Tartalettur með aspas og sveppum

Featured Post Image - Tartalettur með aspas og sveppum


8-10 stk.

8-10 tartalettur
40 g smjör
2 msk. hveiti
1 dós aspas (400 g)
2 dl mjólk
1 dl rjómi
200 g sveppir, skornir í bita og steiktir í örlitlu smjöri
200 g skinka, skorin í bita (eða afgangar af reyktu kjöti)
má skipta út skinku fyrir rækjur

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjör í potti. Bætið hveiti út í og hrærið saman. Bætið safanum af aspasnum smám saman út í á meðan þið hrærið í og síðan mjólkinni. Hrærið vel svo úr verði kekkjalaus jafningur. Bragðbætið með salti og pipar og bætið rjóma út í. Bætið nú aspasnum, sveppunum og skinkunni út í og blandið varlega saman, hitið þetta í gegn. Haldið heitu. Bakið tartaletturnar í ofninum í 3-4 mín. Hellið heitum jafningnum í tartaletturnar og berið fram strax.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.