Spennandi súkkulaðikaka…

04.03.2016

Það sem þarf

2 bollar hveiti

2/3 bolli kakó

1 ¼ tsk matarsódi

¼ tsk lyftiduft

3 egg

1 2/3 bolli sykur

1 tsk vanilludropar

1 bolli majónes

1 1/3 bolli vatn

súkkulaðikaka

 

Aðferð

Hitið ofninn að 180 gráðum.

Smyrjið kringlótt kökuformin (23 cm) og stráið örlitlu hveiti í þau.

Blandið hveiti, kakó, matarsóda og lyftiduft saman í skál og setjið til hliðar.

Setjið egg, sykur og vanilludropa í skál og hrærið saman á miklum hraða í 3 mínútur eða þar til það er orðið létt og loftkennt.

Blandið þá majónesinu saman við og hrærið varlega þar til það hefur blandast vel.

Bætið þá hveitiblöndunni saman við sem og vatninu. Setjið þurrefnin og vatnið til skiptis saman við, hrærið varlega. Byrjið og endið á hveitiblöndunni.

Hellið deiginu í formin.

Bakið í 30 mínútur. Stingið í kökuna til að athuga hvort hún sé ekki örugglega tilbúin.

Leyfið kökunni síðan að kólna aðeins áður en hún er tekinu úr formunum og krem er sett á hana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.