Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Featured Post Image - Nýja ósæta rúgbrauðið mitt

Mér datt í hug að útfæra rúgbrauðið mitt til hollara brauðs og algjörlega án sykur og síróps.

5 dl. hveiti
5 dl. rúgmjöl
3 dl. heilhveiti
2 dl. haframjöl
10 dl. súrmjólk eða ein ferna
4 msk. hunang
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. natron
1 tsk. salt
2 msk. hörfræ (linfrø)
2 msk. chiafræ
2 msk. sólblómafræ (solsikkekjerner)
4-5 msk. graskersfræ (pumpakarnor)


Öllu hrært saman í hrærivél og bakað í ofni í 3 klst. við 150°
Ég nota blástur og set í 2 formkökuform og álpappír yfir til að loka þeim. Þegar ég tek brauðið úr ofninum þá vef ég blautu viskastykki utan um meðan það kólnar til að halda skorpunni mjúkri eða mýkri en ella.

Öll þessi fræ sem ég nota í brauðið eru bara til komin vegna þess að ég átti þau síðan ég bjó einu sinni til hrökkbrauð ykkur er í sjálfsvald sett hvaða fræ þið notið en ég er svo ánægð með þessa útkomu að ég held ég noti sjálf alltaf öll þessi fræ.

Njótið!

Ég bjó svo til gúrkusalat sem er bara egg, gúrka, mais og majones og grillaði svo lax og setti ofan á brauðið. Geggjað gott og vonandi sjúklega hollt miðað við allt og allt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.