Ég átti lax í frystinum og ákvað að elda hann einn daginn í síðustu viku, en ég var ekkert viss hvað mig langaði að gera við hann svo þá var hellt hvítvíni í glas og byrjað að skoða í ísskápinn. Hvítvínið er fyrir mig svo ég verði nú meira creative en vanalega. Niðurstaðan varð þessi, þrátt fyrir hálftóman ísskáp.
Laxastykkin lögð í eldfast mót, kryddað með salti, sítrónpipar og dill.
Í hálftómum ískápnum fundust nú nokkrir sveppir, paprika, púrrulaukur og döðlur síðan einhvern tíma, þetta var allt brytjað niður og sett yfir laxinn og síðan nokkrir smjörbitar lagðir þar ofaná.
![](https://usercontent.one/wp/blogg.mirra.no/wp-content/uploads/2020/10/122752694_636592007018283_2567879576752083024_n-768x1024.jpg)
Síðan hellti ég rjómanum sem hafði orðið eftir þegar ég gerði rjómagúllash síðast og að endingu settur rifinn ostur yfir og bakað í ofni í hálftíma.
![](https://usercontent.one/wp/blogg.mirra.no/wp-content/uploads/2020/10/122818073_2753855918220188_8480280567620162741_n-768x1024.jpg)
Með þessu gerði ég kartöflumús af því að ég elska kartöflumús, ég held það gæti verið jafn gott að vera með kartöflur bakaðar í ofni nú eða fyrir þá sem ekki eru kartöflufíklar þá held ég að hrísgrjón gætu verið fín.
![](https://usercontent.one/wp/blogg.mirra.no/wp-content/uploads/2020/10/122656102_2930509917273248_4688189867980331148_n-768x1024.jpg)
Nammi namm.
Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.