Fyrsta máltíðin elduð á AirFryernum

Featured Post Image - Fyrsta máltíðin elduð á AirFryernum

Rjómagúllash er fyrsti uppáhaldsrétturinn okkar sem við lærðum að elda 1983, hann hefur haldið sér að vera uppáhaldið í næstum öll þessi ár en þó voru þarna nokkur sem við elduðum þetta ekki oft. Svo eftir að við fluttum út til Noregs þá varð þetta aftur uppáhaldsrétturinn okkar.

Einfalt, gott og þægilegt. Heima á Íslandi myndum við alltaf vera með lambagúllash en þar sem Norðmenn kunna ekki að verka lambakjöt þá veljum við svínagúllash hérna. Allt annað er eins og í upphaflegu uppskriftinni og það er möst að hafa frankar með þessum rétti hérna hjá okkur, þar sem það er ekkert betra en dýfa frönskum í sósuna þegar maður en næstum hættur að borða.

Við byrjum á að elda franskarnar en það eru 25 mín á 180 gráðum. Munið að hrista körfuna nokkrum sinnum.

Síðan brytjaði ég niður grænmetið meðan ég beið eftir frönskunum og gerði það klárt til eldunar. Setti svo grænmetið í Airfryerinn þegar og stillti á 180 gráður í 10 mín. en þá bæti ég kjötinu við.

Kjötið krydda ég með salti, grillgrydd og sítrónupipar.

Þar sem ég er að elda fyrstu máltíðina í Airfryer og hef ekkert séð ennþá hvort fólk noti sósur þar, og eins að ég er ekki búin að kaupa aukahluti í græjuna, þá þorði ég ekki að hella rjómanum yfir allt hérna eins og ég myndi gera á pönnu svo …….. ég setti allt kjötið og grænmetið í eldfast mót og hellti rjómanum yfir og í 10 mín aukalega í ofninn á 200 gráður með blæstri.

Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.