Besta fiskisúpa í heimi

Featured Post Image - Besta fiskisúpa í heimi
Uppskriftin er fengin úr gömlum bæklingi.

Fiskisúpa fyrir fjóra:

1 púrrlaukur

2 stórar gulrætur

1 græn paprika

1 tsk karrý

Grænmetið skorið smátt og steikt í smjöri.

1 fiskteningur og 1 grænmetisteningur

Rúmlega 1 líter af vatni

Salt og annað krydd eftir smekk (til dæmis tarragon - ég set þó bara salt og pipar).

3 meðalstórar kartöflur (hráar) skornar í bita og settar út í súpuna. Látið sjóða í smástund.

Góður brúskur af brokkolí settur út í og látið malla í fimm mínútur (ég set alltaf brjálæðislega mikið af brokkólí - mæli bara með því fyrir einhleypa sem geta leyst vind í friði að loknu súpuáti).

1 rjómaostur með kryddjurtum

1 piparostur

Ostarnir látnir bráðna í súpunni (það þarf að gefa piparostinum dálítið góðan tíma)

Ýsa skorin í strimla og sett í pottinn (ég nota 2-4 flök)

Súpan tekin af hellunni og látin standa í 3-5 mínútur.

Borið fram með góðu brauði.



Þessi súpa er hreinn unaður og ennþá betri daginn eftir. Ég er nú þegar farin að hlakka til að gæða mér á henni í hádeginu á morgun. 

Mæli með að þið prófið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.