Frost og funi

Jólaeftirrétturinn okkar!

Botn: 1 egg

4 msk sykur

2 msk hveiti

1/2 tsk lyftiduft

Hitið ofninn í 250°  

smyrjið kringlótt tertuform 24 cm

Þeytið egg og sykur saman. Bætið hveitinu útí ásamt lyftiduftinu.  Hellið í formið og bakið í 5. mín  hvolfið botninum á fat og leyfið að kólna.

Fylling: Niðursoðnar perur stór dós

1/2 liter ís

Skreyting: 4 eggjahvítur

1 dl sykur

2 msk möndluspænir

Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum útí smám saman.  Þeytið áfram þar til massinn er orðinn stinnur.

Setjið bakaða botninn á eldfast fat.  Hellið safanum af perunum yfir botninn og raðið svo perunum þar ofaná.

Setjið svo ísinn yfir þar og hellið marengs massanum þar yfir.

Bakað í ofni með bara yfirhita í 5 mín eða þar til marengsinn hefur tekið gylltan lit.

Berið fram strax.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.