Fullkomna vöffluuppskriftin
- 5 dl hveiti
- 1 ¾ dl sykur
- 3 ½ tsk. lyftiduft
- 2 stór egg
- 3 ½ dl mjólk
- 1 2/3 dl bráðið smjör
- 1 tsk. vanillusykur
Aðferð:
- Þeytið saman sykur og egg.
- Bætið við þurrefnum og svo smjörinu og mjólkinni og blandið vel saman.
- Bakið vöfflurnar í heitu vöfflujárni þar til gylltar. Því hærri hiti á járninu, því stökkari verða þær.
- Berið fram með rjóma, berjum, súkkulaði eða öðru sem hugurinn girnist.