Kartöflupizza

Sjóðið kartöflur og kælið þær, skerið svo kross í þær en ekki alveg í gegn og setjið smjörpappír undir og yfir og klessið þær með einhverju formi eða skál. Spreyið smá olíu á botninn í Lofti og svo klesstar kartöflur ofaná og olíu þar yfir líka og bakið við 180° í 15 mín.

Takið þá út og setjið pizzasósu yfir kartöflurnar sem nú eru orðnar eins og pönnukökur eða pizzabotnar og setjið svo rifinn ost á sósuna og ofaná ostinn pepperoni, papriku eða hvað sem ykkur dettur í hug og bakið í 5 mín.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.