Stínubrauð

Featured Post Image - Stínubrauð

Fljótlegt brauð á 30 mínutum
600 ml volgt vatn
2 msk sykur
2 msk olía
3 msk þurrger
850 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk salt

  1. Blandið saman í skál vatni, sykri, olíu og þurrgeri. Geymið í 10 mínútur.
  2. Bætið síðan hveiti, lyftidufti og salti saman við og hnoðið vel saman.
    Mótið brauðið að eigin vali. Ef þið ætlið að baka brauðhleif, skiptið því í tvennt og látið ef til vill í brauðform. Bakið í 15 mínútur við 210°C.
  3. Gott er að pensla brauðið með smjöri og setja einhver korn ofná.
  4. Gæðið ykkur svo á þessu dásamlega og bragðgóða brauði sem er best með smjöri og osti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.