Bananabrauð ala Kristin á Nesan…

16.02.2016

Jæja gott fólk enn og aftur kem ég sjálfri mér á óvart með að breyta, bæta og laga uppskriftir en ég ákvað að baka bananabrauð af því að ég átti 3 ónýta banana en eftir flutninga veit ég ekkert hvað ég gerði við uppskriftirnar sem voru uppá vegg hjá mér á gamla staðnum og því fór ég og gúgglaði bananabrauð en sorrý ég var ekki alveg ánægð með uppskriftina og ákvað að breyta henni mér í vil og þetta er besta bananabrauð sem ég hef smakkað svo ég ætla að gefa ykkur þessa uppskrift svo þið getið prófað sjálf.

2 egg
1 bolli sykur
50 gr. smjör
2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
3 litlir bananar

Egg og sykur þeytt saman og smjörinu bætt svo útí og þeytt áfram vel. Öllu öðru síðan bætt útí og hrært saman, ekki þeyta.

Bakað í ofni við 180° þar til það er tilbúið.  Ekki spyrja mig um tíma því maður sér bara hvenær það er farið að losa sig frá forminu og endarnir orðnir vel brúnir, mér finnst betra að baka bananabrauð aðeins lengur en normalt og núna gerði ég það að þegar mér fannst að það ætti að vera tilbúið þá lækkaði ég hitann aðeins og hafði brauðið í 10 mín í viðbót á ca. 150°.

Smurt með miklu smjöri og osti og þetta bráðnar í munninum á manni.

Njótið!

Humm svo bjó ég til túnfisksalat og bauð uppá með ritskexi.  Ég sko þóttist nefnilega vera að mála gestaklósettið en svo fór að Þráinn að brasa við að taka klósettið út og losa skápinn og taka ofninn af og hann skellti á einni umferð af málningu og það verður að segjast að það var allt annað en þegar ég mála, það grisjar svo hjá mér og ég greinilega nota allt of litla málningu á rúlluna.  Ég lofa að bæta mig á morgun en kallinn er langt komin með verkið.  Hann fær þá þetta dekur í staðinn og ég er að hugsa um að láta renna í bað fyrir hann og bjóða uppá bananabrauð með smjöri og osti og kaffi í baðið.

Þangað til næst,
ykkar Kristin á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.