Wok Lax

Featured Post Image - Wok Lax

Eftir að ég eignaðist Loft (Airfryerinn) þá finnst mér svo miklu auðveldara að elda holla og góða fiskrétti, reyndar eru þeir oft mjög líkir en þó með ýmsu tvisti.

Í gær þá skellti ég einum poka af Wok grænmeti í Loft og raðaði svo laxastykkjunum ofaná, kryddaði með salti og hellti smávegis af sesam olíu yfir allt saman. Styllti á 180° og hafði í 20 mín. Á meðan sauð ég hrísgjón og bjó til eggjahræru á pönnu og bætti svo hrísgrjónunum út á og smá soyasósu yfir allt þegar hrísgrjónin voru aðeins farin að steikjast. Geggjað gott, sjúklega auðvelt og svo hollt.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna sem bloggar um mat þegar hún vill muna uppskriftirnar sem hún býr til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.