessum efnum núna, segir að það myndi aldrei verða tekið sem ástæða fyrir dómstól að ákveða að selja húsið 2 mánuðum eftir að skrifað er undir árssamning.  Hér í Noregi skiptir fólk ekki um skoðun svona skyndilega.  Svo sagði hann líka að við skyldum ekki taka íslensku leiðina á þetta að segja bara já og amen og þetta reddist og láta þetta koma þannig út að við séum vond við þau ef við samþykkjum ekki.  En við ætlum bara að vera alveg róleg og heyra hvað þau segja.  Ef þau telja að þau geti bara sagt okkur upp með 3ja mánaða fyrirvara án allra bóta þá erum við ekki sátt við það, enda búin að koma okkur fyrir í þessu húsi með timbrið og allt.  Sko þetta snýst nefnilega svolítið mikið um timbrið, sem kostaði okkur 70.000 isk. hingað heim, tók Þráin 4 – 5 daga að umstafla og raða þvi öllu upp við vegg í bílskúrnum.  En auðvitað snýst þetta líka um það að finna annað hús. Ef það dettur uppí hendurnar á okkur, og eigendurnir hérna ákveða að koma til móts við okkur, þá finnst mér engin ástæða til að vera með stæla, þannig séð.  En það er rosalega gott að vita að við höfum rétt til að vera hér út leigusamninginn ef ekkert annað finnst.
Í gær eftir vinnu kíkti Margrét við hjá mér og við ætluðum okkur að kíkja á búð sem við sáum á leiðinni til Kristianssand sem selur notaðar vörur og viti menn, haldiði að ég hafi ekki fundið þennan lika æðislega lampa, sem passar svo flott í stofuna hjá okkur og er akkúrat rétta lýsingin sem vantaði þegar glápt er á sjónvarpið.  Kostaði bara 55 nkr. og er bara æði.  Þarna voru líka tvær litla kommóður eða annað var nú meira svona saumakommóða eins og amma átti en þetta fannst okkur frekar dýrt þarna, já og líka stofusófi sem kostaði alveg 800 nkr. en orðið snjáð á honum áklæðið oþh.

En Margrét hafði líka frétt að Lions væri aftur búin að opna Loppumarkaðinn sinn í nýju húsnæði en það væri eitthvað minna um húsgögn en á gamla staðnum svo ég fer þangað næsta miðvikudag, það er sko opið þar á miðvikudögum kl. 18 – 20 held ég.  Ekki spurning.  Mér finnst svo gaman að kíkja á svona staði og skoða eitthvað gamalt og stundum finnur maður eitthvað snjallt eins og þennan lampa í gær og stundum ekki neitt.
Ég bauð Margréti að borða með okkur súpu og sagði að hún þyrfti sko ekki að passa uppá kurteisina og mætti rjúka út um leið og hún væri búin að borða því hún var að hugsa um hundinn sinn og köttinn sem voru búin að vera ein heima allan daginn.  Svo hún tók mig á orðinu og stóð upp um leið og hún kyngdi síðasta bitanum og fór.  Nei, djók.  Ég fékk nú að sýna henni rússaheklið mitt en ég er sko byrjuð að rússahekla teppi úr afgöngum.  Ætla að hafa það sem sjónvarpshobbý í vetur.  Kósí mynd sem kemur í hugann, arineldur, ég að hekla og næs.
Frí hjá Ástrós Mirru í skólanum í dag og henni finnst það nú ekki leiðinlegt en það er líka mikið heimanám um helgar af því að það er enginn skóli á föstudögum.  Foreldraviðtal í næstu viku og hér er það þannig að við mætum án barnsins, sem sagt það á að tala um hana en ekki við hana.  Jæja spennandi að vita hvernig það kemur út.
Þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna

ps. gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina.
Skrifað af Kristínu Jónu

15.09.2012 10:48
Dagur 89 í nýju landi
Jæja, játa mig sigraða, gleymdi aftur að taka mynd í gær og þar með gefst ég upp á PADinu sem þýðir í raun “Picture a day” og ég hafði ætlað að hafa það eina mynd á dag í 90 daga og núna tvisvar í þessari viku klikkað á því.  Held ég hafi náð stanslaust að taka mynd á dag 85 daga ca.  þá var úthaldið búið.  Svo ég er bara hætt en mun blogga áfram og birta myndir með en þær voru ekki endilega teknar þann daginn, heldur mun ég finna þær í safninu mínu.  Auðvitað verða oft nýjar myndir en það er ekki skilyrði.
Svo þá er eins gott að fara að verða málefnanleg og háfleyg. Nei, djók ég geri þetta bara eins og mér hentar, því ég er helst að gera þetta fyrir mig því ég er svo minnislaus og það verður gott að eiga þessa punkta þegar ég skrifa ævisöguna á elliheimilinu.  Já, maður verður að hafa eitthvað til að hlakka til og stefna að í framtíðinni.  Ætla að taka norðurljósamyndir þegar ég kemst á eftirlaun og skrifa ævisöguna mína á elliheimilinu.  Þar hafiði það.
Ég tók smá pirringskast í gær og lét restina af fjölskyldunni vita að það væri eitthvað ekki alveg eins og það ætti að vera.  Ástrós Mirra vildi hund, Þráinn hefur alltaf talað um hvað hundur hafi framyfir kött og er þar af leiðandi meiri hundamaður en kattamaður.  Hann lét eftir þegar við fengum Nóa og ég var búin að segja að ef þau vildu hund í Noregi þá myndi ég alveg samþykkja það. En ég aftur á móti hef aldrei verið fyrir hunda, finnst vond lykt af þeim, leiðist undigefnin í þeim og margt, margt fleira.  Svo allt í einu í gær fatta ég að það er ég og enginn annar sem er að bera ábyrgð á þessu dýri, ég þarf að biðja þau tvö að fara út með hann, ég þarf að biðja þau að hleypa honum út að pissa eða hitt og svo framvegis.  Einhvers staðar fór þetta í rugl og ég er allt í einu komin með aðal ábyrgðina á hvolpinum en nú er ég hætt því. Þau feðginin verða bara að bæta sig og ég skal sjá um Nóa eins og ég talaði alltaf um.  Ég nefnilega er að vinna heima og það lendir eðlilega á mér að hugsa um hann á vinnutíma en ég ætti í rauninni að eiga algjörlega pásu þegar þau feðgin koma heim en það hefur alls ekki verið svoleiðis en nú skal verða breyting á.  Ég veit alveg að þau hafa ekkert áttað sig á þessu en ég varð svo ofboðslega þreytt á honum í gær og fann að mér var skapi næst að vilja hann bara í burtu og þá er það bara af því að ég var þreytt, er að reyna að einbeita mér í vinnu en endalaust áreiti annað að trufla.

Svo var reyndar líka annað að trufla í gær, það var yfirvofandi heimsókn frá eiganda hússins sem lá eins og mara á manni, því hvað skyldi hún segja og hvernig ætlaði hún að útskýra þetta fyrir okkur hvað hún er að gera.
Ég segi næstum því aumingja konan, því hún átti virkilega erfitt og sagði að hún væri sko búin að kvíða því mikið að koma og ræða við okkur.  En málið er það, þetta er stórt hús, með erfiðum garði að hugsa um og þau höfðu alltaf hugsað sér að leigja það þannig að þau notuðu á sumrin eða í júlí en svo varð þessi misskilningur á milli Personal Partners (vinnuveitanda Þráins sem upphaflega leigði húsið) og hennar og okkar líklega og við vorum sem sagt flutt inn án þess að hún vissi af því, hún hélt að við kæmum ekki fyrr en í ágúst og hún gæti þá verið í sínu húsi í júlí eins og hún er vön.  En við sömdum um að greiða extra fyrir júlí svo við gætum verið hér.  Jæja svo skrifum við undir samning og þá var aldrei ætlunin hjá henni að rifta þeim samningi.  En svo dettur upp í hendurnar á henni lítið hús á besta stað sem hún stekkur til og kaupir.  Og þá þarf að selja hitt.  Hún var ekki einu sinni með á hreinu hvað uppsagnarfrestur samningsins hljóðaði uppá, hún var ekkert búin að skoða þau mál.  En við sögðum henni að hún væri virkilega að koma aftan að okkur með þessu, við hefðum virikilega talið að við fengjum að vera hér í alla vega ár og trúlega framlengja leigusamningnum og hún sagðist alveg skilja það.  Svo vandræðaðist hún meira og vissi eiginlega ekkert hvernig hún ætti að semja við okkur eða hvað hún ætti að segja.  En af því að við erum íslendingar þá endaði þetta á því að við erum búin að setja hana í það að reyna að finna annað hús handa okkur, fyrir okkur Ástrós Mirru, með hund og kött og pabba og hún ætlar að kaupa timbrið af okkur og dáðist ekkert smá af því hvernig Þráinn var búinn að koma því fyrir og hún vill meina að þetta séu 2 – 3ja ára birgðir af timbri en ekki eins árs en okkur var sagt að ársskammtur og við trúum öllu sem okkur er sagt.  Þannig að niðurstaðan er sú að hún setur húsið á sölu, við ætlum að reyna að finna eitthvað annað og viljum að sjálfsögðu bara flytja sem fyrst svo við þurfum ekki að vera að hleypa ókunnugu fólki inn að skoða húsið og hún kaupir timbrið og svo nefndi ég við hana að ef við fyndum nú ekki hús með húsgögnum þá væri það svolítið erfitt fyrir okkur en það fannst henni ekkert mál við mættum hirða mest allt úr þessu húsi, nema borðstofusettið hún ætlar að eiga það.  Meirhlutann úr eldhúsinu líka svo það er fínt að vita af því.  Þá vil ég næstum frekar finna hús með engum húsgögnum því ég er ekki hrifin af því að leigja með húsgögnum með hund sem nagar allt.

Alla vega sýnist okkur að hún muni verða sanngjörn á móti og gera það sem hún getur fyrir okkur í staðinn.  Og já ef við finnum eitthvað strax þá megum við fara út þegar við viljum.  Engin binding okkar megin.  Ég þarf svo bara að senda henni póst í næstu viku og láta hana staðfesta hann svo ég hafi það skriflegt.  Ég er einmitt að hugsa um að tala um það við hana að við borgum leiguna hér eftir, eftirá.
Alla vega datt ég smá í þann pakka að vorkenna henni, Þráinn passaði sig betur að láta hana vita hvað hún væri að gera okkur slæman hlut svo það var eins gott að við vorum bæði þarna.  En hún ætlar að mæta í dag með fólk með sér að mála húsið, laga garðinn til og eitthvað fleira og við bara drögum fyrir eða flýjum eitthvað út að leika.

Svo hér með er auglýst eftir húsi eða íbúð til leigu í Mandal í þessu hverfi fyrir konu, krakka, kall og kött og hund.  Spurning að skella inn auglysingu á Finn.no skilst að það sé betra að við auglýsum því fólk gerir minna af því að auglýsa til leigu.
Svo þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

16.09.2012 17:36
Róleg helgi
Það er búið að vera róleg helgi hjá okkur núna og bara alveg yndisleg, fyrir utan það að eigandinn að húsinu er búin að vera á fullu að laga til í garðinum hjá okkur og sá inn hjá mér samviskubiti að ég hafi ekki verið búin að gera meira.  Oh, ég þoli ekki þegar ég geri þetta.  En hún er búin að gera ótrúlega hluti með garðinn á einni helgi og eyða líklega 10.000 nkr. í það líka.  Kaupa húsgögn í garðinn, kaupa tré og blóm og alls konar fyrir utan það að þrífa og reita arfa og illgresi ofl.  Svo vonandi kemur hennar vegna ljósmyndarinn fljótlega svo allt verði ennþá svona fínt og flott.
Við gerðum nú ósköp lítið í gær annað en að dóla okkur og hafa það huggulegt, fórum svo í æðislega göngu í dag og hittum Bamba og vitiði hvað, ég fékk svona þakklætiskennd og gleði í hjartað að hafa fengið að sjá svona fallegt dýr villt í skóginum eða samt alveg inní bæ og samt alveg við hliðina á okkur.  Ég læddist og tók nokkrar myndir af honum þegar hann labbaði yfir göngustíginn.  Vá hvað þetta var æðislegt, þó myndirnar séu ekki fullkomnar því ég gat ekki haft auto fókus því það heyrist svo þegar vélin er að fókusa sig en ég var sko með 90 mm macro linsuna mína en ég náði alla vega einni mynd sem mér finnst æðisleg þó ekki sé fullkomiin fókus á henni.  Mér finnst hún svo ævintýraleg.  Held að rauðhetta sé þarna einmitt í nágrenninu.

Þegar við komum heim eftir ævintýralega gönguferð þá fórum við að horfa á diskinn sem hún nafna mín, Kristín Hauksdóttir sendi okkur ásamt Opal af öllum gerðum (takk Kristín þú ert yndi) og við lærðum nú helling á fystu köflunum og ætlum að æfa að ganga við hæl í vikunni hérna úti í garði.  Horfum líklega á seinni partinn af diskinum eftir viku.  Borgar sig ekki að dæla inn of miklu af upplýsingum í einu því þá er hætt við að maður fari að sía út og velja og gleymi svo hinu sem er kannski líka mikilvægt.
Það er ýmislegt að gerast í íbúðarmálum þó ekkert sé fast í hendi ennþá og við erum bara spennt að fara að flytja.  Vonandi bara að það geti orðið áður en ég kem til Íslands en ég kem líklega þann 16. október og verð í tæpa viku.  Við ætlum að bjóða uppá námskeið í Maritech þar sem ég verð að kenna og svo verðum við með sveitarfélagaráðstefnu og þar verð ég auðvitað að vera, ekki satt.  Held alla vega að bæði ég og kúnnarnir mínir verði nú aldeilis ánægðir með það.  Svo fæ ég eina helgi til að knúsa fólkið mitt í kaupbæti, ekki slæmt það.  En það væri auðvitað æði ef við gætum verið flutt þá en það er ólíklegt.  Og maður þarf að passa sig að deyja ekki úr óþolinmæði, en mér hættir alveg til þess.  Það er alveg á hreinu.  Samt er ég afskaplega róleg kona (what?)  og yfirveguð.

Restin af fjölskyldunni minni hefur tekið mun meiri ábyrgð á Erro um helgina eftir að ég útskýrði fyrir þeim að þetta hefði eitthvað snúist við miðað við það sem átti að vera en ég yrði nú samt pínu fúl innra með mér ef hann yrði nú tekinn alveg af mér, það verð ég að viðurkenna en ég þarf ekki að bera ábyrð á öllu og hafa allt á herðunum á mér og það var eitt af því sem ég ætlaði að læknast af hérna úti í Norge, svo stattu þig stelpa segi ég bara við sjálfa mig núna.
Jæja er búin að skrifa nóg í bili – kemur meira þegar ég hef eitthvað meira að segja (vá ein sem þagnar hvort eð er aldrei) svo þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

17.09.2012 07:22
Hinn magnaði einfaldleiki náttúrunnar
Það er með ólíkindum hvað náttúran er fjölbreytt og ef við lítum aðeins niður eða kannski bara aðeins upp, horfum á öll litlu atriðin sem gera hana svo stórkostlega.  Við fórum fjölskyldan í skógargöngu í gær og ég er alveg agndofa sjálf yfir þeirri fegurð sem ég náði að fanga, ég veit að ég ligg nánast á jörðinni stundum og rýni inní skóginn aðra stundina en samt var þetta að mestu leiti bara ganga í skóginum og ég hafði augun vel opin.
Það er svo ótrúlega margt í náttúrunni sem við sjáum ekki dags daglega og ég tók eftir svo miklu fleiri hlutum um leið og ég fékk mér macro linsu sem er eitthvað það æðislegasta tæki sem ég hef eignast.   Sjáið til dæmis hvað nokkur strá geta verið falleg.  Sjáið hvað eitt strá getur verið fallegt!
Annars var þetta yndisleg helgi, ég elska svona helgar þar sem bæði er gert eitthvað skemmtilegt eins og þessi skógarganga og eins legið og lesið, horft saman á TV.  Þráinn, Ástrós og Erro fóru út í frisby og ég veit ekki hver vann en Erro hafði ótrúlega gaman að því.  Það verður að viðurkennast að eftir eigandi hússins tók hér til hendinni og lagaði til í garðinum þá er bara meira gaman að vera úti að leika.  Nú er Erro kominn hinum megin í garðinn í bandi því ég vil ekki að hann sé utan í nýju húsgögnunum hennar.  Líklega kemur ljósmyndari í dag eða morgun að mynda húsið að utan og innan.  Ég ætla nú að gera sem minnst til að þjóna þeim vegna myndatökunnar að innan ljósmyndarinn hlýtur bara að sjá um það sjálfur að breyta, laga til og þess háttar.  Ég ætla samt að fylgjast með honum en það er bara af því að þetta er ljósmyndari og ég hef gaman að fylgjast með þeim.

Framundan er að leita að íbúð og njóta lífsins, það er svo fallegur morgun hér í Mandal núna, morgunsólin er svo falleg og skín hér á fjörðinn og eyjarnar í kring.  Fallegi vitinn okkar er bara upplýstur af sólinni.

Læt nægja þessar 3 myndir í dag af einfaldleika lífsins.  Vona að þið eigið góða vinnuviku framundan, elskið lífið og hvort annað.
Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

18.09.2012 09:30
Snýst í hringi
Það er nokkuð ljóst að ég snýst í milljón hringi núna og sef ekki nógu vel því hausinn er á milljón.  Okkur var bent á íbúð í gær niðri í miðbæ Mandal.  Allt við hendina, mest 5 í þá þjónustu sem við þurfum.  1 mín í búðina, 1/2 mínúta í bankann, 1 mín. í verslunarmiðstöðina og 2 mínútur á pöbbann og 3 mín. á miðbæjartorgið, sem sagt alveg dásamlegur staður og já aðeins 5 mín. uppí kirkju og kirkjugarð sem er alveg dásamlegt.  En það er enginn garður og engar svalir.  Úff þá er eins gott að hundurinn verði fljótur að læra að halda í sér svo hægt sé að fara með hann út kannski bara 3 á dag eða þannig.  Mér skilst að þeir geti það alveg eins og kettir en auðvitað væri best að hafa alla vega svalir eða smá prívat lóð fyrir sig.  En við þurfum ekki að svara strax, megum halda áfram að leita fram til 1. okt. en þá verður þessi íbúð auglýst ef við tökum hana ekki, það er gott að vita.

Ég væri sko alveg til í að fá íbúð niðrí í bæ, með örlitlu prívatporti sem ég gæti verið með borð og 4 stóla eða þannig og leyft hundinum og kettinum að rölta um laus í kringum mig. En það er ekki alltaf hægt að fá allt.  Þessi íbúð er mjög ódýr og við getum þá lagt fyrir og farið í skemmtileg sumarfrí í staðinn fyrir að setja alla okkar peninga í leigu.  Eins er gott internet þarna og það er auðvitað skilyrði hjá okkur að það sé í lagi.  Fáráðanlegt árið 2012 að í götu séu kannski 10 hús en bara 8 símalínur og þá er það bara fyrstir koma, fyrstir fá.  En þannig er það í húsum hjá tveimur íslenskum fjölskyldum hérna í Mandal, þannig að það er stóri kosturinn við þessa íbúð.  Svo er mjög akkúrat fólk sem á hana, 3 bræður sem eiga reiðhjólaverslunina sem er á neðri hæðinni þarna og einn þeirra sá sem Þráinn talaði við er einhvers konar fylkisstjóri yfir Vest-Agder og Aust-Agder.  Veit ekki alveg hvað það er kallað en þetta eru alla vega fylki svo ég kalla hann bara fylkisstjóra.  Hann átti ekki til orð yfir það hvernig hún Hilje sem á húsið hér á Langåsen er að fara með okkur, þetta er bara eitthvað sem Norðmenn skilja ekki.  Skrifa undir samning og rifta honum svo.  En hún er nefnilega að gera meira.  Hér á morgun kl. 9.30 (þegar við hjónin erum bæði í vinnu) kemur ljósmyndari að mynda húsið og við fengum þau skilaboð að ekkert persónulegt mætti sjást.  Bíddu hvað á ég að gera við dótið okkar?  Það er ekki eins og það séu einhverjir skápar hérna.  Svo kemur matsmaður á föstudaginn kl. 12.  Hún sagðist ætla að hringja í okkur í gær, en sendi svo sms með þessum skilaboðum og segist hafa gleymt að hringja og nú sé orðið of seint til þess.  Sendi þetta kl. 10 í gærkvöldi.  Alveg sammála því það er of seint til að hringja fyrir ókunnugt fólk en mig grunar að hún hafi hreinlega ekki þorað því.
Þráinn ætlar ekki að svara smsinu og ef hún hringir þá ætlar hann að segja að við séum nú að vinna á þessum tíma en munum gera okkar besta.  Sem þýðir ekki að ég fjarlægi allar persónulegar eigur okkar.  Hún verður þá bara að láta mynda húsið aftur þegar við erum farin.  En við ætlum heldur ekki að vera leiðinleg, því hún ætlar að gefa okkur nánast allt innbúið sem við erum með og okkur vantar það.  Svo við ætlum að vera kurteis en ekki taka okkur frí í vinnu til að hreinsa út persónulegar eigur okkar.  Er það bara trendið í dag að sýna á myndum fasteignasala svona ímynd eins og engin búi í húsunum.  Skil þetta ekki alveg.  Auðvitað eru skór í gangi og úlpur á snaga.  Auðvitað stendur kaffikannan á eldhúsborðinu.  Hvaða rugl er þetta?
Arnfinn vinur okkar hérna er svo fúll út í hana Hilje og myndi helst vilja að við færum út sem fyrst, borguðum ekki meiri leigu og svo spáir hann því að hún verði með húsið á sölu fram á næsta sumar því hérna uppi á fjalli seljist ekki vel á veturnar því þá sér fólk hvað það getur verið erfitt að komast uppeftir.  Ég veit ekki kannski mun hlakka í okkur ef svo verður, kannski ekki.  Æi, maður á ekkert að vera hugsa neikvætt og senda svona strauma til annars fólks.  Ég held ég eigi heldur að reyna að finna jákvæðu hliðina á þessu öllu saman.  Dæmi:  Arnfinn sagði að það yrði nú ábyggilega eftirsjá hjá okkur í útsýninu og ég sagði:  Iss – búin að sjá það.  Næsta mál.

Alla vega eru allir sem þekkja okkur og margir sem þekkja okkur ekki, að leita að íbúð fyrir okkur og allt í gangi.  Vil helst að þessu ljúki samt sem fyrst og mjög gott að vita af þessari íbúð, því þá erum við örugglega komin með húsnæði.  Var ég búin að segja að þeir hafa ekki leigt áður fólki með hund og kött en leist svo vel á Þráin að þeir ætla að gera undantekningu á því.  Þar kom að því að Eyjasjarminn borgaði sig.
Jæja elskurnar mínar, þangað til næst.
Ykkar Kristín Jóna sem snýst í hringi þessa dagana.  Gott að vera þá í pilsi.

Skrifað af Kristínu Jónu

21.09.2012 07:42
Ballerínan er komin aftur
Did you miss me?
Já, ekkert blogg í tvo daga en nú er ég komin aftur.  Fékk einhverja magakveisu og var í einhverju stresskasti yfir flutningum ofl. og langaði ekki að blogga.  Leið sem sagt ekkert allt of vel en það er komið í lag núna.  Eins og þið vitið sem þekkið mig þá þoli ég illa breytingar og álag og þó ég reyni að vera kát yfir öllu þá hellist allt í einu einn daginn yfir mig eitthvað sem ég ræð ekki við og þá langar mig ekkert að tala.  Bara liggja í rúminu.  Kannski er þetta einhvers konar þunglyndi ég veit ekki en það gekk yfir fljótt í þetta sinn.  En sko, haustið er að koma hér.  Hitinn er bara 5 gráður þegar við vöknum eldsnemma á morgnanna og við höfum þurft að kynda upp í arninum undanfarin kvöld.  En það dugir alveg ein kynding og þá erum við hreinlega að kafna en það er allt í lagi.  Þess vegna er bara gott að vera að flytja í minna húsnæði því þá er minna að kynda og minni líkur að það þurfi þess alveg strax þar sem það er verslun og lager undir okkur.  Eða á hæðinni fyrir neðan.
Þráinn fór í gær og staðfesti við einn af bræðrunum í búðinni að við ætluðum að taka þessa íbúð.  Hann sagðist hafa farið og tekið í hendina á honum og sagt að (ég get ekki haft það yfir á norsku en það var mjög krúttlegt hvernig hann sagði þetta á norsku, held reyndar að ég sé að verða eins og stelpurnar í bíómyndunum, sem ná sér í gæja sem tala frönsku í rúminu, ég er svo hrifin af mínum kalli þegar hann talar norsku og þegar hann segir Of course, þá kikna ég í hnjánum, nei djókk en það er fyndið hvernig hann segir þetta með norskum hreim) að hann sé íslendingurinn sem er að fara að leigja íbúðina fyrir ofan.  Þá segir maðurinn, Er du han?  Er du den man med hund og katt?  Og Þráinn svaraði því auðvitað játandi.  Þá sagðist maðurinn alveg muna eftir honum, síðan hann keypti hjólið handa dóttur sinni og að konan hans hefði líka komið með.  Krúttlegt.  Þeir eru sem sagt voða vinarlegir þessir eigendur og ég hlakka bara til að flytja sem …………. og haldið ykkur fast, verður nefnilega líklega eftir viku og þá er eins gott að Telenor geti flutt internetið á mettíma.

Fór í gær seinnipartinn þegar ég var búin að jafna mig í maganum og sýndi Ástrós Mirru og Erro húsið og tók myndir af því að utan.  Fáum ekkert að skoða það fyrr en við flytjum inn, hvað finnst ykkur um þá Kristínu Jónu, sem ætlar bara að treysta manninum sínum til að meta þetta rétt og flytur bara inn með eitthvað af dóti sem við fáum gefins eða lánað.  Nema sko rúmið okkar, við auðvitað eigum það og eitthvað af eldhúsdóti, tölvur og sjónvarp og það allt.

En ég þarf núna að fara um helgina að senda eiganda þessa húss póst og láta hana staðfesta þar hvað við megum eiga úr þessari búslóð því hún sagði að við mættum eiga nánast allt, en ég vil ekki að líti út sem við séum að stela og því vil ég það staðfest.
Það er alveg slatti sem ég er til að taka að mér, sófaborð, skenkur, sófi sem er reyndar úti í geymslu og eldhúsborð og stólar, náttborð og eitt tvíbreitt rúm sem verður þá Ástrósar rúm.  Já ég held þetta verði nefnilega æði hjá henni, hún fær tvö samliggjandi herbergi og við ætlum að gera annað að svefnherbergi og hitt svona tölvu-, leikherbergi með sófa í til að sitja og skrifborði oþh.

En svo þegar koma gestir þá verða þeir að fá að gista í innra herberginu og hún sefur í tölvuherberginu.  Það verður bara flott (amma Maddý, ég sagði að það yrði alltaf pláss fyrir þig).

Alla vega verður bara byrjað að pakka í dag og á morgun og svo ætla ég að vera með eina fjöskyldumyndatöku á sunnudaginn, ég veit nefnilega ekkert hvort ég hafi eitthvað pláss á nýja staðnum fyrir bakgrunna og ljós til að taka portraitmyndir en trúlega verður stofan nógu stór og það verður bara svoleiðis eins og reyndar hér, ég nota stofuna og Þráinn gerist aðstoðarljósmyndari í þessum myndatökum, hann er sko góður í því.
Jæja þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

(3)
21.09.2012 11:14
Með skvísunum í Mandal
Haldiði að konan hafi ekki bara út að borða með skvísunum í Mandal í gær.  En tilefnið var að hún Heiða ein af okkur er að flytja frá Mandal til Tönsberg og það var verið að kveðja hana.  Ég fékk sem sagt tækifæri til að hitta hana og kveðja hana sama kvöldið.  Hitti þarna eina enn íslenska stelpu sem ég hafi ekki hitt áður, hana Fjólu, þannig að við vorum 6 þarna saman úti að borða.  Bara næs kvöld og huggulegt.

Svo fer Þráinn í kvöld á karlakvöld hjá Arnfinn, hittist vel á hjá okkur hjónunum og svo eru bara flutningar um næstu helgi.  Þráinn hringdi til Telenor í gær til að biðja um flutning á síma og neti og það verður framkvæmt þann 2. okt. svo ég verð bara einn dag (og það er flutningsdagurinn) netlaus, næs.  Við erum sko ekkert að fá þessa hægu þjónustu sem allir tala um hér í Noregi, nema þetta sé bara af því að Þráinn sé svona rosalegt sjarmatröll í símann, ég skal ekki segja en sko sjarmatröll er hann, það veit ég.
Já ég alveg steingleymdi í gær að segja ykkur frá því að ég var á foreldrafundi á miðvikudaginn í Motakskólanum hennar Ástrósar Mirru og það var nú upplifelsi út af fyrir sig.  Ég var nú sem betur fer ekki eina hvíta konan en það var mikið af slæðukonum og þarna skiptist fólkið í hópa því hver hópur fékk sinn túlk, mjög smart, þannig að það væri alveg á hreinu að allir skilji út á hvað skólinn gengur.  Ég ákvað að vera í enska hópnum og við vorum nú bara 3 þar, ein frá Búlgaríu og ein svört sem ég veit ekki hvaða kom.  Fundurinn var í næstum 2 tíma og það hefði auðveldlega mín vegna mátt stytta hann í 1 því það var nú verið að ræða þarna hluti sem eru kommen sens hjá okkur en ekki endilega hjá öðru fólki sem kemur annars staðar frá.  Eins og það að við eigum að sýna áhuga á námi barnanna okkar, eins og það að ef sagt er að skólinn byrji kl. 9.15 þá eigi börnin að vera komin fyrir kl. 9.15 og tilbúin að læra þá.  Eins og það að þau passi sig á umferðinni og noti hjálm á hjólunum osfrv.  En ég skil af hverju skólinn gerir þetta því eins og ég sagði þá voru þarna ólíkir menningarheimar.  Eitt stakk mig mikið og (haldið ykkur því ég er sko uppfull af fordómum) það er að slæðukonurnar gátu ekki samkjaftað og hlustuðu nánast ekki á það sem kennarinn sagði, höguðu sér eins og unglingar á leiðindafundi en ekki mæður á foreldrafundi.  Mjög einkennilegt og þetta var eini hópurinn sem ég tók eftir þessu með, hinir voru allir mjög áhugasamir að fylgjast með.    Ég hefði haldið að ef maður kæmi til lands sem flóttamaður (ég veit að þetta er flóttafólk frá Sómalíu) þá myndi maður sýna smá auðmýkt og virðingu því þjóðfélagi sem var tilbúið að taka mann að sér en það er ekki að sjá á þessum konum.  Hitti þær svo nánast allar niðrí NAV þar sem ég var að sækja pappíra vegna barnabóta og þar hópast þær saman eins og það sé saumaklúbbur og taka ekki eftir þegar þeirra númer er kallað upp og ráðgjafinn þurfti að marg kalla til að stugga við saumaklúbbnum.  Jæja nóg um þetta viðkvæma mál en mín fyrsta samverustund með þessum konum jók ekki álit mitt á þeim eða þeirra menningu.  (ég sagði að ég væri uppfull af fordómum, en þið vitið það líka að ef ég kynnist einni af þessum konum og það kemur til með að vera frábær kona í alla staði þá skipti ég bara um skoðun, þetta var bara “My first impression”).

Jæja, í dag verður byrjað að pakka í kassa, ég heppin að hafa ekki leyft Þráni að henda þeim þegar við fluttum, nú kemur það sér vel.  Ég er sko farin að hlakka til að flytja og vera í minna húsnæði svo við getum kannski talað saman án þess að öskra á milli hæða og þar sem íbúðin heldur betur utan um okkur.  Ég er líka farin að hlakka til að horfa út um gluggana sem eru ekki með útsýni yfir vötn og vita heldur fólk og kúltur.

Var ég búin að segja ykkur að ég verð líklega skrítna íslenska konan sem gengur um með hund og kött og myndavélina á milli, í rósóttu pilsi.

Eigiði góða heldi öll sömul, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

23.09.2012 10:11
Byrjuð að pakka
Jæja þá erum við byrjuð að pakka niður og bara spennt að fara að flytja, vildi bara samt klára þetta núna á tveimur dögum eða svo en ekki draga það í viku, óþægilegt að hafa það yfir sér þar sem við erum enga stund að pakka og getum sett mest allt dótið í okkar bíl og keyrt nokkrar ferðir niðureftir með það.  En við verðum víst að leyfa konunni sem býr þar að koma sér út, er það ekki annars.  Jú, líklega.  En í gærkvöldi hefði ég til dæmis viljað vera komin í minna húsnæði.  Þráinn fór á strákakvöld með Arnfinn og fleirum svo við Ástrós Mirra vorum bara tvær heima, hún að spjalla við vini sína á skype og leika sér í Minecraft og ég ein niðri í allt of stóru húsi svo ég fékk náði mér í x-factor á leigu hjá Stöð 2 og kom mér fyrir uppi í rúmi kl. 21 og var þar allt kvöldið svo við vorum öll samankomin á ca. 20 fm og höfðum það huggulegt í staðinn fyrir 150 fm.
Þannig að það styður það að minna hús heldur betur utan um okkur, því við erum bara 3 og þó amma Maddý komi þá þarf hún sko ekki mikið pláss bara einn stól í stofunni og eitt rúm.

Erro hefur verið verðlaunaður þegar hann er duglegur að láta vita að hann þurfi að gera stykkin sín en alls ekki alltaf, en núna í morgunsárið þegar ég vaknaði greinilega ekki nógu snemma (vaknaði ekki fyrr en hann gelti kl. 7.40) og þá var hann búinn að pissa á blaðið sem er hjá honum svo hann hefði ekki átt að þurfa að fara strax út en hann vildi það og fékk sér auðvitað bara smá hlaupatúr og allt í lagi með það.  En svo 10 mín. seinna geltir hann aftur við svalahurðina og vill fara út, ok, ég læt það eftir honum og hann pissar svo ég verðlauna hann til að sýna honum að það séu svoleiðis hlutir sem hann eigi að gelta yfir en nei nei, 10 mín seinna geltir hann aftur og vill bara fara að leika sér og hlaupa úti.  Ég skil alveg að hann vilji það en hann á ekki að stjórna og svo er hann aftur byrjaður við svalahurðina.  Nú ætla ég að reyna að ignora hann og sjá hvað gerist.  Því nú er ég alltaf að hugsa um að ég get ekki hleypt honum út hvernær sem hann vill þegar við erum flutt.  Við förum ekki út í göngu á 10 mín. fresti bara af því að hann vill það.  En kannski verður þetta ekkert mál.  Það kemur bara í ljós.
Það er alveg yndislegt veður úti núna og væri bara snilld ef ég skellti ég mér í föt og færi út með hundinn en ég er ekki alveg tilbúin í það svona snemma, sit bara á náttfötunum og hef það huggulegt á sunnudagsmorgni.  Stillti nú sjónvarpið á Animal Planet bara fyrir Erro, langar að hann verði svona hundur sem glápir á sjónvarp, því þá passar hann svo vel í þessa fjölskyldu, kósí hundur í sjónvarpsplápi.

Svo er annar draumur sem virðist vera fjarlægur og það er að hér sé ekki alltaf allt í hund og kött, þ.e. ég vildi að kötturinn myndi ekki vera svon fúll út í hundinn og að þeir gætu verið vinir.  Sé mynd í hausnum á mér þar sem þeir liggja báðir og kúra í rúminu hjá Ástrós Mirru, næs mynd.
Heyrið ég næstum gleymi að segja ykkur að Erro fékk sinn fyrsta Flött eða skógarmítlu í gær og við mökuðum olíu á hann en hún skrúfaði sig ekki upp við það eins og búið var að segja en Þráínn sótti þá flísatöng og skrúfaði hana sjálfur út, svo það gekk vel.  Hann vildi ekki prófa þessa plástra sem ég keypti út af því að hundurinn er loðinn, ég þarf að lesa á plásturinn því ég held að hann eigi að virka þannig að maður setur hann á kvikindið og þá losi hún sig sjálf.  Tékkum betur á þessu í dag, bara til að vita.  Já annað jákvætt við að vera niðrí bæ er að það eru nú minni líkur á að dýrin okkar fái í sig Flött þar, þó það sé ekki útilokað.
Jæja ég er eitthvað voða andlaus í morgunsárið í dag, enda get ég ekki sofið ef það eru ekki allir heima og í gær var Þráinn að djamma með strákunum sem þýðir að ég sofnaði ekki almennilega fyrr en hann kom heim.  En ég fæ að leggja mig á eftir, þarf bara að fá Erro til að gera það líka, þá er málið leyst.  Já, því við erum náttúrulega komin á barnavaktina með hundinn eins og við gerðum með Ástrós þegar hún var lítil þ.e skiptast á að vakna með honum um helgar.  Uhhhhhhhh veit ekki hvort það þurfi að vera svoleiðis eða hvað.
Þangað til næst,  ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
25.09.2012 07:38
Vantar skrifborð með sál
Jæja þá er búið að hafa samband við eiganda hússins og hún að staðfesta í tölvupósti hvaða húsgögn við megum eiga og ég er hundsvekkt en hefði samt haldið að hún væri klikkuð ef hún hefði samþykkt að láta mig hafa skrifborðið sem ég er með.  Svo mig vantar skrifborð og ég er auðvitað ekki til í eitthvað ikea skrifborð eða eitthvað voða nýtískulegt dæmi heldur langar mig bara í eitthvað gamalt, það má alveg vera eldhúsborð þess vegna, þarf ekki að vera með skúffum því ég er með skáp sem ég get geymt allt dótið í sem þarf að geyma.
Þetta eru engar smá kröfur sem konan er komin með en svona er þetta nú samt.  Fann alveg á Finn svipað skrifborð og ég er með en það kostar slatta.  Nú þarf ég að komast aftur á loppumarkaðinn sem ég keypti lampann minn um daginn og athuga hvort þau eigi borð, ég var sko ekkert að skoða þau um daginn því þá vissi ég ekki að mig myndi vanta það.
Ég er alveg búin að finna borðið mitt en held að það sé of dýrt sérstaklega fyrst verðið er ekki gefið upp.
http://www.finn.no/finn/torget/tilsalgs/annonse?finnkode=37294464
Þetta borð er næstum eins og það sem ég er með núna

Svo þið skiljið nú hvað ég er að meina, ekki auðvelt að gera mér til hæfis, það má líka vera svona svipað eldhúsborð og ég nota það sem skrifborð 🙂
En ég mun sætta mig við nánast hvað sem er til að byrja með.  En mun sakna þessa skrifborðs mikið, það er á hreinu.
Fann reyndar eitt borð í Ikea sem ég gæti hugsað mér, svo við sjáum til hvað gerist.  Þetta er alla vega valmöguleiki fyrir mig, því það er gamaldags.
http://www.ikea.com/no/no/catalog/products/70221423/
Jæja hvað annað er að segja frá í dag………….. hummmmmmmmmmm
Já auðvitað er það saga til næsta bæjar að hér er hávaðarok og rigning, svo vont veður að ég keyrði Þráni í vinnu í morgun, tókum inn garðhúsgögn í gær svo þau myndu ekki fjúka og bara svona hrollkalt og íslenskt veður.  En það verður vonandi ekki lengi og verður vonandi búið þegar við flytjum því við ætluðum bara að vera með bíl með krók og kerru.  Jebb vonandi að það verði þurrt.

Alla vega þá er voða lítð annað að frétta í dag, nema jú við mæðgur erum með tölvulausa daga á mánudögum, þ.e. ég eftir vinnu og Ástrós Mirra allan daginn, það gekk fínt í gær, held það gangi betur fyrir hana ef ég hef líka tölvulausan dag, því það er auðvitað alveg rétt hjá henni að ég þurfi líka pásu frá minni tölvu og mínum hugðarefnum þar alveg eins og hún.  Svo mánudagar eru tölvulausir dagar hjá okkur.
Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

26.09.2012 07:24
Fésið
Ef samfélag eins fésbókin bíður uppá einkaskilaboð þá vill maður nú geta treyst því að sem skrifað er þar sé bara milli mín og þess sem fær skilaboðin en nú er annað að koma uppúr kafinu.
Svo virðist sem þetta hafi eitthvað ruglast þegar þeir bjuggu til tímalínuna og einkaskilaboð blandast opinberum skilaboðum þar.  Shit.  Þetta er ömurlegt.  Ég er reyndar búin að fela öll skilaboð á minni tímalínu en nú treysti ég aldrei fésinu fyrir privat skilaboðum, það er nokkuð ljóst og því bið ég ykkur sem þurfið að senda mér persónuleg skilaboð að tala við mig á msn eða senda mér bara email á kristin@mirra.net.
Endilega kíkið á þessar leiðbeiningar og felið hjá ykkur gamlar tímalínur til öryggis.
http://innihald.is/index.php/thjodfelagsmal/frettaumfjollun/item/1022-eru-einkaskilabodh-sjaanleg-a-timalinunni-thinni?fb_action_ids=4673431754510&fb_action_types=og.likes&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582
Annars lítið að frétta af þessum bæ, bara hugsa og hugsa um flutninga en geri ekki neitt enda lítið að gera.  Langar að flytja á morgun.  Sko ég er nefnilega hrútur og hann getur ekki beðið, það er staðreynd.  Allt verður að gerast strax.

Það var nú ósköp kósí fílingur á okkur í gær, ég sat í sófanum að hekla og Þráinn í tölvunni, Ástrós  og kötturinn uppi í herbergi að dúlla sér og hundurinn lá niðri hjá okkur Þráni.  Hann var einmitt alveg sérstaklega góður í gær, eins og hann skynjaði að veðrið væri vont og því ekki farið út í göngu.
Miklu betra veður í dag, ég er víst að fara í einhverja göngu í kvöld með norskum konum, kom of seint síðasta miðvikudag og þá er spurning hvenær ég á að leggja af stað til að leita að einhverjum skóla sem á að hittast við.  Það á að hittast við Vassmyra Ungdomsskole og ég veit ekkert hvar hann er.  Ég veit hvar Ime skole er í því hverfi.  (Þessari setningu er auðvitað beint til þeirra tveggja sem lesa bloggið mitt og rata í Mandal.  Elsku Hulda og Margrét ef þið ratið þetta, viljiði senda mér leiðbeiningar 🙂  ).  Það væri ömurlegt ef ég kæmi aftur of seint og yrði ekki með í göngunni.  Ég veit að ég þarf að hitta norskar konur líka til að blandast betur í samfélagið.  Ég þarf að fara meira út, en ég er svoddan sófaeðla að það er engu lagi líkt.  Ég er ekki að segja að mér myndi duga að vera ein að vinna alla daga og hitta svo bara Þráin á kvöldin það er af og frá en það er líka allt í lagi í marga marga daga.  Svo fæ ég nóg og þarf að hitta fólk og þá er nú kannski gott að vera búin að kynnast því.  🙂  Ekki það að ég þekki ekki yndislegt fólk hér sem reyndar eru allir íslendingar en það er heldur ekki nóg.

Jæja, ég ákvað að vera svolítið rauð í dag í myndavali, var aldrei búin að birta þessar yndislegu rauðu myndir úr vitanum Lindisnes FYR en það er æðislegt hvað allt er rautt þar inni.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu

27.09.2012 07:13
Skógarganga
Loksins varð af því að ég fór með norsku konunum í miðvikudagsgöngutúrinn.  Já Klara mín, það tókst þrátt fyrir að það hellirigndi og auðvitað er komið myrkur kl. 20 á þessum árstíma.  Ég er ekki að segja að ég hafi ekki hugsað ….. humm rigning, þær hljóta að hætta við.  Humm…. ætti ég ekki bara að sleppa þessu, það er ekki svo gott veður.  Humm…….
Nei, ég dreif mig bara.  Hugsaði að ég gæti ekki frestað þessu aftur, vissi circa hvar þær ætluðu að hittast og var tilbúin með hnitin til Geirþrúðar Pálínu Sigurðardóttur (GPS).  Svo eftir kvöldmatinn fór ég að gera mig klára.  Tvennir sokkar, gallabuxur (já ég þarf að kaupa mér regnbuxur) bolur, lopapeysa og nælonjakki (og já regnjakka líka).  Ákvað að fara í gönguskónum ef það væri sleipt í stígvélunum og það var held ég vel valið því Julia var oft við það að renna á hausinn, eða reyndar rann hún tvisvar á hausinn og oft í nærri að detta viðbót við það.  En það er spurning að kaupa sér gúmmístígvél með gönguskóarbotnum, veit ekki hvort það sé til en það hefði alla vega þurft í gær.  Þarf líka að kaupa mér ljós á hausinn, þær þurftu næstum því að breyta leiðinni út af því að ég var ekki með ljós.
OK, ég á eftir að læra margt hérna úti í Noregi.  Þarna mættu tvær vel gallaðar konur með hundana sína og ég stóð með regnhlíf við bílinn svo ég myndi ekki blotna.
OK, það var alveg fínt til að byrja með að vera með regnhlífina, nei það var reyndar gott alla leiðina.  Því við fórum í skógargöngu og fljótlega fann ég að ég gat nú ekki haft aðra höndina svona uppí loftið til að halda mér þurri því það þurfti nú stundum að klifra og annað slíkt svo ég tók regnhlífina saman en hún nýttist mér ótrúlega vel sem göngustafur því hún er með járnprjóni neðst.  En sem sagt það var ætt inn í skóg.
OK, í myrkri í göngutúr í skóginum er ekki alveg það sem ég tel bestu göngutúrana, ég vil nefnilega njóta umhverfisins og þess sem ég sé.  En ég sá ekki glóru, ég er nefnilega svo náttblind og get helst ekki keyrt í myrkri og hvað þá rigningu líka. Svo það endaði með að Julia lánaði mér luktina sína og svo ég sæi eitthvað og hún gekk á milli okkar sem höfðum þá ljósin.  Það var betra fyrir mig en ég er sko með vöðvabólgu núna eftir að horfa svona stíft niður í klukkutíma, ég leið aldrei upp, það hefði alveg getað staðið elgur þarna og ég hefði ekki séð hann því ég starði svo stíft á jörðina til að vita hvar ég væri að stíga niður og hvar ég ætti að stíga niður næst.  Eins fannst mér ótrúlegt hvað þær voru rólegar yfir hundunum, en það má vera með lausa hunda inní skógi eftir 15. sept. og til 1. mai held ég en lausagangan er bönnuð vegna fuglalífsins.  Þannig að hundarnir hlupu þarna út og suður en reyndar komu þeir alltaf til okkar aftur, en ég hefði náttúrlega haft áhyggjur af mínum ef hann hefði verið með (hjúkk að ég tók hann ekki með, hafði sko alveg nóg með mig eina).

Það rigndi allan tímann og eftir ca. 35 mín. komum við uppá topp og sáum að þarna væri geggjað útsýni ef það væri dagur.  Nei það var auðvitað alveg flott að horfa yfir ljósin í bænum og ég fékk smá tips um staði sem ég ætti að skoða betur frá Juliu en þarna langar mig að fara í góðu veðri og björtu.
Svo var gengið til baka og það var jafnvel enn verra því þá vorum við að fara niður í móti og það eru miklir klettar þarna og stundum erfitt að fóta sig en það tókst.  Ég sagði stelpunum að þær hefðu alveg eins getað verið að fara með mig á aðra plánetu því ég vissi ekkert hvar við vorum eða hvert við vorum að fara.  Ég sá ekkert annað en skóginn og drulluna og bleytuna og var ansi farin að hugsa um skógarmítlur á leiðinni heim.  Ákveðin í að strippa fyrir kallinn um leið og ég kæmi heim og láta hann gera ýtarlega leit á mér.

Svo komum við aftur á bílastæðið og vitiði þetta var alveg gaman og ég var rennandi blaut en ég veit að þetta hefði allt verið skemmtilegra í björtu og mér skilst að það eigi að breyta tímanum eftir vetrarfrí í kl. 17 eða 18 svo ég mun halda áfram að ganga með þeim.  En ef það er rigning næst og ég ekki búin að kaupa mér regnföt þá dríf ég mig þann daginn í að gera það, því ég læt það ekki spyrjast að ég kunni ekki klæða mig.  Ha ha ha, en ég er íslendingur og þeir hafa aldrei kunnað að klæða sig eftir veðri því það er ekki víst að það sé í tísku.
Jæja ég kom heim eins og hundur dreginn af sundi og þegar ég lyfti höndunum þá lak bleytan innundir lopapeysuna mína, en notarlegt var það að fara í náttfötin og setjast niður í stofu þar sem kveikt var á arninum og heitt og kósí.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

28.09.2012 07:42
Óvissan
Mikið er nú gott að það sé föstudagur, og líklega siðasta helgin í þessu húsi en ég veit samt ekki ennþá hvaða dag ég flyt.  Sagt var að konan væri með samning til 1. okt. en hvað þýðir það?  Eitthvað pínu óljóst hérna því sá bræðranna sem sér um samningamálin er erlendis og hinir eitthvað rólegir í tíðinni held ég eða kannski bara hrúturinn í Langåsen sem er óþolinmóður.

Langar svo að byrja að hendast með dót á mínum bíl niðureftir.  Laaaaaaaaaaaaaaaaaangar svo að sjá íbúðina.  Er farin að fá efasemdir og allt því nú allt í einu segir Þráinn að hún sé lítil, bíddu hvað meinar þú, þú sagðir það ekki fyrst.  Hvað er hún stór og ég fæ eiginlega engin svör – lofa ykkur því að þessa dagana er ég sko í rósótta pilsinu til að þetta fari nú ekki úr böndunum.  En ég svo sem veit herbergjafjöldann en ekki stærðina en vitiði, mér er eiginlega alveg sama.  Nú er ég búin að prófa að búa í stóru húsi og ég vill helst aldrei vera niðrí í stofu því hún er svo stór, ekki nema þegar ég er með fullt af gestum en hversu oft er það?  Nei þá kann ég betur við þröngt mega sáttir sitja og ég veit alveg að þetta er ekkert alltof lítil íbúð, held reyndar að minn ástkæri sé nú pínulítið að striða mér en hann segir samt:  “Ég veit að þér á eftir að líða vel þarna.”  Það er nóg fyrir mig, hann nefnilega þekkir mig, stundum betur en ég sjálf.
Svo í gær var lítið gert nema vinna og letast, ég nenni nefnilega ekki einu sinni að pakka, en við ætlum reyndar að taka allt á morgun og fara með bílskúrinn húsgögnin sem við tökum með okkur, þannig að þau verði klár á sama stað, fara svo með allt annað persónulegt dót í borðstofuna þannig að auðvelt verði að flytja þetta á stuttum tíma þegar við vitum hvenær.  Það er líka allt í lagi að pakka öllu á laugardaginn þó við flytjum ekki fyrr en á mánudaginn því þá er bara einn, tveir dagar á milli.

Er samt farið að langa svo að klára þetta og fara út og taka haustlitamyndir en það er einhvern veginn ekki pláss fyrir þær fyrr en þetta er búið.  Já ég veit, nú læddist Monk inn, hann getur bara gert eitt svona í einu.
Þannig að þemað sem er núna á kannski svolítið vel við mig því ég er svolítið svarthvít þessa dagana og bara eitt kemst að í hausnum á mér.  Svolítið leiðinlegt Ástrósar vegna að vera að standa í þessu akkúrat núna þegar hennar fyrsta hausfrí kemur, en hún er komin í rúmlega vikufrí í skólanum og það mun fara í að flytja og koma okkur fyrir.  Finnum samt eitthvað smá skemmtilegt að gera ef henni dettur eitthvað í hug.

Svo styttist í Íslandsferð og þá ætla ég að vera búin að kaupa jólagjafirnar hérna og taka með mér heim, kaupi þá heima þær sem ég næ ekki að kaupa hér úti.  En ég flýg heim 16. október og til baka aftur 22. október.  Hlakka til að sjá fólkið mitt, ekki laust við að maður sakni sumra.
En jæja elsku þið, þangað til næst ykkar Kristín Jóna
Skrifað af Kristínu Jónu

(2)
29.09.2012 07:57
Út að borða eða þannig
Já við fórum bara út að borða í gær eða þannig, enduðum á að kaupa okkur kínverskan mat og taka með heim því við vorum búin að kveikja upp í arninum og þorðum ekki að skilja húsið eftir autt lengi.  Vorum búin að heyra að hér væri kínverskur staður og í gærkvöldi þá vorum við öll sammála að nú væri sko tími til kominn fyrir þessa fjölskyldu að fá sér kínverskan mat.
Hér í Mandal er núna svona tilboð 100 kr. sem gildir á mörgum veitingarstöðum og búðum en auðvitað völdum við stað sem var ekki að taka þátt í þessu, en við vildum kínverskan mat og þá þýðir ekkert að ræða það.  Namm hvað hann var góður maturinn, svo miklu betra en sá sem við erum að fá heima.  Svínakjötið nánast bráðnaði í munninum á manni.  Við eigum sko eftir að fara þarna aftur, ekki spurning og ég tala nú ekki um þegar það verður í göngufæri.  En auðvitað er þetta ekki ódýrt, það er ekkert ódýrt hér, nema kartöfluflögur það er bara staðreynd.  En þetta er heldur ekkert dýrt miðað við allt og allt eins og hún amma mín myndi segja.
Ætlum að vera dugleg að pakka í dag, er búin að fylla einn risastóran trékassa af eldhúsdóti en ætla að taka allt úr honum aftur, hann kemst ekki í okkar bíl og þá er betra að hafa hann tóman á kerrunni, vill ekki að brauðristin og kaffikannan detti af kerrunni ef hún fer yfir hraðahindrun eða þannig.
Annars allt rólegt hérna megin, ég er bara að bíða og veit ekki neitt.  Finnst sko að ég eigi að fá verðlaun.  Veit að margir skilja hvað ég er að meina á meðan aðrir botna trúlega ekkert í því en þeir sem þekkja mig vita hvað málið snýst um.
Ég var að stofna svona listamannasíðu á fésinu í gær og ætla að aðskilja aðeins myndir sem ég er að taka og fjölskyldumyndir og það sem er meira prívat.  Finnst nú pínu skrítið að kalla mig listamann en af hverju ekki?  Ljósmyndari er listamaður ekki iðnaðarmaður eins og hann er skilgreindur heima á Íslandi.
Ætla að hafa þetta stutt í dag og leyfa ykkur bara að njóta nokkurra mynda af Ástrós Mirru sem ég tók þegar Konný var hérna.  Konný kom með kjól og hatt með sér til að láta stelpuna vera í og mér finnst þetta virkilega skemmtilegt outfitt gamaldags og flott.

Njótið vel og njótið helgarinnar líka.
þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

 

 

 

 

Skrifað af Kristínu Jónu

30.09.2012 08:48
Tilgangurinn í lífinu.

Við hjónin kynntumst árið 1982 þegar hann var 17 og ég var 19 ára. Við vorum ung og með alla framtíðina fyrir okkur.
Ári seinna trúlofuðum við okkur og fljótlega eftir það hætti ég á pillunni, því við ákváðum að við værum orðin nógu þroskuð til eignast barn. Og jú það er það sem pör gera, þau eignast börn.
Ár líður og ekkert gerist nema bara það að við erum að lifa lífinu og hafa gaman af því enda ung og engar áhyggjur.  En þegar tvö ár eru að líða og ekkert búið að gerast, þrátt fyrir að við prófum alls konar kerlingaráðleggingar, þá ákváðum við að tala við lækni á Heilsugæslunni í Eyjum.
Niðurstaðan út úr þeirri heimsókn var að Þráinn var með fáar og latar sæðisfrumur, en það er ekki þar með sagt að ég gæti ekki orðið ólétt.  Það tekur kannski bara lengri tíma og gæti jú þurft aðstoð.  Ég fékk líka ávísun frá lækninum uppá það að mæla mig kvölds og morgna til að fylgjast með egglosi því ef við gerðum það þá væru auðvitað meiri líkur að þetta takist.
Línuritið sem á að koma út úr svona mælingum er nánast bein lína, bunga og bein lína.  Sem sagt bungan kemur þegar hitinn hækkar og þá er egglos.  En hjá mér var línan meira svona eins og öldugangur og ég vissi aldrei hvenær var egglos eða hvað væri í gangi.  Við bara reyndum ofboðslega mikið og á tímabili var þetta að verða dálítið vélrænt og eftir einhverjum reglum frekar en löngun.
Tíminn líður en við erum ennþá svo ung með alla framtíðina fyrir okkur.  Förum nú samt fljótlega að heyra af fólki sem er að fara til Englands í glasafrjóvgun og við hugsuðum með okkur að það væri auðvitað möguleiki fyrir okkur seinna.  En samt hugnaðist mér þetta ekki mjög vel, þ.e. að fara til annars lands og fara í svona meðferð hjá læknum sem ekki tala mitt tungumál.
Á þessum tíma sem við erum að reyna djömmuðum við dálítið mikið og fengum oft orð í eyra að við værum bara alltaf úti á lífinu.  Ég áttaði mig ekki á því að við værum að því og fékk svona nettan móral að við værum kannski bara djammsjúk og alkar.  Þar til ein góð vinkona mín sagði:  Bíddu og hvað eigið þið svo sem að gera um helgar þegar við vinir ykkar erum að sinna börnunum okkar.  Henni sem sagt fannst ósköp eðlilegt að við eyddum helgunum í djamm þar sem engin væru börnin að vakna til.
Konný systir eignast Silju í ágúst 1987 og þá fer fólk að tala um að nú komi þetta hjá okkur, því fyrst við séum farin að umgangast barn svona mikið þá ýti það undir þetta hjá okkur.  Ahhhhhh, nei.  Það hefur bara ekkert með það að gera, en auðvitað vildi maður samt trúa því.
Uppúr þessu fer að fréttast að það eigi að opna glasafrjóvgunarstofu á Landsspítalanum og við sem erum enn svo ung ákveðum að bíða eftir því og verða bara með þeim fyrstu sem munu fara þangað.  Sem við og gerum.  En í millitíðinni megum við heyra í öllum veislum og mannfögnuðum, hvernig er með ykkur, ætlið þið ekki að fara að koma með eitt kríli.  Jæja nú er röðin komin að ykkur, Konný komin með sitt fyrsta osfrv.  Og svo kemur Klara systir sem er sko 7 árum yngri en ég með sitt fyrsta og þá fáum við aftur að heyra það.  Og hvernig heldur fólkið að okkur líði á meðan.  Þarna eru komin 10 ár sem við erum búin að þrá að eignast barn og reyna og reyna.
Árið 1994 fæðist Sara Rún og ég fæ að vera viðstödd fæðingu hennar og er það ein stórkostlegasta upplifun sem ég hef upplifað og ég mun alltaf vera henni systur minni þakklát fyrir að leyfa mér að taka þátt í þessu með henni.  Kannski þess vegna á ég svo mikið í þeirri stelpu, hún er líka svo lík mér enda börn oft lík pöbbum sínum og ég var auðvitað eins konar afleysingarpabbi þarna.
Jæja nú áttu allar frænkurnar svörin á reiðum höndum.  NÚ TEKST ÞETTA HJÁ YKKUR.  Bíddu við, af hverju ætti það að takast núna, þó ég hafi verið viðstödd fæðingu ef það hafði ekki tekist í 10 ár.  Bull og vitleysa en auðvitað vildi ég alveg kaupa þessar sögur því ég þráði ekkert heitara en að þetta tækist.  Ég þráði ekkert heitara en að eignast barn og á þessum tímapunkti voru allar konur sem ég sá niðrí bæ annað hvort óléttar eða með barnavagn.  Við elskuðum börn og elskuðum það að umgangast systkinabörnin okkar og börn vina okkar en stundum var ansi sárt að umgangast þau líka en við létum engan vita af því.
Árið 1995 árið eftir að Sara Rún fæðist þá (ég held ég fari með rétt ártal) þá opnar glasafrjóvgunardeild Landsspítalans og við pöntum okkur tíma.  Eigum tíma um sumarið og ætlum að nota sumarfríið til að stússa í þessu.  Nú fer þetta allt að taka enda hjá okkur og hamingjan á leið í hús.  Þráinn fer með prufu og ég fæ einhver lyf sem ég á að taka og svo sprautur sem hann á að sprauta mig með í einhvern tíma.  Þetta var alveg pínu spennandi tími og miklar vonir og væntingar sem við bundum við þetta.  12 ára bið kannski að fara að taka enda.  En svo komum við eftir ákveðinn tíma niður á glasadeild og þá fáum við þann úrskurð að við getum ekki farið í venjulega glasameðferð því sæðisfrumurnar séu ekki nógu sprækar og ekki nógu margar.  Þær voru samt einhverjar 6 milljónir ef ég man þetta rétt og mikið fannst manni það einkennilegt að það væri ekki nóg.  En okkur er tjáð að það sé í bígerð að bæta við meðferð sem heiti smásjárfrjóvgun og læknarnir á deildinni fari næsta ár erlendis að læra hana og þá bætist hún við og við verðum með þeim fyrstu að fara í hana.
Já einmitt.  En árið 1995 var samt gleðiár því þá giftum við okkur með pompi og prakt.  Mikil hamingja á því heimili og miklar væntingar til framtíðarinnar.  Því nú færi þetta allt að gerast.
Þá fær eiginmaðurinn þær dillur að vilja flytja uppá land og ég segi að ef hann fái vinnu þá sé ég til en það sé líklega erfiðara fyrir hann að fá vinnu en mig.  Það tók nákvæmlega tvær vikur og hann var farinn í byrjun apríl 1996 á undan mér uppá land.  Ég kom um mitt sumar á eftir honum.
Við fengum íbúð í Hafnarfirðinum og þar með voru þau örlög ráðin.  Við urðum Hafnfirðingar og gætum ekki hugsað okkur að búa annars staðar en í Hafnarfirði eða Vestmannaeyjum á Íslandi.  Jæja og þó, þú veist aldrei.  Alla vega vorum við afskaplega ánægð í Hafnarfirði.
Ca. 1997 byrjum við í okkar fyrstu smásjármeðferð hjá glasafrjóvgunardeild Landsspítalans og enn og aftur miklar væntingar.  Ótrúlega skrítið að sitja á biðstofunni þar og horfa á öll þessi pör sem eru í sömu erindagjörðum og við.  En enginn talast við.  Allir eru svo hljóðir.  Þetta er svo grafalvarlegt mál og það er nánast eins og í kirkju andrúmsloftið þarna.
Við förum í okkar fyrstu meðferð og ég fer í gegnum allt sprautuferlið og niðurstaðan þegar kemur að eggheimtu er að það örvast eiginlega engin egg.  Við þurfum að prófa aðra aðferð, tökum öfugan tíðahringt á þetta, stundum virkar það betur.  Já auðvitað og hvenær byrjum við í því?  Man ekki alveg hvað það var langur tími en ca. hálft ár var það.  Og þá prófuðum við næstu gerð að meðferð, en alveg sama, það var ekki að virka.  Svo enn er ákveðið að breyta til og prófa eitthvað nýtt og það líður hálft ár áður en það byrjar og þá nást 3 egg þar sem bara eitt er ágætt en hin frekar léleg.  Það er samt ákveðið að frjóvga þau og sjá hvað kemur út og niðurstaðan er einn fósturvísir sem hægt var að setja upp.  En hann náði sér aldrei á strik og varð að engu.
Nú eru góð ráð dýr.  Ekki bara lélegt sæði heldur engin egg heldur, þarna eru nú líkurnar á því að við getum eignast barn orðnar ansi litlar en Þórður (Guð) læknir segir að við skulum endilega prófa að fara í smásjárfrjóvgun með gjafaeggi.  Já þú meinar, auðvitað er það möguleiki.  Okkur er tjáð að við getum farið í meðferð með gjafaeggi sem deildin reddar eða ef við þekkjum konu sem er tilbúin að gefa okkur egg, geri það og fari í þessa meðferð með okkur.
Allar meðferðirnar höfðum við talað um hvað við vorum að gera og hvaða meðferð við vorum í og hvað við ættum að fara í næst og nú var alveg það sama.  Við sögðum fólkinu okkar hvað við þyrftum til að geta eignast barn og það voru 3 konur sem strax buðust til að gefa okkur egg.  Eiginlega voru það 4 en sú 4 sem var svo áköf í að gefa okkur egg en var búin að gleyma að hún var búin að láta taka sig úr sambandi.  Ok, þarna stöndum við frammi fyrir því að velja þá konu sem gæfi okkur það dýrmætasta í lífinu og við gerðum það.  Við völdum konu sem var 35 ára átti 3 börn og var hætt barneignum. Okkur var nefnilega tjáð að það væri vont ef ung kona gæfi egg sem úr kæmi barn og svo einhverjum árum seinna ætlaði hún að eignast barn og það tækist ekki en hún hefði alltaf þetta barn fyrir augunum sem var búið til með hennar eggi svo það gæti verið dálítið sárt.  Það hjálpaði okkur að taka ákvörðun.
Þannig að 1999 fara tvær fjölskyldur saman í glasafrjóvgun, já ég segi tvær því það að gefa egg krefst þess að eggjagjafinn sprauti sig með hormónalyfjum sem hafa áhrif á samlíf hjónanna og skap konunnar gat breyst svo það hafði áhrif á alla hennar fjölskyldu.  Þessi meðferð gekk mjög vel – það náðust sko 22 egg hjá henni og tókst að gera 3 fósturvísa og við settum upp held ég bara tvo í það skiptið en þeir náðu sér ekki á strik.
Jæja þá er þetta bara búið.  En við áttum að fara í eftirviðtal við Þórð og þegar við komum út úr því þá horfum við Þráinn hvort á annað og segjum, bíddu sagði hann að við værum að fara að aftur?  Já, hann gerði það svo við urðum að tala við bjargvættinn okkar einu sinni enn og athuga hvort hún væri tilbúin einu sinni enn.  Það er ekkert auðvelt að biðja einhvern um svona stóran greiða en það stóð ekki á svari enda er þetta ein fallegasta sál sem við þekkjum sem þarna tók þátt í þessu með okkur.  Ok.  Einu sinni enn, það var niðurstaðan.
Þarna er komið fram á árið 2000.  Við hættum á pillunni áríð 1983, svo við erum búin að vera að reyna að eignast barn í 17 ár.  Í 17 ár er þetta búið að vera það sem lifðum fyrir.  Og nú er komið að síðustu meðferðinni, því ef hún heppnast ekki þá eru engin önnur ráð.
Hún heppnaðist og í febrúar 2000 fáum við staðfest að við eigum von á barni.  Meðgangan var yndisleg í alla staði og ég gæfi mikið fyrir að geta upplifað hreyfingar fósturs innan í mér aftur, ég reyndar get alveg ýtt á takka og fundið þær í sálinni.
14. nóvember 2000 fæddist okkur lítil stúlka sem í dag er að verða 12 ára unglingur og oftast bara gleði og ánægja sem hún gefur okkur. Hún hefur alveg látið okkur hafa fyrir sér en af hverju hefði hún átt að vera auðvelt barn, af hverju áttum við ekki að hafa mikið fyrir henni þar sem við vorum búin að bíða í 17 ár eftir henni.

Fljótlega eftir að ég hætti með stelpuna á brjósti fer að bera á einkennilegri hegðun hjá mér og ég verð mjög skapstygg, er með allt á hornum mér í búðum og held að fólk sé almennt hér á jörðu til að gera mér lífið leitt.  Ég var aldrei glöð og fannst allt ömurlegt þegar fólk var að reyna að vera fyndið.  Þetta gekk svona í smá tíma, Þráinn var alveg að gefast upp og vissi ekkert hvað hann ætti að gera við mig eða hvað hann almennt ætti að gera þegar okkur dettur í hug að þetta gæti verið eitthvert hormónarugl í mér svo ég panta tíma hjá mínum yndislega Þórði lækni sem aðstoðaði við að búa gullmolann okkar til og viti menn, hann vissi alveg hvað var að mér.  Ég var komin á breytingarskeiðið aðeins 38 ára gömul.  Ég held það hljóti að vera vegna þessara 6 glasafrjóvgunarmeðferða sem ég fór í gegnum.  Bæði er verið að slökkva á tíðarhringnum og svo að kveikja aftur til að geta stjórnað þessu.  Svo eru öll vonbrigðin sem endalaust skullu á okkur og fyrir ykkur sem umgengust mig á þessum tíma og fannst ég algjör hetja þá grét ég oft.  Ég grét innan í mér og sálin í mér var í tætlum, ég gat ekki orðið horft á óléttar konur án þess að verða svo sár út í Guð og tilveruna og átti orðið erfitt með að umgangast lítil börn en ég lét sko engan sjá það.  Ég er nefnilega svo mikill nagli.  Eða var það.  Ég er nefnilega tilfinningalega mjög viðkvæm í dag, þrátt fyrir að vera búin að vera á hormónalyfjum í 10 ár.  Ég ætti kannski að fara að nálgast breytingarskeiðið núna, jafnvel ekki vera byrjuð.
Ég er klökk og tárast bara við að skrifa þetta og upplifi svolítið alla sorgina og reiðina sem ég upplifði en lét sko engan sjá á mér þegar við vorum í þessum meðferðum.
En upplifi líka svo djúpt þakklæti til allra sem tóku þátt í þessu með okkur og það að ræða málin er að taka þátt.  Það er ekki bara besta vinkona mín sem gaf mér stærstu gjöf sem hægt er að gefa það eru líka allir hinir sem klöppuðu á bakið á okkur og studdu okkur alla leiðina.
Við áttum marga og góða vini og fengum yndislegan stuðning á vinnustað – man vel þegar ég kom einu sinni í vinnu eftir að hafa fengið NEI á glasadeildinni og Eiður einn af eigendum AKS tók utan um mig og bað svo aðra starfsmenn að taka tillit til mín og ekkert að vera að gefa símann á mig því ég þyrfti að fá að jafna mig.
Ég veit ekki af hverju ég fékk svona sterka tilfinningu fyrir því að ég ætti að skrifa þessa sögu niður en ég vaknaði klukkan 6 í morgun og var friðlaus þar til ég var tilbúin að byrja að skrifa.  Kannski það sé vegna þess að ég er að lesa sögur og heyra af fólki sem er að berjast við barnleysið en sem betur fer, heyri ég yfirleitt ekki af lengri meðgöngum en 5 ár.  Þær eru ekki margar sem taka 17 ár og heppnast þá með svona frábærum einstaklingi eins og hún dóttir mín er.  Falleg, gáfuð og skemmtileg stelpa.  Og vitiði egg og ekki egg.  Hún hefur þetta allt frá mér.
Ykkar Kristín Jóna.
Skrifað af Kristínu Jónu
05.10.2012 09:07
Flutt og komin með netið aftur
Jæja elsku vinir, ég veit að þið eruð búin að vera að bíða eftir fréttum að okkur fjölskyldunni og þær koma núna en ekki langar fréttir því ég þarf að fara að vinna gott fólk.  Hef ekkert getað unnið alla vikuna því flutningarnir tóku lengri tíma og meiri orku frá mér en ég reiknaði með og svo kom netið ekki inn fyrr en í seint í gær og ég þá orðin of þreytt til að taka myndir af íbúðinni til að sýna ykkur.
Það er sko ekki allt tilbúið, langt í frá en þetta er að koma og það er farið að sjást svona hvernig þetta muni verða.
Fyrst ætla ég að sýna ykkur nýju skrifstofuna mína og svona er þetta meðan ég er að vinna Erro liggur við fæturna á mér svo ég þori varla að færa stólinn til svo ég keyri ekki yfir hann.  Eigandi íbúðarinnar lánaða mér þetta gamla skrifborð sem er úr dánarbúi foreldra hans en þau áttu þessa íbúð og bræðurnir geyma öll húsgögn og hann vildi ólmur lána okkur og það sem ég ekki vildi núna, má ég fá seinna.  Þori ekki að fá mikið lánað af fallegum antíkhúsgögnum þar sem ég er með hvolp sem nagar allt.

Næst er það svefnherbergið og því miður verðið þið að bíða lengur eftir ýtarlegri mynd því það er fullt af drasli ennþá sem á eftir að ganga frá.  En þetta er mun stærra svefnherbergi en í stóra húsinu á Langåsen og nú þarf Þráinn ekki lengur að klifra yfir mig á morgnanna þegar hann fer í vinnu. enda fannst mér hann heldur léttari á sér í morgun.  Þetta klifur hefur ekki verið skemmtilegt.  Sérstaklega fyrir þreytta kalla sem standa í flutningum.
Eldhúsið er næst, fallega málað rústrautt og við vorum nú búin að fá ljóta gamla útiborðið sem hafði verið notað sem eldhúsborð í Langåsen gefins og bláu stólana en eigandinn hér bauð okkur þetta hvíta borð og stóla sem ég þáði, þá sleppum við við að kaupa það, en mig langaði einmitt í hvítt borð og stóla hérna.  Fínt skápaspláss, flottur ísskápur og uppþvottavél.  En ekki blástursofn svo ég þarf að fara aftur á hitt dæmið, það gekk nú ekki vel fyrst í Langåsen en nú læri ég bara á hann almennilega, því við ætlum að vera hér áfram og eldavélin er stríheil svo það verður ekkert gert í því.  Á þessari mynd sést inní stofu en það þarf að ganga í gegnum eldhúsið til að fara inní hana.

Svo er hér eldhúsið séð frá stofunni og fram á gang sem er fullur af tómum kössum ennþá.  Þarna sést líka glitta í svefnherbergishurðina.

Svo kemur stofan, hún er nánast ferköntuð og flott stofa með 4 svona fallegum gluggum, arni og kósíleg.  Margrét gaf okkur þetta gamla sófasett ásamt öðru sófasetti sem er enn meira sixtís og á ég eftir að setja stólinn frá því í stofuna en sófinn úr því setti verður uppi hjá Ástrós Mirru.  Þið fái ekki að sjá myndir úr svítunni hennar uppi fyrr en á morgun, því hún fær að sofa út eftir erfiða viku.  Stúlkan sú arna hefur verið mér svo mikil hjálp að ég á bara ekki til orð.  Staðið í að bera kassa út í bíl, passa hund og kött og ég hefði bara ekki getað þetta án hennar.  Það er haustfrí í skólanum og hún þurfti að eyða því öllu í flutningana.  En það verður gert eitthvað æðislegt fyrir hana í vetrarfríinu í staðinn.
Þessir rauðu stólar fara líklega líka upp til Ástrósar en verða ekki í stofunni, bara svo það sé á hreinu.
Jæja elskurnar mínar, þið sjáið að það mun sko fara vel um okkur í þessari pínu pínu litlu íbúð eins og Þráinn sagði við mig áður en ég fékk að sjá hana.  Kósí og heldur vel utan um okkur og svo það langbesta, við löbbum hérna út og það er fólk, við löbbum 1 mín í bankann, 1,2 mín í matarbúðina og 2,5 mín á torgið í miðbænum og 0,5 mín í verslunarmiðstöðina og svo er hótel og veitingarstaður hérna 3 metra yfir götuna, við sjáum hvað gestirnar þar eru að borða og klukkan hvað er skipt á rúmunum á morgnanna.
Jæja þá ætla ég bara að segja að eftir erfiða viku er lífið farið að brosa við okkur og við erum sko svooooooooooooooooo hamingjusöm hérna.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna, komin í rósótt pils aftur.
06.10.2012 08:42
Restin af Store Elvegate 55
Jæja þá erum við búin að sofa tvær nætur og ég sef betur hér en í Langåsen.  Það er allt einhvern veginn meira kósý og heldur betur utan um okkur.  Engin garðvinna að trufla okkur netfíklana og lítið sem þarf að stússa annað en að vera til.
Fór í morgun og tók myndir af restinni af pínu pínu pínu litlu íbúðinni sem Þráinn leigði fyrir fjölskylduna sína með hund og kött.
Hef ekki tíma í langt blogg svo þetta verður bara svona að segja frá myndunum sem hér er birtast.
Stofan séð frá hægra horni, við ætlum að hafa þessa stóla til að byrja með því þeir eru þægilegir og það er það sem þarf í stofu í dag.
Séð frá vinstra innra horni yfir að sjónvarpi

Staðið í eldhúsdyrunum og horft inn í stofu. Ég algjörlega elska þessa stofu, það var svo kósý í gær með kveikt í kamínunni og þetta er óskaplega notarleg íbúð.

Komin með hillu og næs í skrifstofuna mína, líka hund til að passa öll verðmætin fyrir Maritech

Nói kóngur hefur þennan sófa alveg fyrir sig, við ætluðum að setja hann í innra herbergið hjá Ástrós Mirru en hann kemst ekki inn um dyrnar þar svo hann verður svona kósí sófi á stigapallinum.

Og svo er hér hinn helmingurinn af stigapallinum og konungsríkið hans Nóa, hingað upp kemst Erro ekki svo Nói getur verið alveg í friði.

Séð inn eftir báðum herbergjum frá stigapallinum

Hérna erum við búin að setja tvö rúm eftir endilöngu herberginu og yfirdekkja með teppum og púðum, hrikalega kósí

Kósí hornið í fremra herberginu

Ástrós Mirra alsæl með herbergin sín

Fremra herbergið í risinu og þarna situr heimasætan í tölvunni. Og Nói kóngur kemur labbandi frá pallinum sem er hans konungsríki

Séð að hjónarúminu í innra herberginu uppi risi

Séð úr dyrunum á innra herberginu inn eftir og eins og þið sjáið þá vantar eitthvað dót í þetta herbergi, það virkar nærri tómt þó þar sé hjónarúm, náttborð, tveir stólar og sjónvarp uppá punt, erum að geyma þetta sjónvarp fyrir aðra.

Innra herbergið og rúmið hennar Ástrósar Mirru en verður gestarúm þegar gestir koma

Eitt hornið á fremra herberginu uppi í risi hjá Ástrós Mirru

Jæja þetta er þá Store Elvegate 55, 4517 Mandal þar sem þessi fjölskylda býr núna og ætlar að fá vera lengi lengi lengi.

Þangað til næst,
Ykkar Kristín Jóna
08.10.2012 07:03
Haust í Mandal
Mitt eigið þema er eiginlega Haust í Mandal og er ég að njóta þess að rölta uppí kirkjugarð og taka haustmyndir þar.
Fór á laugardagsmorguninn eldsnemma út með Erro en enga myndavél en geri það sko ekki aftur, því það var svo fallegt veðrið þá og yndislegt, en ég fór svo í gærmorgun líka og tók með myndavél en það var ekki alveg sama yndislega veðrið þó það væri yndislegt og sól og blíða og fallegir haustlitir.

En við erum búin að eiga frábæra helgi á Store Elvegate og okkur líður vel hér, ég sef miklu betur og er bara úthvíld þegar ég vakna.  Hérna er einhver sem ætlar að búa með okkur og passar að okkur líði vel.  Það sáum við þegar Erro rauk allt í einu upp í fyrrakvöld og stillti sér fyrir framan einn hátalarann í stofunni og dillaði rófunni, ærslaðist aðeins og gelti svo.  Þarna virtist því einhver vera og sá er ekki af okkar heimi en fyrst hundurinn dillar rófunni þá er okkur óhætt.  Sem sagt einhverjir góðir vættir í þessu húsi.
En við erum í smá vandræðum með Erro kallinn eftir að við fluttum.  Þannig er að uppi í Langåsen þá vorum við alveg búin að venja hann á að pissa og kúka úti, hann lét vita og við opnuðum svaladyrnar og hann út og gerði sitt.  Hann hefur aftur á móti ALDREI pissað eða kúkað í göngutúr.  Það er svo gaman úti að labba að hann má sko ekki vera að því og núna erum við í þeirri aðstöðu að þurfa að fara út í göngutúr til að pissa og kúka.  En neiiiiiiiiiiiiiii.  Hann heldur í sér alveg þangað til við komum heim og kúkar svo beint á gólfið í ganginum þegar hann er kominn inn.  Og fer jafnvel svo uppá bað og pissar á blaðið sitt.  En ekki úti í göngutúrnum.  Samt stoppaði ég á sama stað í ca. 10 á laugardagsmorguninn.  Og við erum að passa okkur að labba að sama horninu í kirkjugarðinum svo hann þekki það og gæti þá orðið afslappaður þar og gert sín stykki en ekkert.  Ég veit að það eru aðeins 4 dagar síðan við fluttum en ef þið kæru vinir eigið einhver trix uppi í erminni til að kenna honum að halda í sér og gera síðan stykkin sín í þessum 3 göngutúrum sem við förum með hann á dag, þá yrðum við sko glöð.
Nói kóngur er að upplifa konungsdæmið sitt og virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að fara út eftir að hann fékk þetta mikla svæði til umráða þarna uppi hjá Ástrós Mirru.  Þar er hann í friði fyrir Erro og getur svo komið í skoðunarferð hingað niður.  Ég hef engar áhyggjur af honum því honum líður greinilega vel þó hann fái ekki að fara út.

Nú er fyrsti skóladagurinn eftir haustfrí hjá Ástrós Mirru og í dag getur hún hjólað í skólann og ég þarf bara að kyssa hana bless.  Það er æði.  Munar svolítið mikið að þurfa ekki að keyra henni.
Við fengum fyrstu matargestina í gærkvöldi og áttum yndæla kvöldstund með Huldu, Viðari og Ástrós Erlu.  Já, þær eru tvær Ástrósirnar hér í Mandal, pínu fyndið og já við erum tvær Kristínar líka, spurning hvort eitthvað sé hægt að lesa í það.
Ég sá og heyrði í ömmu á Skype í gærkvöldi, hún var í mat hjá Kollu og Gunna og Kolla var svo æðisleg að senda mér sms til að biðja mig að koma online og spjalla ömmu táning. Það var yndislegt og takk Kolla fyrir þetta.  Það er svo mikill munur að sjá fólkið líka og ég sá að ömmu leið miklu betur að geta aðeins séð mig líka. Ég er auðvitað alltaf litla stelpan hennar sem skreið uppí rúm á hverri nóttu af því að mig dreymdi svo illa.  Það breytist aldrei.

Heyrið já, við skruppum til Kristianssand á laugardaginn og keyptum 14 jólagjafir og erum ekkert smá ánægð að hafa náð að kaupa handa öllum krökkunum þar.  Nú eigum við bara eftir nokkra afa og ömmur og þá er þetta komið og ég get tekið þær allar með mér til Íslands.  Það sparar líklega slatta skilst mér því það er enn dýrara að senda héðan eða að heiman og hingað og það fannst mér óskaplega dýrt.  Enda er ég búin að senda skilaboð á liðið að ef það vilji nýta sér ferðina mína og lauma að mér afmælis- og jólagjöfum þá er það velkomið.
Jæja nóg í bili og ég hlakka til að heyra hundaráðleggingarnar ykkar, annars þarf ég líka að fletta uppá hundahvíslaranum honum Sesari sem er víst algjör snillingur, það eru þættir með honum hérna úti sem ég sá þegar ég var í heimsókn í feb. en ég hef ekki fundið hann aftur enda er hann á morgnanna á vikum dögum og þá erum við bara í skóla og vinnu.  En hann er víst á netinu líka.
Svo þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
09.10.2012 07:17
Erro er að læra þetta
Jæja Erro snillingur gerði bæði númer 1 og 2 úti í göngutúrnum með Þráni í morgun, jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.  Var sko alveg búin að fá að nóg að þurrka upp piss (6 sinnum í gær) og kúk (þrisvar) sem er farinn að lykta ansi illa hjá honum.  En frábært að hann sé að fatta þetta.  Þó hann pissi einu sinni, tvisvar á blað á baðinu af því að ég er að vinna meðan hann lærir að halda í sér það er sko allt í lagi ef hann gerir það úti í báðum eða öllum þremur (því hann er stundum að fara þrisvar út yfir dagin) göngutúrunum sínum.  Þessi elska liggur svo undir skrifborðinu mínu þegar ég er að vinna og ég verð að viðurkenna að það er bara kósí, sérstaklega þegar mér varð smá kalt á tánum í gær og hann lá ofaná þeim.
Krúttkallinn minn.

Annars er kannski ekki svo mikið að frétta núna en við erum nánast búin að koma okkur algjörlega fyrir, þurfum að fara í Ikea og kaupa yfirdýnur í rúmið hjá Ástrós Mirru og gardínur fyrir skrifstofuna mína, sem by the way angar stundum af reikningarlykt en það er sko ekki ég sem er farin að reykja aftur en mig grunar að reiðhjólaverkstæðið sé með kaffistofu undir skrifstofunni minni og hér í Noregi má ekki bara vera með hunda út um allt og með sér í vinnunni heldur máttu líka reykja nánast þar sem þér sýnist nema á opinberum stöðum.  Og já þetta með að mega fara með hunda út um allt er nú pínu notarlegt.  Þegar við fórum með eiganda íbúðinnar í bankann að ganga frá reikningi fyrir Deposit, þá sat á gólfinu hjá þjónustufulltrúanum hundurinn hennar.  Hann er greinilega mjög vanur að fara með í vinnuna því hann leit ekki einu sinni upp þó að við kæmum þarna inn á skrifsstofuna.  Sama er í vinnunni hjá Margréti á elliheimilinu, það er alltaf verið að biðja hana að koma með hundinn með sér, því fólk vill hafa hunda í kringum sig. Notarlegt ekki satt, og samt er ég ekkert sérstök hundakelling.  Þætti þetta líka notarlegt ef það væri köttur en þeir eru nú líklegast bara á flandri en ekki liggjandi undir borði.
Heyriði jú eitt þarf ég að segja ykkur og það af viðskiptum mínum við Stöð 2.  Þannig er að við erum búin að vera áskrifendur síðan Stöð 2 var stofnuð og einu skiptin sem við höfum eitthvað gert er að skipta um afruglara því við viljum fá betri og nýjan afruglara.  Nú svo í júní sl. þegar ég er að flytja þá fer ég að sjálfsögðu með afruglarann og það er ekki lengur til Stöðvar 2 heldur sér Vodafone um þá, svo ég fer til þeirra og skila inn afruglaranum því ég sé að flytja til Noregs.  Já ekkert mál, það er eitthvað skrifað og skráð og afruglarinn tekinn.  Flott.
Svo rekumst við á það um daginn að það er hægt að horfa á svokallaða Netleigu á Stöð 2 því við eigum inni tæpa 9000 punkta og það kostar ekki nema 30 punkta að leigja einn þátt, frábært alveg og við svo ánægð horfum á Loga í beinni (en sko ekki í beinni) og X Faktor og finnst þetta bara æðislegt.  Ánægð með sjónvarpsstöðina okkar, en svo kom allt í einu einn daginn upp einhver vefvilla svo ég sendi fyrirspurn til þeirra og það hefði ég ekki átt að gera.  Henni var að sjálfsögðu EKKI svarað öðruvísi en þannig að nú kemur upp á skjáinn þegar við loggum okkur inn, einugis er hægt að horfa á Netleiguna fá Íslandi.  What!  Til hvers þar eru allir með afruglara og horfa bara á sjónvarpið, en ef maður fer í frí erlendis þá væri nú snilld að geta horft á netleiguna.  Af hverju ætti fólk að eyða inneigninni sinni í að horfa á netleigu sem höktir og skröltir ef þú getur fengið fullkomin gæði í sjónvarpinu.  Því það voru sko ekki góð gæði á þessu þó við værum samt ánægð með það.  En alla vega við urðum hundfúl og svo fúl að ég fer eitthvað að skoða betur á mínum síðum á Stöð2 og sé þá mér til mikillar ánægju að ég er enn áskrifandi að Stöð 2 og búin að vera skuldfærð á Vísakortið allan tímann sem ég hef EKKI haft neinn afruglara.  WHAT!  Hvernig er hægt að vera áskrifandi með engan afruglara.  Jú ef mann langar bara að styrkja lítið fyrirtæki í kröggum eða hvað.
Nei nú fauk í mig og ég hringdi í gær og aumingjans stúlkan sem var fyrir svörum.  Nei, nei, ég reyndi að vera kurteis við hana, sagðist vita að hún gæti ekkert að þessu gert en ég vildi að hún kæmi skilaboðum frá mér til einhvers yfirmanns að ég óskaði eftir því að fá þennan 22.000 kall endurgreiddan annars myndi ég setja af stað herferð þar sem ég myndi skíta fyrirtækið út og láta það berast um allt hvers konar vinnubrögð væru á þeim bænum.
Málið er nefnilega að það er sko ekkert sjálfkrafa að þú sért að segja upp samningi (og það var vitnað í að ég hefði skrifað undir samning þar sem ákveðið ákvæði væri tilgreint, bull og vitleysa, hver les svona samninga?) þó þú skilir inn afruglara.  Hvaða endemis vitleysa er þetta, ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ HORFA Á STÖÐ 2 ÁN ÞESS AÐ HAFA AFRUGLARA!  Og sko, þú skilar afruglara til Vodafone sem er ekki Stöð 2.  Eins og mér sé bara ekki sama.  Ég skila inn afruglara og Vodafone tilkynnir bara Stöð 2 að ég sé búin að skila inn afruglaranum alveg eins og þeir tilkynna Stöð 2 þegar ég sæki afruglara og gefa mér áskrift.  En nei ég átti að hringja inn á Stöð 2 þegar ég var búin að skila inn afruglaranum mínum og segja þar með upp áskriftinni.  Já meira að segja það hefði ekki verið mikið mál fyrir mig ef starfsmaður Vodafone hefði bent mér á að það væri næsta skref.  Ég stóð nú við borðið hjá honum í ca. 1 klukkustund til að segja upp símum, sjónvarpi og því öllu og tiltók sérstaklega að ég væri að flytja til Noregs.
Eruði að ná þessu?   Ég skil vel ef þið séuð ekki að ná þessu því þetta er bara svívirða og ekkert annað en ég lofaði að skíta fyrirtækið ekki út fyrr en eftir nokkra daga, því ég ætlaði að gefa þeim séns á að endurgreiða mér þessar 22.000 krónur en glætan að þeir séu að fara að gera það, enda er ég ekki að skíta fyrirtækið út hér, ég er bara að segja söguna af mínum viðskiptum við þá.

Þangað til næst,  ykkar Kristín Jóna
10.10.2012 07:14
Skiptir álit annarra svona miklu máli
Ég er oft að velta þessu fyrir mér, af hverju við látum álit annarra og jafnvel ókunnugs fólks skipta okkur svona miklu máli.  Er þetta séríslenskt fyrirbrigði eða er þetta eins alls staðar.  Ég hef ekki orðið vör við þetta hér en ég þekki auðvitað ekki mikið af fólki en svona miðað við hvernig fólk klæðir sig og hegðar sér hér, þá virðist það nú vera eitthvað minna um þetta.
Hér klæðir fólk sig eftir veðri og vindum og þarf ekki að vera í rándýrum fatnaði með risastóru merki framaná svo það sé að hreinu fyrir alla sem sjá að þeir séu í merkjavöru.  Hér fer fólk í stígvél þegar rignir og það skiptir ekki endilega um föt til að þau passi við stígvélin, heldur er bara klætt eins og það var og fer svo í stígvél við.  Ég hef alveg gert það hérna og liðið vel með það.  Ég hef ekki getað séð að einhver gefi mér hornauga en það er heldur ekki að marka því mér er alveg sama.  En hún dóttir mín fæst ekki til að vera í öðru en hettupeysu og engu öðru utanyfir þó það sé bara 3 stiga hiti þegar hún fer út á morgnanna og ég veit ekki hvernig ég á að fá hana til að fara í úlpu.  Hún á fína úlpu sem hún erfði frá Söru Rún frænku sinni, ég er alveg tilbúin að kaupa nýja úlpu á hana ef það er málið en það finnst engin úlpa eins og hún vill.  Ég keypti fallegt hvítt loðfóðrað vesti á hana í Danmörku um daginn og hún valdi það með mér en hún vill samt ekki nota það.  Ég bara veit ekki hvað ég á að gera.  Ekki eru krakkarnir í skólanum hennar að spá í þetta þar sem ægir saman krökkum frá ýmsum löndum og ekki sjáanlegir neinir tískustraumar.  Þær eru alla vega ekki hræddar um að skera sig út úr hópnum slæðustelpurnar.  Þær klæðast bara eins og þeim er sagt að gera.  Ekki að ég vilji taka það af dóttur minni að hafa sjálfstæðan vilja og smekk alls ekki, en mig vantar að fá inní þennan smekk eitthvað sem er hlýtt og gott að vera í.  Einhver ráð.  Þekkið þið einhverja hettupeysutísku sem leyfir úlpur, að ég tali nú ekki um húfur og vettlinga þegar fer að verða virkilega kalt.  Vonandi lagast þetta hjá minni fyrir þann tíma.

En aftur að þessu með af hverju þetta skiptir okkur svona miklu máli.  Vinkona mín sagði mér að hún hefði keypt sér rosalega flott pils á Indlandi og fór í því í kirkjuna sína á Íslandi og fann hvernig augnatillitin voru og fann þegar augu náungans mændu hana upp og niður og fyrirlitningarsvipurinn sem mætti henni þegar hún leit framan í konuna.  Hérna gengur hún í þessu pilsi alsæl og finnur ekkert, bara ef eitthvað er að henni sé hrósað fyrir að vera í flottu pilsi.
Er þetta minnimáttarkenndin einu sinni enn sem er að hrella okkur íslendingana?  Þurfum við alltaf að vera að metast við nágrannann.  Ef ég kaupi mér flík, af hverju er ekki nóg að horfa á hana og meta út frá því hvort hún sé falleg eða ekki. Hvaða máli skiptir miðinn sem einu sinni var nú falinn einhvers staðar inní flíkinni en er nú settur utaná hana svo það sé á hreinu hvaða “Hönnuður” gerði þetta.  Hvaða máli skiptir hvað flíkin kostaði, ætti það einmitt ekki að vera merkilegra ef hún var ódýr heldur en dýr.  Hvað er með það að ganga í hælaháum skóm sem kosta svipað og dekkjarumgangur undir bílinn?  Er það normalt að vera í hálfan mánuð að vinna sér inn pening fyrir einu skópari, af því að það heitir eitthvað.
Ég hef ekki séð hérna úti merkjavöru með vörumiðann utaná, er það séríslenskt fyrirbrigði?  Mér finnst það ljótt og mér er minnistætt þegar fólk keypti kínverska merkjavörumiða til að setja á Hagkaupsflíkurnar svo hægt væri að ganga í þeim á Íslandi. Hvaða rugl er þetta.  Hverjum er ekki sama hvaða miði er á flíkinni ef hún klæðir þig vel og þú ert ánægður með hana.  Við þurfum að fara að hætta þessu, þetta er orðið svo mikið rugl og börnin okkar eru orðin rugluð að alast upp í þessu umhverfi.  Og annað sem er komið einmitt út frá þessu og það er að nú er allt í lagi að ganga í notuðum fötum ef þau hafa merki á sér, það þótti nú fátækramerki hérna einu sinni ef fólk hafði ekki efni á að gefa börnunum sínum ónotuð föt.  Það eru allir að selja fötin sín í staðinn fyrir að ganga bara í þeim og slíta þeim.
Hún er góð sagan af manninum sem ætlaði að kaupa sér sófa í nýju íbúðina sína og fór í ónefnda húsgagnaverslun í Hlíðarsmáranum og sá þarna fallegan brúnan leðursófa, svona svipaðann og voru svo mikið í Tekkhúsinu. Hann labbar að sófanum og kíkir á verðmiðann (þetta var fyrir 4 – 5 árum) og þar stendur 825.000,- .  Honum auðvitað dauðbregður við að sjá þetta verð og þegar hann lítur upp kemur sölumaður gangandi til hans og hann slær þá svona létt í sófann og segir:  “Er sterkt í þessu?”  Þá lítur sölumaðurinn framan í hann og segir:  “Þetta er nú hönnun.”  Já en það er Ikea líka, sagði minn maður og fór út.  Auðvitað er allt sem við kaupum hannað af einhverjum og í mínum huga eru þeir meiri snillingar sem geta hannað og gert fallega hluti sem kosta ekki mikið, heldur en þeir sem setja háan verðmiða á sínar vörur til að þykjast eitthvað merkilegri.
Ég veit að það á einhver eftir að móðgast við þessi skrif mín en mér er alveg sama alveg eins og mér er alveg sama þó sá aðili vilji eyða mánaðarlaunum sínum í eina skó.  Það er bara ekki mitt vandamál og jú jú mér bregður þegar ég heyri svona tölur en blessunarlega hefði mér aldrei dottið í hug að einhverjir skór kostuðu svona mikið og ég hefði bara getað horft á þá án þess að hugsa um krónur og aura.
Mér er nefnilega líka alveg sama þó konan sem labbi við hliðina á mér sé í fjólublárri kápu þó mér þykir fjólublá kápa ljót, sjálfsagt þykir henni hún nefnilega falleg og það er það sem máli skiptir.
Vonandi fær ég mína stúlku í úlpu í skólann í dag.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
11.10.2012 06:55
Haustið í allri sinni dýrð
Jæja þá er maður að upplifa haust eins og það á að vera.  Hitastigiið þegar við vöknum er kannski 3 – 5 gráður og svo er hitinn kominn uppí 13 gráður og steikjandi hiti inni um hádegið.  Þráinn minn bauð mér í bíltúr í gær og þessi elska hefur verið óskaplega duglegur að fara með mér í ljósmyndatúra síðan við fluttum hingað.  Það er nefnilega ekki alltaf gaman að vera einn, sérstaklega þegar maður er að þvælast á einhverjum stað sem erfitt er að fara út af og leggja bílnum.
Við sem sagt fórum í gær, því ég er búin að fara tvær ferðir til KRS nýlega og horfi bara á litadýrðina hérna í klettunum og nú átti sko að reyna að fanga hana á mynd.  Það var nefnilega líka sól í gær en spáir rigningu um helgina, þá er kannski góður tími að pakka inn jólagjöfum.  Það var alla vega það sem við ákváðum í gær.  Nú skal farið út og við pökkum bara jólagjöfunum síðar.
Við vorum búin að ákveða að stoppa hjá loppumarkaði sem einhverjar kvenfélagskonur eru með hérna á milli Mandal og KRS og þaðan gætum við labbað að stað sem ég var búin að reka augun í.  Keyptum okkur þessa fallegu (Glit) skál með grænum brenndum leir á.  Hún er sett út í glugga til að geyma lykla og veski og dót sem týnt er úr vösunum.  Okkur bráðvantaði svoleiðis og fundum þessa líka fallegu skál á aðeins 25 nkr.  Keyptum líka eina jólagjöf og 3 kaffikrúsir, sem kostuðu aðeins 5 nkr. stykkið, svo nú sit ég með leirkrús og drekk kaffið mitt.

Jæja Erro kallinn var nú ekki að skilja það að hann fengi ekki að fara út úr bílnum meðan við vorum að versla en auðvitað fórum við svo og sóttum kallinn og tókum hann með í haustlitagöngu.  Við gengum þarna meðfram ánni og vorum nánast orðlaus yfir þessari fegurð sem blasti við okkur.   Ég var nú samt ekkert viss um að ég hefði náð að fanga hana, því þegar þú horfir á myndir í myndavélinni sérðu ekki endilega litadýrðina eins og hún virkilega er, en þegar heim var komið og myndirnar settar í tölvuna sáum við að þetta hafði tekist.  En þegar við löbbum til baka þá var sólin farin, svo það mátti engu muna að ég næði þessu.
En þetta er haustið í Mandal eins og ég kalla það (Þetta er samt ekki tekið í Mandal en ég er bara ekki búin að læra hvað þessi þorp hérna milli Mandal og KRS heita svo það er allt kallað Mandal alla leið að KRS)

Nú erum við held ég alveg búin að koma okkur fyrir, það vantaði þessa skál til að fullkomna verkið og við fundum hana sem sagt í gær ásamt kaffikrúsunum svo nú er allt komið, jæja nema hlið fyrir stigana, svo Erro sé ekki að taka á móti gestum og ekki að fara uppá háaloft en þar þarf Nói að vera í friði.  Sérstaklega með matinn sinn.  Það er alveg furðulegt hvað hundum þykir kattamatur góður.  Hann spænir uppí sig heila skál af kattamat á nokkrum sekúntum en hann er ekki svona fljótur að borða sinn eigin mat.
Ætla að hafa þetta stutt í dag, þar sem það er mikið að gera hjá mér í vinnunni fram að Íslandsför svo eigiði góðan haustdag í dag og á morgun má rigna.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
12.10.2012 07:11
Hamingjan
Í dag er góður dagur og í dag ætla ég að vera hamingjusöm.  Ótrúlegt hvað það virkar vel að ákveða að morgni hvernig maður ætlar að láta sér líða þann daginn.  Ég hef oft prófað þetta og það virkar bara vel.  Ég er ekki að segja að maður geti endilega snúið við mislukkuðum degi en trúlega ef maður hefði byrjað daginn á þessari setningu þá hefði hann kannski ekki orðið mislukkaður.
Ég veit ekki alveg hvernig og hvort hægt sé að breyta líðan í aðstæðum sem við erum ekki að ráða við sjálf, en það væri nú ljúft ef maður gæti og fattaði að reyna að stoppa þegar maður er þreyttur og pirraður og hugsa upp eitthvað jákvætt.  Ég er til dæmis mjög óþolinmóð manneskja ef kemur að einhverju sem ég á að bíða eftir, en ég get verið óskaplega þolinmóð gagnvart öðru fólki og aðstæðum.  Mér til dæmis finnst ekkert óþægilegt að keyra fyrir aftan bíl sem keyrir aðeins hægar en hámarkshraðinn er.  Og já, mér finnst oft þurfa að ítreka við fólk, þetta er hámarkshraði en ekki eini hraðinn sem allir verða að keyra á.  Af hverju má ég ekki bara dóla mér á 40 til að skoða umhverfið, af því að einhver önnur manneskja í umferðinni er búin að skapa sér þannig aðstæður að hún verður að keyra yfir hámarkshraða til að ná því marki sem hún ætlaði sér.  Af hverju fór hún ekki bara fyrr af stað.  Af hverju er það allt í einu orðið mitt vandamál að hún (þessi manneskja) gat ekki haft fyrirvara á tímanum og lagt 10 mín. fyrr af stað en hún taldi sig þurfa.  Ég er til dæmis þannig að ef ég á að mæta einhvert kl. 14 og er í hálftíma að keyra þangað, þá legg ég ekki af stað kl. 13.30 heldur 13.15 þá er ég örugg að ég verði komin á réttum tíma og sá sem ég þarf að hitta þurfi ekki að bíða eftir mér.  Það er nefnilega ótrúlegt hvað sumu fólki finnst allt í lagi að aðrir bíði eftir þeim.

Hérna úti í Noregi finn ég ekki fyrir þessu, mér finnst nánast alltaf eins og það sé laugardagur.  Það er enginn að flýta sér, nema Þráinn einn daginn um daginn og ég ýtti bara við honum því það passaði bara ekki neitt að hann væri að pirrast á einhverjum sem var bara að njóta þess að keyra og virða fyrir sér umhverfið sitt.
En þetta hlýst kannski af því að hér vaknar fólk kl. 6 – fer í vinnu kl. 7 og allir búnir kl. 15.  Borðað kl. 18 og kvöldið til að njóta.  Mér finnst til dæmis það að byrja að vinna kl. 9 á morgnanna mjög seint og ef ég þyrfti að vinna til kl. 17 alla daga og eiga þá eftir að keyra heim, jafnvel sækja barn á leikskóla og allt þýðir bara að fjölskyldan er rétt komin heim þegar það þarf að fara að elda kvöldmatinn og svo allir að læra og í háttinn.  Það vantar eitthvað þarna inní.  En kannski það sé nálægðin við kirkjugarðin sem róar mig svona, hver veit.

En aftur að hamingjunni því ég er hamingjusöm, mér liður vel, haustið hérna er yndislegt, allt annað en heima með roki og rigningu.  Það kannski rignir einn og einn dag hér en sjaldan með roki.  Það munar svo um það.  Veðrið er að skipta svo miklu máli og hefur svo mikil áhrif á skapið í okkur.  Kannski það sé einmitt þess vegna sem mér finnst ég rólegri og yfirvegaðri hérna en heima á Íslandi.  Ég er ekki að berjast í umferðinni í roki og rigningu alla daga.
Annars styttist í íslandsför og ég er ekki laus við að fá fiðring í magann þegar ég hugsa um það.  Hlakka svo til að sjá ykkur öll sem ég mun ég sjá.  Held reyndar að það verði ótrúlega margir sem ég mun hitta núna og það er sko gaman að því.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
14.10.2012 08:33
Buen
Við hér í Mandal (sem er 15.000 manna bær) eigum okkar eigin Hörpu.  Mjög flott tónleikahús, bíó, bókasafn, listasafn ofl.

Við hjónin skruppum með Arnfinn og Júlíu í gær á Pink Floyd tribute tónleika og það var alveg rosalegt.  Brjálæðislega flott spilun og tónlistin náttúrlega alveg einstök eins og þeirra var einum lagið.  Mjög hátt stillt, sá alveg fólk með puttana í eyrunum næstum allan tímann.  Þráinn sagði að þetta hefði verið of hátt, og þá hlýtur það að hafa verið of hátt. Mér finnst reyndar tónlist eiga að vera spiluð það hátt á tónleikum að ekki sé hægt að tala saman og þetta var það sko rúmlega.  En ég komst líka að því að ég þekki bara eitt lag með Pink Floyd, hef reyndar alveg heyrt fleiri en gat sungið með í einu þeirra og ég söng þá bara hástöfum þá. Ekki málið.  Trúlega hefur fólkið fyrir aftan mig haldið að ég væri spastísk þvi ég get ekki sitið kjurr á tónleikum og þetta er svona tónlist sem gott er að loka augunum og láta sig einhvern veginn fljóta inn í tónlistina, stundum hækkandi (og ég þá hækkandi í sætinu) og stundum lækkandi.  Stundum til hliðar og svo framvegis. Vona að þið náið myndinni í hugann af mér (til að auðvelda ykkur það þá var ég í appelsínugulum kjól).

Þetta var dönsk hljómsveit sem var að spila og þau sérhæfa sig í Pink Floyd tónlist og þetta var 10 mann band með þvílíka snillinga innanborðs að það var unun að hlusta.  Sá reyndar oft fyrir mér Sigurgeir þegar gítarinn var í aðalhlutverkinu, þetta var akkúrat hans eitthvað og ég svo sem veit að hann hefði alveg gert þetta álíka vel, enda mikill snillingur.  Þeir voru með 3 söngkonur í bakröddum en þær sungu sko miklu meira en bakraddir, og voru því kannski bara 3 söngkonur í sveitinni.  Ein þeirra minnti mig svo rosalega mikið á hana Kristínu heitna Eggertsdóttur sem ég vann með á bæjarskrifstofunum í Eyjum í mörg ár. Falleg kona og góð, sem fór allt of snemma.
En það er sko fullt að gerast í Hörpunni okkar Mandælinga því þessir snillingar eru væntanlegir aðra helgi.

Ég veit að Þráni langar mikið að fara og ef þeir væru ekki bara instrumental þá færi ég sko líka en ég veit ekki hvort ég (úps) nenni að hlusta á tónlist án söngs í 2 tíma, fannst eiginlega of mikið instrumental í gær líka en ákvað bara að fíla það fyrst ég var komin á staðinn.  En ég fer auðvitað með kallinum ef hann fær engan annan með sér, ekki spurning.  Finnst reyndar alveg mörg Messofortelög mjög flott. Jæja ég kannski bara hugsa málið, er að fara heim til Íslands í viku vinnuferð og kannski bara í stuði fyrir Messoforte þegar ég kem til baka.  Ég vona alla vega að þeir selji marga, marga miða.
Hlakka til að sjá fólkið mitt í næstu viku og knúsa það.  Hef séð nokkra á skype en fæ þá ekki knúsið með.  Við fjölskyldan kláruðum að pakka inn öllum jólagjöfum í gær og nú á bara eftir að kaupa 3 og pakka þeim inn, veit bara ekkert hvað ég á að kaupa.  Kannski það verði bara eitthvað í fríhöfninni í Osló.
Annars er bara allt fínt hér hjá okkur, okkur líður vel í íbúðinni og allt að komast í rútínu með hund og kött.  Eða kannski ekki kött því hann hefur bara þorað út á tröppunar fyrir framan húsið, þá kemur bíll keyrandi eða kona labbandi og talandi í síma og hann verður hræddur.  Prófum ábyggilega aftur í dag og Ástrós Mirra ætlar að labba út og einn hring í kringum hótelið og sjá hvort það verði ekki rútínan hjá honum þá, fara bara út í smá stund og kíkja á lífið í kringum hótelið.

Má til að skella á ykkur enn einni fallegri haustmyndinni sem ég tók um daginn.  Gæti lifað á svona haustmyndum talsvert lengi.  Haustlitir hafa alltaf verið mínir uppáhaldslitir en haustveðrið heima á Íslandi ekki, en ég verð kannski bara alvöru haustmanneskja hérna því veðrið hér er bara æðislegt þessa dagana, nema í gær þá kom austan áttin með roki og smá rigningu en aðallega roki og kulda. Það þurfi trefil og vettlinga til að labba út á tónleikana.  Já var ég ekki örugglega búin að segja ykkur að auðvitað löbbuðum við út að borða í gær og svo löbbuðum við á tónleikana og svo löbbuðum við heim og ég fór heim til Mirruskottu en Þráinn skrapp út aftur (labbandi að sjálfsögðu) og hitti Arnfinn og Júlíu á pöbb hérna niðri í bæ og þau fengu sér eina kollu.
Hefði aldrei haldið að mér þætti svona æðislegt að vera labbandi út um allt.  En sko það tekur því ekki að labba uppí bíl og sækja hann nema það eigi að fara eitthvað lengra en miðbærinn hérna.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
23.10.2012 21:41
Ísland
Jæja ég ætla rétt að vona að þið hafið saknað mín í þessa viku sem hefur liðið án bloggs.  Ef ekki, jæja þá það.
En ég sem sagt fór til Íslands á þriðjudaginn fyrir viku og var komin um hádegið til Keflavíkur til Silju, Hansa og Kastíels og átti þar góða stund. Hélt reyndar að ég hefði móðgað Kastíel en þá fékk hann bara svona illt í magann og var skeifan á honum þess vegna en vegna þess sem ég sagði.  Algjört krútt þessi krakki og bræðir mann með knúsum í bak og fyrir.

Þaðan fórum við til Ömmu og hittum þar fyrir Erlu og svo kom Sigrún færnka þangað líka svo strax fyrsta daginn hitti ég fullt af fólki.  Endaði síðan hjá Klöru systur og hennar prinsum og var þar í góðu yfirlæti í 4 nætur.  Ríkharður Davíð frænkustrákur var nú ekki alveg að skilja af hverju ég gæti bara ekki sofið í mínu rúmi og hvar bíllinn minn væri, enda ekki furða maður veit ekkert hvar þessi útlönd eru.

Var að vinna miðvikudag, fimmtudag og föstudag og hafði nánast ekki tíma fyrir neitt.  Jú nú skrökva ég, hitti stelpurnar á Melroses á kaffihúsi fyrsta kvöldið, fór í matarklúbbinn minn annað kvöldið og hitti þar Caroline og co, Snorra Pál og co og Írisi og co.  Frábært kvöld með góðu fólki.  Svo átti ég frí á fimmtudagskvöldið enda orðin ansi þreytt þá og svo á föstudaginn var ráðstefna hjá Maritech og ég endaði svo í vígslu á nýbyggingunni okkar í Slysó.
Svo átti nú að vera kósí kvöld hjá okkur systrum en ekkert x-faktor og við enduðum á að horfa á svona týpíska stelpumynd saman með hvítt í glasi.
Á laugardaginn skrapp ég svo í ljósmyndatúrinn (eina túrinn alla ferðina) og tók myndir með góðum konum í Rauðhólunum þar komu Konný systir með og Kolla frænka en eftir það fór ég til mömmu og þá formlega færði ég mig úr Garðabænum (enda ætlaði ég aldrei að gista á Álftanesinu) yfir í Grafarvoginn og var hjá mömmu og Sigga eina nótt.
Tók svo vesturbæjarheimsókn á sunnudeginum eftir að Ása Kolla frænka var búin að heimsækja mig og mömmu og hitti þar Steinu tengdó, Adda og co, Snorra og co, Konna og co og svo var það bara Keflavíkin aftur til Silju og Hansa og kósíkvöld hjá þeim fram að flugi sem var um kl. 11 á mánudagsmorgninum.  Þá er komin vika og ég var sko á fullu en finnst eins og ég hafi ekki gert neitt.

Þetta er svona ferðasagan í grófum dráttum. En ég átti frábærar stundir með fólkinu mínu en það munar alveg svakalega að koma í svona ferð og vera að vinna, þá er nánast enginn tími eftir en samt gaman.  En það er líka gott að vera kominn heim.  Því ég á heima þar sem fólkið mitt er og þar sem við höfum hreiðrað um okkur og það er núna hérna í rólegheitunum í Mandal.  Ég tjúnaðist upp um tvö desibil við að koma til Íslands svo það er greinilegt að Mandal á vel við mig.
Erro var ekkert smá glaður að sjá mig og ég hélt hann myndi fá hjartaáfall við að hitta mig, svo mikil urðu lætin og hann er alsæll hér á morgnanna að þurfa ekki að vera einn aftur allan daginn.  Kötturinn myndi alveg vilja vera meira með mér en hundurinn sér til þess að það er ekki hægt.

Já svo kom dóttirin með próf heim í gær og það var ekki leiðinlegt að skoða, af 97 atriðum var hún með 97 rétt svo líklega gerir það 10 í einkunn.  Frábært hjá henni og svo hafði Þráni verið sagt í síðustu viku að ráðningarsamningurinn hans við Brg yrði ekki endurnýjaður svo Personal Partners yrðu að finna annað handa honum að gera (nú eða hann sjálfur) og þeir hringdu svo í gær og sögðu að hann mætti byrja á nýja staðnum á mánudaginn og það er vinna sem honum líst mjög vel á, vinna við að stækka bryggjuna hérna rétt hjá.  Æðislegt hjá mínu fólki en ég er bara sæt og fín og held þessu öllu saman.

En það voru líka neikvæðar fréttir í gær, því Aron bróðir og Sigrún ætla að segja upp leigunni á íbúðinni og þeirra vegna vona ég að ég finni einhvern góðan leigjanda sem fyrst svo þau þurfi ekki að standa við undirritaðan samning sem er út júní á næsta ári.  En við stefnum á að fá nýja leigjendur inn í síðasta lagi 1. febrúar næstkomandi svo ef þið vitið um einhvern sem vill búa í Hafnarfirði í frábærri íbúð með yndislegum nágrönnum þá er íbúðin okkar til leigu.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
28.10.2012 08:28
Vikan heima
Það tekur alveg tíma að koma sér í gírinn eftir frí eða ferðalög.  Skil vel að strákarnir í Mezzoforte hafi verið á síðasta dropanum í gær enda búnir að ferðast og spila síðan í byrjun október.  En það vantaði samt ekkert uppá frábærleikann hjá þeim.  Ég var nefnilega ekkert viss hvernig mér þætti að sitja heila tónleika með þeim sérstaklega þar sem mér fannst Pink Floyd tónleikarnir alveg mega vera styttri og þar sem tónlistin hjá Mezzo er instrumental þá finnst mér hún ekki eins skemmtileg, en funkið er alltaf æðislegt það er alveg á hreinu og þeir voru bara frábærir þarna í gær.  Mikið gaman að horfa á svona snillinga standa á sviðinu og spila og við erum að tala um að spila af svo mikilli innlifun að gítarleikarinn spilar með fótunum og saxafónleikarinn með öllum skrokknum, innlifunin er svo mikil.
En tölum aðeins um það að Eyþór (flottur kall), Jói verður alltaf betri með aldrinum og Gulli Briem sem enn lítur út eins og fermingardrengur hafi verið í þessari hljómsveit í 35 ár.  Held að Gulli hafi verið 15 ára þegar hann byrjaði og þótti auðvitað undrabarn á sínum tíma.  Ég hafði ekki hugmynd um að Mezzo væru enn að gefa út plötur og að þeir færu í mörg tónleikaferðalög á hverju ári því við á Íslandi erum löngu hætt að tala um þá.  Við virðumst bara tala um þá sem eru að meika það en ekki þá sem halda stöðunni áfram án þess að allt sé blásið upp.  Þeir eru búnir að spila í Noregi, Hollandi, Berlin, Tékkóslóvakíu, Danmörk, Rússland bara í Október 2012.  Geri aðrir betur.  Flottir strákar í frábærri hljómsveit.  Og mikið er gaman að vera á tónleikum þar sem fólk flautar, klappar og öskrar inní miðju lagi ef spilari gerir frábæra hluti eins og sóló og bara almennt flott spil.  Sem sagt þarf að prófa að fara í leikhús hérna og upplifa það að klappa þegar einhver leikur vel, ekki bara þegar kemur hlé.  Elska þetta alveg, þoli ekki þessa fáráðanlegu feimni í okkur íslendingum að geta ekki sýnt þegar okkur líkar eitthvað vel, er það ekki bara þetta sama og geta aldrei hrósað neinum einlæglega, það þurfi þá alltaf að koma sem kaldhæðni eða undir einhverjum öðrum merkjum.  Alla vega hef ég aldrei klappað svona oft og öskrað (kann ekki að blístra) inní miðjum lögum þegar einhver snillingurinn gerði eitthvað stórkostlegt og ég var ekki skrítna konan í salnum.  Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.
Við erum bara búin að hafa það fínt hérna í Mandal síðan ég kom, ég kann alltaf betur og betur við mig í þessari íbúð okkar niðrí bæ, löbbum út og allt tekur innan við 5 mín.  Svo við þurfum að finna okkur eitthvað við tímann að gera, erum reyndar alltaf í göngutúrum og það er bara gott, heilbrigð útivera og hreyfing.    En það koma tímar sem okkur vantar sjónvarpið, það er ekki enn komið.  Svo þarf að fara að huga að ýmsu öðru eins og að fara að undirbúa afmæli og taka á móti tengdamömmu oþh. svo það er bara gaman framundan.
Fórum í göngutúr í gær og uppá útsýnisfjallið okkar hérna yfir bænum og ég ætla að sýna ykkur nokkrar myndir af bænum og útskýra hvar við búum núna og hvar við bjuggum áður.
Hérna er semsagt yfirlitsmynd yfir bæinn, þarna efst til hægri sjáið þið tónleika, leikhús, bíó og listasafnið okkar, Buen kulturhus.  En vinstra megin þar sem þið sjáið brú þar rétt yfir búum við.  Sem sagt hinum megin við brúna.

Þetta er bara svona falleg mynd yfir bryggurnar og bæinn okkar.

Á þessari mynd sjáið þið stórt hvítt hús sem virðist standa við fjallið en er hinum megin við brúna, þetta er Amfi verslunarmiðstöðin okkar og við búum þá í rauninni þar við hliðina en það sést ekki fyrir fjallinu, erum sem sagt bak við fjallið.

Hérna sjáum við svo bæinn í hina áttina og alveg lengst til hægri efst uppi á fjalli þar er Langåsen sem við bjuggum áður, þið sjáið að þetta er langt langt í burtu frá miðbænum og langt uppi á fjalli.  Mikið held ég að ég verði bara oft þakklát Hilje að selja húsið og koma okkur niður af fjallinu og niður í miðbæ þar sem lífið er og já dauðinn líka því ég er alltaf í kirkjugarðinum.

Svo endum við þessa myndaseríu á stúlkunni minni fallegu að horfa á útsýnið í kíkinum þarna uppi.
Og svo eftir þennan góða göngutúr enduðum við í kirkjugarðinum til að leyfa Erro að leika sér með bolta, settumst niður í grasið og höfðum það huggulegt, þurfum kannski að finna okkur einhvern annann stað líka til að gera þetta því það væri gaman að hafa smá picknic einhvern daginn en ekki kannski í kirkjugarðinum og þá er ég aðallega að hugsa um fólkið sem kemur að leiðunum sínum og sér kannski annað fólk bara að skemmta sér, það passar ekki en að sitja í kirkjugarðinum truflar mig ekki neitt.
Ég fékk nokkrar konur í heimsókn á föstudaginn og það var bara gaman, við vorum nú aðallega að fá að hitta Huldu og knúsa hana aðeins en hún og Viðar eru að skilja og það auðvitað tekur á og gott að láta fólk vita að það eigi vísan stuðning í vinum.  Við sátum nú frá kl. 17.30 til 21 svo það var bara æðislegt og margt spjallað og rætt.
Nú fer að styttast í jólamyndatörnina og þá er auðvitað engin svoleiðis hjá mér öhhhhhhhhhhhh, en ég fylgist með hjá Konný og hvað hún er að gera bara í staðinn.  En ég ætla nú að taka eitthvað hérna það eru 3 íslensk börn og ég þekki svo 2 norsk líka svo það má athuga það.  Ætla að prófa að setja ljósin og bakgrunninn upp, uppi í risi og ef það er hægt þar, þá get ég auðvitað tekið eitthvað af myndum.  Kannski af okkur bara líka þó ég sé meira spenntari fyrir útimyndatöku af okkur fjölskyldunni.  Sjáum til hvað kemur út úr því.
Vitiði ég er næstum búin að gleyma að segja ykkur að Þráinn klippti mig í gær og var ekkert smá fín.  Reyndar var þetta bara toppurinn en hann er svo beinn og vel klipptur svo ég sagði bara:  Óli Boggi hvað!.   En alla vega smiðsnákvæmnin skilar sér þarna.  Svo klippti ég Ástrós Mirru eða það heitir kannski bara að særa neðan af hárinu en það var ábyggilega ekki búið að klippa hana í ansi marga mánuði, enda stúlka með sítt hár sem þarfnast engra breytinga en þarf að passa uppá að slitni ekki og skemmist.  Þannig að við mæðgur vorum voða sætar og fínar í gær og erum auðvitað enn.
Eins og ég sagði ykkur um daginn þá eru Aron og Sigrún búin að segja upp leigunni á Burknó og ég er að bíða eftir að Aron sendi mér myndir af íbúðinni svo ég geti sent á leigumiðlum en í millitíðinni ef þið vitið um eitthvað gott fólk sem vantar íbúð, þá er íbúðin á Burknavöllum 5a, 3 hæð til leigu frá og með 1. febrúar nk.
Þetta er 115 fm, 4 herbergja íbúð með frábæru útsýni og yndislegum nágrönnum.  Við ætlum að leigja hana á 160.000 á mánuði og er þá hússjóður innifalinn og leigan gefin upp svo leigjandinn getur sótt um húsaleigubætur.  Við þurfum reyndar að halda geymslunni fyrir okkar dót svo hún verður ekki með og bara læst.  Svo gott fólk ef þið þekkið einhvern sem er góður leigjandi og vantar íbúð þá hef ég íbúðina til leigu.
Já eitt að lokum, nú munar bara klukkutíma á okkur fram í apríl svo það verður aðeins betra – hefur stundum verið erfitt að hitta á fólkið sitt því þegar þau eru laus eftir vinnu, þá erum við komin í að elda matinn og það allt saman og þegar þau er búin að elda þá erum við komin í kósífíling við sjónvarpið og á leiðinni uppí rúm kannski fljótlega.  En nú er það bara 1 klukkustund svo það ætti að muna.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
29.10.2012 08:18
Time and date.com
Hef alveg þurft að skoða þann vef nokkrum sinnum um helgina, er alveg ringluð á klukkunni og alltaf stressuð að ég sé að færa hana í vitlausa átt.  Hvað eru margar klukkur á heimili sem er samt bara með eina klukku uppá vegg?  Ég held að það séu ca. 12 klukkur sem þarf að breyta þó við eigum bara eina veggklukku. Það er klukka í öllum símum, öllum tölvum, vekjarar, græjur og ég veit ekki hvað.  En ég held að flestar séu orðnar réttar núna hjá okkur og nú munar bara klukkustund á mér og þér.  (Ég reikna nú með að flestir sem lesa þetta séu á Íslandi).
Við gerðum sko helling um helgina og það var ekki að skúra, skrúbba og bóna. Reyndar gerði ég smá af því á föstudaginn en svo var bara dólað og leikið sér.  Ég var nú búin að segja ykkur frá tónleikunum á laugardaginn en ég held ég hafi alveg gleymt að segja ykkur að ég bý með þvílíkum snillingi að það hálfa væri ábyggilega mjög gott fyrir marga en ég er nú farin að gera talsverðar kröfur enda góðu vön.
Hann byrjaði á laugardaginn að búa til hlið úr tveimur skáphurðum fyrir stigana og nú getum við gengið um og opnað og lokað hliðum eins og við viljum og þurfum ekki að klifra yfir dót sem er sett fyrir stigann svo Erro komist ekki upp o.s.frv.  Hann notaði í þessi hlið rafvirkjabönd, viðarkubba sem hann á og ætlar að nota í arininn, skáphurðarnar sem ég tók af skápnum á skrifstofunni minni og okkur var gefinn ásamt festingunum á skápnum.  Úr þessu urðu 2 hlið og lífið allt annað á Store Elvegate 55.
En sko þetta er engan veginn allt, því hann klippti á mér toppinn svo ég liti nú betur út á tónleikunum og svo kórónaði hann þetta með því að elda á laugardagskvöldið eftirhermu af Kentucky Fried Chicken og ég er að segja ykkur það að það var sko veisla hjá okkur og hún stóð enn í gærkvöldi og þetta verður sko endurtekið það er á hreinu.  Þvílikur snillingur sem þessi maður er.
En við gerðum sko fleira um helgina fórum í göngutúra og sá í gær var æðislegur því þá fundum við stríðsminjarnar sem ég leitaði að með Konný og Eddu fyrr í haust en við sem sagt höfðum keyrt alveg á réttan stað en áttum svo að labba í smá spotta uppá fjallið sem við enduðum hjá.  Þetta er flottur staður og gaman að labba þarna, þarf einmitt að skoða þetta í sól og birtu einhvern daginn líka.  Frábær staður Lande.  Þarna kemur fólk með nesti og fer í picknik og það voru tvær fjölskyldur þarna í gær svo ég gat ekki tekið myndir af fallbyssustæðinu en þá hef ég bara ríkari ástæðu að koma aftur.  Tókum svo stóran aukarúnt heim og þá sá ég leið sem ég væri líka til að í fara aftur í sól, en það var dumbungur og þungt yfir í gær svo það var ekkert gaman að mynda.

Eitt erum við líka rosalega ánægð með, ég keypti heima á Íslandi ól fyrir Erro sem hægt er að festa í bílbelti og haldiði að hún virki ekki svona vel við göngutúrinn líka og hann labbar bara við hliðina á okkur í staðinn fyrir að toga svona eins og hann gerði, Silja fáðu þér svona ól sem fer alveg utan um hundinn og hann snarbreytist í göngulaginu.  Frábært og gaman að labba með svona fallegan hund sem hegðar sér svona vel.  En þegar við vorum í skóginum uppá fjalli þá ákvað Þráinn að labba aðeins útúr því hann var að leita að annarri fallbyssu (eða sko fallbyssustæði) og hundurinn varð alveg tjúllaður og þegar Ástrós fór á eftir honum þá gjörsamlega fríkaði hann út og ég átti fullt í fangi með að halda honum kyrrum, hann var sko ekki að sætta sig við að þau hyrfu í skóginum og vildi greinilega halda fjölskyldunni allri saman.  Róaðist um leið og þau birtust aftur.  Þetta var einkennilegt að sjá.

En Erro er að standa sig vel í flestum málum núna nema hann reynir að sníkja (þó honum hafi aldrei verið gefið) og hann verður kreísí óður þegar koma gestir og reyndar svo óður að það er ekki hægt að hafa hann í sama herbergi og þetta verður nú að ná úr honum því það er ömurlegt að þurfa að loka hann inni þegar koma gestir en ég myndi sko ekki vilja koma í hús þar sem hundur hagaði sér svona því mér er ekkert vel við ókunnuga hunda það verður að segjast eins og er.  Og maður veit aldrei hvenær fólk er hrætt við hunda og hvenær ekki.

En nú er ný vinnuvika að hefjast og vonandi byrjar hún vel, það komu hjón að skoða íbúðina í gær sem leist vel á svo við vonum það besta og að þetta verði stutt og auðvelt ferli fyrir okkur öll.
Já og það rignir núna í Mandal en er líka 8 stiga hiti svo við spörum sprekið eitthvað meira.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

Skrifað af Kristínu Jónu
31.10.2012 07:51
Halloween í Mandal
Við fáum að upplifa Hallowenn í dag í Mandal.  Allar búðir verið fullar af dóti fyrir daginn og tilboð á sælgæti alls staðar. Við keyptum smá dót til að byrja að safna svo einhvern daginn verður húsið allt skreytt og við líka en í dag verður hangandi beinagrind á hurðinni, kertalukt fyrir utan og nammiskálin eins og útskorið (úff nú man ég ekki hvað það heitir sem er alltaf útskorið andlit á Hallowenn) en við eigum svoleiðist nammiskál.  Keyptum 3 poka af nammi, en gefum líklega betlurum tvo og ætli stúlkan okkar sem fer ekki út að sníkja fái ekki einn pokann.
Hlakka til að sjá hvernig þetta mun allt líta út í dag.  Kannski kemur enginn, kannski klárast úr skálinni á hálftíma og þá slökkvum við bara á kertinu því það er regla hér að það er bara sníkt þar sem er kveikt á útiljósi eða kerti.
En annars bara rólegheit á þessum bænum, höfum verið að byrgja okkur upp af timbri aftur en í þetta sinn ókeypis afskurðsviður úr vinnunni hjá Þráni, maður segir ekki nei við því og þess vegna er gangurinn hjá okkur fullur af spítum.  Við kveikjum svo í þeim í rólegheitum í vetur.
Hér er ekki kominn vetur og langt frá því en ég heyri sögur af snjó ekkert mjög langt frá okkur en mér skildist líka að það hefði ekki snjóað hér fyrr en eftir áramótin síðustu en eitthvað eru menn að spá vondum vetri núna, veit ekki af hverju.  Ekki alveg búin að skilja hvernig veðurhugsunin er hérna.  Tók mig nú 35 ár að skilja hana heima.  Er ekki mjög veðurfarslega spákonulega vaxin það er á hreinu og skil illa veðurkort nema krakkakortin og finnst þau snilld, segið okkur bara hvernig þarf að vera klæddur og sleppið þessum lægðum og hæðum (var óvart búin að skrifa fyrst hér hægðum) og millibörum og ég veit ekki hvað.
Skrapp á Google translate til að skoða hvað ég ætti að segja við krakkana sem koma að sníkja og það er bara “mye er du scary”  finnst svo fyndið hvað það eru mörg ensk orð notuð hérna og sem fullgild norska en ekki slangur eins og við köllum það heima.
Já svo rignir líka er það ekki bara til að gera þetta draugalegra?  Ég held það, þá verður komið svartamyrkur hér kl. 17.
Það er allt að ganga upp með íbúðarmálin á Burknó, búin að fá leigjendur og afhending til þeirra er 1. janúar 2013 og þá er bara að reyna að losa sig við restina af dótinu sínu því ég get ekki haft það í læstri geymslu því rafmagnstaflan og allt er inni í geymslunni.  En ég held að ég sé langt komin með þetta.  Ása Kolla frænka geymir gamla dótið, Konný kaupir frystikistu og geymir einn stól, Klara geymir gömlu klukkuna, og ég ætla að selja kommóðuna og stóra glerskápinn, veit ekki nema ég sé jafnvel búin að því.  Vonandi kaupa leigjendurnir af mér þvottavél og uppþvottavél og þá er þetta næstum komið.
En jæja best að drífa sig í sturtu og fara svo að vinna.
Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
01.11.2012 07:30
Daginn eftir
Já í dag er dagurinn eftir Halloween og það var fyrsti okkar og við mjög spennt.  Vorum samt ekki að missa okkur í skrauti og þess háttar enda ekki þannig fólk en keyptum fullt af nammi og skreyttum smá.
Ég vissi svo ekkert hvenær krakkarnir færu á stjá svo við settum kertalukt og beinagrind út kl. 17 og biðum spennt.  Svo gerðist bara ekki neitt svo ég fór að elda og fyrir þá sem ekki lesa facebookstatusa þá bragðaðist maturinn svo vel að ég varð að hrósa sjálfri mér og stynja yfir pottunum.

En eftir matinn fór mér nú ekkert að lítast á blikuna, erum við kannski of langt niðrí bæ og ekki nógu margir krakkar sem búa hérna eða hvað er í gangi en svo þegar við hjónin vorum vel sest yfir Drop Dead Diva (en við horfum á ca. 2 – 3 þætti af henni á hverju kvöldi núna, vonandi fáum við sjónvarp bráðum) þá var allt í einu hringt á dyrabjöllunni og ég meina sko hringt það var hreinlega hamast á henni og greinilegt að útidyrnar höfðu opnast og við heyrum þessi líka lætin fyrir utan, hundurinn að sjálfsögðu trylltist af spenningi og við hlupum niður og þarna úti stóðu nokkrar nornir og draugar og furðulegt fólk sem við gáfum nammi, mikið hlegið og margt sagt en við skyldum svo ekki mikið af því.  Held að einn krakkinn hafi dottið þegar hurðin opnaðist og þess vegna hafi þau hlegið svona mikið.
Jæja ég var voða ánægð með þetta og sagði við Þráinn að þó það kæmu ekki fleiri þá værum við alla vega búin að fá einn hóp í hús.  En þá er hringt aftur á bjöllunum og Þráinn hljóp niður og rykkti hurðinni upp og öskraði á krakkana og það gerði nú enga smá lukku, þau svoleiðis mokuðu namminu uppúr skálinni og Þráinn kom til að fylla á hana og þá fóru nú að renna tvær grímur á mig að þetta væri nú ekki nóg en þá yrði svo bara að vera.  En þetta voru nú einu tveir hóparnir sem komu til okkar.  Ég er alveg sátt en við eigum nammi handa 10 krökkum í viðbót og munum líklega maula það fram að jólum.  En ég hélt einhvern veginn að þetta yrði meira, meira af draugaklæddu fólki allan daginn niðrí í bæ en ekki bara svona smá göngutúr í grímubúningi eftir kvöldmat.  En við erum sátt.  Fengum alla vega heimsóknir og gáfum nammi.
Nú ætlar Kristín Jóna að prófa að setja upp stúdeóið uppi á háalofti í dag og athuga hvort ég geti ekki verið með ministúdeó þar og fara aðeins að taka portrait myndir aftur, sá nú mynd af Ingu niðri áðan og fékk alveg fiðring að fara að vinna með myndir af fólki aftur.  Svo Hulda mín, ég verð í bandi við ykkur mæðgur þegar ég er búin að prófa og þá kíkið þið um helgina og við tökum jólakortamyndir af ykkur 🙂
Svo þarf ég þá að fara að veiða fólk af götunni líka ef þetta gengur upp.  Aðeins að gera eitthvað meira af þessu.  Annars vorum við fjölskyldan að gera svona Nóvember áskorun á okkur og það verður nóg að gera að fylgja henni eftir, þar kennir ýmissa grasa eins og að baka köku með bláu kremi, púsla 500 bita púsli, hjóla með hundinn, fara í bíó og margt margt fleira.  Hvert okkar skrifaði niður 5 atriði og svo eigum við að fylgja þeim eftir saman.
Spennandi tímar framundan hjá okkur.
En hjá ykkur?  Eigið góðan dag og njótið lífsins.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

Ps. tók engar myndir af Halloween 🙁
Skrifað af Kristínu Jónu
02.11.2012 07:49
og til baka
Maður fer stundum í lífinu fram og til baka, í gær fór ég til baka því ég er búin að setja upp, uppi á lofti hjá Ástrós Mirru mini pínulítið stúdeo, þar sem ég get tekið myndir af einum til tveimur krökkum í einu.  Ef þau komast fyrir í einum stól þá er hægt að taka af þeim saman annars bara einn í einu.  En ég á kannski eftir að færa þetta aðeins til, lofthæðin er svo lítil svo það gerir þetta erfiðara en ég er samt ánægð með þetta, þetta er byrjunin.
En það var rosalega gaman að setja þetta upp og gera fyrstu prufur og allt virkaði, því þegar við Konný vorum að prófa uppi í Langåsen þá var alltaf eitthvað vesen.  En Erro var skellt í jólakortamyndatöku og gott ef ég er ekki komin með mjög myndvænan hund, hann er alveg að ná þessu, nema þegar jólasveinahúfan var sett á hann.  Vildi að ég gæti sýnt ykkur videó af þeirri myndatöku.  En Nói var erfiðari en Ástrós Mirra auðveldust held ég, henni er þetta svo náttúrulegt, reyndar á Þráinn minn ekki erfitt með að sitja fyrir og ég ekki heldur svo það var Nói sem var í mestu erfiðleikum með húfuna.  Ég hefði kannski náð betri myndum af honum húfulausum en við sjáum til.  Búin að mæla mér mót við mæðgur hér í bæ á sunnudaginn og þá ætla ég að mynda stelpuna (og mömmuna auðvitað líka) og leika mér aðeins.
Þetta er það sem þið fáið að sjá núna úr þessari myndatöku en ég er alla vega ánægð með þetta og tilbúin að fara að gera jólakortin fljótlega.  Gaman gaman.
Og já gleðifréttir, það var skrifað undir leigusamning í gær, þannig að við erum komin með nýja leigjendur frá og með 1. janúar en þá þurfum við líka að flýta okkur að reyna að selja gamla stofuskápinn, þvottavélina og jafnvel eina kommóðu er ekki viss með hana.  Annað dót er held ég komið í geymslu eða fer í geymslu núna fljótlega svo þetta er bara allt að ganga vel upp.
Föstudagur í dag og helgin framundan, það er bara æði, erum að hugsa um að skella okkur í bíó á laugardaginn því þá er tilboð í bíó hér og miðinn á hálfvirði.  Þeir velja sko almennilegan dag fyrir tilboðsbíó.
James Bond er málið í dag.
Svo þangað til á morgun, ykkar Kristín Jóna
05.11.2012 07:18
Og lífið gengur sinn gang
Já, oft hef ég sest niður á mánudegi og verið svo uppfull af sögum helgarinnar en er það ekki beint núna, samt var helgin ekki leiðinleg eða neitt þvíumlíkt, gerðum slatta og höfðum það líka voðalega huggulegt.
Lágum alveg í bíómyndum þessa helgina, tvær á kvöldi nema í gær þá var bara ein mynd.  Langt síðan svona bíómyndamaraþon hefur verið háð á þessu heimili.  Við byrjuðum á áskorunarverkefninu okkar í nóvember og tókum minni áskorun um að spila rommí en það gerði ekki neina sérstaka lukku hjá hinum tveimur í fjölskyldunni þar sem ég kunni þetta smá áður en þau ekki.  Áskorunin var einmitt líka á þann veg að ég ætlaði að vinna þau og mér tókst það.  Ég heyrði þessa setningu þegar spilið var búið: ” Finnst þér gaman og vinna aldrei?”.  Nei auðvitað ekki, þessa vegna spila ég eiginlega aldrei.  Svo sting ég uppá spili sem hentar mér, það er þurfa að spá og spekúlera og hugsa og þá virkar það ekki á hina í fjölskyldunni. Við verðum líklega seint öll 3 ánægð með sama spilið.  Virðist einhvern veginn vera þannig að það sé alltaf einn sem er að gera þetta bara fyrir hina tvo.

Svo var tekinn önnur áskorun í gær og það var að feðginin myndu tefla og þau gerðu það og Þráinn vann Ástrós Mirru á 10 mín.  Grunar nú að hún hafi bara ekki nennt þessu.
En það er fullt af áskorunum eftir og við förum í þær bara fljótlega, til dæmis að baka köku með bláu kremi og bleikum rjóma.  Held hún ætti að vera hér um næstu helgi.
En við hjónin erum búin að vera dugleg í göngutúrunum og við uppgötvuðum enn og aftur á laugardaginn hvað það er yndislegt að búa svona niðrí bæ.  Skreppum út að versla í matinn á peysunni og það var ekki allt til í næstu búð, þá er bara rölt í þarnæstu.  Allt við hendina og innan við 5 mín. gangur í allt.  Dásamlegt.  Svo er ég komin með hugmynd af lausn sem leysir svalaleysisvandamálið mitt og það er að smíða bekk fyrir framan gluggann í ganginum og setja svo gæru ofan á hann og þá er hægt að opna gluggana alveg uppá gátt í góðu veðri og sitja með kaffibollann sinn þar og fylgjast með mannlífinu úti í bæ.  Hlakka til að framkvæma þetta. Nú verð ég að fara að á loppumarkaði til að finna gamalt borð eða stól til að geta tekið lappirnar undan því og svo er að finna borðplötu eða kaupa í hana og svamp og gæru ofaná.  Næs!
Já og talandi um allt þetta sem er svo stutt, við löbbum götuna okkar Store Elvegate út á enda, held að hún endi í húsi númer 200 eða svo og þá komum við að brú sem við löbbuðum undir og þar er bara dásamlegt útsýni. Vorum reyndar næstum flutt í íbúð sem stendur þar við en það gerir ekkert til fyrst það er svona stutt að labba þetta.  Hélt ég væri lengur að labba þetta.

Og svo fengum við heimsókn í gær, mæðgur sem voru að koma í myndatöku til mín.  Ég er sem sagt búin að búa til pínulítið stúdeó uppi á lofti og af því að það er undir súð þá er bara hægt að taka myndir af fólki sitjandi.  En ég er mest fyrir það svo þetta er allt í lag.  Hepnnaðist bara fínt myndatakan af mæðgunum, þær myndir verða settar inn fljótlega hér á mirrunetið.
Svo á ég von á annarri fjölskyldu um næstu helgi og það verður líka gaman, þá fæ ég að taka portraitmyndir á norsku.  Ha ha ha.  Alla vega af norsku fólki og kannski maður noti tækifærið og prófi að babbla á norsku við þau og sjá hvort ég geti ekki lært svona ákveðnar skipanir á norsku.  Nei, horfðu hingað, nei snúðu höfðinu aðeins í hina áttina eða eitthvað svoleiðis.  Skelli í Google translate fyrir næstu helgi og æfi mig.
Ég held reyndar að norska fjölskyldan vilji fjölskyldumyndir og þá förum við í sama og pakka og ég gerði einu sinni og treð 4 manneskjum á lítið frímerki og læt þau sitja þétt saman á gólfinu og svo rúllum við þessu upp.

Eins og þið sjáið og heyrið þá eru nægar hugmyndir að framkvæma og við höfum þannig sé alltaf nóg að gera en við erum voða mikið bara að leika okkur finnst mér.  Það fara ekki heilu helgarnar hérna í að þrífa og þess háttar, einhvern veginn er það bara tekið svona jafnóðum, kannski af því að vinnutíminn er styttri hér og við erum bæði hjónin komin heim snemma, þá er svo miklu auðveldara að gera alls konar hluti.  Kannski er það af því að ég þarf ekki að vera að keyra í brjálaðri traffík heim til mín og er orðin þreytt og pirruð þegar ég loksins kem þangað, ég veit ekki, kannski er það bara þetta bæði.  Svo helgarnar hjá okkur fara í að gera það sem okkur langar til, fara út að labba með hundinn, taka myndir, vinna myndir í tölvunni, glápa á vídeó, fá heimsókn, kíkja í heimsóknir (gerum voða lítið samt af því) erum svo sjálfum okkur nóg ennþá og virðumst alltaf finna okkur eitthvað að gera, eða alla vega ég.  Hef samt ekki orðið vör við að hinum leiðist eitthvað svo þetta er bara dásamlegt líf.  Þráinn er kominn í nudd og vonandi að hann fari að ná sér í öxlinni því það hefur auðvitað áhrif á nennuna í manni ef maður sefur illa og er alltaf með verki en þessi nuddari er víst að stinga einhverjum nálum í hann og það virkar vonandi vel, sérstaklega því ég held að það sé meiri erfiðisvinna þar sem hann er núna en þar sem hann var áður.

Jæja ég hafði ekkert að segja en get samt ekki hætt svo þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
07.11.2012 07:32
Fjarfundir
Jæja held ég byrji bara að blogga um vinnuna, vorum nefnilega í fyrsta sinn í gær með svokallaðan rýnifund þar sem öllum sveitarfélögunum var boðið að vera með, og tengdir á fundinn voru Egilsstaðir, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík og Mandal í Noregi.   Þetta var bara svo gaman, og frábær þessi tækni sem við höfum og það að allir geti verið í mynd og við séð hvert annað þó við séum hér og þar um heiminn.  Svo gekk fundurinn líka vel hjá okkur Sigrúnu enda vinnum við vel saman en við fengum reyndar eina athugasemd frá vinnufélaga okkar sem var líka á fundinum sem svona silent partner að músin hefði átt það til að vera á fleygiferð um skjáinn og úps, ég á það svo til og þarf svo að passa þetta.  Ég sagði Þráni frá þessu og hann skellihló því hann verður alltaf sjóveikur þegar ég er að sýna honum eitthvað.  Ég átta mig ekkert á að fólk sé að mæna á músina en auðvitað gerir það það, því það er að fylgjast með hvað ég er að gera á skjánum.  Skemmtilegt að taka þátt í svona og allir voru sammála um að nýta tæknina meira og gera þetta oftar.  Sveitarfélögin pöntuðu nýjan fund um málefni fatlaðra sem fyrst svo ætli ég skjóti ekki á annan fund í næstu eða þar næstu viku líka.  En reyna að auglýsa hann betur og fá fleiri inn þá.
En annars er lítið búið að vera um að vera hérna nema ég held að við fáum sjónvarpsmann í heimsókn í dag, jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiii meira að segja ég sakna þess að sjá ekki fréttir búin að vera sjónvarpslaus í rúmlega mánuð og finnst ég alveg út á túni.  Þó ég geti skoðað það á netinu þá einhvern veginn velur þú bara þær fréttir en fær ekkert auka.  Svo er það líka að glápa saman á þætti eins og Gordon Ramsy og American race og þess háttar líka.  Nú og svo stundum bara glápa án þess að vita á hvað þú ert að glápa.
En við (ég segi við því ég píni Þráin til að horfa á það með mér) erum svo heppin að við höfum getað séð X-Factor USA þættina og fylgst með þeim þannig að ég er ekki alveg út að aka í þeim efnum og það er ekki í gegnum Stöð 2 því það skítafyrirtæki svarar ekki einu sinni tölvupóstum frá okkur svo það er nokkuð ljóst að við verðum aldrei aftur áskrifendur þar (gott hvað ég er fljót að gleyma því þeir eru með alla þættina sem ég fylgjist með) ótrúlegt reyndar að svona fyrirtæki séu svona dónaleg og óforskömmuð.  Ég hef heyrt frá fleira fólki hérna úti að það sé erfiðara en allt annað að fá að segja upp Stöð 2 og flestir hafa lent í því að greiða áskrift eftir að afruglara hefur verið skilað.  Hvernig væri að koma sér alla vega upp samræmdum reglum á milli þessara tveggja fyrirtækja sem eru með samstarfssamning Stöð 2 og Vodafone (eins og þau séu bara ekki sama fyrirtækið) um það að þegar einhver skili inn afruglara til Vodafone sem hefur náttúrlega EKKERT með áskriftir á Stöð 2 að gera, að þeir segi fólkinu að svo verði það að fara í Stöð 2 og segja upp áskriftinni.  Einfalt mál og myndi koma í veg fyrir að fólk yrði svona reitt eins og við.

Á ég svo kannski að koma með einhverjar Erro fréttir hérna núna, ábyggilega sumir farnir að sakna þess að heyra af honum?  Sko Erro er bara flottur hvolpur, ég var búin að elda hann um alla vega mánuð þegar ég fór að telja á fingrum annarar handar hvað ég væri búin að búa hér lengi og ég er sko ekkert búin að búa hér í hálft ár, ég er bara búin að búa hér í tæplega 5 mánuði og viku styttra er Erro búinn að lifa svo hann er ekki einu sinni orðinn 5 mánaða en kann ótrúlega margt.
Hann kann að setjast, leggjast, heilsa, bíða.  En ekkert af þessu mjög lengi, hann er líka bara hvolpur og á ekkert að geta beðið í 10 mín.  en hann bíður kannski í eina tvær mínútur ef ég ekki með nammið í hendinni, ef hann veit að ég er komin með nammið þá getur hann auðvitað ekkert beðið.  Ég skil það alveg.  Hann liggur núna undir skrifborði við lappirnar á mér og þó ég ekkert fyrir hunda þá er þetta nú bara notarlegt. Hann er betri í göngutúrunum ef við erum með bílbeltaólina sem fer undir kviðinn á honum og um hálsinn, það er eins og það sé óþægilegra þegar ólin togast í fæturnar og kviðinn en hálsinn þó ég geti alls ekki skilið það.  En hann var samt skelfilegur í fyrradag, vildi bara hlaupa.  Mér finnst öll myndbönd sem eru að kenna hundaþjálfum sýna fólk sem labbar svo hratt að maður er nánast hlaupandi ég vil kenna hundinum að rölta í rólegheitum með mér niðrí bæ en ekki alltaf vera á kraftgöngu með hann.  En líklega gerir Þráinn það, hann fer ábyggilega á kraftgöngu þegar hann labbar með hann og það er allt í lagi en ég geri það ekki, ég fer út að ganga til að njóta umhverfisins og þess að vera úti en ekki til að nánast hlaupa, þannig að Erro verður að finna muninn á mér og Þráni.  En eins og ég sagði hann er skrárri en hann togar samt ennþá rosalega.  En svo hittum við alltaf einhvern sem þarf að spjalla spyrja hvaða tegund hann er og hvað hann sé gamall og ég er orðin góð í hundaspjallinu á norsku þó ég kunni ekkert annað.  🙂
Annað með Erro er að hann fylgir mér eins og skugginn, eða eins og Skuggi gerði við pabba og það fór svo í taugarnar á mér og gerir enn.  Ég vildi að hann hætti þessu. Hann á að vera búinn að sjá það að ég er ekkert að fara án hans nema í skamman tíma og ég kem alltaf aftur.  Hitt er frekar óþægilegt að maður getur hvergi stigið niður fæti án þess að það sé hundur að þvælast fyrir þeim, ég á örugglega eftir að detta um hann einhvern daginn.  Og annað er þegar við borðum þá vill hann vera undir borði og það er bara ekki í boði á þessu heimili, hann er búinn að fá að borða þegar við borðum svo hann er ekki svangur og þetta er mjög leiðinlegur ávani og matartímarnir hafa farið svolítið mikið í það að Þráinn er að skamma hann endalaust og henda honum í burtu og fá hann til að sitja kyrr en það er alltaf bara í eina tvær mínútur.  Skil ekki þessa áráttu því hann hefur aldrei fengið mat öðruvísi en í dallinn sinn og aldrei þegar við erum að borða svo af hverju heldur hann að það breytist allt í einu NÚNA!  En ég á aldrei eftir að skilja hunda en ekki misskilja mig Erro er ábyggilega samt sá flottasti ever og ég er mjög ánægð með hann en ég hef oft sagt það áður að ÉG er ekki hundamanneskja það voru aðrir á þessu heimili sem eru það en ég get sko alveg og auðveldlega látið mér þykja vænt um hann og verið með hann alla daga en ég verð að viðurkenna að ég sakna Nóa sem treystir sér ekki til að vera hér á neðri hæðinni meðan Erro er.  Því Erro fer svo í taugarnar á Nóa að hann verður viðþolslaus.  Ég sakna þess að hafa Nóa í fanginu á kvöldin þegar við horfum á sjónvarpið og af því að hann er svo sjálfstæður þá er hann bara látinn vera aleinn einhvers staðar svo hundurinn geti legið á gólfinu hjá okkur.  Humm þarf eitthvað að endurskoða þetta.  Loka bara stundum hundinn frammi og leyfa Nóa að koma inn í stofu og kúra með okkur.

En jæja þetta var einn að þeim dögum sem ég hef ekkert að segja og því segi ég bara núna,
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
07.11.2012 11:19
Flensur og annað skemmtilegra
Ég hef undrað mig á fjölda flensustatusa hjá vinum minum á fésinu undanfarið, fæ á tilfinninguna að í sumum fjölskyldum hafi ekki verið hægt að vinna nema hámark 50% vinnu ef tekið er tímabilið sept. okt.
Hvernig ætli standi á þessu?  Ég tek sem dæmi eina fjölskyldu sem ég þekki til og hef einmitt sé mikið af flensustatusum hjá, þar eru 3 börn og líklega ef ég hef náð að telja rétt þá er hvert þeirra búið að leggjast í rúmið alla vega tvisvar á þessum tveimur mánuðum.  Og það er ekki einn dagur í einu heldur 3-5 og það sinnum 3 og minnkum það samt aðeins þá erum við samt að tala um 10 – 15 virka daga sem foreldrarnir eru frá vinnu.  Úff!    Þetta er talsvert mikið, eða reyndar þetta er ofboðslega mikið.  Og þessi fjölskylda spáir mikið í mataræðið, hefur mikið gagnrýnt skólamatinn og að hann sé ekki nógu hollur og það allt.  Þannig að ég veit að eftir þeirra bestu vitund eru þau að gera rétt.  En þá spyr ég, er það?  Hvað er það þá sem orsakar það að sumar fjölskyldur taka allar umgangspestir og flensur, borða samt hollan mat, spá mikið í næringu og allt sem því viðkemur á meðan fjölskyldur eins og mín eru nánast aldrei veik.  Þráinn hefur ekki lagst í rúmið í á annað ár vegna flensu eða jafnvel lengur, hann hefur stundum verið frá vinnu vegna bakveikinda en það er auðvitað af því að hann hefur hryggbrotnað.  Ástrós Mirra hefur ekki lagst í rúmið með flensu eða kvef bara eiginlega aldrei, hún hefur nokkrum sinnum um ævina fengið gubbupest en aðeins tvisvar hálsbólgu og aldrei hor og þess háttar kvef.  Aldrei.  Ég er kannski mesti flensugemsinn á okkar heimili og kannski verið frá 2 daga á ári vegna þess.  En ég er ekki að segja að ég hafi aldrei verið frá veikinda barns, ég tók það saman og síðan 2001 þegar ég kem úr fæðingarorlofi þá hef ég verið frá vegna veikinda barns í 216 tíma.  Sem gerir um 35 dagar og barnið mitt var reyndar og er með magamígreni og var veik vegna þess nánast einn dag í mánuði og auðvitað hefur hún orðið lasin en eins og þið sjáið þá eru 35 dagar á 12 árum sjálfsagt ekki mikið.
Hérna tek ég bara dæmi af tveimur fjölskyldum og ég er ekki að gera þetta af neinni ástæðu nema mig langar að vita hvað veldur.
Er þetta holli maturinn?
Eru börnin kannski of vel klædd þegar þau fara út?
Er þeim kannski gefið vítamín sem þau þurfa ekki?
Það er stóra spurningin?   Við borðum kjötfars og bjúgu og alls konar óhollan mat eins og sagt er, en við borðum alveg líka hollan mat. Við borðum ekki mikið af grænmeti en borðum það samt eitthvað og mjög lítið af ávöxtum.  Við Þráinn erum alinn uppá kjötfarsi, reyktu kjöti, söltu kjöti og öllu því sem sagt er í dag að maður megi alls ekki borða.
Við höfum aldrei kunnað að klæða okkur nógu vel en erum nú að reyna að læra það hér í Noregi.
Þannig að eftir situr hjá mér, þetta hefur sjálfsagt ekkert með mataræðið að gera.  Þetta hefur ekkert með það að gera hvernig þú klæðir þig, heldur er þetta í genunum og alveg sama hvað þú gerir til að sporna við því þá ertu bara fæddur veikindipúki eða ekki.
Mig langar að fá ykkar skoðanir á þessu líka kæru vinir því ég velti þessu oft fyrir mér.  Hvað er það sem við ætlum okkur að ávinna með þessu “svokallaða holla fæði”?  Betri heilsu er það ekki en ef þú færð ekkert betri heilsu er þetta þá endilega svo hollt fæði?  Er Hollt fæði fyrir þig endilega Hollt fæði fyrir mig?  Er ég Þú eða erum við ekki eins og eigum ekki að vera eins og eigum bara að borða það sem fer vel í okkur og gerir okkur södd og veitir okkur smá gleði að borða líka.    En þetta eru bara pælingar um fæðið, hvað annað í lífi okkar getur valdið því að við séum svona viðkvæm og tökum allar pestir og flensur?

En nú langar mig að venda mínu kvæði í kross því ég er alveg orðlaus yfir því hvað þjónustan hér í Mandal er allt öðruvísi en heima á Íslandi, ef þú ert að fá þér router frá netþjónustufyrirtæki þá kemur maður með routerinn og setur hann í samband og tengir þráðlausa netið á allar tölvur sem eiga að nota það.  Þú bara byrjar að nota þjónustuna.
Sama gerðist í dag þegar við fengum nýjan afruglara, það kom hérna maður og þræddi snúrur um allt þak, gekk svo hér inn aftengdi gamla afruglarann og setti þann nýja inn, tengdi við sjónvarpið og stillti inn allar rásir og gerði þetta tilbúið fyrir okkur að byrja að sörfa og horfa.  Ég var að dáðst að þessu við Þráin í gær en þá sagði hann mér að svona hefði þetta verið þegar hann keypti þvottavélina, það kom maður með hana heim, tengdi við rafmagn og vatn og eina sem Þráinn þurfti að gera var að setja þvottinn inn og sápuna í sápuhólfið.
Já og svona var þetta líka þegar frúin í Langåsen keypti nýjan sturtuklefa þá kom maður með klefann og tók þann gamla niður, losaði okkur við allt drasl setti það í bílinn hjá sér, setti upp nýja sturtuklefann og fór ekki út fyrr en hann var tilbúinn fyrir mig að fara í sturtu.  Þetta finnst mér æðislegt og ég er ekki að sakna þess að vera númer 12 á bið og símtöl afgreidd í réttri röð og þegar röðin kemur loksins að mér að þá er ég næstum búin að gleyma af hverju ég hringdi, jú ég hringdi vegna þess að ég var að fá nýjan afruglara og stöðvarnar koma ekki inn, það tekur nú um hálftíma fyrir manneskju að lóðsa mig í gegnum símann hvernig ég skuli gera þetta allt saman sjálf.  Þarna eru tvær manneskjur að eyða tíma sem aðeins ein manneskja hefði verið örstutta stund að gera af því að hún vinnur við þetta og kann þetta.  Og það besta við þetta hér er að þetta er innifalið í kaupunum þegar þú kaupir vöru.  Þetta er hluti af þjónustunni. Þráinn borgaði til dæmis ekkert auka fyrir heimsendingu og uppsetningu á þvottavélinni.  Greiddi bara það verð sem gefið var upp í búðinni, svo líklega eru verðin sem gefin eru upp með þjónustu en það er bara frábært.  Auðvitað á ég ekkert að vera að vesenast í þessu, það eru ekki allir smiðir og rafvirkjar sem kaupa sér vörur.  Hvernig haldið til dæmis að það sé fyrir gamalt fólk að kaupa sér áskrift að Stöð 2?  Það bara getur það ekkert nema það eigi aðstandendur sem geta komið heim og setið í símanum hjá þeim meðan beðið er eftir þjónustu og það allt. Ég held að íslendingar ættu aðeins að fara að endurskoða þjónustustigið hjá sér því það er bara orðið þannig að maður gerir allt sjálfur og eyðir svo miklum tíma í eitthvað sem þú átt ekkert að hafa vit á, nema þú vinnir við það og ættir sko að geta notað tímann í eitthvað betra eins og að knúsa börnin þín og fara út að leika.
En þetta er víst nóg af pælingum í dag, ég veit að þetta verður góður dagur á þessu heimili, þó það rigni úti og eru jólin ekki að fara að koma?

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
13.11.2012 07:07
Kua
Við áttum æðislega helgi, fengum Arnfinn og fjölskyldu í myndatöku og ég mun bara í framtíðinni leggja stofuna undir mig í myndatökur og var það eiginmaðurinn sem stakk uppá því. Enda sagði hann að þetta tæki aldrei nema einn til tvo tíma og hann getur bara fundið sér annað að gera rétt á meðan.
Þau mættu 5 í myndatökuna og ég held hún hafi bara heppnast vel, alla vega eru þau ánægð og það er fyrir mestu.

Nú svo komu Margrét og Jón og heimsókn á laugardeginum og sátu heillengi hjá okkur.  Gaman að svona gestahelgum.  En á sunnudaginn fórum við í göngu með Arnfinn, Julie og gutterne (strákunum) og vorum við með hundana með okkur.  Við löbbuðum eiginlega sömu leið og ég fór með Julie og stelpunum í myrkragöngunni forðum daga.  En nú var bjart og leit út fyrir að vera fallegt veður. Það var labbað uppá fjall í gegnum skóg og hvað haldiði……….. ég hefði átt að vera í stígvélum en ekki kuldaskóm en sko ég hafði svo miklar áhyggjur að mér yrði kalt á tánum ef ég færi í stígvél og fór þess vegna í kuldaskó en ég var líklega eina manneskjan sem var blaut í fæturna því ég á greinilega eftir að læra það að það þornar ekkert svona á jarðveginum inní skógi, þar er bara drullusvað og allt blautt.  Svo fór líka að rigna, jeiiiiiiiiiiiiiii.

En þetta var samt æðislegur göngutúr og þarna fékk Erro að vera laus í fyrsta skiptið.  En ég var nú alveg á taugum yfir því, vissi ekkert hvernig hann myndi höndla annann hund og hvort hann myndi eitthvað gegna okkur ef hann fengi að vera laus og mynda bara hlaupa út í buskann en nei aldeilis ekki.  Hann ætlaði nú meira að segja ekki að trúa því að hann væri laus þegar Þráinn tók af honum ólina.  Og svo þegar hann var búinn að fatta að Ronja (gömul Huskey tík) væri eldri og hann ætti að fylgja henni þá virtist þetta ganga mjög vel.  Hún er svo vön að fá að hlaupa svona og ég hafði auðvitað áhyggjur af Erro út af því líka og hann myndi koma sér í sjálfheldu og villast og ég veit ekki hvað.  Æi, hvað ég vildi að hægt væri að taka hausinn á sér stundum úr sambandi og hætta alltaf að hafa áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum.  En Erro var sko frábær og kom ef við kölluðum og það gerði Ronja auðvitað líka.  Við löbbuðum sem sagt uppá Kua og höfðum þá útsýni yfir gömlu höfnina þar sem núna eru tvö herskip við bryggju og svo bara litlir bátar og skútur. Svo krúttlegur staður og gæti verið beint úr æfintýri eftir Torbjörn Egner og já auðvitað, því Torbjörn var með sumarbústað úti í eyju þarna rétt fyrir utan og kom þá líklega á bátnum sínum að þessari bryggju til að sækja vistir og annað.

Frábær göngutúr og það reyndi bara á að taka myndir í rigningu því auðvitað var farið að hellirigna þegar við komumst uppá topp en ég er búin að ákveða að næsta göngutúr verð ég í stígvélum sama hvernig veður verður og ég þori að veðja að þá verður sól og það er þá bara allt í lagi.
Ég þarf að fara þarna upp aftur í fallegu veðri, sé þetta alveg fyrir mér í fallegu vetrarveðri með snjó í trjánum og blár himinn.
Jæja svo í gær löbbuðum við Erro að höfninni neðan frá ef þannig er hægt að komast að orði, sem sagt fórum bara á bryggjuna því ég er að taka þemamyndir í þema sem heitir Bryggjulíf og einhver hafði á orði að það sæist varla bryggjan á myndunum sem voru teknar frá Kua en ef þú sérð bát þá veistu líklega að þar sé bryggja og þá er þar bryggjulíf.

En göngutúrinn með Erro í gær var ömurlegur.  Jafn ömurlegur og það var gaman að honum í skógarferðinni, hann stanslaust togaði í ólina og þurfti að vera með nefið í öllu sem við sáum hvort sem það var gras eða laufblöð og stökk uppá og flaðraði við alla sem við mættum.  Þetta fór þannig í skapið á mér að mig langaði að gera eitthvað………….. brjál.   Ömurlegt og hann gegndi engu, var alveg eins og hann hefði orðið vangefinn og heyrnarlaus á einum degi.  Shit hvað ég var í fúlu skapi þegar ég kom heim.  En svo jafnaði ég mig og trúlega er frelsið deginum áður að trufla hann svona rosalega og hann allan göngutúrinn með væntingar um að allt í einu verði ólin tekin af og hann fái að hlaupa laus.  En þá hefst næsta skref að kenna honum að það gerist bara á ákveðnum stöðum og bara stundum en venjulegir göngutúrar þar sem á að labba við hliðina á mér er það sem gerist dags daglega.  Æi hvað þetta er mikil vinna, tvö skref áfram og við svo ánægð með hundinn og þá bara 3 afturábak.  Mikið hlakka ég til þegar hann verður gamall og latur.  Ég er svo sannarlega ekki hvolpa og kettlingamanneskja þoli ekki þetta stjórnleysi í þeim og þessa eyðileggingarþörf, hann át núna rétt í þessu jólasveinahúfu sem ég nota í myndatökum.  Bara af því að svefnhergbergið var opið og þær ekki læstar inni.  Sem ég skal aldrei gera.  Setti ekki allar styttur uppí efstu hillu af því að ég var með lítið barn og fel ekki sokka og húfur af því að ég er með hund, hann skal skilja á endanum af hverju ég verð svona reið þegar hann gerir þetta.

En svo eru skemmtilegar fréttir, Farmor kommer i kveld.  Og svo er afmæli hjá Ástrós Mirru á morgun, íslenskt lambalæri með brúnuðum kartöflum og marengsterta frá Margréti í eftirrétt.  Fullt af gjöfum og svo kannski tökum við í eitt spil eða svo, kveikt á arninum og kósí hjá litlu fjölskyldunni í Mandal.
Trúi því nú varla að það séu 12 ár á morgun síðan hún fæddist.  Mér finnst ekki svo langt síðan og finnst hún stækka og þroskast allt of fljótt.  Man svo vel eftir til dæmis þessu gullkorni frá henni þegar hún var 3ja ára:
Í apríl 2004 var mamma að setja á sig eyeliner og ég spurði hana hvort ég mætti fá svona líka, en mamma sagði “Ekki fyrr en þú ert 21.” Þá dreg ég vigtina undan skáp og steig á hana og sagði “En 14,9?” En ég er einmitt 14,9 kg og var pabbi nýbúinn að vigta mig, þannig að ég mundi það. En ég greinilega vissi ekkert hvað 21 árs var.

En þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
15.11.2012 07:28
12 ára afmæli
Jæja þá er litla barnið mitt orðið 12 ára, reyndar hefur hún verið unglingur í 2 – 3 ár svo hún hefur ekkert aktað sem lítið barn en Jesús hvað tíminn líður hratt og það fer bara að líða að fermingu hjá þessum ormum fæddum 2000.

Við vorum búin að biðja kennarann hennar að gefa henni frí í gær í tilefni dagsins og af því að amma var að koma kvöldinu áður svo seint en það var sagt nei við því.  Við vorum nú öll svolítið svekkt yfir því enda ekki nein afmælisveisla þannig séð, engum boðið þar sem við þekkjum ekki marga og enga á hennar aldri en við ætluðum að hafa það kósí og huggulegt saman heima svona pínu náttfata…. eitthvað að opna gjafir og heitt súkkulaði og þess háttar.
En svo í gærmorgum kl. 8.30 hringdi kennarinn og sagði að það væri ekki venjan að gefa frí bara vegna afmælis en útskýrði í leiðinni að hún gæti gefið frí ef það er einn dagur og hún metur það svoleiðis og ég sagði henni að einmitt amma hennar hefði komið frá íslandi kvöldinu áður og við ekki komin heim fyrr en eftir miðnætti og hún væri talsvert þreytt og við hefðum ætlað að vera saman í fríi svo hún gaf stelpunni frí og það hreinlega bjargaði deginum hjá okkur.
Við sem sagt áttum ótrúlega kósí dag, fengum okkur muffins í morgunmat, lambalæri með brúnuðum kartöflum og sveppasósu í kvöldmatinn og í eftirrétt var hin dásamlega kaka frá Margréti með heitu súkkulaði með ís í bolla.  Mjög kósí og góður matur og allt saman.  Fórum svo að spila Fimbulfamb og þetta er spil sem ég hef bara gaman af, það eru lesin upp skringileg orð og við eigum að búa til skýringu (þe. ef við vitum hana ekki) á orðinu og svo eru allar skýringar lesnar upp og sú rétta líka og þá giskar maður hver er rétta skýringin. Það má blöffa og allt og þetta er mjög skemmtilegt, eykur orðaforðann NOT því þetta eru svo skringileg orð sem koma þarna að maður man þau ekki, alla vega ekki eftir að hafa séð þau bara einu sinni.
Ástrós Mirra fékk fullt af fallegum gjöfum og vil ég nota tækifærið og þakka öllum fyrir gjafirnar handa henni. Hún getur núna setið á náttfötunum með góða lykt, hlustað á tónlist og lesið bækur.  Hún fékk mikið af bókum en það var nú ég sem stýrði því svolítið því við getum ekki keypt íslenskar bækur hér og hún þarf að lesa svolítið til að viðhalda íslenskunni sinni.  En nú talar hún jöfnum höndum 3 tungumál, íslensku við okkur, norsku í skólanum og ensku við vini sína á skype.
Það er svo gaman að vera búin að fá ömmu í kotið til okkar, nú er þetta að verða alvöru heimili með 3 kynslóðum, hundi og ketti.  Svona á þetta að vera, við eigum að hætta að senda gamla fólkið á elliheimili og gera eins og gert var í gamla daga og hugsa um það og leyfa því að hugsa um okkur.  Leyfa þeim að kenna okkur gömul gildi og segja okkur frá lífinu sem þau lifðu sem var allt öðruvísi en það sem við lifum í dag.  Ég hef alltaf haft þá skoðun að við eigum að fá gamla fólkið inní leikskólana sem viðbót og sjáiði fyrir ykkur lestrarstundina þar sem amma situr í stól og les fyrir börnin.  Þetta er nefnilega fólkið sem hefur tíma fyrir börnin okkar.  Við höfum það ekki, við erum að vinna, kaupa í matinn, fara í ræktina, sinna vinunum og svo er bara úps komið kvöld og allir dauðþreyttir en ef hún amma væri heima með heitt kakó og nýbakað bananabrauð þá væri nú ljúft að koma heim úr skólanum.  Jæja, þetta er kannski nostralgía í mér en ég var nefnilega svo heppin að alast upp hjá henni ömmu minni og hún var einmitt heima þegar ég kom heim úr skólanum og með heitt kakó ef það var kalt úti og alltaf að baka.
Kannski eru ömmur of ungar í dag en þá er bara spurning með langömmurnar.  Því ömmur Ástrósar Mirru eru á rétta aldrinum til að gera þetta því þær eru hættar að vinna, en ég veit auðvitað um ömmur á mínum aldri og þær eru jafn uppteknar og mömmurnar.  Þannig að ef ég held þessari pælingu áfram þá erum við að eignast börnin of snemma þannig að það eru engar ömmur á lausu til að lesa og segja sögur.
Ég tek svo eftir því þegar amma mín og langamma Ástrósar Mirru er að tala við hana að það verður allt annar tónn, svo mikil þolinmæði og elska.  Ok, ég elska ömmur það er nokkuð ljóst og afa reyndar líka en einhvern veginn var það bara hann afi minn sem las og kenndi mér að lesa en ég hef ekki hitt aðra afa sem gera það en auðvitað eru þeir til líka.  Ég sem sagt elska afa og ömmur.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
16.11.2012 07:41
Göngutúr í góða veðrinu
Í dag á mín yndislega systir Laufey Konný afmæli og ég tel mig svo heppna að eiga hana að og vildi að ég gæti smellt á hana kossi svona í tilefni dagsins.  Að eiga vikonur í systrum sínum er frábært því þú velur ekki fjölskylduna þína en þú velur vini þína og systur mínar eru mínir bestu vinir og á ég þeim endalaust þakkir fyrir það.
Til hamingju með daginn þinn elsku Konný.
En í gær var sko yndislegt veður hér í Mandal og ég ákvað að drífa tengdamömmu út í göngutúr en komst að því að ég þarf að vera dugleg að ýta við henni því hún var orðin þreytt og móð eftir 5 mín. og hér göngum við nánast allt sem við förum innanbæjar eða hjólum svo það er eins gott að hún venjist því.  Hún reyndar vill það alveg og ætlar að leyfa elskulegri tengdadóttur sinni að ýta sér út í göngu daglega þar til hún verður hressari.
En ég varð að skila henni í gær og halda ein áfram með hundinn og við fengum þennan góða göngutúr með yndislegu útsýni og allt.  Þemað hjá okkur í þemaklúbbnum núna er bryggjulíf og eins og þið sem þekkið mig vitið þá elska ég báta og bryggjur og lífið þar í kring.  Svo í dag verður stuttur texti en meira af myndum, njótið.
Þangað til á morgun, Ykkar Kristín Jóna
19.11.2012 07:40
Tíminn líður
Vá, hvað tíminn liður hratt sérstaklega um helgar. Nú er nóvember langt kominn og eins gott að fara að huga að jólaskreytingum og fleiru.  Við ætlum saman nokkrar kellingar í búð sem almennt er kölluð Ameríska búðin á þriðjudaginn og þá kaupi ég líka bling bling jólaskraut handa okkur því allt okkar jólaskraut er ennþá heima á íslandi.  Það verður gaman að fara svona kellingarferð og athuga hvort maður geti ekki eytt smá pening í bling bling.
En helgin okkar var mjög fín, skruppum í bíó fjölskyldan þe. við 3 skyldum ömmu eftir heima með hund og kött og sáum Skyfall. Við munum nú ekki fara vikulega í bíó því við höfum ekki efni á því, þessi ferð kostaði okkur 11.000 ísk. og var innifalið í því, 3 miðar, 3 popp og 3 kók.  Ekkert annað.  Held að þetta sé dýrasta popp sem ég hef borðað enda fórum með afganginn heim en hefðum nú bara hent því uppi +a Íslandi.  En myndin var mjög góð en sætin ekki sérstaklega þægileg fyrir 2,5 tíma í setu.  En þetta var samt gaman.
Svo fórum við í gær með ömmu gömlu í bíltúr að sýna henni bæinn og ég held hún sé alveg rugluð og muni snúast í marga hringi ef ég á eftir að biðja hana að fara eitthvað.  Og ég skil það alveg því bærinn okkar virkar mjög flókinn og snúinn svona í fyrstu sýn. En það er ekki hægt að villast það er ég búin að komast að.
Svo enduðum við á að fara í göngutúr með Erro og hittum Margréti og Jón með Tönju og það var bara gaman en við vorum aðeins of seint á ferðinni því hér dimmir eins og einhver hafi dregið fyrir kl. 16.30 og við fórum ekki af stað fyrr en alveg að verða fjögur.  Munum það næst.  Og bleytan og drullan í skóginum er þannig að það er ekki hundi út sigandi og hann þurfti sko sturtu þegar hann kom heim svo ég veit ekki hvort það verði farin svona ferð alveg á næstunni, kannski bara þegar kemur frost og snjór og betra verður að ganga úti í skógi, þá er líka bjartara.
Hittum landa okkar á göngunni sem ég vona að hafi skilið mig, en mér fannst hann bera öll merki þess.  Tók að sjálfsögðu mynd af honum líka.  Þetta var eini hesturinn sem kom labbandi til mín þegar ég mætti þarna með myndavélina, maður er einmitt svo vanur því heima að hestar koma til manns, eru pínu forvitnir oþh. en allir hinir hestarnir sem voru klæddir í kápur og önnur föt litu ekki einu sinni upp til að athuga hvað væri í gangi.

Annars var þetta bara róleg helgi og kósí – amma gamla fékk loksins súpu í gær en hún er búin að sitja og vona og bíða síðan hún kom, svo það var gott að geta uppfyllt einhverra vonir með auðveldum hætti.  Jú og svo gerði ég víst snilldarverk líka, aðstoðaði dóttur mína við að búa til Tekket server fyrir sig og Kristófer í Minecraft og það TÓKST.  Held að þau 2 hafi verið voða ánægð og svo ánægð að hún dóttir mín gat ekki slitið sig frá tölvunni til að þakka mömmu sinni fyrir, en hún gerir það bara seinna.  Ég veit hún var þakklát. 🙂
Vinna í dag og auðvitað alla vikuna en eftir vinnu á morgun Ameríska búðin svo er þemavika í skólanum hjá Ástrós Mirru og við foreldrar komum þangað á föstudaginn til að sjá hvað þau eru búin að vera að útbúa kynningarefni um löndin sín og Ástrós Mirra bjó til slideshow um Ísland og verður með nokkrar ljósmyndir frá Íslandi ásamt bók um Vestmannaeyjar og svo komum við með harðfisk og smör á lokahófið þeirra til að leyfa fólki að smakka.  Þetta verður voða gaman að sjá, mér skilst að það séu börn frá 17 löndum í þessum skóla svo það ætti að verða mikið fyrir augað og margt fjölbreytilegt að skoða.
En þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
21.11.2012 07:36
Kellingaferð
Mikið þarf nú lítið til að gleðja mitt litla hjarta.  Ég fór í gær með 4 öðrum kellingum í bæjarferð til Vansa í svokölluðu Amerískubúð og mikið var nú gaman að þvælast 5 saman í bíl og skoða umhverfið og versla í búðinni og kíkja við Lyngdal og skoða í Jysk á leiðinni heim og bara kjafta og hafa gaman.
Uppgötvaði að það er ekki bara í Mandal sem er fallegt.  Þetta er í klukkutíma fjarlægð (ég hef ekki farið lengra en 40 mín frá Mandal) og svo fallegur bær og minnir um svo margt á Ísland líka, á tímabili fannst okkur við vera á Stokkseyri og svo vorum við komin á Reykjanesið á leið í Hafnirnar.  Hlakka til að fara þetta í góðu veðri með Þráni og taka sér kannski daginn og njóta vel.
Við fræddumst líka um fullt af hlutum í þessari ferð því hún Ella Jack hefur greinilega lesið sér meira til um svæðið hér en við hinar.  Við fræddumst um listamanninn Vigeland sem var fæddur og uppalinn í Mandal.  Við fræddumst um Egil Skallagrímsson sem var víst einhverskonar kóngur hér í Mandal en átti síðan að láta lénsdæmið af hendi til annars konungs og hjó þá hausa af hestum og setti á stangir og stillti upp víða en það var til að leggja bölvun á nýja kónginn.  Þarf að gúggla þetta og lesa betur og segi ykkur svo seinna frá.
En ég verslaði nú ekki eins mikið og ég hélt ég myndi gera í amerísku búðinni en verslaði þó og keypti voða krúttlegt gamaldags jólaskraut sem ég hlakka til að setja upp hérna hjá okkur.  Keypti svo nokkur ljós í Jysk og er sko til í jólahreingerningu um næstu helgi og setja upp eitthvað af ljósum.  Það er byrjað að skreyta götuna okkar með jólagreni og ljósum svo við verðum að gera okkur klár líka.
Hlakka til aðventunnar og að fara að baka og kveikja á kertum og arni og vera að kósíast í myrkrinu.
Við erum auðvitað byrjuð á undirbúningi því jólakortin eru komin út úr prentaranum en á eftir að setja í umslög og það klárast um helgina líka.  Held einhvern veginn að þetta verði góð alveg að koma jól helgi.
Nú er Maddý búin að vera í viku og er alveg að ná áttum hérna, hún er nú pínurugluð á verðum og þess háttar en það kemur og svo finnst mér eins og hún sé smá hrædd um að rata ekki baka ef hún fer eitthvað en ég sagði við hana í gær að hún gæti ekki villst hér, því það eru svo mörg kennileiti sem hún hefur.
Erro er að jafna sig á þessari fjölgun í fjölskyldunni og ég vona að hann sé hættur að mótmæla, því hann var kominn mörg skref afturábak í hlýðni og hreinlæti, en mér sýnist það á réttri leið aftur.  Nói er ekki búinn að sættast við hann en ég held í vonina að það gerist nú einn daginn.  Finnst hann heldur rólegri núna gagnvart honum en hann þolir alls ekki að Erro komi og reki trýnið framan í hann en það þoli ég ekki heldur og skil mætavel.  Vonandi að Erro læri það einhvern daginn að hafa þetta trýni bara fyrir sjálfan sig.
Keypti dásamlegt skilti í amerísku búðinni sem á stendur “Mirror, mirror on the wall….. what the hell happened?”  Þetta verður hengt upp fyrir ofan spegilinn í ganginum hjá okkur ekki spurning.  Ég nappaði þessari mynd frá henni nöfnu minni sem hún virðist hafa tekið í gær í búðinni en ég svo niðursokkin að ég hafði ekki hugmynd um það.  Þarna eru Maddý og Ella Jack ásamt mér á myndinni.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
24.11.2012 07:59
Valdabarátta og international
Ég er að segja ykkur það að valdabaráttan hér á heimilinu náði hámarki í vikunni þegar Nói kóngur kom niður í stofu og sagði, hingað og ekki lengra, ég þarf að fara að geta gengið um þetta hús óáreittur og sá lét Erro heyra og vita hvað hann meinti eins og sjá má á myndbandinu sem Ástrós Mirra tók og setti á fésbókina.
https://www.facebook.com/photo.php?v=527990180547126
Ótrúleg þrjóska og heimska í þessum hundi ég segi ekki annað, (ekki misskilja þetta neitt, hann Erro er æði en enn og aftur er ég að læra um eðli hunda og katta og getiði hvor er mér meira að skapi?)  að skilja ekki þegar sagt er nei, mér líkar ekki þegar þú treður nefinu á þér í mig.  Ég er nefnilega svo sammála Nóa og er endalaust að segja þetta við Erro, ég bý nefnilega við það vandamál þó ég geti alveg haft fullt hús af dýrum en ef þau koma við mig sleikja eða ýta blautu trýninu eða eitthvað álíka þá fæ ég tilfelli.  Alveg sama hvort það er kötturinn eða hundurinn, kötturinn er löngu búinn að læra hvað hann má og hvað ekki og hann veit að ef hann vill vera hjá mér þá leggst hann í fangið á mér og ég klappa honum.  Hundurinn á eftir að fatta það ef hann vilji strokur þá leggur hann hausinn í sófann hjá mér, sest og verður kjurr og þá skal ég klappa honum.  En mér skilst að þetta komi einhvern daginn, bara ekki nærri nærri nærri nærri strax.  Vá hvað ég nenni ekki að bíða, er orðin svo þreytt á þessari valdabaráttu, kötturinn vælandi og hundurinn að reyna að ná til hans eins og hann sé einhver bráð.  Suma daga verður ekki friður nema þeir séu lokaðir inní sitthvoru herberginu og það er auðvitað ömurlegt og mér finnst hundleiðinlegt að geta ekki haft Nóa í fanginu þegar ég horfi á sjónvarpið en þá er honum voðinn vís.
En þetta kvöld í fyrrakvöld ákváðum við að leyfa þeim að útkljá þetta og þeir gerðu það en Erro var sko bara búinn að gleyma því daginn eftir svo þetta er allt byrjað aftur og Nói greyið á flótta allan daginn.  Einhver ráð, einhver?  Svo er það þetta með aga hundinn það virkar alveg ef maður sefur ekki á nóttunni því hann gleymir bara yfir nóttina hvað sagt var í gær og ef það er ekki sagt nógu hátt og hvellt og oft þá heldur hann greinilga að við séum hætt við þessa reglu.  Erro er sko bestur á morgnanna þegar ég er að vinna, þá er hann búinn að fatta að hann eigi bara að vera rólegur og liggur hjá mér eða inní rúminu sínu og fylgist með mér, en sko hann fylgist með mér því ef ég fæ mér kaffibolla þá stendur hann líka upp og fer að athuga hvað ég sé að gera.  En eins og ég segi, mér þykir voðalega vænt um Erro líka er bara svo hissa að hann sé ekki að fatta þetta því ég veit alveg að hann er ekki vitlaus, athyglisýkin er svo mikil að maður ýtir gáfunum til hliðar ef möguleiki væri á kjassi.  Maður ýtir líka gáfunum til hliðar ef einhver möguleiki væri að einhver nennti að gera eitthvað með manni þó það sé þúsundsinnum búið að segja nei.
Ég lofa ykkur því að við verðum ábyggilega bestu vinir þegar hann nær fullum þroska og róast niður.  Alveg eins og með Nóa, ég var ekkert að þola hann mjög vel þegar hann var kettlingur, er ekki fyrir svona kettlinga- og hvolpalæti.  Minnið mig á þetta næst, þegar ég fæ mér dýr að hafa þau bara fullorðin.  En kannski ekki mjög fullorðin svo þau séu ekki á grafarbakkanum.
En þá er það International vikan sem var í skólanum hjá Ástrós Mirru í vikunni.  Þar eru börn frá 17 löndum búin að vera að búa til kynningarefni um heimalandið sitt.  Powerpointshow, stór plaköt uppá vegg, matur, fatnaður og margt fleira.  Svo var sýning í gær þar sem foreldrum var boðið og þetta var bara æðislegt.  Vel staðið að þessu og ég kemst ekki yfir það hvað þessir kennarar í Motaksskólanum eru frábærir, ég hef aldrei áður mætt svona vinalegu viðmóti allra sem vinna þarna, það er einhver svo mikil útgeislun sem þau hafa og virðast hafa svo gaman af starfinu sínu.  Enda hljóta þau vera rík af reynslu að umgangast svona mikið af börnum frá öllum heimshornum.  Þegar verið var að undirbúa þessa hátíð þá var spurt hvort við myndum taka þátt og hvað við myndum gera, koma með mat, koma með myndir og annað kynningarefni og gera eitthvað annað.  Ég hélt kannski að það yrðu þjóðdansar og þess háttar og bauð því Þráin fram í það að sýna myndir úr Vestmannaeyjabókinni okkar og segja frá gosinu sem hann lenti í þegar hann var aðeins 8 ára gamall.  Hann var eina foreldrið sem kom upp og gerði eitthvað svo við erum sko stoltust ever að honum.  Hann var ekkert viss hvort þau vildu þetta fyrr en kvöldinu áður því dóttir okkar segir okkur ekki allt og stundum ekki neitt, nema við drögum það uppúr henni svo hann fór þarna alveg óundirbúinn að segja frá reynslu sinni á norsku (og fékk að grípa í enskuna líka).  Alltaf flottastur kallinn minn, ekki spurning og ég var svo spennt þegar hann var að tala að ég gleymdi að taka mynd af honum.
Ég tók með litlu myndavélina okkar sem er komin með nýtt batterí og því hægt að nota á stundum sem þessum en ég verð að viðurkenna að þetta eru glataðar myndir, enda umgjörðin ekki hugsuð út fyrir myndatökur og það allt, en þetta geymir minninguna og það er það sem máli skiptir.
En eitt verð ég að segja ykkur og það er að við Ísland áttum sko flottasta plakatið ekki spurningen enginn annar með ljósmyndir í stærð A4 á sínu plakati, bara eitthvað klippt úr dagblöðum eða prentað á venjulegan pappír og klippt svo út.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
26.11.2012 07:08
Ætlaði sko að vera á réttum tíma
en endaði á að vera viku of snemma með fyrsta í aðventu.  En það er allt í lagi, við erum þá bara tilbúin í jólastuðið. Erum búin að kaupa smávegis af jóla jóla en ætlum ekki að hafa of mikið því trúlega verðum við svo komin með allt okkar jóladót að heiman um næstu jól og þá værum við komin með allt allt of mikið.
En við erum nú ekki byrjuð að baka en ættum auðvitað að fara að huga að því (skilaboð til Ástrósar og Þráins), bara til að fá lyktina í húsið og auðvitað að borða smákökur líka. Hérna er búið að hengja ljós á allar götur en mér sýnist ekkert komið í húsin enda við viku of snemma en það má alltaf lýsa upp skammdegið þó enn sé vika í aðventuna.
Við fórum í þennan líka góða göngutúr á laugardaginn eftir að við vorum búin að taka allt í gegn hérna og löbbuðum út að Sjosanden og inn í skóginn að sýna ömmu skóginn og ströndina og líka bara til að hreyfa okkur öll.  Þráinn var búinn að segja mömmu sinni að þegar hann bjó á Sjosanden þá komu stundum Bambar í skóginn við húsið og hann tók einhvern tíma mynd af þeim og henni fannst þetta náttúrulega svo sniðugt.  Svo erum við stödd þar fyrir utan og hann er að benda henni á hvar hann bjó, þegar hún segir og sjáiðið bambana þarna og við héldum að nú væri hún bara með rugluna, um hábjartan dag alveg niðrí bæ að þar væru þeir á röltinu og allt fullt af fólki þar, en nei nei amma er ekki svo rugluð, því þarna röltu þeir tveir og skoðuðu umhvefið.

Svo löbbuðum við lengra og lengra inní skóginn og gerðum ömmu auðvitað mjög þreytta svo Þráinn ákvað að sækja bílinn og koma með hinum megin við skóginn en þegar við fundum bílinn þá var enginn Þráinn svo við settumst bara niður og höfðum það huggulegt.  Fórum að leika okkur að línum og formum og þetta kom til dæmis út úr því.

Það er voða gaman að hafa tengdamömmu í mat hérna því henni finnst allt sem ég elda svoooooooooooo gott, líklega finnst Þráni og Ástrós Mirru það líka en ég skil það alveg að maður er ekkert að hrósa sömu manneskjunni fyrir sama hlutinn aftur og aftur.
Í gær var rok og rigning í Mandal og ég sá á veðurvefnum að vindurinn átti að fara uppí 17 metra á sec. sem er náttúrulega snælduvitlaust veður hér, en við fundum nú ekkert mikið fyrir því hérna niðrí miðbæ en sáum bara að jólaskreytingarnar eru eitthvað úr skorðum og ekki lengur ljós á öllum seríum.  En það verður vonandi lagað fyrir jól.
Svo við vorum bara inni, held að Þráinn og Ástrós Mirra hafi ekki farið úr náttfötunum allan daginn og það er bara kósí en tengdamamma þurfti að dressa sig upp því hún ætlaði að vera þolinmóða konan að leyfa mér að stúdera ljósin og lýsingu í stofunni hjá mér og þetta er hluti af afrakstrinum.  Þið fáið að sjá meira seinna.

 

Jæja hún á nokkrar hliðar þessi tengdamóðir mín og ein er sú að hún gerir allt sem ég bið hana að gera, líka að leika kreisí person í myndatöku og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég setti komment að ég ætti nú ekki sjö dagana sæla að þurfa að hafa hana hér í 2 mánuði en einn útlendingur kommentaði að honum sýndist nú frekar að þetta væri svona skemmtileg kona og ætli hann hafi nú ekki giskað á rétt.  Held að hún hafi nú skemmt sé ansi vel í þessari myndatöku og sé ánægð með hana.  Bíðið þar til þið fáið sent jólakort frá henni, þá sjáið þið skemmtilegheit.
Vona að þið hafið skemmt ykkur vel yfir myndbandinu af valdabaráttunni milli Erro og Nóa, nú er það þannig að ég varð að loka skrifstofuni svo Nói geti gengið um húsið því Erro er enn ekki að fatta að hann vilji ekki leika.  Hversu erfitt er að sætta sig við að það séu ekki allir til í að leika við mann þegar manni sýnist.  En hann er krútt líka og liggur hér undir skrifborðinu loksins þegar hann sá að ég ætlaði ekki að opna aftur fyrir honum.
Já og þar sem ég hélt að fyrsti í aðventu væri í gær, þá kláraði ég jólakortin og þau fara í póst í dag, við verðum líklega næst fyrst með kortin því Ása Kolla er ALLTAF fyrst og á að vera það.  Við hin vitum að það er óhætt að setja kortin í póst þegar Kollukort er komið.
Við ákváðum aðeins að skera niður jólakortalistann okkar og sum ykkar sem eruð mjög nútímaleg og notið tæknina fáið kortin send rafrænt en þeir sem eldri eru og þeir allra nánustu fá þau í pósti.  Vonandi eigið þið bara eftir að njóta aðventunnar og þess að gera eitthvað jóla jóla jóla.  Já mig langar til dæmis á jólatónleika eða eitthvað þess háttar, það væri gaman.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
28.11.2012 07:50
Er fólk fífl?
Við heyrum mjög oft þessa setningu að fólk sé ekki fífl og því eigi ekki að taka ákvarðanir fyrir það en ég get svarið það að fólkið sem kýs í bæði UK x-factor og USA-x-factor er fífl, það er eitthvað einkennilegt þegar tvær söngkonur ná ekki að skila sínum lögum almenninlega og meira að segja önnur þeirra var fölsk á köflum og eina sem var í lagi hjá henni var þegar hún tók einhvern háan tón en hver ætlar að hlusta á hana góla endalaust, hún getur ekki sungið lága tóna og hún er með vonda nærveru, var óheiðarleg í undankeppninni og er að feika einhver tár núna í þáttunum til að þykjast hafa tilfinningar.  Svo var hún ekki kosin út, ég gleymdi reyndar að fylgjast með í hvaða sæti hver og einn lenti þarf að gera það í dag en guð minn góður að tvær flottar stelpur hafi þurft að syngja fyrir lífi sínu þegar það voru tvær þarna sem áttu skilið að fara út.
Ég er svo heppin að einn vinnufélagi minn tekur upp x-factor fyrir mig og sendir mér þættina svo ég geti fylgst með, algjört yndi hann að gera þetta fyrir mig.
Ég fór að skoða núna í hvaða sæti hún CC hefði lent og hún var í fimmta sæti, sem hreinlega segir mér að kaninn er að kjósa eitthvað allt annað en ég myndi gera í x-factor.  Það er ekki verið að kjósa útgeislun og góða rödd, það er nokkuð ljóst.
Hún hlýtur að detta út næst, það kemur ekki annað til, við ætlum að horfa á einn þátt í viðbót í kvöld og þá er ég búin að ná ykkur sem horfið á Íslandi í áhorfinu.
En það datt út sjónvarpið hjá okkur í fyrradag, trúlega eitthvað farið úr sambandi uppi á þaki en við höfum ekki komist til að skoða það því það er komið svartamyrkur þegar Þráinn kemur heim úr vinnu kl. 16.30 svo það var æðislegt að fá þessa þætti til að hafa eitthvað að glápa á, á kvöldin.
Og þessi 3 eru mín uppáhalds:

Annars bara allt við það sama á þessu heimili, hundur og köttur í stanslausu stríði, hundinum farið aftur í hlýðni og við vorum um daginn orðin ansi þreytt getum ekki gert neitt án þess að hann þvælist fyrir löppunum á okkur, sleikjandi allt og alla en svo breyttum við aðeins reglum hér á heimilinu og hann er heldur skárri, það er alla vega hægt að fara út með hann að labba núna en um daginn þá gáfumst við tengdamamma báðar upp og fórum með hann heim.  Misstum okkur í pirringi (eða ég sko, því hún er ljúf sem lamb þessi tengdamóðir mín) og þá varð að hugsa upp nýjar reglur fyrir hundinn því hann var farinn að stjórna og hafa yfirráðin með neikvæðri hegðun (það er hvolpurinn).  Ég skil ekki fólk sem hefur alið upp hvolp að það geri það aftur þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í, segi ekki meir.  Og ég á að vera með hund af gáfaðri tegund.  Bíð ekki í þessa heimsku því minn hundur veit ekki muninn á rassinum á sér eða framenda og man ekki neitt nema það sé hamrað á honum 100 sinnum á dag.  Þvælist endalaust fyrir löppunum á okkur og tengdamamma var næstum dottin með steikarapönnu í höndunum um daginn og sparkaði að sjálfsögðu í hann við það en hann hættir ekki að þvælast fyrir löppunum á okkur fyrir því.  Alltaf veit kötturinn hvar hann er og aldrei hefur hann þvælst svona fyrir okkur að við eigum hreinlega stundum fótum okkar fjör að launa.  En já já þetta lagast þegar hann eldist vonandi og hann á sínar góðu hliðar, það eru bara alltaf þær neikvæðu sem pirra og er þess vegna talað um.  Og það að geta ekki skilið  að hann eigi að láta köttinn í friði, það er með ólíkindinum, ég lokaði hann inni í gær 3svar til að reyna að sýna honum þetta, því hann hlustar ekki á nei þegar kötturinn er annars vegar.  Ég þigg allar tillögur í þá átt að láta hundinn skilja að hann eigi að láta köttinn í friði, kötturinn má ganga óáreittur hér um, það er heimilisreglan.  En nei, Erro heldur að hann sé í húsinu sem leikfang fyrir hann og skilur ekkert annað.
Við höfum greinilega enga þolinmæði í svona hvolpauppeldi, það er á hreinu.

En sætur er hann, því er ekki hægt að neita og þegar hann liggur við fæturna á mér er hann líka æði, en þegar hann heldur að það megi stökkva uppá mig og glefsa í mig þegar ég er að tala við viðskipavini í símann í vinnunni, þá verð ég brjáluð.    Lenti í því í gærmorgun og ég held hann muni ekkert eftir því hvað ég varð reið við hann.
Skrifað af Kristínu Jónu
29.11.2012 08:31
Íslensk tunga
Ég hef alltaf aðhyllst það að við íslendingar tölum og höldum við tungumálinu okkar og nú eftir að hafa verið í 5 mánuði erlendis er ég hlynntari því. Ég er að sjá svo oft (án þess að ég tali norsku) fólk tala saman og virðist ekki geta komið hinum aðilanum í skilning um það sem það er að segja.
Dæmi:  Var í búðinni um daginn og það voru hjón á undan mér að kaupa talsvert mikið, á undan þeim er gömul kona að kaupa eitthvað gel í poka sem lak og hún fór með það inní búð að skipta en þessi gamla kona fór ekki hratt yfir og þegar kemur að henni í röðinni þá ætlar afgreiðslustúlkan að fara að afgreiða hjónin en konan þar var í talsverðan tíma að koma henni í skilning um að hún vildi bíða eftir gömlu konunni sem ætti að vera þarna á undan þeim.  Mjög fallega hugsað hjá hjónunum en hvað er málið að geta ekki sagt með einföldum orðum: “gamla konan sem er hér á undan fór að sækja nýtt gel því hitt lak og við ætlum að bíða eftir henni”.  Þetta eru 5 sec. sem þarf í þessa útskýringu, en konan notaði ábyggilega 5 setningar og mér fannst á endanum eins og þær hefðu ekki skilið hvor aðra þó báðar töluðu norsku.
Svo sá ég sjónvarpsþátt í gærkvöldi um Ísland og þá er kona að segja frá því  að íslensk tunga á til orð yfir allt.  Bíddu eiga ekki öll tungumál orð yfir allt, ég er greinilega ekki tungumálaséní því ég hélt það nú.  Og konan segir líka að öll íslensk orð þýði bara nákvæmlega það sem þau segi.  Dæmi:  Gangstétt er stétt eða flötur til að ganga á.  Tölva er orð samsett úr tveimur “Tölur” (data) og Völva sem er kona sem spáir fyrir framtíðina, snilldarorð Tölva.  Hér í Noregi er Tölva kallað Datamaskin eða PC.  Þetta brot úr þessum íslenska þætti fékk mig til að fatta það hvað íslenskan er rík, ég hef oft heyrt það en ekkert velt því fyrir mér að hvaða leiti.  Það líka skýrir kannski af hverju mér finnst þegar norðmenn tala að þeir séu svo barnalegir að það vanti fullt af orðum í tunguna, virkar á mig eins og þeir séu allir útlendingar sem ekki séu búnir að læra tungumálið nógu vel.  Ég veit ekki hvort þetta meiki einhvern sens sérstaklega það að ég sé að skrifa þetta án þess að vera sjálf búin að læra norsku, og ég veit að ég þarf að skella mér á námskeið á næsta ári og mun gera það, er komin með pínugrunn sem mér fannst mig vanta, ég babbla norsku út um allt eða held að þetta sé norska eða einhvers konar skandinavíska og ég skilst ágætlega.  En það er nú líka svo margt svo ofboðslega líkt með norsku og íslensku og svo ef maður blandar smá ensku með skandinavískum hreimi út í íslenskuna þá held ég norskan sé komin.  Því það er rosalega mikið að enskum orðum hérna, bara skrifuð með k í staðinn fyrir c osfrv.
En alla vega er mín tilfinning þannig að það þurfi alltaf að útskýra allt með mörgum setningum og það jafnvel skilst ekki einu sinni þá þegar við hefðum með íslenskunni getað notað eina stutta setningu.
Annars allt fínt héðan, nýjar hundareglur á heimilinu svo ég missi ekki vitið.  (þið vitið að ég á það til að ýkja talsvert þegar ég segi frá svo ekki taka mig of alvarlega í hundamálunum) Þráinn ætlar alfarið að gefa honum að borða, ég er hætt því og þó ég taki hann í smá göngutúr eftir vinnu þá fer hann líka út með hann og jafnvel Ástrós Mirra líka.  Því við fórum í göngutúr í gær og ég hreinlega missti vitið hann var svo erfiður þar til ég fór að hlaupa.  Og ég nenni þessu ekki og svo sárnar Ástrós Mirru svo þegar ég kvarta yfir honum. En þegar við vorum á leiðinni heim í gær þá mættum við Þráni á hjólinu og hann tók hundinn og hjólaði með hann smá hring áður en hann kom heim og hundurinn var þreyttur og svo rólegur og góður í gærkvöldi.
Svo kannski er það bara rétt að hann þurfi meiri hreyfingu og að það sé einhver annar en ég sem er heima með hann allan daginn sem er “The Leader”.  Prófum þetta í nokkra daga.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
ps. svo á fallegasti uppáhaldsfrændi minn afmæli í dag og ég syng fyrir hann og knúsa yfir netið.
30.11.2012 07:23
Settu hausinn í sokk
Við fórum í gær á viðburð hér í Mandal sem ég hafði séð auglýstan og skyldi ekki alveg um hvað snerist og skellti auglýsingunni í Google Translate og fékk út að við ættum að setja hausinn í sokk og mæta á planið við Amfii kl 17.30 og þar yrði eitthvað nisseltog, sem Google vissi greinilega ekki hvað væri.  Og sem sagt við mættum í gær og viti menn þetta er jólasveinaganga og þangað mæta krakkar í jólasveinabúningum og með jólasveinahúfur og sokkurinn sem við áttum að troða hausnum í er sem sagt jólasveinahúfa en þessi viðburður verður alltaf hér eftir kallaður settu hausinn í sokk, á okkar heimili.  Þarna safnaðist fólk saman og svo var gengið frá Amfii planinu niður í miðbæ á tónleikaplanið okkar og þar var kveikt á jólastjörnunni og barnakór söng.  Bara kósí stemnig með safti og piparkökum og allir glaðir.  Erro og Nemo dönsuðu fyrir okkur en ég náði að sjálfsögðu ekki mynd af því, alveg típíst hvað það stóð alltaf stutt yfir þannig að þegar ég var klár með myndavélina þá voru þeir hættir, en það var mikill leikur í þeim saman.  Tanja var eitthvað aðeins þroskaðri og sat bara hjá mömmu sinni róleg og yfirveguð.
Við sem sagt hittum þarna Margréti með Tönju, Ellu og Kristínu með Nemo og svo komu Hulda og Ástrós Erla þannig að það var bara fjölmennt af íslendingum þarna og við allar með jólasveinahúfur en það er ekki standart á fullorðnum.  En svona eru íslendingar í Noregi svo til í allt og að taka þátt og vera með.  Spáum lítið í hvað öðrum finnst.
Þarna var fullt af fallegum börnum í jólasveinabúningum og öðrum með flottar álfahúfur en svo mikið myrkur og erfitt að taka myndir en ég reyndi þó og hérna eru nokkar.

Nemó vakti að sjálfsögðu mikla lukku í jólasveinabúningnum.

Allir að gera sig klára í gönguna, það var greinilegt hver var yngstur af hundunum.

Hulda tók þetta alla leið með bleikri jólasveinahúfu.

Mér sýninst nú Tanja hálf hissa á þessum látum í syni sínum en Nemo alveg tilbúinn að fara að leika við hann.

Geggjaðar þessar álfahúfur, sá líka eina með rauða.  Ég myndi kaupa svona ef ég ætti litla stelpu núna.

Falleg jólastjarnan okkar.

Svo ætlum við á morgun á jólamarkað í ullarverksmiðjunni, það verður gaman, og hann verður um hádegið þannig að það verður bjart svo ég get kannski tekið einhverjar myndir þar.
Annars spáir snjókomu hér, núna er mínus 4 svo þetta er kaldasti dagurinn síðan ég kom hingað.  En ég hlakka nú pínulítið til að fá snjóinn, held það verði svo fallegt hérna í snjó svo það er bara spennandi en líka ótrúlega gott að þurfa ekkert að hugsa um bíl eða þess háttar svona fyrstu dagana sem snjóar, ég er alltaf voða stressuð fyrst þegar kemur hálka og snjór og svo venst það en hér keyri ég svo lítið og ætla að fara að keyra í snjó þessar þröngu götur er ekki alveg minn kaffibolli en ég er svo heppin að eiga kall sem hefur gaman af að keyra svo hann sér bara um það.
Já eitt tala ég voða lítið um og það unglingurinn sem býr hérna – mín yndislega Ástrós Mirra sem er búin að vera svo æðisleg þessa vikuna, hefur bara nánast vaknað sjálf og ég ekkert þurft að ýta og reka og ýta og reka á eftir henni á morgnanna og vá þvílíkur munur að fara inn í daginn rólegur og kátur.  Hún er líka búin að vera meira með okkur núna en marga aðra daga en þessi stelpa er voða mikið sjálfri sér nóg og við vitum sjaldnast eitthvað af henni.  Spjallar við vini sína á skype og spilar minecraft þegar hún er ekki að spila við pabba sinn.  En það er nú alveg kominn tími að hún fari að eignast vini að mínu mati en ekki hennar, bara svo það sé á hreinu. Henni finnst það ekkert atriði enda enginn eins og hún eða með sömu áhugamál og hún og það allt. En það kemur vonandi allt þegar hún byrjar í Furulundenskole aftur.  Svolítið erfitt að vera með kröfur um að hún eignist vini í Motaksskolen þar sem þar er enginn jafnaldri hennar – þau eru annað hvort yngri eða eldri nema þau séu þá frá svo ólíkum þjóðum.  Og hún virðist vera ein sem er frá norrænu landi og hitt eru voða mikið flóttamenn sem eru þá nokkur saman og halda hópinn.  Svo það er ekki sanngjarnt að koma með þá kröfu á hana.  En þetta er flott stelpa sem við eigum og ég er stolt af henni, henni gengur vel í skólanum og mér sýnist kennararnir ánægðir með hana.
Ég hef nú einmitt stundum verið að hugsa þegar hún er ein uppi í herbergi og við hin niðri að maður var það einmitt oft.  Var einn í herberginu sínu að lesa og hlusta á tónlist en í dag nota þau að sjálfsögðu tölvuna til samskipta og hlusta á tónlist og fara í tölvuleiki.  Er þetta eitthvað öðruvísi?  Það var ekkert alltaf hópur að krökkum með manni, við hittumst oftast eftir skóla og svo fór hver heim til sín.
Eins hef ég stundum verið að velta fyrir mér að hún fer ekkert alltaf strax að sofa þegar ég segi að hún eigi að slökkva og fara að sofa að ekki gerði ég það heldur sem krakki, maður lokaði hurðinni og lá uppí að lesa, mislengi en ekki vissi mamma neitt hvað klukkan var þegar maður sofnaði og ekki held ég að hún hafi verið að velta því svona mikið fyrir sér eins og ég er að gera.  Já ég veit, ég hugsa allt of mikið og þarf að hætta því.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
03.12.2012 08:47
Hálf fimm er of snemmt
til að vakna á mánudagsmorgni en hérna fór allt í gang uppúr 4 í snjómokstri og ég held að öskubíllinn hafi verið í fyrra fallinu eða fyrir kl. 6.  En það er greinilegt að við verðum að venja okkur við að sofa með eyrnatappa þegar snjóar, nokkuð ljóst.
Fín helgi að baki og okkur hlakkar bara til aðventunnar og halda áfram að hafa það huggulegt og undirbúa jólin í rólegheitum.
Við fórum á jólamarkað á laugardaginn í Ullarverksmiðjuna og það var bara æðislegt, skoðuðum fullt af fallegu handverki,keyptum smákökur og mig dauðlangaði að prófa að búa eitthvað til úr þæfðri ull en það var hægt að fá að gera það en þá vorum við farin að hafa áhyggjur af Erro sem beið alltaf í bílnum og slepptum því en á næsta ári þá læt verða af þessu.  Svo var ofboðslega gaman að skoða ullarverksmiðjuna sjálfa, tækin og tólin sem enn eru notuð og hafa verið í ansi mörg ár trúlega.  Held að tæknin hafi ekki breyst mikið í þessari verksmiðju.

Já og ég gleymi að segja að á laugardaginn 1. des. kom fyrsti snjórinn í Mandal og var það fallegur dagur til að fá inn meira af jólalegu umhverfi.  Svo við fórum út að keyra í norskum snjó og það er bara alveg eins.  En við sáum líka mann sem líklega var að keyra í snjó í fyrsta sinn og jafnvel að sjá snjó í fyrsta sinn og það var bara fyndið, hann vissi ekkert hvernig hann átti að haga sér og ég var fegin að þurfa ekki að mæta honum í umferðinni.  En kjarkaður var hann og æddi af stað á rennisléttum dekkjum og spólaði sig bara þangað sem hann ætlaði.
Fengum loksins sjónvarpið aftur í gagnið búin að vera sjónvarpslaus síðan í vonda veðrinu um daginn en það er alltaf svo mikið myrkur þegar menn koma heim úr vinnu að það var ekki hægt að fara uppá þak og skoða kapalinn fyrr en á laugardaginn og þá kom í ljós að það var allt í lagi með hann en þurfti bara að senda inn signal, ég skil þetta ekki, ég sem var búin að hringja áður og tala við þá og þeir giskuðu þá á kapalinn.  En jæja fengum alla vega inn sjónvarpið og erum núna ekki með allar stöðvarnar sem við vorum með áður, núna erum við bara með norsku stöðvarnar og ég persónulega held að það sé bara alveg nóg, við horfum ekki svo mikið á þessar stöðvar og finnum einhvern veginn aldrei neitt, kannski af því að þær voru of margar.
Sunnudagurinn 2. des. var líka góður dagur, mamma og Siggi áttu 40 ára brúðkaupsafmæli og ég náði ekki að hitta á þau á skypinu en ég reyndi 🙂  og heyri bara í þeim í dag í staðinn.  Við vorum bara mest hér heima við en fórum þó út að ganga með ömmu og út að hjóla með Erro, nú skiptum við okkur í lið við hjónin, ég tek ömmu og hann tekur hundinn.  Nei djók, við Maddý fórum í smá göngu uppí kirkjugarð og löbbuðum svo Store Elvegate út á enda, það var fínn göngutúr fyrir hana og hún þarf að halda áfram að styrkja sig.  En þegar við erum á röltinu þarna þá mætum við Þráni, Ástrós og Erro á hjólum en sko Erro hlaupandi og vitiði, þetta er búinn að vera allt annar hundur síðan Þráinn fór að fara með hann út að hlaupa daglega. Þvílíkur munur á honum, svo tökum við á honum í ólinni aðeins seinna þegar hann verður kominn í jafnvægi.  Ábygglega best að fara út að labba með hann eftir að hann er búinn að fá að hlaupa svo hann nenni ekki að toga of mikið.  Alla vega snarbreyttur hundur og allir hérna svo miklu rólegri og skapbetri.
Það spáir mínus átta stigum og bjartviðri hérna frameftir vikunni og svo á að fara uppí rauðar tölur og rigningu svo það er eins gott að njóta þess meðan það er, birtunnar og fegurðarinnar af snjónum.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
08.12.2012 09:30
Aðventan er gengin í garð
og veðrið hér hjá okkur yndislegt aðventuveður.  Það snjóaði fyrir viku síðan og hann er bara hérna enn, enda verið kalt og stillt veður alla vikuna.  Veit ekki hvort Þráinn sé alveg sammála að þetta sé gott veður því hann vinnur úti og á bryggjunni þar sem það er vindasamast en fallegt hefur það verið og gott að vera inni saman að kúra við arineldinn og í dag skulu bakaðar piparkökur og fleira gotterí.
Við skreyttum allt um síðustu helgi og héldum áfram í gær, allt jólaskrautið okkar er heima á Íslandi svo það er verið að reyna að gera þetta fyrir ekki allt of mikinn pening þessi jólin.  Ástrós og amma Maddý keyptu fullt af jólakúlum og Þráinn brilleraði í gær að búa til jólaskraut úr þeim.  Svo fórum við auðvitað í amerískubúðina um daginn og keyptum smá jóladót þar en þetta er bara svo ótrúlega dýrt allt saman og erfitt að ætla að skreyta mikið án þess að eyða í það þúsundum (norskra króna).  En við ætlum að bæta það upp með brosi og góðu skapi.
Á morgun á að fara að höggva jólatréð og það verður spennandi, förum með Arnfinn og Juliu og svo verður farið í Sørlandsbaded á eftir, næs!
Síðasta vika var bara talsvert venjuleg, ég kvartaði yfir verkefnaskorti í vinnunni og það var við manninn mælt að ég nánast drukknaði í gær í verkefnum og það er sko bara gaman, það er svo miklu skemmtilegra að vera að drukkna en að sitja og bíða.  En alltaf gott að hafa yfirhöndina og láta ekki stress og álag hafa áhrif á sig.  Mér finnst ég höndla það betur hérna úti og að vera að vinna heima.  Finnst ég geta á auðveldari hátt dílað við stressið eða réttara sagt ekki leyft því að taka yfir.
Já eitt af því sem þarf að gera á aðventunni er að búa sér til aðventukrans og það hefur verið dásamlegt undanfarin ár hjá mér því hún Inga niðri sá bara algjörlega um það fyrir mig.  Það er sko gott að eiga góða nágranna.  En nú er engin Inga niðri og ég hef aldrei getað gert svona kransa almennilega og var að vandræðast með þetta en við amma Maddý fundum einfalda lausn á þessu þetta árið og ég vona að Inga hlæi ekki mjög mikið að “Aðventukransinum” mínum.  En ég vona að hún hlægi samt, því hláturinn lengir lífið og ég elska það ef fólk getur hlegið með mér og líka stundum þó það hlægi að mér, því ég er oft bara mjög hlægileg.

Sáum í fréttunum í morgun að það hafði kviknað í húsi hér í götunni hjá okkur og 3 hundar sem dóu í brunanum.  Skelfilegt!  Og við urðum ekki vör við neitt enda gatan stór held hún nái uppí 180 húsnúmer og við númer 55.
Jæja spurning að skella frostrósum á fóninn (já ég veit að þetta er ekki lengur kallaður fónn heldur spilari) og fara að huga að piparkökupakstri.

Smá skilaboð inní aðventuna fyrir ykkur:  Elskið meira, hlægið meira, njótið meira og þess að vera til.
Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
10.12.2012 07:38
Leitin að jólatrénu
Hún var nú ekki erfið leitin að jólatrénu, því þau voru svo mörg sem voru bara alveg fullkomin en á endanum þurfti að velja eitt.  Við sem sagt fórum í gær í svona jólatrjáaleit eða þannig, fórum með Arnfinn, Julíu og strákunum til bónda sem selur jólatré og þú getur annað hvort valið tré sem hann er búinn að höggva eða farið í skóginn hans og höggið þitt eigið tré, sem við að sjálfsögðu gerðum enda gaman að velja sitt tré.
Þetta er hérna 10 mín. akstur frá miðbænum en samt keyrt svona aðeins uppí sveit að manni fannst, svo komum við þarna og þá er þetta ekkert smá kósí, búið að kveikja varðeld, búa til kofa úr greinum og boðið uppá kaffi og að grilla pylsur.

Yndislegt fólk sem þarna var, spjallaði mikið, konan dáðist að lopapeysunni minni sem mamma prjónaði og bara skemmtilegt að vera þarna.  Amma Maddý ákvað að vera kjurr þarna við eldinn meðan við löbbuðum um svæðið að leita að trénu okkar og þetta var bara gaman, rölta um og skoða jólatré, Erro fékk að vera laus á meðan og naut sín ekkert smá vel.  Ég er sko ánægð með kallinn því hann kemur alltaf hlaupandi ef við köllum í hann þegar hann er svona laus.

Við fundum nokkur tré sem við grínuðumst með að þyrfti að bjarga því enginn myndi vilja það en fundum svo að lokum okkar tré, passlega hátt og passlega breitt, þau voru nefnilega nokkur sem voru passlega há en oft svo ansi breið og við erum ekkert með 50 fm stofu svo það var verið að velja vel.
Þráinn sagaði að sjálfsögðu tréð okkar niður og skellti því á öxlina þegar við fórum niðureftir en hjá hinni fjölskyldunni var það öfugt, það var sko Júlía sem skellti trénu á öxlina og hljóp með það niðureftir, hún er svo ótrúleg þessi kona, er svo kvenleg og mikið í kjólum og hugguleg og svo skellir hún sér í vinnu en hún er smiður eins og maðurinn hennar og stjórnar heilu byggingarsvæðunum og svo þetta… tréð uppá öxlina og hleypur með það í pökkun.

Og eins og þið sjáið þá á Arnfinn sko ekkert í hana.  Frábærir vinir sem við höfum eignast hérna úti og alltaf svo viljug að bjóða okkur með í allt og kenna okkur á lífið hérna.
Þegar við vorum búin að velja okkur tré og komin með þau á aðalsvæðið þá var sest niður og grillaðar pylsur og spjallað um heima og geyma og haft gaman.
Svo buðum við Arnfinn, Julíu, Júlíusi og Gøran heim í piparkökur og kakómjólk.  Sem sagt yndislegur sunnudagur með góðu fólki.
Ég er búin að vera í voðalega miklu stuði um helgina að búa til svona “Collection” og dælt þeim á fésið, kannski einhverjir orðnir leiðir á því en það gerir ekkert til, þetta er svo gaman þegar maður hefur fullt af skemmtilegum myndum sem mann langar að deila að gera það svona heldur en að deila 12 myndum í einu.
Svona lítur sem sagt helgin mín út í “colletion” búningi.
Og svo nokkrar frá göngutúrnum á laugardaginn.

Og svo var það piparkökubaksturinn.

Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
11.12.2012 09:12
Tækjaóða fólkið
Ef þú ert með einhverja fíkn þá er erfitt að ráða við hana, alveg sama hvaða fíkn það er.  Við hjónin erum með sameiginlega fíkn og hún kallast að vera tækjaóð.  Ef við erum spurð hvað við viljum í afmælisgjöf eða jólagjöf þá dettur okkur bara í hug einhver tæki og það er ekkert stórt atriðið hvaða tæki eða þannig, við erum alveg í skýjunum ef við fáum djúpsteikingapott, eða Fonduepott (skiptir engu þó hann verði bara notaður tvisvar) og ég tala nú ekki um ef Þráinn fær verkfæri og ég eitthvað tæki tengt ljósmyndun, þá erum við svo alsæl að okkur halda bara engin bönd.
Þessi jólin erum við algjörlega að uppfylla óskir hvors annars og Þráinn fær sína flottu Bosh batterísborvél, því smiðurinn minn hefur aldrei átt almennilega svoleiðis vél og ég fékk reflector og stand fyrir hann til að nota í myndatökum.  Vá hvað við erum skrítin.  Og á sama tíma erum við að reyna að draga úr því að þurfa að eiga allt og eignast allt.  Jæja, læt mér nægja að eiga 8 matardiska og við vöskum bara upp ef það vantar.  Það er auðvelt en ef ég ætti ekki eggjasuðutæki, hrærivél, vöfflujárn, mínútugrill, kaffikönnur af öllum gerðum, rafmagnsketil og ég veit ekki hvað þá liði okkur illa, þannig er það bara.  Ég get alveg verið í sama kjólnum 4 jólin í röð, enda ekki notað hann þess á milli, ég get átt þrenn pör af skóm og verið alsæl en ef það er ekki til tölva í hverju herbergi og flakkari fyrir hverja tegund (einn fyrir músík, einn fyrir bíómyndir, einn fyrir ljósmyndir) þá veit ég ekki hvernig mér liði.  Og ef hljómflutningsgræjurnar eru ekki af bestu gerð þá er ekki hægt að hlusta á músík.  En það skiptir engu máli hvort maskarinn er tveggja ára eða hvort ég noti glossið sem Ástrós Mirra fékk í 8 ára afmælisgjöf með kirsuberjabragði, það má nota það og það þjónar sínum tilgangi.  En ef hárblásarinn er ekki kraftmikill og góður þá er ég í vondum málum.
Eruði að fatta mig?

En svo elska ég jólagjöfina frá Konný systur sem ég varð að opna svona snemma því ég vissi hvað var í pakkanum og mér var svooooooo kalt á fótunum.  Ég sit hérna í vinnunni í ullarsokkabuxum, stuttum kjól og þessum skóm og finnst ég mesta pæjan í Mandal.
Fórum í verslunarferð í gær og keyptum restina af jólagjöfunum og vorum stödd í Sørlandssenteret þegar allt rafmagn fór af hverfinu.  Allar verslanamiðstöðvarnar þarna rafmagnslausar í svona 40 mín.  Skrítið að það sé ekki einhver vararafstöð þarna.  En við náðum að kaupa það sem hugurinn stefndi til og enda það á MC-Donalds og þá fattaði amma Maddý af hverju Ástrós Mirra flutti til Noregs.
Þangað til næst, Ykkar Kristín Jóna
12.12.2012 07:28
Lífið bíður ekkert
Ég er að reyna að fara eftir spakmælinu góða sem segir “Sýndu barninu þínu regnbogann núna, vinnan getur en regnboginn ekki”, svo ég dreif mig út með ömmu og hund kl. 15 í gær og það er við manninn mælt að ég rétt náði síðustu dagskímunni til að taka myndir í þessu fallega veðri sem var.
En ég get sagt ykkur að þetta er óttalegt ójafnvægi hjá mér þegar ég fer út með ömmu og hund, því hundurinn er svo æstur að fara út í snjóinn og togar og togar á meðan amman dregst bara afturúr og ég nánast týni henni.  Spurning að setja hitt bandið í hana svo ég viti hvar hún er.  Nei djók, en það er samt svolítið svona þegar við förum út.  En í gær var mjög andkalt og amma treysti sér ekki til að hlaupa með mér niður á strönd en þemað okkar núna er strönd og ég vildi ná nokkrum myndum þar.  Ég horfði bara að rökkrið koma yfir meðan ég gekk þangað en þegar ég kom á ströndina þá varð ég orðlaus, eða næstum því.  Það þarf nú aðeins meira en sólarlag og fallegan himin til að gera mig alveg orðlausa.  En ég sem sagt sem er ekkert sérstaklega hrifin af sólarlagsmyndum tók þær nokkrar í gær og þær voru bara æði.

Svo löbbuðum við Erro til baka, hittum Þráin í vinnunni og vá hvað það var orðið kalt þá, maður þurfti að setja trefilinn fyrir munninn til að geta andað.  Það spáir áfram kulda og meiri snjó á laugardaginn, vonandi verður það svo mikið að snjórinn sitji í trjánum, ég hlakka svo til að taka svoleiðis myndir.
En svo er ein frábær frétt, ég skráði mig í fjarnám í Menntaskólanum á Tröllaskaga í áfanga sem heitir listljósmyndun og hlakka mikið til að prófa það.  Konný systir verður líka þarna svo þetta verður æðisleg önn hjá okkur trúi ég.  Kannski maður taki bara svo næsta áfanga líka ef þetta verður skemmtilegt.
En að allt öðru, við erum svo rosalega heppin að búa við hliðina á hóteli og höfum þá ánægju af að fylgjast með hótelgestum.  Verst að það séu engir frægir að koma þarna svo ég gæti tekið myndir af þeim og orðið rík af.  Ég alla vega þekki ekki þetta fólk en um daginn þá sátu hjón á rúminu sínu (með allt frádregið) og hann að horfa á sjónvarpið og hún að prjóna og þau horfðu svo bara beint innum gluggann hjá okkur þar sem við vorum að bardúsa eitthvað í eldhúsinu.  Í fyrrakvöld þegar við komum heim, þá sjáum við mann sem hefur steinsofnað í öllum fötunum uppí rúmi alveg við gluggann og hann var enn sofandi í öllum fötunum uppí rúmi kl. 9.30 í gærmorgun og þá er hann búinn að sofa í allavega 13 klukkutíma.  Svo hvarf hann smá stund, kom svo aftur og skreið uppí en þá undir sæng svo ég veit ekkert hvernig hann var klæddur þá.  Svaf til 14.30 og hvarf aftur og ég get svarið það hann er ennþá sofandi þarna uppí rúmi.  Og ástæðan fyrir því að ég tala um þetta er hreinlega öfund.  Ég hef ekki getað sofið meira en 7 tíma streit síðan Ástrós Mirra fæddist, og alveg sama hversu þreytt ég er, ég vakna alltaf eftir 7 tíma en get svo lagt mig kannski í 1 tíma seinna um daginn.  Langar stundum að sofa meira í einu.  Heyrði á Þráni þetta sama, hvernig fer hann að því að sofa svona mikið?  Alla vega þá erum svo heppin að þurfa ekki að láta okkur leiðast þegar við getum fylgst með gestum hótelsins.  Munið það bara að draga fyrir þegar þið eruð á hóteli þar sem glugginn ykkar er 3 metra frá eldhúsglugga nágrannans, því hann gæti verið að fylgjast með ykkur.
Jæja mér skylst að jólasveinarnir séu komnir í bæinn eða alla vega sá fyrsti en þeir eru farnir að sneiða framhjá okkar húsi, kannski vegna þess að þeir hafa bara ekki náð að fylgjast með hvar við búum þar sem við höfum flutt 2svar á 4 mánuðum.  En ég bið alla vega að heilsa þeim og vona að þeir séu bestir við litlu börnin en ekki of góðir því eins og einhver snillingurinn sagði í gær, þá eiga þeir að gefa öllum börnum svipaðar gjafir og mamma og pabbi eiga ekki að vera að skipta sér af þessu, þau geta bara gefið sínum börnum það sem þau vilja í jólagjöf.  Það er ekki eðliegt að fá Ipod í skóinn.  Á okkar heimili sem erum nú svona tækjaóð, þá myndi það flokkast undir að vera góð jólagjöf.

Jæja þangað til næst og munið að hlægja svolítið meira í aðventunni en endra nær, ykkar Kristín Jóna
16.12.2012 08:01
Massa snø i Mandal
So skal jeg snakke norsk í dag.  Nei bull og vitleysa ég yrði í allan dag að finna orðin á Google translate og margt kæmi ansi skringilega út.  En það er sko búið að snjóa í Mandal undanfarna daga og nú er farið að rigna og ég varð alveg holdvot í fæturna áðan þegar ég fór með Hr. Erro út í morgunverkin hans.  Það verður sem sagt allt á floti í dag trúlega.
En mikið var nú gaman að fá allan þennan snjó svona rétt fyrir jól og ég gat tekið snjóamyndir og leyft Erro að leika kengúru.  Vitiði hann elskar snjó og skafla og hoppar og skoppar og er bara uppfullur af gleði og hamingju þessa dagana.  En honum fannst þetta eitthvað skrítið í morgun, svo hann kann ekki eins vel við djúpa polla með klaka í botninum.  Því miður er ekki hægt að taka mynd af honum á þessum stökkum sínum því hann er svo fjörugur í þeim.

Aðventan er bara á fullu og jólin koma eftir 8 daga ef ég er að telja rétt.  Er ekki alveg með þetta á hreinu því jólasveinarnir 13 koma ekki hingað svo það er ekkert sem minnir mann á.  En við erum að fara á fullt í dag að ákveða jólamatseðilinn og það verður svo sameiginlegt jólaboð hjá Margréti á jóladag, þar sem 4 fjölskyldur hittast og eiga góða stund saman.  Það verður bara yndislegt.
Við erum búin að komast að því að það sem er nánast ódýrasti maturinn í búðunum hérna fyrir jól er sko ekki versti maturinn, reyndar er þetta einn af okkar uppáhalds og við vorum einmitt með svoleiðis í gær til að prófa en það er purusteik og jeminn hún var svo góð og kostaði eiginlega sama og hakk og spagettí í matinn hérna.
En eitthvað ætti ég að segja ykkur annað en að jólin eru að koma en ég er bara ekki með andann yfir mér í dag, er svo uppfull af því að fara að skipuleggja matseðil jólanna og annað þeim tengt.  Finnst allt í einu eins og ég sé að gleyma einhverju en það er líklega bara af því að ég er ekki með neitt jólaboð og ekki að fara í nein jólaboð nema þetta eina, svo jólin verða bara kósí og yndisleg hjá okkur eins og við reyndar erum vön.  Veit alveg að við eigum sko eftir að sakna fólksins okkar ótrúlega mikið, en við bara hittum þau á skype og hugsum til þeirra og sendum góðar kveðjur.
Vill einhver heyra hundafréttir?  Já, ok.  Málin með Erro eru bara þau og ég og hann erum búin að finna jafnvægi í lífinu og ég get ekki annað sagt en að þetta er ótrúlega flottur hundur sem við eigum og þó hann skilji ekki alveg allt eins og það að við viljum ekki útslefað dót í fangið í stofunni og það að hann togi talsvert í þegar ég fer út að labba með hann þá er það eitthvað sem mun lagast.  En hann var krúttlegur í morgun, ég var fyrst á fætur og ætlaði ekki að nenna með hann út að gera þarfir sínar, en hann sat bara við hliðið á stiganum og horfði á mig í forundran svo ég stóðst ekki mátið og spurði hvort við ættum að fara út og opnaði hliðið aðeins og hann var fljótur niður og sat svo og beið meðan ég fór í skó og úlpu.  Svo er hann sallarólegur hérna núna búinn að fá smá að borða og bara ánægður að ég sé vöknuð.  Hann fylgir mér eftir alveg ótrúlega mikið, þó hann gegni Þráni best, mér næstbest þá eltir hann mig ef ég fer út úr stofunni þar sem allir sitja og hann vill helst fara með mér á klósettið og situr fyrir utan dyrnar þegar ég kem út.  Hann er alveg búinn að ákveða að ég sé vinur hans það er ekki spurning.  Og við erum góðir vinir.  Ég held að þessi vandræði sem voru með hann þarna um daginn hafi verið af því að hann vantaði meiri hreyfingu en þá fór Þráinn að fara með hann út að hlaupa og svo þurfti ég að hætta að gera þær kröfur að hann væri fullkomnasti hundurinn í Mandal og kynni allt, hann er ekki enn orðinn 6 mánaða, verður það ekki fyrr en á jólunum svo við getum bara verið ánægð með hann, kallinn.
En best að skella sér bara í jólamatseðilinn, svo þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
18.12.2012 09:31
Nú er ég alveg bit
eða þannig!  Vinnufélagi minn skrapp með fjölskylduna til ljósmyndara (ég veit ekkert hvort þetta er lærður ljósmyndari eða ekki en þetta var í gegnum tilboð á AHA eða Hópkaup) nýlega þar sem frú Kristín Jóna býr ekki lengur á landinu og það var víst vægast sagt slæm upplifun.  Það byrjaði nú á því að stúlkan / konan (veit ekki hvorum hópnum hún er í ) sagði, eruð þið að mæta núna?  Og þau alveg, já við eigum tíma núna.  Þá svarar hin, ja hérna ég virðist hafa þríbókað á þennan tíma en allt í lagi, við reddum þessu.
Ok, þau koma inn í pínulítið herbergi og nota bene við vitum öll hvað mitt herbergi var lítið og hún kallaði það ekki pínulítið en kannski var þetta svipað, ég veit ekki alveg.  Og þarna var enginn bakgrunnur en hvítur veggur með eldrauðum gólflista. En þarna var fallegur sófi til að láta sitja á og gæra á gólfinu en nánast ekkert annað, og ekkert props fyrir börnin. Hún var með eitt stórt ljós og sem sagt tók myndirnar þarna.  Þessi vinnufélagi minn sendi mér sms um leið og þau voru búin í myndatökunni og sagði að hún hefði nú ekki mikla trú á því að þetta gæti orðið eitthvað gott, svo slæm var hennar upplifun.  En við skulum nú samt bíða eftir myndunum og ég var auðvitað jafn spennt og hún.
Svo komu myndirnar og jesús góður!  Hver lætur svona lagað frá sér fara, svo yfirmáta of mikið unnar og allar svo gular að það var eins og þær hefðu verið í geymslu í mörg ár.  Skelfilegt.  Svo var búið að vinna í burtu rauða gólflistann og gólfið sem var jú allt blettótt og innstungur á veggjunum og fleira.  Mjög illa unnar og eitthvað fáráðanlega litastilltur skjárinn hjá þeim sem vann þessar myndir.  Vinnufélagi minn sagði strax að hún myndi ekki sætta sig við þessar myndir, hún gæti sjálf unnið þær betur og kynni samt lítið sem ekkert í myndvinnslu.  Svo henni var tjáð að þær yrðu unnar aftur og hún fengi þær svo sendar.  Jú jú, við manninn mælt, nú voru þær allar bleikar en ekki gular og heldur minna unnar en samt ekki nógu góðar svo vinnufélagi minn sagði að hún vildi fá þær óunnar sem hún og fékk og ég fékk þá ánægju af að vinna þær.  En óunnar voru myndirnar í eðlilegum lit svo ég skil ekki hvað ljósmyndarinn var að pæla.  En þvílík vitleysa að ef hún hefur ekki efni á að fá sér bakgrunn að mála ekki rauða listann hvítann þar sem módelin eiga að standa eða líma pappírinn sem var á gólfinu hjá henni uppá listann svo hún losni við að klóna í burtu eldrauðan lista af öllum myndum.  Og svo bara lætur maður ekki frá sér svona illa unnar myndir og það er greinilega eitthvað að fyrst hún samþykkir að láta þau hafa allar myndirnar óunnar.  Það myndi ég aldrei gera, en var fegin þeirra vegna í þessu tilviki.  Svo þarna reddaði Kristín jólunum hjá einni lítilli fallegri fjölskyldu uppi á íslandi og hafði bara gaman af því, því ég er ekkert að taka portrait af ráði hér ennþá.
En meira um ljósmyndir og þess háttar.  Ég setti nefnilega mynd af mér á fésið um daginn þar sem fólki fannst ég hafa yngst svo mikið og að þetta væri gömul mynd og það allt en málið er að auðvitað var hún pínulítið unnin í tölvu eða svona aðeins til að það virkaði eins og ég hefði nennt að mála mig.  En það fyndna við þetta er að þegar ég horfi á frummyndina þá finnst mér ég vera að horfa á mynd af mömmu en þegar ég horfi á unnu myndina þá er ég að horfa á mynd af mér.  Svo líklega lít ég betur út inni í hausnum á mér en þið hin sjáið, ekki það að ég líti eitthvað illa út alls ekki, hef grennst og er nýklippt af nýja klipparanum mínum honum Þráni mínum sem getur allt.
Kjálkaspik, það er mitt vandamál og spurning hvort ég þurfi ekki að fjárfesta í stórum kassa af tyggjigúmmíi til að þjálfa upp kjálkana því það er það sem eldir mig og nota bene, ég er kornung ef einhver skyldi ekki vita hvað ég er gömul.  Ég er 37 +  og við skulum ekkert nefna plústöluna því það er kannski bara gáta dagsins.  En ég lofa ykkur því að þegar ég læt mynda mig hinn sjöunda apríl nk. skal ég líta enn betur út ef eitthvað er og taka seinni partinum með stæl, enda er enginn eldri en honum finnst hann vera.  Og mér finnst ég kornung ennþá og ætla að halda áfram að leika mér og hafa gaman af lífinu.

 

Svo þangað til næst, ykkar Kristín Jóna
20.12.2012 07:15
Jólunum stolið
Já ég er ekki að skrökva jólunum okkar var hreinlega stolið, eða jólatrénu alla vega.  Við sem sagt fórum fyrir 10 dögum út í skóg að velja tré og höggva það sjálf og svo var því pakkað í net og af því að við eigum hvorki garð eða svalir hérna í þessari íbúð, þá datt Þráni það snilldarráð í hug að hengja það út um gluggann.  Sem hann og gerði en það hékk út um glugga hérna inní portið sem fylgir hjólabúðinni niðri.  Svo ætlaði hann nú að tala við kallana þar en það varð einhvern veginn aldrei neitt úr því.
Svo einn daginn sjáum við að þó tréð okkar hafi nú ekki haft mjög frjálsar hendur eða fætur þá hafði því tekist að fjölga sér all verulega því í portinu voru jólatré út um allt.  Svo fyndið…. eða ekki.  Við vorum alla vega ekkert að velta þessu fyrir okkur, vitum að einn gamall starfsmaður þarna er með skóg og datt í hug að hann væri að koma með tré handa samstarfsfólkinu sínu eða álíka.  En nei svo rek ég augun í skilti, það er verið að selja jólatré þarna í portinu hjá okkur og ekki nema á 150 kr.  við keyptum okkar sko á 450 kr. enda það svo langt flottast af því að við völdum það.
Jæja svo í fyrradag þega við Erro erum að koma heim úr göngutúr þá löbbum við framhjá portinu og ég horfi uppí gluggann okkar og …………… ha………….. bíddu nú við………….  ekkert jólatré!  Ég labba inn í port og fer í kíkja kringum gluggann en þar liggur ekkert jólatré, standa bara nokkur tré frá þeim í Arne Dammen sem eru til sölu.  Og ég lít allt í kringum mig og er eitthvað að vesenast þarna þegar einn eigandinn kemur í dyrnar og ég spyr hann hvort hann hafi ekki tekið eftir trénu okkar, jú jú hann sá það síðast um morguninn og ég sagði en það er horfið núna, já sagði hann það er ekki lengur þarna.  Ég alveg, en veist þú eitthvað hvað varð um það?  Nei, við erum að selja þessi tré þarna en ég veit ekkert um þitt tré.  En svo fór hann inn að spyrja mennina og kom út bara að hann vissi ekkert meira.  Og þar með vitum við ekkert meira.  Tréð okkar horfið og þeir eru að verða búnir að selja öll sín tré bara tvö eftir ef ég sá rétt áðan.  Held ég neyðist til að fara þarna niður í dag og kaupa af þeim síðasta tréð og EKKI hengja það út um gluggann út í port hjá einhverju fyrirtæki án þess að biðja um leyfi.
Ég var ekkert smá fúl þann daginn sem þetta uppgötvaðist svo það verður heldur betur dýrt jólatréð okkar þetta árið og eins gott að ég á mynd af rétta trénu svo við getum yljað okkur við að skoða þær þegar litla hríslan (því það er allt að verða uppselt) sem verður líklega ekkert í líkingu við okkar tré verður uppsett í stofunni.  En við eigum sko fullt af jólaskrauti á tréð því við erum búin að vera að kaupa og sanka að okkur í haust.
Já kæru vinir, jólunum okkar var stolið þar sem þau héngu út um gluggann okkar.  En ég held reyndar að einhver í hjólabúðinni hafi óvart selt okkar tré á 150 kr. og vilji ekki viðurkenna það, það er það eina sem mér dettur í hug.

Annars erum við að detta í jólagírinn, allt kjöt komið í hús, hvítvínið og ný / gömul glös sem ég keypti í gær hjá hjálpræðishernum.  Tvö og tvö eins, held að það muni gera perfect jólaborð hjá okkur núna.  Verst að ég get ekki hætt að hugsa um hvað þau passa vel við sparistellið okkar sem er í geymslu heima á íslandi því glösin eru með grænum og bláum fæti og það eru litirnir í munstrinu á stellinu okkar.  En þau passa líka ótrúlega vel við hvíta Ikeadiska með fallegum servíettum, ekki spurning.
Já svo ætla ég að vera í fríi á morgun bara til að leika mér því ég er komin með einhverja yfirvinnu í mánuðinum og fæ hana ekki greidda (svoleiðis eru bara reglurnar hjá Maritech) þannig að það er þá eins gott að muna eftir að taka frí til að standa á sléttu.
Ætla að skella upp stúdeói í stofunni og prófa jólagjöfina mína sem Þráinn gaf mér og var ekki pökkuð inn þar sem hún var of stór og fyrirferðamikil, en það er standur og reflector.  Spennandi.
Læt svo fylgja með nokkrar myndir sem ég tók í göngutúr hérna í fyrradag, já einmitt daginn sem það uppgötvaðist að jólunum hefði verið stolið.
Svo þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna
22.12.2012 08:06
Jólastemningin
Já, jólastemningin er byrjuð, dásamlegt að hafa svona helgi á undan jólunum svo maður geti farið í aðlögun að vera á náttfötunum fram eftir degi, því eins og allir vita þá er allt löngu tilbúið hérna og meira að segja nýtt tré komið í hús.
Þráinn fór nú í gær að ræða við strákana í hjólabúðinni um jólatréð okkar og þeir segja að þeir hafi ekki selt það enda mjög augljóst að við áttum þetta tré og það var innpakkað og allt en þeirra ekki.  Svo þeir voru nú bara á því einhver hafi í skjóli myrkurs klippt það niður og rölt með það út úr portinu sem ekki er vaktað.  Þráinn sagði líka eitthvað á þá leið að hann hefði átt að tala við þá um þetta og þeir bara nei, við sáum alveg að þið áttuð þetta tré og þetta var bara sjálfsagt mál að það héngi þarna.  Við vorum bara óheppin.  Og aftur óheppin því Þráinn er búinn að vera vinna frameftir og því ekki komist í það að skoða tré fyrr en í gær og þá voru öll 150 kr. trén hérna niðri búin en hann vissi um fleiri staði sem seldu jólatré og játs, þar voru þau á 500 kall, en við enduðum á að finna eitt á 400 kr. og ræðum það svo aldrei meir hvað við borguðum fyrir fyrsta jólatréð okkar hér í Mandal.  Vá hvað það verður gaman að skreyta tréð og setja jólin upp hérna eftir svona æfintýri.
Ég fékk Ástrós Mirru í myndatöku í gær til að prófa jólagjöfina frá Þráni sem er reflector og standur fyrir hann.  Sá hellings mun og er ekkert smá ánægð með þessa viðbót.  Þetta er líka sniðugt að nota í útimyndatökum til að fá birtuna jafnari.  Svo skellti ég tengdamömmu í nýja jólakjólinn sinn og skreytti hana aðeins og tók auðvitað myndir af henni líka.  Og já nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er núna sá sem er notaður til að stilla ljósin og það allt.  Hann er hvort eð er svo forvitinn og vill fá að taka þátt í öllu sem geri, svo hann er upplagður í þetta.

Og talandi um að hann taki þátt í öllu sem ég geri þá eltir hann mig hvert sem ég fer, hann eltir mig á klósettið og ef ég voga mér að loka á eftir mér, þá krafsar hann í hurðina þrátt fyrir að allir hinir á heimilinu séu frammi.  Það er nokkuð ljóst að hann elskar mig meira en ég hann, þó ég elski hann helling, þá er ég sko alveg til í nokkurra mínútna pásu stundum.
Jæja og aftur að jólunum, fyrstu jólin í Mandal og það snjóar núna.  Við ætlum að kósíast svo mikið og hafa það svooooooooooooooo gott með nógu af góðum mat og skypið verður líka notað talsvert til að geta hitt fólkið okkar.  Alla vega er ég búin að ákveða tíma með mömmu og Sigga og Konný systur.  Þarf að panta tíma hjá Klöru líka svo ég fái að hitta þau öll á jólunum líka.
Við förum í eitt jólaboð klukkan 1 á jóladag, það er svona sameiginlegt jólaboð 4 fjölskyldna hér í Mandal og allir koma með eitthvað á hlaðborðið og Margrét skaffar húsið, það verður bara gaman og jólalegt að hitta fólk og knúsast.

Já var ég búin að segja að það snjóar núna!  Jólalegt að sjá snjókornin fjúka hérna um, vona að allt verði hvítt á morgun og jólalegt.  Í dag er eitt verkefni á dagskrá og það er að kaupa inn all meðlæti með jólamatnum og kannski smávegis af mjólk og brauði og ávöxtum.  Höfum aldrei verið svona sjúk í klementínur áður, hér er bara étinn heill poki á kvöldi.  Nýtt fyrir þessa fjölskyldu að snakkið sé í ávaxtaformi en gaman að því líka.  Vantar ábyggilega smá C vítamín í kroppinn, því svo segir amma, ef þú færð æði í einhvern mat, þá vantar þig einhver efni sem eru í honum.  Líkaminn kallar á sitt.  En stundum misskiljum við hann líka eins og með sykurinn, hann vantar ekkert þegar hann kallar á sykur, það er bara trít.

Jæja hef eitthvað voða lítið að segja núna, þarf bara að komast í sturtu og föt og út að versla í snjónum, var ég annars eitthvað búin að nefna það að hér verða greinilega hvít jól.  Sorrý, má til að stríða ykkur aðeins.
Ykkar Kristín Jóna
í jólaskapi
23.12.2012 05:33
Þorláksmessumorgun
Jæja, Þorláksmessumorgun kominn og hér er ég ein vöknuð eins og svo oft áður.  Eða sko Erro er auðvitað líka vaknaður og við tvö erum bara að kósíast. Skrapp út með Erro í morgunverkin og það er allt á kafi á snjó, eða jafnslétt uppað hnjám, enda held ég það hafi snjóað í alla nótt bara, en allt með stillu.  Ég ætlaði nú að vera heima á náttfötunum í allan dag, en kannski ég skreppi samt út. Nú finn ég að ég þyrfti að eiga snjóbuxur því þá gæti ég skellt mér í þær utanyfir.  En sjáum til hvað ég geri.
Við áttum æðislegan dag / kvöld í gær.  Settum tréð upp og það verður svo skreytt í dag.  Fengum góða gesti, Kristínu og Nemo og fjörið og lætin í Erro og Nemo var á köflum aðeins of mikið.  Erro var ekki að geta stillt taugarnar í sér, en Nemo lagðist nú á endanum niður og vildi rólegheit enda eldri og reyndari þó talsvert minni sé.  En það sést alveg hvor lúffar fyrir hverjum.   Svo var fyndið í gærkvöldi þá hringdi dyrabjalla í sjónvarpinu og Erro hélt greinilega að Nemo væri að koma í heimsókn því hann stökk fram og kom svo aftur inn í stofu og var eitthvað að reyna að fá okkur fram til að opna.  Krúttlegur var hann þarna, en ekkert gelt þó hann héldi að það væri dyrabjallan, það þótti mér nú vænt um.
Við vorum búin að ákveða að láta það eftir Mirruskottinu okkar að kaupa kínverskan mat í gærkvöldi sem við og gerðum.  Við Ástrós Mirra röltum ásamt Kristínu og Nemo (en þau voru að fá sér göngutúr) á kínverska staðinn hérna og pöntuðum okkur mat sem við hlupum svo með heim, skíthræddar um að allt yrði orðið kalt, sem það var svo sannarlega ekki, ennþá sjóðandi heitur og svo góður matur þarna hjá þeim.  Sá sem afgreiddi talaði ensku við okkur þó ég hefði byrjað á norskunni svo heyrði ég að hann talaði kínversku við þau á staðnum en nota bene, þessi maður var örugglega yfir 190 cm. svo varla var hann kínverji.   Nú við hrúguðum okkur svo í kringum sófaborðið og borðuðum kínverskan mat og áttum svo ofsalega kósíkvöld saman við að horfa á TeenWolf, held við höfum horft á 5 eða 6 þætti, alla vega kláruðum seríuna.  Þetta eru uppáhaldþættirnir hennar Ástrósar svo það var sjálfsagt að þetta væri hennar kvöld, hennar uppáhaldsmatur og hennar uppáhaldsþættir.  Frábært kvöld hjá litlu fjölskyldunni í Mandal.  Svo var hápunktur kósíkvöldsins þegar við vorum öll í stofunni Nói við hliðina á mér í sófanum Erro búinn að gleyma að Nói væri í stofunni og lagðist niður og sofnaði og feðginin í hinum sófanum og amma í ömmustólnum.
Framundan eru fleiri kósídagar algjörlega án alls stress, enda höfum við allan tímann í veröldinni til að undirbúa og gera þetta eins og við viljum hafa.  Matseðillinn er löngu tilbúinn, í gær var klárað að kaupa inn fyrir jól og áramót þannig að það þarf í mesta lagi mjólk og brauð á milli jóla og nýjárs. Í dag ætla ég að baka tvær kökur sem á að hafa í eftirréttinn og það er eina verkefnið mitt í dag.  Eina verkefnið hennar Ástrósar í dag er að skreyta jólatréð og Þráinn hjálpar til við það eða alla vega setur ljósin á það.  Hlakka svo til að kveikja á því á morgun kl. 18 en það hefur alltaf verið siður og verður alltaf siður að jólatréð er skreytt á þorláksmessu og aldrei kveikt á því fyrr en jólin eru hringd inn.  Það gæti verið að við breytum því í kl. 17 á morgun því jólin hér eru hringt inn þá.  Ef þú vilt fara í messu hérna þá er það kl. 16 svo þú sért kominn heim áður en jólin byrja.  Mér hefur alltaf fundist skrítið heima að messan byrji á sama tíma og jólin þannig að þeir sem eru að fara í messu eins og Óskar og Steina gerðu alltaf skilja bara börnin eftir heima að fylgjast með sósunni og að það kveikni ekki í rétt á meðan þau eru í burtu.  Staðinn fyrir ef messan væri kl. 17 þá væru þau komin heim kl. 18 þegar jólin eru hringd inn.
En hvað er það að fólk sé farið að skreyta jólatréð í byrjun eða um miðjan desember?  Er verið að stúta öllum hefðum?  Hvað finnst börnunum um það að jólatréð sé komið inní stofu og kveikt á því löngu áður en jólin koma?  Það er nóg til að jólaskrauti og aðventudóti þó ekki þurfi að skreyta tréð fyrr en jólin koma og ekki láta tréð standa lengur en jólin eru.  Það er svo auðvelt að setja upp alls konar ljós og styttur og já bara fullt til að jólaskrauti þó tréð sjálft sé ekki skreytt.  Ég kann ekki við það.  Ég skil heldur ekki þá skýringu að sumir séu að því af því að það er svo mikið að gera í desember.  Bíddu það má þá bara klára allt annað og eiga bara eftir að skreyta jólatréð á aðfangadagsmorgun.  Ég veit að sumir vinna í verslunum og eiga því erfitt með að vera í fríi fyrr en eftir hádegi og þá skil ég það mætavel ef þetta er einstæðingur sem á enga fjölskyldu, en það eru varla allir í fjölskyldunni að vinna á aðfangadagsmorgun eða þorláksmessukvöld að þeir geti ekki skreytt tréð.  Og það má vera búið að gera allt annað fyrr í desember og margt bara í nóvember, en ekki skreyta tréð fyrr en jólin koma, það missir svo sjarmann ef það er ekki lengur hátíðisstund að kveikja á trénu og heyra í kirkjuklukkunum og allir að faðmast og kyssast af því að jólin eru komin.  En þetta er bara mín skoðun því mér finnst svo mikilvægt að fylgja einhverjum hefðum því þær tengja okkur við upprunann og fortíðina og það hvaðan við komum og hver er við erum.
Og það minnir mig einmitt á fyrirlestur sem við Þráinn fórum einu sinni á sem hét:  Inn í hvaða leikrit fæddist þú?  Alveg stórkostlegur fyrirlestur sem sagði manni svo margt.  Þó þú ráðir að flestu leiti hvað þú gerir við líf þitt, þá ertu svo mótaður af þeim aðstæðum og þeirri fjölskyldu sem þú fæðist inní.  Þú ræður engu um fyrstu 20 árin og það eru þau sem gera þig að þeirri manneskju sem þú ert í dag.  En svo getur þú tekið yfir og ákveðið að láta þetta ekki stjórna restinni af lífinu hjá þér en það getur verið erfitt.  Ég hugsa oft um þetta leikrit sem við erum í og hvað við getum gert við okkar hlutverk.  Það er ekkert alltaf hægt að spinna það eins og maður vill en það má reyna.
Best er ef við getum sleppt því að vera að leika og bara verið við sjálf og ef aðrir leyfa okkur það.  Ég held nefnilega að við séum svo föst í hlutverkunum okkar að við sjáum sjaldan hvað við getum gert til að breyta því og svo þorum við því oft ekki því það er ekki víst að öllum líki þessi breyting.
En nóg af svona pælingum á þessum frábæra Þorláksmessumorgni.  Elsku vinir eigið gleðileg jól og munið að hlæja mikið og brosa allan hringinn.  Lífið er of stutt til að hafa áhyggjur af því.

Ykkar Kristín Jóna
24.12.2012 07:10
Hátíð ljóss og friðar
Já upp er runninn aðfangadagur og svo fallegur dagur hérna í Mandal.  Allt á kafi í snó, ekki einu sinni hægt að opna glugga hérna uppi á annarri hæð því það eru skaflar á gluggasyllunum sem segir mér að þetta sé sko ekta jólasnjór. Held ég verði að fara út á eftir og skoða kirkjugarðinn og trén mín þar.  Strákarnir hérna í hjólabúðinni komu í gærkvöldi að blása snjónum burt af planinu hjá þeim og það er samt allt á kafi í snjó núna líka.  En þeir gera gott betur og blása bara af götunni líka því bærinn er ekki byrjaður að ryðja í dag.  Spurning hvort þeir geri það á þessum degi.  Veit ekki alveg hvernig þetta er hérna.
En við áttum svo frábæran dag á náttfötunum í gær en það var takmarkið að fara ekki úr náttfötunum allan daginn. Ég bakaði nú tvær kökur og sauð fullt af kartöflum fyrir jólin og Ástrós Mirra og amma Maddý skreyttu jólatréð.  Vel skreytt tré hjá þeim og ég er bara ekki frá því að við höfum aldrei haft svona mikið skreytt um jólin og það er svo jólalegt hjá okkur hérna úti í Mandal.  Jólatréð er örugglega það stæðsta sem við höfum haft og við vorum svo ótrúlega heppin að Ástrós Mirra fékk engil að gjöf frá Sigrúnu frænku um daginn og hann passar á toppinn á trénu en við höfðum nefnilega gleymt að kaupa engil eða stjörnu á toppinn.

Hátíð ljóss og friðar, hvað þýðir það í dag?  Hvað er það sem við nútímafólkið hlökkum til að gera á jólunum?  Hjá okkur er það held ég samveran og að skreyta vel í kringum okkur til að lýsa upp dekksta skammdegið.  Á jólunum fer maður oft að hugsa um hvað við höfum og hvað við getum gert fyrir þá sem hafa það ekki eins gott og við.  Góður tími til að segja fólkinu okkar að okkur þyki vænt um það, við bæði segjum það með orðum og sendum jólakort og kveðjur.  Góður tími til að njóta samvista við þá sem við elskum og góður tími til að þakka Guði fyrir það líf sem hann gaf okkur.  Svo er þetta líka góður tími til að gefa gjafir og þiggja gjafir.  Það er nefnilega bæði svo skemmtilegt.
Ég hlakka einmitt svo til að sjá dóttur mína taka upp gjafirnar sínar í kvöld og eins og fylgjast með ömmu Maddý og já líka Þráni, svo hlakkar mig alltaf til að fá eina eða tvær óvæntar gjafir en oft er það nú þannig að ég veit of mikið hvað er í hverjum pakka og stundum er gjöfunum ekki einu sinni pakkað inn því þær eru of stórar og komu kannski frá útlöndum og voru kannski líka pantaðar af þeim sem eiga að fá þær.  En jólin eru líka hátíð sem við belgjum okkur út af mat og drykk og njótum samverunnar við hvert annað.

En ég missti alveg þráðinn hérna í blogginu mínu, það er nefnilega svo gaman úti í snjónum eða sko ég að fylgjast með kalli, hundi og ketti úti að leika í snjónum.  Svo ég ætla að hætta þessu háfleyga bloggi og fara bara að leika mér líka.
Eigiði gleðileg jól og verið góð hvert við annað. Ykkar Kristín Jóna
25.12.2012 07:31
Aðfangadagur jóla
Jóladagur er runninn upp, ennþá fallegt veður hérna, snjór og fallegt úti.  Við Erro skruppum út áðan og það er að blotna aðeins í snjónum en algjör stilla og yndislegt.
Langar að segja ykkur aðeins frá aðfangadegi sem var í gær, og það verður í máli og myndum.
Við vöknuðum sem sagt snemma og úti var allt á kafi í snjó og Þráinn þurfti að moka sig út.  Það var svo gaman og hundurinn og kötturinn voru alveg í banastuði yfir þessu veðri, ótrúlegt en satt en Nói fór út á enda á götunni í fyrsta sinn í gær, skil ekki af hverju dýrin okkar eru svona hrifin af snjó en þau eru það. Erro er snælduviltlaus þegar ég sleppi honum í langa bandinu út í snjóinn og hann er hoppandi og skoppandi eins og kengúra út um allt og hreinlega elskar þetta.

Eftir leik og skemmtilegheit í snjónum var farið að undirbúa matinn um kvöldið og það var nú ekki mikið mál fyrir 4 manneskjur.  Svo dagurinn fór í kósíheit og svo dubbuðu allir sig upp í sparifötin en við vorum eitthvað að vandræðast með tímann hjá okkur.  Norðmenn borða kl. 17 á aðfangadag, við vorum að spá í að gera það að okkar sið kl. 18 og láta hringja inn jóin en föttuðum svo að það gerðist ekki fyrr en kl. 19 að okkar tíma svo það endaði bara með að við borðuðum kl. 17.30 því það var allt tilbúið og óþarfi að bíða.  Jólin voru bara komin.
Eftir matinn var sest til stofu og farið að huga að pökkunum sem eru nú aðalatriðið á jólunum í dag.  Ekki að við myndum sleppa því að halda jólin þó engir væru pakkar en það verður að viðurkennast að maturinn og allt saman er bara eitthvað sem leiðir okkur að endanum að því að setjast til stofu og taka upp gjafirnar.

Ástrós Mirra að byrja að skoða pakkana og stúdera hvaða pakki skuli vera fyrstur og hver næstur osfrv.  og ein mynd tekin af mér í tilefni dagsins, kannski bara af því að ég var svo sæt.

Og svo önnur tekin af ömmu Maddý sem var tilbúin í pakkastússið og sat í sínu fínasta pússi.

Amma Steina sendi okkur skemmtilegar húfur í jólagjöf og þær urðu skemmtiefni kvöldsins. Ég elska skemmtilega húfur og þessar verða sko notaðar, ekki spurning.  Ástrós Mirra að máta húfuna frá Ömmu Steinu.

Nói og Erro fengu sína pakka frá ömmu Maddý og Ástrós Mirra hjálpaði Nóa að opna sinn en Erro þurfti enga hjálp, hann opnaði sinn alveg sjálfur og var mikið glaður með gjöfina sína.
Svo fékk Ástrós Mirra ofsalega fallegan kross um hálsinn og eyrnalokka frá Söru vinkonu sinni og hún fékk yndislegt hálsmen frá Helgu Rós sem er svona hálft hálsmen og Helga Rós á hinn helminginn og á því stendur Miss you og Ástrós Mirra fékk Miss partinn held ég að ég muni alveg rétt.  Alla vega yndislegar gjafir frá góðum vinkonum. Þeirra beggja er sárt saknað um jólin.

Svo voru auðvitað fullt af flottum gjöfum þó ekki séu allar myndaðar í bak og fyrir en Ástrós Mirra fékk Headfone við tölvuna og mús frá Konný og fjölsk., Rummikubb spil frá Klöru og fjölsk., töff hettupeysu frá Birtu, bækur frá bræðrum Þráins, sæng og kodda og sparihettupeysu frá ömmu Maddý, húfu sem hlær frá ömmu Steinu, kjól og hettupeysu frá Auði ömmu og Sigga afa, blússu frá Má afa og Teddu, fallega jólakveðjur frá Eddu ömmu og langömmu.  Náttbuxur frá Sigrúnu ömmu nr. 5, Gluggagæi frá Kollu frænku, ísvél frá okkur ásamt klukku uppá vegg, vettlinga frá Erro og Nóa og eyrnalokka líka krossa en allt öðruvísi en það sem Sara gaf.  Hatt og pennaveski frá Margréti Annie og þá vona ég að ég sé ekki að gleyma neinu og biðst afsökunar ef svo er.

Þessi pakki var svolítið skrítinn, því hann var svo léttur en það var pakki frá Konný.  Málið var að hún gaf Ástrós Mirru headset við tölvuna sem vantaði fyrir jólin og stúlkan fékk pakkann þá svo ég pakkaði tómum kassanum inn svo það gleymdist ekki að búið væri að taka upp eitthvað af gjöfum.  En það hafði ekkert gleymst því Ástrós var að spekúlera hvað hún fengi eiginlega marga pakka frá Konný eiginlega en þá var einn tómur kassi semsagt.

Erro bíður eftir fleiri pökkum og ég fékk líka húfu sem hlær frá ömmu Steinu og elska hana alveg.  Ég fékk líka geggjað veski frá mömmu og Sigga sem er svona töff veski sem geymir myndavél og linsur líka.  Þannig að nú get ég tekið myndavél og auka linsu með í veislur eða út að labba án þess að bera alltaf þungan bakpoka.  Geggjað.  Og auðvitað fékk ég fullt af fleiri gjöfum eins og yndislegustu inniskó eveeeeeeeeeeer frá Konný systir sem ég er sko búin að nota í allan vetur því ég vissi af þeim og það var svo kalt einn morguninn að ég hreinlega varð að opna gjöfina mína þá.  Svo fékk ég frá manninum mínum reflector stand og reflector og svo bætti Ástrós Mirra þá gjöf upp í gær með því að gefa mér nýja regnhlíf á ljósið mitt.  Nú og húfu frá ömmu Steinu sem á sko eftir að nýtast mér vel. Svo gaf Margrét mér dag og næturkrem, svo ég ætti nú að verða fallegri en ég er í framtíðinni.

Svo var hlustað á Rás 2 í allt gærkvöldi en þar kom engin messa skrítið hélt það væri á báðum stöðvum ríkisins. En allt í lagi, við hlustuðum á íslensk jólalög í bland við erlend.

Fallega stúlkan mín í fyrstu mátum af fötunum sem hún fékk í jólagjöf.  Allt svo falleg föt og hún svo ánægð með allt sem hún fékk.

Ég fékk auka óvænta gjöf frá Maddý tengdamömmu því ég vissi allt sem hún gaf okkur Þráni en það var járngrind til að geyma viðarkubbana í við arininn og svo standur með kúst, skóflu og því öllu sem þarf til við arinn.  Það var þörf og æðisleg gjöf en þessi óvænta var svo falleg og hangir núna á trénu okkar.  Þetta eru tvö hjörtu sem slá sem eitt og það erum við Þráinn að sjálfsögðu.

Svo fékk Þráinn mjög óvænta gjöf frá dóttur sinni en það er þessi kertastjaki sem hangir uppá vegg og Þráinn sá og féll fyrir þegar við fórum á handverkssýninguna í ullarverksmiðjunni. Það var enginn smá feluleikur og skemmtilegheit við að kaupa þetta og reyna að láta hann ekki fatta neitt þá en það tókst.  Hann var alveg grænn í gær og vissi ekkert hvað var í pakkanum og er þvílíkt ánægður með gjöfina sína.  Svo fengum við líka annan kertastjaka frá pabba og Teddu alveg ofboðslega flottan líka.  Við elskum kerti og kertastjaka svo það hitti vel á vondan eða góðan réttara sagt. Þráinn fékk svo vinnuúr frá mömmu og Sigga  og vettlinga frá ömmu Steinu og að sjálfsögðu flottu borvélina frá mér sem var ekki sett í jólapappír.

Smá húfuflipp á okkur stelpunum í okkar jólaboði.

Og svo ætluðum við Maddý að kyssa stúlkuna en eitthvað var hún óundirbúin og lítur skelfingu lostin á ömmu sína og skilur greinilega ekkert í þessum fíflalátum í henni.
+
En gat að sjálfsögðu hlegið að okkur líka, það þýðir ekkert annað í þessari fjölskyldu, því við tökum sjálf okkur og lífið ekkert of alvarlega.

En nota bene, þarna er hún að setja upp Kindelinn sem ég fékk í jólagjöf frá Maritech.  Geggjuð gjöf og ég er ekkert smá ánægð með hana.  Nú þarf ég ekki lengur að láta senda mér í pósti sem er eins og allir vita rándýrt, bækur svo ég geti lesið.  Ég bara downloda þeim í kindilinn minn.  Geggjuð gjöf og alveg perfect fyrir mig.

Svo enduðum við kvöldið á að fá okkur dýrðlegan eftirrétt, spila rummikubb og nota bene, ég þykist nú sú besta í þessari fjölskyldu í orðaleikjum og krossgátum og þess háttar en þetta var sko ekki minn dagur í spilum því ég fékk eintóma samhljóða og eins og allir vita er erfitt að setja saman orð án sérhljóðanna.  En þetta var skemmtilegt samt og svo endaði það á smá náttfatapartý og TV.  Dásamlegur dagur og ekki skemmdi að við heyrðum í nokkrum heima á Íslandi svo söknuðurinn var ekki eins mikill.

Elsku ættingjar og vinir.  Við elskum ykkur og þökkum kærlega fyrir allar fallegu gjafirnar sem við fengum og vonandi er ég ekki að gleyma neinum.  Það væri auðvitað ekki gaman en það er þá ekki illa meint.
Svo er jólaboð í dag sem við Margrét ákváðum að halda saman með Huldu og Ellu og þeirra fjölskyldum líka. Sem sagt 4 fjölskyldur hér í Mandal sem ætla að hittast á eftir.
Eigiði gleðileg jól
Ykkar Kristín Jóna
27.12.2012 10:45
Jólin 2012
Jæja fyrstu jólin í Mandal eru langt komin af stað.  Þau eru þó alls ekki búin því það verður aftur löng helgi með áramótum og þess konar gleði eftir nokkra daga en í dag er venjulegur vinnudagur og ekki laust við að maður nenni ekki að vinna en samt líka gott aðeins að líta uppúr fésbókinni og konfektkassanum.
Ég var nú búin að segja ykkur frá aðfangadegi svo ég skrepp bara núna beint á jóladag sem var alveg virkilega góður dagur.  Við mættum 13 íslendingar til Margrétar og Jóns og allir með mat á hlaðborðið og áttum frábæran dag saman við að borða og drekka og borða meira og fara í smá leiki og svo bara við spjall í góðra vina hópi.  Þetta er mjög góður hópur fólks sem býr hérna og við náum voða vel saman.  Við vorum saman frá kl. 13 – 18 sem er ágætis tími á jólaboði.  Svo var auðvitað drifið sig heim og beint í náttfötin því það er ekkert eins gott og að kúra í náttfötum á jólunum.  Sérstaklega þegar maður hefur fengið ný jólanáttföt eins og við öll gerðum.

Gærdagurinn fór svo aftur í át og núna var það íslenskt hangikjöt og kartöflur í uppstúf og það var ekkert smá gott.  Við fórum líka í góðan göngutúr með Erro kallinn, löbbuðum út að Sjosanden og í skóginn þar og leyfðum Erro aðeins að hlaupa lausum en bara smá stund.  Þetta var 2ja tíma ganga og notarleg fyrir utan rigninguna sem hafði átt að hætta kl. 12 en byrjaði ekki fyrr en kl. 13. Vorum svolítið blaut í fætur og á utaná en ánægð með túrinn samt þegar við komum heim.
Hittum í gær á Skype, ömmu og Gyðu hjá mömmu og Sigga (og auðvitað Kollu líka) og það var svo gaman að spjalla við þær.  Skyldi þeim ekki finnast þessi tækni undarleg.  Hvernig skyldum við verða eftir 50 ár.  Hvernig skyldi tæknin verða þá?  Vonandi verður hún þannig að við verðum alveg gapandi yfir henni.  En það er mjög gott að eiga róleg jól og það reddast með því að sjá fólkið sitt á skype.  Mér dettur nú bara í hug jólin sem Þráinn langaði alltaf að halda uppí bústað, þetta eru eiginlega þau.  Við bara fjölskyldan saman langt í burtu í rólegheitum og kósí.

Svo er spurningin að komast í gegnum vinnudaginn og gera eitthvað skemmtilegt í dag / kvöld.  Það er alla vega falleg birta úti núna svo ég skrepp ábyggilega út með Erro og myndavélina.
Þangað til næst,  ykkar Kristín Jóna
28.12.2012 06:38
28. des
Í dag á elsku mamma afmæli og ég sendi henni knús og kossa yfir hafið.  Hún hefur ekki mikið breyst en aðeins elst síðan þessi mynd var tekin.

Í gær var svo fallegt veður að ég varð bara að hætta að vinna kl. 13 og fór út að labba með hundinn og Ástrós Mirru.  Við fórum uppí kirkjugarð því ég ætlaði að reyna að ná fallegum frostmyndum en það var jarðaför, ég held að það sé jarðað hérna 3svar í viku og ekki stærra bæjarfélag.  Það er í hvert sinni liggur við þegar ég labba í kirkjugarðinn að það er búið að taka fyrir nýrri gröf, eða opna eldri, því hér er fólk bara sett saman í gröf ættingjar og ástvinir.  Svo er bara bætt við nafni á legsteininn. Mér finnst þetta algjör snilld, sérstaklega þar sem heilu fjölskyldurnar lifa og deyja.  Sparar pláss og kostnað fyrir eftirlifandi.  Hefði gaman að komast að því hvernig jarðarfarir fara fram hér og hvernig erfisdrykkjum er háttað.  Hvort það sé eins og heima fullt af fólki sem mætir í kaffi þó enginn eftirlifandi þekki það.  Hef heyrt ansi margar sögur af svoleiðis.  En það er ábyggilega ekki illa meint því trúlega þekkti manneskjan þann látna en mér finnst að þeir sem mæta í erfisdrykkju þurfi nú að þekkja aðstandendur líka, geta ekki hafa verið mjög nánir hinum látna ef það þekkir ekki aðstandendur.

Annars vorum við að ræða jarðarfarir og þess háttar um daginn og ég vísaði í það sem vinnufélagi minn sagði með “Erfisdrykkju” og “Útförin fór fram í kyrrþey” að ósk hins látna.  Af hverju að ósk hins látna.  Hann er ekki þarna með.  Er ekki jarðarförin athöfn fyrir þá sem eftir lifa til að kveðja og er ekki erfisdrykkjan fyrir þá eftirlifandi?  Ekki fyrir hinn látna, hann er farinn og hefur ekkert með þetta að gera lengur.  Það er ekki eins og hann hangi yfir okkur í kirkjunni og fylgist með.  Nei, erfisdrykkja og jarðarför er fyrir þá sem eftir lifa og þeir eiga að halda þetta eins og þeim sýnist með fullri virðingu fyrir þeim látna að sjálfsögðu og í anda þess sem verið er að minnast.  En kaffi og meðþví það er hans að ákveða.

En aftur að góða veðrinu í gær og labbitúrnum.  Ég hafði greinilega mjög gott af því að flytjast hérna niður í bæ og læra að fara minna ferða gangandi og mikið er það nú gott.  Það er orðið svo gott að mig langar svo út að labba og klukkutíma ganga er ekki mikið.  Hlakka mikið til að það fari nú aftur að birta hérna og vorið, já sko þess hlakka ég mikið til.  Man hvað ég öfundaðist út í Þráin síðasta vor þegar hann sat úti í sólinni og við vorum enn í kulda og vetri heima á Íslandi.  En nú er að koma áramót og þá er spurning hvort maður stengi áramótaheit eða hvort maður líti yfir farinn veg og reyni að læra af reynslunni.  Ég er sko reynslunni ríkari eftir þessa flutninga og allt það sem gekk á, á árinu.  Maður er alltaf að læra og lærir hverjir eru vinir þínir og hverjir ekki þegar á þarf að halda.

Þetta er nýja brúin okkar í Mandal, hún liggur yfir ána frá miðbænum yfir í nýja tónleika-, bíó-, listahúsið okkar.  Svo flott brú og setur svo flottan svip á ána.  Vonandi má fljótlega fara að labba yfir hana en það er ekki búið að klára girðingar og þess háttar ennþá.
Jæja gott fólk eigiði góðan föstudag með pizzum og skyndibita áður en haldið verður aftur í steikurnar um áramótin.
Ykkar  Kristín Jóna
31.12.2012 10:58
Árið 2012
Árið 2012 er búið að vera viðburðaríkt ár í okkar lífi og margir frábærir hlutir gerst en líka nokkrir frekar leiðinlegir og erfiðir fyrir okkur.  Þar sem ég er að temja mér að leyfa ekki fólki sem hefur neikvæð áhrif á líf mitt að komast inní það eða að leyfa fólki sem gerir mér ekki gott að skemma fyrir mér daginn, vikuna eða mánuðina eins og gerðist hér í haust, þá verður ekki talað um þá hluti heldur einungis það sem stóð uppúr sem jákvæðir og góðir hlutir fyrir líf okkar.  Ég er nefnilega ein að þeim sem tek mjög nærri mér ef illa er talað um mig eða ég beitt rangindum og get alveg sagt það hér og nú að ég hef sofið afskaplega lítið og illa í vetur vegna svoleiðis atburða.  Ég get líka sagt það að fólki hefur fækkað á vinalistanum okkar og það var ekki samkvæmt okkar vali en svona er lífið, þú veist aldrei hvað það ber í skauti sér.
Svo árið 2012 byrjaði vel, það snjóaði og Hafnarfjörðurinn var eins og ævintýraland.   Þráinn kom heim í jólafrí því þarna var ég orðin grasekkja því Þráinn missti vinnuna í nóvember 2011 og var búinn að vera í Noregi síðan þá.

Að vera grasekkja gerði það að verkum að ég var ofurdugleg að taka myndir og tók þemun hjá okkur í þemaklúbbnum mjög alvarlega. Held ég hafi verið pínu hæper kannski, og þó ég veit ekki.  Alla vega var hrikalega skemmtilegt að vinna að þessu þema með stelpunum á Melroses.  Sakna þeirra allra mjög mikið.

Í lok febrúar skruppum við Ástrós Mirra að heimsækja Þráin til Mandal í Noregi.  Við höfðum aldrei ferðast einar milli landa og ég sem er frekar ferðastressuð kona og alltaf á taugum gat þetta alveg en viðurkenni að það var sko styrkur í að hafa Ástrós Mirru með mér.  Elska þessa dóttur mína alveg óskaplega mikið og stundum er hún bara fullorðinslegri en ég, alla vega á svona stundum.

Við urðum alveg ástfangnar af þessum bæ sem hann Þráinn var búinn að koma sér fyrir í og okkur leið ofsalega vel þarna úti.  Og lífið gekk sinn vanagang eftir að við komum aftur heim en þó var eitthvað öðruvísi.  Ástandið í þjóðfélaginu var ekki gott og fljótlega fór Kristín Jóna sem helst aldrei vill færa sig um set að hugsa um það hvort við ættum kannski að flytja til Noregs.  Já sæll, öðruvísi mér áður brá!
Ég fór að íhuga það hvort við ættum kannski bara að prófa.  Þráni líkaði vel og okkur leist rosalega vel á staðinn og við viljum vera saman.  Svona fjarbúð fer ekki vel með fólk, sérstaklega ekki til langframa.  Sumir venjast því eða hreinlega verða að venjast því því þeir hafa ekki val en aðrir eiga alltaf jafn erfitt með að kveðja.   En það eru alltaf einhverjir hlutir sem geta létt manni lífið og ég á einn uppáhaldsfrænda sem sá alveg til þess að mér leiddist ekki, því þá gat ég bara fengið hann lánaðann og haft það kósi með honum.

Svo kom vorið og fermingar og nóg að gera hjá mér að taka myndir, það hélt mér alveg gangandi og með vorinu var tekin ákvörðun að við myndum flytja til Noregs og ég fékk samþykkt að vinna í fjarvinnu frá Maritech.  Ég hef sjaldan verið eins glöð eins og þegar mér var tilkynnt að það hefði verið samþykkt, því það gerði þessa flutninga og þessar miklu breytingar mun auðveldari fyrir mig.  Ástrós Mirra varð strax mjög jákvæð fyrir þessum flutningum og fljótlega er tekin ákvörðun að við munum flytja um miðjan júní og taka sumarfríið okkar þá.
Þráinn kom svo aftur í frí um páskana og var með okkur á afmælinu mínu og við fórum í bústaðinn og höfðum það huggulegt þar eins og okkar er von og vísa.  Skrapp með Maddý á Miðfell og fór í fyrsta sinn inní húsið.  Það er pínu krípí því þar hangir uppi frakki og bækur á náttborðunum og ég veit ekki hvað og hvað.  Þetta er svona eyðibýli eins og finnast víða á Íslandi þar sem virðist sem fólkið hafi farið út í flýti og aldrei komið aftur.  En í þessu tilviki þá bjó einn afkomandinn í næsta húsi þannig að það hefðu verið hæg heimatökin að ganga frá dóti þeirra gömlu svo þetta liti ekki svona illa út.  Finnst votta fyrir óvirðingu við þá látnu að enginn hafi séð sóma sinn í því að ganga frá dótinu þeirra.

Já í lok apríl fór ég með vinnufélögunum til Budapest.  Frábær ferð með frábæru fólki.  Finnst samt alltaf erfitt að ferðast án Þráins en stelpurnar sáu alveg til þess að ég yrði ekki einmanna og Guðrún Valtýs, Karen og Sigrún voru svo frábærir ferðafélagar.

Eftir Budapest ferðina snerist eiginlega allt okkar líf um það að við værum að fara að flytja til annars lands.  Það er sko ekkert auðvelt get ég sagt ykkur.  Við tókum þá ákvörðun að taka bara með það sem kæmist í bílinn okkar og seldum nánast alla búslóðina okkar en geymum í kössum úti í bæ annað dót sem kemst í kassa og hefur einhvert tilfinningalegt gildi fyrir okkur.  Alla gömlu hlutina og eins bara gjafir ofl. sem okkur þykir vænt um.  Við reyndar enduðum á að flytja rúmið okkar út þar sem það er svo dýrt og ekki hægt að selja fyrir nýju rúmi.  Við ákváðum að létta okkur aðeins og losa um þörfina að þurfa að eiga allt og eiga það nýtt og flott.  Núna líður okkur rosalega vel með flest húsgögn í láni eða gefins eða kannski keypt fyrir lítinn pening.
En eitt af því sem þarf að gera þegar flytja á til annarra landa er að kveðja og komast í síðasta sinn í þessa og hina ferðina svo Konur og Ljósmyndir voru með ferð í Viðey svona hálft í hvoru til að kveðja mig og þeim til gamans.  Æðisleg ferð og gaman að fara með þessum konum í ferðalög.
Við skruppum líka til Eyja og fengum svo frábært veður til að mynda.  Svo fórum við systur í nokkar ferðir og ein var á Álftanesið og þar fórum við og eltum uppi bíl sem við sáum og var svo flottur.  Enduðum nú bara í skoðunarferð í bílskúrinn hjá eigandanum.  Kíktum við á Bessastaði og margt fleira.
Svo var sjóstöng með Maritech og það var fín ferð og hápunkturinn var auðvitað þegar Guðrún Valtýs kom á sínum bát og tók Titanic á þetta.

Svo var bara komið að þessu.  Þráinn kom heim og hjálpaði mér að pakka restinni og koma fyrir og hann tróð í bílinn öllu sem hægt var og Nói var settur í sprautur og alls konar meðferð til að hann mætti koma með til Noregs.  Það varð reyndar tæpt því dýralæknirinn sem við hittum á var frekar óliðleg en það rættist úr því og allt gekk upp.
Nói var alger hetja í þessum flutningi og Þráinn og hann fóru keyrandi til Seyðisfjarðar og þaðan til Færeyja og svo til Danmerkur áður en þeir komust alla leið til Mandal í Noregi.  4 dagar þar sem Nói nánast ekki borðaði eða pissaði eða hvað þá meira.  Svo mikið voru þeir fegnir báðir tveir þegar þeir komu heim eftir þetta ferðalag.
Við mæðgur vorum hjá mömmu síðustu dagana okkar á Íslandi og það var voða notarlegt.  Svo flugum við út 17. júní 2012.  Og þá hófst ævintýrið.  Það var allt í kringum okkur eitt ævintýri, það var sama hvort við vorum úti í búð að kaupa í matinn eða bara úti að labba og sáum blóm eða hund.  Já hundar!
Það var ekki nóg með að við tækjum þessa stóru ákvörðun að flytja til Noregs, við vorum varla lent þar þegar við urðum vitni að fæðingu hvolpa og að sjálfsögðu eignuðumst við svo einn þeirra seinna.   En fyrstu dagana í Mandal vorum við Ástrós Mirra í fríi og vorum bara að leika okkur, koma okkur fyrir og dansa í rigningunni og það allt.  Liggja í sólinni, fara á ströndina og upplifa lífið.
Við kynntumst nýju fólki bæði íslendingum og norðmönnum og eigum hér orðið góða vini.  Við fórum á tónleika, löbbuðum út um allt, fórum í bíltúra og nutum lífsins í botn enda Þráinn alltaf búinn að vinna kl. 15 og nægur tími eftir að deginum til að gera eitthvað skemmtilegt.

 

Ég tók áskorun áður en ég flutti út og hún var að taka eina mynd á dag í 3 mánuði og blogga með henni.  Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og það fékk mig til að reyna meira að gera eitthvað merkilegt og skemmtilegt en ekki bara liggja uppí sófa, enda sófinn sem fylgdi húsinu ekki þægilegur að liggja í.
Já við fengum leigt æðislegt hús uppí fjalli og vorum himinlifandi með það.  Fljótlega fóru þó að koma í ljós annmarkar á húsinu.  Það er rosalega langt frá öllu, hátt uppi á fjalli og erfitt að ganga þangað eða hjóla.  Það var rosalega hljóðbært og nánast eins og allir svæfu í sama herbergi en við tókum ekkert eftir þessum göllum til að byrja með, því lífið var svo dásamlegt.
Já við skruppum líka til Danmerkur, fórum í skelfiskveislu, skoðuðum okkur um í nágrenninu og gerðum svo margt og mikið. Kynntumst tveimur systrum sem eru barnabörn Margrétar og Jóns og það var voða gaman.  Skemmtilega systur og gaman fyrir Ástrós Mirru að fá félagsskap.

 

Við fórum á sumarmarkaði og dunduðum við að búa til það sem vantaði í húsið, s.s. skógeymslu og fleira.  Nutum þess að gera eitthvað mikið úr engu.
Svo var hérna stórhátíð, skelfiskhátíðin þar sem miðbærinn er bara lokaður og þar eru tívolítæki og skemmtiatriði út um allt.  Það var svolítið langt að fara fyrir okkur en við dugleg að laba svo það reddaðist.  Já og þarna er Erro líklega nýkominn til okkar.  Algjört krútt en …. O my God hvað það átti eftir að verða erfitt með hann, við erum sko ekki hvolpafólk það er á hreinu og verður aldrei aftur fenginn hvolpur á þetta heimili.  Ef það kemur einhvern tíma annar hundur þá kemur hann fullorðinn.  En ekki misskilja Erro er flottur hundur en við erum kannski ekki rétta fólkið til að ala hann upp.  Mér finnst ekki hafa verið róleg stund á þessu heimili síðan hann kom.  Maður þarf endalaust að vera að siða hann og skamma og þetta er gáfaður hundur svo ég bíð ekki í þá sem þurfa að siða og ala upp heimska hunda.

Svo fórum við að undirbúa veturinn og keyptum okkur timbur eins og búið var að segja okkur að við þyrftum að gera og dunduðum við í garðinum eftir bestu getu.

Svo fengum við gesti, sem var geggjað, fyrst komu elsku Klara systir og Kristófer og svo komu elsku Konný systir og Edda stjúpa.  Þetta var yndislegur tími og svo gaman að fá að sýna þeim hvernig líf okkar var þarna á nýjum stað.

Sorrý ég tek aldrei myndir af Konný systur því hún vill það ekki en þessi mynd var tekin þegar hún var hérna og minnir mig á hana.

Svo kom haustið og skólinn byrjaði hjá Ástrós Mirru og hún fór skv. ráðleggingum fólks í kringum okkur beint í venjulegan skóla en þar var hún bara í tvær vikur og þá sagði kennarinn okkar að hún þyrfti að fara í innflytjendaskóla því hún skyldi ekki neitt og við ákváðum að gera það, sérstaklega þegar við sáum að hún var á undan í námsefni þannig að hún væri ekki að missa úr neitt þó hún færi í skóla sem einbeitti sér að því að kenna henni Norsku og kenna henni að læra á norsku.  Það hefur bara gengið vel, fyrir utan að hún hefur ekki eignast neina vini.

Svo fóru áföllin að ríða yfir okkur.  Eigandi hússins sem við leigðum ákvað að selja það og rifta samningnum við okkur.  Það er eitthvað sem gerist bara ekki í noregi og allir alveg bit á þessari ákvörðun hennar.  Við erum nú íslendingar og ákváðum að hjálpa henni með þetta allt.  Svo við fórum á fullt að finna okkur íbúð sem tókst og hún keypti af okkur allt timbrið því við komum því ekki fyrir á nýja staðnum.  Við fluttum 4. október í íbúð niður í miðbæ.  Það sem breyttist við þetta var, að við misstum garðinn sem bæði köttur og hundur áttu góðar stundir í, við höfum hvorki svalir né garð á nýja staðnum en við erum ekki lengur uppi á fjalli og elskum það að búa í miðbænum svo við erum bara fegin eftir á, en við áttum engin húsgögn því þau fylgdu húsinu svo það fór tími í að finna ný / gömul en það reddaðist allt að sjálfsögðu, því hér vilja allir allt fyrir okkur gera.
Svo kom næsta áfall þegar leigjendurnir heima á Íslandi riftu sínum leigusamningi líka og þá þurftum við að fara að fullt að finna nýja leigjendur sem tókst og þau flytja inn á morgun.  Svo það voru áföll og leiðindi sem skyggðu á haustið en svo kom veturinn og viti menn Maritech bauð mér heim til Íslands til að taka þátt í Sveitarfélagaráðstefnunni okkar og það var geggjaður tími.  Æðislegt að kíkja smá heim og knúsa fólkið sitt.
Svo kom amma Maddý, Ástrós Mirra varð 12 ára og það snjóaði í Mandal massa snjó og áður en við vissum af voru jólin komin og í dag er síðasti dagur ársins.
Desember verður sagður í myndum enda ég verið dugleg að fara út og mynda og labba og já hver hefði trúað því að ég sæti og horfði út um gluggann og vonaði að rigningin hætti fljótlega svo ég gæti farið út í göngutúr.  Helst langan.  En það er líklega vegna veðurs sem þetta breyttist hér get ég nefnilega farið út án þess að berjast á móti rokinu.

 

 

 

 

Ég fór að leika mér í gær við að taka myndir af ávöxtum og grænmeti og setja upp með texture og ljóðum og þetta er hluti af þeirri vinnu.
Kannski við ættum einmitt að lesa þetta ljóð hér með mandarínunum af og til, til að minna á okkur á að ekki er víst að allt sé í lagi þó það líti út fyrir það á yfirborðinu.
Svo munum það elsku vinir að vera góð hvert við annað og sýna öðru fólki virðingu þó það sé ekki alveg eins og við vildum kannski hafa það.  En það nefnilega má, það þurfa ekki allir að vera eins og ég.

Gleðilegt ár og takk fyrir árið sem er að líða og megi árið 2013 vera ykkur gleðiríkt og ánægjulegt.

 

  

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.