Jæja nú erum við á leiðinni að taka smá tíma með hollum mat og erum svona að detta inní næstu viku sem verður 800 kaloríur á dag í eina viku og 8 – 16 fasta. Það er fínt að taka aðeins til í kroppnum á sér svona rétt fyrir jól.
Svo í kvöld var ég búin að ákveða að vera með lax en …. finnst fiskiuppskriftir oft svo ofboðslega líkar og einhvern veginn ef ég hef lax þá er það bara lax í Lofti uppskriftin sem verður fyrir valinu en allt í einu í dag fékk ég hugmynd og þannig gerist þetta oft hjá mér svo útkoman var Chili lax með pasta carbonara.
Ég byrjaði á að sjóða pasta skv. leiðbeiningum en ég notaði spagetti og braut það niður í 4 parta, mér leiðist að borða langt spagetti svo þetta er oftast leiðin hjá mér ef ég nota spagettíið. Tók pastað og hellti í sigti og setti þá mjólk í pott og lét sjóða og (í dag var þetta ekki tekið frá grunni) helti svo einum pakka af carbonara sósu frá Knorr saman við og hrærði og hrærði og skellti svo einu hráu eggi með (það er ekki nefnt á pakkanum en gerir sósuna mun betri) og hélt áfram að hræra þar til sósan var orðin passlega þykk. Skellti þá einni teskeið af chili sultunni minni út í sósuna. Meðan ég var að hræra sósuna var ég með frosið wok grænmeti í Lofti sem ég hafði kryddað með chilisaltinu mínu góða. Svo þegar grænmetið var tilbúið þá hellti ég fyrst pastanu út í sósuna og svo grænmetinu og leyfði því að krauma smá stund en á meðan var laxinn í siliconformi í Lofti að eldast. Ég kryddaði laxinn með Chili salti og sítrónupipar og setti svo eina teskeið af chilisultu á hverja laxasneið og bakaði svo í 12 mín í Lofti. Hitaði hvítlauksbrauð í ofninum á meðan.
Og jeminn þetta er svooooo gott. Mæli hiklaust með og tók ekki langan tíma að elda og eins og þið vitið að þegar maður eldar í Lofti þá getur maður bara legið í stofusófanum og chillað á meðan allt er í gangi.
Þetta er chili saltið sem ég er að alltaf að tala um.
Og ef ykkur langar í uppskrift af chili sultu þá er hún hérna:
Svo verði ykkur að góðu og munið að uppskrift er aðeins til viðmiðunar, að elda mat er í rauninni listgrein og langskemmtilegast að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og breyta og betrumbæta uppskriftir alveg eins og maður getur.
Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan.