Bílakvíði!

Er einhver sem kannast við þetta? Ég er með ofboðslegan bílakvíða og hann bara versnar og versnar og ég get svo svarið það að ef ég þyfti ekki bíl til að fara í vinnuna þá myndi ég hreinlega hætta að keyra bíl. Ég man frelsið þegar við bjuggum í miðbænum í Mandal og ég með […]

Þegar þú skilur ekki neitt í neinu.

Í gær tók ég engar myndir af fuglum, hér er venjulega garðurinn fullur af skjóum og litlum smáfuglum en ég sá engan í allan gærdag, ég var með myndavélina tilbúna á borðstofuborðinu allan daginn og meira að segja setti súmlinsu á hana til að ná kannski fuglinum sjáanlegum. En nei nei, myndavélin liggur þarna ennþá […]

Skert rýmisgreind

Ég hafði aldrei heyrt um þetta fyrr en 2012 þegar einn vinnufélagi minn sagði að ég væri ábyggilega með skerta rýmisgreind. Ég man ekkert hvað varð þess valdandi að hann sagði þetta við mig akkúrat þá en eftir það fór ég að sjá ýmislegt sem ég hafði gert og að sjálfsögðu ekki getað gert vegna […]

Metnaður

Já við höfum sko alls konar metnað mannfólkið. Ég var að lesa viðtal við ungan mann sem heitir William Heimdal og hann ætlar að verða frægari málari en Rembrandt og Munch. Það er gott að hafa metnað og mikið vildi ég að ég væri með eitthvað áhugamál og metnað í því núna, en það hef […]

RIP Nói 01.04.08 – 15.08.23

Kóngurinn á Nesan er fallinn frá 15 ára að aldri. Meiri karakter í ketti hef ég aldrei kynnst. Við vitum ekki í hverju hann hefur lent áður en hann kom til okkar, en við fengum hann frá Kattholti og hann var búinn að vera mikið veikur og lífið hjá okkur byrjaði ekki vel, hann datt […]

Þegar algorithminn þekkir mann…

Eins og kannski mörg ykkar vita er hún Ástrós Mirra að fara að gifta sig í garðinum heima hjá okkur í næsta mánuði og hausinn á mér fer svo sem ekkert út fyrir það að vera að undirbúa og leita að alls konar sem við getum notað. Til dæmis erum við búin að vera að […]

30% vinna að spara rafmagnið

Já ég get svarið það, vinnan við að setja endalaust í peisinn (kamínuna) niðrí stofu, fara út og sækja meiri við, sækja við, í vinnuna til Þráins til að spara enn meira með því að fá ókeypis við, því viður er ekkert ódýr þó hann sé svo sannarlega ódýrari en rafmagnið til kyndingar, skagar ábyggilega […]

Pizza í AirFryer

Já nei, ég held ég sé ekkert að fara að prófa það aftur, pizzan fer áfram á grillið, en nú er ég búin að prófa þetta og það virkaði ekki eða var alla vega allt of mikil vinna til að nenna því. En við byrjuðum daginn á að undirbúa okkar árlegu laufabrauðsgerð, ég bakaði vöfflur […]

Þar kom að því….

að bévítans veiran náði okkur hjónum en við erum búin að vera lasin í um tvær vikur þegar ég skrifa þetta, erum þó bæði farin að vinna aftur en gerum lítið meira en það. Þetta byrjaði með því að Þráinn varð veikur sem gerist nánast aldrei og þið sem þekkið mig vitið vel að ég […]