Einföld og góð skúffukaka

Einföld og góð skúffukaka

 • 150 g smjör
 • 3 egg
 • 3 dl sykur
 • 2 msk kakó
 • 4 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 dl vanillusósa
 • 1  dl mjólk

Hitið ofninn í 175°. Bræðið smjörið  og látið það kólna aðeins. Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggin og sykurinn. Bætið smjörinu og mjólkinni saman við og blandið öllu vel saman. Setjið deigið í smurt skúffukökuform og bakið í miðjum ofni í ca 25 mínútur.

Krem

 • 75 g smjör
 • 2 msk kaffi
 • 2 msk kakó
 • 2 tsk vanillusykur
 • 3 1/2 dl flórsykur

Bræðið smjörið og blandið hinum hráefnunum saman við þannig að allt bráðni saman. Breiðið glassúrnum yfir kökuna og stráið grófu kókosmjöli yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.