Þetta er önnur snilld sem tekur innan við 5 mínútur að græja og inniheldur bara 4 hráefni, engin aukaefni eða e-efni! Eina sem þarf er töfrasproti og 1/2 l glas eða krukka.
1 egg
2 tsk sítrónusafi
1/2 tsk salt
2 dl bragðlítil olía, ég notaði repjuolíu.
Svo er það snilldin.
Brjótið eggið í glas, má vera beint úr ísskáp, bætið sítrónu og salti saman við og hellið svo allri olíunni yfir. Næst er töfrasprotinn settur í glasið og látinn ná niður í botn. Þeytt þar á lægsta hraða án þess að hreyfa sprotann til. Maionesið fer að myndast og þegar að það nær uppúr olíunni má fara að hreyfa sprotann til og þeyta allt vel saman. Án gríns þá tók þetta svona 3 mínútur!
Og nú á ég fulla krukku af maionesi sem ég get bragðbætt með hverju sem er
t.d. chilli, dion sinnepi, piparrót, tómatsósu eða bara notað eintómt sem meðlæti.
Uppskrift tekin frá “Habba eldar þetta”