Fljótlegasta skúffukakan með ómótstæðilegu smjörkremi


(Ég notast við bollamál – 1 bolli er 2,5 dl – Uppskiftin passar í venjulegt skúffukökuform ca. 20×30 cm)

 • 1 bolli hveiti
 • 3/4 bolli sykur
 • 1/2 bolli kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 3 tsk vanillusykur
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • slurkur af vanillusósu
 • Bráðið smjör
 • 1/2 bolli heitt vatn
 • 3 egg

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður. Öllum þurrefnum pískað saman. Súrmjólk, olíu, vatni og eggjum svo hrært saman við. Ekki hæra of lengi, bara þannig að rétt blandist saman. Bakið í um 25 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðjuna kemur hreinn upp. Kælið kökuna alveg áður en kremið er sett á (Ef það er snjór eða frost og allir óþolinmóðir skelli ég forminu beint út á pall ofan á klaka eða snjó og kakan kólnar á 10 mínútum)

Ómótstæðilegt smjörkrem

 • 250 gr smjör við stofuhita
 • 350 gr flórsykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1/4 tsk salt
 • íssósa karmellu
 • vanillusósa

Aðferð: Byrjið á að þeyta smjörið vel þar til það verður ljóst og létt í sér. Bætið flórsykrinum út í ásamt kakóinu, vanillusykrinum og salti og þeytið vel saman á meðan þið setjið kaffið og rjómann smám saman út í. Þeytið kremið mjög vel eða í 5-7 mínútur þannig að það verði mjög létt í sér. Dreifið kreminu jafnt yfir kökuna og skreytið ef þið viljið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.