Crépes með hvítlaukssósu

Crépes uppskrift

 • 140 g hveiti
 • 450-500 ml mjólk
 • 3 egg
 • 2 msk sykur
 • 40 g bráðið smjör
 • ½ tsk salt
 1. Sigtið hveitið og blandið um helmingnum af mjólkinni saman við það í hrærivélinni.
 2. Setjið þá egg, sykur, bráðið smjör og salt saman við og blandið vel, skafið niður á milli og losið frá köntunum á skálinni.
 3. Hellið að lokum restinni af mjólkinni en varist að gera deigið of þunnt, prófið frekar að baka eina pönnuköku og þynna með mjólk ef of þykkt. Ég notaðist við hefðbundna pönnukökupönnu.
 4. Uppskriftin gefur um 12 crépes pönnukökur.

Fylling

 • Hrísgrjón (karrý, paprikukrydd, salt)
 • Skinka
 • Ostur
 • Iceberg, blaðlaukur, paprika
 • Hvítlaukssósa
 1. Sjóðið um 2 bolla af hrísgrjónum samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema hrærið kryddum fyrst saman við í vatninu (ég notaði um 1 msk paprikukrydd, ½ msk karrý og 1 tsk salt).
 2. Hitið skinku og ost saman á pönnu (ég notaði 2 skinkusneiðar á hverja köku og 3 ostsneiðar á hverja skinkusneið).
 3. Saxið niður grænmetið.
 4. Fyllið crépes með grjónum, skinku, osti, grænmeti og nóg af hvítlaukssósu. Einnig er gott að nota sinnepssósu fyrir þá sem kjósa það heldur.

Síðan er auðvitað hægt að fylla þessar pönnukökur með súkkulaði, ís, ávöxtum eða öðru girnilegu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.