Nesan hrökkbrauðið.

Ég er búin að hugsa um það í talsverðan tíma að gera eigið hrökkbrauð og man bara hversu gott mér fannst hrökkbrauðið hennar Ingu en Inga er orðin svo gömul að þegar maður biður um uppskrift þá hljómar hún eins og amma í gamla daga, smávegis af þessu og slatti af hinu. Gott og vel þegar maður kann eitthvað en í fyrsta sinn verður að vera mælieining svo ég fann mér norska uppskrift svo ég væri viss um að kaupa rétt í þetta (efnin heita kannski ekki það sama en þegar ég svo fór að græja og gera, þá fannst mér ég verða að blanda í þessa uppskrift svolitlu frá Ingu þannig að þetta endar sem glæný uppskrift ala Stína á Nesan.

125 g nøtter/mandler (jeg bruker mest mandler)
3 dl solsikkerkjerner
1 dl linfrø
1 dl sesamfrø
smávegis af Chiafrø
örlítið af pumkinfrø
2 ss fiberhusk
1 egg
1 ts salt
5 dl vann
slatti af rifnum osti og smávegis af parmesanosti

Möndlurnar eru malaðar og síðan öllu blandað saman í skál og leyft að taka sig smá stund. Síðan dreift á tvær ofnplötur (smjörpappír hafður undir) og best er að nota bökunarsleikju til að dreifa þessu sem best á plöturnar.
Bakað í forhituðum blástursofni á 160 gráðum og best að setja aðra plötuna efst og hina neðst, ef ekki er blástursofn þá hafa eina plötu í einu og það í miðjunni og hafa hitann þá 165 gráður. Þetta er svo bakað í 65 mín.

Í fyrstu tilrauninni minni (sem er núna í dag) gleymdi ég saltinu en vonandi smakkast þetta samt vel hjá mér. Ég set kannski bara smá salt á þetta um leið og ég tek það úr ofninum.

Ég tók aðra plötuna út úr ofninum 15 mín áður en þetta átti að vera tilbúið, saltaði og stráði smá rifnum osti yfir, skar í passlegar sneiðar með pizzahníf og setti aftur inn í 15 mín.

Þetta er sjúklega gott og svo miklu minna mál en ég átti von á. Ekki spurning að kartöfluflögufíkillinn er kominn með eitthvað hollt í staðinn. Namm og hlakka til að smakka með smjöri og osti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.